Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2014, miðvikudaginn 8. október kl. 09:06, var haldinn 81. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 3. október 2014.
2. Austurberg 3, breyting á deiliskipulagi (04.667.1) Mál nr. SN140282
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, vestur- og miðdeild, vegna lóðarinnar nr. 3 við Austurberg. Í breytingunni felst að komið er fyrir einnar hæðar byggingarreit sunnan við Íþróttahús, heimilt er að koma fyrir millipalli og bílastæðum á lóð fækkar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Arkís dags. 4. apríl 2014 og skýringaruppdrætti dags. 8. apríl 2014. Lagður fram tölvupóstur Bjarkar Vilhelmsdóttur dags. 19. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 14. júlí til og með 15. september 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur Kr. Jörundsson dags. 25. ágúst 2014 og breyting 15. september 2014, Ólafur Gylfason dags. 11. september 2014, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir f.h. FB dags. 12. september 2014 og Morten Lange dags., 15. september 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Garðarsson taka sæti á fundinum kl. 09:14.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
3. Friggjarbrunnur 51, breyting á deiliskipulagi (02.693.1) Mál nr. SN140354
Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Lögð fram umsókn 111 ehf. dags. 3. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 51 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst hækkun húss um eina hæð og fjölgun bílastæða í kjallara, samkvæmt uppdr. Mansdard- Teiknistofu ehf. dags. 30. maí 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Mansard - Teiknistofu dags. 3. maí 2014.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug Friðriksdóttir samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að loknu auglýsingaferli.
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
4. Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi (01.216.2) Mál nr. SN140489
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 16. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vesturs vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst fjölgun á bílastæðum, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 8. september 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2014.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2014 samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
5. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN140049
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014.
Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum tekur sæti á fundinum og kynnir vatnafar og ofanvatnslausnir á deiliskipulagssvæði Hlíðarenda.
(D) Ýmis mál
6. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlun Mál nr. US140165
Kynning á innleiðingarferli kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
Herdís S. Haraldsdóttir verkefnastjóri og Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsstjóri taka sæti á fundinum og kynna.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
7. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Mál nr. US140137
Lagðar fram reglur umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 6. október 2014 um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn bílastæðanefndar dags. 11. september 2014.
Samþykkt.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 797 frá 7. október 2014.
(C) Fyrirspurnir
9. Blikastaðavegur 2-8, (fsp) sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð (02.4) Mál nr. SN140501
Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Korputorg ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. dags. 26. september 2014 varðandi sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Davíðs Freys Albertssonar f.h. Korputorgs ehf. dags. 25. september 2014 ásamt viðauka og yfirlýsingu ódags.
Frestað.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
10. Skipholt 70, málskot (01.255.2) Mál nr. SN140460
Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 2. september 2014 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 15. júlí 2014 um hvort breyta megi skrifstofum á efri hæð atvinnuhússins á lóð nr. 70 við Skipholt í 22 litlar íbúðir til útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2014.
Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2014.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
11. Umhverfisáhrif, frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum Mál nr. US140102
Lagt fram til kynningar umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. október 2014 varðandi frumvarp um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu).
Örn Sigurðsson skrifstofustjóri kynnir.
12. Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir sveitarfélaga, ársfundur Mál nr. US130271
Lagt fram fundarboð á ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður 6. nóvember 2014 í Rangárþingi eystra.
13. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til mars 2014 Mál nr. US130185
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til júlí 2014.
14. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2014.
15. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í september 2014.
16. Betri Reykjavík, byggja aðrein af Vesturlandsvegi inn í Vínlandsleið Grafarh. Mál nr. US140168
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "byggja aðrein af Vesturlandsvegi inn í Vínlandsleið Grafarh." sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 3. október 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 3. október 2014 samþykkt.
17. Betri Reykjavík, stækka bílastæðið við Krónuna í Jafnaraseli Mál nr. US140167
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "stækka bílastæðið við Krónuna í Jafnaraseli" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 1. október 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 1. október 2014 samþykkt.
18. Betri Reykjavík, vægi miðborgar í hverfapottum verði aukið Mál nr. US140162
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum stjórnsýsla "vægi miðborgar í hverfapottum verði aukið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. október 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. október 2014 samþykkt.
19. Depluhólar 8, kæra 88/2014, umsögn (04.641.7) Mál nr. SN140447
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. ágúst 2014 ásamt kæru dags. 6. ágúst 2014 vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 24. júní 2014 á umsókn um samþykki reyndarteikninga húss að Depluhólum 8. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skiplagssviðs dags. 1. október 2014.
20. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3, kæra 77/2014, umsögn, úrskurður (01.230.2) Mál nr. SN140389
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2014 ásamt kæru, dags. 18. júlí 2014 vegna byggingarleyfa dags. 28. febrúar 2007 og 26. janúar 2012 fyrir bílageymslu að Mánatúni 3-5, Mánatúni 7-17 og Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun yfirvofandi framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. júlí 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. október 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:20
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2014, þriðjudaginn 7. október kl. 10:16 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 797. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Karólína Gunnarsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Björgvin rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN048229
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja efstu hæð og þak og innrétta sem hótelherbergi til viðbótar annarri hótelstarfsemi í húsinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. september 2014 fylgir erindinu sem og samþykki meðeigenda.dags. 27. september 2014 og 3. október 2014.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN047899
Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á austurgafl eins og eru á vesturgafli, skipta loftunargerði úti í fjóra hluta og breyta inni kring um stiga í einingum 0103 og 0104 í hesthúsi á lóð nr. 25 við Almannadal.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 24. júlí 2014.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048326
Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, sem felast í að ræstiklefi á 2. hæð og uppþvottaskápur á 3. hæð hafa víxlast og fjöldi gistirýma sem uppfylla ákvæði um algilda hönnun hefur verið uppfærður auk minni háttar breytinga á hóteli á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 23. september 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN048272
S&L ehf., Iðufelli 12, 111 Reykjavík
Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 49 gesti í rými 0105 í verslunar- og skrifstofuhúsinu Þönglabakki 6 á lóðinni Álfab. 12+16/Þönglab.
Erindi fylgir lýsing á útsogskerfi dags. 11. september 2014 og samþykki eiganda dags. 16. september 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Álfheimar 49 (01.438.004) 105393 Mál nr. BN047950
Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka þjónustuhús til vesturs með kæliklefum og lager, og staðsetja sjálfsafgreiðslupóstkassa við vesturgafl á lóð Olís nr. 49 við Álfheima.
Stækkun þjónustuhús: 28,3 ferm., 106,4 rúmm.
Stækkun sjálfsafgreiðslupóstkassi: 2,5 ferm., 5,9 rúmm.
Stækkun samtals: 30,8 ferm. og 112,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Álftaland 7 (01.847.505) 108740 Mál nr. BN048246
Álftaland 7,húsfélag, Álftalandi 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokun, gustlokun á brautum, á fimm svalir á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Álftaland.
Samþykki eigenda fylgir erindi.
Svalalokun samtals: 28,5 ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Ánanaust 8 (01.089.809) 172490 Mál nr. BN048341
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr límtré, klæddu með einangruðum stálsamlokueiningum og á steyptum undirstöðum hús fyrir móttöku á skilaumbúðum til endurvinnslu, mhl. 02, á lóð nr. 8 við Ánanaust.
Skv. deiliskipulagi samþykktu 9. apríl 2014.
Stærðir 126,4 ferm., 480,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Bankastræti (01.170.-99) 101318 Mál nr. BN048343
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sýningarými í gömlu kvennasnyrtingunum á lóð nr. 0 við Bankastræti.
Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar dags. 30. september 2014 og Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 29. september 2014 og fyrirspurn dags. 23. september 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN048209
Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær
Brynjar Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steyptum samlokueiningum, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum á lóð nr. 28 við Barónsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Jafnframt er erindi BN047706 dregið til baka.
Niðurrif/flutningur: xx ferm., xx rúmm.
Stærð: Kjallari 84,7 ferm., 1., 2. og 3. hæð 81 ferm., 4. hæð 78,3 ferm.
Samtals 406 ferm., 1.287 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
10. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN048274
Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta þvottahús í kjallara og uppfæra brunavarnir í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN048335
Örnólfur Sveinsson, Bröndukvísl 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa bílskúrshurð á suðurvegg og setja sýningarglugga í staðinn á 2. hæð, suðurhlið húss á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Samþykki sumra fylgir með á teikningu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Blómvallagata 10 (01.162.210) 101268 Mál nr. BN048210
Carl Erik Olof Sturkell, Svíþjóð, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar sbr. BN045985, þar sem fram kemur að veggur hefur verið felldur út í þakrými, gluggar hafa verið aðlagaðir að stíl hússins og gerð grein fyrir geymslu undir stiga í kjallara í húsi á lóð nr. 10 við Blómvallagötu.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN047531
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, sjá erindi BN045441, sem felast í að breyta brunastiga á norðvestur horni í hringstiga og breyta tannlæknastofu á 3. hæð í skrifstofurými í húsi á lóð nr. 33 við Borgartún.
Gjald kr. 9.500+9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 80 íbúðum við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stærð: Kjallari -1, 1.144,4 ferm., kjallari 00, 919,4 ferm., 1. hæð 1.152,3 ferm., 2. hæð 1.069,2, 3. hæð 1.059,3 ferm., 4. 5. 6. og 7. hæð 1.092,6 ferm., 8. hæð 514,9 ferm., 9. og 10. hæð 499,3 ferm., 11. hæð 501,9 ferm., 12. hæð 418,8 ferm. og 13. hæð 49,1 ferm.
Samtals: 12.026,4 ferm., 40.482 rúmm.
B-rými: ???? ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047805
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 6. áfanga Höfðatorgs, bílakjallara BK5 á þremur hæðum með 237 stæðum, í horni við Skúlagötu/Skúlatún kringum byggingareit S1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stækkun: 8.516,7 ferm., 31.166,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Dofraborgir 3 (02.344.802) 173229 Mál nr. BN048329
Jón Sigurður Pálsson, Dofraborgir 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka nýsamþykkta bílgeymslu, sjá erindi BN047726, við einbýlishús á lóð nr. 3 við Dofraborgir.
Stækkar um: 1,2 ferm. og minnkar um 2,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048230
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti, fyrirlestrasal sem tekur 20 gesti í sæti í rými 0101, koma fyrir skiltum, sólskermun á glugga og nýja flóttahurð á húsið á lóð nr. 11 við Fákafen.
Bréf hönnuðar dags. 9. september 2014 og skýrsla um brunavarnir dags. 9. september 2014.
Samþykki sumra eigenda dags. 23. september fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN048367
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu, undirstaða, lögnum í grunn og botnplötu að Fossaleyni 1 sbr. BN047998 sem samþykkt var 02.09 2014 um viðbyggingu við mhl.01, 5. áfanga, sem er fimleikahús úr forsteyptum samlokueiningum við suðurhluta íþróttamiðstöðvarinnar Egilshöll.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
19. Frakkastígur 24 (01.182.311) 101908 Mál nr. BN047806
Margrét Þorsteinsdóttir, Frakkastígur 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri svalir við efri hæð og sólstofu á neðri hæð ásamt því að breyta gluggum á einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Frakkastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júní 2014.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Freyjugata 25 (01.186.315) 102269 Mál nr. BN048331
Fasteignaviðhald ehf., Vesturási 17, 110 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sem vinnuskúr vegna framkvæmda við aðliggjandi hús á lóð nr. 25, gámurinn verður á lóð Reykjavíkurborgar nr. 19 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu rekstrar- og umhirðu.
21. Friggjarbrunnur 17-19 (02.693.504) 205773 Mál nr. BN048225
Rafsveinn ehf, Brúnastöðum 59, 112 Reykjavík
Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf í lagnarými og innrétta tómstundarými í kjallara parhúss á lóð nr. 17-19 við Friggjarbrunn.
Stækkun: 73,3 rúmm,
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Frostaskjól 25-31 (01.515.103) 105817 Mál nr. BN048344
Inga Rósa Guðmundsdóttir, Frostaskjól 103, 107 Reykjavík
Jóhann Ingi Kristjánsson, Frostaskjól 103, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á suðurhlið og til að stækka glugga í kjallara raðhúss nr. 25 á lóð nr. 25-31 við Frostaskjól.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð dags. í september 2014.
Stækkun: 17,3 ferm., 49,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01, 02, 03, 04, 05 og 06 dags. 29. september 2014.
23. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN048200
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta sorpflokkunarstöð mhl. 11, steypa veggi, sem afmarka lóð og malbika opna veiðafærageymslu á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Stærðir: 259 ferm., 1.488 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348
Hleðsluhús ehf, Strandgötu 25, 220 Hafnarfjörður
Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er ódags. bréf hönnuðar.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Gvendargeisli 98 (05.135.704) 190266 Mál nr. BN048303
Árný Helga Reynisdóttir, Gvendargeisli 98, 113 Reykjavík
Ómar Gunnarsson, Gvendargeisli 98, 113 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar sem eru að stækka geymslu á kostnað bílskúrs, breyta tveimur herbergjum í eitt, breyta pósti í glugga á vinnuherbergi, fjarlægja lóðavegg og flytja sorp á norðurhlið hússins á lóð nr. 98 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Hamarshöfði 6 (04.061.503) 110625 Mál nr. BN048233
Bifreiðaverkstæði H.P. ehf, Hamarshöfða 6, 110 Reykjavík
Jón Kristleifsson sf., Leiðhömrum 4, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 01 rými 0102 og 0202 og gera það að séreign í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Hamarshöfða.
Kaupafsal dags. 15. mars. 2014 fylgir.
Stækkun millipalls: 53,1 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Háagerði 22 (01.817.402) 108149 Mál nr. BN048337
Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr timbri á steyptum undirstöðum, veggir eru klæddir með múrklæðningu að utan og gifsi að innan, en bárujárn er á þaki, sbr. fyrirspurn BN048092, við einbýlishús á lóð nr. 22 við Háagerði.
Stærðir: 35 ferm., 151,6 rúmm.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21.8. 2014, fylgir fyrirspurn.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu Vísað er til uppdráttar nr. 51-100 dags. 18. september 2014.
28. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN048349
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö reiðhjólaskýli úr stáli, timbri og gleri á steyptum stoðvegg sunnan við suðurhlið G álmu við Borgarspítalann, mhl. 17 og 18 á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Stærðir samtals: 43,4 ferm., 84,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Hólavað 1-11 (04.741.103) 198824 Mál nr. BN048304
Páll Sigurðsson, Hólavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þakskyggni fyrir ofan inngang á norð-austur hlið raðhússins á lóð nr. 1- 11 við Hólavað.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 20. september 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Hraunbær 102C (04.343.301) 111081 Mál nr. BN048157
Margrét H Indriðadóttir, Hlíðarbyggð 31, 210 Garðabær
Sjúkraþjálfunin Heil & Sæl ehf., Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í mhl. 05 rými 0001 og 0101 í íbúð í húsinu á lóð nr. 102C við Hraunbæ.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Hraunbær 119 (04.340.002) 188374 Mál nr. BN048308
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
D-1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar á erindi BN0 ???? vegna lokaúttektar á húsinu á lóð nr. 119 við Hraunbæ.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hverafold 5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN048352
Tónlistarskólinn í Grafarvog eh, Hverafold 1-5, 112 Reykjavík
Strandaverk ehf., Lyngrima 5, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum á innréttingum Tónlistarskóla Grafarvogs í húsi á lóð nr. 5 við Hverafold.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hverfisgata 68A (01.173.005) 101496 Mál nr. BN048336
Tsvetan Petrov Dinkov, Skriðustekkur 10, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki á ósamþykktri íbúð, 0002, í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 68A við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29.9. 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Hæðargarður 3A (00.000.000) 108118 Mál nr. BN048330
Guðrún Anna Pálsdóttir, Hæðargarður 3a, 108 Reykjavík
Kristín Salóme Karlsdóttir, Hæðargarður 3a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta steyptra vegga við eldhús í íbúð 3A í fjölbýlishúsi á lóð nr 1 - 27 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10.9. 2014.
Gjald kr 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN048171
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús fyrir 40 gesti í flokki ? teg, ? í rými 0003 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048268
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þrjú steinsteypt sorp- og hjólaskýli, mhl. 02, 03 og 04 á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Sjá erindi BN146249.
Mhl. 02, B-rými: 38,1 ferm., 85,6 rúmm.
Mhl. 03, B-rými: 27,4 ferm., 66,1 rúmm.
Mhl. 04, B-rými: 25,9 ferm., 61,8 rúmm., A-rými: 1,2 ferm., 3,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN047807
Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum, Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti.
Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014.
Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 29. september 2014 og bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. félagið-eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2014 og eldvarnaskýrsla dags. í júní 2014.
Stærðir stækkun brúttó: 66,6 ferm., 220,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Í Úlfarsárlandi 123800 (00.074.001) 173282 Mál nr. BN048328
Fjarskipti hf., Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að girða með 1 meters hárri netgirðingu kring um fjarskiptamannvirki vegna geislunarvarna við tækjahús Vodafone á toppi Úlfarsfells á lóð 173282.
Meðfylgjandi er bréf frá Geislavörnum dags. 27.8. 2014 og bréf frá Vodafone dags. 26.9. 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Milli funda.
39. Jafnasel 2-4 (04.993.102) 113283 Mál nr. BN048338
Festi fasteignir ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja útloftunarrör utan á húsið og til breytinga innanhúss sem felast í að sett er upp lyfta , starfsmannarými ásamt matvælavinnslu er flutt í kjallara og fyrirkomulagi baksviðs á 1. hæð er breytt í verslun á lóð nr. 2-4 við Jafnasel.
Gjald kr. 9.500]
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
40. Karfavogur 25 (01.441.211) 105452 Mál nr. BN048340
Daði Hannesson, Karfavogur 25, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá erindi BN045970, og til að lengja kvist á einbýlishúsi á lóð nr. 25 við Karfavog.
Stækkun 5,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048348
Eignarhaldsfélag B og G ehf, Mánatúni 4, 105 Reykjavík
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um smávægilega innréttingabreytingu á einingu 126 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4 - 12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf vegna brunavarna dags. 30.9. 2014 og heimild til að leggja þetta erindi fyrir til samþykktar dags. 1.10. 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048278
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í einingu S-277-2, að stúka af lager, koma fyrir snyrtingu og kaffiaðstöðu og stúka af sameiginlegan bakinngang, sem tengist S-277 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er fylgiskjal yfir eldvarnir frá Verkís dags. 16. september 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Lambhagavegur 6 (02.641.102) 211671 Mál nr. BN048281
Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046512 þar sem ýmsar breytingar koma fram, þar á meðal stækkun og hækkun á húsinu á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.
Ljósrit af umsókn með undirskrift umsækjanda. Varmataps útreikningar dags. 12. september 2014 og bréf frá hönnuði um breytingar á byggingu dags. 12. september 2014
Stækkun: 2,3 ferm., 1,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
44. Langholtsvegur 151 (01.442.117) 105504 Mál nr. BN048302
Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Langholtsvegur 151, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðri íbúð í kjallara, sbr. fyrirspurn BN048161, íbúðarhúss á lóð nr. 151 við Langholtsveg.
Íbúðarhluti 202-2821 er óbreyttur, íbúðarhlutar 202-2822, 2823 og 2824 sameinast í einn. Skv. þjóðskrá eru skráðar þrjár íbúðir í húsinu síðan 1948. Áður gerð íbúð sbr. byggreglg. fyrir 1979, grein 96. (lítillega niðurgrafið leyft).
Stærðir: mhl. 1 - 222,4 ferm., 686,2 rúmm.
mhl. 2 - 32 ferm., 83,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN048351
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á hæðakótum gólfa á 2. og 3. hæð viðbyggingar, sjá erindi BN047130, við hús á lóð nr. 19-19B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN047469
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir framreiðslueldhúsi fyrir veitingahús í flokki II teg. A á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
47. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN048284
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á hæðakótum gólfa um 5-10 sentimetra og til að breyta fyrirkomulagi í starfsmannarými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 17 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Lokastígur 3 (01.181.216) 101770 Mál nr. BN048173
Einar Sörli Einarsson, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík
Guðrún Gunnarsdóttir, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík
actacor ehf., Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja við kjallara til austurs, byggja útigeymslu norðvestan húss og byggja svalir á norður- og austurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 3 við Lokastíg.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. júlí 2014 ásamt samþykki eigenda Lokastígs 2 og 5, Skólavörðustígs 22A, Þórsgötu 1, Týsgötu 3 og sumra eigenda Týsgötu 1 og Skólavörðustígs 22.
Einnig fylgir brunahönnun dags. 9. september 2014.
Stækkun mhl. 01: 82 ferm., 230 rúmm.
Mhl. 02: 6 ferm., 15,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN048342
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í rými 0104 í verslunarhúsi, mhl. 02, á lóð nr. 2-6 við Lóuhóla.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
50. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN047983
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga á bakhlið og breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3 hæð, fjarlægð eru eldhús, borðstofa og dagstofa og innréttuð herbergi í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Með vísa til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
51. Mjóstræti 3 (01.136.539) 100628 Mál nr. BN048354
Vinaminni ehf., Mjóstræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á íbúð 0001 og geymslum í kjallara hússins á lóð nr. 3 við Mjóstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30.9. 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Mýrargata 25 (01.130.203) 222565 Mál nr. BN048298
Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta spennistöð með timburþaki á lóð nr. 25 við Mýrargötu.
Stærðir: 23,8 ferm., 113,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Njálsgata 51 (01.190.126) 102401 Mál nr. BN048345
Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, Njálsgata 51b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til framkvæmda og frágangs á lóð og lóðamörkum við einbýlishúsið á lóð nr. 51 við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki sumra nágranna.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047516
BP Eignir ehf., Þrastarhöfða 55, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta hæð og ris með kvistum á götuhlið, byggja svalir á garðhlið og innrétta tvær nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 78 við Njálsgötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.
Meðfylgjandi er umboð eiganda.
Stækkun: 97,7 ferm., 269,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrú til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 102 dags. 3. apríl 2014.
55. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN048201
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta umbúðageymslu og frystivélahús, mhl. 05, sem verður byggt við mhl. 01 og til að koma fyrir Ammoníakstanki, mhl. 07, safntanki mhl. 08 og olíuskilju, mhl. 06 á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Erindinu fylgir útreikningur af varmatapsramma dags 24. september 2014, einnig jákvæð umsögn frá matvælastofnun dags 2. október 2014.
Mhl. 05 umbúðageymsla og frystivélahús: 1.745 ferm., 9.237,5 rúmm.
Mhl. 06 Olíuskilja: 5,5 ferm., 4,9 rúmm.
Mhl. 07 Ammoníakstankur: 13,1 ferm., 22,7 rúmm.
Mhl. 08 Safngeymir (Kodens tankur): 22,9 ferm., 79,8 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Nönnugata 8 (01.186.103) 102224 Mál nr. BN048339
Sölvi H Blöndal, Nönnugata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta svala á 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 8 við Nönnugötu.
Stækkun: 6 ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
57. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN048347
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, hækka þak, byggja svalir og innrétta íbúðarherbergi í risi íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns dags. 16. september 2014.
Stækkun: 47,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048350
Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til lítils háttar breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN046537, m. a. er þak viðbyggingar lækkað lítillega og loftræsirörum fjölgað í þrjú í hóteli á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Minnkun: 6,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048072
Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á hönnun á byggingartíma, sjá BN046537, á 1. hæð og í kjallara Hótel Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. ágúst 2014.
Minnkar um 46,6 ferm og 980,5 rúmm.
Stærð nú:4.940,8 ferm., 18.323,7 rúmm.
B-rými: 57,8 ferm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
60. Ránargata 29A (01.135.207) 100456 Mál nr. BN048237
Black Sheep ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í tveimur svefnherbergum og tveimur vinnuherbergjum í kjallara, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu.
Bréf frá Nordik Lögfræðiþjónustu dags. 9. september 2014 og umsögn frá Minjastofnun Íslands dags. 18 september 2014 fylgir.
Stækkun rúmm. 8,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
61. Síðumúli 23 (01.295.105) 103837 Mál nr. BN048355
BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð, loka á milli framhússins við Síðumúla og bakhúss við Selmúla, í húsi á lóð nr. 23 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN048346
Festi fasteignir ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að þar sem innréttaður var lager á 2. hæð verða skrifstofur og kaffistofum og búningsherbergjum sömuleiðis breytt sem og rýmingarleiðum í vöruhúsi á lóð nr. 2 við Skarfagarða.
Stækkun: 31,9 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Skipholt 50D (01.254.102) 103468 Mál nr. BN048325
Húsfélagið Skipholti 50d, Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóðamörkum milli lóða nr. 50 C og D við Skipholt.
Meðfylgjandi er samþykki húsfélagsfundar Skipholts 50C, en húsfélagið 50 d leggur málið fyrir.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
64. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN048008
K16 ehf, Kárastíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á samþykktu erindi BN036214 þar sem steyt er yfir loft og það tekið í notkun í nr. 18, breytt er notkun F rýmis í A rými, svalir stækkaðar í báðum íbúðum, útitröppur stækkaðar og fluttar nær lóðarmörkum og flytja staðsetningu á sorpi nær lóðarmörkum á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu.
Stækkun vegna lofts yfir bílskúr XX ferm og F rými breytist í A rými XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014.
65. Þorláksgeisli 2-4 (04.133.202) 190364 Mál nr. BN048307
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steypu og timbri á einni hæð, einangrað og klætt að utan, fimm íbúða sambýli fyrir einhverfa ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk á lóð nr. 2-4 við Þorláksgeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Meðfylgjandi eru útreikningar á heildar varmatapsramma.
Stærðir: 436,4 ferm., 1.636,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Fyrirspurnir
66. Faxaskjól 22 (01.532.114) 106191 Mál nr. BN048323
Matthías Ásgeirsson, Skildinganes 20, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Faxaskjól.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
67. Háaleitisbraut 87 (01.291.503) 103781 Mál nr. BN048280
Bjarni Pétursson, Núpalind 8, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í flokki ? teg. ? í einbýlishúsi á lóð nr. 87 við Háaleitisbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki aðalskipulagi Reykjavíkur.
68. Safamýri 89 (01.284.305) 103730 Mál nr. BN048279
Bjarni Pétursson, Núpalind 8, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í húsi á lóð nr. 89 við Safamýri.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki aðalskipulagi Reykjavíkur.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:59
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson Óskar Torfi Þorvaldsson
Karólína Gunnarsdóttir Eva Geirsdóttir