Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 89

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn  10. desember kl. 09:10, var haldinn 89. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir,  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Harri Ormarsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 28. nóvember og 5. desember 2014.

2. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN140301

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

ÞG verktakar ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Björns Ólafs arkitekts f.h. Arcus ehf. dags. 19. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum, bílastæðum, innkeyrslum o.fl., samkvæmt lagfærðum uppdr. Björns Ólafs arkitekts dags. 3. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Ólafs ark. og Arcus ehf. dags. 23. júní 2014. Tillagan var auglýst frá 26. september til og með 7. nóvember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sveinn Magnússon dags. 2. október 2014 og íbúasamtök Bryggjuhverfis dags. 6. nóvember 2014. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Grafarvogs frá 28. október 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2014.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2014

Vísað til borgarráðs. 

Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi tekur sæti á fundinum kl. 9:30

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, breyting á deiliskipulagi (01.407.9) Mál nr. SN140503

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

ALP hf., Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn ALP hf. dags. 26. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10. Í breytingunni felst breyting á mörkum deiliskipulags og nýta lóðina að Vatnagörðum 38 undir þjónustuhús og athafnasvæði fyrir bílaleigu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 5. desember 2014. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN140366

Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík

Náttúra og heilsa ehf, Fitjum, 116 Reykjavík

Karin Maria Mattsson, Fitjar, 116 Reykjavík

Guðjón Júlíus Halldórsson, Fitjar, 116 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. október 2014 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lagður fram lagfærður uppdr. dags. 19. maí 2014 br. 28. nóvember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014 samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN140529

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Kristinn Ragnarsson,arkit ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Nýborgar ehf. dags. 22. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Skrauthólar á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að byggja við núverandi hús á lóð nr. 4 við Skrauthóla ásamt stækkun á lóðarskika sem skipt verður upp í þrjá hluta Skrauthóla 1, 5 og 6 sem eingöngu verða notaðir til landbúnaðar án mannvirkja, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 7. október 2014. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Lindargata 34 og 36, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN140533

Vinnustofan Þverá ehf, Laufásvegi 36, 101 Reykjavík

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Rent-Leigumiðlunar ehf. dags. 9. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðannar nr. 34 og 36 við Lindargötu. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðir samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 16. október 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. október til og með 19. nóvember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Geir A. Gunnlaugsson f.h. stjórnar Húsfélagsins 101 Skuggahverfi I dags. 17. nóvember 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014 samþykkt. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140362

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Lantan ehf. dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun nýbygginga að hluta um eina hæð, minnkun á byggingarreit kjallara til suðurs og gert ráð fyrir garði í stað friðaðra húsa sem gert var ráð fyrir á lóðinni við Grettisgötu 17 en flutt verða annað, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. í júlí 2014. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 17. júlí 2014. Tillagan var auglýst frá 18. september 2014 til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Júlíus Kr. Magnússon dags. 9. september 2014 og 29. október 2014, Ari Oddsson ehf. dags. 6. október 2014, Haraldur Sigurðsson dags. 6. október og 20. október 2014, Árni Þórður Jónsson og Hallfríður María Pálsdóttir dags. 27. október 2014, Guðmundur Hannesson f.h. Fasteignafélagsins JS ehf. dags. 27. október 2014, Brynja Dögg Friðriksdóttir dags. 29. október 2014, Ágústa Axelsdóttir dags. 30. október 2014 og Verslun Guðsteins Eyjólfssonar dags. 30. október 2014.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2014 og minnisblað skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 9. desember 2014. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2014.

Vísað til borgarráðs. 

8. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi (01.240.2) Mál nr. SN140584

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Mannverk ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa  Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur  og Páls Hjaltasonar  og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils  Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur  .

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir  bóka:

„Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Í nýrri tillögu að deiliskipulagi sem nú er send í auglýsingu hefur krafa um bílakjallara verið felld niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa verði tillagan samþykkt. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður í deiliskipulagstillögunni en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar komnar í ljós. Enda þótt framkvæmdum við uppbyggingu á Hlemmssvæðinu sé einungis að hluta lokið hafa komið fram mjög ákveðnar raddir frá íbúum og þeim, sem starfa á svæðinu, um að skortur sé á bílastæðum og kröfur um að borgin bregðist við því.

Ekki hafa verið mótaðar reglur Reykjavíkurborgar um greiðslur fyrir aukinn byggingarrétt á þegar byggðum lóðum. Borgarfulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar og flugvallavina telja að lóðarhafar eigi að greiða fyrir aukinn byggingarrétt hvort heldur við úthlutun nýrra lóða eða þar sem byggingarmagn er aukið verulega í eldri hverfum“. 

Fulltrúi  Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og fulltrúar Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og Páll Hjaltason  og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir  bóka: 

„Í ljósi þess að í deiliskipulagsbreytingu er  byggingamagn aukið verulega og auk þess farið fram á að fallið verði frá byggingu bílakjallara telur umhverfis og skipulagráð rétt að gengið verði til samninga við lóðarhafa um þátttöku hans i kostnaði við hönnun og frágang á Hlemmtogi

Fyrir liggur að ásýnd og útlit torgsins a Hlemmi skiptir miklu fyrir lóðarhafa og borgina. Torgið verður hluti af umhverfi fyrirhugaðs hótels og hótelið hluti af ásýnd torgsins, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðalinngangi hótelsins frá torginu.  Hagsmunir lóðarhafa og borgarinnar fara þannig saman. Þvi er eðlilegt að gengið verði til samninga um þátttöku lóðarhafans i kostnað við endurgerð torgsins.“

Umhverfis og skipulagsráð bókar: 

„Umhverfis og skipulagsráð telur tímabært að borgin setji reglur um greiðslu/ gjaldtöku lóðarhafa, þegar óskum þeirra er fullnægt með verulega auknu byggingarmagni i breytingum a deiliskipulagi.

Oftar en ekki heimila breytingar a deiliskipulagi auknar byggingarheimildir lóðarhafa og þar með að eykst verðmæti lóðar verulega. Því  er nauðsynlegt að borgin setji sér reglur og gjaldskrá fyrir þannig breytingar. Þess þarf þó að gæta að slíkt gjald hafi ekki áhrif a einstaklinga sem hyggjast ráðast i eðlilegar endurbætur og hóflegar stækkanir íbúðarhúsnæðis, til hagsbóta fyrir sig og sína fjölskyldu.“

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.

9. Eddufell 2-8, breyting á deiliskipulagi (04.683.0) Mál nr. SN140636

Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Lögð fram umsókn Roks ehf. dags. 26. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða, niðurfelling bílageymslu, breyting á bílastæðaskilmálum, óveruleg breyting á hámarkshæðum og lóðarstærð o.fl., samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2014. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 805 frá 2. desember 2014 og 

nr. 806 frá 9. desember  2014. 

(C) Fyrirspurnir

11. Austurhöfn, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN140609

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Auro Investments ehf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Auro Investments ehf. dags. 13. nóvember 2014 um að hækka hluta af byggingarreitnum vegna þakbars, fækka bílastæðum og endurskoða nýtingarhlutfall vegna B rýma, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 13. nóvember 2014. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 13. nóvember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

Frestað

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.

12. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN140434

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Lögð fram til kynningar fyrirspurn Íslandsbanka hf. dags. 15. ágúst 2014 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 2 við Íslandsbanka, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 25. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Ask Arkitekta ehf. dags. 15. ágúst 2014.

Kynnt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.

13. Sigtún 38 og 40, (fsp) uppbygging (01.366.0) Mál nr. SN130590

Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Lögð fram til kynningar fyrirspurn Íslandshótels slf. dags. 10. desember 2013 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 38 og 40 við Sigtún ásamt uppdráttum Atelier Arkitekta hf. dags. í október 2014. Einnig er kynnt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2014. 

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi,  á eigin kostnað. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.

14. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481

Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð  Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014

Frestað.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

15. Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur Mál nr. US140180

Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á  Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu  vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014. 

Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar  um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:

"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .

Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.

Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.

Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.

Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar. 

Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.

Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi." 

Einnig er kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi.

Frestað

16. Bústaðavegur, hjólastígur Mál nr. US140223

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. desember 2014 varðandi hjólastíg meðfram Bústaðavegi, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar dags. nóvember 2014.

Samþykkt. 

17. Háaleitisbraut, hjólastígur  (US2013020065) Mál nr. US140215

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags.  19. nóvember 2014 ásamt tillögu dags. í nóvember 2014 varðandi lagningu  hjólastígs meðfram Háaleitisbraut.

Einnig er lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir frá fundi umhverfis og skipulagsráðs 26. nóvember 2014

"Tillaga að hjólastíg meðfram Háaleitisbraut ásamt breytingum á götunni verði útfærð þannig að umferð geti haldið áfram eftir götunni þrátt fyrir að strætisvagn stöðvi á strætisvagnastöðinni.  Enda þótt verið sé að hanna hjólareiðastíg meðfram Háaleitisbraut er engin ástæða til þess að stöðva flæði umferðar"

Tillaga Sjálfstæðisflokksins felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar , fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. 

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur

„Á fundi umhverfis og skipulagsráðs 26.11. sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að hjólastígur meðfram Háaleitisbraut ásamt breytingum á götunni verði útfærður þannig að umferð geti haldið áfram eftir götunni þrátt fyrir að strætisvagn stöðvi á strætisvagnastöðinni. Enda þótt verið sé að hanna hjólareiðastíg meðfram Háaleitisbraut verður ekki séð að ástæða sé til þess að stöðva flæði umferðar.

Á fundi ráðsins í dag er tillagan felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að lagður verði hjólreiðastígur meðfram Háaleitisbraut en telja mikilvægt að öllum ferðarmátum sé gert jafnt undir höfði. „

Tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. 19. nóvember 2014 samþykkt með 

fjórum atkvæðum  fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar , fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, gegn tveimur  atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og  fulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sat hjá við afgreiðslu  málsins. 

18. Hverfisgata, stöðubann Mál nr. US140240

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. desember 2014 um stöðubann á endurgerðri Hverfisgötu.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

19. Ferðavenjukönnun 2014, kynning, skýrsla Mál nr. US140161

Lögð fram heildarskýrsla Capacent Gallup dags. í október - nóvember 2014  varðandi ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

20. Tryggvagata 28, bílastæði fyrir hótel Radisson SAS 1919  (US2013070043) Mál nr. US140233

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 4. desember 2014 varðandi bílastæði fyrir hótel Radisson SAS 1919 við Tryggvagötu 28 .

Frestað. 

(D) Ýmis mál

21. Skipholt 9, málskot (01.241.2) Mál nr. SN140620

Rafn Guðmundsson, Bárugata 30a, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Rafns Guðmundssonar dags. 21. nóvember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 um að breyta atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 9 við Skipholt í íbúðarhúsnæði.

Frestað. 

22. Köllunarklettur, Þ47, uppbygging (01.327) Mál nr. SN140613

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf hafnarstjóra dags. 14. nóvember 2014 ásamt erindi Hamla ehf. dags. 3. nóvember 2014 varðandi deiliskipulag s.n. Tollvörugeymslu- og Kassagerðarreits. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, um Köllunarklett M18/ Þróunarsvæði Þ-47, um núverandi stöðu og skipulagslegum upplýsingum um svæðið dags. 10. september 2014. 

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skipulagsfulltrúa. 

23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi, ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks Mál nr. US140237

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar f.h. borgarráðs frá 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. desember 2014.

Frestað.

24. Kynjuð fjárhagsáætlun, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US140209

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Friðriksdóttur og Herdísar Þorvaldsdóttur til umhverfis- og skipulagssviðs:

"Óskað er eftir samantekt á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar á síðasta kjörtímabili, hvað áhersla var lögð á hverju ári fyrir sig og til hvaða breytinga leiddu verkefnin. Hvernig hefur sú þekking sem verkefnin skiluðu áhrif á stjórnsýslu, verklag eða annað hjá sviðinu."

Lögð fram samantekt umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2014. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að eitt af markmiðum verkefnisins um kynjaða fjárhagsáætlun hafi verið að greina aðkomu kynjanna að skipulagsmálum með því að skoða aðal- og deiliskipulag þrjú ár aftur í tímann, greina hvernig úthlutun gæða fer fram og hverjir fá gæðin. Gæði voru skilgreind sem samningar,atvinnutækifæri og ákvörðunarvald - greint e. kyni. Í svari við fyrirspurn kemur ekki fram að sú greining hafi leitt til breytinga í stjórnsýslu eða verklagi eða öðru hjá sviðinu.  Svar óskast því við spurningunni um hvort að sú þekking sem niðurstöður verkefnisins leiddu af sér hafi leitt til breytinga á stjórnsýslu, verklagi eða öðru, og ef ekki hvers vegna ekki."

Lagt fram að nýju ásamt samantekt umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. desember 2014.

25. Úlfarsárdalur, hönnunarsamkeppni Mál nr. US140222

Kynntar niðurstöður samkeppninnar og verðlaunatillaga.

26. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í nóvember 2014. 

27. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í september 2014 og yfirlit yfir innkaup eftir birgjum janúar  - september 2014.

28. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör Mál nr. US140239

Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs.

USK RK 9 mánaða uppgjör.

USK ES 9 mánaða uppjör.

USK verkstaða okt 2014.

29. Betri Reykjavík, uppl. um skautafærð á tjörninni á vef Reykjavíkurborgar Mál nr. US140106

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum frítími og útivist "uppl. um skautafærð á tjörninni á vef Reykjavíkurborgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2014.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. maí 2014 á efstu hugmynd marsmánaðar af Betri Reykjavík úr flokknum frítími og útivist "upplýsingar um skautafærð á tjörninni á vef Reykjavikurborgar" tekur ekki á fullnægjandi hátt á efni hugmyndarinnar. 

Henni er því vísað aftur til ráðsins til frekari afgreiðslu.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

30. Skipholt 50D, kæra 116/2014 (01.254.1) Mál nr. SN140622

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 21. nóvember 2014 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. október 2014 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóðamörkum milli lóða nr. 50c og d við Skipholt.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra 

31. Hólmgarður 19, kæra 122/2014 (01.818.1) Mál nr. SN140654

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 3. desember 2014 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa þ. 8. júlí 2014 að veita byggingarleyfi fyrir núverandi innra og ytra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 19 við Hólmgarð.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra 

32. Skipasund 43, kæra 123/2014 (01.358.2) Mál nr. SN140657

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 4. desember 2014 vegna byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 43 við Skipasund.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra 

33. Samgöngumiðstöð, samkeppni og skipun dómnefndar Mál nr. SN140294

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 á umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að samkeppni og skipunar dómnefndar vegna vinnu við þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit.

34. Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, lýsing (01.221.0) Mál nr. SN140313

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 á lýsingu vegna deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 18-24 við Borgartún og 2-4 við Nóatún.

35. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN140528

Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Frakkastíg.

36. Friggjarbrunnur 18, breyting á deiliskipulagi (05.053.5) Mál nr. SN140353

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn.

37. Gufunes, breyting á deiliskipulagi (02.2) Mál nr. SN140491

Landark ehf, Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

Fjörefli ehf., Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gufuness.

38. Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi (04.733.6) Mál nr. SN140185

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað.

39. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN140562

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. nóvember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:37.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Páll Hjaltason 

                             Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

                            Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 2. desember kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 805. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN048583

Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN048489 samþ. 25. nóvember 2014, sem felast í að sorpgeymsla er færð og utanhússklæðning verður úr báruðu alúsinki á blómaverslun á lóð nr. 3 við Birkimel.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Milli funda.

2. Blönduhlíð 28-30 (01.713.109) 107242 Mál nr. BN048567

Sveinn Rúnar Benediktsson, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu fyrir parhús nr. 30 á lóð nr.  28 - 30 við Blönduhlíð.

Bréf frá umsækjanda dags. 23. nóvember 2014 og samþykki frá Hamrahlíð 13, Blönduhlíð 26 og 28 fylgir.

Stærð hjóla- og bílageymslu: 47,5 ferm.,  142,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3. Brekkugerði 8 (01.804.406) 107754 Mál nr. BN048576

Ásgeir Bolli Kristinsson, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu til norðurs þannig að eldhúsið stækkar í húsi á lóð nr. 8 við Brekkugerði.

Samþykki frá lóðarhöfum Brekkugerðis nr. 10 og nr. 12 dags. 25. nóvember fylgjr erindi.

Stækkun:  12,9 ferm., 40,9 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta nr. 0501 kjallari, 0501 1.hæð og 0502 dags. 24. nóvember 2014.

4. Drafnarstígur 5 (01.134.214) 100340 Mál nr. BN048561

Birgir Daníel Birgisson, Drafnarstígur 5, 101 Reykjavík

Margrét Rut Eddudóttir, Unnarstígur 2a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á steyptum sökkli, garðskála við hús á lóð nr. 5 við Drafnarstíg 

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014 fylgir erindi.

Stækkun:  9 ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Stækkun 6,7 ferm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Eggertsgata 6-10 (00.000.000) 106682 Mál nr. BN048582

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0111 úr íbúð í skrifstofu og opna yfir í rými 0112 og til að byggja óupphitaða  vagnageymslu úr timbri  á suðausturhorni lóðar nr. 6-10 við Eggertsgötu. 

Stærð mhl. 02:  27,1 ferm. 66,1 rúmm

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048198

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á jarðhæð í mhl. 02 og innrétta gististað í flokki II sem rekinn verður í tengslum við gistiheimili í mhl. 01, einnig til að byggja þrennar svalir  á lóð nr. 2 við Einholt.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 26. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fannafold 217-217A (02.852.203) 109992 Mál nr. BN048572

Agnar G Árnason, Hæðargarður 35, 108 Reykjavík

Tryggvi Baldursson, Fannafold 217, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á sólskála við vesturhlið hússins nr. 217  á lóð nr. 217-217A við Fannafold.

Stækkun sólskála er: XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048522

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta vörugeymslu í skrifstofuhúsnæði, lokað verður fyrir stiga  og komið verður fyrir flóttastiga á suðurhlið húss á lóð nr. 10 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28.nóvember 2014 fylgir erindinu.

Brunaskýrsla hönnuðar dags. 6.nóvember 2014 og bréf hönnuðar dags. 20. nóv. 2014 fylgir.

Stækkun:  2,6 ferm., 41,5 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Garðastræti 38 (01.161.011) 101192 Mál nr. BN048289

Hjálpræðisherinn á Íslandi, Pósthólf 372, 121 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri íbúð í kjallara íbúðarhúss, sbr. fyrirspurn BN048143, á lóð nr. 38 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

11. Grettisgata 20A (01.182.114) 101830 Mál nr. BN048505

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, klætt bárujárni með þremur íbúðum á baklóð nr. 20A við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá dags 28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

Stærð:  Kjallari 105,2 ferm., 1. hæð 97,6 ferm., ris 97,6 ferm.

Samtals 300,4 ferm., 933,9 rúmm.

Niðurrif mhl. 02:  37 ferm., 284 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

12. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN047586

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.

Stækkun:  363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hlíðarhús 3-7 (02.845.102) 172492 Mál nr. BN048575

Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta reyk- og fjölnotaherbergjum í fjórar  hjúkrunaríbúðir á 1. og 2. hæð í Hjúkrunarheimilin Eir á lóð nr. 3-7 við Hlíðarhús.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hólmsheiði fjárborgir (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN048560

Sveinbjörn Guðjohnsen, Baldurshagaland 52, 110 Reykjavík

Sótt er um áður gerðar breytingar vegna lokaúttektar, milliloft hefur verið stækkað og gluggum og hurðum breytt í húsi á lóð nr. B-21 við Hólmsheiði.

Stækkun millilofts: XX ferm. 

Gjald kr.9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 17. júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014, bréf frá hönnuði dags. 27. okt. 2014 og aftur 12. nóv. 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048558

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048268,  hætt er við stækkun á mhl. 02 og gasgeymsla er færð til á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

17. Klambratún Mál nr. BN048587

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp segl á grind við Miklubraut til að kynna viðburði næsta árs, 2015, á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Langagerði 23 (01.831.203) 108524 Mál nr. BN048507

Jónas Dalberg Karlsson, Langagerði 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gluggum, fjarlægja stiga, skipta út handriðum á svölum 1. hæðar og grafa út geymslu í kjallara, einnig er gerð grein fyrir íbúð 0002 í kjallara og óskað eftir að hún fáist samþykkt í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 23 við Langagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda vegna fjölgunar íbúða.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014.

19. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN048568

Arnór Stefán Bohic, Melgerði 12, 200 Kópavogur

Sótt eru um áður gerðar breytingar vegna lokaúttektar á erindi BN045929, hringstigi var ekki gerður og breytt er ???  í húsi á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Bréf frá hönnuði dags. 25. nóvember 2014 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN048562

Laugadepla ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að færa byggingarreit bakhúss, sbr. erindi BN047355, vegna breytinga á mæliblaði um 23 cm til norðurs, draga inn gafla og dýpka byggingarreit um 13 cm svo stærðir hússins haldist óbreyttar á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.

Gjöld kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Lindargata 50 (01.153.201) 101098 Mál nr. BN047121

Sigurður Björgvinsson, Birkihlíð 46, 105 Reykjavík

Reykjavík letterpress ehf, Lindargötu 50, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta prentstofu á jarðhæð í mhl. 02 og í 03 í húsinu á lóð nr. 50 við Lindargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lindargata 62 (01.153.207) 101104 Mál nr. BN048573

Arnar Hannes Gestsson, Laugavegur 86-94, 101 Reykjavík

Byggir ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og breyta 1. og 2. hæð og stækka auk þess kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 62 við Lindargötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. nóvember 2014.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindi.

23. Marargata 2 (01.137.105) 100652 Mál nr. BN048259

Gleði ehf., Marargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til byggja steyptar svalir á 2. hæð sem samsvara nálægum tröppum og handriði  í húsi á lóð nr. 2 við Marargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  28. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. október 2014 til og með 19. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 15.september 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN048574

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á lagnagang undir Mýrargötu 14-16 úr hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Mýrargata 14 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN048577

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 til norðurs, snúa mæni þvert á núverandi stefnu og byggja svalir, einnig að stækka hús nr. 16 til norðurs, snúa mæni og byggja svalir á hús nr. 16 á lóð nr. 14-16 við Mýrargötu.

[Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN048467

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsteypa opið sorpskýli og gámaskyggni, mhl. 03 og gasgeymslu, mhl. 04 norðan megin við Hótel Loftleiðir/Icelandair á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

Stærðir, stækkun B rými mhl. 03, 125 ferm., 494,5 rúmm.

Stærðir, stækkun B rými mhl. 04, 3 ferm., 5,5 rúmm.

Stærðir stækkun samtals. B rými, 128 ferm., 500 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

27. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN048581

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta innra skipulag 1. 2. og 3. hæð og komið verður fyrir rými fyrir kælibúnaði og varaaflstöð á norðanverðri lóð nr. 16 við Neshaga.

Stækkun varaaflstöðvarhúss og kælibúnaðarhúss er XX ferm., XXrúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindi.

28. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047516

BP Eignir ehf., Þrastarhöfða 55, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta hæð og ris með kvistum á götuhlið, byggja svalir á garðhlið og innrétta tvær nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 78 við Njálsgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.

Meðfylgjandi er umboð eiganda.

Stækkun:  97,7 ferm., 269,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014.

29. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN048523

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048201 þannig að komið er fyrir kolsýrutanki mhl. 09, settar verða upp 2 metra háar girðingar í kringum á norðaustur hlið hús á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Stærð mhl. 09 tankur: 4,5 ferm., 41,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að hönnun á undirstöðum og grundum verið gerðar í samráði og samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. 

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja á fjórum hæðum fimm íbúða steinsteypt fjölbýlishús með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Síðumúli 35 (01.295.401) 103848 Mál nr. BN048527

Arnarhóll ehf, Síðumúla 27, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilum á milli eigna og stærðum eigna 0101 og 0102 í húsinu á lóð nr. 35 við Síðumúla.

Samþykki eigenda dags. 20. nóv. 2014 og bréf frá hönnuði dags. 27. nóv. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN048405

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 33 íbúðum á þremur til fjórum hæðum og bílakjallara fyrir 33 bíla, einangrað að utan og klætt, málmklæðningu, flísum og timbri,  á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi og greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 14. október 2014.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu

Stærð:  Kjallari 1.550,2 ferm., 1. hæð 962,8 ferm., 2. og 3. hæð 991,4 ferm., 4. hæð 654,1 ferm.

Samtals:  5.178,6 ferm., 16.053,2 rúmm.

B-rými 339,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN048586

ÞOK ehf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík

Michael A Levin, Hlunnavogur 15, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044485 þannig að breytt er innra fyrirkomulag á 3. hæð hússins á lóð nr. 1G við Skútuvog.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Stakkhamrar 7 (02.293.704) 109041 Mál nr. BN048433

Davíð Sigurðsson, Stakkhamrar 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við hús á lóð nr. 7 við Stakkhamra.

Stækkun: 20 fer., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN046926

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar byggðri skemmu úr stálgrind sem er klædd með báruáli, mhl. 07, á lóðarhluta lóðarinnar Stórhöfða 34-40.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2014. og eldvarnarskýrsla Eflu dags. 16. apríl 2014. Einnig fylgir bréf arkitekts dags. 11.12. 2013, bréf arkitekts dags. 4.7. 2014, bréf arkitekts dags. 24.11. 2014.

Stærðir: 662,6 ferm., 4.770 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN048591

Kergils ehf, Brekkutanga 1, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss og að innrétta fyrir nuddstofu og verslun í rými 0102 á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN048553

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsi í undirbúningseldhús í veitingarhúsi flokki III  á fyrstu hæð rými 0101 sem snýr út að Kirkjutorgi  á lóð nr. 3 við Templarasund. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Tryggvagata  4-6 (01.132.011) 100201 Mál nr. BN048570

Tryggvagata 4-6,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 39 íbúðum sem eru ??? í húsinu á lóð nr. 4-6 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Túngata 7 (01.161.008) 101189 Mál nr. BN048536

Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi lóðaveggjum og setja upp sérsmíðaða öryggisgirðingu með rafdrifnu hliði ofan á lóðarvegginn á lóð nr. 7 við Túngötu.    

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

40. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN048590

Sigurbirna Hafliðadóttir, Úlfarsbraut 32, 113 Reykjavík

Óskar Þór Sævarsson, Úlfarsbraut 32, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 32, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 32 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.

Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 22,1 ferm., 93,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN048528

Frjálsi hf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Harpa Björt Barkardóttir, Kristnibraut 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 30, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 30 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.

Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 22,1 ferm. , 93,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN048524

Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík

Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að sameina skrifstofurými kjallara og 1. hæðar, opnað verður dyraop í burðarvegg og fjarlægður hlaðinn veggur í kjallara í húsinu Grófin 1 á lóð nr. 4 við Vesturgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. október 2014 og bréf frá hönnuði  dags. 25. nóvember 2014 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

43. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN048571

HSTG ehf., Laufásvegi 66, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir vegg á lóðamörkum að húsi nr. 12 og breyta innra skipulagi á 2. hæð í mhl. 01, breyta herbergi  í vinnustofu og loka að stigagangi í húsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Þórsgata 18 (01.186.303) 102259 Mál nr. BN048458

Haraldur Hrafnsson, Aragata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá sem "ósamþykkta íbúð" kjallararými í parhúsi á lóð nr. 18 við Þórsgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 2. júní 2014.

Einnig fylgja fyrirspurnir BN037168 dags. 6. nóvember 2007 og BN047142 dags. 4. febrúar 2014, sem báðar fengu neikvæða afgreiðslu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

Ýmis mál

45. Holtsgata 41B (01.133.404) 100282 Mál nr. BN048584

Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 25. nóvember sl., láðist að bóka inn stærðir á niðurrifi viðbyggingar hússins.

Niðurrif: 42,8 fm. 93,2 rúmm.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46. Jónsgeisli 97 (04.113.203) 189860 Mál nr. BN048538

Ingibjörg G Larsen, Jónsgeisli 97, 113 Reykjavík

Óskað er eftir því að taka aftur upp eldra nafn býlisins  og skrá sem Engi við Vesturlandsveg í stað núverandi skráningar sem er Jónsgeisli 97, sjá bréf eiganda.

Frestað.

Milli funda.

47. Mýrargata 18 Mál nr. BN048597

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans að stofna lóðina  Mýrargata 18 (staðgr. 1.116.702, landnr. 222856) í samræmi við deiliskipulag sem var samþykkt í  umhverfis- og skipulagsráði þann 20.11 2013, samþykkt  í borgaráði þann 28.11.2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 03.02.2014.

Lóðin Mýrargata 18 (staðgr. 1.116.702, landnr. 222856) verður  216 m2 að stærð sjá meðfylgjandi lóðauppdrátt.  Þessir 216 m2 eru teknir úr óútvísuðu borgarlandi ( landnr. 218177).

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

48. Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN048593

L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Lóðarhafar lóðarinnar Rauðarárstígur 23, landnúmer 102986, óska hér með eftir að heimild í deiliskipulagi til að nota lóðarheitið Laugavegur 120 verði nýtt. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Þórunnartún 4 (01.220.004) 102780 Mál nr. BN048594

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  til að gefa út nýjan lóðauppdrátt fyrir lóðina Þórunnartún 4 (staðgr. 1.220.004, landnr. 102780), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 26.11.2014.

Lóðin  Þórunnartún 4 (staðgr. 1.220.004, landnr. 102780)  er 1258 m² og verður áfram 1258 m².  Það sem breytist er að lóðin lengist um 1 cm og búið er að bæta inn byggingareit og göngukvöð í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í Borgarráði 03.06.2014 og auglýst  í B-deild Stjórnartíðinda þann 22.08.2014. Einnig er búið að setja inn lagnakvöð OR.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

50. Bergstaðastræti 29 (01.184.413) 102073 Mál nr. BN048569

Guðlaugur Aðalsteinsson, Háteigsvegur 54, 105 Reykjavík

Guðmundur Aðalsteinsson, Bergstaðastræti 29, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51. Brautarholtsvegur 41 (32.452.103) 217876 Mál nr. BN048585

Valgeir Halldór Geirsson, Sigtún, 116 Reykjavík

Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Sigtún, 116 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stöðuleyfi fyrir byggingu tveggja sumarhúsa sem verða flutt í burtu af lóðinni nr. 41 við Brautarholtsveg.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindi.

52. Búðagerði 10-12 (01.814.007) 107919 Mál nr. BN048513

Hulda Ragna Gestsdóttir, Drápuhlíð 32, 105 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi sölubúð á 1. hæð og fylgirými í kjallara í íbúð í húsi á lóð nr. 10 við Búðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagfulltrúa frá 28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014. 

53. Funahöfði 7 (04.060.004) 110581 Mál nr. BN048579

RK Holding ehf., Furuási 14, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort heimilt sé að breyta skrifstofurýmum í gistiherbergi og fá leyfi fyrir rekstur gistiheimili í flokki II í húsinu á lóð nr. 7 við Funahöfða.

Bréf frá hönnuði ódags. og ljósmyndir fylgja. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN048407

Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík

a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta og færa innkeyrslu eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-3 við Kambavað.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2014.

55. Laugarásvegur 17 (01.380.405) 104765 Mál nr. BN048531

Jón Gunnar Vilhelmsson, Flyðrugrandi 20, 107 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi bílskúr í sem verði í eigu 17A á lóð nr. 17 við Laugarásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  28. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014.

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2014. 

56. Laugavegur 178 (01.251.102) 103436 Mál nr. BN048589

Jón Aðalsteinn Sveinsson, Stóragerði 16, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að vera með vínveitingar í flokki II í hárgreiðslustofu mhl. 02 rými 0101 í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg.  

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

57. Sogavegur 158 (01.830.114) 108482 Mál nr. BN048588

Pálmi Gíslason, Sogavegur 158, 108 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi svalir úr timbri og stáli, m.a. sem flóttaleið í eldsvoða við efri hæð einbýlishúss á lóð nr. 158 við Sogaveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:11

Björn Stefán Hallsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir

Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 9. desember kl. 10:23 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 806. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN048613

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í rými 0102 og minnka veitingastað í rými 0103 samsvarandi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Álfheimar  8-24 (01.430.301) 105200 Mál nr. BN047569

Grétar A Halldórsson, Lindargata 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir ósamþykktri íbúð í kjallara í raðhúsi nr. 24 á lóð nr. 8-24 við Álfheima.

Erindi fylgir:  Bréf umsækjanda dags. 2 desember 2014, virðingargjörð dags. 20. janúar 1961, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 29. júní 1984, kaupsamningur dags. 26. september 1984 og annar dags. 16. febrúar 1988 og þinglýst afsöl dags. 12. september 1985, 16. febrúar 1988 og 30. apríl 1989.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Umsækjandi skal óska eftir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa.

.

3. Ármúli 9 (01.263.001) 103518 Mál nr. BN048557

Hótel Ísland ehf., Holtsbúð 87, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til breyta áður samþykktu erindi BN047780, útliti svala og glugga er breytt, einnig þakkanti og innra skipulagi á öllum hæðum og byggður stoðveggur út frá húsi á lóð nr. 9 við Ármúla.

Hætt er við erindi BN048073 sem er í fresti.

Stækkun: 16,0 ferm., 41,6 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vantar skráningatöflu.

4. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN048609

Edda Sigfríð Jónasdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík

Maríus Þór Jónasson, Faxaskjól 22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN048583

Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN048489 samþ. 25. nóvember 2014, sem felast í að sorpgeymsla er færð og utanhússklæðning verður úr báruðu alúsinki á blómaverslun á lóð nr. 3 við Birkimel.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

6. Borgartún  35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048607

Landssamband ísl útvegsmanna, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og breyta matsal og eldhúsi í opið skrifstofurými á 6. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 35 við Borgartún.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. B-Tröð 3 (04.765.303) 112473 Mál nr. BN048520

Mikael Tal Grétarsson, Smárarimi 1, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta eign úr einni eign í fimm eignir í hesthúsinu á lóð nr. 3 við B-tröð.

Bréf frá stofnaðilum óstofnaðs húsfélags dags. 30. september 2013. Samþykki meðeigenda dags. 28. nóvember 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Eggertsgata 6-10 (00.000.000) 106682 Mál nr. BN048582

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0111 úr íbúð í skrifstofu og opna yfir í rými 0112 og til að byggja óupphitaða  vagnageymslu úr timbri  á suðausturhorni lóðar nr. 6-10 við Eggertsgötu. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu.

Stærð mhl. 02:  27,1 ferm. 66,1 rúmm

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048638

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi að Fiskislóð 10 til að fjarlægja steyptan stiga á milli hæða og uppsteypu á plötu í stigagat, sbr. BN048522 sem samþykkt var 02. desember 2014.

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu í samráði við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

11. Fjallkonuvegur 1 (02.855.301) 110068 Mál nr. BN048602

Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytisgeyma, mhl. 08, 6.000 l. litað dísel, mhl. 07, 20.000 l. dísel, báðir í sömu steyptu þrónni, fjarlægja þrjá tanka undir þurrkstæðum og tveim nýjum 30.000 l. bensíntönkum komið fyrir, mhl. 05 og 06 og koma fyrir gasgeymslu, 8.3 ferm. og 8.3 rúmm. á eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.

Stærðir, tankar fjarlægðir xx rúmm. Nýir tankar xx rúmm. gasgeymsla xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN048630

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöður, botnplötu og lögnum í grunn sbr. BN047738 á lóð að Flugvöllur 106748 þar sem samþykkt var leyfi til að byggja 4. hæða viðbyggingu með  neðstu tvær hæðirnar byggðar í beinu framhaldi af  núverandi flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.

Stækkun: 2.602,5 ferm. 9.495,2 rúmm.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Flúðasel 60-76 (04.971.401) 113170 Mál nr. BN048293

Eygló Guðmundsdóttir, Flúðasel 72, 109 Reykjavík

Flúðasel 72,húsfélag, Flúðaseli 72, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými til að stækka kjallaraíbúð 0001 í húsinu nr. 72 á lóð nr. 60 til 76 við Flúðasel.

Samþykki meðlóðarhafa nr. 70 og nr. 72 dags. 1. okt. 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 2. október 2014.

Stækkun vegna notkunar á óútgröfnu rými:  22,8 ferm., 61,6 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN048621

RED ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús, 61 íbúð og bílakjallara fyrir 55 bíla á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Stærð:  8.235 ferm., 27.470 rúmm.

B-rými 92,8 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN047586

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Erindi fylgir greinargerð vegna bílastæða hreyfihamlaðra dags. 4. desember 2014.

Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.

Stækkun:  363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Haðaland 10-16 (01.864.401) 108813 Mál nr. BN048511

Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr, mhl. 07, og byggja nýja bílgeymslu og íbúðarherbergi áfast einbýlishúsi nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.

Erindi fylgir fsp. BN048004 sem var svarað jákvætt 29. júlí 2014.

Niðurrif mhl. 07:  31,6 ferm., 82,2 rúmm.

Stækkun mhl. 04:  79,9 ferm., 176,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Háteigsvegur 2 (01.244.420) 103213 Mál nr. BN046492

Thailenska eldhúsið ehf., Tryggvagötu 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að færa til og stækka salerni í kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Háteigsveg.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 10. júní 2012.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hrannarstígur 3 (01.137.305) 100665 Mál nr. BN048196

Jón Örn Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem kemur fram lækkun á hluta af lóð, anddyri og þvottahús í kjallara verður hluti íbúðar 0001 þannig að eigendur íbúða 0101 og 0201 hafa umgengnisrétt um anddyri og þvottahús vegna inntaka og sótt er um leyfi fyrir hurð út úr íbúð 0001 á vesturhlið húss á lóð nr. 3 við Hrannarstíg.

Yfirlýsing vegna samþykktra framkvæmda dags. 1. júní 2014.

Umboð sem veitir Sævari Stefánssyni leyfi til að skrifa undir fyrir Valtý Sævarsson og samþykki meðeiganda á teikningu.

Bréf frá eiganda þar sem hann óskar eftir undanþágu frá því að þurfa að færa inntök og mæla dags. 27. nóvember 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Þinglýsa skal kvöð um aðgengis meðeigenda að inntaksrými fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.

Samþykki meðeigenda dags. 17. júlí 2014, kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014, bréf frá hönnuði dags. 27. október 2014 og annað dags. 12. nóvember 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.  

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hverafold  1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN048614

Markmál ehf, Pósthólf 12066, 132 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir rými 0301, sem verða þá 0301 og 0308 í atvinnuhúsi á lóð nr. 1-5 við Hverafold.

Erindi fylgir fundargerð hússtjórnar dags. 2. desember 2014 og samþykki allra meðeigenda dags. 3. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.  

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN048598

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta aðra hæð lágbyggingar, koma fyrir loftræsisamstæðu í kjallara, loftinntaki á þaki og útblæstri í kjallaraglugga, fækka fangaklefum og skapa aðstöðu fyrir tölvurannsóknardeild í lögreglustöðinni á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 27. nóvember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048558

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048268,  hætt er við stækkun á mhl. 02 og gasgeymsla er færð til á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Klambratún Mál nr. BN048587

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp segl á grind við Miklubraut til að kynna viðburði næsta árs, 2015, á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Erindi fylgir tölvupóstur dags. 5. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykkt tímabundið til 7. júní 2015. Að þeim tíma liðnum verði skiltastandur fjarlægður.

24. Klettagarðar 15 (01.325.001) 179208 Mál nr. BN048294

Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þar sem áður var skyggni viðbyggingu við suðurhlið koma fyrir skyggni við norðurhlið og fella niður anddyri inn í grófvörugeymslu og stiga við hliðina á anddyri sem ekki hafa verið framkvæmdir í húsinu á lóð nr. 15 við Klettagarða.

Stækkun A rýmis er:  460,3 ferm., 2122,2 rúmm.

Stækkun B rýmis : 304,2 ferm., 1.360,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Þinglýsa skal nýrri lóðarskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN048617

Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta fyrir bílasölu og fjarlægja hringlaga milliloft í austurenda atvinnuhúss á lóð nr. 13 við Klettháls.

Stærðir, minnkun í skráningu: 219,8 ferm., 37,1 rúmm.

Gjald kr 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Korngarðar 1 (01.323.101) 222494 Mál nr. BN048608

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048020, leiðrétt byggingarlýsing, dreifistöð OR færð innar og minni háttar breytingar á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 1 við Korngarða. 

Minnkun í A : 1,5 ferm.  Stækkun í A rúmm 19,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048620

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum af nýsamþykktu erindi, BN048470, sem felast í tilfærslu á innréttingum í einingu S-354-2 á 3. hæð í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna dags. 2. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048619

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í tilfærslu á innveggjum og mátunarklefum í rými S-277 á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Langagerði 20 (01.832.010) 108537 Mál nr. BN048250

Hrönn Hilmarsdóttir, Langagerði 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 og samþykki eigenda Langagerðis 18 dags. 14 september 2014 fylgja erindi. 

Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

30. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048616

L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík

Djús ehf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús fyrir 40 gesti í flokki II og verslun með asískar matvörur á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN048599

Rósa Björk Hauksdóttir, Langholtsvegur 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir fjölgun íbúðarherbergja á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 60 við Laugarveg.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Íbúð á 2. hæð uppfyllir ekki lengur skilyrði byggingarreglugerðar um íbúðir.

32. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN048603

J. Brynjólfsson ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina rými 0401 og 0402 í rými 0401 í húsinu á lóð nr. 7 Laugaveg.

Samþykki meðeigenda dags. 24. nóvember 2014 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Malarhöfði 2-2A (04.055.701) 110562 Mál nr. BN048604

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta kaffistofu og snyrtingum í rými 0203 og til að breyta eignarhaldi í húsinu á lóð nr. 2 við Malarhöfða.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Mávahlíð 20 (01.702.210) 107054 Mál nr. BN048192

Margrét Vala Gylfadóttir, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík

Stefán Logi Sigurþórsson, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þakhæð, koma fyrir kvistum, þaksvölum  og breyta ósamþykktri íbúð í risi í samþykkta íbúð í húsi á lóð nr. 20 við Mávahlíð.

Sbr. erindi sem samþykkt var 13. ágúst 1981.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 2,8 ferm., 30,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Miðtún 56 (01.235.010) 102933 Mál nr. BN048618

Björg Jónsdóttir, Hlunnavogur 7, 104 Reykjavík

Jón Gunnar Sæmundsen, Sóltún 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka glugga og setja rennihurð út á verönd ásamt samþykki á áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 56 við Miðtún.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Mýrargata  2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN048502

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sjá erindi BN047649, sem felast í að starfsmannaaðstaða er flutt yfir í nr. 12 við Mýrargötu, byggðar eru nýjar tröppur og komið er fyrir undirbúningseldhúsi í kjallara, á 1. hæð er ný hurð sett á stigahús, móttaka færð og komið er fyrir tækifærisbar í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

37. Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN048554

L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta hótel með 43 herbergjum fyrir 110 gesti og 10 starfsmenn í sex hæða hluta Laugavegs 120 á lóð nr. 23 við Rauðarárstíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18. nóvember 2014, brunahönnunarskýrsla dags. 18. nóvember 2014, minnisblað burðarvirkishönnuðar og greinargerð vegna hljóðvistar dags. 17. nóvember 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

38. Seljabraut 72-74 (04.970.701) 113163 Mál nr. BN048508

Jóhann Hreggviðsson, Seljabraut 72, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalaskýli úr hertu gleri og álkerfi á brautum  á svalir íbúðar 0102 í fjölbýlishúsinu nr. 72 á lóð nr. 72-74 við Seljabraut.

Samþykki meðeigenda dags. 22. október 2014 fylgir erindi.

Stækkun:  12,7 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN048439

Kornelíus ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík

Kristján Jörgen Hannesson, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík

Sigurður Jónas Eysteinsson, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og tengja saman milli hæða veitingastað í flokki I tegund c fyrir 30 gesti í verslunarbili 0105 merkt E í verslunarhúsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN048615

Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hurðargat milli verslunar og vinnslusalar og gerð grein fyrir áður gerðri breytingu á fyrirkomulagi lóðar nr. 3 við Sogaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN048624

Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja frystigám í porti á vesturhluta lóðar nr. 3 við Sogaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykkt til eins árs, enda verði frystigámur fjarlægður að þeim tíma liðnum.

42. Sörlaskjól 80 (01.531.018) 106133 Mál nr. BN048606

Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir, Sörlaskjól 80, 107 Reykjavík

Páll Óskar Hjálmtýsson, Sörlaskjól 80, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044662 þannig að hætt er við að færa eldhús úr kjallara, breyta baðherbergi 2. hæðar og baðherbergi í kjallara hússins á lóð nr. 80 við Sörlaskjól. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN048553

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsi í undirbúningseldhús í veitingahúsi flokki III  á fyrstu hæð rými 0101 sem snýr út að Kirkjutorgi  á lóð nr 3 við Templarasund. 

Bréf frá hönnuði dags.3. og 26.nóvember 2014 , bréf frá rekstraraðila dags. 27. nóvember 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

44. Tryggvagata  4-6 (01.132.011) 100201 Mál nr. BN048570

Tryggvagata 4-6,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 39 íbúðum sem eru ??? í húsinu á lóð nr. 4-6 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN048590

Óskar Þór Sævarsson, Úlfarsbraut 32, 113 Reykjavík

Sigurbirna Hafliðadóttir, Úlfarsbraut 32, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 32, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 32 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.

Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 43,0 ferm., 214,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN048528

Frjálsi hf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Harpa Björt Barkardóttir, Kristnibraut 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 30, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 30 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.

Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 43,0 ferm. , 214,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Úthlíð 14 (01.270.207) 103584 Mál nr. BN048611

Valgerður Sigurðardóttir, Úthlíð 14, 105 Reykjavík

Ágúst Ólafur Georgsson, Úthlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr, mhl. 03, og endurbyggja hann í sömu mynd við húsið á lóð nr. 14 við Úthlíð.

Stærðir fyrir niðurrif xx ferm., xx rúmm.

og nýjan skúr. xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Vatnagarðar 12 (01.337.802) 103916 Mál nr. BN048376

Mótorverk ehf, Geitlandi 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir atvinnuhúsi á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN048524

Landey ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að sameina skrifstofurými kjallara og 1. hæðar, opnað verður dyraop í burðarvegg og fjarlægður hlaðinn veggur í kjallara í húsinu Grófin 1 á lóð nr. 4 við Vesturgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. október 2014 og bréf frá hönnuði  dags. 25. nóvember 2014 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu fasteigna ásamt nýjum lóðarskiptasamningi eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Víðimelur 38 (01.540.024) 106241 Mál nr. BN048632

Júlíus Viðar Axelsson, Víðimelur 38, 107 Reykjavík

Margrét Sif Hafsteinsdóttir, Víðimelur 38, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttu fyrirkomulagi og nýjum rýmisnúmerum í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 38 við Víðimel.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

51. Þingholtsstræti 29A (01.183.605) 101989 Mál nr. BN048605

Aztiq Pharma ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að gera minniháttar breytingar, svo sem að endurbyggja garðhús, byggja nýjan arinn og reykháf, lækka gólfkóta eldri hluta og samsvarandi síkkun glugga þar á erindi BN039087, sem samþykkt var sem takmarkað byggingarleyfi 21. október 2011, sjá einnig bréf byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst og 14. september 2011 varðandi endurbætur og nýbyggingar við húsið Esjuberg á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Þönglabakki 4 (04.603.103) 111719 Mál nr. BN048516

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta 2. hæð mhl. 01 þannig að ?? í húsi á lóð nr. 4 við Þönglabakka.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Ægisgarður J Mál nr. BN048610

Reykjavík Bike Tours ehf., Hringbraut 105, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri bráðabirgðaaðstöðu sem samþykkt var 8. maí 2012 og felast í að veggir eru málaðir, en ekki heilklæddir og ekki var byggður skjólgarður við aðstöðu Reykjavik Bike Tours á reit J við Ægisgarð.

Meðfylgjandi er samþykki Faxaflóahafna dags. 8. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu sem samþykkt var 8. maí 2012 er runnið út.

Ýmis mál

54. Hléskógar 16 (04.941.406) 112955 Mál nr. BN048629

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2014 þar sem gerð er tillaga um beitingu dagsekta vegna breytinga á húsinu nr. 16 við Hléskóga.

Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

55. Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN048593

L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Lóðarhafar lóðarinnar Rauðarárstígur 23, landnúmer 102986, óska hér með eftir að heimild í deiliskipulagi til að nota lóðarheitið Laugavegur 120 verði nýtt. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

56. Austurgerði 1 (01.837.301) 108658 Mál nr. BN048592

Van Nhang Nguyen, Bústaðavegur 89, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir nýjum glugga á suðurhlið þvottahúss í  kjallara og breyta því í svefnherbergi í húsinu á lóð nr. 1 við Austurgerði 

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

57. Borgargerði 6 (01.820.207) 108295 Mál nr. BN048521

Eiður Örn Ingvarsson, Borgargerði 6, 108 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi fulla hæð í stað rishæðar sem samþykkt var 1984 í staða upprunalegs þakrýmis á húsi á lóð nr. 6 við Borgargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 3. desember 2014.

Jákvætt.

Með vísan til skilyrða og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014. Sækja skal um byggingarleyfi.

58. Frakkastígur 23 (01.192.004) 102511 Mál nr. BN048601

Zoran Kokotovic, Digranesvegur 26, 200 Kópavogur

Spurt er hvort tímabundið stöðuleyfi fáist fyrir smáhýsi í stað færanlegs vagns þar sem seldur yrði matur og drykkur á lóð nr. 23 við Frakkastíg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Hrísateigur 3 (01.360.406) 104532 Mál nr. BN048612

Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, Hrísateigur 3, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja opið bílskýli framan við bílskúr fjölbýlishúss, sem nú er nýtt sem vinnustofa á lóð nr. 3 við Hrísateig.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi áritað á uppdrátt.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Laugavegur 178 (01.251.102) 103436 Mál nr. BN048589

Jón Aðalsteinn Sveinsson, Stóragerði 16, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að vera með vínveitingar í flokki II í hárgreiðslustofu mhl. 02 rými 0101 í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg.  

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

61. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048623

Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, Spurt er hvort færa megi einbýlishúsið um tvo metra til vesturs og byggja nýjan byggingarhluta sem því nemur, byggja hæð ofaná og nýtt og hærra ris með tveim kvistum, endurbyggja og minnka bílskúr, byggja tengibyggingu milli hans og húss og fjölga íbúðum í tvær í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN048596

Thailenska eldhúsið ehf., Tryggvagötu 14, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í húsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

63. Stuðlasel 7 (04.923.204) 112615 Mál nr. BN048595

Þórólfur Magnússon, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík

Þorbjörg Júlíusdóttir, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi skipulagsskilmálum þannig að stærð og staðsetningu byggingarreits verði breytt sbr. ósk umsækjanda á meðfylgjandi gögnum, nýtingarhlutfall yrði eftir sem áður 0,4

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Vesturgata 2 (01.140.002) 100815 Mál nr. BN048622

TG 20 ehf., Austurstræti 17, 101 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi tveggja metra hátt handrið á svölum efri hæðar veitingahúss á lóð nr. 2 við Vesturgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Víðimelur 35 (01.540.110) 106255 Mál nr. BN048600

Tiris ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi matshluta 03, sem er skráð sem iðnaðar-/atvinnuhúsnæði og bílskúr, í þrjár íbúðir, allar með sér inngangi, við fjölbýlishús á lóð nr. 35 við Víðimel.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:45

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir

Eva Geirsdóttir