Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 73

Umhverfis- og skipulagsráð

 Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 13. ágúst kl. 09:07, var haldinn 73. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason áheyrnarfulltrúi.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, og Helena Stefánsdóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson tók við fundarstjórn kl. 13:00.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 11, 18, 25, 31. júlí og 8. ágúst 2014.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:20.

2. Austurhöfn, kynning  (01.11) Mál nr. SN140346

Kynning á skipulagi og hönnun húsa á reit 5.

3. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi  (01.230.1) Mál nr. SN140139

HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúðaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2014.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið haldi opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið verði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi.“

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssyni gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: „Meirihluti SÆV, ásamt áheyrnarfulltrúa Þ, í Umhverfis- og skipulagsráði er hlynntur aukinni upplýsingagjöf um uppbyggingu og skipulag í borginni og miðar nýtt verklag við auglýsingar á skipulagsbreytingum að því. Í Borgartúni er fyrirhuguð töluverð uppbygging og jafnframt hafa verið gerðar breytingar á göturými Borgartúnsins.“

Deiliskipulag samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2014 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssyni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarráðs.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir einróma að fela umhverfis- og skipulagssviði að halda opinn fund um stöðu skipulags, uppbyggingar og gatnaframkvæmda í Borgartúni og svæðum þar í kring.

4. Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi  (04.733.6) Mál nr. SN140185

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014. Tillagan var auglýst frá 28. maí til og með 9. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 111 Íbúar Helluvaðs, Hestavaðs, Kambavaðs og Kólguvaðs dags. 2. júlí 2014 og Guðný B. Björnsdóttir og David Pitchell dags. 8. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014.

Vísað til borgarráðs.

5. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi  (01.172.2) Mál nr. SN140362

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun nýbygginga að hluta um eina hæð, minnkun á byggingarreit kjallara til suðurs og gert ráð fyrir garði í stað friðaðra húsa sem gert var ráð fyrir á lóðinni við Grettisgötu 17 en flutt verða annað, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. í júlí 2014. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 17. júlí 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.

Vísað til borgarráðs

6. Óðinsgata 1, breyting á deiliskipulagi  (12.768) Mál nr. SN140178

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

K.J. hönnun ehf, Kringlunni 7, 123 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þuríðar Ottesen dags. 3. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að portbyggja húsið að Óðinsgötu 1, hækka þak og byggja á húsið svalir og kvisti í samráði við Minjastofnum og borgarminjavörð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 8. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. mars 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. apríl 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. maí til og með 2. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 8 húseigendur og leigutakar að Skólavörðustíg 16A dags. 2. júní 2014, Hafdís Perla Hafsteinsdóttir dags. 2. júní 2014 og Marvins Ívarssonar f.h. Riverside ehf. dags. 3. júní 2014. Einnig er lagt fram samþykki eigenda hússins á lóðinni nr. 1 við Óðinsgötu mótt. 26. júní 2014 og tölvupóstur Marvins Ívarssonar f.h. Riverside ehf. þar sem innsendar athugasemdir eru dregnar til baka. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

7. Kjalarnes, Arnarholt, deiliskipulag   Mál nr. SN140228

Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík

Mannvirkjameistarinn ehf, Laxalind 2, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lögð fram umsókn Fylkis ehf. dags. 5. maí 2014 ásamt tillögu Mannvirkjameistarans ehf. dags. 5. apríl 2014 að deiliskipulagi fyrir Arnarholt á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram byggðakönnun Minjasafns Reykjavíkur.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

8. Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN140366

Guðjón Júlíus Halldórsson, Fitjar, 116 Reykjavík

Karin Maria Mattsson, Fitjar, 116 Reykjavík

Náttúra og heilsa ehf, Fitjum, 116 Reykjavík

Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Guðjóns Júlíusar Halldórssonar dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fitja á Kjalarnesi. Í breytingunni felst uppbygging á lóð sem tengist ferðaþjónustu og landbúnaði, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar dags. 19. maí 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

9. Húsahverfi, niðurfelling lóðar  (02.84) Mál nr. SN140332

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 27. júní 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 25. júní 2014 varðandi niðurfellingar lóðar við Gagnveg í Húsahverfi. Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis dags. 12. ágúst 2014. Í breytingunni felst niðurfelling lóðar við Gagnveg í Húsahverfi, og kynnt sbr. 2. ml. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

10 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 786  frá 15. júlí  2014  fundargerð nr. 787 frá 22. júlí 2014 fundargerð 788 frá 29. júlí 2014 og  fundargerð 789 frá 12. ágúst 2014.

11. Hverfisgata 113-115, 115 - Klæðning  (01.222.001) Mál nr. BN047454

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga og klæða með álplötuklæðningu hábyggingu á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. júlí 2014 fylgir með erindinu

Kynnt.

12. Frakkastígur 8, Fjölbýlishús

  (01.172.109) Mál nr. BN047643

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 1. og  2. áfanga nýbygginga á svokölluðum Frakkastígsreit, Hverfisgötu 58-60, mhl. 02, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu á jarðhæð og bílakjallara og mhl. 03, Laugavegur 41A, fjögurra hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014, umsögn Minjastofnunar dags. 8. maí 2013, greinargerð hönnuðar um skipulagsskilmála dags. 20. og 27. maí 2014 og bílastæðabókhald, ódagsett.

Kynnt.

13. Þórunnartún 4, Viðbygging - hótel  (01.220.004) Mál nr. BN047985

Þórunnartún 4 slf., Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið, byggja inndregna 5. hæð ofan á og til að innrétta gististað með 93 herbergjum í flokki V, teg. a á lóð nr. 4 við Þórunnartún.

Stækkun:  1.817 ferm., 5.759,7 rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Kynnt.

14. Hringbraut 79, Hækka þak o.fl.  (01.524.009) Mál nr. BN047563

Hús-inn ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, grafa frá kjallara og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 79 við Hringbraut. Erindi var grenndarkynnt frá 23. maí til og með 7. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigrún Þorbjörnsdóttir dags. 1. júlí 2014, Guðný Vala Dýradóttir og Jón Davíð Ásgeirsson dags. 4. júlí 2014, Auður Ingvarsdóttir dags. 4. júlí 2014, Sigríður Brynja Hauksdóttir dags. 4. júlí 2014 og Margrét Sigvaldadóttir dags. 6. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

15. Reitur 1.171.1, (fsp) Hljómalindarreitur  (01.171.1) Mál nr. SN140388

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. dags 21. júlí 2014 ásamt bréfi dags. s.d. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits. Í breytingunni felst að íbúðir sem samþykktar eru á efstu hæðum húsanna að Hverfisgötu 30, 32 og 34 og íbúð á efstu hæð hússins að Smiðjustíg 4 verði breytt í hótelherbergi.

Frestað.

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl. 14:15.

16. Sjafnargata 11, Bílskúr  (01.196.008) Mál nr. BN047544

Gísli Gestsson, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og bæta við kaldri geymslu í vesturenda sbr. erindi BN046679 og færist við það bílskúrinn um 2 metra til austur, sbr. fyrirspurn BN047409, á lóð nr. 11 við Sjafnargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 6. júní til og með 4. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingibjörg Halla Hjartardóttir og Heimir Bjarnason dags. 20. júní 2014 og 3. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júlí 2014.

Stækkun, geymsla: 8 ferm., 21,3 rúmm.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. júlí 2014.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

17. Sorpa bs., fundargerðir   Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 339 frá 3. júlí 2014.

18. Umhverfis- og skipulagssvið, Líffræðileg fjölbreytni í Reykjavík   Mál nr. US140063

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 3. júlí 2014 varðandi skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. Einnig lögð fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 24. mars 2014 ásamt skýrslu um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík - stefnumótun og gerð aðgerðaáætlunar.

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarsson, áheyrnarfulltrúa Pírata Sigurborgu Ó. Haraldsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Óttar Guðlaugsson og fulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina Sigurð Inga Jónsson í stýrihóp um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík.

19. Brávallagata, Stöðubann   Mál nr. US140136

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2014 varðandi stöðubann við austur og norðurkant Brávallagötu frá Hringbraut að Blómvallagötu.

Frestað.

20. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík.   Mál nr. US140137

Lagt fram bréf ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. í ágúst 2014 varðandi reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík.

Frestað.

(D) Ýmis mál

21. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2014.

22. Fagrýnihópur nýbygginga, kynning   Mál nr. SN140421

Kynntur fagrýnihópur nýbygginga sem umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að stofna 21. maí 2014.

23. Fegrunarnefnd, Tilnefningar 2014   Mál nr. SN140420

Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. ágúst 2014 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2014 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

24. Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi  (01.173) Mál nr. SN130578

Hverfi ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 14.maí 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2014 samþykkt

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

25. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn varðandi úrbætur á húsum   Mál nr. US140105

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. maí 2014 var lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar Óttars Guðlaugssonar og Mörtu Guðjónsdóttur þar sem óskað er upplýsinga um það hversu margar áskoranir hafa verið sendar til húseigenda um að gera nauðsynlegar úrbætur á húsum sínum með stoð í 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Hvernig er staðið að vali á þeim húsum sem áskoranir eru sendar til og hver hafa viðbrögð verið við þeim? Hversu oft hefur dagsektum verið beitt?

Frestað.

26. Betri Reykjavík, leið 5 þjónusti áfram um helgar   Mál nr. US140130

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur hugmynd júnímánaðar úr flokknum samgöngur "leið 5 þjónusti áfram um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

27. Betri Reykjavík, átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda   Mál nr. US140129

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum samgöngur "átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum

Frestað.

28. Betri Reykjavík, að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni   Mál nr. US140133

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum skipulag "að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

29. Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur í miðbæinn   Mál nr. US140128

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum framkvæmdir "fleiri ruslatunnur í miðbæinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.

30. Betri Reykjavík, kirkjuklukkur aðeins notaðar við stærri athafnir   Mál nr. US140131

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum ýmislegt "kirkjuklukkur aðeins notaðar við stærri athafnir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúi.

31. Betri Reykjavík, vatnshana á öll leiksvæði   Mál nr. US140134

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum umhverfismál "vatnshana á öll leiksvæði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfi.

32. Betri Reykjavík, almenningsklósett á Klambratún og Hljómskálagarð   Mál nr. US140132

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum frístundir og útivist "almenningsklósett á Klambratún og Hljómskálagarð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Erindið framsent til íþrótta og tómstundasviðs.

33. Betri Reykjavík, mýrarboltavöll fyrir Reykvíkinga   Mál nr. US140135

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum íþróttir "mýrarboltavöll fyrir Reykvíkinga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Erindið framsent til íþrótta og tómstundasviðs.

34. Austurhöfn, kæra 69/2014  (01.11) Mál nr. SN140378

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2014 ásamt kæru nr. 69/2014 dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs dags. 5. júní 2014 að breyta deiliskipulagi fyrir Austurhöfn.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

35. Geirsgata 3, kæra 87/2014  (01.116) Mál nr. SN140412

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 24. september 2013 um breytta nýtingu á verbúð að Geirsgötu 3 þannig að m.a. verði heimilað að hafa 58 gesti utan húss, breyta gluggum o.fl. Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

36. Þórsgata 13, kæra 76/2014  (01.181.1) Mál nr. SN140386

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. júlí 2014 ásamt kæru dags. 11. júlí 2014 þar sem kærð er synjun borgarráðs 3. júlí sl. á beiðni um breytingu deiliskipulags vegna Þórsgötu 13.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

37. Þórunnartún 4, kærur 81,82,83/2014  (01.220.0) Mál nr. SN140419

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2014 ásamt kærum nr. 81/2014, 82/2014 og 83/2014 á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

38. Garðastræti 21, kæra 78/2014, umsögn  (01.136.5) Mál nr. SN140392

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar, dags. 23. júlí 2014  ásamt kæru, dags.22. júlí 2014 þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við lóð nr. 21 við Garðastræti. Auk þess er krafist stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28 júlí 2014.

39. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3, kæra 77/2014, umsögn  (01.230.2) Mál nr. SN140389

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2014 ásamt kæru, dags. 18. júlí 2014 vegna byggingarleyfa dags. 28. febrúar 2007 og 26. janúar 2012 fyrir bílageymslu að Mánatúni 3-5, Mánatúni 7-17 og Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun yfirvofandi framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. júlí 2014.

40. Reykjavíkurflugvöllur, kæra 58/2014, umsögn  (01.6) Mál nr. SN140360

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. júlí 2014.

41. Reykjavíkurflugvöllur, kæra 59/2014, umsögn  (01.6) Mál nr. SN140361

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. júlí 2014.

42 Reykjavíkurflugvöllur, kærur 60,63,64,67/2014, umsögn  (01.6) Mál nr. SN140377

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. júlí 2014 ásamt kærum nr.  60/2014 dags. 3. júlí 2014, nr. 63/2014 dags. 4. júlí 2014, nr. 64/2014, dags. 4. júlí 2014 og nr. 67/2014, dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. júlí 2014.

43. Brautarholt 7, kæra 31/2014, umsögn, úrskurður  (01.242.0) Mál nr. SN140206

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2014 ásamt kæru dags. 15. apríl 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014. Lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. ágúst 2014. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað.

44. Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun   Mál nr. SN140320

Lagt fram  bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um að láta ekki fara fram endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með vísan til 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

45. Aðalstræti 6, breyting á deiliskipulagi  (01.136.5) Mál nr. SN140119

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðar númer 6 við Aðalstræti.

46. Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi  (01.553.2) Mál nr. SN140338

Einar Kristinn Hjaltested, Arnargata 10, 107 Reykjavík

Andrés Narfi Andrésson, Laufásvegur 42, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðar númer 10 við Arnargötu.

47. Austurberg 3, breyting á deiliskipulagi  (04.667.1) Mál nr. SN140282

Lagt fram bréf bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3 vegna lóðar  Austurberg 3.

48. Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi  (36.2) Mál nr. SN140258

SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðs í Álfsnesi.

49. Breytingar á samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar, nýir viðaukar við samþykkt   Mál nr. SN140403

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. júlí 2014 ásamt bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. júní 2014 varðandi viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

50. Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á deiliskipulagi  (05.053.2) Mál nr. SN140140

Lagt fram bréf bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Friggjarbrunni 42-44 og Skyggnisbraut 14-18.

51. Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, breyting á deiliskipulagi  (01.190.1) Mál nr. SN140230

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður

Lagt fram  bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grettisgötu 62 og Barónsstíg 20A.

52. Norðurgarður 1 og Grandagarður 20, breyting á deiliskipulagi  (01.122) Mál nr. SN140248

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðurgarðs 1 og Grandagarðs 20.

53. Skógarvegur 12-16, breyting á deiliskipulagi  (01.794.1) Mál nr. SN140270

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Varmárbyggð ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar Skógarvegur 12-16.

54. Þórsgata 13, breyting á deiliskipulagi  (01.181.1) Mál nr. SN120453

Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi synjun umhverfis- og skipulagsráðs 26. júní 2014 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Þórsgötu 13.

55. Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi  (01.220.0) Mál nr. SN140007

Skúlatún 4 ehf., Þrastarhöfða 55, 270 Mosfellsbær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0, Þórunnartún 4.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:10

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Gísli Garðarsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Hildur Sverrisdóttir

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Svafar Helgason áheyrnarfulltrúi

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 22. júlí kl. 09:18 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 787. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Skúli Þorkelsson, Karólína Gunnarsdóttir og Bjarni Þór Jónsson

Fundarritari var : Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6  (01.136.502) 100592 Mál nr. BN048002

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi ???? þannig að nýjum lausafögum á glugga G1 og G 2, ásamt því að nýjum utanáliggjandi E60 gluggum er bætt við ásamt deilum í húsinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 7  (01.140.415) 100856 Mál nr. BN047437

Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014, greinargerð um stærðarbreytingar dags. 29.apríl 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. maí 2014 og greinargerð vegna bílastæða dags. 26. maí 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Stækkun samtals 743,8 ferm., 2.374,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN047961

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta sýningarými 0301, 0401 og 0501 fyrir hreindýrasafn þar sem inngangur verður í safnið frá 3.hæð og flæði gesta milli hæða um stiga sem tengir hæðirnar í Tónlistar-og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Bréf hönnuðar dags. 1. júlí 2014 og skýringateikningar sem sýna aðgengi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Austurstræti 12A  (01.140.408) 100851 Mál nr. BN047872

Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 5. hæðar þannig að lokað er fyrir stigaop, opnað er að hluta upp í þakrými, gluggar á hlið og þakgluggar endurnýjaðir og hæð á svalahandriði verður hækkuð með hertu gleri í húsinu á lóð nr. 12A við Austurstræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Austurstræti 22  (01.140.504) 100864 Mál nr. BN047949

Jörundur ehf., Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta fyrir sameiginlega notkun sviðslistadeilda Listaháskóla Íslands á 2. og 3. hæð í Nýja Bíói í húsi á lóð við Lækjargötu 2/Austurstræti 22.

Brunaskýrsla 23. maí 2011, bréf frá Verkís um lagnaleið dags. 9. júlí 2014 fylgir erindi.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30. júní 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Ármúli 2  (01.290.401) 103756 Mál nr. BN048017

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047550 þannig að skrifstofuálmunni á 3. hæð verður skipt upp í þrjú brunahólf í húsinu á lóð nr. 2 við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 14. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

7. Ármúli 26  (01.292.102) 103791 Mál nr. BN048000

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými 0201 í tannlæknastofu og koma fyrir pallalyftu og nýju vindfangi á anddyri hússins á lóð nr. 26 við Ármúla.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Ásvallagata 58  (01.139.011) 100744 Mál nr. BN047880

Hildur Hrefna Kvaran, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka inndregnum svölum þannig að hjónaherbergi stækkar, franskrar svalir eru settar á hjónaherbergi og herbergi á suðurhlið hússins á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.

Fyrirspurn BN041786 dags. 20. júlí 2010 fylgir

Stækkun :  14,2 ferm., 34,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Barónsstígur 28  (01.190.314) 102447 Mál nr. BN047706

Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi hús og byggja fjögurra hæða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með kjallara og rishæð, samtals níu íbúðir á lóð nr. 28 við Barónsstíg.

Stærð:  Kjallari 94,6 ferm., 1. hæð 78,1 ferm., 2. 3. og 4. hæð 84,3, þakhæð 78,4 ferm.

Eldra hús flutt:  xx ferm., xx rúmm.

Samtals: 504,0 ferm., 1.423,7 rúmm.

Nhl. 1,95

Gjald kr. 9.500

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Dugguvogur 1B  (01.452.305) 190750 Mál nr. BN047785

Dugguvogur ehf., Dugguvogi 1b, 104 Reykjavík

DENGSI ehf, Aðallandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja efri hæð suður eftir bruna þann 30. janúar 2014 í sömu mynd og skv. gildandi teikningum atvinnuhúsið á lóð nr. 1B við Dugguvog.

Meðfylgjandi er úttektarskýrsla dags. 6. febrúar 2014 eftir brunann sem varð 30. janúar 2014 og ástandskönnun dags. 9. júní 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fáfnisnes 11  (01.675.013) 106894 Mál nr. BN048014

Þórólfur Óskarsson, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við til suðurs kjallara, 1. hæð og rishæð og úr járnbentri steinsteypu og einangrað að utan með þéttiull, koma fyrir þaksvölum á 1. hæð og kvist norðurhlið á rishæð tvíbýlishússins á lóð nr.  11 við Fáfnisnes.

Stækkun viðbyggingar: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Ferjuvogur 2  (01.440.101) 105399 Mál nr. BN047948

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja frístundaheimili,  mhl. 02,  á einni hæð,  að mestu leyti niðurgrafið, staðsteyptir veggir einangraðir að innan þar sem þeir standa upp  úr jörðu, en að utan neðanjarðar og þak er viðsnúið með lítið hallandi grasflöt efst og stétt við norðurbrún sem tengist  neðri skólalóð sunnan við aðal skólahús Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog.

Bréf hönnuðar dags. 1. júlí 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. júlí 2014  og varmatapsútreikningur ódags. fylgja erindi.

Stærðir húss: A rými: 342,0 ferm., 1.323,1 rúmm.

B rými 48,3 ferm.,  115,0 rúmm.

Samtals: 390,3 ferm., 1438,1 rúmm

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN047998

Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 01 5. áfanga sem er fimleikahús á suðurhluta íþróttamiðstöðvarinnar Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleynir .

Stækkun mhl. 01: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Freyjubrunnur 29  (02.695.503) 205733 Mál nr. BN047958

Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bílskýlum í bílskúra, 0111, 0112 og 0113 á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Gefjunarbrunnur 5  (02.695.202) 206006 Mál nr. BN047966

Trétraust ehf, Viðarrima 60, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047456, þannig að stigi verður lengdur, gluggar verða hækkaðir vegna gólfhitalagna, handrið verður lækkað og þakniðurföllum breytt á húsi á lóð nr. 5 við Gefjunarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grandavegur 42  (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048016

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046483 þannig að burðarvirki í bílageymslu er breyt í holplötur í stað  staðsteyptra platna, breyting í brunalýsingu, reyklosun sett í mhl. 01,02 og 03 og bílastæðum fjölgað um tvö stæði í húsinu á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Skýrsla brunahönnuðar dags. 14. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grettisgata 16  (01.182.110) 101826 Mál nr. BN047840

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, gera vinnuherbergi, snyrtingu, geymslu, þaksvalir, hækka þak yfir stigahúsi og koma fyrir þremur litlum kvistum á norðurhlið hússins á lóð nr. 16 við Grettisgötu.

Erindi BN045324 dregið til baka.

Bréf frá hönnuði dags. 6. júní 2014 og samþykki meðeigenda dags. 7 maí 2014 fylgir.

Stækkun : 82,1 ferm., 43,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grjótháls 7-11  (04.304.001) 111019 Mál nr. BN048012

Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Ölgerðin Egill Skallagríms ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja við mhl. 01 fimm lagertanka við suðurhlið, fjölga sílóum úr tveimur í þrjú við norðurhlið breyta kynningaraðstöðu á 1. hæð í átöppunarsal fyrir bjór og flytja kynningaraðstöðu upp á 2. hæð og verður pallur fyrir framan stiga stækkaður í húsinu á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.

Brunaskýrsla dags. 8. júlí 2014, umboð frá Hilmari Þór Kristinssyni þar sem hann veitir Gylfa Óskarssyni umboð til að undirrita öll skjöl er varðar byggingarleyfisumsókn fyrir 9-11 og bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Stækkun á palli: XX ferm,.

Síló mhl. 06 10,2 ferm., 79,0 rúmm. Síló mhl. 07, 08, 09, 10 og 11 hver um sig 4,2 ferm., 15,3 rúmm. Samtals: 31,2 ferm.,  155,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grænahlíð 16  (01.715.101) 107267 Mál nr. BN048015

Ragnhildur Lára Hannesdóttir, Grænahlíð 16, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fá samþykkta íbúð í rými 0001 sem á skiptasamningi frá 21. júní 1956 er kölluð 3. herbergja kjallaraíbúð í húsi á lóð nr. 16 við Grænuhlíð.

Bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014 og skiptasamningur dags. 21. júní 1956 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Háagerði 12  (01.817.107) 108143 Mál nr. BN047310

Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.

Erindi fylgir fyrirspurn  dags. 25. september 2012. Erindi var grenndarkynnt frá 8. maí til og með 5. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafdís Einarsdóttir, eigandi Mosgerði 22 dags. 30. maí 2014.

Stækkun:  41,5 ferm., 168,5 rúmm.

Gjald kr. 0

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hólmaslóð olíustöð 1  (01.085.001) 100001 Mál nr. BN047683

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa þrískipta varnarþró um bensíngeyma á olíustöð nr. 1 á lóð við Hólmaslóð.

Meðfylgjandi er brunahönnun frá mannvit ódags.

Einnig bréf Umhverfisstofnunar dags. 10.6. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

22. Hringbraut 121  (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gistiskála í flokki II að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut.

Samþykki meðeigenda fylgir dags.17.júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14.júní 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Ingólfsstræti 2A  (01.170.005) 101323 Mál nr. BN048037

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að hefja niðurrif og undirbúning framkvæmda í húsnæðinu Ingólfsstræti 2A skv. óútgefnu byggingarleyfi nr. BN046942.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

24. Jötnaborgir 5-7  (02.341.306) 175229 Mál nr. BN048013

Jón Jónsson, Dofraborgir 44, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að ?? í húsi nr. 7 á lóð nr. 1-7 við Jötnaborgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Korngarðar 1  (01.323.101) 222494 Mál nr. BN048020

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 01 vöruhús úr staðsteypu og stálvirki fyrir geymslu á grænmeti og ávöxtum á lóð nr. 1 við Korngarða.

Umsókn um starfsleyfi  dags. 11. júlí 2014 og bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Stærðir XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Korngarðar 13A  103902 Mál nr. BN048021

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta spennistöð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur klædda með hvítum álplötum á lóð nr. 13A við Korngarða.

Stærð: 35,0 ferm., 152,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Kringlan  4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048018

Sonja ehf., Skeiðarási 8, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að endurnýja umsókn BN043287 þar sem farið var fram á að breyta fyrirkomulagi innréttinga í einingum 132,134 og 136 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Bréf frá Verkís  um brunaviðvörunarkerfi dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur  19-19B  (01.171.110) 101376 Mál nr. BN047981

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047130 þannig að eldri kjallari verður uppfylltur og ekki með í ferm.,  gólfkvóti 1. hæðar breytist, steypt verður hluti af þaki viðbyggingar og fjarlægður er núverandi stigi og endurbyggja á nýjan stiga á sama stað í húsinu á lóð nr. 19 við Laugaveg.

Minnkun er 83,3 ferm., 197,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 20B  (01.171.504) 101420 Mál nr. BN047925

Sir Drinkalot ehf., Fálkagötu 5, 107 Reykjavík

Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tíu tveggja manna borðum á útisvæði fyrir aftan veitingastaðinn Kalda Bar sem er á jarðhæð hússins á lóð nr. 20B við Laugarveg.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.07.2014 fylgja með erindinu.Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 66-68  (01.174.202) 101606 Mál nr. BN048006

L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046870 þannig að komið verður fyrir verslun með ís og súkkulaði í rými 0104 og hársnyrtistofu og verslun með hársnyrtivörum í verslunarrýmið við hlið aðalinngangs .

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Lágmúli 4  (01.260.701) 103500 Mál nr. BN047838

Fasteignasalan Miklaborg ehf, Lágmúla 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hurð á norðurhlið og lagfæra eldhús í kjallara hússins á lóð nr. 4 við Lágmúla.

Samþykki meðeigenda dags. 23.júní 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Mosavegur 15  (02.376.101) 172445 Mál nr. BN047993

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp hjólaskýli úr pólýhúðuðum áleiningum með bogaformuðu þaki úr prófílplasti með steyptum undirstöðustólpum á lóð nr. 15 við Mosaveg.

Stærð B-rými: XX ferm.,  XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Mýrargata 12  (01.116.403) 222482 Mál nr. BN048019

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tengigang og koma fyrir glugga 1. hæðar  við nýja hótelhlutann sbr.  BN047874 á samliggjandi lóð nr. 14 á vesturgafl húsinu  lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Brunaskýrsla dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Mýrargata 14  (01.116.306) 100068 Mál nr. BN047874

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 og 16 og breyta þeim í hótelíbúðir, byggja tengibyggingu milli húsanna og einnig yfir í hús á nr. 12, þannig að hótelið stækki um húsin á lóðum nr. 14 og 16 sem verða sameinaðar í lóð nr. 14 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi er kvöð um aðgengi milli lóða dags. 12.6. 2014, skýring á sorphirðu fyrir Mýrargötu 2-16. Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 4. júlí 2014 fylgir erindinu stærðarbreytingar: nýbyggingar, stækkanir, ferm., rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Mörkin 4  (01.471.102) 105732 Mál nr. BN048009

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að útbúa tvö verslunarrými úr rými 0101 í húsinu á lóð nr. 4 við Mörkina

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Njálsgata 27  (01.190.035) 102372 Mál nr. BN047691

Finnur Guðlaugsson, Njálsgata 27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús og að rífa mhl.02 bílageymslu sem er staðsett á lóðinni og stækka húsið til norðurs á öllum hæðum og byggja þakhæð úr timbri við húsið á lóð nr. 27 við Njálsgötu.

Umsagnir frá Minjastofnun Íslands dags. 14. maí 2014, Minjasafni Reykjavíkur dags. 31. maí 2014 fylgja erindi.

Stækkun mhl.01 er 122,6 ferm., 281,6 rúmm.  Niðurrif mhl. 02 er 28,7 ferm., 66,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Njálsgata 34  (01.190.207) 102410 Mál nr. BN047869

Sönke Marko Korries, Njálsgata 34b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja port og rishæð á núverandi hús á lóð nr. 34B við Njálsgötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16.6. 2014 og annað dags. 1.7. 2014.

Stækkun 52,8 ferm., 138,2 rúmm.

Samtals eftir stækkun: 102 ferm., 280,9 rúmm.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Með vísan til athugasemda skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2014.

38. Óðinsgata 18B  (01.184.427) 102087 Mál nr. BN048023

Einar Guðmundsson, Grettisgata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum þar sem geymslan er gerð að baðherbergi og sýndur er gluggi á lóðarmörkum á húsinu á lóð nr. 18B við Óðinsgötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Pósthússtræti 11  (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048045

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir uppsteypu á veggjum og plötu yfir 2. hæð á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti sbr. erindi BN046537.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

40. Reykjahlíð 14  (01.701.310) 106996 Mál nr. BN047881

Árni Stefánsson, Reykjahlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi að stækka þakherbergi þannig að bætt er við þak og gluggi gerður lóðréttur í húsinu á lóð nr. 14 við Reykjahlíð.

Samþykki meðeigenda dags. 17. júní 2014 fylgir. Samþykki sumra Drápuhlíð 1, 2 og Eskihlíð 12B fylgir.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.07.2014 fylgja með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11.07. 2014.

41. Reynimelur 28  (01.541.104) 106325 Mál nr. BN047955

Birna Sigurbjörnsdóttir, Frostaskjól 43, 107 Reykjavík

Hilmar Sigurbjörnsson, Melgerði 7, 730 Reyðarfjörður

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og  skiptingu lóðar í sérafnotafleti fjölbýlishúss á lóð nr. 28 við Reynimel.

Erindi fylgir virðingargjörð dags, 20. janúar 1948 og samþykki meðeigenda dags. 28. júlí 2014. Útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.07.2014 fylgja með erindinu.Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Réttarholtsvegur  1-3  (01.830.001) 108453 Mál nr. BN048011

Guðmundur V Ingvarsson, Kórsalir 1, 201 Kópavogur

Kúlan ehf, Boðaþingi 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir grilli í söluturni með útsog út um útvegg,  upp með útvegg og upp með þakinu á húsinu á lóð nr. 1 við Réttarholtsveg.

Samþykki sumra meðlóðareigenda dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Sifjarbrunnur 26  (05.055.402) 206121 Mál nr. BN047967

Friðrik Kristinsson, Sifjarbrunnur 26, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN036832 samþykkt 22. janúar 2008 þannig að gluggum verður breytt, lóð lagfærð og komið fyrir handriðum sem fallvörn á norðausturhlið húss á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

44. Stjörnugróf 9  (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN047976

Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum þannig að opnanleg gluggafög eru minnkuð á vestur- og norðausturálmu og til að koma fyrir nýjum neðri gluggum  á norður- og austurhlið  hússins Lækjarás á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Stýrimannastígur 15  (01.135.507) 100501 Mál nr. BN047951

María Hrönn Gunnarsdóttir, Stýrimannastígur 15, 101 Reykjavík

Hörður Kristjánsson, Stýrimannastígur 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með lágu risi við vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 15 við Stýrimannastíg.

Erindi fylgja umsagnir Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. maí og Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2014 sem báðar eru jákvæðar.

Stækkun 13,3 ferm., 49,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Erindið er í grenndarkynningu.

46. Suðurgata 3  (01.141.003) 100877 Mál nr. BN048010

Samtökin '78,félag hinsegin f, Laugavegi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð þannig að burðarvirki breytist, salerni stækkuð til að koma fyrir aðgengi fyrir alla og komið verður fyrir hringstiga og pallalyftu á milli kjallara og 1. hæðar húss á lóð nr. 3 við Suðurgötu.

Gjald kr.  9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Úlfarsbraut 18-20  (02.698.403) 205711 Mál nr. BN048008

K16 ehf, Kárastíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á samþykktu erindi BN036214 þar sem koma fram ýmsar breytingar innanhúss, svalir stækkaðar í báðum íbúðum, útitröppur stækkaðar og fluttar nær lóðarmörkum og flytja staðsetningu á sorpi nær lóðarmörkum á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.

Stækkun vegna F rými verður að A rými.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Vallargrund 1A  (32.473.102) 222366 Mál nr. BN048022

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð fyrir Orkuveitu Reykjavík úr forsteyptum einingum með staðsteypta plötu á lóð nr. 1A við Vallargrund.

Stærð : 15,3 ferm.,  60,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Vallarstræti 4  (01.140.416) 100857 Mál nr. BN047440

Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014, greinargerð um stærðarbreytingar dags. 29.apríl 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. maí 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Niðurrif, skúr á baklóð, 12,6 ferm., 31,4 rúmm.

Niðurrif, risloft: 30 ferm.

Kjallari ónýttur?

Stækkun:  65 ferm. 217,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Vesturgata 52  (01.130.211) 100134 Mál nr. BN048007

Hömlur 1 ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Haraldur Einarsson, Urriðafoss, 801 Selfoss

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem fólu í sér að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð í rými 0101 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 52 við Vesturgötu. sbr. BN037806

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

51. Brautarholt 7  (01.242.004) 103029 Mál nr. BN048029

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar  Brautarholt 7 (staðgr. 1.242.004, landnr. 103029), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsinga-deildar dagsettum 16. 07. 2014.

Lóðin Brautarholt 7 (staðgr. 1.242.004, landnr. 103029) er 2471 m², teknir eru 8 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177),  bætt er 33 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin Brautarholt 7 (staðgr. 1.242.004, landnr. 103029) verður 2497 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði þann 13. 11. 2013, samþykkt í borgarráði þann 22. 11. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 01. 04. 2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Laugarnesvegur 64  (01.346.001) 104054 Mál nr. BN048046

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.346.0, í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Hrísateigur 39 (staðgr. 1.346.011, landnr. 104064), og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúann til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugarnesvegur 64, 66, 68, 70, 72, 74 og 74A og Hrísateigur 33, 35, 37, 39, 41,   43, 45 og 47, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. 7. 2014.

Lóðin Hrísateigur 39 (staðgr. 1.346.011, landnr. 104064) er 419 m², bætt við lóðina 39 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 458 m²

Lóðin Laugarnesvegur 64 er talin 750 m2, lóðin reynist 751 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 66 er talin 495 m2, lóðin reynist 495 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 68 er talin 495 m2, lóðin reynist 501 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 70 er talin 549 m2, lóðin reynist 549 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 72 er talin 675 m2, lóðin reynist 672 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 74 er talin 720 m2, lóðin reynist 720 m2.

Lóðin Laugarnesvegur 74A er talin 513 m2, lóðin reynist 513 m2.

Lóðin Hrísateigur 33 er talin 450 m2, lóðin reynist 453 m2.

Lóðin Hrísateigur 35 er talin 450 m2, lóðin reynist 449 m2.

Lóðin Hrísateigur 37 er talin 450 m2, lóðin reynist 449 m2.

Lóðin Hrísateigur 39 er talin 458 m2, lóðin reynist 458 m2.

Lóðin Hrísateigur 41 er talin 462 m2, lóðin reynist 462 m2.

Lóðin Hrísateigur 43 er talin 462 m2, lóðin reynist 462 m2.

Lóðin Hrísateigur 45 er talin 462 m2, lóðin reynist 462 m2.

Lóðin Hrísateigur 47 er talin 506 m2, lóðin reynist 506 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 14. 12. 2011, samþykkt í borgarráði þann 15. 12. 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 01. 02. 2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Sundabakki 4  (01.332.401) 176017 Mál nr. BN048025

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýjum mæliblöðum fyrir lóðirnar Sundabakki 4, Sundabakki 6, Sundabakki 8, og Sægarðar 3 í Sundahöfn. Mæliblöðin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2014. Helstu breytingar eru að byggingarreitir lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða eru stækkaðir og stærðir lóðanna nr. 4 og6 við Sundabakka breytist innbyrðis. Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á þessum breytingum.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Sundabakki 6  (01.338.401) 174247 Mál nr. BN048026

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýjum mæliblöðum fyrir lóðirnar Sundabakki 4, Sundabakki 6, Sundabakki 8, og Sægarðar 3 í Sundahöfn. Mæliblöðin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2014. Helstu breytingar eru að byggingarreitir lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða eru stækkaðir og stærðir lóðanna nr. 4 og6 við Sundabakka breytist innbyrðis. Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á þessum breytingum.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Sundabakki 8  (01.338.501) 176018 Mál nr. BN048027

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýjum mæliblöðum fyrir lóðirnar Sundabakki 4, Sundabakki 6, Sundabakki 8, og Sægarðar 3 í Sundahöfn. Mæliblöðin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2014. Helstu breytingar eru að byggingarreitir lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða eru stækkaðir og stærðir lóðanna nr. 4 og6 við Sundabakka breytist innbyrðis. Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á þessum breytingum.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Sægarðar 3  (01.339.101) 103877 Mál nr. BN048028

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýjum mæliblöðum fyrir lóðirnar Sundabakki 4, Sundabakki 6, Sundabakki 8, og Sægarðar 3 í Sundahöfn. Mæliblöðin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2014. Helstu breytingar eru að byggingarreitir lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða eru stækkaðir og stærðir lóðanna nr. 4 og6 við Sundabakka breytist innbyrðis. Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á þessum breytingum.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

57. Fellsmúli  2-12  (01.296.001) 103855 Mál nr. BN047994

Gísli Vigfússon, Fellsmúli 2, 108 Reykjavík

Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Fellsmúli 2, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalahurð og pall á lóðina út frá  kjallara fjölbýlishússins 2 á lóð nr. 2-12 við Fellsmúla.

Teikning sem sýnir staðsetningu timburverandar, fylgir.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum meðal annars samþykki meðeigenda og meðlóðarhafa húsanna 2-6-8 við Fellsmúla  . Sækja þarf um byggingarleyfi.

58. Haðaland 10-16  (01.864.401) 108813 Mál nr. BN048004

Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa bílskúr og reisa nýjan sömu stærðar og byggja við húsið á lóð nr. 16 við Haðaland.

Bréf frá hönnuði dags. 11 júlí 2014 fylgir.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum samkvæmt umsögn á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.

59. Hjallaland 1-31 2-40  (01.862.001) 108797 Mál nr. BN047989

Halldóra Árndís Ingvadóttir, Hjallaland 1, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að helluleggja og koma fyrir bílastæði á lóð sem húseigandi fékk yfirráðarétt yfir árið 1997 við raðhús  nr. 1 á lóð nr. 1-31, 2-40 við Hjallaland.

Samþykki frá meðeigendum á lóð undanskildum tveimur, með fyrirvara frá 20. maí 1997 og 28. apríl 1998.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltúa dags. 17. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Nei.

Samræmist ekki skipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.07.2014.

60. Njálsgata 4A  (01.182.203) 101855 Mál nr. BN047814

Elísabet Sigurðardóttir, Efstasund 29, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að lyfta þaki og koma fyrir 4 kvistum á húsi á lóð nr. 4A við Njálsgötu.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

61. Nökkvavogur 29  (01.445.112) 105565 Mál nr. BN047997

Hörður Valgeirsson, Nökkvavogur 29, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja  bílskúr sem sýndur er á teikningu á lóð nr. 29 við Nökkvavog.

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi hvað varðar stærð.

62. Sólheimar 20  (01.432.410) 105266 Mál nr. BN048005

Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir, Sólheimar 20, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að síkka stofuglugga og koma fyrir palli  á lóð nr. 20 við Sólheima.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum m.a. samþykki meðeigenda. Sækja þarf um byggingarleyfi.

63. Suðurlandsbraut 8  (01.262.103) 103517 Mál nr. BN048030

Vietnam Restaurant ehf, Kleppsvegi 28, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að staðsetja forðageymslu fyrir F-gas við norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Jákvætt.

Tímabundið til eins árs. Að uppfylltum skilyrðum, m.a. samþykki meðeigenda.  Sækja þarf um byggingarleyfi.

Þessir sátu fundinn : Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Skúli Þorkelsson, Karólína Gunnarsdóttir og Bjarni Þór Jónsson

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:09.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 29. júlí kl. 09:45 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 788. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Skúli Þorkelsson og Bjarni Þór Jónsson

Fundarritari var : Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 12A  (01.140.408) 100851 Mál nr. BN047872

Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 5. hæðar þannig að lokað er fyrir stigaop, opnað er að hluta upp í þakrými, gluggar á hlið og þakgluggar endurnýjaðir og hæð á svalahandriði verður hækkuð með hertu gleri í húsinu á lóð nr. 12A við Austurstræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands.dags. 9. júlí 2014 og tölvupóstur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 28 júlí 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

2. Austurstræti 3  (01.140.213) 100834 Mál nr. BN047871

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað/krá í flokki III, teg. F, fyrir 45 gesti í húsi á lóð nr. 3 við Austurstræti.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2014 fylgir með erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04. júlí 2014.

Einnig fylgja hljóðvistarskýrsla dags. 8. júlí 2014 og samþykki eiganda lóðar sem flóttastiginn fer út á dags. 17. júlí 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Þinglýsa skal kvöð um flóttaleið á aðliggjandi lóðum fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ármúli 2  (01.290.401) 103756 Mál nr. BN048017

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047550 þannig að skrifstofuálmu á 3. hæð verður skipt upp í þrjú brunahólf í húsi á lóð nr. 2 við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 14. júlí 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bankastræti 2  (01.170.101) 101328 Mál nr. BN048053

FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bakhúsum, mhl. 04 og 02 á 1. og 2. hæð þannig að stigagangur í mhl 02 verður lokaður, komið verður fyrir kæligeymslu og geymslurými í núverandi eldhúsi, opnað verður inn í mhl 04, komið verður fyrir lyftu, salernum fjölgað og komið verður fyrir nýju eldhúsi á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Bankastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Faxafen 10  (01.466.101) 195609 Mál nr. BN048062

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð sem eru að ??? í húsinu á lóð nr. 10 við Faxafen.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Fáfnisnes 11  (01.675.013) 106894 Mál nr. BN048014

Þórólfur Óskarsson, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við til suðurs kjallara, 1. hæð og rishæð og úr járnbentri steinsteypu og einangrað að utan með þéttull, koma fyrir þaksvölum á 1. hæð og kvist norðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr.  11 við Fáfnisnes.

Stækkun viðbyggingar: XX ferm., XX rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Ferjuvogur 2  (01.440.101) 105399 Mál nr. BN048068

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi til aðstöðusköpunar og jarðvegsframkvæmda fyrir væntanlegar byggingarframkvæmdir við nýbyggingu frístundaheimilis á lóð Vogaskóla við Ferjuvog 2, sbr. byggingarleyfi BN047948 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

8. Flugvöllur 106748  (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN048056

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047738, að koma fyrir kjallara undir jarðvegsyfirborði miðgarðs sem notaður verður fyrir starfsmannaaðstöðu staðsteyptur með viðsnúnu hellulögðu þaki í húsi flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík nr. 66 við Nauthólsveg á lóð 106748 við flugvöllinn.

Stækkun kjallara:  XX ferm., XXrúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Friggjarbrunnur 3-5  (02.693.802) 205758 Mál nr. BN047911

Konráð Adolphsson, Friggjarbrunnur 3, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til uppsetningar á opnanlegu garðskýli úr álrömmum á rennibrautum, glerjað með einföldu plexigleri, á þaksvölum fjölbýlishúss á lóð nr. 3-5 við Friggjarbrunn.

Samþykki meðeigenda á Friggjarbrunni 3, sumra á Friggjarbrunni 5 og tölvupóstur burðarvirkishönnuðar dags. 16. júlí 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Frostaskjól 2  (01.516.-99) 105873 Mál nr. BN048047

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að smíða á staðnum tengigang og flytja tvær færanlegar stofur, K101-E og K102-E frá framleiðanda á bílastæði við íþróttahús KR/Frístundaheimilið Frostheima á lóð nr. 2 við Frostaskjól.

Stærðir : K101-E og K102-E: 160,4 ferm., 562,0 rúmm.

Tengirými 1,9 ferm., 3,8 rúmm.

Tengigangur 22,7 ferm. , 62,00 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Gefjunarbrunnur 5  (02.695.202) 206006 Mál nr. BN047966

Trétraust ehf, Viðarrima 60, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047456, þannig að stigi verður lengdur, gluggar verða hækkaðir vegna gólfhitalagna og þakniðurföllum breytt á húsi á lóð nr. 5 við Gefjunarbrunn.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Grandavegur 42  (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048016

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046483 þannig að burðarvirki í bílageymslu er breytt í holplötur í stað staðsteyptra platna, breyting í brunalýsingu, reyklosun sett í mhl 01, 02 og 03 og bílastæðum fjölgað um tvö stæði í húsinu á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Skýrsla brunahönnuðar dags. 14. júlí 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Grettisgata 9  (01.172.235) 101489 Mál nr. BN048039

Frón íbúðir ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna rishæð með svölum á húsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.

Stækkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Grjótháls 8  (04.301.201) 111014 Mál nr. BN047979

S fasteignir ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður fjarlægðum tækjabúnaði mhl. 04 og 05 sem notaður var fyrir vetni á lóð nr. 8 við Grjótháls.

Stærðir sem fjarlægðar voru: Mhl. 04, 25,0 ferm., 75,0 rúmm. Mhl. 05, 14,6 ferm., 37,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hafnarstræti 17  (01.118.502) 100098 Mál nr. BN048060

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu úr steinsteypu með mansandþaki, sem sem í verður hótel í flokki V með 72 herbergjum og verður  tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norð-og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Erindi BN047204 um niðurrif á bakhúsi er í fresti.

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Niðurrif:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16. Hafnarstræti 19  (01.118.503) 100099 Mál nr. BN048059

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 72 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti  verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti .

Niðurrif:  XX ferm., XX rúmm.

Stærðir nýs hús:  XX ferm. , XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17. Hólavallagata 3  (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047276

Hólavellir fjárfestingarfélag, Eyktarási 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, lækka jarðveg við suðurhlið húss, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 15. maí til og með 12. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Rússneska sendiráðið dags. 11 júní 2014 og  Árni Guðmundsson og Hjördís Dalberg dags. 12. júní 2014. 

Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014.

Stækkun:  76,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

18. Hólmaslóð olíustöð 1  (01.085.001) 100001 Mál nr. BN047683

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa þrískipta varnarþró um bensíngeyma á olíustöð nr. 1 á lóð við Hólmaslóð.

Meðfylgjandi er brunahönnun frá verkfræðistofunni Mannvit ódagsett, einnig bréf Umhverfisstofnunar dags. 10. júní 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda slökkviliðs á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 103  (01.154.407) 101135 Mál nr. BN048075

SA Verk ehf., Áslandi 3, 270 Mosfellsbær

Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir uppsteypu á sökklum, botnplötu og  lögnum í jörð, sbr. erindi BN047377.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

20. Hverfisgata 55  (01.152.519) 101091 Mál nr. BN048058

Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar sbr. BN047097 þar sem hurð er fjarlægð í kjallara rými 0002 og komið er fyrir hurð út á svalir 0202 í húsi á lóð nr. 55 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Klettagarðar 13  (01.325.201) 180007 Mál nr. BN048024

FAST-2 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN045390 þannig að gerð er grein fyrir hillurekkakerfi, háhilluskápum, innri breytingum í húsi og komið er fyrir útigasgeymslum í suðaustur horni og við austurhlið lóðar í húsinu á lóð nr. 13 við Klettagarða.

Bréf frá EFLU verkfræðistofu dags. 16. júlí 2014, Bréf frá hönnuði dags. 16. Júlí 2014 og skissur af hverju er verið að breyta ódags. fylgir.

Gjald kr. 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lambhagavegur 23  (02.684.101) 189563 Mál nr. BN048061

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047811 þannig að byggð er spennistöð rými 0102 inn í mhl. 02 í rými 0101 og ætlunin er að nota toppinn á 0102 sem millipall í gróðurhúsinu á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.

Stækkun millilofts og vegna framkvæmdar við sökkul á spennistöðinni : 17,4 ferm., og 16,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laufásvegur 2  (01.183.005) 101917 Mál nr. BN046127

Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki I, tegund heimagisting, fyrir 14 gesti, fimm herbergi á 1. hæð og tvö studioherbergi í kjallara með sérinngangi, heimili leigusala er á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24. Laugavegur  19-19B  (01.171.110) 101376 Mál nr. BN047981

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047130 þannig að eldri kjallari verður uppfylltur og ekki með í ferm.,  gólfkóti 1. hæðar breytist, steypt verður hluti af þaki viðbyggingar og fjarlægður er núverandi stigi og endurbyggja á nýjan stiga á sama stað í húsinu á lóð nr. 19 við Laugaveg.

Minnkun er 83,3 ferm., 197,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Laugavegur 162  (01.242.401) 103042 Mál nr. BN047711

Þjóðskjalasafn Íslands, Pósthólf 5390, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja þakvirki, þakklæðningar og glugga, og byggja svalir og breyta innri skipan í rishæð húss nr. 1 á lóð nr. 162 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Leirubakki 18-32  (04.633.201) 111866 Mál nr. BN048032

Leirubakki 30,húsfélag, Leirubakka 30, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innan hús og jafnframt fyrir ósamþykktri íbúð í rými 0001 í fjölbýlishúsinu nr. 30 á lóð nr. 18-32 við Leirubakka.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Samræmist ekki ákvæðum byggingareglugerðar.

27. Melhagi 20-22  (01.542.014) 106368 Mál nr. BN047992

Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti, sbr. erindi BN046614,  í atvinnuhúsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Miklabraut 101  (01.285.001) 103737 Mál nr. BN048052

S fasteignir ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Gylfi Þór Harðarson, Kristnibraut 85, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047614 þannig að komið er fyrir gasgeymslu á suðurhlið og breytt er afgreiðsluborði í veitingastaðnum í bensínstöðinni á lóð nr. 101 við Miklabraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda slökkviliðs á umsóknarblaði.

29. Mosavegur 15  (02.376.101) 172445 Mál nr. BN047993

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp hjólaskýli úr pólýhúðuðum áleiningum með bogaformuðu þaki úr prófílplasti með steyptum undirstöðustólpum á lóð nr. 15 við Mosaveg.

Stærð B-rými: XX ferm.,  XX rúmm.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Mýrargata 14  (01.116.306) 100068 Mál nr. BN047874

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 og 16 og breyta þeim í hótelíbúðir, byggja tengibyggingu milli húsanna og einnig yfir í hús á nr. 12, þannig að hótelið stækki um húsin á lóðum nr. 14 og 16 sem verða sameinaðar í lóð nr. 14 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi er kvöð um aðgengi milli lóða dags. 12.6. 2014, skýring á sorphirðu fyrir Mýrargötu 2-16. Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 4. júlí 2014 fylgir erindinu stærðarbreytingar: nýbyggingar, stækkanir, ferm., rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Njálsgata 12A  (01.182.212) 101864 Mál nr. BN048063

Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Njálsgata 12a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. erindi BN045055 þannig að kvistur er breikkaður á húsinu á lóð nr. 12A við Njálsgötu.

Stækkun kvist : XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Ofanleiti 2  (01.743.101) 107427 Mál nr. BN048044

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir nýjan aðalinngang á norðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Ofanleiti.

Stærð B-rýmis : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Ofanleiti 2  (01.743.101) 107427 Mál nr. BN048043

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046910 þannig að komið er fyrir gluggum og hurð á suðurhlið og gluggum á norðurhlið, hæðarsetning og stærð á hjólageymslunni er breytt á lóð nr. 2 við Ofanleiti.

Stækkun hjólageymslu: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Óðinsgata 8B  (01.180.307) 101718 Mál nr. BN048034

Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045708 þannig að pallur sem tengdur er við útitröppur verður stækkaður við húsið á lóð nr. 8B við Óðinsgötu.

Umsögn Minjastofnun Íslands. dags. 28. júlí 2014 fylgir erindi og samþykki lóðarhafa Óðinsgötu 8 er áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Ránargata 29A  (01.135.207) 100456 Mál nr. BN047866

Black Sheep ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í fjórum svefnherbergum, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. júní 2014 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 21. júní 2014 fylgja erindi.

Stækkun kvist :  8,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu vísað er til uppdrátta 101A,102A og 103A dags. 20.06.2014.

36. Reynimelur 28  (01.541.104) 106325 Mál nr. BN047955

Birna Sigurbjörnsdóttir, Frostaskjól 43, 107 Reykjavík

Hilmar Sigurbjörnsson, Melgerði 7, 730 Reyðarfjörður

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og skiptingu lóðar í sérafnotafleti fjölbýlishúss á lóð nr. 28 við Reynimel.

Erindi fylgir virðingargjörð dags. 20. janúar 1948 og samþykki meðeigenda dags. 28. júlí 2014. Útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Réttarholtsvegur  1-3  (01.830.001) 108453 Mál nr. BN048011

Guðmundur V Ingvarsson, Kórsalir 1, 201 Kópavogur

Kúlan ehf, Boðaþingi 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir grilli í söluturni þannig að hann verður veitingaverslun með útsog út um útvegg, upp með útvegg og upp með þakinu á húsinu á lóð nr. 1 við Réttarholtsveg.

Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 15. júlí og aftur 23. júlí 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Saltvík 125744  (00.064.000) 125744 Mál nr. BN047557

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð við norðurhlið matvinnsluhluta svínasláturhúss á lóðinni Saltvík 125744.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 3. júní 2014 og samþykki Matvælastofnunar dags. 24. júlí 2014.

Stækkun:  28,5 ferm., 95,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Sifjarbrunnur 26  (05.055.402) 206121 Mál nr. BN047967

Friðrik Kristinsson, Sifjarbrunnur 26, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN036832 samþykkt 22. janúar 2008 þannig að gluggum verður breytt, lóð lagfærð og komið fyrir handriðum sem fallvörn á norðausturhlið húss á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Skipasund 43  (01.358.205) 104482 Mál nr. BN047914

Þór Marteinsson, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Bryndís Guðnadóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og stiga niður í garð, færa kofa á lóð, færa innkeyrslu og byggingarreit fyrir bílskúr við hús á lóð nr. 43 við Skipasund.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

41. Skólavörðustígur 6  (01.171.205) 101386 Mál nr. BN047739

GK Clothing ehf., Skólavörðustíg 6, 101 Reykjavík

Brekkugerði 19 ehf., Búlandi 34, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingaverslun í flokki I sem selur grillaðar samlokur og djús í fatabúðinni í húsinu á lóð nr. 6 við Skólavörðustíg.

Samþykki eigenda dags. 20. maí 2014 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2014.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Skútuvogur 4  (01.420.201) 105166 Mál nr. BN048049

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046811 þannig að gluggasetningu er breytt á 1. og 2. hæð, komið er fyrir nýjum gluggum og klæðningar einingar eru stækkaðar á vesturhlið hússins á lóð nr. 4 við Skútuvog.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Snorrabraut 83  (01.247.505) 103386 Mál nr. BN047868

Hostel Village ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík

KBH Holdings ehf., Stígprýði 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til ýmiss konar breytinga innanhúss og til að byggja skábraut frá björgunaropi í eldhúsi yfir á bílskúrsþak á húsi á lóð nr. 83 við Snorrabraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Sólvallagata 48  (01.134.616) 100416 Mál nr. BN047986

Agla ehf, Smáragötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN047396 þannig að innvegir færast til, brunamerkingar eru felldar út og breytt er salerni starfsmanna í húsinu á lóð nr. 48 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Stakkholt 2-4  (01.241.103) 103018 Mál nr. BN048041

Stakkholt - miðbær ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045197 þannig að útvegg íbúða 0203, 0303, 0403, 0503, 0603 og 0703 í mhl. 02 sem kemur að aðliggjandi húsi er breytt vegna skekkju á lóðarmörkum og til að stækka svalir í mhl. 02 06010 og 0611,  mhl. 03 0604 og 0605, mhl. 04 0514 og  mhl. 05 0504 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Starrahólar 3  (04.646.903) 111983 Mál nr. BN047783

Símon Símonarson, Starrahólar 3, 111 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum vegg að göngustíg á suðaustur mörkum lóðar, til að byggja sorpgeymslu og til að síkka glugga í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 3 við Starrahóla.

Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 4. júní 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu vegna veggjar og göngustígs.

47. Sundlaugavegur 24  (01.361.007) 104556 Mál nr. BN048040

Sundlaugavegur 24,húsfélag, Sundlaugavegi 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka steinsteyptar svalir úr 3,2 ferm í 6,1 ferm á fyrstu og annarri hæð  á suðurhlið hússins á lóð nr. 24 við Sundlaugaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Vallargrund 1A  (32.473.102) 222366 Mál nr. BN048022

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð fyrir Orkuveitu Reykjavík úr forsteyptum einingum með staðsteypta plötu á lóð nr. 1A við Vallargrund.

Stærð : 15,3 ferm.,  60,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Vest.6-10A/Tryggv.18  (01.132.113) 216605 Mál nr. BN048054

Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi húsnæði mhl 01, 03 og 04  í gistiheimili í flokki V, hámarksfjöldi gesta á gistiheimili er 62 í 31 herbergi og í veitingahús í flokki III fyrir 120 gesti í húsi nr. 6-10A Vesturgötu.

Umsögn skipulags 28. febrúar 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Þórunnartún 4  (01.220.004) 102780 Mál nr. BN047985

Þórunnartún 4 slf., Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið, byggja inndregna 5. hæð ofan á og til að innrétta gististað með 93 herbergjum í flokki V, teg. a á lóð nr. 4 við Þórunnartún.

Stækkun:  1.817 ferm., 5.759,7 rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 ásamt umsókn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Þverás 2  (04.724.301) 112407 Mál nr. BN048042

Bergþór Ólafsson, Þverás 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum vegna lokaúttektar sbr. BN040042 þannig að hætt er við vindfang á 2. hæð og felldur er út stigi frá svölum út í garð í húsinu á lóð nr. 2 við Þverás.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

52. Afskráning lóða  110905 Mál nr. BN048066

Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar óskar eftir því að eftirfarandi lóðir verði afskráðar úr fasteignaskrá. Um er að ræða lóðir sem láðst hefur að afskrá úr fasteignaskrá, t.d. í kjölfar þess að ný lóð var stofnuð á sama landi og eldri lóð. Afskráning lóðanna er liður í leiðréttingu skrifstofu eigna-og atvinnuþróunar á eignum borgarinnar í fasteignaskrá.

Starfsmenn landupplýsingadeildar og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hafa kortlagt lóðirnar og greint hvor óhætt sé að afskrá.

Heiti í fasteignaskrá Landnúmer Fastanúmer

Bleikjukvísl 110905 110905          2328433

Bauganes               106855             2327952

Blesugróf Grænidalur  110999             2328455

Blesugróf Hof              111006             2328460

Blesugróf Lindarás  110997             2328453

Bogahlíð 1              107189             2327969

Brúnavegur Norðurhlíð  104175            2327757

Borgartún                102764             2327678

Borgartún 102765 102765             2327679

Borgartún 11             102768     2327681

Bústaðav. Fossvbl. 31  108682    2328115

Bústaðav. Fossvbl. 36  108760             2328129

Bústaðav. Fossvbl. 41  108681     2328114

Bústaðav. Fossvbl. 48  107563             2328032

Eiðsgrandi Lýsi              105940     2327887

Engjavegur Þlb. 13-15  104956             2327793

Fossvogsblettur 14  108671       2328106

Fossvogsblettur 18  108664    2328102

Fossvogsblettur  4 108669             2328105

Grandavegur               105945             2327889

Háaleitisbraut   11 103757             2327715

Holtavegur Náman  105159    2327803

Frostaskjól 22               105779             2327868

Hraunberg 112193 112193    2328588

Kleppsvegur Lmbl. 31  103931    2327740

Laugarnesvegur Lmbl32  103933    2327742

Nesvegur Eiðisbl. 2  105744             2327863

Reykjanesbr. Fvbl. 24  107570    2328039

Reykjanesbr. Fvbl. 56  107490    2328016

Sogavegur Sogambl. 12  105654             2327843

Sogavegur Sogambl. 13  105651             2327840

Sogavegur Sogambl. 6  105652     2327841

Sogavegur Sogambl. 7 107824             2328080

Suðurlandsbr. 105595 105595    2327834

Vesturbr. Krmbl. 17  110505    2328376

Þvottalaugav. Kmbl. 9  104703    2327772

Kaplaskjólsvegur 105968 105968             2327893

Kleppsvegur Borgarsj.  103886    2327730

Kleppsvegur Laugarnes  103862             2327726

Kleppsvegur Ægissíða  103887             2327731

Laufásvegur húsgvinnu  106938    2327964

Laufásvegur sendibst.  106647             2327922

Laugarnesvegur               103929             2327738

Laugarnesvegur Hafnsj  104044             2327753

Hraunberg              112187             2328587

Mörkin 2              105731      2327856

Mörkin 2-4 2R             105733             2327857

Njarðargata   106744    2327940

Reykjanesbr. Fvbl.  107484             2328013

Skildinganes   106779             2327943

Skúlagata 10A              101035             2327605

Smárarimi 0  109437    2328260

Steintún               102762             2327676

Suðurlandsbr. 105658 105658    2327844

Suðurlandsbr. 105685 105685             2327853

Suðurlandsbr. 105742 105742      2327859

Suðurlandsbr. 110844 110844             2328428

Suðurlandsbr. 110954 110954             2328435

Suðurlandsbr. 110957 110957    2328436

Suðurlandsv Grafarhl.  111602     2328513

Vesturbrún 11             104778             2327782

Vatnsveituv. Birkilun  111713             2328525

Vesturlandsv. Gr.hl  110744    2328423

Vesturlandsv. Gr.hl L  110741     2328421

Vesturlandsv. Krmbl 4  110575    2328382

Vesturlandsv. Krmbl 5  110574     2328381

Vesturlandsv. verksm.  108944             2328154

Þormóðsstaðav. Lambh.  106110    2327899

Þvottalaugav. Laugabó  104718             2327778

Rauðalækur bílastæði  103996             2327751

Þorragata 1A  106698     2327938

Suðurlandsbr. 105661 105661             2327845

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Afskráning lóða  100827 Mál nr. BN048064

Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar óskar eftir því að eftirfarandi lóðir verði afskráðar úr fasteignaskrá. Um er að ræða lóðir sem láðst hefur að afskrá úr fasteignaskrá, t.d. í kjölfar þess að ný lóð var stofnuð á sama landi og eldri lóð. Afskráning lóðanna er liður í leiðréttingu skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar á eignum borgarinnar í fasteignaskrá.

Starfsmenn landupplýsingadeildar og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hafa kortlagt lóðirnar og greint hvort óhætt sé að afskrá.

Heiti í fasteignaskrá Landnúmer Fastanúmer

Aðalstræti 3              100827            2327581

Austurstræti 1              100835    2327583

Hafnarstræti 2               100828              2327582

Múlavegur Þlb. 7 Býli   104951              2327789

Reykjanesbr Leynim 1   107473              2328006

Reykjanesbr Leynim 1A  107472      2328005

Reykjanesbr Leynim 4   107469   2328003

Lambasel 12A               200764    2328762

Hverfisgata 23              213837            2327600

Ingólfsstræti 9               101393              2327625

Reykjavíkurvegur 30  106653              2327928

Suðurlandsv. 112365  112365              2328630

Suðurlandsvegur gróð.   111600      2328511

Vesturlandsv. Korpstl      109582     2328283

Blesugróf Dalbær   111005              2328459

Blesugróf Fagrihvammur  110987      2328448

Gufunesvegur 108950  108950              2328159

Fossvogsblettur  3   108668              2328104

Holtavegur Þlb. 11   104955              2327792

Holtavegur Þlb. 12   104953              2327790

Kleppsvegur Laugam 33  103932             2327741

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Hólmsheiðarvegur 139  (05.185.101) 220238 Mál nr. BN048069

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á meðfylgjandi breytingablaði og lóðauppdrætti, staðgr. 5.185.1, dagsettum 21. 07. 2014, vegna lóðanna Hólmsheiðarvegur 139, Hólmsheiðarvegur 141 og  Hólmsheiðarvegur 143.

Lóðin Hólmsheiðarvegur 139 (staðgr. 5.185.101, landnr. 220238), er 120055 m², teknir eru 120055 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218183),  bætt er 200 m² við lóðina frá Hólmsheiðarvegi 141, lóðin Hólmsheiðarvegur 139 (staðgr. 5.185.101, landnr. 220238), verður 200 m².

Lóðin Hólmsheiðarvegur 141 (staðgr. 5.185.102, landnr. 220239), er 31393 m², teknir eru 27043 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218183), teknir eru 200 m² af lóðinni og bætt við Hólmsheiðarveg 139, lóðin Hólmsheiðarvegur 141 (staðgr. 5.185.102, landnr. 220239), verður  4150 m².

Hólmsheiðarvegur 143 (staðgr. 5.185.103, landnr. 220240) er 16532 m², teknir eru 16532 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218183), lóðin Hólmsheiðarvegur 143 (staðgr. 5.185.103, landnr. 220240)  verður 0 m² og hverfur og verður máð úr skrám.

Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 19. 03. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 03. 04. 2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

55. Ármúli 5  (01.262.002) 103514 Mál nr. BN047973

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Þórsmörk 7, 810 Hveragerði

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði í norðurálmu í gistiheimili með 43 herbergjum á lóð nr. 5 við Ármúla.

Skissur af fyrirhuguðum breytingum fylgir. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2014 fylgja með fyrirspurninni.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi.

56. Bollagata 7  (01.247.709) 103405 Mál nr. BN048050

Davíð Kristófer Young, Bollagata 7, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir hurð út frá stofu íbúðar í kjallara út á lóð nr. 7 við Bollagötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðlóðarhafa.

57. Engjavegur 8  (01.378.201) 196006 Mál nr. BN048065

EM2014 ehf., Engjavegi 6, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir tímabundinni uppsetningu á áhorfendastúku fyrir 4.200 manns í tengslum við Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi dagana 15. - 18 október í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á lóð nr. 6 við Engjaveg.

Áætlað er að hafist verði handa við uppsetningu á stúkunni 8. október og að búið verði að taka stúkuna niður 22.  október 2014.

Brunaskýrsla á ensku dags. 1 júlí 2014 fylgir.

Frestað.

Erindinu er vísað til umsagnar forvarnadeildar SHS og heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkur.

58. Grensásvegur 12  (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048035

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fengist til að endurbyggja viðbyggingu sem er mhl.02 og hækka um eina hæð, bæta inndreginni hæð ofan á mhl. 01 og grafa frá byggingu til að mynda bakgarð á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Hverfisgata 57  (01.152.517) 101089 Mál nr. BN048055

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir flóttaleið úr risi yfir á svalir sem verða útbúnar ofan á þak lyftuhúss, til að hægt verði að nota geymsluloft sem svefnloft í fjölbýlishúsi á lóð nr. 57 við Hverfisgötu.

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

60. Ingólfsstræti 8  (01.170.308) 101345 Mál nr. BN048048

ISKCON,krishnasamfélag, Hörpugötu 13, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta íbúð á 1. hæð í safnaðarheimili og bænarhús trúfélags veitingarhús í flokki I á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61. Kleppsvegur 92  (01.353.003) 104214 Mál nr. BN047923

Þorbjörn Guðjónsson, Kleppsvegur 92, 104 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði íbúð á jarðhæð parhúss á lóð nr. 92 við Kleppsveg.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 29. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi.

62. Mávahlíð 20  (01.702.210) 107054 Mál nr. BN048033

Stefán Logi Sigurþórsson, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta ytra útliti til samræmis við áður samþykkt erindi frá 1981 við hús nr. 18 sem búið er að framkvæma og fól í sér að lyfta þaki,  koma fyrir kvisti  og breyta innra skipulagi ósamþykktrar risíbúðar í húsinu á lóð nr. 20 við Mávahlíð.

Bréf frá umsækjanda ódagsett og ljósmynd af húsinu fylgja erindi.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um nýtt byggingarleyfi.

63. Njálsgata 87  (01.191.015) 102473 Mál nr. BN048051

María Jónsdóttir, Njálsgata 87, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að stækka snyrtingu, færa lögn undir stiga, stytta vegg við skorstein og færa eldhús inn í stofu  íbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 87 við Njálsgötu.

Ljósmyndir af íbúð fylgja erindi.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda ásamt umsögn burðavirkishönnuðar.

64. Óðinsgata 4  (01.180.304) 101715 Mál nr. BN048031

Haukur Þorsteinsson, Búland 6, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta rými 0201 sem í dag er skráð tannlæknastofa í íbúð í húsinu á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.

65. Stakkhamrar 7  (02.293.704) 109041 Mál nr. BN047867

Óskar Þór Óskarsson, Reykjavegur 74, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort leyft yrði að byggja við húsið til norðausturs um 4 metra og til norðvesturs um 5 metra, alls um 20 ferm. á lóð nr. 7 við Stakkhamra.

Neikvæð fyrirspurn BN044527 dags. 12. júní 2014 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2014 fylgja með erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum samanber leiðbeiningar í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2014.

66. Ægisíða 123  (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048036

Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær

Spurt er hvort leyfi fengist til að skipta upp rými 0101 sem er verslun í tvo hluta í húsinu á lóð nr. 123 við Ægisíðu.  

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi.

Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Skúli Þorkelsson og Bjarni Þór Jónsson

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:10.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 09:22 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 789. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 11  (01.813.213) 107900 Mál nr. BN048099

Erna Valdís Sigurðardóttir, Hólmgarður 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu með pappaklæddu timburþaki og setja hurð og tröppur úr borðstofu út í garð við tvíbýlishús á lóð nr. 11 við Akurgerði.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda.

Stærðir bílskúr: 30,7 ferm., 107,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Almannadalur 25-29  (05.865.201) 208504 Mál nr. BN047899

Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á austurgafl eins og eru á vesturgafli, skipta loftunargerði úti í fjóra hluta og breyta inni kring um stiga í einingum 0103 og 0104 í hesthúsi á lóð nr. 25 við Almannadal.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 24.7. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 12A  (01.140.408) 100851 Mál nr. BN047872

Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 5. hæðar þannig að lokað er fyrir stigaop, opnað er að hluta upp í þakrými, gluggar á hlið og þakgluggar endurnýjaðir og hæð á svalahandriði verður hækkuð með hertu gleri í húsinu á lóð nr. 12A við Austurstræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands.dags. 9. júlí 2014 og tölvupóstur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 28 júlí 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4. Austurstræti 22  (01.140.504) 100864 Mál nr. BN047949

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Jörundur ehf., Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta fyrir sameiginlega notkun sviðslistadeilda Listaháskóla Íslands á 2. og 3. hæð í Nýja Bíói í húsi á lóð við Lækjargötu 2/Austurstræti 22.

Brunaskýrsla 23. maí 2011, bréf frá Verkís um lagnaleið dags. 9. júlí 2014 fylgir erindi.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30. júní 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Álfheimar 31  (01.435.014) 105304 Mál nr. BN048080

E 18 ehf, Logafold 32, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að vinnustofa 0001 stækkar í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 31 .

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Ármúli 9  (01.263.001) 103518 Mál nr. BN048073

Hótel Ísland ehf., Holtsbúð 87, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047780 þannig að stækkaður verður veitingastaðurinn á 1. hæð til suðurs og svo aðrar smávægilegar breytingar á öðrum hæðum í húsinu á lóð nr. 9 við Ármúla.

Stækkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bankastræti 2  (01.170.101) 101328 Mál nr. BN048053

FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bakhúsum, mhl. 04 og 02 á 1. og 2. hæð þannig að stigagangi í mhl 02 verður lokað, komið verður fyrir kæligeymslu og geymslurými í eldhúsi, opnað verður inn í mhl 04 og komið fyrir lyftu, salernum fjölgað og komið fyrir nýju eldhúsi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Bankastræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. júlí 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Barónsstígur 5  (01.154.412) 101139 Mál nr. BN047381

Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðausturhlið og innrétta gistiheimili í rými 0201 á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2014 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð frá 13. júní til 11. júlí 2014. Engar athugasemdir bárust. Fyrirspurnarerindi sama efnis sem fékk jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 25. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig samþykki meðeigenda fyrir rekstri gistiheimilis og vegna byggingar svala fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9. Bergstaðastræti 9B  (01.180.313) 101723 Mál nr. BN048077

Eignarbaugur ehf, Búlandi 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í rými 0101 og færa inntök lagna í rými 0102 í fjölbýlishúsi á lóð nr, 9B við Bergstaðastræti.

Gjald kr 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Bleikargróf 1  (01.889.015) 115729 Mál nr. BN047977

Þorsteinn Hauksson, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík

Ásta Svavarsdóttir, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lyfta þaki austanverðu, koma fyrir tveimur nýjum samvöxnum kvistum, nýtt anddyri er reist á austurhlið, svalir á suðugafl, nýir gluggar og forskalning fjarlægð og sett bárujárn í staðinn, inntök eru flutt og tengd við nýjan lagnastokk í bílskúr og byggt er við hann á lóð nr. 1 við Bleikargróf.

Bréf frá hönnuði dags. 7. júlí 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa fylgir erindi.

Einnig umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. júlí 2014.

Stækkun húss:  24,6 ferm., 151,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Bragagata 26A  (01.186.639) 102334 Mál nr. BN047670

Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við einbýlishúsið á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.

Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014.

Gjald kr 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 1 dags. 27. júní 2007.

12. Breiðagerði 7  (01.814.108) 107929 Mál nr. BN047655

Ásta Ósk Stefánsdóttir, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist og stækka annan á vesturhlið, byggja tvo nýja kvisti á austurhlið og klæða og einangra að utan með aluzinkuðu bárujárni hús og bílskúr á lóð nr. 7 við Breiðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. ágúst 2014 fylgir erindinu.  Erindið var sent í grenndarkynningu sem frá 2. júlí til 30. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  5 ferm., 26,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Bugðulækur 6  (01.344.301) 104034 Mál nr. BN048087

Steindór Eiríksson, Bugðulækur 6, 105 Reykjavík

Lilja Ásgeirsdóttir, Bugðulækur 6, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr norðaustan við fjölbýlishús á lóð nr. 6 við Bugðulæk.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 10. júlí 2014 og sumra lóðarhafa Bugðulækjar 8 dags. 13. júlí 2014.

Stærð:  43 ferm., 143 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa. til ákvörðunar um grenndarkynningar. Vísað er til uppdrátta nr. 100-01, -02 og -03 dags. 25. maí 2014.

14. Drafnarfell  2-18  (04.683.007) 112306 Mál nr. BN048089

Róði ehf., Grjótaseli 17, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að loka hurð og gluggum á suðurhlið hússins nr. 12 á lóð nr. 2-18 við Drafnarfell.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Fáfnisnes 11  (01.675.013) 106894 Mál nr. BN048014

Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Þórólfur Óskarsson, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kjallara, 1. hæð og rishæð til suðurs og úr járnbentri steinsteypu og einangrað að utan með þéttull, koma fyrir þaksvölum á 1. hæð og kvist á norðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr.  11 við Fáfnisnes.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. júlí 2014 fylgir.

Stækkun viðbyggingar: 94,1 ferm., 262,2rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

16. Fiskislóð 23-25  (01.089.202) 209680 Mál nr. BN048098

Lýsing hf., Ármúla 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta frágangi lóðar, útliti suðurgafls  og til að breyta veitingasölu úr flokki I í flokk II, tegund C, sjá erindi BN047357, í húsi á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Flugvöllur 106748  (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN048056

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047738, að koma fyrir kjallara undir jarðvegsyfirborði miðgarðs sem notaður verður fyrir starfsmannaaðstöðu staðsteyptur með viðsnúnu hellulögðu þaki í húsi flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík nr. 66 við Nauthólsveg á lóð 106748 við flugvöllinn.

Stækkun kjallara:  143,2 ferm., 520,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN047998

Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta rýmisnr., byggja við mhl. 01 5. áfanga sem er fimleikahús úr forsteyptum samlokueiningum og þakið klætt með stallastáli, einangrað og klætt að ofan með pvc þakdúki á suðurhluta íþróttamiðstöðvarinnar Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleynir .

Stækkun mhl. 01: 2.309,4 ferm., 23.472,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Friggjarbrunnur 3-5  (02.693.802) 205758 Mál nr. BN047911

Konráð Adolphsson, Friggjarbrunnur 3, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til uppsetningar á opnanlegu garðskýli úr álrömmum á rennibrautum, glerjað með einföldu plexigleri, á þaksvölum fjölbýlishúss á lóð nr. 3-5 við Friggjarbrunn.

Samþykki meðeigenda á Friggjarbrunni 3, sumra á Friggjarbrunni 5 og tölvupóstur burðarvirkishönnuðar dags. 16. júlí 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Grandavegur 42  (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048082

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að steypa upp veggi á neðri hæð bílgeymslu ásamt súlum, milligólfi bílgeymslna, sökklum undir plötu og gólfplötu efri hæðar bílgeymslu þar sem ekki eru holplötur, sbr. stofnerindi nr.  BN046483 og með breytingum í erindi BN048016 sem samþykkt var 29.07.2014

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Grjótháls 7-11  (04.304.001) 111019 Mál nr. BN048012

Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Ölgerðin Egill Skallagríms ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja við mhl. 01 fimm lagertanka við suðurhlið, fjölga sílóum úr tveimur í þrjú við norðurhlið breyta kynningaraðstöðu á 1. hæð í átöppunarsal fyrir bjór og flytja kynningaraðstöðu upp á 2. hæð og verður pallur fyrir framan stiga stækkaður í húsinu á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.

Brunaskýrsla dags. 8. júlí 2014, umboð frá Hilmari Þór Kristinssyni þar sem hann veitir Gylfa Óskarssyni umboð til að undirrita öll skjöl er varðar byggingarleyfisumsókn fyrir 9-11 og bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Síló mhl. 06 10,2 ferm., 79,0 rúmm. Síló mhl. 07, 08, 09, 10 og 11 hver um sig 4,2 ferm., 15,3 rúmm. Samtals: 31,2 ferm.,  155,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Haukdælabraut 48-56  (05.114.702) 214804 Mál nr. BN048071

Jón Guðmann Jakobsson, Haukdælabraut 48, 113 Reykjavík

Halla Gísladóttir, Haukdælabraut 48, 113 Reykjavík

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í raðhúsi nr. 48, sjá erindi BN044541 og BN045810, á lóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Hólavallagata 3  (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047276

Hólavellir fjárfestingarfélag, Eyktarási 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, lækka jarðveg við suðurhlið húss, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 15. maí til og með 12. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Rússneska sendiráðið dags. 11 júní 2014 og  Árni Guðmundsson og Hjördís Dalberg dags. 12. júní 2014. 

Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014.

Stækkun:  76,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Hólmaslóð olíustöð 1  (01.085.001) 100001 Mál nr. BN047683

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa skilveggi milli þróa 1, 2 og 3 í olíustöð nr. 1 á lóð við Hólmaslóð.

Meðfylgjandi er brunahönnun frá verkfræðistofunni Mannvit ódagsett, einnig bréf Umhverfisstofnunar dags. 10. júní 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt 31. júlí 2014.

Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Korngarðar 1  (01.323.101) 222494 Mál nr. BN048020

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 01 vöruhús úr staðsteypu og stálvirki fyrir geymslu á grænmeti og ávöxtum á lóð nr. 1 við Korngarða.

Umsókn um starfsleyfi  dags. 11. júlí 2014 og bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014 fylgir.

Stærðir A rýmis :  5.481,2 ferm., 60.694,1 rúmm. B rými: 118,7 ferm., 641,0 rúmm. Samtals : 5.599,9 ferm., 61.335,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lambhagavegur 23  (02.684.101) 189563 Mál nr. BN048061

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047811 sem er breyting við BN047660 þannig að byggð er spennistöð rými 0102 inn í mhl. 02 í rými 0101 og ætlunin er að nota toppinn á 0102 sem millipall í gróðurhúsinu á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.

Stækkun millilofts og vegna framkvæmdar við sökkul á spennistöðinni : 17,4 ferm., og 16,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að umsögn matvælastofnunar og greinagerðu um starfsemi í vinnusal liggi fyrir, fyrir útgáfu endanlegs byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Lágmúli 4  (01.260.701) 103500 Mál nr. BN047838

Fasteignasalan Miklaborg ehf, Lágmúla 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hurð á norðurhlið og lagfæra eldhús í kjallara hússins á lóð nr. 4 við Lágmúla.

Samþykki meðeigenda dags. 23.júní 2014fylgir.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

28. Lindargata 28  (01.152.410) 101056 Mál nr. BN048090

Laugadepla ehf., Bæjarlind 14-16, 203 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu sökkla, kjallaraveggi, plötu yfir kjallara  og lögnum í jörð skv. erindi BN047355 á lóð nr. 28-30 við Lindargötu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.

Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Lyngháls 4  (04.326.402) 180304 Mál nr. BN047942

Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hundasnyrtistofu í rými 0204 í húsinu á lóð nr. 4 við Lyngháls.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Lækjargata 6B  (01.140.509) 100869 Mál nr. BN047983

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga á bakhlið og breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3 hæð, fjarlægð eru eldhús, borðstofa og dagstofa og innréttuð herbergi í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Nesvegur 47  (01.531.103) 106143 Mál nr. BN047561

Kristín Árnadóttir, Nesvegur 47, 107 Reykjavík

Stefán Melsted, Reynimelur 44, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum inni sem eru veggir sagaðir og úti hafa verið komið fyrir hurð og glugga á kjallara verönd og fjórum þakgluggum á suðurhluta þaks. á  húsinu á lóð nr. 47 við Nesveg.

Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 28. júlí 2014 og bréf frá hönnuði dags. 28. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Pósthússtræti 11  (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048072

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á hönnun, sjá BN046537, á 1. hæð og í kjallara Hótel Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Ránargata 29A  (01.135.207) 100456 Mál nr. BN047866

Black Sheep ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í fjórum svefnherbergum, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. júní 2014 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 21. júní 2014 fylgja erindi.

Stækkun kvist :  8,3 rúmm. Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

34. Reykjavíkurflugvöllur 9  (01.62-.-90) 106643 Mál nr. BN048081

Hörður Guðmundsson, Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 3x6 metra skrifstofu- og geymslugám við flugskýli flugfélagsins Ernir nr. 6 í flugvallargeira 3 á Reykjavíkurflugvelli.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29.7. 2014, og bréf flugfélagsins Ernis dags. 29.7. 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Stöðuleyfi til eins árs.

35. Reynimelur 28  (01.541.104) 106325 Mál nr. BN047955

Birna Sigurbjörnsdóttir, Frostaskjól 43, 107 Reykjavík

Hilmar Sigurbjörnsson, Melgerði 7, 730 Reyðarfjörður

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og skiptingu lóðar í sérafnotafleti fjölbýlishúss á lóð nr. 28 við Reynimel.

Erindi fylgir virðingargjörð dags. 20. janúar 1948 og samþykki meðeigenda dags. 28. júlí 2014. Útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. júlí 2014  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

36. Réttarholtsvegur  1-3  (01.830.001) 108453 Mál nr. BN048011

Guðmundur V Ingvarsson, Kórsalir 1, 201 Kópavogur

Kúlan ehf, Boðaþingi 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir grilli í söluturni þannig að hann verður veitingaverslun með útsog út um útvegg, upp með útvegg og upp með þakinu á húsinu á lóð nr. 1 við Réttarholtsveg.

Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 15. júlí og aftur 23. júlí 2014, Bréf frá umsækjanda dags. 5. ágúst. 2014 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra varðandi ákvæði um samþykki meðlóðarhafa.

37. Saltvík 125744  (00.064.000) 125744 Mál nr. BN048095

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýja frystigeymslu úr timbri við austurhlið svínasláturhúss á lóðinni Saltvík, 125744.

Jafnframt er erindi BN046812 dregið til baka.

Stækkun:  166,5 ferm., 811,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skeggjagata 3  (01.243.510) 103152 Mál nr. BN047362

Hermann Jónsson, Skeggjagata 3, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og leyfi til þess að sameina tvær íbúðareignir í eina eign og byggja svalir á austurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 3 við Skeggjagötu.

Erindi fylgir samþykki eiganda á nr. 1 áritað á uppdrátt.

Erindi var grenndarkynnt frá 5. maí til og með 2. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gísli Óskarsson dags. 31. maí 2014.

Ný skráningartafla fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Snorrabraut 83  (01.247.505) 103386 Mál nr. BN047868

Hostel Village ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík

KBH Holdings ehf., Stígprýði 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til ýmiss konar breytinga innanhúss og til að byggja skábraut frá björgunaropi í eldhúsi yfir á bílskúrsþak á húsi á lóð nr. 83 við Snorrabraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Stjörnugróf 9  (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN047975

Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir verkfærageymslum sem verða óeinangraðar og óupphitaðar úr timbri, klæddar timbri með bárujárnsþökum á steyptum sökkuleiningum,  á lóð nr. 9 við Stjörnugróf Bjarkarás.

Stærð verkfærageymslu 1 er: 8,7 ferm., 23,0 rúmm.

Stærð verkfærageymslu mhl. 10 er: 27,0 ferm., 74,5 rúmm.

Samtals: 35,7 ferm., 97,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Erindið er í grenndarkynningu.

41. Stjörnugróf 9  (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN047976

Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum þannig að opnanleg gluggafög eru minnkuð á vestur- og norðausturálmu og til að koma fyrir nýjum neðri gluggum  á norður- og austurhlið  hússins Lækjarás á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Suðurgata 3  (01.141.003) 100877 Mál nr. BN048010

Samtökin '78,félag hinsegin f, Laugavegi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð þannig að burðarvirki breytist, salerni stækkuð til að koma fyrir aðgengi fyrir alla og komið verður fyrir hringstiga og pallalyftu á milli kjallara og 1. hæðar húss á lóð nr. 3 við Suðurgötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. júlí 2014 fylgir erindi.

Gjald kr.  9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Suðurlandsbraut 8  (01.262.103) 103517 Mál nr. BN047684

Vietnam Restaurant ehf, Kleppsvegi 28, 104 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp til eins árs bráðabirgða læsta eldvarða forðageymslu úr ryðfríu stáli til varðveislu á F- gasi við norðurhlið veitingahússins á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Jákvæð fyrirspurn BN048030 dags. 22. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Tímabundið til eins árs.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Sundlaugavegur 30A  (00.000.000) 104720 Mál nr. BN048074

Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og fyrirkomulagi í veitingasölu í flokki I fyrir 30 gesti á 1. hæð í Heilsumiðstöðinni Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29. júlí 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Súðarvogur 36  (01.454.401) 105639 Mál nr. BN048085

Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá íbúð/vinnustofu á annari hæð sem íbúð í húsi á lóð nr. 36 við Súðavog.

Íbúðin er skráð sem 30% atvinnuhúsnæði og 70% íbúðarhúsnæði.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Thorsvegur 1  (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN047307

Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir bökunareldhúsi á 1. hæð í rými 12.28 og að koma fyrir fellistiga við norðurhlið á húsi Korpúlfsstaða á lóð nr. 1 við Thorsveg.

Umsögn Minjastofnun Ísland 16. júlí 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Vatnagarðar 8  (01.337.703) 103914 Mál nr. BN047669

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar, sjá erindi BN045363, í húsi á lóð nr. 8 við Vatnagarða.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

48. Vesturgata 33  (01.135.102) 100439 Mál nr. BN047965

Kristín Ómarsdóttir, Vesturgata 33b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa geymsluskúr mhl. 04 sem liggur milli nr. 33A, mhl. 03, og nr. 33B, mhl. 02,  á lóð nr. 33 við Vesturgötu.

Erindi fylgir jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30. júní og samþykki meðlóðarhafa dags. 31. ágúst 2014.

Stærð geymsluskúrs: 20,2 ferm. og 60,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49. Vitastígur 12  (01.173.119) 101536 Mál nr. BN048101

Hugver ehf, Pósthólf 671, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss vegna lokaúttektar sem felast í að geymsla er minnkuð og þar komið fyrir hurð á lömum í stað rennihurðar í íbúð 0102 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vitastíg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Þingholtsstræti 15  (01.180.104) 101680 Mál nr. BN048091

Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli og breyta fyrirkomulagi í kjallara sbr. erindi BN040125 í einbýlishúsi, mhl. 02, á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.

Stærðir viðbygging, svalaskýli. 11,7 ferm., 28,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Þingvað 21  (04.773.801) 198724 Mál nr. BN048076

Steinn Guðjónsson, Smárarimi 13, 112 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð, timbur á steyptum kjallara með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 21 við Þingvað.

Erindi fylgir staðfesting á starfsábyrgðartryggingu aðalhönnuðar dags. 6. maí 2014.

Jafnframt eru áður samþykkt erindi, BN032120 og BN036900 felld úr gildi.

Stærð:  Íbúð 181,1 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm.

Samtals 215,4 ferm., 773,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

52. Þrastargata 7  (01.553.110) 106536 Mál nr. BN047238

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar, sjá erindi BN045916, þar sem m.a. er felldur út björgunarstigi og björgunarop fært á einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Þrastargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

53. Ægisíða 123  (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048100

Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að skipta núverandi verslunarhúnæði í tvö atvinnurými á 1. hæð húss á lóð nr. 123 við Ægisíðu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Ægisíða 82  (01.543.301) 106439 Mál nr. BN048079

Anton Örn Bjarnason, Ægisíða 82, 107 Reykjavík

Sótt et um leyfi il að fjarlægja vegg milli eldhúss og borðstofu og stækka gat í 160 cm milli borðstofu og hols í íbúð á 1. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 82 við Ægisíðu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

55. Urðarstígur 14  (01.186.403) 102278 Mál nr. BN048103

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Urðarstígur 14, Urðarstígur 16 og Urðarstígur 16A eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 30. 7. 2014.

Urðarstígur 14 (staðgr. 1.186.403, landnr. 102278), lóðin er talin 238,9 m², lóðin reynist 247 m², teknir eru  20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 227 m².

Urðarstígur 16 (staðgr. 1.186.404, landnr. 102279), lóðin er talin 149,9 m², lóðin reynist 154 m², teknir eru 7 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16A, teknir eru 20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt 0,1 m² við lóðina frá Urðastíg 16A, bætt 0,1 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  lóðin verður 127 m².

Urðarstígur 16A (staðgr. 1.186.405, landnr.102280), lóðin er talin 102,5 m², lóðin reynist 106 m², bætt 7 m² við lóðina frá Urðarstíg 16A, teknir eru  0,1 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16, lóðin verður 113 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 09. 05. 2012, samþykkt í borgarráði þann 18. 05. 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. 06. 2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Urðarstígur 16  (01.186.404) 102279 Mál nr. BN048104

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna

Urðarstígur 14, Urðarstígur 16 og Urðarstígur 16A eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 30. 7. 2014.

Urðarstígur 14 (staðgr. 1.186.403, landnr. 102278), lóðin er talin 238,9 m², lóðin reynist 247 m², teknir eru  20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 227 m².

Urðarstígur 16 (staðgr. 1.186.404, landnr. 102279), lóðin er talin 149,9 m², lóðin reynist 154 m², teknir eru 7 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16A, teknir eru 20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt 0,1 m² við lóðina frá Urðastíg 16A, bætt 0,1 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  lóðin verður 127 m².

Urðarstígur 16A (staðgr. 1.186.405, landnr.102280), lóðin er talin 102,5 m², lóðin reynist 106 m², bætt 7 m² við lóðina frá Urðarstíg 16A, teknir eru  0,1 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16, lóðin verður 113 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 09. 05. 2012, samþykkt í borgarráði þann 18. 05. 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. 06. 2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

57. Urðarstígur 16A  (01.186.405) 102280 Mál nr. BN048105

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna

Urðarstígur 14, Urðarstígur 16 og Urðarstígur 16A eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 30. 7. 2014.

Urðarstígur 14 (staðgr. 1.186.403, landnr. 102278), lóðin er talin 238,9 m², lóðin reynist 247 m², teknir eru  20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 227 m².

Urðarstígur 16 (staðgr. 1.186.404, landnr. 102279), lóðin er talin 149,9 m², lóðin reynist 154 m², teknir eru 7 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16A, teknir eru 20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt 0,1 m² við lóðina frá Urðastíg 16A, bætt 0,1 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  lóðin verður 127 m².

Urðarstígur 16A (staðgr. 1.186.405, landnr.102280), lóðin er talin 102,5 m², lóðin reynist 106 m², bætt 7 m² við lóðina frá Urðarstíg 16A, teknir eru  0,1 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16, lóðin verður 113 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 09. 05. 2012, samþykkt í borgarráði þann 18. 05. 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. 06. 2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

58. Vallarstræti 2  (01.140.421) 222269 Mál nr. BN048107

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna

Vallarstrætis 2 og Vallarstrætis 4, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi upp-dáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 31. 7. 2014.

Vallarstræti 2 (staðgr. 1.140.421, landnr. 222269), lóðin er 88 m², teknir        2 m² af lóðinni og bætt við Vallarstræti 4, lóðin verður 86 m².

Vallarstræti 4 (staðgr. 1.140.416, landnr. 100857), lóðin er 239 m², bætt er    2 m² við lóðina frá Vallarstræti 2, lóðin verður  241 m²

Breytingar þessar byggja á: Mælingu á húsinu Vallarstræti 4 sem Land-upplýsingadeild gerði í júlí 2014. Gögnum í safni Landupplýsingadeildar, mælingadeild. Vörpun á lóðamörkum í Hnitakerfi Reykjavíkur 1951 eftir rannsóknarvinnu á staðnum. Deiliskipulagi samþykktu í umhverfis- og skipulagsráði þann 12. 07. 2013, samþykktu í borgarráði þann 25. 07. 2013 og auglýstu í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. 10. 2013.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Vallarstræti 4  (01.140.416) 100857 Mál nr. BN048108

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna

Vallarstrætis 2 og Vallarstrætis 4, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi upp-dáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 31. 7. 2014.

Vallarstræti 2 (staðgr. 1.140.421, landnr. 222269), lóðin er 88 m², teknir        2 m² af lóðinni og bætt við Vallarstræti 4, lóðin verður 86 m².

Vallarstræti 4 (staðgr. 1.140.416, landnr. 100857), lóðin er 239 m², bætt er    2 m² við lóðina frá Vallarstræti 2, lóðin verður  241 m²

Breytingar þessar byggja á: Mælingu á húsinu Vallarstræti 4 sem Land-upplýsingadeild gerði í júlí 2014. Gögnum í safni Landupplýsingadeildar, mælingadeild. Vörpun á lóðamörkum í Hnitakerfi Reykjavíkur 1951 eftir rannsóknarvinnu á staðnum. Deiliskipulagi samþykktu í umhverfis- og skipulagsráði þann 12. 07. 2013, samþykktu í borgarráði þann 25. 07. 2013 og auglýstu í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. 10. 2013.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

60. Brekkustígur 12  (01.134.308) 100357 Mál nr. BN048097

SKYN ehf., Brekkustíg 12, 101 Reykjavík

Sigurður Björn Blöndal, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leigja megi í 3-20 daga í senn íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Brekkustíg.

Meðfylgjandi er útskrift úr fundargerð húsfundar Brekkustígs 12 dags. 28.7. 2014

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61. Einholt 2  (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048083

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili með níu gistieiningum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Einholt.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Engjavegur 8  (01.378.201) 196006 Mál nr. BN048065

EM2014 ehf., Engjavegi 6, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir tímabundinni uppsetningu á áhorfendastúku fyrir 4.200 manns í tengslum við Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi dagana 15. - 18 október í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á lóð nr. 6 við Engjaveg.

Áætlað er að hafist verði handa við uppsetningu á stúkunni 8. október og að búið verði að taka stúkuna niður 22.  október 2014.

Umsögn (tölvupóstur) heilbrigðisfulltrúa dags. 1. ágúst 2014 fylgir erindinu.

Brunaskýrsla á ensku dags. 1 júlí 2014 fylgir.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum samanber umsagnir heilbrigðisfulltrúa og forvarnadeildar SHS. Skila skal til byggingarfulltrúa greindagerðu um burðarfyrirkomulag áhorfendabekkja

63. Grettisgata 64  (01.191.001) 102459 Mál nr. BN048093

Daiva Léliené, Heiðarbær 7, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja glugga og hurð á rými 0104 sem er viðbygging út frá rými 0103 í húsinu álóð nr. 64 við Grettisgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og samþykki meðeigenda í húsi fylgi.

64. Háagerði 22  (01.817.402) 108149 Mál nr. BN048092

Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu við einbýlishús á lóð nr. 22 við Háagerði.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Hátún 35  (01.235.116) 102960 Mál nr. BN048084

Ásgeir G Daníelsson, Hátún 35, 105 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi 20 fermetra sólstofu (viðbyggingu úr gleri) við austurgafl íbúðarhússins á lóð nr. 35 við Hátún.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda.

66. Hávallagata 17  (01.160.301) 101163 Mál nr. BN048078

Stefana Gunnlaug Karlsdóttir, Sléttuvegur 31, 103 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta sjálfstæða íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Hávallagötu.

Nei.

Ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara.

67. Ingólfsstræti 8  (01.170.308) 101345 Mál nr. BN048048

ISKCON,krishnasamfélag, Hörpugötu 13, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta íbúð á 1. hæð í safnaðarheimili, bænahús og veitingahús í flokki I á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

68. Langavatnsvegur 6  (05.15-.-78) 113409 Mál nr. BN047926

Örn Pálmason, Baldursgata 30, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka sumarhús eða til að reisa annað sumarhús á landinu sem er 1,1 hektara lóð nr. 6 við Langavatnsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2014.

Nei.

Samanber umsögn skipulagfulltrúa dags. 29. júlí 2014.

69. Laugavegur 86-94  (01.174.330) 198716 Mál nr. BN048086

Charin Thaiprasert, Frostafold 23, 112 Reykjavík

Noodle Station ehf, Skólavörðustíg 21a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta "take away" veitingastað í flokki ? í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

70. Óðinsgata 21  (01.184.515) 102120 Mál nr. BN048094

Anna María McCrann, Grettisgata 29, 101 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi glugga til að gera löglegt björgunarop og koma fyrir syllu ásamt handriði á vegg við gluggann.

Samþykki meðeigenda fylgir og samþykki Minjastofnunar Íslands

Jákvætt.

71. Unufell 44-50  (04.686.001) 112341 Mál nr. BN048096

Norbert Kopczewski, Unufell 48, 111 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta geymslu í þvottahús í fjölbýlishúsinu nr. 48 á lóð nr. 44-50 við Unufell

Nei.

Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.

72. Vatnsveituvegur 4  (04.767.701) 179640 Mál nr. BN047546

Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 18 fermetra viðbyggingu úr timbri að austurhlið hesthúss (matshl. 41 - hús merkt nr. 17) á lóðinni nr. 4 við Vatnsveituveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2014 og umsögn stjórnar hestamannafélagsins Fáks dags. 9. júlí 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, og með vísan til umsagnar skipulagfulltrúa dags. 8. ágúst 2014.

73. Veltusund 3B  (01.140.420) 100860 Mál nr. BN048070

Hlal Jarah, Veltusund 3b, 101 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi innra skipulagi verslunar í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindi.

74. Öldugata 41  (01.134.414) 100384 Mál nr. BN047933

Sigurbjörg E Guðmundsdóttir, Öldugata 41, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt fáist íbúð 0001 í norðurhluta kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 41 við Öldugötu.

Erindi fylgir þinglýst afsal dags. 31. mars 2005, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 6. ágúst 1996 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2014.

Nei.

Samkvæmt framlögðum gögnum.

Fleira gerðist ekki

Fundi slitið kl. 12:00

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Bjarni Þór Jónsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir