Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 88

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 09:10, var haldinn 88. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir,  Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Raforkumáll, þingsályktunartillaga Mál nr. US140214

Lögð fram þingsályktunartillaga og frumvarp um raforkumál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. Nóvember 2014. 

Kynnt. 

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

2. Háaleitisbraut, hjólastígur  (US2013020065) Mál nr. US140215

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags.  19. nóvember 2014 ásamt tillögu dags. í nóvember 2014 varðandi lagningu hjólastígs meðfram Háaleitisbraut.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 10:23

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögur:

"Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu fram tillögu um aukið umferðaröryggi á Grensásvegi og breytingar á yfirborði götunnar í þeim tilgangi. 

Lagt er til að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði útfærð með sama hætti og sú hugmynd um breytingar á Grensásvegi sem samþykkt var á sama fundi ráðsins til kynningar hjá ýmsum hagsmunaaðilum. Tillögurnar verði síðan kynntar samhliða með sambærilegum uppdráttum en með þeim hætti geta hagsmunaaðilar lagt mat á fleiri en eina leið að sama marki " 

Frestað. 

Jafnframt lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir eftirfarandi tillögu:

"Tillaga að hjólastíg meðfram Háaleitisbraut ásamt breytingum á götunni verði útfærð þannig að umferð geti haldið áfram eftir götunni þrátt fyrir að strætisvagn stöðvi á strætisvagnastöðinni.  Enda þótt verið sé að hanna hjólareiðastíg meðfram Háaleitisbraut er engin ástæða til þess að stöðva flæði umferðar"

Frestað. 

Tillögu umhverfis- og skipulagssviðs frestað.

3. Vöktun á vatnafari og lífríki í Vatnsmýrinni og tjörninni, starfshópur Mál nr. US140217

Kynntur starfshópur um vöktun á vatnafari og lífríki í Vatnsmýrinni og Tjörninni vegna framkvæmda við Hlíðarenda. Einnig er kynnt verkefnislýsing starfshópsins dags. 18. nóvember 2014.  

Kynnt. 

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2014.

5. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140362

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Lantan ehf. dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun nýbygginga að hluta um eina hæð, minnkun á byggingarreit kjallara til suðurs og gert ráð fyrir garði í stað friðaðra húsa sem gert var ráð fyrir á lóðinni við Grettisgötu 17 en flutt verða annað, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. í júlí 2014. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 17. júlí 2014. Tillagan var auglýst frá 18. september 2014 til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Júlíus Kr. Magnússon dags. 9. september 2014 og 29. október 2014, Ari Oddsson ehf. dags. 6. október 2014, Haraldur Sigurðsson dags. 6. október og 20. október 2014, Árni Þórður Jónsson og Hallfríður María Pálsdóttir dags. 27. október 2014, Guðmundur Hannesson f.h. Fasteignafélagsins JS ehf. dags. 27. október 2014, Brynja Dögg Friðriksdóttir dags. 29. október 2014, Ágústa Axelsdóttir dags. 30. október 2014 og Verslun Guðsteins Eyjólfssonar dags. 30. október 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2014.

Frestað.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi (01.240.2) Mál nr. SN140584

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Mannverk ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Kynnt umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014. Einnig er kynnt greinargerð Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014 og umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. 

Kynnt. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri  tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi (02.4) Mál nr. SN140568

Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Korputorg ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Korputorgs ehf. dags. 27. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Arkís arkitekta ehf. dags. 9. október 2014 og yfirlýsing Davíðs Freys Albertssonar f.h. Korputorgs ehf. dags. 30. október 2014. 

Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur gegn einu atkvæði fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Júlíus Vífill Ingvarsson fer af fundi kl. 12:00

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 804 frá 25. nóvember 2014. 

9. Njálsgata 78, Hæð og ris (01.191.105) Mál nr. BN047516

BP Eignir ehf., Þrastarhöfða 55, 270 Mosfellsbær

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta hæð og ris með kvistum á götuhlið, byggja svalir á garðhlið og innrétta tvær nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 78 við Njálsgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Geir Þórisson hrl. f.h. Eddu Ólafsdóttur dags. 28. október 2014 og 5. nóvember 2014, Berglind Guðmundsdóttir dags. 29. október 2014, Elín Sighvatsdóttir dags. 2. nóvember 2014, Brynjar Kristinsson dags. 5. nóvember 2014, Pétur Gautur Svavarsson dags. 6. nóvember 2014. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Kristni  Bjarnasyni og Þórunni Arnadóttur dags. 18. nóvember 2014. Einnig er  lagt fram bréf stjórnarformanns Þ11 ehf. dags. 13. nóvember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014. 

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 13:42.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24 nóvember 2014 samþykkt sbr. 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, gegn einu atkvæði fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka eftirfarandi:

“Ekki hefur verið gert deiliskipulag af þeim reit sem Njálsgata 78 stendur á. Deiliskipulagsferli tryggir heildræna sýn og faglegt mat á verndun húsa auk þess sem uppbyggingarmöguleikar á svæðinu eru skilgreindir. Afstöðu til breytinga á mjög fastmótaðri byggð er rétt að taka í samráði við íbúa þegar deiliskipulag reitsins er í mótun. Skipulagslög tryggja hagsmunaaðilum ákveðinn rétt sem endurspeglast meðal annars í því skipulagsferli sem lög kveða á um. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki eigi að taka eitt hús út fyrir sviga eins og verið er að gera heldur að setja reitinn í deiliskipulagsferli.”

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó Haraldsdóttir bókuðu:

„Meirihluti tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og samþykkir tillögu um breytingu á Njálsgötu 78. Húsið mun verða í samræmi við aðliggjandi randbyggð og falla þar með að stefnu nýs aðalskipulags um verndun byggðamynsturs“

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(C) Ýmis mál

10. Umhverfis- og skipulagsráð, Reykjavíkurráð ungmenna, tillaga um að Reykjavíkurborg borgi lýsingu á grunnskólalóðum Mál nr. US140068

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. mars 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna um að vísa svohljóðandi tillögu Kára Arnarssonar frá ungmennaráði Laugardals og Háaleitis um að Reykjavíkurborg borgi lýsingu á grunnskólalóðum,  til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagsráði. 

Kári Arnarsson fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna kynnir. 

Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að tillögu að lýsingu á grunnskólalóðum borgarinnar, sem síðan verður lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð. 

11. Hæg breytileg átt, Kynning Mál nr. US140188

Kynning á framtíðarhugmyndum verkefnisins "hæg breytileg átt"

Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt frá Ydda arkitektum kynnir

12. Veghúsastígur 9A, málskot (01.152.4) Mál nr. SN140600

Arkitektur.is ehf., Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur arkitekts f.h. Þórðar Birgis Bogasonar dags. 10. nóvember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 31. október 2014 um að rífa húsið á lóðinni nr. 9A við Veghúsastíg og byggja nýtt.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 31. október 2014 staðfest. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Fríkirkjuvegur 11, USK2014110083 friðlýsing Mál nr. US140219

Kynnt umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 17. nóvember 2014 varðandi tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu hússins að Fríkirkjuvegi 11. 

Kynnt 

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögnina. 

Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum  undir þessum lið.  

13. Reynisvatnsás, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leiksvæði Mál nr. US140199

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

21. ágúst 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis og skipulagsráði fram svofellda tillögu: "Lagt er til að fundinn verði heppilegur staður fyrir leiksvæði barna í Reynisvatnsási. Haft verði samráð við hverfisráð og nærliggjandi íbúa varðandi staðsetningu, frágang og leiktæki". Tillagan var samþykkt og skrifstofu umhverfisgæða falið að finna hentugan stað fyrir leiksvæði í hverfinu. Ef þess gerðist þörf yrði gerð tillaga að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og hún grenndarkynnt. Hvað líður þessu verkefni?  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014. 

Vísað til umsagnar hjá hverfisráði Úlfarsárdals og Grafarholts. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum. 

14. Kynjuð fjárhagsáætlun, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US140209

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Friðriksdóttur og Herdísar Þorvaldsdóttur til umhverfis- og skipulagssviðs:

"Óskað er eftir samantekt á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar á síðasta kjörtímabili, hvað áhersla var lögð á hverju ári fyrir sig og til hvaða breytinga leiddu verkefnin. Hvernig hefur sú þekking sem verkefnin skiluðu áhrif á stjórnsýslu, verklag eða annað hjá sviðinu."

Lagt fram að nýju ásamt samantekt umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2014. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

„Fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að eitt af markmiðum verkefnisins um kynjaða fjárhagsáætlun hafi verið að greina aðkomu kynjanna að skipulagsmálum með því að skoða aðal- og deiliskipulag þrjú ár aftur í tímann, greina hvernig úthlutun gæða fer fram og hverjir fá gæðin. Gæði voru skilgreind sem samningar,atvinnutækifæri og ákvörðunarvald – greint e. kyni. Í svari við fyrirspurn kemur ekki fram að sú greining hafi leitt til breytinga í stjórnsýslu eða verklagi eða öðru hjá sviðinu.  Svar óskast því við spurningunni um hvort að sú þekking sem niðurstöður verkefnisins leiddu af sér hafi leitt til breytinga á stjórnsýslu, verklagi eða öðru, og ef ekki hvers vegna ekki.“

16. Betri Reykjavík, byggingabann á Öskjuhlíð Mál nr. US140177

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum skipulag "byggingabann á Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2014. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2014 samþykkt. 

17. Betri Reykjavík, umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga Mál nr. US140175

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum umhverfismál "umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. nóvember 2014. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. nóvember 2014 samþykkt. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15 03.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Stefán Benediktsson 

                             Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

                            Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 10:38 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 804. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir og Skúli Þorkelsson

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN048234

Madison fasteignir ehf., Hraunteigi 4, 105 Reykjavík

SÓLEY MINERALS ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 80 gesti í flokki III með opnunartíma til 23:00 á virkum dögum og til kl. 01:00 um helgar í rými austanmegin á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Aðalstræti.

Tvær jákvæðar fyrirspurnir BN046885 og BN047186 dags. 28. nóvember 2013 og 11. febrúar 2014 fylgja erindi.

Einnig hljóðskýrsla frá verkfræðistofunni Eflu dags. 6. október 2014, minnisblað frá verkfræðistofunni Víðsjá um álag á lagnakerfi dags. 13. október 2014 og samþykki Gunnarsfells ehf. og Aðaleignar ehf. f. h. húsfélagsins Aðalstræti 9.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa skal kvöð um opnunartíma og hljóðstig fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Aflagrandi  17 (01.522.402) 105982 Mál nr. BN047661

Lárus Þórarinn Árnason, Aflagrandi 17, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur nýjum þakgluggum, þar af eitt hliðarhengt björgunarop og gerð er grein fyrir millilofti í húsinu nr. 17 á lóð nr. 15-19 við Aflagranda.

Samþykki meðeigenda dags. 5. maí 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. ágúst 2014 fylgir.

Stækkun millilofts: 21,2 ferm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048556

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til breytinga á veitingarými, sbr. erindi BN048145 samþ. 23. september 2014, á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Ármúli 9 (01.263.001) 103518 Mál nr. BN048557

Hótel Ísland ehf., Holtsbúð 87, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til breyta áður samþykktu erindi BN047780, útliti svala og glugga er breytt, einnig þakkanti og innra skipulagi á öllum hæðum og byggður stoðveggur út frá húsi á lóð nr. 9 við Ármúla.

Hætt er við erindi BN048073 sem er í fresti.

Stækkun: 16,0 ferm., 41,6 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN048489

Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á steyptum undirstöðum átthyrnda verslun, mhl. 01, og fjarlægja jafnframt núverandi verslun, mhl. 07 og 08, sem byggð var 1949 og 1955 á lóð nr. 3 við Birkimel.

Nýbygging; 76,4 ferm., 264,5 rúmm.

Niðurrif 46 ferm., 115 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bragagata 38A (01.186.629) 102324 Mál nr. BN048356

Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á þak, flóttastiga á austurhlið og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 38A við Bragagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2014.

Stækkun:   12,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.  Vísað til uppdráttar nr. 1 dags. 15. ágúst 2014.

7. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Stækkun 6,7 ferm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048198

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 02 og innrétta gististað í flokki II sem rekið verður í tengslum við gistiheimili í mhl. 01  á lóð nr. 2 við Einholt.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 26. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Milli funda.

9. Ferjuvogur 2 (01.440.101) 105399 Mál nr. BN048550

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047948, þannig að loftinntak á þaki breytist, einnig verður breytt starfmannaaðstöðu og snyrtingu og útgöngu/rýmingarleiðum fækkað í húsi á lóð nr. 2 við Ferjuvog. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Fossaleynir 16 (02.467.401) 186199 Mál nr. BN048440

Litagleði ehf., Otrateigi 30, 105 Reykjavík

Smápartar ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Húsfélagið Fossaleyni 16, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta rými 0104 í tvö rými og til að byggja geymsluloft í rými 0112 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 16 við Fossaleyni.

Meðfylgjandi er samantekt á breytingum og stærðum, ódags.

Stækkun, milliloft:  267 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047643

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 1. og  2. áfanga nýbygginga á Frakkastígsreit, Hverfisgötu 58-60, mhl. 02, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús á kjallara með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu og bílgeymslu á jarðhæð og kjallara og mhl. 03, Laugavegur 41A, fjögurra hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014, umsögn Minjastofnunar dags. 8. maí 2013 og 7. júlí 2014, greinargerð hönnuðar um skipulagsskilmála dags. 20. og 27. maí 2014 og bílastæðabókhald, ódagsett.

Stærð mhl.02:  3.017,6 ferm., 9.516,6 rúmm.

B-rými:  114,4 ferm.

Stærð mhl.03:  986,5 ferm., 3.093,1 rúmm.

B-rými:  24 ferm.

Samtals A-rými:  4.004,1 ferm., 12.609,7 rúmm.

Samtals B-rými:  138,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Stærð A-rými:  6.096,6 ferm., 19.342,5 rúmm.

B-rými:  1.915,2 ferm., xx rumm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fýlshólar 6 (04.641.506) 111891 Mál nr. BN048529

Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við, endurbyggja og klæða að utan að hluta einbýlishús á lóð nr. 6 við Fýlshóla.

Stækkun:  165,6 ferm., 489,9 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  459,3 ferm., 1.422,6 rúmm., hlf. 0,66

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Granaskjól 48-52 (01.515.303) 105842 Mál nr. BN048548

Arnbjörn Ingimundarson, Granaskjól 48, 107 Reykjavík

Tómas Óskar Guðjónsson, Granaskjól 50, 107 Reykjavík

Björgvin Freyr Vilhjálmsson, Granaskjól 52, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja glerskála á norðurhlið raðhúss á lóð nr. 48-52 við Granaskjól.

Stækkun pr. matshluta:  10,5 ferm., 22,7 rúmm.

Samtals stækkun:  31,5 ferm., 68,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01, 02, 03 og 04 dags. 10. október 2014.

15. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN048485

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður framkvæmdu niðurrifi á geymi, mhl. 10 á lóð nr. 20 við Grandagarð. 

Niðurrif stærðir:  Mhl. 10, 340 ferm., 2.190 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grenimelur 30 (01.540.216) 106285 Mál nr. BN048493

Marías Hafsteinn Guðmundsson, Grenimelur 30, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja þakglugga yfir stigagang, sbr. fyrirspurn SN140575 sem var afgreidd jákvætt 29. október 2014, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Grenimel.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2014, samþykki meðeigenda dags. 14. nóvember 2014, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. nóvember 2014 og fylgibréf með skráningartöflu dags. 14. nóvember 2014.

Stækkun:  0,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Grettisgata 17 101484 Mál nr. BN048533

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi í allt að eitt ár fyrir flutningshús frá Grettisgötu 17, á lóð nr. 1 við Hólmaslóð.

Jafnframt er erindi BN048288 dregið til baka.

Erindi fylgir samkomulag Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna dags. 27. október 2014 og bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 12. nóvember 2014.

Einnig minnisblað frá verkþjónustu Hjalta slf. dags. 14. október 2014.

Mhl. 02:  118 ferm., 277 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

18. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN047586

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.

Stækkun:  363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN047778

SRE-S10 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á lóð atvinnuhúsa á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð dags. 4. nóvember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Haðaland 10-16 (01.864.401) 108813 Mál nr. BN048511

Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr, mhl. 07, og byggja nýja bílgeymslu og íbúðarherbergi áfast einbýlishúsi nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.

Erindi fylgir fsp. BN048004 sem var svarað jákvætt 29. júlí 2014.

Niðurrif mhl. 07:  31,6 ferm., 82,2 rúmm.

Stækkun mhl. 04:  79,9 ferm., 176,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

21. Hagamelur 39-45 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN048525

Melabúðin ehf., Hagamel 39, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera op á milli verslunar og íbúðar 0102 og koma þar fyrir kæliklefa á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 39-45 við Hagamel.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háagerði 22 (01.817.402) 108149 Mál nr. BN048337

Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr timbri á steyptum undirstöðum, veggir eru klæddir með múrklæðningu að utan og gifsi að innan, en bárujárn er á þaki, sbr. fyrirspurn BN048092,  við einbýlishús á lóð nr. 22 við Háagerði.

Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. október til og með 12. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.

Stærðir: 35 ferm., 151,6 rúmm.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21.8. 2014, fylgir fyrirspurn.

Stærðir 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hlíðarhús 3-7 (02.845.102) 172492 Mál nr. BN048555

Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja áður samþykkta glerrennihurð á gangi við borðstofu og setja í stað hennar tvöfalda glerhurð sem aflæsist við brunaboð í Hjúkrunarheimilinu Eirar nr. 7 við Hlíðarhús.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Holtsgata 41B (01.133.404) 100282 Mál nr. BN048238

Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa seinni tíma viðbyggingar við steinbæinn Stóra-Sel, lækka gólf á neðri hæð, þykkja og styrkja þaksperrur og tengja saman efri hæðir burstanna. Ennfremur að byggja viðbyggingar norðan og sunnan megin með kvisti yfir nyrðri viðbyggingu. Ný gólf á neðri hæð verða steypt og einangruð. Lóð verður girt og eitt bílastæði verður við  einbýlishúsið á lóð nr. 41b við Holtsgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 3. október og önnur dags. 3. nóvember 2014.

Stækkun 19,1 ferm., 102,9 rúmm.

Heildarstærð eftir stækkun: 167,3 ferm., 424,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi

Vísað er til umsagnar Minjastofnunar Ísland dags. 3. október og 3. nóvember 2014.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Hringbraut 50 (01.162.401) 101314 Mál nr. BN048551

Grund,elli- og hjúkrunarheimili, Hringbraut 50, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum í hjúkrunardeild með 7 einbýlum  auk baðherbergjum á 2. hæð í húsinu litla - Grund á lóð nr.  50 við Hringbraut.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN048549

Vélvík ehf, Pósthólf 9055, 129 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að malbika plan á baklóð og reisa girðingu að hluta á lóð nr. 1 við Höfðabakka. 

Samþykki sumra dags. 25. september 2014 fylgir erindi, einnig jákvæð fyrirspurn BN047222.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN048420

Eðal ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á stækkun millilofts í rými 0105 í atvinnuhúsi á lóð nr. 3 við Klettháls.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla VSI dags. 18.11. 2014.

Stækkun: 121,2 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 36 101473 Mál nr. BN048532

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi í allt að eitt ár fyrir húsið Laugaveg 36, bakhús, á lóð nr. 1 við Hólmaslóð.

Jafnframt er erindi BN048287 dregið til baka.

Erindi fylgir samkomulag Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna dags. 27. október 2014 og bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 12. nóvember 2014.

Einnig minnisblað frá verkþjónustu Hjalta slf. dags. 14. október 2014.

Stærð mhl. 04:  83 ferm., 202 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

29. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN048562

Laugadepla ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að færa byggingarreit bakhúss, sbr. erindi BN047355, vegna breytinga á mæliblaði um 23 cm til norðurs, draga inn gafla og dýpka byggingarreit um 13 cm svo stærðir hússins haldist óbreyttar á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.

Gjöld kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

30. Mýrargata  2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN048502

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sjá erindi BN047649, sem felast í að starfsmannaaðstaða er flutt yfir í nr. 12 við Mýrargötu, byggðar eru nýjar tröppur og komið er fyrir undirbúningseldhúsi í kjallara, á 1. hæð er ný hurð sett á stigahús, móttaka færð og komið er fyrir tækifærisbar í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048512

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílageymslu sem verður undir garði milli húsanna 12A, B, C og D og verður matshluti 06 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stærð:  3.465,7 ferm., 11.084,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048398

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, Tangabryggju 12, fjórar hæðir og kjallara með 32 íbúðum, sem verður mhl. 04 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2014.

Stærð:  Kjallari 485,6 ferm., 1. hæð 732,5 ferm., 2. og 3. hæð 713 ferm. og 4. hæð 665 ferm.

Samtals:  3.309,1 ferm., 10.124,6 rúmm.

B-rými 115,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048397

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, Básbryggju 31-33, fjórar hæðir og kjallara með 30 íbúðum, sem verður mhl. 05 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2014.

Stærð:  Kjallari 588,6 ferm., 1. hæð 744 ferm., 2. og 3. hæð 736,8 ferm. og 4. hæð 833,4 ferm.

Samtals:  3.639,6 ferm., 10.552 rúmm.

B-rými 84,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN048467

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsteypa opið sorpskýli og gámaskyggni, mhl. 03 og gasgeymslu, mhl. 04 norðan megin við Hótel Loftleiðir/Icelandair á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Stærðir, stækkun B rými mhl. 03, 125 ferm., 494,5 rúmm.

Stærðir, stækkun B rými mhl. 04, 3 ferm., 5,5 rúmm.

Stærðir stækkun samtals. B rými, 128 ferm., 500 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

35. Neðstaberg 2 (04.675.501) 112232 Mál nr. BN048559

Ragnar Gunnarsson, Neðstaberg 2, 111 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að óútgrafið rými er útgrafið geymslurými og reiknast með kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Neðstaberg.

Stækkun: xx ferm., xx rúmm.

Samtals eftir stækkun: 221,4 ferm. brúttó, 800,6 rúmm. brúttó.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN048518

TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi  til að breyta innra skipulagi kjallara og uppfæra teikningar vegna eignaskipta í húsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN048347

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, hækka þak, byggja svalir og innrétta íbúðarherbergi í risi íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 10. og 13. október, umsögn Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns dags. 16. september 2014.

Stækkun:  47,2 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN048554

L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta hótel með 43 herbergjum fyrir 110 gesti og 10 starfsmenn í sex hæða hluta Laugavegs 120 á lóð nr. 23 við Rauðarárstíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18. nóvember 2014, Brunnahönnunarskýrsla dags. 18.11. 2014, minnisblað burðarvirkishönnuðardags. 17.11. 2014, greinargerð vegna hljóðvistar dags. 17.11. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN048552

Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga gistirýmum úr 90 gesti í 118 gesti með því að breyta geymslurými  0101 í tvö herbergi, breyta útihurð í glugga snúa innihurð á 2. hæð þannig að hún opnist inn í anddyri í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN048405

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 33 íbúðum á þremur til fjórum hæðum og bílakjallara fyrir 33 bíla, einangrað að utan og klætt, málmklæðningu, flísum og timbri,  á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi og greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 14. október 2014.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu

Stærð:  Kjallari 1.550,2 ferm., 1. hæð 962,8 ferm., 2. og 3. hæð 991,4 ferm., 4. hæð 654,1 ferm.

Samtals:  5.178,6 ferm., 16.053,2 rúmm.

B-rými 339,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN048563

Jónshús ehf, Álftamýri 65, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja tvær færanlegar kennslustofur mhl. 24 og mhl. 25 frá Gvendargeisla 168 yfir á lóð Símans nr. 22-30 við Stórhöfða.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

42. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN048270

Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka núverandi aðstöðu snyrtistofu með því að opna hana í rými, sem áður var hluti hárgreiðslustofu í kjallara Heilsumiðstöðvar Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.september 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

43. Sunnuvegur 3 (01.385.008) 104918 Mál nr. BN048544

Sigfús Ægir Árnason, Sunnuvegur 3, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka innbyggðri sorpgeymslu og breyta opnanlegum gluggafögum á norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 3 við Sunnuveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Tangabryggja 14-16 (04.023.108) 222116 Mál nr. BN048446

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fimm atvinnurýmum í íbúðir og útbúa sérnotafleti framan við þær á jarðhæð húss á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN048553

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsi í undirbúningseldhús í veitingarhúsi flokki III  á fyrstu hæð rými 0101 sem snýr út að Kirkjutorgi  á lóð nr 3 við Templarasund. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN048537

Cent ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt tveggja hæða með kjallara og nýtanlegu risi úr steinsteypu með timburþaki í sem næst óbreyttri mynd með gluggum og turni í upprunalegum stíl sbr. ákvæði í gildandi deiliskipulagi. á lóðinni nr. 10 við Tryggvagötu.

Stærð: Kjallari 70,5 ferm., 1. hæð 146,3 ferm., 2. hæð 143 ferm., 3. hæð 91,2 ferm.

Samtals 451 ferm., 1.709,5 rúmm.

Niðurrif fastanr. 200-0547: mhl. 01, 346 ferm. merkt verslun, mhl. 02, 163 ferm. merkt iðnaður.

Samtals 509 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Túngata 7 (01.161.008) 101189 Mál nr. BN048536

Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að lækka núverandi lóðaveggi og hækka lóðarveggi til suðurs, steypta nýjan vegg/undirstöðu á vesturenda lóðar svo er fest ofan  á lóðarveggin sérsmíðuð öryggisgirðing með rafdrifnu hliði á lóð nr. 7 við Túngötu.    

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN048528

Frjálsi hf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Harpa Björt Barkardóttir, Kristnibraut 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 30, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 30 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.

Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 22,1 ferm. , 93,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Vesturberg 79-87 (04.661.501) 112038 Mál nr. BN048474

Jón Ragnarsson, Vesturberg 79, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir á húsi nr. 79 í raðhúsi á lóð nr. 79-87 við Vesturberg.

Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2014.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Vesturgata 6-10A og Tryggvagata 18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN048054

Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi húsnæði mhl 01, 03 og 04  í gistiheimili í flokki III, hámarksfjöldi gesta á gistiheimili er 62 í 28 herbergjum og í veitingahús í flokki III fyrir 120 gesti í húsi nr. 6-10A Vesturgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2014.

Umsögn skipulags 28. febrúar 2014, umsögn borgarsögusafns og Minjastofnun Íslands. dags. 18 sept 2014, skýrsla brunahönnuðar dag. 17 sept. 2014 og hljóðskýrsla dags. 23. sept. 2014 Samþykki meðeigenda húseignar nr. 18-18 a,b,c við Tryggvagötu fylgir.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A0101 - A0106  dags. 22. júlí 2014.

51. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN048510

GH2 ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja, sbr. fyrirspurn BN046409 sem fékk jákvæða umfjöllun 27. ágúst 2013, geymslu, gang og skyggni yfir bílastæði við suðurhlið veitinga-, skemmti- og verslunarhúsið á lóð nr. 2-6- við Þjóðhildarstíg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Stærðir samtals eftir stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Öldugata 7 (01.136.406) 100581 Mál nr. BN048547

Níels Örn Óskarsson, Öldugata 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vinnustofu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Öldugötu,

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

53. Dalhús 41 (02.844.001) 175748 Mál nr. BN048566

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti staðgreinir 2.844.0 vegna lóðar Dalhús 41  (staðgr. 2.844.001, landnr. 175748), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 27.10. 2014.

Mæliblað hefur ekki verið útgefið af lóðinni, en lóðin er skráð 14644 m2 í Þjóðskrá Íslands, lóðin verður áfram 14644 m2.

Uppdrátturinn er í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var þann 09. 09. 1991 í skipulagsnefnd og þann 10. 09. 1991 í borgarráði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Barónsstígur 34 (01.194.101) 102543 Mál nr. BN048565

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti staðgreinir 1.194.1 vegna lóðanna Eiríksgötu 5 (staðgr. 1.194.102, landnr. 102544) og Barónsstígs 34 (staðgr. 1.194.101, landnr. 102543), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 27.10. 2014.

Mæliblað hefur ekki verið útgefið af svæðinu, lóðin Eiríksgata 5 er skráð 4161m2 í Þjóðskrá Íslands, lóðin verður áfram 4161 m2, en lóðin Barónsstígur 34 er skráð 9900m2 í Þjóðskrá Íslands, en verður 5762 m2

Sjá samþykkt skipulagsnefndar þann 23. 07. 1998 og samþykkt borgarráðs þann 24. 02. 1998 um lóðaafmörkun Eiríksgötu 5. Sjá breytingu lóðamarka Eiríksgötu 5, samþykkta af byggingarfulltrúa þann 17. 09. 2002. Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 07. 11. 2001, samþykkt í borgarráði þann 13. 11. 2001 og auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 17. 05. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Eiríksgata 5 (01.194.102) 102544 Mál nr. BN048564

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti staðgreinir 1.194.1 vegna lóðanna Eiríksgötu 5 (staðgr. 1.194.102, landnr. 102544) og Barónsstígs 34 (staðgr. 1.194.101, landnr. 102543), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 27.10. 2014.

Mæliblað hefur ekki verið útgefið af svæðinu, lóðin Eiríksgata 5 er skráð 4161m2 í Þjóðskrá Íslands, lóðin verður áfram 4161 m2, en lóðin Barónsstígur 34 er skráð 9900m2 í Þjóðskrá Íslands, en verður 5762 m2

Sjá samþykkt skipulagsnefndar þann 23. 07. 1998 og samþykkt borgarráðs þann 24. 02. 1998 um lóðaafmörkun Eiríksgötu 5. Sjá breytingu lóðamarka Eiríksgötu 5, samþykkta af byggingarfulltrúa þann 17. 09. 2002. Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 07. 11. 2001, samþykkt í borgarráði þann 13. 11. 2001 og auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 17. 05. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Jónsgeisli 97 (04.113.203) 189860 Mál nr. BN048538

Ingibjörg G Larsen, Jónsgeisli 97, 113 Reykjavík

Óskað er eftir því að taka aftur upp eldra nafn býlisins  og skrá sem Engi við Vesturlandsveg í stað núverandi skráningar sem er Jónsgeisli 97, sjá bréf eiganda.

Frestað.

Milli funda.

Fyrirspurnir

57. Borgargerði 6 (01.820.207) 108295 Mál nr. BN048521

Eiður Örn Ingvarsson, Borgargerði 6, 108 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi fulla hæð í stað rishæðar sem samþykkt var 1984 í staða upprunalegs þakrýmis á húsi á lóð nr. 6 við Borgargerði.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Búðagerði 10-12 (01.814.007) 107919 Mál nr. BN048513

Hulda Ragna Gestsdóttir, Drápuhlíð 32, 105 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi sölubúð á 1. hæð og fylgirými í kjallara í íbúð í húsi á lóð nr. 10 við Búðagerði.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Gerðhamrar 21 (02.298.505) 109172 Mál nr. BN048481

Svan Gunnar Guðlaugsson, Biskupsgata 25, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að skrá sem tvær íbúðir einbýlishús á lóð nr. 21 við Gerðhamra.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2014.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

60. Grettisgata 42B (01.190.015) 102353 Mál nr. BN048255

Random ark ehf., Grenimel 9, 107 Reykjavík

Spurt er hvort áður gerð íbúð á jarðhæð verði samþykkt í húsi á lóð nr. 42B við Grettisgötu.

Erindi fylgir:  Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 16. október 2014, skiptaafsal dags. 29. nóvember 1979, afsal dags. 8. október 2014 og veðbandayfirlit dags, 5. nóvember 2014.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

Vísað til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

61. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN048534

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta verslunarmiðstöð, að lækka stétt á norðvestur horni byggingar til að koma fyrir nýjum inngangi, hvort greiða þurfi fyrir bílastæði og hvort samþykki meðlóðarhafa þurfi vegna þessara breytinga á og í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigastíg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Laugarásvegur 17 (01.380.405) 104765 Mál nr. BN048531

Jón Gunnar Vilhelmsson, Flyðrugrandi 20, 107 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi bílskúr í sem verði í eigu 17A á lóð nr. 17 við Laugarásveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:25.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir