Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 84

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2011, þriðjudaginn 21. júní kl. 11.00 var haldinn 84. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur (borgarráðsherbergi). Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir, Gunnar Hersveinn, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Örn Sigurðsson, Eygerður Margrétardóttir og Þórólfur Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir:
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 286. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
b. 156. fundargerð Strætó bs.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 11.18
Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 11.26

2. Sorpmál.
Lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 10. júní 2011.
Lögð fram drög að verklagsreglum dags. 14. júní 2011.
Afgreiðslu frestað.
Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn.

3. Opnun Laugavegar fyrir gangandi vegfarendur.
Kynnt staða mála.
Sighvatur B. Arnarson og Pálmi F. Randversson komu á fundinn og kynntu.

4. Sumaropnanir gatna 2011
Lagðar fram tillögur um opnun gatna fyrir gangandi umferð sumarið 2011.
Samþykkt einróma.
Pálmi F. Randversson kom á fundinn og kynnti.

5. Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að metnir verði kostir þess að skylda skip og báta til að tengjast rafmagni í reykvískum höfnum í stað þess að keyra ljósvélar með olíu.
Samþykkt að fela Umhverfis- og samgöngusviði að afla upplýsinga.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13.55

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Páll Hjaltason Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson