Umhverfis- og skipulagsráð
STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS
Ár 2006, fimmtudaginn 7. desember, var haldinn 86. fundur stjórnar Skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Óskar Bergsson. Jafnframt sátu fundinn Kristín Einarsdóttir og Sigurður Snævarr, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf vinnuhóps dags. 13. nóvember 2006 sem falið var að meta verðmæti lands við Rauðavatn (Dynskógar). Samþykkt að fallast á mat vinnuhópsins og heimilað að ganga frá málinu og bjóða fyrir kr. 15.000.000,-.
2. Lagt fram bréf Minjaverndar dags. 5. október 2006 um tillögu að fyrirkomulagi endurbyggingar og staðsetningar Ziemsens húsi. Annar aðili hefur einnig lýst yfir áhuga á húsinu. Samþykkt að skoða hugmyndir manna um húsið og miða við að í húsinu verði áfram verslunarþjónusta.
3. Þann 21. júní 2006 var samþykkt sala á byggingarrétti á tveimur lóðum í Norðlingaholti fyrir bensínstöðvar. Olíufélagið ehf. hefur ekki svarað því hvort þeir taki lóðina. Samþykkt að veita félaginu frest til 1. janúar nk. til að ljúka málinu, ella verði lóðin úthlutuð öðrum.
4. Samþykkt að byggingaréttur á öllum lóðum við Elliðavað og Búðavað í Norðingholti verði seldur til H-byggs ehf. og Hvekksgils ehf. fyrir kr. 49.890.684,-. Auk þess sem H-bygg ehf. afsalar til Skipulagssjóðs landspildu nr. 112528. Þessi samþykkt er til staðfestingar á rafrænu samþykki stjórnar 1. desember 2006.
Fundi slitið kl. 15.30
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Óskar Bergsson