Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 88

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð


Ár 2011, þriðjudaginn 27. september kl. 14.00 var haldinn 88. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ellý K. Guðmundsdóttir, Stefán Finnsson, Ólafur Bjarnson, Gunnar Hersveinn og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Leiksvæðastefna.
Margrét Sigurðardóttir og Stefán Benediktsson komu á fundinn og kynntu vinnu við leiksvæðastefnu.

2. Opnun Laugavegar fyrir gangandi vegfarendur.
Pálmi F. Randversson og Björg Helgadóttir komu á fundinn og kynntu hvernig til tókst með opnun Laugavegar fyrir gangandi í sumar og niðurstöður talninga.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Lokun Laugavegs í sumar tókst vel og fór fram úr björtustu vonum þeirra sem að lokuninni stóðu. Talningar og kannanir, sem fóru reglulega fram á Laugavegi í júní, júlí og ágúst, sýna að fótgangandi vegfarendum fjölgaði verulega, mannlíf varð blómlegra og heimsóknir í verslanir jukust á meðan götunni var lokað milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Umhverfis- og samgönguráð telur að mikilvægustu markmið lokunarinnar hafi náðst og fagnar því einróma. Ráðið telur mikilvægt að efnt verði sem fyrst til samráðs við borgarana og hagsmunaaðila um reynsluna af opnuninni og hvernig skuli staðið að verki næsta sumar.

3. Sorpmál.
Kynnt tillaga stýrihóps SSH og lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. september 2011.
Frestað.
Guðmundur B. Friðriksson og Björn H. Halldórsson komu á fundinn.

4. Almenningssamgöngur
Kynnt skýrsla verkefnahóps SSH um almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur.
Frestað.

5. Vistgötur í Suðurhlíðum- Hámarkshraði.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. september 2011.
Ráðið samþykkti tillöguna með fyrirvara um samþykki hverfisráðs.

6. Ferðavenjukönnun.
Kynnt fyrirkomulag og undirbúning að fyrirhugaðri ferðavenjukönnun.

7. Hjólastígar.
Kynning.

8. Fundargerðir.
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 159. fundargerð Strætó bs.

9. Kosning varamanns í Umhverfis- og samgönguráð.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. september 2011.

10. Stúdentaráð HÍ – nemendakort.
Lögð fram á ný orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 30. júní 2011.
Umhverfis- og samgöngusviði falið að svara erindi stúdentaráðs enda var ekki gert ráð fyrir að leggja af nemendakort.

11. Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys á Snorrabraut við Bergþórugötu.
Lögð fram á ný skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa dags. 8. júlí 2011.
Frestað.

12. Úlfarsá – rennslismælingar.
Lögð fram skýrsla Veðurstofu Íslands fyrir vatnsárið 2009/2010

13. Klipping trjáa í Öskjuhlíð.
Lagt fram bréf Isavia dags. 20. september 2011.
Frestað.

14. Skoðunarferð umhverfis- og samgönguráðs.
Sviðið mun gera tillögu að fyrirkomulagi, stefnt að ferð 7. okt.

15. Hjólaskýli í Reykjavík.
Frestað.


Fundi slitið kl. 17.38

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Margrét Vilhjálmsdóttir
Páll Hjaltason Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson