Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2014, miðvikudaginn 14. maí kl. 09:09, var haldinn 67. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Reynir Sigurbjörnsson, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson , Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 335 frá 12. maí 2014.
2. Álfsnes, gas og jarðgerðarstöð, kostir og gallar jarðgerðarstöðvar Mál nr. US140012
Kynnt minnisblað Environice dags. í apríl 2014 um kosti og galla á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Elsa Hrafnhildur Yeoman tekur sæti á fundinum kl. 9:33
Stefán Gíslason, Environice, Margrét Gauja Magnúsdóttir, stjórnarformaður SORPU, Björn Hafsteinn Halldórsson framkvæmdarstjóri SORPU og Guðmundur Ólafsson verkfræðingur frá Mannviti kynna.
(A) Skipulagsmál
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 9. maí 2014.
4. Garðastræti 17, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps Mál nr. SN140044
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskiplagi Grjótaþorps vegna lóðanna nr. 17 og 17a við Garðastræti. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar í eina lóð, Garðastræti 17, samkvæmt uppdr. Argos ehf. 22. janúar 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. febrúar til og með 7. mars 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Eigendur fasteignar og lóðar við Mjóstræti 6 dags. 6. mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2014.
Samþykkt með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2014.
Björgvin Rafn Sigurðarson lögfr. tekur sæti á fundinum undir þessum lið
5. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131. Lögð var fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: " Í því skyni að ná meiri sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit er lagt til að skoðað verði hvort unnt sé að koma byggingunni fyrir á nýjum og betri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar." Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins. Einnig er kynnt minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.
Kynnt.
Elsa Hrafnhildur Yeoman víkur af fundi undir þessum lið.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 778 frá 13. maí 2014.
7. Mýrargata 12, Hótel/viðbygging Mál nr. BN047562
J.E. Skjanni, byggingaverkt ehf, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu, sem breytist lítillega innanhúss, viðbyggingin er á lóð nr. 12 við Mýrargötu.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 6.5. 2014.
Stærðir: 1.866,6 ferm., 5.952,9 rúmm.
Kynnt
(D)Ýmis mál
8. Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsvæðum, fagrýnihópur nýbygginga. Mál nr. US140089
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. í 14. maí 2014 þar sem lagt er til að stofnaður verði hópur faglegra álitsgjafa undir stjórn byggingarfulltrúans í Reykjavík til þess að rýna og gefa umsagnir um hönnun helstu nýbygginga auk áhrifa þeirra á nærumhverfið á hverfisverndarsvæðinu innan Snorrabrautar/ Hringbrautar. Einnig skal fjalla um mikilvægar nýbyggingar á lykilstöðum annarsstaðar í borginni. Í faghópnum séu auk byggingarfulltrúa tveir fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands og einn fulltrúi frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Auk þess verði skipulagsfulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu skipulags, bygginga og borgarhönnunar ráðgjafi hópsins.
Faghópurinn skal gefa umsögn um listræna ásýnd og gæði bygginga og lóða sem verði hluti af umfjöllun um byggingarleyfi. Álitsgjafar verði skipaðir til þriggja og fjögurra mánaða í senn. Hópurinn komi að jafnaði saman vikulega svo framarlega sem tilefni gefst til. Byggingarfulltrúi mótar í framhaldi af samþykkt þessari starfsreglur hópsins í samvinnu við AÍ og FÍLA. Jafnfram skal skipað í hóp álitsgjafa eins fljótt og auðið er.
Byggingarfulltrúi getur auk ofangreinds kallað saman faghópinn ef þörf krefur.
Fyrirkomulag og árangur vinnunnar verði metið og endurskoðað að ári liðnu
Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi kl. 11:17 Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að fjalla um lið nr. 7.
Elsa Hrafnhildur Yoeman víkur af fundi kl. 11:30, Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að fjalla um lið nr. 7 hér undan á fundinum.
Frestað
9. Bryggjuhverfi, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag (04.0) Mál nr. SN140083
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 27. febrúar 2014 þar sem erindi Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 18. febrúar 2014, um áskorun til borgarstjórnar um að auglýsa hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Bryggjuhverfis er f.h. borgaráðs vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við undirbúning að hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Elliðaárvogur, uppbygging (04.0) Mál nr. SN140124
Elliðaárvogur ehf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Klasi ehf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Ingva Jónassonar f.h. Klasa ehf. og Elliðaárvogs ehf. dags. 17. mars 2014 varðandi samstarf um mögulega hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu við Elliðaárvog. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við undirbúning að hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Gufunes, framtíðaruppbygging (02.2) Mál nr. SN140238
Lagt fram minnisblað stýrihóps dags. 8. maí 2014 um framtíðaruppbyggingu Gufunessvæðis.
Minnisblað stýrihóps dags. 8. maí 2014 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 12:30
12. Skipulagslög, frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum Mál nr. US140094
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. apríl 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og borgarlögmanni f.h. borgarráðs á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (bótaákvæði o.fl.). Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2014 kynnt.
13. Umhverfisáhrif, frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum Mál nr. US140102
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014 varðandi frumvarp um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu).
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. maí 2014 kynnt.
14. Umhverfis- og skipulagssvið, ársreikningur 2013 Mál nr. US140104
Lagt fram til kynningar ársreikningur umhverfis- og skipulagssviðs 2013. Einnig er lögð fram verkstöðuskýrsla nýframkvæmda frá janúar til desember 2013.
15. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2014.
Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 13:30.
16. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til nóvember 2013 Mál nr. US130185
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til febrúar 2014.
17. Betri Reykjavík, undirgöng eða göngubrú yfir Sæbraut við Hörpu Mál nr. US140096
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum framkvæmdir "undirgöng eða göngubrú yfir Sæbraut við Hörpu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014 samþykkt.
18. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 37/2014, umsögn (05.18) Mál nr. SN140226
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2014 ásamt kæru dags. 25. apríl 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014 samþykkt.
19. Kjalarnes, Melavellir, kæra 28/2014, umsögn Mál nr. SN140198
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. apríl 2014 ásamt kæru, dags. 9. apríl 2014, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3.apríl 2014 um að synja breytingu á deiliskipulagi, jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2014 samþykkt með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
20. Gamla höfnin - Vesturbugt, kæra 19/2014, umsögn (01.0) Mál nr. SN140108
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Vesturbugtar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014 samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson sitja hjá við afgreiðsluna.
21. Reitur 1.131, Nýlendureitur, kæra 19/2014, umsögn Mál nr. SN140109
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Nýlendureits. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014 samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson sitja hjá við afgreiðsluna.
22. Arnargata 10, kæra 20/2014, umsögn (01.553.2) Mál nr. SN140142
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. mars 2014 ásamt kæru dags. 16. mars 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs 12. febrúar 2014 að leyfa viðbygginu við Arnargötu 10. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2014 samþykkt.
23. Bankastræti 12, kæra 40/2012, umsögn, úrskurður (01.171.2) Mál nr. SN120214
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2012 ásamt kæru dags. 2. maí 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir svölum og sorpgerði við húsið á lóð nr. 12 við Bankastræti. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. ágúst 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 21. nóvember 2013.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. desember 2011 um að veita byggingarleyfi fyrir áður gerðri geymslu, sorpgerði og svölum á baklóð hússins að Bankastræti 12.
Hjálmar Sveinsson víkur af fundi kl 13:55.
24. Umhverfis- og skipulagsráð, Mál nr. US140105
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar Óttars Guðlaugssonar og Mörtu Guðjónsdóttur
„Óskað er upplýsinga um það hversu margar áskoranir hafa verið sendar til húseigenda um að gera nauðsynlegar úrbætur á húsum sínum með stoð í 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Hvernig er staðið að vali á þeim húsum sem áskoranir eru sendar til og hver hafa viðbrögð verið við þeim? Hversu oft hefur dagsektum verið beitt?“
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:05
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Karl Sigurðsson Diljá Ámundadóttir
Reynir Sigurbjörnsson Torfi Hjartarson
Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Guðlaugsson
Marta Guðjónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2014, þriðjudaginn 13. maí kl. 10:32 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 778. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aflagrandi 17 (01.522.402) 105982 Mál nr. BN047661
Lárus Þórarinn Árnason, Aflagrandi 17, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur nýjum þakgluggum, þar af eitt hliðarhengt björgunarop og gerð er grein fyrir millilofti í húsinu nr. 17 á lóð nr. 15-19 við Aflagranda.
Samþykki meðeigenda dags. 5. maí 2014 fylgir.
Stækkun millilofts: 22,8 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Almannadalur 1-7 (00.000.000) 209396 Mál nr. BN047262
Heiðar P Breiðfjörð, Hjarðarhagi 58, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á suðurgafli hesthúss nr. 5 á lóð nr. 1 -7 við Almannadal.
Samþykki meðeigenda dags. 3. apríl 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Arnarholt (32.161.101) 221217 Mál nr. BN047235
Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki IV, teg. a, hótel, fyrir 20 gesti, þar sem áður var sjúkrahús í Arnarholti á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN047640
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta opnanlegum gluggum og fögum á austur - og suðurhlið hússins nr. 2, 4, og 6 á lóð nr. 2-12 við Æsufell.
Bréf frá hönnuði dags. 6. maí 2014 og bréf frá aðalfundi húsfélagsins dags.28 apríl 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN047626
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fjölnotarými í kjallara K2 og K1, WE/W10-W12, mhl. 01, fyrir 120 gesti í Hörpu tónlistarhúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29. apríl 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Ármúli 23 (01.264.203) 103538 Mál nr. BN047319
Klifurfélag Reykjavíkur, Skútuvogi 1g, 104 Reykjavík
Skák ehf, Lyngbarði 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta rými fyrir íþróttastarfsemi, koma fyrir búningsklefa, móttöku og gestasvæði og inngangshurð í stað útkeyrsluhurðar á austurhlið og gerð er grein fyrir áður gerðum millipalli í mhl. 03 í rými 0001 í húsinu á lóð nr. 23 við Ármúla.
Fyrirspurn BN045757 dags. 19. mars 2013 fylgir erindi.
Greinagerð um brunavarnir dags. 04. mars 2014, tölvupóstur frá stjórnarmanni húsfélags dags. 28. mars. 2014 og samþykki meðeigenda ódagsett fylgja erindi.
Stækkun, millipallur: 105,6 ferm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Bíldshöfði 12 (04.064.101) 110669 Mál nr. BN047611
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN046708, þannig að sorpskýli er fært að lóðamörkum, álklæðning á norðurhlið er minnkuð ásamt breytingu á fyrirkomulagi í eldhúsi í húsinu á lóð nr. 12 við Bíldshöfða.
Samþykki meðeigenda og eiganda aðliggjandi lóðar Bíldshöfða nr. 10 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Blönduhlíð 7 (01.704.215) 107095 Mál nr. BN047632
Ingunn Helga Hafstað, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breyttum heitum herbergja í þakhæð sem er hluti íbúðar 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Blönduhlíð.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN047637
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046815 þannig að fjölgað er séreignum í mhl ??, geymsla 0001 er stækkuð og innra skipulagi er breytt á 2. og 5. hæð í húsinu á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN047635
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokkun veitingastaðar á 1. hæð úr flokki I í flokk II í húsi á lóð nr. 25 við Borgartún.
Sjá erindi BN045815
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Breiðagerði 7 (01.814.108) 107929 Mál nr. BN047655
Ásta Ósk Stefánsdóttir, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist og stækka annan á vesturhlið, byggja tvo nýja kvisti á austurhlið og klæða og einangra að utan með aluzinkuðu bárujárni hús og bílskúr á lóð nr. 7 við Breiðagerði.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN047198
Brekknaás 9 ehf., Brekknaás 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum innanhúss, m.a. innrétting á verslun, móttöku fyrir hestaleigu, hestakerruleigu, kaffistofu í flokki II og dýralæknaráðgjöf í Dýraspítala Watsons á lóð nr. 9 við Brekknaás.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. febrúar 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. febrúar 2014. Einnig bréf frá eigendum Brekknaáss 9 ódagsett.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Brekkustígur 10 (01.134.307) 100356 Mál nr. BN047645
Fannar Ólafsson, Brekkustígur 10, 101 Reykjavík
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir, Brekkustígur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka mæni og bæta við kvistum á íbúðarhús á lóð nr. 10 við Brekkustíg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Dalbraut 3 (01.350.007) 104125 Mál nr. BN047613
Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047315 þannig að síkkað er gólf og gluggar í rými 0103 um 50 cm, útitröppur fjarlægðar að framan og komið fyrir handriði þar sem skilin á útitröppum hætta og hætt verður við að lyfta lofti yfir afgreiðslusal í húsinu á lóð nr. 3 við Dalbraut.
Samþykki meðeigenda ódags. og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. maí 2014 fylgir.
Stækkun: 55,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Depluhólar 8 (04.641.708) 111903 Mál nr. BN047662
Brynja Þrastardóttir, Brimhólabraut 18, 900 Vestmannaeyjar
Sveinn Elías Elíasson, Depluhólar 8, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri aukaíbúð á jarðhæð, og nýrri skráningartöflu fyrir íbúðarhús á lóð nr. 8 við Depluhóla.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 10. febrúar 2014.
Gjald hefur ekki verið sett á erindið
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN047326
Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa syðsta hluta 2. hæðar og byggja þrjár hæðir ofan á núverandi hús, steinsteypt og klætt að utan með trefjasteypuplötum og harðviði, innrétta fjölbýlishús með nítján íbúðum og bílgeymslu fyrir þrettán bíla í húsi nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Eddufell.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014.
Niðurrif: 106,8 ferm., 562 rúmm.
Stækkun: 305,6 ferm., 203,2 rúmm.?
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Eiríksgata 36 (01.198.901) 102752 Mál nr. BN047644
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bráðalyftu við austurhlið aðalbyggingar Landspítalans, mhl. 41, milli 0. og 2. hæðar ,en tengja má 1. hæðina síðar, á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.
Stærðir mhl. 41: 59,9 ferm., 341,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047549
F23 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047208 þannig að klætt verður yfir vöruhurðir á austurhlið, hafa möguleika á opum í stiga og lyftuhúsi og að koma fyrir skilti á þakkanti á suðurhlið og yfir inngangshurð á austurhlið hússins á lóð nr. 23 - 25 Fiskislóð.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047643
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga nýbyggingar á svokölluðum Frakkastígsreit, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu á jarðhæð og bílakjallara á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014.
Stærðir: Kjallari 426 ferm., 1. hæð 1085,1 ferm., 2. hæð 398 ferm., 3. og 4. hæð 397 ferm., 5. hæð 324,2 ferm.
Samtals 3.027,3 ferm., 9.522,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
20. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047664
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa þrjú timburhús á Frakkastígsreit, sem hér eftir heitir lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Niðurrif: Hverfisgata 58, mhl. 01, mhl. 02, Hverfisgata 58A, mhl.01 og Laugavegur 41A, mhl. 01 og mhl. 02.
Stærðir:
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Garðastræti 37 (01.161.109) 101204 Mál nr. BN047574
GAM Management hf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir þaksvölum sem afgirtar eru með handriði úr stáli og hertu gleri á húsið nr. 37 við Garðastræti.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
22. Gerðarbrunnur 24-26 (05.056.405) 206056 Mál nr. BN047298
Gylfi Már Jónsson, Kristnibraut 87, 113 Reykjavík
Hrafn Ómar Gylfason, Kristnibraut 87, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg á lóðarmörkum að Úlfarsbraut, sjá erindi BN037555, og hækka um 45 cm lóðarveggi austan og vestan parhúss á lóð nr. 24-26 við Gerðarbrunn.
Umsögn skrifstofu rekstur- og umhirðu dags. 8. maí 2014 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Grenimelur 30 (01.540.216) 106285 Mál nr. BN047521
Marías Hafsteinn Guðmundsson, Grenimelur 30, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka og breyta kvistum á þaki fjölbýlishússins á lóðinni nr. 30 við Grenimel.
Samþykki meðeigenda (dags. 22., 23. og 28. apríl 2014) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun kvistir 24,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN047476
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar, sjá erindi BN046458, í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN047586
RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina lóðir, byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.
Niðurrif fastanr. 200-8007 xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Deiliskipulagi ólokið.
26. Háaleitisbraut 52-56 (01.284.402) 103736 Mál nr. BN047630
Ólafur Nikulás Elíasson, Háaleitisbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokanir á íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 52, 54 og 56 við Háaleitisbraut.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 28. apríl 2014.
Stækkun 351,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Hólmaslóð 10 (01.110.502) 100020 Mál nr. BN047636
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa girðingu með hliði og sorpgerði við hús á lóð nr. 10 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Hraunbær 123 (04.340.102) 189576 Mál nr. BN047003
Skátasamband Reykjavíkur, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
Bandalag íslenskra skáta, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttri skráningu rýmisnúmera vegna gerðar nýs eignaskiptasamnings og jafnframt er sótt um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 123 við Hraunbæ.
Samþykki skátasambands Reykjavíkur apríl 2014 og Bandalags Íslenskra skáta dags. apríl 2014 fylgja
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
29. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN047563
Hús-inn ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, grafa frá kjallara og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.
Stækkun: 31 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A001 til A005 dags, 15. apríl og 28. apríl 2014.
30. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN047641
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi dagana 6., 7. og 8. júní 2014 fyrir 180 ferm. tjald húðflúrmeistara á bílastæði á baklóð, sbr. sams konar erindi BN045505 samþ. 14.5. 2014, húss á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er brunavarnarskýrsla dags. 14.5. 2014 og samþykki íbúa Hverfisgötu 16 dags. 28.4. 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN047642
Vatn og land I ehf, Pósthólf 8033, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleiðum og brunamerkingum á 2.hæð, felld er út björgunarleið um bakhús á lóðinni Laugavegur 41A og hún færð inn í húsið á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Bréf frá hönnuði dags. 5. maí 2014 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN047470
Byggingafélagið Landsbyggð ehf, Vatnsendabletti 721, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og 3. hæð á norðurhlið og innrétta gistiheimili á 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN047537
Einar Lúthersson, Hæðargarður 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypta bílskúra nr. 4, 5, 6, 7, og 8 í framhaldi af þeim þrem, sem fyrir eru, mhl. 03 sbr. fyrirspurn BN046793, í eigu íbúða 0103, 0202, 0302, 0503 og 0504 á lóð nr. 29 við Hæðargarð.
Stærðir: 161,3 ferm., 578,3 rúmm.
Meðfylgjandi er ljósrit af umsókn eigendanna fimm dags. 5. mars 2014, og samþykki meðeigenda dags. 29. janúar 2014..
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
34. Hæðargarður 40 (01.819.006) 108231 Mál nr. BN047654
Sigurður Pétur Ólafsson, Hæðargarður 40, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN044376 þar sem byggja á svalir á 2. hæð og gera hurð út í garð á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Hæðargarð.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047570
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046249 þannig að komið er fyrir um 3 metra háum stuðlabergssúlum við innkeyrsluna og setja á þær merki fyrirtækjanna sem eru með aðsetur á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Tölvupóstur frá Mílu um strenginn sem ætlunin er að færa ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Jöklafold 1-5 (02.857.901) 110140 Mál nr. BN047545
Ragnar Karl Jóhannsson, Jöklafold 1, 112 Reykjavík
Sigurlaug Hrefna Traustadóttir, Jöklafold 1, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir eldvarnarhurð milli íbúðar og bílgeymslu í húsi nr. 1 og til að byggja timburgrindverk ofaná stoðvegg á lóðmörkum í norður og austur við raðhús á lóð nr. 1-5 við Jöklafold.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett ásamt umsögn skrifstofu reksturs- og umhirðu dags. 8. maí 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN047592
Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða lágbyggingu, mhl. 01 til austurs og vesturs með zinki uppsett á afréttingargrind með 50 mm steinullareinangrun á húsið á lóð nr. 7 við Kringluna.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9 maí 2014 fylgir.
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN047660
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús úr stáli og plasti við eldra gróðurhús, mhl. 02, á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stækkun: 2.141,6 ferm., 11.778,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að umsögn matvælastofnunar og greinagerðu um starfsemi í vinnusal liggi fyrir, fyrir útgáfu endanlegs byggingarleyfis.
39. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN047687
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og uppsteypu að botnplötu á lóðinni nr. 23 við Lambhagaveg sbr. erindi BN047660.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
40. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN047495
Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins Laugaáss í rými 0102 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Laugarásveg.
[Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
41. Laugarásvegur 25 (01.380.409) 104769 Mál nr. BN047603
Hallgrímur G Sigurðsson, Laugarásvegur 25, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta tímabundið í tvo matshluta og til að útbúa aðskilið byggingarleyfi vegna fokheldisúttektar á nýbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 25 við Laugarásveg.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN047468
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur í geymslu og minnka sorpgeymslu á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN047469
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir framreiðslueldhúsi fyrir veitingahús í flokki II teg. A á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
44. Laugavegur 114 (01.240.101) 102979 Mál nr. BN047610
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, minni háttar tilfærsla á veggjum og hurðum í húsinu á lóð nr. 114 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN047129
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra hús, byggja steinsteypta viðbyggingu með kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 17 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.
Áður samþykkt niðurrif (bakhús): 298,2 ferm.
Stækkun: 350,7 ferm., 1.277,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN047130
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra timburhús og byggja "Mansard" hæð ofaná, einnig að byggja steinsteypta viðbyggingu , þrjár hæðir og kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 19-19B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.
Stækkun: 296,1 ferm., 983,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Laugavegur 38 (01.172.219) 101474 Mál nr. BN046984
Elfur ehf, Hvassaleiti 95, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka með læsanlegu járngrindarhliði baklóðum húsanna nr. 38 og 38B við Laugaveg.
Meðfylgjandi er samþykki á ensku meðeiganda á lóð nr. 38B, og á íslensku dags. 7. febrúar 2014 og samþykki lóðarhafa á nr. 36 dags. 7. febrúar 2014. Meðfylgjandi einnig bréf arkitekts dags. 6. maí 2014.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
48. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN047651
Þorpið-Village ehf., Safamýri 57, 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í verslanarými 0001 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
49. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN047558
Kaupfé ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja við og hækka íbúðar- og verslunarhús á lóðinni nr. 50 við Laugaveg.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. janúar 2014 fylgir erindinu, einnig umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. maí 2014 sem og ódags. varmatapsútreikn., eldvarnagreinargerð dags. 8.4. 2014 og önnur dags. 2.5. 2014
Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm. brúttó, nýja húsið og það gamla.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN047508
Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útitröppum frá svölum íbúðar 0101 sbr. BN043950 í húsinu á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
51. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN047355
Laugadepla ehf., Bæjarlind 14-16, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með 21 íbúð, þrjár hæðir, kjallari og ris ásamt bakhúsi, mhl. 02, sem í eru fjórar vinnustofur í eigu íbúða í mhl. 01 á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.
Mhl. 01: Kjallari 281,6 ferm., 1. hæð 326,8 ferm., 2. hæð 362,2 ferm., 3. hæð 362,2 ferm., 4. hæð 287,4 ferm.
Mhl. 01 samtals: 1.620,2 ferm., 5.047 rúmm.
Mhl. 02: 189,4 ferm., 698,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Lindargata 7 (01.151.104) 100978 Mál nr. BN047648
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður framkvæmdum breytingum, að breyta æfingasal í kjallara í sýningarsal og fella út fyrirhugaða flóttahurð á vesturhlið, að stækka pall við inngang og byggja nýjar tröppur og koma fyrir lyftu við aðalinngang leikhúss á lóð nr. 7 við Lindargötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6. maí 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
53. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN047614
Gylfi Þór Harðarson, Kristnibraut 85, 113 Reykjavík
S fasteignir ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir að breyta veitingaverslun í veitingastað fyrir 15 gesti í flokki II og koma fyrir skilti á þaki húsi bensínstöðvarinnar á lóð nr. 101 við Miklabraut.
Fyrirspurn BN047520 dags. 15. apríl 2014 og bréf frá hönnuði dags. 8. maí 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN047583
S fasteignir ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN047372, sem felast í tilfærslu á metanaðstöðu innan lóðar, lokuðu svæði fyrir metangáma, stýribúnaði, og metanpressu ásamt tengingum við dælur á lóð nr. 101 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
55. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN047649
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna yfir í nýja viðbyggingu á lóð nr. 12 í Hótel Marina á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Mýrargata 12 Mál nr. BN047562
J.E. Skjanni, byggingaverkt ehf, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við Marina hótel sem er á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu, sem breytist lítillega innanhúss, viðbyggingin er á lóð nr. 12 við Mýrargötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 6. maí 2014.
Stærðir: 1.866,6 ferm., 5.952,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Nesvegur 76 (01.517.022) 105895 Mál nr. BN047429
Eldur Ólafsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu úr áli og gleri á steyptum undirstöðum milli íbúðarhúss og vinnustofu (bílskúrs) auk smávægilegra útlitsbreytinga á einbýlishúsi á lóð nr. 76 við Nesveg.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Nýjum gögnum vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 10A, 20A 30A, 40A og 50A dags. 10. mars 2014.
58. Óðinsgata 7 (01.184.218) 102040 Mál nr. BN047339
Teiknistofan Óðinstorgi sf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta annarri hæð úr einum eignarhluta í tvo og byggja svalir á eignarhluta 0302 á þriðju hæð í atvinnuhúsinu á lóð nr. 7 við Óðinsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN046900
Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi lagnakjallara og sameina tvær íbúðir í eina á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Óðinsgötu.
Eftir breytinguna verða þrjár samþykktar íbúðir í húsinu í stað fjögurra.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
60. Sjafnargata 3 (01.196.012) 102640 Mál nr. BN047609
Aðalheiður Magnúsdóttir, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd, gerð er grein fyrir áður gerðum garðskála og mhl. 70 er breytt í mhl. 02 við einbýlishús á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 29.apríl 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2014.
Stækkun húss er 75,92 ferm. 205 rúmm.
Garðskáli stærð : 15,7 ferm., 46,3 rúmm
Samtals stærðir: 91,62 ferm. 251,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 101, 102, 103, 104 og 105. dags. 29. apríl 2014.
61. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN046747
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum af verslunar og skrifstofuhúsnæði á 1., 3. og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.000 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
62. Snorrabraut 65 (01.247.006) 103330 Mál nr. BN047652
Hrólfur Vilhjálmsson, Snorrabraut 65, 105 Reykjavík
Iðunn Andersen, Snorrabraut 65, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka op á milli gangs og stofu um 37 cm og útbúa annað á milli sömu rýma sem verður 102 cm að breidd og 206 cm á hæð í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 65 við Snorrabraut.
Fyrirspurn BN047113 dags. 4. feb. 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Snorrabraut 83 (01.247.505) 103386 Mál nr. BN047419
Hostel Village ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík
JP Capital ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja gistiskála í flokki II með aðstöðu fyrir 22 gesti á öllum hæðum hússins á lóðinni nr. 83 við Snorrabraut.
Fyrirspurnarerindi svipaðs efnis sem fékk neikvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 11. febrúar 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
64. Sogavegur 22 (01.813.009) 107866 Mál nr. BN047510
Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar viðbyggingar við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.
Fyrirspurn BN046578 fylgir erindinu.
Stækkun : 31.8 ferm., 103,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 22. apríl 2014.
65. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN047212
Kristinn Johnsen, Suðurgata 29, 101 Reykjavík
Herdís Dögg Sigurðardóttir, Suðurgata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á fyrstu hæð og kvist á austurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 29 við Suðurgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars til og með 7. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust.Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
66. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN047560
Mænir Reykjavík ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í rými 0101, innréttingar, starfsmannaaðstaða, kælir og hurð úr eldhúsi breytast á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
67. Súðarvogur 3 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN047631
Gluggagerðin ehf., Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri sem ætlað er til flutnings og jafnframt er sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir það á lóð nr. 3 við Súðarvog.
Stærð: 59,5 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
68. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN047659
Alvotech hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um takamarkað byggingaleyfi fyrir uppsteypu á plötu yfir 1.hæð, veggi og súlur á 2. hæð ásamt innsteyptum lögnum Hátækniseturs Alvogen Biotech í Vatnsmýrinni á lóðinni nr. 15-19 við Sæmundargötu sbr. erindi BN046396.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
69. Tangabryggja 14-16 (04.023.108) 222116 Mál nr. BN047647
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045775 þannig að þaksvölum verður lokað með svalalokun með 95% opnun og komið verður fyrir geymslum undir stiga á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 14 -16 við Tangabryggju.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
70. Vesturhlíð 3 (01.768.501) 107478 Mál nr. BN047426
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta eldhús á 1. hæð og salerni og skiptiaðstöðu fyrir starfsfólk eldhúss í kjallara mhl. 02 á lóð nr. 3 við Vesturhlíð.
Gjald kr.9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
71. Ystasel 3 (04.930.402) 112832 Mál nr. BN047004
Jón Haukur Guðlaugsson, Ystasel 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir sólskála við suðausturhlið íbúðar 0201 og geymslum undir bílskúr og skipulagi þvottahúss er breytt í húsi á lóð nr. 3 við Ystasel.
Samþykki eigenda Ystasels 1 dags. 7. janúar 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: mhl. 01, 12,8 ferm., 35,8 rúmm. mhl. 02, 49,0 ferm., 118,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
72. Þórsgata 29 (01.181.311) 101781 Mál nr. BN047507
Pétur Hafsteinn Pálsson, Glæsivellir 2, 240 Grindavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun með þaki á rennanlegum hliðarbrautum úr einföldu samlímdu öryggisgleri á íbúð 0202 í húsinu á lóð nr. 29 við Þórsgötu.
Stækkun: 56,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
73. Öldugata 55 (01.134.304) 100353 Mál nr. BN047165
Þorvaldur Búason, Geitastekkur 5, 109 Reykjavík
Kristín Norðfjörð, Geitastekkur 5, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og svalir á norðurhlið og stækka þakglugga á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 55 við Öldugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2014.
Stækkun 6,6 ferm.?, 37,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
74. Nönnugata 8 (01.186.103) 102224 Mál nr. BN047653
Húseigendur óska hér með eftir samþykki byggingarfulltrúa á breyttri tölusetningu húsa á lóðinni Nönnugötu 8, landnúmer 102224.
Eldra hús, mhl 01 verði áfram tölusett sem Nönnugata 8, en nýrra húsið, mhl 02 verði tölusett sem Nönnugata 8A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
75. Bergstaðastræti 3 (01.171.407) 101416 Mál nr. BN047627
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tengibyggingu yfir í geymsluskúr á baklóð og stækka íbúð á jarðhæð sem því nemur í húsi á lóð nr. 3 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
76. Blönduhlíð 28-30 (01.713.109) 107242 Mál nr. BN047639
Sveinn Rúnar Benediktsson, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík
Margrét Björnsdóttir, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík
Spurt er hvort heimilt sé að byggja bílaplan og færa ljósastaur við austurgafl fjölbýlishúss á lóð nr. 28-30 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á húsi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagfulltrúa og til umsagnar samgöngustjóra.
77. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN047638
Sæmundur Ágúst Óskarsson, Hrísateigur 7, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu við austurhlið raðhússins Jökulgrunn 10 á lóð Hrafnistu lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
78. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN047657
Geir Flóvent Jónsson, Óstaðsettir í hús, 101 Reykjavík
Spurt er hvort íbúð Geirs og Elenitu nr. 02 0205 í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog fáist samþykkt sem íbúð.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
79. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN047594
Magnús Árnason, Einarsnes 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta hluta annarrar hæðar í þrjár íbúðir í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2014.
Sjá einnig erindi BN039024 sama efnis sem samþykkt var 11. nóvember 2008 en er fallið úr gildi.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2014.
80. Fjarðarás 3 (04.373.002) 111354 Mál nr. BN047625
Jón Gunnar Björnsson, Fjarðarás 3, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir að hluta til á einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fjarðarás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
81. Fylkisvegur 9 (04.364.701) 111278 Mál nr. BN047605
Grétar Örn Sigurðsson, Skipasund 55, 104 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetja megi pulsuvagn fyrir framan Árbæjarsundlaugina á nr. 9 við Fylkisveg í þrjá mánuði yfir sumartímann.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.
82. Óðinsgata 5 (01.181.001) 101725 Mál nr. BN047621
Elísabet Agnarsdóttir, Gvendargeisli 2, 113 Reykjavík
Spurt er hvort heimilt sé að opna verslun/kaffihús fyrir 10-15 gesti og léttum veitingum í mhl. 01 og að koma fyrir eldhúsi í mhl. 03 á lóð nr. 5 við Óðinsgötu.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
83. Rafstöðvarvegur 41 (04.26-.-98) 110978 Mál nr. BN047575
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa eldra einbýlishús og byggja nýtt og stakstæðan bílskúr á lóð nr. 41 við Rafstöðvarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2014.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2014.
84. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN047628
Jón Ingi Björnsson, Strandvegur 14, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta sjálfsafgreiðsluþvottahús í verslunarrými á jarðhæð húss á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
85. Sogavegur 162 (01.831.002) 108494 Mál nr. BN047656
Lúðvík Óskar Árnason, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Helga Vilhelmína Pálsdóttir, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi aðkeyrslu þannig komið verði að sitt hvorri íbúðinni frá sitt hvorum botnlanganum að parhúsi á lóð nr. 162 við Sogaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
86. Viðarrimi 13 (00.000.000) 109414 Mál nr. BN047584
Guðmundur J Hallbergsson, Viðarrimi 13, 112 Reykjavík
Margrét Sæberg Þórðardóttir, Viðarrimi 13, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ca. 15 ferm. garðskála við einbýlishúsið á lóð nr. 13 við Viðarrima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2014.
87. Öldugata 7 (01.136.406) 100581 Mál nr. BN047587
Níels Örn Óskarsson, Öldugata 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Öldugötu.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:05.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Erna Hrönn Geirsdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir