No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2007, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:10, var haldinn 86. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir á áheyrnarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Baldursgötureitur 1, forsögn að deiliskipulagi reits 1.186.3 (01.186.3) Mál nr. SN070031
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn að deiliskipulagi Baldursgötureits 1, sem afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Kynning stóð yfir frá 21. febrúar til og með 8. mars 2007. Athugasemdir bárust frá Kristínu Hafsteinsdóttur, dags. 21.febrúar 2007, Guðríði Jóhannesdóttur dags. 6. mars 2007, Elís Péturssyni dags. 7. mars 2007, Kára Sólmundarsyni, dags. 5. mars 2007 og Ólafi Hanssyni, dags. 8. mars 2007. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007.
Athugasemdir kynntar. Vísað til athugunar í tillögu að deiliskipulagi reitsins.
2. Einholt-Þverholt, nýtt deiliskipulag., Reitir 1.244.1, 1.244.3. (01.244.3) Mál nr. SN990316
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi reits 1.244.1 og 1.244.3, Einholt/Þverholt. Tillagan er í auglýsingu frá 5. febrúar til og með 19. mars 2007, einnig lögð fram fyrirspurn íbúa dags. 11. mars 2007 vegna kynningarfundar þann 7. mars 2007.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 10. apríl n.k. með vísan til óska íbúa sem fram komu á kynningarfundi þann 7. mars s.l. Framlagðri fyrirspurn vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
3. Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4, Reitur 1.172.1, br. á deiliskipulagi Mál nr. SN060240
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga KRark, dags. 25. september 2006, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.172.1, ásamt skuggavarpi, vegna Laugavegs 33-35 og Vatnsstígs 4, mótt. 12. október 2006. Kynning stóð yfir frá 3. til 17. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Vigdísi Sigurjónsdóttur, dags. 8. nóvember 2006, Aðalheiði Guðmundsdóttur, dags. 8. nóvember 2006, Sigríði Jóhannesdóttur, dags. 17. nóvember 2006, Jóhannesi Ágústarsyni, dags. 17. nóvember 2006 og Halldóri Kára Ævarssyni, dags. 17. nóvember 2006.
Einnig lögð fram ný tillaga á breytingu á deiliskipulagi móttekið 14. mars 2007 ásamt skuggavarpi.
Samþykkt að auglýsa nýja tillögu að breytingu á deiliskipulag.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir óskuðu bókað:
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggjast nú sem fyrr gegn fyrirhuguðu niðurrifi húsanna nr. 33-35 við Laugaveg sem og annarra gamalla húsa við Laugaveg milli Vatnsstígs og Frakkastígs og eru hluti gamallar götumyndar Laugavegarins. Jafnframt er bent á ályktun Torfusamtakanna um að varðveita beri gamla götumynd Laugavegarins milli Vatnsstígs og Frakkastígs og húsin nr. 33, 35, 41 og 45 eru hluti af. Sú breyting á deiliskipulagi sem nú er til umfjöllunar er sorglegt dæmi um þá stjórnlausu sókn í aukið byggingarmagn á lóðum við Laugaveg sem valda því að sérstaða þessarar elstu verslunargötu borgarinnar er óðum að hverfa ásamt þeirri merkilegu menningarsögu sem hús hennar eru vitnisburður um.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggjast því gegn þessum breytingum sem auka byggingarmagn enn meira.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra hvetja borgaryfirvöld til að endurskoða stefnu sína áður en það er um seinan og götumynd Laugavegar verði varðveitt fyrir komandi kynslóðir.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar; Stefán Benediktsson og Heiða Björg Pálmadóttir óskuðu bókað:
Uppbygging í þessum reit er í góðu samræmi við löngu samþykkt deiliskipulag við Laugaveginn, sem var full samstaða um í skipulagsráði á síðasta kjörtímabili. Uppbyggingin skapar tækifæri til að bæta til muna aðstöðu fyrir þjónustu og verslun á þessum hluta Laugavegar og treystir þannig enn frekar stöðu þessarar mikilvægu verslunargötu borgarinnar.
4. Landakot, deiliskipulag (01.160.1) Mál nr. SN030347
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, dags. 21. september 2006, ásamt greinargerð, móttekin 18. október 2006. Kynning stóð yfir frá 24. janúar til og með 7. mars 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Haraldi Ólafssyni dags. 8. mars 2007, Stefáni S. Grétarssyni dags. 8. mars , Foreldraráði Vesturbæjarskóla dags. 7. mars, Gunnari Gunnarssyni dags. 7. mars, Ólafi Erni Haraldssyni dags. 7. mars, Svönu Kristinsdóttur dags. 7. mars, Eddu K. Einarsdóttur dags. 7. mars, Agli Helgasyni dags. 7. mars, Laufeyju Böðvarsdóttur dags. 8. mars, Gunnlaugi Jónassyni og Helgu Jónsdóttur dags. 7. mars, Geir Svanssyni dags. 7. mars, Ásthildi Haraldsdóttur dags. 7. mars, Foreldrafélag Öldukots dags. 7. mars, Höllu D. Önnudóttur og Jóni Þ. Bergþórssyni dags. 7. mars, Stefáni Erni Stefánssyni dags. 6. mars 2007. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum að ekki skal gera ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 21 við Öldugötu. Þess í stað skal gera ráð fyrir sparkvelli eins og verið hefur með vísan til samantektar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
5. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, br. á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN050733
Lögð fram drög ALARK arkitekta ehf, dags. 7. mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Breytingin tekur til aukins byggingarmagns og breyttrar aðkomu.
Kynnt. Frestað.
6. Vesturlandsvegur, Hallar, br. á deiliskipulagi Mál nr. SN070051
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar dags. 14. mars 2007. Breytingin gengur út á fjölgun lóða. Einnig lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
(B) Byggingarmál
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN035584
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 435 frá 13. mars 2007.
8. Borgartún 8, 7 og 19 hæða bygging (01.220.107) Mál nr. BN035574
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. áfanga sem að hluta sjö hæða og allt að nítján hæða þjónustu og skrifstofuhús ofan á tvær kjallarahæðir með aukarýmum og bílastæðum allt úr steinsteypu og ál-gluggakerfi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 6. mars 2007, mat á hljóðvist frá VSÓ dags. í maí 2005 og umsögn burðarvirkishönnuða dags. 6. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Neðsti kjallari 84,9 ferm., neðri kjallari 615,3 ferm., kjallari 897,7 ferm., 1. hæð 1722 ferm., 2. hæð 1304,6 ferm., 3.-6. hæð 1608,1 ferm. hver hæð, 7. hæð 1560,8 ferm., 8. hæð 799,9 ferm., 9. -19. hæð 744,6 ferm. hver hæð, 20. hæð 67,1 ferm., samtals 21675,3 ferm., 83285,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 5.663.387
Frestað.
9. Freyjubrunnur 11, einbýlishús (02.695.704) Mál nr. BN035557
Bjarni Geir Guðbjartsson, Tröllaborgir 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Freyjubrunn.
Stærð íbúð: 220,5 ferm., bílgeymsla 29,4 ferm.
Samtals 249,9 ferm. 859,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 58.453
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10. Sifjarbrunnur 1, Einbýlishús á 2 hæðum (05.055.101) Mál nr. BN035543
Kristinn Karl Garðarsson, Víkurbakki 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 1 við Sifjarbrunn.
Stærð: íbúð xx ferm., bílgeymsla xx ferm.
Samtals 262,5 ferm., 708,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 48.185
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. Súðarvogur 38, breyting á 2. hæð (01.454.402) Mál nr. BN035226
Narfi Hjartarson, Blönduhlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúð með vinnuaðstöðu 2. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 38 við Súðarvog.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 7. janúar 2006.
Málinu fylgir bréf frá eiganda dags. 15. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
12. Hörpugata 7, (fsp) breyting á lóð (01.635.8) Mál nr. SN070020
Ólöf Hildur Pind Aldísardóttir, Bergstaðastræti 36, 101 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju fyrirspurn Ólafar Pind Aldísardóttur, dags. 11. janúar 2007 og 24. janúar 2007, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 7 við Hörpugötu og byggja nýtt hús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2007 og drög að kynningargögnum mótt. 25. janúar 2007. Kynning stóð yfir frá 7. febrúar til og með 21. febrúar 2007. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Hörpugötu 9, dags. 12. febrúar 2007.
Leiðrétt bókun frá 7. mars 2007, rétt bókun er #GLRáðið gerir ekki athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.#GL
(D) Ýmis mál
13. Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið Mál nr. SN060471
Lögð fram stjórnsýsluúttekt Intellecta á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum um breytingar.
Skipulagsráð fagnar framkominni stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði og þeim tillögum sem þar eru kynntar. Verkefnið, sem byggt er á viðtölum við starfsmenn, viðskiptavini og stjórnmálamenn, er að mati skipulagsráðs afar vel unnið og felur í sér fjölmörg tækifærði fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Þessi tækifæri vill skipulagsráð einkum nýta til þess að bæta starfsaðstöðu- og umhverfi starfsmanna. Með þetta að markmiði leggur skipulagsráð til að skipulags- og byggingarsvið hefji strax vinnu við að útfæra þær tillögur sem fram koma í stjórnsýsluúttektinni undir forystu sviðstjóra, sem geri ráðinu reglulega grein fyrir stöðu og þróun verkefnisins.
14. Lóðir fyrir slökkvistöðvar, við Vesturlandsveg og við Stekkjarbakka Mál nr. SN070060
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2007, ásamt bréfi SHS fasteigna, dags. 19. janúar 2007, varðandi tvær lóðir fyrir nýjar slökkvistöðvar, annars vegar lóð undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg, Hallar og hins vegar við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram frumdrög Arkþings að nýrri tillögu, ódags.
Tillaga kynnt. Frestað.
15. Nafnanefnd, Mál nr. BN035534
Byggingarfulltrúi skýrir frá vinnu nefndarinnar.
16. Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, breyting á deiliskipulagi(02.693) Mál nr. SN060623
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Úlfarsárdals vegna byggingarreita við Iðunnarbrunn og Gefjunarbrunn.
17. Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN060665
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Fitjar á Kjalarnesi.
18. Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag (01.190.1) Mál nr. SN060440
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.0, sem afmarkast af Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu.
19. Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, deiliskipulag (01.190.3) Mál nr. SN040486
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits1.190.3, sem afmarkast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu.
20. Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á skilmálum (02.6) Mál nr. SN070062
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á breytingu á skilmálum fyrir Úlfarsárdal.
21. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 23. febrúar, 2. mars og 9. mars 2007.
22. Frakkastígur 26A, og 26, skipting lóðar, málskot (01.134) Mál nr. SN060766
Lagt fram bréf Önnu Ingólfsdóttur, dags. 24. febrúar 2007, varðandi neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn um skiptingu lóðar á Frakkastíg 26 og 26A, og beiðni um að skipulagsráð endurskoði ákvörðunina. Einnig eru lagðar fram umsagnir lögfræði og stjórnsýslu, dags. 23. janúar 2007 og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs dags. 5. desember 2006, auk samantektar lögfræði og stjórnsýslu dags. 13. mars 2007.
Skipulagsráð staðfestir fyrri afgreiðslu málsins með vísan til niðurstöðu í samantekt lögfræði og stjórnsýslu.
Fundi slitið kl. 11:02.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Óskar Bergsson Stefán Þór Björnsson
Stefán Benediktsson Svandís Svavarsdóttir
Heiða Björg Pálmadóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
Árið 2007, þriðjudaginn 13. mars kl. 09:53 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 435. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Hjálmar Andrés Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Reynisdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aflagrandi 40 (01.522.301) 105979 Mál nr. BN035545
Nova ehf, Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir GSM loftnetum á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 40 við Aflagranda.
Málinu fylgir samþykki húsfélagsins í Aflagranda 40 dags. 20. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
2. Austurstræti 18 (01.140.502) 100862 Mál nr. BN035003
B. Pálsson ehf, Dallandi, 270 Mosfellsbær
Sótt er um breytingar á innra fyrirkomulagi (m.a. fækkun á salenum), á kjallara, 1. 2. og 3. hæð og færa til flóttaleið af þaki ásamt byggingu þaks yfir hluta bakports á lóð nr. 18 við Austurstræti.
Brunahönnun VSI endurskoðuð 4. janúar 2007 og samþykki f.h. eigenda Pósthússtrætis 11 dags. 8. febrúar 2007 fylgja erindinu.
Stærðir: (B-rými) 16,1 ferm., 40,8 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 2.774
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN035475
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta kjallararými (0001) úr geymslu í kennslusal fyrir Alþingi í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Samþykki f.h. Fasteignafélagsins Stoðir dags. 2. mars 2007 og samþykki eigenda dags. 8. mars 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Austurv Póstur og Sím (01.140.418) 100859 Mál nr. BN035396
Símahúsið ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurinnrétta 1. og 6. hæð og að stækka húsið til suðurs sem nemur lyftuhúsi á gaflinum, setja glugga í norðurgafl á 6. hæð ásamt nýjum svölum til austurs og hækka hliðarveggi sem nemur 1,2 m að hluta með því að minnka hallan á þaki hússins nr. 11 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 11. mars 2007 og staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 22. febrúar 2007.
Stærðir: 28,8 ferm., 192,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 13.076
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Baldursgata 13 (01.184.511) 102116 Mál nr. BN035553
Berta Finnbogadóttir, Höfðabraut 6, 300 Akranes
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0102, en íbúð 0101 var samþykkt 1995 á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Baldursgötu.
Gjald kr. 6.800
Synjað.
Uppfyllir ekki skilyrði fyrir áður gerðum íbúðum.
6. Barmahlíð 7 (01.701.109) 106963 Mál nr. BN035539
Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina ósamþykkta íbúð í risi og íbúð 2. hæðar í eina íbúð með tilheyrandi tilfærslu á innveggjum, breyttu rýmisskipan og stiga milli hæða ásamt stækkun kvista á suður- og vesturhlið og fjarlæga svalaskýli á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 7 við Barmahlíð.
Stærðir: 4,8 ferm., 11,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 762
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1-4 dags. 18. febrúar 2007.
7. Barmahlíð 9 (01.702.010) 107009 Mál nr. BN035575
Kristjón Másson, Barmahlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á bílskúrum á lóðinni nr. 9 við Barmahlíð.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 6. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Lagfæra skráningu.
8. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN035569
Rafvörn ehf, Framnesvegi 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja tvo þakglugga á geymsluris, stóran þakglugga yfir stigahús og svalir á austurhlið rishæðar atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Barónsstíg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
9. Bauganes 13 (01.672.107) 106811 Mál nr. BN035528
Skerjagarður ehf, Skildinganesi 43, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem kjallari er minnkaður og smávægilegar breytingar á innra fyrirkomulagi leikskólans á lóðinni nr. 13 við Bauganes.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Bauganes 3A (01.672.011) 106799 Mál nr. BN035211
Magnús Bjarki Stefánsson, Bauganes 3a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og til að byggja við til norðurs og suðurs á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 3A við Bauganes.
Stærð: Stækkun 132,8 ferm. og 291,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 19.839
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN035562
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi 3. til 6. hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Bjarnarstígur 5 (01.182.223) 101875 Mál nr. BN035505
Óskar Jónasson, Bjarnarstígur 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að bæta við litlum þaksvölum með aðkomu frá 2. hæð nýsamþykktrar viðbyggingu á baklóð nr. 5 við Bjarnastíg.
Erindinu fylgir samþykkt eigenda Bjarnarstígs 3 mótt. 13. mars 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
13. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN035571
PH eignir ehf, Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á eignaskiptum og innra skipulagi 3. hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 29 við Borgartún. Einnig er sótt um leyfi til að nýta þak 1. hæðar sem svalir.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Bragagata 26A (01.186.639) 102334 Mál nr. BN035456
Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á austurgafl, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við einbýlishúsið á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Bröndukvísl 14 (04.235.104) 110889 Mál nr. BN035542
Höskuldur H Höskuldsson, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera gat í burðarvegg í kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 14 við Bröndukvísl.
Málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 7. mars. 2006.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
16. Bústaðavegur 101 (01.819.317) 108282 Mál nr. BN035474
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Víglundur Piertew Mettinisson, Bústaðavegur 101, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu í suður á tveimur hæðum ásamt svölum á rishæð einnig að breyta anddyri til norðurs þannig að í stað burðarvirkis úr timbri frá nýlega samþykktum teikningum er viðbyggingin staðsteypt með með flötu þaki. Meðfylgjandi er samþykki nágranna dags. 7. febrúar 2007.
Stærðir: 62,8 ferm., 169,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.546
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
17. Bústaðavegur 99 (01.819.316) 108281 Mál nr. BN035501
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Freyja María Þorsteinsdóttir, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu í suður á tveimur hæðum ásamt svölum á rishæð einnig að breyta anddyri til norðurs þannig að í stað burðarvirkis úr timbri frá nýlega samþ. teikningum er viðbyggingin staðsteypt með með flötu þaki. Meðfylgandi er samþ. nágranna dags. 7. febrúar 2007.
Stærðir: 62,8 ferm., 169,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.546
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
18. Dofraborgir 22-26 (02.344.503) 174346 Mál nr. BN034917
Unnur Jónsdóttir, Dofraborgir 22, 112 Reykjavík
Þórður Þórisson, Dofraborgir 22, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi frá 22. maí 2001 þar sem sótt var um leyfi til að stækka fyrstu hæð hússins nr. 22 (matshl. 01) á lóðinni nr. 22-26 við Dofraborgir sem nemur óútgröfnu sökklarými. Jafnframt er sótt um leyfi til að bæta við glugga á norðausturhlið hússins nr. 22 á raðhúsalóðinni nr. 22-26 við Dofraborgir.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 12. febrúar 2007. Stækkun: 15,7 ferm., 42,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 2.666
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
19. Eldshöfði 15 (04.035.207) 110533 Mál nr. BN035561
Árni Hrafn Árnason, Steinagerði 10, 108 Reykjavík
Árni Páll Árnason, Reyrengi 39, 112 Reykjavík
Hörður Stefán Harðar, Sogavegur 18, 108 Reykjavík
Sigurður Helgi Óskarsson, Sóleyjarimi 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af fjögurra eininga atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 15 við Eldshöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Fjölnisvegur 2 (01.196.302) 102669 Mál nr. BN035530
Stephen M Christer, Fjölnisvegur 2, 101 Reykjavík
Margrét Harðardóttir, Fjölnisvegur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingaleyfi frá 8. nóvember 2005 þar sem sótt var um leyfi til þess að breyta kvisti í austurenda húss, stækka svalir á annarri hæð til austurs, breyta svalagluggum á suðurhlið annarrar og þriðju hæðar, koma fyrir þakgluggum á suðurþekju og jafnframt fjarlægja skorstein og lagfæra þak hússins á lóðinni nr. 2 við Fjölnisveg.
Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja steinsteypta garðgeymslu austan hússins.
Málið var í kynningu frá 8. september til 6. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 25. júlí 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Garðgeymsla 15,3 ferm. og 42,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.910
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
21. Flókagata 9 (01.243.705) 103171 Mál nr. BN034981
Hanna Þorbjörg Svavarsdóttir, Flókagata 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalir við suðurhlið 2. hæðar tvíbýlishússins á lóð nr. 9 við Flókagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 28. júní 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 101 dags. 6. mars 2007.
Umsækjandi skal stytta svalir í báða enda um allt að 20 cm. á hvorum stað.
22. Flókagata 9 (01.243.705) 103171 Mál nr. BN033636
Árni Heiðar Karlsson, Hrefnugata 7, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri kjallaraíbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Flókagötu.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 20. september 2005 og endurskoðun 16. janúar 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
23. Fossaleynir 2 (02.467.101) 177039 Mál nr. BN035254
Rafvirki ehf, Fossaleynir 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta skrifstofuhluta sem aðgreinir verslun frá verkstæði með tveimur nýjum gluggum á vesturhlið ásamt samþykki fyrir hækkun óbyggðrar viðbyggingar (2. áfanga) atvinnuhússins á lóð nr. 2 við Fossaleyni.
Jafnframt er erindi 23093 dregið til baka.
Stærð: Hús var 828,4 ferm. verður 827,1 ferm., var 4254 rúmm. verður 4388 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 9.112
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Friggjarbrunnur 2-4 (05.055.103) 205892 Mál nr. BN035538
Leifur Guðmundsson, Þorláksgeisli 47, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta um byggingaraðferð á parhúsinu á lóðinni nr. 2-4 við Friggjarbrunn. Í stað staðsteypu verða notaðar forsteyptar einingar.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Friggjarbrunnur 24-26 (05.053.302) 205938 Mál nr. BN035304
Einar Gunnarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík
Þórður Karl Einarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr steinsteypu í einangrunarmót á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn.
Stærð: Hús nr. 24 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,5 ferm., 2. hæð 96 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm., samtals 198 ferm., 651 rúmm. Hús nr. 26 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 24 eða samtals 198 ferm., 651 rúmm.
Parhús samtals 396 ferm., 1302 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 88.536
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Glæsibær 2 (04.351.207) 111130 Mál nr. BN035573
Magnús Rúnar Guðmundsson, Glæsibær 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðvesturhorn hússins, byggt úr gluggakerfi með timburþaki á lóðinni nr. 2 við Glæsibæ.
Stærðir: 20,9 ferm., xxxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN035470
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð hússins á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er samþykki Faxaflóahafna dags 12. mars 2007 óundirritað.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað er til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
28. Guðríðarstígur 2-4 (04.121.301) 188024 Mál nr. BN035297
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta snyrtingu á 3. hæð (0301) atvinnuhússins á lóð nr. 2-4 við Guðríðarstíg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN035549
Neshamrar ehf, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu í fyrrum ammoníum- og nítrat- byggingu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Hestháls 10 (04.323.201) 111036 Mál nr. BN035558
Hópferðamiðstöðin Vestfjl ehf, Hesthálsi 10, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á innra fyrirkomulagi loka opi milli hæða og setja opnanleg fög á nokkra glugga norðurhliðar.
Stærðir: Stækkun efri hæðar 42,9 ferm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN035570
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Landsafl hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi í hluta húss í stóra verslun á 1. hæð og margar minni á stækkaðri 2. hæð, byggja tveggja hæða viðbyggingu við vesturhlið 1. og 2. hæðar Holtagarða og aðra viðbyggingu við norðurhlið ásamt tveggja hæða bílapalli vestan við verslunarhúsið á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Stærð: Viðbyggingar 1. hæð 1109,3 ferm., viðbyggingar og gólf (milligólf) 2. hæð samtals 6559,4 ferm., samtals stækkun 7668,7 ferm., 11169,1 rúmm.
Bílapallur tæknirými xxx ferm., xxx rúmm., bílastæði (B-rými) xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hraunberg 10 (04.674.201) 112207 Mál nr. BN035520
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggða tengibyggingu milli núverandi leikskólabygginga og sameina byggingarnar í einn matshluta á lóð nr. 10 við Hraunberg.
Stærð: Stækkun leikskóla samtals 76,2 ferm., 318,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 21.651
Frestað.
Lagfæra skráningu.
33. Hrísateigur 20 (01.346.203) 104084 Mál nr. BN034876
Gauti Arnar Marinósson, Hrísateigur 20, 105 Reykjavík
Hulda Sverrisdóttir, Hrísateigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja skála sem tengir mhl. 02 við 0101 í íbúðarhúsi (mhl. 01) og byggja viðbyggingu suðurhlið 1. hæðar mhl. 01 á lóð nr. 20 við Hrísateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2006 fylgir erindinu.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 5. mars 2007.
Stærð: Skáli framan við bílskúr 13,7 ferm., og viðbygging 10,0 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
34. Hverafold 5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN035568
Skrá ehf, Sveighúsum 11, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skjólvegg milli súlna við veitingastað á jarðhæð á suðausturenda hússins á lóðinni nr. 5 við Hverfold.
Samþykki stjórnar húsfélags dags. 7. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
35. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN035547
Landsafl hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti á jarðhæð austurhliðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
36. Keilufell 13 (04.677.607) 112283 Mál nr. BN035503
Ólafur Gunnarsson, Keilufell 13, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja áhaldageymslu sem timburviðbyggingu við núverandi bílskúr (matshluta 02) á lóð nr. 13 við Keilufell.
Samþykki nágranna ódags. fylgir erindinu.
Stærð: Áhaldageymsla (matshluti 02) 16,4 ferm., 46,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.169
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
37. Kistumelur 10 (34.533.601) 206618 Mál nr. BN035351
Húsbílahöllin ehf, Pósthólf 374, 212 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft stálgrindarhús klætt lituðum stálsamlokueiningum fyrir geymsluhúsnæði með tuttugu sjálfstæðum einingum á lóð nr. 10 við Kistumel.
Stærð: Geymsluhúsnæði samtals 1224 ferm., 7893,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 536.765
Frestað.
Vísað til athugasemda OR um kaldavatnsinntök.
38. Kistumelur 11 (34.533.401) 206638 Mál nr. BN035485
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrjár sambyggðar stálgrindarskemmur sem verkstæði og geymsluhúsnæði fyrir Minjavernd allt klætt með stálsamlokueiningum á lóð nr. 11 við Kistumel.
Jafnframt er erindi 35200 dregið til baka.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 2. janúar 2007 og umsögn brunahönnuðar dags. 20. febrúar 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Verkstæði og geymsla samtals 1248,4 ferm., 7277 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 494.836
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.
39. Klettagarðar 23 (01.324.501) 199101 Mál nr. BN034670
John Lindsay hf, Skipholti 33, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús sem vöru- og skrifstofuhúsnæði að mestu á einni hæð ásamt steinsteyptum bílakjallara undir hluta húss á lóð nr. 23 við Klettagarða.
Brunahönnun VSI dags. 12. september og endurskoðuð 25. september 2006, umsögn brunahönnuðar dags. 7. janúar 2007, bréf hönnuðar dags. 12. og 26. september, samkomulag milli lóðarhafa Klettagarða 21 og 23 dags. 1. október 2006, minnisblað til lóðarhafa frá Reykjavíkurhöfn dags. 5. maí 2004 og útreikningur verkfræðings á U-gildi vegna óvenjulegrar einangrunar þaks dags. í september 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Vöru- og skrifstofuhús 1. hæð og millipallur 2306,9 ferm., 2. hæð 704,8 ferm., bílakjallari 489 ferm., samtals 3500,7 ferm., 27396,3 rúmm. Vörubryggjur (B-rými) samtals 58 ferm., 216 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 1.877.636
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Vottun eininga skal skila eigi síðar en við úttekt á botnplötu.
40. Lambasel 38 (04.998.709) 200782 Mál nr. BN033811
Sverrir Jóhannesson, Hagamelur 45, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús einangrað að utan og klætt með múrkerfi ásamt bílskýli fyrir tvo bíla við austurhlið hússins á lóð nr. 38 við Lambasel.
Jafnframt er erindi 35535 dregið til baka.
Stærð: Einbýlishús 203,7 ferm., 771,8 rúmm., bílskýli (B-rými) 38,2 ferm., 105,7 rúmm. Gjald kr. 6.100 + 53.528
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Laufásvegur 63 (01.197.011) 102699 Mál nr. BN035554
Linda Jóhannsdóttir, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Ellert Finnbogason, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa svalir og byggja nýjar með tröppum niður í garð á framhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 63 við Laufásveg. Einnig er sótt um leyfi til að gera nýjan hlaðinn pall, skjólgirðingu og til að koma fyrir setlaug og einu bílastæði innan lóðar.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
42. Laufásvegur 73 (01.197.111) 102713 Mál nr. BN035552
Þorsteinn M Jónsson, Laufásvegur 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr við lóðarmörk í vestur, byggja nýjan tvöfaldan við lóðarmörk í austur og koma fyrir tveimur bílastæðum innan lóðar, að stækka kjallara til suðvesturs og útbúa verönd ofan á, stækka anddyri til norðvesturs, að byggja jarðhýsi austan og norðan megin, að stækka eldhús á 1. hæð og útbúa svalir á 2. hæð, innrétta rishæð og byggja tvo nýja kvisti í þak. Einnig er sótt um leyfi til að endurskipuleggja lóð, koma fyrir setlaug og skjólveggjum á suðausturhluta lóðar og skjólveggjum fyrir sorp og garðáhöld norðvestan megin á lóð.
Málinu fylgir samþykkki lóðarhafa Laufásvegar 75, skilyrt samþykki eigenda Laufásvegar 71, og skilyrt samþykki lóðarhafa Bergstaðastrætis 80 öll dags. 8. nóvember 2006.
Stækkun: Kjallari 143,3 ferm., 1. hæð 18,9 ferm., bílskúr 70,4 ferm.
Samtals 232,6 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 01-05 dags. 6. september 2006.
43. Laugarnesvegur104-110 (01.341.001) 103936 Mál nr. BN035138
Laugarnesvegur 106-110,húsfélag, Laugarnesvegi 106, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir að hækka og breyta svalahandriðum á suður- og vesturhliðum hússins á lóð nr. 104-110 við Laugarnesveg.
Bréf burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu dagsett 6. mars 2007.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
44. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN033820
Fet ehf, Pósthólf 9223, 129 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktum uppdráttum, og á breyttri starfsemi á neðstu hæð og í kjallara hússins á lóðinni nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2006 fylgir erindinu. Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 5. mars 2007.
Gjald kr. 6.100 + 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Í samþykkt byggingarfulltrúa er ekki tekin afstaða til opnunartíma enda er það ekki á valdsviði embættisins.
45. Lágholtsvegur 9 (01.520.318) 105937 Mál nr. BN035526
Ragnheiður Júlíusdóttir, Lágholtsvegur 9, 107 Reykjavík
Óli Ragnar Gunnarsson, Lágholtsvegur 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vindfang úr timbri við norðausturhlið og einnar hæðar viðbyggingu einnig úr timbri ofan á steyptar svalir á suðvesturhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Lágholtsveg.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Litlagerði 5 (01.836.008) 108628 Mál nr. BN035541
Hans Heiðar Tryggvason, Bræðraborgarstígur 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 5 við Litlagerði. Byggt hefur verið yfir anddyri, kvistur er byggður á norðurþekju ásamt minni háttar breytingum á innra skipulagi.
Áður gerð stækkun xx. ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Ljótaland, jörð (05.0--.-98) 123802 Mál nr. BN035587
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á sumarrbústað og geymslu í Ljótalandi. Landnúmer 123802
Mhl. 01, sumarbústaður, fastanr. 208-2432, byggingarár 1945.
Mhl. 02, geymsla, matsnr. 208-2433, byggingarár 1945.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
48. Lyngháls 2 (04.326.401) 111049 Mál nr. BN035476
Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lager og skrifstofubyggingu, áfanga 3, sem hýsir á 1. hæð stiga og lyftuhús, á 2. hæð lager og skrifstofu og á 3. hæð fundaraðstöðu. Húsið er byggt úr steinsteypu og er með átta vöruafgreiðsluhurðum fyrir stóra bíla á suðurhlið.
Stærðir: 1.542,7 ferm., 10.191,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 693.022
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Miklabraut 24 (01.701.005) 106947 Mál nr. BN035447
Bragi Guðjónsson, Miklabraut 24, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr steyptan í plastkubbamót á austur lóðamörkum ásamt steinsteyptum stoðvegg á austur og vestur lóðamörkum lóðar nr. 24 við Miklubraut, samkv. uppdr. HP Hönnun, dags. 18. maí 2005.
Samþykki eigenda Miklubrautar 26 og 28 dags. 20. mars 2005 og samþykki f.h. eigenda Miklubrautar 22 dags. 22. maí 2005 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 8. ágúst til 5. september 2005. Athugasemdabréf bárust frá 32 íbúum við Mjóuhlíð, dags. 1. september 2005. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 7. október 2005. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör við athugasemdum, dags. 7. október 2005.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 202-9775 bílskúr 19,5 ferm.
Nýr bílskúr 23,4 ferm., 65,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.454
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01-03 dags. síðast breytt 1. mars 2007.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Miklabraut 28 (01.701.007) 106949 Mál nr. BN035445
Birna Björg Berndsen, Miklabraut 28, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr steyptan í plastkubbamót á austur lóðamörkum ásamt steinsteyptum stoðvegg á lóð nr. 28 við Miklabraut samkv uppdr. HP Hönnun, dags. 18. maí 2005.
Samþykki eigenda Miklubrautar 24 og 26 dags. 20. mars 2005 og samþykki eigenda Miklubrautar 30 dags. 10. júní 2005 fylgja eindinu. Málið var í kynningu frá 8. ágúst til 5. september 2005. Athugasemdabréf bárust frá 32 íbúum við Mjóuhlíð, dags. 1. september 2005. Lögð fram umsögn
Framkvæmdasviðs, dags. 7. október 2005. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör við athugasemdum, dags. 7. október 2005.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 202-9777 bílskúr 22,6 ferm.
Nýr bílskúr 23,4 ferm., 65,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.454
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01-03 dags. síðast breytt 1. mars 2007.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Nökkvavogur 23 (01.441.312) 105466 Mál nr. BN035564
Bragi Baldursson, Nökkvavogur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir kjallara undir bílgeymslu á lóð nr. 23 við Nökkvavog.
Stærð: 60,8 ferm., 164,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.165
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
52. Ólafsgeisli 111 (04.126.303) 186376 Mál nr. BN035560
Ingunn Stella Björnsdóttir, Ólafsgeisli 111, 113 Reykjavík
Valdemar Sveinsson, Ólafsgeisli 111, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir setlaug, að byggja sólpall og skjólveggi vestan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 111 við Ólafsgeisla.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Reynimelur 26 (01.541.105) 106326 Mál nr. BN031717
Þórhallur Tryggvason, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Ólafur Tryggvason, Reynimelur 26, 107 Reykjavík
Vegna eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 26 við Reynimel.
Gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, áður gerðum hringstiga milli kjallara og fyrstu hæðar og áður gerðum millivegg í bílskúr.
Skýrsla Rafmagnsveitu Reykjavíkur dags. 10. janúar 1947 fylgir erindinu. Virðingargjörð dags. 21. apríl 1947 fylgir erindinu. Afsalsbréf innfært 3. febrúar 1977 fylgir erindinu.
Málinu fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 20. september 2005 og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 20. október 2006.
Gjald kr. 5.700 + 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
54. Reynimelur 63 (01.524.302) 106037 Mál nr. BN035537
Jón Ólafur Skarphéðinsson, Reynimelur 63, 107 Reykjavík
Hólmfríður Jónsdóttir, Reynimelur 63, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýjunar á byggingaleyfi nr. BN030617 frá 4. mars 2005 þar sem sótt var um leyfi til þess að gera tröppur af svölum efri hæðar niður á þak bílgeymslu, koma fyrir girðingu á þaki bílgeymslu og setja tröppur af þaki bílgeymslu niður í garð hússins á lóðinni nr. 63 við Reynimel.
Jafnframt eru matshlutar 01, 02 og 03 á lóðinni sameinaðir í einn matshluta.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa lóðarinnar nr. 65 við Reynimel. Að þeim fengnum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
55. Sifjarbrunnur 3 206124 Mál nr. BN035133
Valgeir Berg Steindórsson, Vættaborgir 144, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Sifjarbrunn.
Málinu fylgir brunahönnun frá VSI dags. 6. febrúar 2007.
Stærð: Íbúð 1. hæð 107,7 ferm., 2. hæð 137,7 ferm., bílgeymsla 36,3 ferm.
Samtals 281,7 ferm. og 852,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 51.978
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
56. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN035436
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða beggja húsa ásamt leyfi til þess að breyta opum á vesturhlið kjallara norðurhúss og setja nýjar hurðir í aðalinngang á austurhlið 1. hæðar norðurhúss á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. febrúar 2007 og viðauki við eldri brunahönnun dags. 27. febrúar 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
57. Sóltún 5-9 (01.231.601) 187714 Mál nr. BN035132
Sóltún 5,húsfélag, Sóltúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp glerlokun á allar svalir fjölbýlishúss nr. 5 á lóð nr. 5-9 við Sóltún.
Málinu fylgir fundargerð húsfélagsins frá 29. nóvember 2006.
Stæð: Svalaskýli samtals 144 ferm., 403,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 27.418
Frestað.
Fjarlægja stærðir fyrir og eftir breytingu á uppdrætti 01.
58. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN035565
Húseigendafélagið Suðurlbr 4a, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttingu grunnmyndar og skráningar 5. hæðar vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir atvinnuhús nr. 4A á lóð nr. 4-4A við Suðurlandsbraut.
Bréf hönnuðar dags. 6. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Suðurlandsbraut 58-62 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN035491
Mörkin eignarhaldsfélag ehf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta byggingarlýsingu, breyta bílageymslu aðallega við aðkomu, breyta svalaskýlum, svölum, gluggum og innra skipulagi fjölbýlishúsa nr. 58, 60 og 62 á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Bréf hönnuða dags. 15. janúar og 6. mars 2007 ásamt yfirlýsingu brunahönnuðar dags. 6. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Leiðréttar stærðir kjallari 857,7 ferm., 1. hæð 2028,9 ferm., 2. hæð 2085 ferm., 3. hæð 1812,3 ferm., 1829,7 ferm., samtals 8613,6 ferm., 29012,1 rúmm., en var 8625,3 ferm., 29159 rúmm.
Svalagangar (B-rými) verða samtals 1380 ferm., 7015,5 rúmm., en voru 1209,3 ferm., 5204,1 rúmm.
Opin bílageymsla (B-rými) verður 3668,4 ferm., 14823,3 rúmm., en var 3663,3 ferm., 14802,7 rúmm.
Svalaskýli eru nú samtals 492 ferm., 1467 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 214.397
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
60. Sæmundargata 4 (Háskólatorg) Mál nr. BN035572
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggða 3. hæð fyrir skrifstofur og vinnuaðstöðu kennara ofan á suðurhluta Háskólatogs og breyta lítillega nýsamþykktum neðri hæðum þ.e. Sæmundagötu 10 á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Brunahönnun endurskoðuð 5. mars 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 1114,8 ferm., 4567,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 310.617
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Skipulagsferli ólokið.
61. Úlfarsbraut 96 (02.698.605) 205748 Mál nr. BN035376
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sjö íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla allt einangrað að utan og klætt með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 96 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 242,7 ferm., 2. hæð 239,7 ferm., 3. hæð 351,3 ferm., bílgeymsla 116,6 ferm., samtals 950,3 ferm., 2980,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 202.667
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Úlfarsbraut 98 (02.698.505) 205749 Mál nr. BN035375
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og innbyggðri bílgeymslu fyrir sex bíla allt einangrað að utan og klætt með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 242,7 feerm., 2. hæð 239,7 ferm., 3. hæð 351,3 ferm., bílgeymsla 116,6 ferm., samtals 950,3 ferm., 2980,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 202.667
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Vínlandsleið 1 (04.111.401) 197691 Mál nr. BN035489
Húsasmiðjan hf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bankaútibú með tilheyrandi starfsmanna- og vinnuaðstöðu ásamt snyrtingum, ræstiklefa og geymslum í mhl. 02 í húsi Húsasmiðjunar á lóðinni nr. 1 við Vínlandsleið.
Umsögn brunahönnuðar dags. 6. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
64. Þingás 45 (04.721.001) 112371 Mál nr. BN035555
Gils Friðriksson, Þingás 45, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu millilofti, stiga og tveimur þakgluggum í raðhúsi nr. 45 við Þingvað.
Stærðir: Stækkun 52,6 ferm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
65. Hjarðarhagi 11 (01.553.007) 106521 Mál nr. BN035589
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Óskað er eftir breytingu á lóðamörkum lóðarinnar nr. 11 við Hjarðarhaga samkvæmt meðfylgjandi tillögu landupplýsingadeildar Framkvæmdasviðs dags. 12. mars 2007.
Lóðin er talin 373 ferm., sbr. yfirlýsingu dags. 10. júní 1964 (óþinglesin).
Lóðin er talin hjá sýslumanni 260 ferm.
Lóðin reynist 371 ferm.
Bætt við lóðina spildu, sem áður tilheyrði Smyrilsvegi 28, sbr. samþykki byggingarnefndar 25. febrúar 1999, sbr. og þinglesinn lóðarsamning um Smyrilsveg 28 dags. 8. október 1999 nr. B-020927/1999, 2 ferm.
Lóðin verður 373 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
66. Klettagarðar 21 (01.324.401) 199100 Mál nr. BN035592
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram mæliblað Faxaflóahafna dags. mars 2007 vegna lóðarinnar nr. 21 við Klettagarða.
Lóðin er 11.326 ferm.
Mæliblaði er breytt vegna breytinga á deiliskipulagi þar sem húsi er snúið á lóð og sett inn samkomulag um afnotarétt milli lóðarhafa nr. 21 og 23, á mæliblað fyrir klettagarða 23 er sett inn sama kvöð um afnotarétt.
Með erindinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 12. mars 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
67. Klettagarðar 23 (01.324.501) 199101 Mál nr. BN035591
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram mæliblað Faxaflóahafna dags. mars 2007 vegna lóðarinnar nr. 23 við Klettagarða.
Lóðin er 5402 ferm.
Sett er inn kvöð vegna afnotaréttar milli lóðarhafa nr. 21 og 23 við Klettagarða, á mæliblað fyrir Klettagarða 21 er sett inn sama kvöð.
Með erindinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 12. mars 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
68. Mjölnisholt 12 og 14 (01.241.101) 103016 Mál nr. BN035590
Gunnar Sveinbjörn Óskarsson, Laugavegur 8, 101 Reykjavík
Ofanritaður óskar eftir, f.h. lóðarhafa, sameiningu lóðanna nr. 12 og 14 við Mjölnisholt, samkvæmt meðfylgjandi tillögu landupplýsingadeildar Framkvæmdasviðs dags. 8. mars 2007.
Mjölnisholt 12: Lóðin er talin 784 ferm. Lóðin reynist 789 ferm.
Mjölnisholt 14: Lóðin er talin 716 ferm. Lóðin reynist 734 ferm.
Sameinaðar lóðir 1523 ferm., og verður skráð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Deiliskipulagið var samþykkt í skipulagsráði 23. janúar 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
69. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN035593
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram breytt mæliblað Faxaflóahafna dags. mars 2007 vegna lóðarinnar nr. 2 við Skarfagarða, þar sem sett er inn kvöð um lagnir Orkuveitu Reykjavíkur sem ekki var á fyrra mæliblaði sem samþykkt var 16. janúar 2007.
Með erindinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 12. mars 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
70. Blönduhlíð 35 (01.713.022) 107233 Mál nr. BN035556
Lovísa Fjeldsted, Blönduhlíð 35, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að opna að núverandi geymslu undir útitröppum frá kjallararými í eigu íbúðar 1. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 35 við Blönduhlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda.
71. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN035536
Magnús Sverrir Ingibergsson, Dalsel 16, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir við hús nr. 16 sambærilega og gert hefur verið við hús nr. 14 og 18 sama raðhúss á lóð nr. 6-22 við Dalsel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
72. Glaðheimar 16 (01.435.008) 105298 Mál nr. BN035478
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Háaleitisbraut 119, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á núverandi fjölbýlishús á lóð nr. 16 við Glaðheima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2007 ásamt umsögn hverfisarkitekts dags. 7. mars 2007 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, enda verði sótt um byggingarleyfi sem samþykki allra eigenda fylgi.
73. Grensásvegur 3 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN035566
Raftæknistofan hf, Pósthólf 8175, 128 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á hluta austurhliðar 1. hæðar Grensásvegar 3 fyrir kaffistofu starfsmanna og útbúa svalir sunnan við ofanábyggingu á þaki 1. hæða Grensásvegar 5 á lóð nr. 3-7 við Grensásveg.
Bréf f.h. fyrirspyrjanda dags. 15. febrúar 2007 og samþykki meðlóðarhafa fylgja erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
74. Grettisgata 8 (01.182.107) 101823 Mál nr. BN035477
Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir, Grettisgata 8, 101 Reykjavík
Egill Ólafsson, Grettisgata 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stækkun á bakhúsi lóðarinnar nr. 8 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2007 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt sbr. útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa. Byggingarleyfisumsókn fylgi samþykki lóðarhafa Njálsgötu 7.
75. Krosshamrar 13-13A (02.294.707) 109078 Mál nr. BN035500
Jóhann Egill Hólm, Krosshamrar 13a, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja um 16 ferm. sólstofu framan við stofur við vesturhlið parhúss á lóð nr. 13-13A við Krosshamra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2007 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2007 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjarndi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.
Vísað til fyrirvara sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
76. Langholtsvegur 86 (01.430.201) 105192 Mál nr. BN035444
Jóhann Steinar Guðmundsson, Langholtsvegur 86, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris með kvistum á hvorri langhlið íbúðarhússins á lóð nr. 86 við Langholtsveg.
Samþykki meðeiganda ódags. fylgir erindinu.
Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá
9. mars 2007.
Ekki er gerð athugasemd við hækkun hússins enda sé hún innan ramma deiliskipulags hverfisins. Sækja skal um byggingarleyfi.
77. Laugarnesvegur 42 (01.360.101) 104503 Mál nr. BN035527
Sigríður Brynjarsdóttir, Laugarnesvegur 42, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka kvist sem nú er á miðju þaki yfir alla austurhlið og lengja svalir við suðurhlið þakhæðar að austurhorni fjölbýlishússins á lóð nr. 42 við Laugarnesveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Samkvæmt ákvæðum byggingarreglugerðar er ekki unnt að byggja kvist í líkingu við það sem óskað er eftir.
78. Mímisvegur 2 (00.000.000) 102648 Mál nr. BN035551
Auður Gná Ingvarsdóttir, Hvassaleiti 34, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka kvist á norðausturhlið og stækka kvist á suðvesturhlið á efri rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður. Byggingarleyfisumsókn skal fylgja samþykki meðeigenda í samræmi við fjöleignarhúsalög.
79. Mímisvegur 8 (01.196.111) 102652 Mál nr. BN035567
Ragnhildur Hjaltadóttir, Mímisvegur 8, 101 Reykjavík
Magnús Karlsson, Mímisvegur 8, 101 Reykjavík
Kirkja Jesú Kr h síð daga heil, Ásabraut 2, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að reisa svalir við 1., 2. og 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Mímisveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
80. Nýlendugata 9 (01.132.009) 100199 Mál nr. BN035559
Fasteignafélagið Nýfasteign ehf, Miðbraut 36, 170 Seltjarnarnes
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir gluggum á norður- og austurhlið steinbæjarins Hlíðarhús B sem er á lóðinni nr. 9 við Nýlendugötu.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar vegna glugga í lóðarmörkum.
81. Nönnufell 1 (04.685.501) 112336 Mál nr. BN035262
Magnús Ingvarsson, Kvistahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Spurt er hvort leyfi byggingarfulltrúa þurfi fyrir uppsetningu 1,5-1,8m hárrrar skjólgirðingar á mörkum sérnotaflatar íbúðar á 1. hæð húss nr. 1 við Nönnufell og uppsetningu 3,1 ferm. dúkkuhúss með vegghæð 1,55 og mænishæð 1,95 þar innanvið á lóð nr. 1-15 við Mörðufell.
Samþykki meirihluta meðeigenda dags. 4. júlí 2006, bréf formanns húsfélags Nönnufelli 1 dags. 16. júlí 2006, ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu og ljósmyndir fylgja erindinu.
Neikvætt.
Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir smáhýsi, en það er ekki heimilað á þeim stað sem sýndur er sbr. umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
82. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN035546
Gunnar Þór Geirsson, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta einsherbergja íbúð í geymsluhúsnæði (hluta matshluta 02) á baklóð nr. 15 við Óðinsgötu.
Ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu innfærðri 24. janúar 2005, ljósrit úr íbúaskrá (1950 og 1960) frá Hagstofu Íslands, yfirlýsing meðeigenda dags. 9. janúar 2007 og bréf fyrirspyrjanda ódags. fylgja erindinu.
Einnig fylgir íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 9. mars 2007.
Nei.
Húsnæðið uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til íbúða í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
83. Rauðarárstígur 24 (01.243.106) 103056 Mál nr. BN035498
Ólafur Sölvi Pálsson, Bergþórugata 27, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist til að breyta geymsluhúsnæði á lóð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 24 við Rauðarárstíg í íbúð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2007 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki byggðamynstri sbr. útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2007.
84. Smábýli 15A (52.000.100) 125859 Mál nr. BN035577
Jóhannes Birgir Jóhannesson, Nýbýlavegur 26, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja lagerhúsnæði skv. samþykkt frá 16. júlí 1982 á lóðinni nr. 15 við Smábýli.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
85. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN035583
Bjarni Hákonarson, Sólheimar 27, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa bygginguna á lóðinni og byggja nýtt hús með dýpri kjallara og með einni hæð ofan á þar sem kjallari og 1. hæð yrði til verslunarreksturs og 2. og 3. hæð til íbúðar.
Meðfylgjandi er bréf fyrirspyrjanda dags. 10. mars 2007.
Frestað.
Til að unnt sé að taka afstöðu til erindisins vantar umsagnir Minjasafns Reykjavíkur og Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Fundi slitið kl. 14:10.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Hjálmar Andrés Jónsson
Helga Guðmundsdóttir Sigrún Reynisdóttir
Sigríður K. Þórisdóttir