Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 79

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 24. september kl. 09:05, var haldinn 79. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Páll Hjalti Hjaltason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Svafar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Björn Stefán Hallsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir. 

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

 (E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Elliðaárdalur, hjóla- og göngustígur og brú yfir Elliðaár Mál nr. US130123

Kynning á hjóla- og göngustíg yfir Elliðaárdal og brú yfir Elliðaár.

Samþykkt til fullnaðarhönnunar.

Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundinum kl. 09:14.

2. Geirsgata, breyting á umferð Mál nr. US140150

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. september 2014 um breytingu á umferð á Geirsgötu.

Kynnt.

(A) Skipulagsmál

3. Laugarás, reitur 1.381, breyting á deiliskipulagi (01.381) Mál nr. SN140132

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsbústaða hf. dags. 27. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins og aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf. dags 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 5. maí til og með 16. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eigendur og íbúar að Vesturbrún og Austurbrún dags. 14. júní 2014 og Jóhann G. Jóhannsson dags. 16. júní 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2014.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Börkur Gunnarsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

4. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131. Lögð var fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: " Í því skyni að ná meiri sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit er lagt til að skoðað verði hvort unnt sé að koma byggingunni fyrir á nýjum og betri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar." Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins. Einnig er lögð fram umsögn eigna og atvinnuþróunar dags. 29. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september samþykkt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 795 frá 23. september 2014. 

6. Þórunnartún 4, Viðbygging - hótel (01.220.004) Mál nr. BN047985

Þórunnartún 4 slf., Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið, byggja inndregna 5. hæð ofan á og til að innrétta gististað með 93 herbergjum í flokki V, teg. a á lóð nr. 4 við Þórunnartún. Einnig er lögð fram umsögn fagrýnihóps ódags.

Stækkun:  1.817 ferm., 5.759,7 rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2014 fylgja með erindinu. Gjald kr. 9.500

Kynnt.

(C) Fyrirspurnir

7. Borgartún 8-16A, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.220.1) Mál nr. SN140465

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Höfðatorgs ehf. dags. 4. september 2014 um að bæta við hæð ofan á hótelbyggingu á lóð nr. 8-16A við Borgartún. 

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

8. Reitur 1.171.1, (fsp) Hljómalindarreitur (01.171.1) Mál nr. SN140388

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. dags 21. júlí 2014 ásamt bréfi dags. s.d. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits. Í breytingunni felst að íbúðir sem samþykktar eru á efstu hæðum húsanna að Hverfisgötu 30, 32 og 34 og íbúð á efstu hæð hússins að Smiðjustíg 4 verði breytt í hótelherbergi.

Sigurður Hallgrímsson frá Arkþing ehf. kynnir.

Frestað.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

9. Ferðavenjukönnun 2014, kynning Mál nr. US140161

Kynning á ferðavenjukönnun 2014.

Kynnt.

10. Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 Mál nr. US140160

Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015.

Kynnt.

11. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í ágúst 2014. 

12. Laufásvegur 2, kæra 98/2014, umsögn (01.183.0) Mál nr. SN140472

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2014 ásamt kæru, dags. 1. september 2014 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa 26. ágúst 2014 á umsókn um byggingarleyfi til að innrétta gististað í flokki I að Laufásvegi 2. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. september 2014.

13. Þórsgata 13, kæra 76/2014, umsögn (01.181.1) Mál nr. SN140386

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. júlí 2014 ásamt kæru dags. 11. júlí 2014 þar sem kærð er synjun borgarráðs 3. júlí s.l. á beiðni um breytingu deiliskipulags vegna Þórsgötu 13. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014.

14. Geirsgata 3, kæra 87/2014, umsögn, úrskurður (01.116) Mál nr. SN140412

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 24. september 2013 um breytta nýtingu á verbúð að Geirsgötu 3 þannig að m.a. verði heimilað að hafa 58 gesti utan húss, breyta gluggum o.fl. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. ágúst 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. september 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa að veita leyfi fyrir breyttri nýtingu á verbúð að Geirsgötu 3.

15. Kjalarnes, Melavellir, kæra 28/2014, umsögn, úrskurður Mál nr. SN140198

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. apríl 2014 ásamt kæru, dags. 9. apríl 2014, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3.apríl 2014 um að synja breytingu á deiliskipulagi, jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. september 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3.apríl 2014 um að synja breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi.

16. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi (01.230.1) Mál nr. SN140139

Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2014 um samþykkt borgarstjórnar dags. 16. september 2014 um breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðar númer 28 við Borgartún.

17. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN140301

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

ÞG verktakar ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. september 2014 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju.

18. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, óveruleg breyting Mál nr. SN140478

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. september 2014 varðandi staðfestingu borgarráðs á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bætt verður við texta í kafla um landnotkun um túlkun sérstakra ákvæða um starfsemi innan landnotkunar.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                           Magnea Guðmundsdóttir    Páll Hjalti Hjaltason

                           Gísli Garðarsson    Börkur Gunnarsson

                           Herdís Anna Þorvalsdóttir    Sigurður Ingi Jónsson 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 23. september kl. 10:40 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 795. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN048234

SÓLEY MINERALS ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Madison fasteignir ehf., Hraunteigi 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 80 gesti í flokki III með opnunartíma til 23:00 á virkum dögum og til kl. 01:00 um helgar í rými austanmegin á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Aðalstræti.

Tvær jákvæðar fyrirspurnir BN046885 og BN047186 dags. 28. nóvember 2013 og 11. febrúar 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aflagrandi  17 (01.522.402) 105982 Mál nr. BN047661

Lárus Þórarinn Árnason, Aflagrandi 17, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur nýjum þakgluggum, þar af eitt hliðarhengt björgunarop og gerð er grein fyrir millilofti í húsinu nr. 17 á lóð nr. 15-19 við Aflagranda.

Samþykki meðeigenda dags. 5. maí 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. ágúst 2014 fylgir.

Stækkun millilofts: 21,2 ferm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Akurgerði 11 (01.813.213) 107900 Mál nr. BN048099

Erna Valdís Sigurðardóttir, Akurgerði 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu með pappaklæddu timburþaki og setja hurð og tröppur úr borðstofu út í garð við tvíbýlishús á lóð nr. 11 við Akurgerði.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda og samþykki meðeigenda.

Stærðir bílskúr: 30,7 ferm., 107,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

4. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048145

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til innri breytinga fyrir veitingastað og eldhús á 1. hæð og aðstöðu í kjallara, sbr. erindi BN047201, í hótelbyggingu á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.8. 2014, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18.8. 2014 og bréf arkitekts dags. 16.9. 2014

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits .Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN048272

S&L ehf., Iðufelli 12, 111 Reykjavík

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 49 gesti í rými 0105 í verslunar- og skrifstofuhúsinu Þönglabakki 6 á lóðinni Álfab. 12+16/Þönglab.

Erindi fylgir lýsing á útsogskerfi dags. 11 september 2014 og samþykki eiganda dags. 16. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Álftaland 7 (01.847.505) 108740 Mál nr. BN048246

Álftaland 7,húsfélag, Álftalandi 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokun, gustlokun á brautum, á fimm svalir á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Álftaland.

Samþykki eigenda fylgir.

Svalalokun samtals 28,5 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

7. Árvað 1 (04.734.401) 206710 Mál nr. BN048245

JÁVERK ehf, Gagnheiði 28, 800 Selfoss

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri breytingu, inntaksrými  var áður staðsett í rými 0009 en verður nú í rými 0012 sbr. BN045880 í húsinu á lóð nr. 1 við Árvað. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN048267

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 8,5*25 metra útisundlaug með nýju anddyri, búningsaðstöðu og tæknirými, með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut við núverandi Sundhöll Reykjavíkur á lóð nr. 45a við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er brunahönnun frá Verkís dags. í september 2014.

Stærðir: Núverandi bygging; xx ferm., xx rúmm.

Stækkun; xx ferm., xx rúm.

Samtals: 2.636,2 ferm., 12.912,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN048274

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta þvottahús í kjallara og uppfæra brunavarnir í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN047770

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngangi á norðurhlið 1. hæðar á mhl. 04, koma fyrir verslun á 1. hæð og breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð, koma fyrir skilti  á norðvesturhluta lóðar og breyta rýmisnúmerum á 1. og 2. hæð í húsi nr. 2 við Dvergshöfða á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Samþykki meðeigenda dags. 15. ágúst 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Borgartún 35-37 (00.000.000) 186012 Mál nr. BN048266

B37 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir kælikerfi fyrir tölvur á afgirtu svæðið við vesturhlið hússins nr. 37 á lóð nr. 35-37 við Borgartún. 

Stækkun: 7,4 ferm., 23,6 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047805

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6. áfanga Höfðatorgs, bílakjallara BK5 á þremur hæðum með 237 stæðum, í horni við Skúlagötu/Skúlatún kringum byggingareit S1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Stækkun:  8.516,7 ferm., 31.166,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Brautarholt 2 (01.241.201) 103019 Mál nr. BN048262

Kaffismiðja Íslands ehf., Kárastíg 1, 101 Reykjavík

Centrum fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II fyrir 62 gesti í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Breiðagerði 7 (01.814.108) 107929 Mál nr. BN047655

Ásta Ósk Stefánsdóttir, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist og stækka annan á vesturhlið, byggja tvo nýja kvisti á austurhlið og klæða og einangra að utan með aluzinkuðu bárujárni hús og bílskúr á lóð nr. 7 við Breiðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. ágúst 2014 fylgir erindinu.  Erindið var sent í grenndarkynningu sem frá 2. júlí til 30. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  5 ferm., 26,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048198

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 02 og innrétta gistiheimili í flokki II sem rekið verður í tengslum við gistiheimili í mhl. 01  á lóð nr. 2 við Einholt.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 26. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Engjavegur 7 (01.372.201) 210706 Mál nr. BN048174

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka vörudyr á norðurhlið íþróttahúss ásamt lagfæringum í tengslum við það og byggja timburpall yfir gryfjur við hlið gangvegar að inngangi í íþróttahús Ármanns/Þróttar í Laugardal á lóð nr. 7 við Engjaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Fjölnisvegur 3 (01.196.214) 102666 Mál nr. BN048199

Theódóra Gunnarsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingu á bakhlið, byggja nýja á sama stað og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Fjölnisveg.

Stækkun:  ss ferm., ss rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

18. Funahöfði 13 (04.060.103) 110584 Mál nr. BN048271

Iceland Excursions Allraha ehf., Klettagörðum 4, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðu millilofti og innra skipulagi í rými 0103 í húsinu á lóð nr. 13 við Funahöfða sbr erindi BN047865

Stækkun millipalls: XX ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Holtsgata 41B (01.133.404) 100282 Mál nr. BN048238

Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa seinni tíma viðbyggingar við steinbæinn Stóra-Sel, lækka gólf á neðri hæð, þykkja og styrkja þaksperrur og tengja saman efri hæðir burstanna. Ennfremur að byggja viðbyggingar norðan og sunnan megin með kvisti yfir nyrðri viðbyggingu. Ný gólf á neðri hæð verða steypt og einangruð. Lóð verður girt og eitt bílastæði verður við  einbýlishúsið á lóð nr. 41b við Holtsgötu.

Stækkun 19,1 ferm., 102,9 rúmm.

Heildarstærð eftir stækkun: 167,3 ferm., 424,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hrannarstígur 3 (01.137.305) 100665 Mál nr. BN048196

Jón Örn Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem kemur fram lækkun hluta af lóð, anddyri og þvottahús í kjallara verður hluti íbúðar 0001 þannig að eigendur íbúða 0101 og 0201 hafa umgengisrétt um anddyri og þvottahús vegna inntaka og jafnframt er verið að sækja um hurð út úr íbúð 0001 á vesturhlið hússins á lóð nr. 3 við Hrannarstíg.

Yfirlýsing vegna samþykktra framkvæmda dags. 1. júní 2014. Umboð sem veitir Sævari Stefánssyni leyfi til að skrifa undir fyrir Valtýr Sævarssyni og samþykki meðeiganda á teikningu A3 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 17. júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata  8-10 (01.170.004) 101322 Mál nr. BN048169

IP Studium Reykjavík ehf, Laugavegi 1b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið úr kjallara hússins að lóðarmörkum á 1. hæð húss á lóð nr. 4-6 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. ágúst. 2014,  bréf frá hönnuði dags. 26. ágúst. 2014. Samþykki frá IJG ehf um áform að opna ái milli fylgir. 

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN048168

IJG eignir ehf., Súlunesi 20, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið að lóðarmörkum Hverfisgötu 8-10 frá 1. hæð hússins á lóð nr. 4-6 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. ágúst. 2014 og bréf frá hönnuði dags. 26. ágúst 2014.

Samþykki fylgir frá IPS studium um opnun yfir lóðamörk fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN044976

Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús,  þrjár hæðir og ris með tólf íbúðum á lóð nr. 61 við Hverfisgötu. 

Jafnframt er sótt um leyfi til að flytja matshluta 01 (1915), rífa matshluta 02 (1945) og rífa matshluta 03 (1927) á lóðinni og er erindi BN044673 "Niðurrif - þrír matshl." dregið til baka með þessu erindi.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012, bréf hönnuðar varðandi flutning matshluta 01 dags. 11. september 2012, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014.

Flutningur og niðurrif Hverfisgata 61, landnúmer 101087.

Fastanúmer 200-3352 merkt 01- 0101 -  íbúð  48,1 ferm.- verður flutt.

Fastanúmer 200-3353 merkt 01- 0201 -  íbúð 47,5 ferm. - verður flutt.

Fastanúmer 200-3354 merkt 02- 0001 -  vörugeymsla 126,4 ferm.- verður rifið.

Fastanúmer 200-3355 merkt 02-0101 -  verslun 40,0 ferm.- verður rifið.

Fastanúmer 200-3356 merkt 02-0102 -  vörugeymsla 86,4 ferm.- verður rifið

Fastanúmer 2003357 merkt 03-0101 - Geymsla 58,8 ferm.-verður rifið.

Samtals niðurrif:  407,2 ferm.

Nýbygging:  1.517,7 ferm. og 4.422,9 rúmm. 

Gjald kr. 8.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048268

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú steinsteypt sorp- og hjólaskýli, mhl. 02, 03 og 04 á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Sjá erindi BN146249.

Mhl. 02:  xx ferm., xx rúmm.

Mhl. 03:  xx ferm., xx rúmm.

Mhl. 04:  xx ferm., xx rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047696

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta heildverslun í tengibyggingu milli mið- og suðurálmu í E húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Ingólfsstræti 21 (01.180.219) 101707 Mál nr. BN048275

Katla Guðrún Jónasdóttir, Hagamelur 15, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri íbúð í rishæð ásamt öðrum tilfærslum á 1. hæð íbúðarhúss á lóð nr. 21 við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Kirkjuteigur 13 (01.360.511) 104545 Mál nr. BN048242

Elísabet Anna Guðmundsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20" gám v/byggingaframkvæmda í risi við fjölbýlishús á lóð nr. 13 við Kirkjuteig.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kirkjuteigur 21 (01.361.109) 104575 Mál nr. BN048175

Ásvellir ehf, Seljugerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta núverandi atvinnu-  og íbúðarhúsi í fjölbýli með þremur íbúðum, sbr. fyrirspurn BN036913 dags. 2. október 2007, í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2014 fylgir erindinu.

Stærðir stækkun: 201 ferm., 582,9 rúmm.

Samtals eftir stækkun: 704,1 ferm., 1.71,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Kjalarvogur 5 (01.424.401) 178219 Mál nr. BN048191

Sölufélag garðyrkjumanna ehf, Brúarvogi 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0104 til að koma fyrir þvottastöð fyrir grænmetisbakka í húsinu á lóð nr. 5 við Kjalarvog.

Tölvupóstur dags. 18. september 2014 frá eiganda með samþykki fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

31. Klettagarðar 11 (01.330.601) 172573 Mál nr. BN048260

E.T. ehf, Klettagörðum 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu til suðurs úr forsteyptum einingum við húsið á lóð nr. 11 við Klettagarða.

Stækkun:  137,3 ferm., 461,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048269

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli verslunareininga S-274 og S-276 og breyta þar innréttingum í suðurhúsi verslanamiðstöðvarinnar Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er fylgiskjal vegna eldvarna frá Verkís dags. 16. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

33. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048278

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í einingu S-277-2, að stúka af lager, koma fyrir snyrtingu og kaffiaðstöðu og stúka af sameiginlegan bakinngang, sem tengist S-277 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er fylgiskjal yfir eldvarnir frá Verkís dags. 16. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048018

Sonja ehf., Skeiðarási 8, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta áður samþykktu erindi BN043287 þannig að kaffiaðstaða er færð upp á millipall þar sem lager var og lager færður þar sem kaffiaðstaðan er  í einingum 132,134 og 136 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Bréf frá Verkís  um brunaviðvörunarkerfi dags. 15. júlí 2014 og 9. september 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN048277

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs, byggja opið rými við suðurhlið og klæða að utan húsið með steinklæðningu á lóð nr. 23 við Lambhagaveg. 

Stækkun húss með skiptiklefa og kjallara: 77,7 ferm., 275,2 rúmm. 

Stærði opið skýli B-rými: 66 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36. Lambhagavegur 6 (02.641.102) 211671 Mál nr. BN048281

Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046512 þar sem ýmsar breytingar koma fram, þar á meðal stækkun og hækkun á húsinu á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.

Ljósrit af umsókn með  undirskrift umsækjanda.  Varmataps útreikningar dags. 12. september 2014 og bréf frá hönnuði um breytingar á byggingu dags. 12. september 2014 

Stækkun:  2,3 ferm.,  1,0 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Langagerði 20 (01.832.010) 108537 Mál nr. BN048250

Hrönn Hilmarsdóttir, Langagerði 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steinsteyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði

Samþykki frá Langagerði 18 dags. 14 september 2014 fylgir. 

Stækkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38. Lindargata 34 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN048247

Rent-leigumiðlun ehf., Ármúla 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 34 við Lindargötu.

Niðurrif:  Mhl. 01 63,5 ferm. merkt íbúð 0101, mhl. 02 30,8 ferm. merkt íbúð 0101 og mhl 70  12,7 ferm merkt geymsla.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Listabraut 3 (01.721.401) 107289 Mál nr. BN048254

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á uppfærðum brunauppdráttum á áður samþykktum teikningum sbr. merkingar á hjálögðum afritum af Borgarleikhúsinu á lóð nr. 3 við Listabraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits  á umsóknarblaði.

40. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN048141

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingastað í flokki II, fjarlægja rúllustiga frá 1. hæð niður í kjallara og því opi lokað í atvinnuhúsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2014.

Stækkun: 29,4 ferm., 123,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Marargata 2 (01.137.105) 100652 Mál nr. BN048259

Gleði ehf, Nesbala 122, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til byggja svalir á 2. hæð sem verða steyptar á staðnum og gerðar samsvarandi og nálægar útitröppur og handrið og verður svala hurð gerð á sama hátt og aðrar upprunalegar svalahurðir í húsi á lóð nr. 2 við Marargötu.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 15.sept. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Neshagi 4 (01.542.218) 106395 Mál nr. BN048256

Margrét Ásgeirsdóttir, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Halldór Ásgeirsson, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Guðmundur Steinn Gunnarsson, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og til að koma fyrir fyrir hurð út á niðurgrafinn pall og  stækka baðherbergið  í húsi á lóð nr. 4 við Neshaga. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

43. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN045560

Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík

Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofan á og klæða að utan með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 25 við Njarðargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2013, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2013 og bréf Guðmundar Þórðarsonar hdl. dags. 3. janúar 2014.

Stækkun:  34,8 ferm., 242,3 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 21.807

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048072

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á hönnun á byggingartíma, sjá BN046537, á 1. hæð og í kjallara Hótel Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. ágúst 2014.

Minnkar um 46,6 ferm og 980,5 rúmm.

Stærð nú:4.940,8 ferm., 18.323,7 rúmm.

B-rými:  57,8 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

45. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048273

Mánatún hf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu erindi BN048147, sem byggir á erindi BN045300, geymslum er fjölgað með því að skipta í tvennt geymslu -124, í fjölbýlishúsinu Mánatún 7-17 á lóðinni Sóltún 1-3.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

6. Suðurgata 31 (01.142.202) 100928 Mál nr. BN047982

Sigrún Pálsdóttir, Suðurgata 31, 101 Reykjavík

Bragi Ólafsson, Suðurgata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja verönd, síkka glugga á suðaustur- og suðvestur horni til að koma fyrir hurð út á veröndina, leggja af útgang frá anddyri út í garð og gera grein fyrir áður gerðum breytingum þar sem settir voru fjórir þakgluggar á húsið á lóð nr. 31 við Suðurgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags.  17. júlí 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 28. júlí til og með 25. ágúst 2014.  Engar athugasemdir bárust.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. júlí 2014 fylgir. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN048270

Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka núverandi aðstöðu snyrtistofu með því að opna hana í rými, sem áður var hluti hárgreiðslustofu í kjallara Heilsumiðstöðvar Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Urðarstígur 14 (01.186.403) 102278 Mál nr. BN048252

Ólafur Björgúlfsson, Grandavegur 47, 107 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á erindi BN037204 v/lokaúttektar, þar sem veitt var leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og til að sameina tvær íbúðir í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 14 við Urðarstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Úlfarsbraut 80 (02.698.703) 205742 Mál nr. BN048249

Úlfarsbraut 80, húsfélag, Úlfarsbraut 80, 113 Reykjavík

Ragnar Torfi Geirsson, Úlfarsbraut 80, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka svölum með gustlokandi glerflekum á rennibrautum á fjölbýlishúsi á lóð nr. 80 við Úlfarsbraut.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 11. september 2014.

Stærðir, svalalokun brúttóferm., einstakar svalir og samtals allt húsið.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

50. Bankastræti (01.170.-99) 101318 Mál nr. BN044345

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi rými sem áður hýsti náðhús kvenna í sýningargallerí undir nr. 0 við Bankastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. apríl 2012 fylgir erindinu, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. ágúst 2012 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. september 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

51. Brautarholt 30 (01.250.105) 103425 Mál nr. BN048263

Hekla hf., Pósthólf 5310, 125 Reykjavík

Spurt er hvort setja megi upp auglýsingamynd, kynningarefni fyrir nýja bíla á vegum Heklu, á 5*8 metra skilti á gafl húss á lóð nr. 30 við Bolholt.

Meðfylgjandi er samþykki húseigenda Bolholti 20

Nei.

Samræmis ekki samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur.

52. Grettisgata 42B (01.190.015) 102353 Mál nr. BN048255

Random ark ehf., Grenimel 9, 107 Reykjavík

Spurt er hvort áður gerð íbúð á jarðhæð verði samþykkt í húsi á lóð nr. 42B við Grettisgötu.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

53. Háaleitisbraut 87 (01.291.503) 103781 Mál nr. BN048280

Bjarni Pétursson, Núpalind 8, 201 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í flokki ? teg. ? í einbýlishúsi á lóð nr. 87 við Háaleitisbraut.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Hraunbær 113 (04.333.301) 111073 Mál nr. BN048248

Vottar Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík

Spurt er hvort girða megi og loka af samkomusal vegna rúðubrota og fjölda annarra skemmdarverka á húsnæði  Votta Jehóva á lóð nr. 113 við Hraunbæ.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

55. Laugateigur 23 (01.364.112) 104620 Mál nr. BN048276

Ellen Bára Valgerðardóttir, Danmörk, Sigurbjörn Friðriksson, Vallhólmi 22, 200 Kópavogur

Spurt er hvaða breytingar þurfi að gera svo samþykkt fáist "ósamþykkt íbúð" í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 23 við Laugateig.

Nei.

Íbúðin telst ekki samþykkt þar sem hún uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

56. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048282

GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja og hækka hús að götu, byggja þriggja hæða viðbyggingu með risi og innrétta 28 litlar íbúðir og verslun í húsi á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

57. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048257

Peter Gill, Bandaríkin, Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, Spurt er hvort leyft yrði að fjarlægja núverandi hús og byggja þriggja íbúða hús og bílgeymslu á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN048253

Arnhildur Gréta Ólafsdóttir, Óðinsgata 4, 101 Reykjavík

Spurt er hvort ósamþykkt íbúð fáist samþykkt sem íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

59. Ránargata 34 (01.135.011) 100433 Mál nr. BN048207

Tjörvi Bjarnason, Ránargata 34, 101 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi samþykkta íbúð í kjallara húss á lóð nr. 34 við Ránargötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

60. Safamýri 89 (01.284.305) 103730 Mál nr. BN048279

Bjarni Pétursson, Núpalind 8, 201 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í húsi á lóð nr. 89 við Safamýri.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN048261

BYGGÐARENDI ehf, Byggðarenda 1, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir ruslagámi (210*120*120 cm. ) tímabundið við norðaustur horn húss á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:00.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir