Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 78

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 17. september kl. 09:05, var haldinn 78. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Harri Ormarsson, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir. 

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. september 2014.

2. Kirkjutorgsreitur, reitur 1.141.2, deiliskipulag (01.141.2) Mál nr. SN140484

Kynntar hugmyndir að deiliskipulagi Kirkjutorgsreits, reitur 1.141.2.

Svafar Helgason og Gísli Garðarsson tóku sæti á fundinum kl. 09:18.

Kristján Örn Kjartansson og Guðni Björn Valberg frá Krads arkitektum kynna.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 09:43.

3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, óveruleg breyting Mál nr. SN140478

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. september 2014 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bætt verður við texti í kaflann Landnotkun, um túlkun sérstakra ákvæða um starfsemi innan landnotkunarsvæða (töflur 1-4, bls. 206-209).

Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið.

4. Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi (01.553.2) Mál nr. SN140338

Andrés Narfi Andrésson, Laufásvegur 42, 101 Reykjavík

Einar Kristinn Hjaltested, Arnargata 10, 107 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Kristins Hjaltested dags. 27. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið og að nýta þak viðbyggingar sem þaksvalir. Jafnframt er gert ráð fyrir að byggja megi yfir svalir á norð-austurhlið, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 26. júní 2014. Tillagan var auglýst frá 21. júlí til og með 1. september 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnlaugur Ingvarsson og Guðrún Edda Andradóttir dags. 29. ágúst 2014 og íbúar og eigendur að Fálkagötu 23a, dags. 29. ágúst 2014. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Sölva Óskarssonar og Oddnýjar J. Eyjólfsdóttur dags. 14. ágúst 2014, Önnu Láru Emilsdóttur dags. 6. ágúst 2014, Tómasar Gíslasonar og aðra íbúa Arnargötu 8 dags. 30. júlí 2014 og Óskars Sölvasonar og Katrínar S. Stefánsdóttur dags. 30. ágúst 2014  þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.

Vísað til borgarráðs.

5. Laugarás, reitur 1.381, breyting á deiliskipulagi (01.381) Mál nr. SN140132

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsbústaða hf. dags. 27. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins og aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf. dags 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 5. maí til og með 16. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eigendur og íbúar að Vesturbrún og Austurbrún dags. 14. júní 2014 og Jóhann G. Jóhannsson dags. 16. júní 2014. 

Frestað.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

6. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu Mál nr. SN140462

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014.

Hrafnkell Á Proppé svæðisskipulagsstjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnir.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014 samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka: „Í tillögu að nýju svæðisskipulagi er tekin upp nálgun sem að mörgu leyti er metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að  framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur á meðan beðið um pólitískt svigrúm til að klára þá vinnu. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki innan nokkurra mánaða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina í umhverfis- og skipulagsráði sitja því hjá við afgreiðsluna þar sem ekki er tímabært að skipulagið fari í auglýsingu fyrr en þeirri vinnu er lokið.“

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

7. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 341 frá 12. september 2014.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 794 frá 16. september 2014. 

(C) Fyrirspurnir

9. Tryggvagata 13-15, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN140459

Hús og skipulag ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Húss og skipulags ehf. dags. 1. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst m.a. að fella niður kjallara að Tryggvagötu 13, gera bílastæði fyrir fatlaða norðaustan við Tryggvagötu 13 sem felst í að ekið verði inn frá Geirsgötu, gera þaksvalir á hluta þaks á 7. hæð, heimild til að láta svalir og útsýnisgluggar skagi út fyrir byggingarreit o.fl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014 samþykkt.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

10. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481

Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli.

Frestað.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

11. Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi (36.2) Mál nr. SN140258

SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sorpu bs. dags. 22. maí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæði og ný lóð undir fyrirhugaða gas- og jarðgerðarstöð, samkvæmt uppdr. Alta ehf. dags. 23. maí 2012. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 23. maí 2014. Tillaga var auglýst frá 14. júlí til og með 25. ágúst 2014. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Mosfellsbær dags. 20. ágúst 2014. Einnig er lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 14. ágúst 2014 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 26. ágúst 2014. Jafnframt er lagður fram lagfærður uppdráttur Alta dags. 5. september 2014 ásamt greinargerð dags. s.d, umsögn Minjastofnunar dags. 5. september 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2014.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

12. Kjalarnes, Vallá, deiliskipulag Mál nr. SN130279

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Lögð fram umsókn Stjörnueggja hf. dags. 6. júní 2013 ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Vallá á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. TAG Teiknistofunnar dags. 6. júní 2014 uppfærðir 12. september 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

13. Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 Mál nr. US140160

Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015.

Frestað.

14. Umhverfis- og skipulagsráð, samgöngurýnihópur Mál nr. US140157

Lögð fram tillaga um skipan í samgöngurýnihóp.

Samþykkt að skipa fulltrúa samfylkingarinnar Kristínu Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Gísla Rafn Guðmundsson, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Ólaf Guðmundsson í samgöngurýnihóp.

15. Umhverfis- og skipulagsráð, rýnihópur um gerð aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum Mál nr. US140158

Lögð fram tillaga um skipan í rýnihóp um gerð aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum.

Samþykkt að skipa fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínu Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur, fulltrúa Græns framboðs Gísla Garðarsson í rýnihóp um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 13:44.

16. Betri Reykjavík, setja upp vefsíðu með upplýsingum um færð hjólreiðastíga Mál nr. US140143

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngur "setja upp vefsíðu með upplýsingum um færð hjólreiðastíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2014 samþykkt.

17. Laufásvegur 2, kæra 98/2014 (01.183.0) Mál nr. SN140472

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2014 ásamt kæru, dags. 1. september 2014 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa 26. ágúst 2014 á umsókn um byggingarleyfi til að innrétta gististað í flokki I að Laufásvegi 2.

18. Háteigsvegur 14, kæra 99/2014 (01.244.4) Mál nr. SN140471

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. september 2014 ásamt kæru, dags. 4. september 2014 þar sem kært er útgefið byggingarleyfi frá  8. apríl 2014 sem heimilar breytingar á risíbúð að Háteigsvegi 14.

19. Þórunnartún 4, kærur 81,82,83/2014 (01.220.0) Mál nr. SN140419

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2014 ásamt kærum nr. 81/2014, 82/2014 og 83/2014 á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4.  Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. september 2014.

20. Hraunbær 102, kæra 90/2014, umsögn (04.343.3) Mál nr. SN140446

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 1. júlí 2014 á umsókn um að klæða með báruálklæðningu fjöleignarhúsið Hraunbær 102. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. september 2014.

21. Tryggvagata 10, kæra 79/2014, umsögn (01.132.1) Mál nr. SN140470

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. ágúst 2014 ásamt kæru, ódags. vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 24. júní 2014 á umsókn um leyfi til að setja auglýsingaskilti á hús á lóð nr. 10 við Tryggvagötu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags.  2. september 2014.

22. Bergstaðastræti 56, kæra 127/2012, umsögn, úrskurður (01.185.6) Mál nr. SN120536

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti.

23. Vesturhús 2, kæra 49/2013, umsögn, úrskurður (02.848.0) Mál nr. SN130262

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 24. maí 2013, ásamt kæru dags. 17. maí 2013 vegna synjunar byggingarfulltrúa frá 14. maí 2013 um skiptingu fasteignar í tvær íbúðir og nota rými undir bílageymslu á lóðinni nr. 2 við Vesturhús. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. ágúst 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu synjunar byggingarfulltrúa frá 14. maí 2013 um skiptingu fasteignar í tvær íbúðir og nota rými undir bílageymslu á lóðinni nr. 2 við Vesturhús.

24. Friggjarbrunnur 18, breyting á deiliskipulagi (05.053.5) Mál nr. SN140353

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:56.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

                             Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

                            Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 16. september kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 794. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN048229

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja efstu hæð og þak og innrétta sem hótelherbergi til viðbótar annari hótelstarfsemi í húsinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN048234

SÓLEY MINERALS ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Madison fasteignir ehf., Hraunteigi 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyf til að innrétta veitingarstað fyrir 80 gesti  í flokki III með opnunartíma til 23:00 á virkum dögum og til kl. 01:00 um helgar í rými ?? og fá heimild til að vera með aðstöðu til útiveitinga þegar svo viðrar á á lóð nr. 9 við Aðalstræti.

Tvær jákvæðar fyrirspurnir BN046885 og BN047186 dags. 28. nóv. 2013 og 11. feb. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN048209

Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Brynjar Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steyptum samlokueiningum, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum á lóð nr. 28 við Barónsstíg.

Jafnframt er erindi BN047706 dregið til baka.

Niðurrif:   xx ferm., xx rúmm.

Stærð:  Kjallari 84,7 ferm., 1., 2. og 3. hæð 81 ferm., 4. hæð 78,3 ferm.

Samtals 406 ferm., 1.287 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN047757

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka sem nemur fjórum bílastæðum bráðabirgðabílastæði  milli Heilsuverndarstöðvar og Domus Medica á byggingareit við Heilsuverndarstöðina á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN047770

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngangi á norðurhlið 1. hæðar á mhl. 04, koma fyrir verslun á 1. hæð og breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð, koma fyrir skilti  á norðvesturhluta lóðar og breyta rýmisnúmerum á 1. og 2. hæð í húsi nr. 2 við Dvergshöfða á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Samþykki meðeigenda dags. 15. ágúst 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Blómvallagata 10 (01.162.210) 101268 Mál nr. BN048210

Carl Erik Olof Sturkell, Svíþjóð, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar sbr. BN045985, þar sem fram kemur að veggur hefur verið felldur út í þakrými, gluggar hafa verið aðlagaðir að stíl hússins og gerð grein fyrir geymslu undir stiga í kjallara í húsi á lóð nr. 10 við Blómvallagötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Dalbraut 3 (01.350.007) 104125 Mál nr. BN048222

Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð

Páll Stefánsson, Dalbraut 3, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir fjórum sorptunnueiningum við suðurhlið hússins á lóð nr. 3 við Dalbraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Drafnarfell  2-18 (04.683.007) 112306 Mál nr. BN048089

Róði ehf., Grjótaseli 17, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að loka hurð og gluggum í suðurhlið og að breyta nr. 6, 8, 10 og 12 í einn eignarhluta og 14 og 18 verða tveir eignarhlutar í  húsi á lóð nr. 2-18 við Drafnarfell. 

Samþykki meðeigenda dags. 26. ágúst 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048230

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti, fyrirlestrasal sem tekur 20 gesti í sæti í rými 0101, koma fyrir skiltum, sólskermun á glugga og nýja flóttahurð á húsið á lóð nr. 11 við Fákafen.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048224

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir skiltastandinum á Klambratúni við Miklubraut vegna sýningar á Kjarvalsstöðum á tímabilinu 26. september - 10. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

11. Framnesvegur 14 (01.133.229) 100258 Mál nr. BN048232

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Framnesvegur 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042327 vegna lokaúttektar þannig að hætt verður við geymslu og eldhús verður fært til í ósamþykktri íbúð í húsinu á lóð nr. 14 við Framnesveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Friggjarbrunnur 17-19 (02.693.504) 205773 Mál nr. BN048225

Rafsveinn ehf, Brúnastöðum 59, 112 Reykjavík

Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka gólf í lagnarými og innrétta tómstundarými í kjallara parhúss á lóð nr. 17-19 við Friggjarbrunn.

Stækkun:  xx rúmm,

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Geitland 9 (01.851.101) 108763 Mál nr. BN048202

Tómas Eiríksson, Hulduland 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja tvo glugga á austurgafl raðhússins nr. 9 á lóð nr.  9 - 19 við Geitland.

Samþykki meðeigenda raðhússins fylgir ódags. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048236

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á ýmiss konar breytingum á samþykktu erindi BN046483 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Meðfylgjandi er brunahönnun Mannvits dags. 27.8. 2014

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Gunnarsbraut 30 (01.247.113) 103345 Mál nr. BN047471

Ársæll Valfells, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Helga Gerður Magnúsdóttir, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu, byggja tvennar svalir á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 1. apríl 2014 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. maí 2014 ásamt umsögnum verkefnisstjóra dags. 28. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2014.

Meðfylgjandi er einnig bréf með útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014. 

Stækkun: 112,6 ferm.,  345,6 rúmm.

Heildarstærð verður:  372,2 ferm., 1.099,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. 

Vísað er til uppdrátta nr. A1, A-2  og A-3 dags. 4. september 2014.

16. Hamarshöfði 6 (04.061.503) 110625 Mál nr. BN048233

Bifreiðaverkstæði H.P. ehf, Hamarshöfða 6, 110 Reykjavík

Jón Kristleifsson sf., Leiðhömrum 4, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 01 rými 0102 og 0202 og gera það að séreign í Atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Hamarshöfða.

Kaupafsal dags. 15. mars. 2014 fylgir.

Stækkun millipalls: XX ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Holtsgata 41B (01.133.404) 100282 Mál nr. BN048238

Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa seinni tíma viðbyggingar við steinbæinn Stóra-Sel, lækka gólf á neðri hæð, þykkja og styrkja þaksperrur og tengja saman efri hæðir burstanna. Ennfremur að byggja viðbyggingar norðan og sunnan megin með kvisti yfir nyrðri viðbyggingu. Ný gólf á neðri hæð verða steypt og einangruð. Lóð verður girt og eitt bílastæði verður við  einbýlishúsið á lóð nr. 41b við Holtsgötu.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. júní 2014 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 31. júlí 2014.

Stækkun 19,1 ferm., 102,9 rúmm.

Heildarstærð eftir stækkun: 167,3 ferm., 424,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hraunbær 102C (04.343.301) 111081 Mál nr. BN048157

Margrét H Indriðadóttir, Hlíðarbyggð 31, 210 Garðabær

Sjúkraþjálfunin Heil & Sæl ehf., Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í mhl. 05 rými 0001 og 0101 í íbúð í húsinu á lóð nr. 102C við Hraunbæ.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

19. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 17. júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN047563

Hús-inn ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, grafa frá kjallara og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.

Erindi var grenndarkynnt frá 23. maí til og með 7. júlí 2014.  Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigrún Þorbjörnsdóttir dags. 1. júlí 2014, Guðný Vala Dýradóttir og Jón Davíð Ásgeirsson dags. 4. júlí 2014, Auður Ingvarsdóttir dags. 4. júlí 2014, Sigríður Brynja Hauksdóttir dags. 4. júlí 2014 og Margrét Sigvaldadóttir dags. 6. júlí 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014 fylgir erindinu.

Stækkun:  31 ferm., 110,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hrísateigur 1 (01.360.405) 104531 Mál nr. BN048235

Olga Genova, Hrísateigur 1, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem hafa farið fram í gegnum tíðina í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Hrísateig. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata  8-10 (01.170.004) 101322 Mál nr. BN048169

IP Studium Reykjavík ehf, Laugavegi 1b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið úr kjallara hússins að lóðarmörkum á 1. hæð húss á lóð nr. 4-6 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. ágúst. 2014 og bréf frá hönnuði dags. 26. ágúst. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 103 (01.154.407) 101135 Mál nr. BN048228

SA Verk ehf., Áslandi 3, 270 Mosfellsbær

Hvannir ehf., Pósthólf 140, 602 Akureyri

Sótt er um leyfi  til að breyta loftræsiristum á SV-gafli og stækka tæknirými vegna loftræsikerfis sbr. erindi BN047377 samþ. 15. júlí 2014 í hóteli á lóð nr. 103 við Hverfisgötu.

Stærðarbreytingar eru engar.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN048168

IJG eignir ehf., Súlunesi 20, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið að lóðarmörkum Hverfisgötu 8-10 frá 1. hæð hússins á lóð nr. 4-6 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. ágúst. 2014 og bréf frá hönnuði dags. 26. ágúst 2014.

Samþykki fylgir frá IPS studium um opnun yfir lóðamörk fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN044976

Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús,  þrjár hæðir og ris með tólf íbúðum á lóð nr. 61 við Hverfisgötu. 

Jafnframt er sótt um leyfi til að flytja matshluta 01 (1915), rífa matshluta 02 (1945) og rífa matshluta 03 (1927) á lóðinni og er erindi BN044673 "Niðurrif - þrír matshl." dregið til baka með þessu erindi.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012, bréf hönnuðar varðandi flutning matshluta 01 dags. 11. september 2012, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014.

Flutningur og niðurrif Hverfisgata 61, landnúmer 101087.

Fastanúmer 200-3352 merkt 01- 0101 -  íbúð  48,1 ferm.- verður flutt.

Fastanúmer 200-3353 merkt 01- 0201 -  íbúð 47,5 ferm. - verður flutt.

Fastanúmer 200-3354 merkt 02- 0001 -  vörugeymsla 126,4 ferm.- verður rifið.

Fastanúmer 200-3355 merkt 02-0101 -  verslun 40,0 ferm.- verður rifið.

Fastanúmer 200-3356 merkt 02-0102 -  vörugeymsla 86,4 ferm.- verður rifið

Fastanúmer 2003357 merkt 03-0101 - Geymsla 58,8 ferm.-verður rifið.

Samtals:  407,2 ferm.

Nýbygging:  1.517,7 ferm. og 4.422,9 rúmm.

Gjald kr. 8.500 + 9.500

Frestað.

Erindið verður samþykkt þegar fyrir liggur samkomulag um staðsetningu matshl. 01.

26. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN048186

Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þvottahúsi í vesturenda núverandi húss, breytingarnar felast aðallega í að innrétta ketilhús og byggja við það skorstein, innrétta búningsaðstöðu, snyrtingar og kaffistofu, setja nýja vöruhurð og gönguhurð á NA-hlið hússins á lóð nr. 13 við Klettháls.

Meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Fannar dags. 5. sept. 2014 og brunahönnun Mannvits dags. 10. sept. 2014

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 151-155 (01.222.215) 102866 Mál nr. BN047479

Centrum fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi baðherbergja íbúða 0101, 0102, 0201, 0203, 0301 og 0303 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 151-155 við Laugaveg.

Bréf hönnuðar (ódags.) fylgir erindinu.

Sjá einnig erindi BN045776.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN048204

Sigurður Gísli Pálmason, Ásendi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp tímabundið til 1. sept. 2015 listaverk sem er ljósastaur á þaksvölum íbúðar á efstu hæð fjölbýlishúss á Vatnsstíg 18, mhl. 10 á lóð nr. Lindargata29-33Vatnsstígur13-21Skúlagata 12.

Meðfylgjandi er lýsingarhönnun frá 15.9. 2014, teikningar af festingum í ágúst 2014 og samþykki stjórnar húsfélagsins dags. 28.8. 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Lokastígur 3 (01.181.216) 101770 Mál nr. BN048173

Einar Sörli Einarsson, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Guðrún Gunnarsdóttir, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

actacor ehf., Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja við kjallara til austurs, byggja útigeymslu norðvestan húss og byggja svalir á norður- og austurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 3 við Lokastíg.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. júlí 2014 ásamt samþykki eigenda Lokastígs 2 og 5, Skólavörðustígs 22A, Þórsgötu 1, Týsgötu 3 og sumra eigenda Týsgötu 1 og Skólavörðustígs 22.

Einnig fylgir brunahönnun dags. 9. september 2014.

Stækkun mhl. 01:  82 ferm., 230 rúmm.

Mhl. 02:  6 ferm., 15,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

30. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN048141

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingastað í flokki II, fjarlægja rúllustiga frá 1. hæð niður í kjallara og því opi lokað í atvinnuhúsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2014.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

31. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN047983

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga á bakhlið og breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3 hæð, fjarlægð eru eldhús, borðstofa og dagstofa og innréttuð herbergi í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað skipulagsfulltrúa til  ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til  uppdrátta nr. A01, A02 og  A03  dags. 7. ágúst 2014.

32. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN048251

Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta byggingarlýsingu m. t. t. brunavarna, sjá erindi BN047992, í kaffihúsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Njálsgata 34 (01.190.207) 102410 Mál nr. BN047869

Sönke Marko Korries, Njálsgata 34b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja port og rishæð á núverandi hús á lóð nr. 34B við Njálsgötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16. júní 2014 og annað dags. 1. júlí 2014.

Stækkun 52,8 ferm., 140,4 rúmm. 

Samtals eftir stækkun: 102 ferm., 283,1 rúmm.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Ný lóðarskiptayfirlýsing skal vera samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN048231

Verkís hf., Ofanleiti 2, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II teg, C í mötuneyti á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Ofanleiti.

Bréf frá Verkís dags. 2. júní 2014 fylgir erindi sem og skilgreining um Veitinga- og gististaði  fylgir

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048072

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á hönnun á byggingartíma, sjá BN046537, á 1. hæð og í kjallara Hótel Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. ágúst 2014.

Minnkar um 46,6 ferm og 980,5 rúmm.

Stærð nú:4.940,8 ferm., 18.323,7 rúmm.

B-rými:  57,8 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Rauðalækur 14 (01.343.307) 104006 Mál nr. BN047567

Elsa Jónsdóttir, Rauðalækur 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að brjóta niður svalir vegna skemmda og byggja nýjar úr stáli á fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Rauðalæk.

Meðfylgjandi er byggingar- og verklýsing og fylgiskjal yfir burðarvirki.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Ránargata 29A (01.135.207) 100456 Mál nr. BN048237

Black Sheep ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í tveimur svefnherbergum og tveimur vinnuherbergjum í kjallara, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu.

Bréf frá Nordik Lögfræðiþjónustu dags. 9. sept 2014 fylgir. 

Stækkun rúmm. 8,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Sjafnargata 3 (01.196.012) 102640 Mál nr. BN047609

Aðalheiður Magnúsdóttir, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd og mhl. 70 er breytt í mhl. 02 við einbýlishús á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 28. maí 2014 til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Tinna Ólafsdóttir dags. 19. júní 2014, Ragnhildur Zöega og Ásgeir Ásgeirsson dags. 25. júní 2014 og Ragna Kristjánsdóttir dags. 25. júní 2014. Einnig er lagður fram tölvupóstur Óskars Jónssonar þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingar. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2014 og umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2014 og 14. ágúst 2014.

Bréf frá hönnuði dags. 29.apríl 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2014.

Stækkun húss er 75,92 ferm. 205 rúmm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Skipasund 43 (01.358.205) 104482 Mál nr. BN047914

Bryndís Guðnadóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Þór Marteinsson, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og stiga niður í garð, færa kofa á lóð, færa innkeyrslu og byggingarreit fyrir bílskúr við hús á lóð nr. 43 við Skipasund.

 Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júlí 2014.  Erindi var grenndarkynnt frá 28. júlí til og með 25. ágúst 2014. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Ágúst Alfreðsson dags. 20. ágúst 2014 og Ragnar P. Ólafsson dags. 24. ágúst 2014. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2014.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4.9. 2014, málið var grenndarkynnt 28.7. - 25.8. 2014, tvær athugasemdir bárust.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Með vísan til tilmæla í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2014.

40. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN048223

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN045618, þannig að frestað verður að byggja akstursbraut upp á 2. hæð og þak hellulagt á verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN048008

K16 ehf, Kárastíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á samþykktu erindi BN036214 þar sem steyt er yfir loft og það tekið í notkun í nr. 18, breytt er notkun F rýmis í A rými, svalir stækkaðar í báðum íbúðum, útitröppur stækkaðar og fluttar nær lóðarmörkum og flytja staðsetningu á sorpi nær lóðarmörkum á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.

Stækkun vegna loft yfir bílskúr XX ferm og F rými breytist í A rými XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Þingvað 21 (04.773.801) 198724 Mál nr. BN048076

Steinn Guðjónsson, Smárarimi 13, 112 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð, timbur á steyptum kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 21 við Þingvað.

Erindi fylgir staðfesting á starfsábyrgðartryggingu aðalhönnuðar dags. 6. maí 2014, útreikningur á varmatapi dags. 22. júlí 2014 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014.

Jafnframt eru áður samþykkt erindi, BN032120 og BN036900 felld úr gildi.

Stærð:  Íbúð 181,1 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm.

Samtals 215,4 ferm., 773,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Ægisíða 123 (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048100

Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að skipta núverandi verslunarhúnæði í tvö atvinnurými á 1. hæð húss á lóð nr. 123 við Ægisíðu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

44. Austurstræti 6 (01.140.403) 100846 Mál nr. BN048226

Ingunn Helga Hafstað, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík

Spurt er hvort fjölga megi sætum úr 50 í 60 í móttöku/bar/morgunverði á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 6 við Austurstræti.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

45. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN048239

Margrét Grettisdóttir, Danmörk, Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær íbúðir íbúð 0203 á 1. og 2. hæð í fjölbýlishúsi nr. 2 á lóð nr. 2-42 við Ásholt. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Barónsstígur 18 (01.174.214) 101617 Mál nr. BN048241

Daniela Di Furia, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á vesturgafl tvíbýlishúss á lóð nr. 18 við Barónsstíg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Bergþórugata 14A (01.192.017) 102523 Mál nr. BN048172

Oddur Guðjón Pétursson, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík

Spurt er hvort séreign í risi fáist samþykkt sem "ósamþykkt íbúð" ef mænir verður hækkaður um 50 cm. í húsi á lóð nr. 14A við Bergþórugötu.

Erindi fylgja þinglýst afsöl dags. 17. apríl 1999, 22. júní 1999 og 5. júlí 2005, þinglýstir kaupsamningar dags. 16. febrúar 1999, 21. apríl 1999 og 26. maí 2005 og samþykki meðeigenda ódagsett. Einnig teikningar sem sýna fyrirhugaðar breytingar.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

48. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048227

Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi tímabundið frá 15. maí - 15. ágúst svefnskála fyrir ferðamenn þar sem nú er veislusalur og söngskóli á veturna á 3. hæð í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Garðastræti 38 (01.161.011) 101192 Mál nr. BN048143

Guðmundur G Þórarinsson, Rauðagerði 59, 108 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði núverandi fyrirkomulag, áður gerð íbúð og starfsmannaaðstaða þar sem áður voru skrifstofur, í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 38 við Garðastræti.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Heiðargerði 80 (01.802.209) 107674 Mál nr. BN047930

Katrín Þórunn Hreinsdóttir, Heiðargerði 37, 108 Reykjavík

Spurt er hvort áður ósamþykkt íbúð fáist samþykkt í risi þríbýlishúss á lóð nr. 80 við Heiðargerði.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 11. september 2014.

Nei.

Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerða og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

51. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN048205

Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Hvassaleiti 9, 103 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi gistiheimili með þremur sjálfstæðum einingum með innganga úr vestri frá Lönguhlíð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 68 við Miklubraut.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

52. Teigagerði 1 (01.816.108) 108091 Mál nr. BN048151

Herdís Sigurjónsdóttir, Snorrabraut 58, Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og byggja kvisti, byggja glerskála á suðurhlið og innrétta tvær íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Teigagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. september 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2014.

53. Tunguvegur 66-82 (01.835.103) 108617 Mál nr. BN048221

Tunguvegur 66-82,húsfélag, Tunguvegi 70, 108 Reykjavík

Spurt er hvort geri megi útlitsbreytingar á gluggum við endurnýjun þeirra með björgunaropum á 2. hæð á suður- og norðurhlið í raðhúsum á lóð nr. 66-82 við Tunguveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. 

54. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN048211

Mangi ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Spurt er hvort fella megi burt hurð og setja glugga í staðinn á útihúsið Túngötu 5c og hvort byggja megi þak yfir bílastæði og koma þar fyrir útivistarsvæði við húsið á lóðinni nr. 5  við Túngötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN048179

Haukur Óskarsson, Gvendargeisli 96, 113 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi 21,6 x 66,2 metra eða 1.430 ferm., hænsnahús norð-vestan við núverandi byggingar Stjörnueggs á lóðinni Vallá 116.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. september 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.

Deiliskipulagsferli ólokið.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:40.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir