No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 09.13, var haldinn 7. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12- 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US130048
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs
Karl Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 9:16
Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 9:26.
Steinþór Einarsson skrifst.stj. ÍTR kynnti
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og Fulltrú Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson bókuðu:
“ Fulltrúar Besta Flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Hreyfingarinnar Græns Framboðs í umhverfis og skipulagsráðs fagna skýrslu þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar. Niðurstöður hennar falla vel að þeirri stefnu sem tekin er í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Við teljum að sú áætlun sem kynnt er í skýrslunni verði til þess að auka lífsgæði borgarbúa og efla sérstöðu borgarinnar. Sundlaugarnar eru og verða ein dýrmætasta sameign Reykvíkinga.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
(D) Ýmis mál
2. Öskjuhlíð, fagsamkeppni um skipulag (01.76) Mál nr. SN130080
Kynnt forsögn að samkeppnislýsingu um rammaskipulag Öskjuhlíðar ásamt afmörkun skipulagssvæðisins dags. 6. febrúar 2013, jafnframt kynnt tillaga að skipan dómnefndar.
Hlín Sverrisdóttir verkefnastjóri kynnti
Samþykkt.
(A) Skipulagsmál
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. febrúar 2013.
(B) Byggingarmál
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 719 frá 19. febrúar 2013.
5. Lækjargata MR, Þingholtsstræti 18, endurgerð austur- og vesturhlið (01.180.001) Mál nr. BN045277
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2012 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Erindi var grenndarkynnt frá 14. desember 2012 til og með 15. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir, Sigurður Björnsson f.h. íbúa við Þingholtsstræti dags. 14. janúar 2013. Erindi fylgir bréf frá rektor dags. 4. október og greinargerð hönnuðar dags. 8. nóvember 2012. Einnig er lagt fram bréf íbúa Þingholtsstrætis 13 og 17 dags. 13. september 2012.
Frestað
Margrét Þormar verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
6. Laugavegur 12, (fsp) rekstrarleyfi í flokki III (01.171.4) Mál nr. SN130017
Gústav Axel Gunnlaugsson, Háagerði 4, 640 Húsavík
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2013 var lögð fram fyrirspurn Gústavs Axels Gunnlaugssonar dags. 8. janúar 2012 varðandi rekstrarleyfi í flokki III að Laugavegi 12. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2013 samþykkt
(D) Ýmis mál
7. Betri Reykjavík, Hjólamerkingar við stór gatnamót Mál nr. US130052
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd janúarmánaðar 2013 á samráðsvefnum Betri Reykjavík og kom úr málaflokknum Samgöngur #GLHjólamerkingar við stór gatnamót#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013 samþykkt.
8. Betri Reykjavík, Göngustígur frá Grafarvogi yfir í Korputorg Mál nr. US130051
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í málaflokknum samgöngur á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2013 #GLGöngustígur frá Grafarvogi yfir í Korputorg#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað
9. Betri Reykjavík, Gönguljós á Snorrabraut Mál nr. US130050
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar 2013 á samráðsvefnum og er úr málaflokknum samgöngur á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2013 #GLGönguljós á Snorrabraut#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013 samþykkt.
10. Betri Reykjavík, Ljós á göngustíga við Seláshverfi og Norðlingaholt Mál nr. US130049
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í málaflokknum Framkvæmdir á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2013 #GLLjós á göngustíga við Seláshverfi og Norðlingaholt#GLásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2013 samþykkt.
11. Betri Reykjavík, Breyta bílastæði 10-11 við Laugalæk í torg Mál nr. US130053
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum skipulag frá 31. janúar 2013 #GLBreyta bílastæði 10-11 við Laugalæk í torg#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2013 samþykkt.
Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
12. Betri Reykjavík, Opna hverfiskaffihús í Vesturbænum Mál nr. SN130086
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Ýmislegt frá 31. janúar 2013 #GLOpna hverfiskaffihús í Vesturbænum #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2013 samþykkt.
Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
13. Fundargerðir Sorpu bs., Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 313 frá 11. febrúar 2013.
14. Strætó bs., leiðarkerfisbreytingar 2014 Mál nr. US130059
Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 4. febrúar 2013 varðandi leiðarkerfisbreytingar hjá Strætó árið 2014.
Samþykkt að óska eftir umsögn hverfaráða Reykjavíkur.
15. Nýbyggingarhverfi 2013, gönguleiðir og ræktun Mál nr. US130066
Kynntar framkvæmdir í nýbyggingarhverfum vegna gönguleiða og ræktunar.
Umhverfis og skipulagsráðs gerir ekki athugasemdir við kynninguna
Vísað til borgarráðs.
Ámundi V. Brynjólfsson skrifst.stj. sat fundinn undir þessum lið.
16. Laugavegur, Bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur Mál nr. US130047
Íbúasamtök Miðborgar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur dags. 23. janúar 2013 varðandi tillögu þeirra að breyttri skipan umferðarmála við Laugarveg. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. febrúar 2013 samþykkt.
17. Laugavegur, Bréf íbúasamtaka miðborgar Mál nr. US130064
Íbúasamtök Miðborgar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf íbúasamtaka miðborgar dags. 23. janúar 2013 varðandi reglur um akstur hópferðabíla um miðborgina.
Frestað.
18. Sniðtalningar, umferðartalningar Mál nr. US130061
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram til kynningar skýrsla umhverfis- og skipulagsráðs dags. í desember 2012 varðandi umferðartalningar í Reykjavík.
Björg Helgadóttir verkefnastjóri kynnti.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:25
19. Umhverfis- og skipulagsráð Samgönguhópur Mál nr. US130062
Lögð fram tillaga um skipan í rýnihóps samgöngutillagna sem koma til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsráði. Í hópinn voru skipuð Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson og Gísli Marteinn
Samþykkt.
19. Gönguleiðir skólabarna og aldraða, váleiðir Mál nr. US130063
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. febrúar 2013 varðandi framkvæmdir á gönguleiðum skólabarna og aldraðra og framkvæmda vegna umferðaröryggis.
Vísað til samgönguhóps umhverfs- og skipulagsráðs.
20. Laugavegur, vinnulag ásamt tillögu vegna samkeppni á göturými. Mál nr. US130057
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram minnisblað ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. febrúar 2013 varðandi vinnulag við samkeppni um skipulag og útfærslu á göturými Laugavegar.
Frestað.
21. Vinnuskólinn 2013, Laun vinnuskólans Mál nr. US130060
Vinnuskóli Reykjavíkur, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf vinnuskóla Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2013 varðandi laun vinnuskólans sumarið 2013.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs
(D) Ýmis mál
22 Umhverfis- og skipulagsráð, kosning varamanns í ráðið Mál nr. US130065
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013, vegna samþykktar borgarstjórnar 5. s.m. á kosningu Reynis Sigurbjörnssonar sem varamanns í umhverfis- og skipulagsráði.
Fundi slitið kl. 13.23
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Torfi Hjartarson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 719. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfab. 12-16/Þönglab. (00.000.000) 111722 Mál nr. BN045589
Faxar ehf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingarverslun sem sérhæfir sig í að gera flatbökur í rými 0106 í húsinu nr. 6 við Þönglabakka á lóð við Álfab. 12-16/Þönglabakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Árland 2-8 (01.854.001) 108772 Mál nr. BN045559
Björn Kristmann Leifsson, Árland 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbygginu undir áður samþykktu þakskyggni við inngang til stækkunar á forstofu og forstofuherbergi og dyr á sorpgeymslu flyst til þannig að hægt verður að opna hana á austur hlið hússins nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Árland.
Stækkun: XX ferm. og XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Ármúli 12 (01.290.201) 103755 Mál nr. BN045382
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN035392 þar sem breytt er brunavarnalýsingu og gerð grein fyrir stækkun, tilkominni vegna endurútreiknaðra stærða í húsinu á lóð nr. 12 við Ármúla.
Stækkun: 240.1 ferm., - 1.399,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Bankastræti 6 (01.170.204) 101332 Mál nr. BN045520
Eldhraun ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stiga milli 1. og 2. hæðar og til að innrétta tvær íbúðir á 3. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 6 við Bankastræti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. febrúar 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
5. Blikahólar 2-12 (04.642.301) 111909 Mál nr. BN045534
Fínverk ehf, Álfkonuhvarfi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að taka hluta burðarveggjar, setja stálbita í staðinn og stækka þar með gat milli stofu og eldhúss í íbúð 301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Blikahóla.
Meðfylgjandi er bréf frá burðarvirkishönnuði dagsett 31.1. 2013 og tölvupóstur frá þeim sama dags. 15.2. 2013 um einangrun og klæðningu bita.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045590
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja framreiðslueldhús og matsal sem einungis tekur við tilbúnum mat úr skrifstofurými 0601 og það rými verður gert aftur að skrifstofurými í skrifstofurými 0902 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bragagata 38 (01.186.630) 102325 Mál nr. BN045059
Íris Sif Ragnarsdóttir, Bragagata 38, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á norðvesturhlið rishæðar (3.h.) hússins á lóðinni nr. 38 við Bragagötu.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2012 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 25. október til og með 22. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun, kvistur 3,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 272
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Eyjarslóð 1 (01.111.502) 100028 Mál nr. BN045316
Sjávarréttir ehf., Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík
Potter ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í sjávarrétta framleiðslu þannig að komið verður fyrir eldhúsi, frysti og vinnslusal í mhl. 02 rými 0101 í húsinu á lóð nr. 1 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Fálkagata 30 (01.553.016) 106530 Mál nr. BN045554
Sindri Sigurðarson, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Dröfn Guðmundsdóttir, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Sigurður Skúli Skúlason, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu listamanna í bílgeymslu og nefna 30B á baklóð húss nr. 30 við Fálkagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð áritað á uppdrátt og bréf umsækjanda ásamt þinglýstum kaupsamningi dags. 12. ágúst 1993.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Fiskislóð 11-13 (01.089.103) 209663 Mál nr. BN045558
FF 11 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN038305 vegna lokaúttektar sem stendur yfir í húsnæðinu á lóð nr. 11-13 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Framnesvegur 68 (01.520.316) 105935 Mál nr. BN045337
Steinunn Þórarinsdóttir, Framnesvegur 68, 101 Reykjavík
Steinunn Thórarinsdóttir slf, Framnesvegi 68, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum,stækkun kjallara að hluta undir upprunalegu húsi og undir allri viðbyggingunni frá 1982 ásamt tilfærslu á nokkrum innveggjum og sótt er um tvær nýjar verandir í og við einbýlishúsi á lóð nr. 68 við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. desember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. desember 2012.
Stækkun 49 ferm., 132 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000 + 11.220
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Frostaskjól 2 (01.516.-99) 105873 Mál nr. BN045349
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja færanlegar stofur: K-39, K-40, K-41, T-19 og T-20 frá Borgarskóla á bílastæði Íþróttahúss KR/Frístundaheimilið Frostheima á lóð nr. 2 við Frostaskjól.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN045602
BK ehf, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokkun veitingahúss úr veitingaflokki I í flokk II í BK veitingastað á fyrstu hæð atvinnuhúss nr. 5 á lóðinni nr. 3-7 við Grensásveg.
Sjá erindi BN040698 frá 24. nóvember 2009 þar sem einnig var sótt um breytingu á veitingaflokki.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Grundarland 10-16 (01.855.001) 108781 Mál nr. BN045596
IP Eignarhald hf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN045057 þar sem veitt var leyfi til að rífa einnar hæðar einbýlishús að hluta og byggja nýtt staðsteypt einbýlishús, með kjallara undir hluta húss og innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu. Aðalbreytingin felst í því að eldra hús og bílskúr verður rifið að fullu og bílgeymsla færist því lítillega til sem sem því nemur og lagnarými verður gert undir bílskúr í húsi nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Grundarland.
Stækkun frá erindi BN045057: 31,8 ferm., 299,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 26.955
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Gylfaflöt 5 (02.575.103) 179187 Mál nr. BN045582
SORPA bs, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045424 þannig að fjarlægt er gólfniðurfall á salerni fatlaða og salerni karla, þar sem gólfniðurfall er á salerni kvenna og opið undir hurðir á hinum salernum í húsinu á lóð nr. 5 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
16. Hallveigarstígur 9 (01.171.211) 101391 Mál nr. BN045535
Þórir Kjartansson, Hallveigarstígur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN042856 þar sem sótt var um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar og fá samþykkta ósamþykkta íbúð 0101 á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 9 við Hallveigarstíg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045137
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. desember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2012 og yfirlýsingu skipulagsráðgjafa Reynisvatnsáss dags. 21. janúar 2013 og nágranna.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 188,9 ferm., 642,4 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 163 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 189 ferm., 642,6 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 89,2 ferm., 2. hæð íbúð 125,1 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 233,7 ferm., 936,7 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 612,6 ferm., 2.222 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 188.845
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Ef gera þarf breytingar á borgarlandi vegna breyttrar staðsetningar á bílastæðum greiðist sá kostnaður af lóðarhafa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Háaleitisbraut 29-35 (01.291.202) 103767 Mál nr. BN045580
Daniela Ilea Gunnarsson, Háaleitisbraut 35, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í kjallara hússins nr.35 á lóðinni nr. 29-35 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN045561
Eignarhaldsfélagið Hnit ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir flóttasvalir og breyta gluggum við innhorni milli vesturálmu og norðurálmu í rými 0201 og 0202 í húsi á lóð nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Samþykki frá aðalfundi húsfélagsins Miðbær sem haldinn var 9. júlí 2012 og bréf frá formanni húsfélgsins dags 23. janúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hátún 14 (01.234.002) 102923 Mál nr. BN045595
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa áhaldageymslu og 60 m bogfimivöll með 400 cm. hárri öryggisgirðingu við enda vallar og 170 cm. á hliðum og neti upp í 4 metra hæð og skothlífum yfir að ofan og jafnframt er fallið frá fyrirhugaðri byggingu á annari hæð yfir anddyri við íþróttahús Íþróttafélags Fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún.
Samhljóðandi erindi, BN039096,var samþykkt 29. september 2009. Meðfylgjandi því erindi er bréf frá arkitekt dags. 4. nóvember 2008 með vísan í erlendar reglur. Einnig minnisblað um öryggismál dags. 6.2. 2013.
Stærðir, stækkun: 21,7 ferm., 60,7 rúmm.
Stærðir samtals fyrir breytingar: 2.052,8 ferm., 10.967,3 rúmm.,
Samtals minnkun: 384,1 ferm., 1.533,2 rúmm.
Samtals stærð eftir breytingar: 1.668,7 ferm., 9.434,1 rúmm.
Gjöld kr. 9.000 + 5.463
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
21. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN045502
Guðmundur H Magnason, Brautarás 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess byggja steinsteypta bílgeymslu, einangraða utan og klædda steinflísum að vesturhlið húss. Jafnframt er sótt um að að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og klæðningu og hækka þak norðurhluta einbýlishúss á lóð nr. 17 við Heiðarbæ, sjá. erindi BN044701 sem samþykkt var 11. september 2012.
Jafnframt er erindi BN045171 fellt úr gildi.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Heiðarbæjar 15 áritað á uppdrátt.
Bílskúr 27,0 ferm. og 84,5 rúmm.,
Stækkun v/hækkunar þaks: xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Hjallavegur 11 (01.353.202) 104241 Mál nr. BN045569
Esjulaug ehf., Vesturási 48, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í íbúð 0102 og sameina hann hluta 1. hæðar, bílskúrshurð er lokað og glugga bætt við, stiga milli 1. og 2. hæðar er lokað, svalahurð bætt við á austurhlið og gluggum breytt skv. núverandi útliti í húsi á lóð nr. 11 við Hjallaveg.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Óheimilt að breyta bílskúr í íbúð.
23. Hólmgarður 36 (01.819.201) 108255 Mál nr. BN045069
Dagbjört Einarsdóttir, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð og koma fyrir svölum á annarri og þriðju hæð suðurhliðar hússins á lóðinni nr. 36 við Hólmgarð.
Samþykki meðeigenda dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð 54,9 ferm. og 106,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.087
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hólmgarður 38 (01.819.202) 108256 Mál nr. BN045068
Auður Gréta Óskarsdóttir, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð og koma fyrir svölum á annarri og þriðju hæð suðurhliðar hússins á lóðinni nr. 36 við Hólmgarð.
Samþykki meðeigenda dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð 54,9 ferm. og 106,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.087
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Hverfisgata 33 (01.151.507) 101012 Mál nr. BN045592
Brennheitt ehf, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II/III fyrir 75 gesti á 1. hæð og í kjallara og fyrir útiveitingar á sumrin fyrir 25 gesti við vesturhlið húss á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
26. Hyrjarhöfði 2 (04.060.301) 110596 Mál nr. BN045578
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta sjö sjálfstæð iðnaðarbil með millilofti og breyta gluggum í iðnaðarhúsi á lóð nr. 2 við Hyrjarhöfða.
Stærðir brúttó: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx rúmm.
Samtals xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN045456
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044864, að rennihurð komi í stað hurðar á lömum, sturta starfsfólks færð og handlaug bætt við í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 2-6 Kirkjustétt.
Bréf frá hönnuði dags. 11. janúar 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Krókháls 16 (04.143.101) 192649 Mál nr. BN045585
Baldurshagi ehf, Krókhálsi 16, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum ásamt gestasnyrtingu og sturtu í verkstæðishúsinu á lóðinni nr. 16 við Krókháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Langholtsvegur 27 (01.357.011) 104400 Mál nr. BN045427
Jón Ingi Friðriksson, Langholtsvegur 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Langholtsveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045591
Hilda ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta móttöku (fyrir gistiheimili á efri hæðum) og veitingastað í flokki ? á 1. hæð, gera stiga milli kjallara og 1. hæðar, skyggni yfir inngang og til að breyta innra skipulagi í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
31. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN045384
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Frank Óskar Chatham Pitt, Kópavogsbraut 100, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 2. 3. og 4. hæð í gistiheimili fyrir 37 gesti, innrétta starfsmannaaðstöðu í kjallara og móttöku á fjórðu hæð.
Einnig er gerð grein fyrir núverandi fyrirkomulagi kjallara og 1. hæðar í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN045360 dregið til baka.
Erindi fylgir umboð til hönnuðar dags. 5. desember 2012 og yfirlýsing um burðarþol dags. 18. desember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
32. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN045438
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir þaksvalir, setja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.
Erindi fylgir minnisblað frá Almennu verkfræðistofunni um ástand steyptra veggja dags. 23. janúar 2013.
Stækkun: 35 ferm., 1.932,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 173.889
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN045542
Eignanaust ehf., Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
B. Baldursson slf, kjalarvogi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um að breyta veitingaleyfi úr flokki II í flokk III í veitingastað á lóð nr. 24 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN045340
Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi eldhúss og flóttaleiðar í kjallara, stækka gistiheimili en minnka sem því nemur verslunarrými á fyrstu hæð, breyta fyrirkomulagi við aðalinngang á fyrstu hæð og koma fyrir opnanlegum fögum í gluggum á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 74 við Laugaveg.
Um er að ræða gistiheimili í flokki V.
Kaffihús á fyrstu hæð er í flokki II, hámarksgestafjöldi kaffihússins er 50 manns.
Samþykki nágranna Laugavegi 72 (á teikn., vantar tvo) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN043614
Uppsalamenn ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Ofjarl ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sjónlinsur ehf, Kringlunni 7, 123 Reykjavík
John Barry William S Noble, Bretland, Josephine Margaret Noble, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN031888 með breyttu fyrirkomulagi brunavarna og innra fyrirkomulagi í íbúð 0202 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN045553
Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins Búálfurinn (rými 01-16) í húsi nr. 2-4 á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla.
Um er að ræða veitingastað í flokki III. Hámarksfjöldi gesta er 45 manns skv. uppdráttum.
Leyfisbréf dags. 19. janúar 2009 fylgir erindinu..
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN045560
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri og klæða að utan með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Stækkun: 34,8 ferm., 242,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 21.807
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
38. Njálsgata 52A (01.190.305) 102438 Mál nr. BN045555
Frosti Friðriksson, Njálsgata 52a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja í 1. áfanga svalir á annarri hæð og setja þar hurð í staðinn fyrir glugga, sbr. fyrirspurn BN045336, 2. áfanga er sótt um að byggja kvist á báðum þakhliðum eins og samþykkt var 27. júlí 1989 á húsinu á lóð nr. 52 við Njálsgötu.
Fyrirspurn BN045555 fylgir erindinu dags. 11. des. 2012.
Stækkun: 10,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 972
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar A-0201 dags. 28. janúar 2013.
39. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN045550
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að að byggja svalir á suðurhlið, breyta gluggasetningu kvista og breyta innra skipulagi íbúðar 0301 á annarri og þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 1 við Óðinsgötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Sigluvogur 8 (01.414.113) 105108 Mál nr. BN045357
Guðmundur Ingi Jónsson, Sigluvogur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041367 þar sem breytt er byggingarefni skyggnis, glugga bætt við í hjólageymslu í kjallara og að steypa lágan garðvegg á lóðarmörkum á lóð nr. 8 við Sigluvog.
Bréf frá hönnuði dags. 10. des. 2012 og samþykki eigenda á nr. 10 við Sigluvog dags. 10. jan. 2013 fylgir.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Sigtún 45 (01.365.113) 104680 Mál nr. BN045568
C3 ehf., Lækjargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 0001, baðherbergi breytt, geymslu sem er innan íbúðar breytt í herbergi og hurðargat inn í stofu stækkað í húsinu á lóð nr. 45 Sigtún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN045583
Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rými ?? í mhl. ?? þannig að inni á lagersvæði verða settar snyrtingu, ræstiherbergi, kaffiaðstöðu og skrifstofurými í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Skipasund 34 (01.357.111) 104422 Mál nr. BN045464
Arnar Halldórsson, Skipasund 34, 104 Reykjavík
Vegna eignaskiptasamnings er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi tvíbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Skipasund.
Samþykki meðeigenda dags. 23. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Skipholt 50A (01.254.001) 103465 Mál nr. BN045588
Vesturbakki ehf., Ofanleiti 27, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði 0201 á annari hæð í tvær íbúðir, breyta innréttingum og gera hurð út og svalir yfir sorpgeymslu fyrir íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 50A við Skipholt.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045501
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og til að breyta þremur gluggum/svalahurðum á íbúð 1701, mhl. 10 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045503
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss í íbúð 1801 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Skúlagata 4 (01.150.301) 100968 Mál nr. BN045510
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4), Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, sjá BN043581, breytt verður innra skipulagi, komið fyrir nýrri útgönguleið á norðvesturhlið og einangrun í þaki yfir 1. hæð verður minnkuð í húsi á lóð nr. 4 við Skúlagötu.
Bréf frá hönnuði dags. 14. janúar 2013 og útreikningur á kólnunartölum frá verkfræðistofunni Ferli dags. 12. október 2011 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
48. Smiðshöfði 6 (04.061.301) 110610 Mál nr. BN045377
Íslensk Orkuvirkjun Seyðisf ehf, Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01 og 02, breyta akstursdyrum á vesturhlið, minnka milligólf og breyta innveggjum í húsinu á lóð nr. 6 við Smiðshöfða.
Kaupsamningur (ekki þinglýstur) dags. 16. nóvember 2012 og samþykki Íslandsbanka ódags. fylgir erindi.
Minnkun millipalls: 171,8 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Sæviðarsund 43-45 (01.411.205) 180197 Mál nr. BN045412
Lilja Valsdóttir, Sæviðarsund 43, 104 Reykjavík
Örn Gíslason, Sæviðarsund 43, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN037778 þar sem sótt var um að afmarka hluta byggingarleyfis sbr. erindi BN036764 samþ. 13.11.2007 fyrir viðbyggingu við raðhús á lóð nr. 43 við Sæviðarsund.
Samþykki eigenda Sæviðarsunds 45 fylgir.
Stærðir 17,6 ferm., 53,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.565
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN045587
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja innri stiga milli 2. og 3. hæðar, innrétta kaffieldhús í fundaherbergi á 2. hæð auk breytinga á léttum innveggjum í borgarskrifstofum í húsi á lóð nr. 12 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN045526
Harlem ehf., Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar veitingastaðar í flokki III þar sem komið er fyrir salerni, inndregin verönd sem samþykkt var 31. maí verði minnkuð og komið verður fyrir búningsherbergi þar sem sviðið var og það flutt til í húsinu á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
52. Tunguháls 10 (04.329.201) 179475 Mál nr. BN045581
Hólmsteinn Helgason ehf, Hafnarbraut 6, 675 Raufarhöfn
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045386 þar sem glerveggur er fjarlægður, veggur á milli fundaraðstöðu og kaffistofa færist til og skjalageymsla minnkar í rými 0202 í húsi á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
53. Úlfarsbraut 42-44 (02.698.306) 205717 Mál nr. BN045348
Björn Friðþjófsson, Krókamýri 8, 210 Garðabær
Elías Óskar Illugason, Breiðvangur 19, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN035736 þannig að einangrað verður að innanverðu, þakhalli minnkaður og hæð glugga á efri hæð verða minnkuð í húsinu á lóð nr. 42-44 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Vitastígur 14A (01.190.018) 102356 Mál nr. BN044570
Halla Dögg Másdóttir, Ásabraut 6, 240 Grindavík
Sótt er um samþykki fyrir afmörkun tveggja séreigna á fyrstu hæð, breyttu innra skipulagi íbúðar á annarri hæð, áður gerðri íbúð á rishæð og áður gerðum kvistum á vesturþekju húss nr. 14A á lóðinni nr. 14-14A við Vitastíg.
Jafnframt er erindi bn036156 dregið til baka.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 15. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (vantar einn) dags. 18. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Virðingargjarðir dags. 17.03.1923 og 29.04.1967 fylgja erindinu.
Nýjar skráningartöflur vegna matshluta 02 (íbúðarhúsið sem erindið fjallar um) og matshluta 03 (geymsluskúr) fylgja erindinu.
Afsalsbréf dags. 9. febrúar 1933 (geymsluskúr), 9. júní 1978 (herbergi á 1. hæð), 9. júní 2011 (ósamþ.íbúð á 1.h.), 14. nóvember 1996 (íbúð á 2.h.) og 18. mars 1971 (íbúðareign á rishæð) fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Vogasel 9 (04.930.305) 112827 Mál nr. BN045594
Valgeir Sigurðsson, Vogasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, 1. og 2. hæðar (sem er rishæð), komið er fyrir nýjum millipalli, hringstiga frá vinnustofu upp á 1. hæð, stigi milli 1. og 2. hæðar færður til og komið fyrir 4 þakgluggum á einbýlishús á lóð nr. 9 við Vogasel.
Millipallur stækkun: XX ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Þingholtsstræti 21 (01.180.102) 101678 Mál nr. BN045586
VB Bakki ehf., Sigtúni 3, 800 Selfoss
Sótt er um leyfi til að byggja pall við norðausturhlið, gera nýjar dyr úr hjólageymslu á götuhæð, skipta í tvær íbúðir og færa til upprunalegs horfs útlit einbýlishúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur og Minjastofnunar Íslands dags. 15. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
57. Þórufell 2-20 (04.682.101) 112292 Mál nr. BN045599
þórufell 2-20,húsfélag, Þórufelli 16, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka svalahandrið í 120 cm og klæða þau að utan samfara múrviðgerðum og gluggaskiptum, einnig er sótt um að koma reyklúgu fyrir í stigagangi og loka svölum 95#PR með ál/glerkerfi á íbúðum í húsi nr.6, 203 og 403, nr. 16, 201 og 303, nr. 18 nr. 303 og 403 og í nr. 20, 201, 301, 302, 304, 401 og 403 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-20 við Þórufell.
Stærðir: svalir nr. zz og xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
58. Þorragata 1 (01.635.709) 106699 Mál nr. BN045613
Sælutröð,dagvistunarfélag, Þorragötu 1, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Þorragata 1 (staðgr. 1.635.709, landnr. 106699), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 11. 2. 2013.
Lóðin Þorragata 1 (staðgr. 1.635.709, landnr. 106699) er talin 1988 m², lóðin reynist 1989 m², bætt er við lóðina 114 m² frá lóð með landnr. 106688. 114 m²
Lóðin Þorragata 1 (staðgr. 1.635.709, landnr. 106699) verður 2103 m². 2103 m²
Lóð með landnr. 106698, eignaðist Reykjavíkurborg árið 1944, sem var þá að stærð 5050 m², nú þegar hafa 1989 m² verið teknir af lóðinni og lagðir undir Þorragötu 1, nú eru 114 m² teknir af lóðinni og bætt við Þorragötu 1 Lóðin með landnr. 106698, verður 2947 m².
Sbr. samþykkt skipulagsráðs, dags. 05. 12. 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
59. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN045512
Freyr Frostason, Brúnastekkur 10, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingahús á fyrstu hæð og hótel á efri hæðum hússins á lóðinni nr. 16 við Austurstræti.
Bréf hönnuðar dags. 24. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
60. Ásvallagata 48 (01.139.118) 100763 Mál nr. BN045593
C3 ehf., Lækjargötu 2, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi fjögurra hæða fjölbýlishús með kjallara sbr. fyrirspurn BN035809, á lóð nr. 48 við Ásvallagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
61. Brautarholt 29 (01.251.001) 103432 Mál nr. BN045492
Sjómannaheimilið Örkin, Brautarholti 29, 105 Reykjavík
Spurt er hvort left yrði að byggja þriggja hæða viðbyggingu með 23 gistiherbergjum að suðurhlið Færeyska sjómannaheimilisins á lóðinni nr. 29 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Stærð viðbyggingar er u.þ.b. 760 fermetrar.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
62. Dunhagi 23 (01.553.019) 106533 Mál nr. BN045530
Valur Hlíðberg, Dunhagi 23, 107 Reykjavík
Vegna sérstakra aðstæðna er spurt hvort leyft yrði að breyta skráningu bílgeymslu þannig að hún verði skráð sem íbúðarherbergi í húsinu nr. 23 við Dunhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 , enda verði sótt um byggingarleyfi.
63. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN045527
Kristján Magnússon, Klukkuberg 26, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja krá í veitingaflokki III í húsinu nr. 4 á lóðinni nr. 2-8 við Eddufell.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.
64. Grenimelur 28 (01.540.217) 106286 Mál nr. BN045566
Berglind Hilmarsdóttir, Núpur 3, 861 Hvolsvöllur
Vegna lekavandamála og fyrirhugaðra þakviðgerða er spurt hvort leyft yrði að fjarlægja skorstein hússins á lóðinni nr. 28 við Grenimel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
65. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN045600
Lára Björk Hördal, Vesturgata 20, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt yrði risíbúð í tvíbýlishúsi á lóð nr. 68 við Hjallaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
66. Hæðargarður 28 (01.818.106) 108181 Mál nr. BN045574
Unnur Björk Hauksdóttir, Hæðargarður 28, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að færa baðherbergi, herbergi og opna á milli eldhúss og stofu í íbúð 0101 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 28 við Hæðargarði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
67. Krókháls 9 (04.141.201) 200478 Mál nr. BN045608
Sigmar Helgi Gunnarsson, Unnarbraut 28, 170 Seltjarnarnes
Spurt er hvort staðsetja megi gokart braut tímabundið á efri helmingi lóðar Bílabúðar Benna nr. 9 við Krókháls.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
68. Laufásvegur 10 (01.183.401) 101961 Mál nr. BN045577
Hermína Anna Guðbrandsdóttir, Bandaríkin, Jóhann Emilsson, Bandaríkin, Spurt er hvort leyfi fengist til að opna á milli tveggja stofa og stækka baðherbergið inn í stofu í íbúð 0202 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Laufásveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
69. Laugarnesvegur 34 (01.360.401) 104527 Mál nr. BN045528
Hanna Valdís Guðmundsdóttir, Laugarnesvegur 34, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við bílskúr húss á lóð nr. 34 við Laugarnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
70. Laugavegur 30B (01.172.212) 101467 Mál nr. BN045584
Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gistiheimili í húsinu á lóðinni nr. 30B við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
71. Lækjarás 9 (04.375.305) 111420 Mál nr. BN045570
Hermann Hreiðarsson, Bretland, Spurt er hvort leyft yrði að stækka hluta efri hæðar um 1,5 m til norðurs og stækka þannig um 11 fermetra einbýlishús á lóð nr. 9 við Lækjarás.
Erindi fylgir samþykki flestra lóðarhafa við Lækjarás og eins lóðarhafa við Kleifarás.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
72. Malarhöfði 10 (04.055.401) 110553 Mál nr. BN045567
Sigurdór Bragason, Hvannarimi 10, 112 Reykjavík
Spurt er hvort nýta megi ca 6000 fermetra fyrir 3-4 bílasölur með stöðuleyfi fyrir 3-4 60 ferm. aðstöðuhús á lóðinni nr. 10 við Malarhöfða.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
73. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN045485
Jóhanna Norðdahl, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tæplega fimmtíu fermetra bílskúr á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012 (v. fyrri fyrirspurn) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013. Sækja þarf um byggingarleyfi.
Fyrirspurnir
74. Rekagrandi 2-10 (01.512.201) 105768 Mál nr. BN045575
Berglind Sigurðardóttir, Rekagrandi 10, 107 Reykjavík
Spurt er hvort fjarlægja megi hluta af steyptum vegg milli eldhúss og stofu í íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Rekagranda.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 12.20.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir