Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 65

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 30. apríl kl. 09:07, var haldinn 65. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson, og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson  Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Strætó bs, aðgerðir 2014 Mál nr. US140084

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2014 varðandi aðgerðir í samræmi við fjárhagsáætlun 2014 vegna liðanna "Strætó forgangur og úrbætur" og "Víkurvegur við Árleyni".

Samþykkt 

Karl Sigurðsson tekur sæti á fundinum kl. 9:21. 

2. Umferðaröryggi, aðgerðir Mál nr. US140075

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs, samgöngur dags. 28. apríl 2014 að minni aðgerðum til að auka umferðaröryggi í borginni.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:23. 

Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar , Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. 

(A) Skipulagsmál

3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 25. apríl 2014.

4. Vogabyggð, lýsing, Gelgjutangi Mál nr. SN140215

Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags Vogabyggðar fyrir Gelgjutangasvæðið.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnun og Hverfisráð Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Vogabyggð, lýsing, miðsvæði sunnan Tranavogar og norðan Súðavogar og Sæbraut Mál nr. SN140216

Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags vogabyggðar fyrir svokallað miðsvæði sem afmarkast af svæðinu sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnun og Hverfisráð Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Vogabyggð, lýsing, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarveg Mál nr. SN140217

Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags Vogabyggðar fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnun og Hverfisráð Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi (33.5) Mál nr. SN140117

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Lögð fram umsókn TAG teiknistofunnar f.h. Stjörnugrís hf. dags. 21. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á nýtingarhlutfalli  skv. uppdrætti TAG teiknistofu, dags. 24. mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. mars 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN140049

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur um að fresta erindinu. 

Tillagan var felld með fimm atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur. geng þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs Torfi Hjartarson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með sex  atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa  Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs Torfa Hjartarsonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. .

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.440.1) Mál nr. SN140032

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir skólann er stækkaður og byggingarmagn skólahúsnæðis er aukið. Fallið er frá því að minnka bílakjallara og fækka bílastæðum á lóðinni samkvæmt uppdrætti Glámu-Kím dag. 21. janúar 2014. Tillagan var auglýst frá 24. febrúar til og með 7. apríl 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hverfisráð Laugardals dags. 10. mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014 

Jafnframt var umhverfis- og skipulagssviði falið að kynna svör við athugasemdum fyrir Hverfisráði Laugardals.  

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi (01.138.2) Mál nr. SN140186

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarskóla vegna lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir fjórar færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. apríl 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Vísað til borgarráðs.

Einnig er samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera skýrari teikningar og greinargerð með tillögunni.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Frostaskjól 2, breyting á deiliskipulagi (01.516.9) Mál nr. SN140213

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR, Frostaskjóls 2-6 vegna Lóðarinnar nr. 2 við Frostaskjól. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til að hægt verði að bæta við tveimur færanlegum stofum á bílastæði íþróttahúss KR á norðvesturhluta lóðar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Vísað til borgarráðs.

Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl. 11:40

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Jónsgeisli 93, gistiheimili (04.113.3) Mál nr. SN140200

Níutíu ehf., Jónsgeisla 9, 113 Reykjavík

Lögð fram umsókn Níutíu ehf. dags. 14. apríl 2014 varðandi rekstur gistiheimilis í húsinu á lóð nr. 93 við Jónsgeisla. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2014.

Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2014 samþykkt.

(B) Byggingarmál

13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 776 frá 29. apríl 2014.  

(C) Fyrirspurnir

14. Kirkjusandur 2/Borgartún 41, Íslandsbanki, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN130323

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn Íslandsbanka hf. dags. 1. júlí 2013 að breyttu deiliskipulagi reits 1.349.0 Glitnisreits vegna lóðanna nr. 2 við Kirkjusand og nr. 41. við Borgartún. Einnig eru kynnt drög Ask arkitekta dags. 14. apríl 2014 að uppbyggingu reitsins ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2014.  

Kynnt.

15. Útilistaverk, í landi Esjubergs Mál nr. SN140182

Marteinn A Marteinsson, Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnes

Lögð fram fyrirspurn Marteins A. Marteinssonar dags. 7. apríl 2014 um að reisa 13.3 metra hátt listaverk í landi Esjubergs á Kjalarnesi.

Kynnt.

(D) Ýmis mál

16. Betri Reykjavík, betra veður í miðbæinn Mál nr. US140070

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum skipulagsmál "betra veður í miðbæinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014 samþykkt.

17. Betri Reykjavík, akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg Mál nr. US140071

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum ýmislegt "akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Frestað. 

18. Starmýri 2, kæra 32/2014 (01.283.0) Mál nr. SN140212

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. apríl 2014 ásamt kæru dags. 16. apríl 2014 þar sem kærð er synjun leyfis á breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðarhúsnæði, á fyrstu hæð húss nr. 2C við lóð nr. 2 við Starmýri.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

19. Brautarholt 7, kæra 31/2014, umsögn (01.242.0) Mál nr. SN140206

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2014 ásamt kæru dags. 15. apríl 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 22. apríl 2014 samþykkt.

20. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi (01.230.1) Mál nr. SN140139

Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún.

21. Aðalstræti 6, breyting á deiliskipulagi (01.136.5) Mál nr. SN140119

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 6 við Aðalstræti.

22. Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á deiliskipulagi (05.053.2) Mál nr. SN140140

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut.

23. Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi (01.173) Mál nr. SN130578

Hverfi ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu.

24. Laugarás, reitur 1.381, breyting á deiliskipulagi (01.381) Mál nr. SN140132

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju. kl. 12:50. 

25. Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsvæðum fagrýnihópur nýbygginga Mál nr. US140089

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs dags. 30. apríl 2014 að settur verði á fót hópur faglegra álitsgjafa um nýbyggingar á lykilsvæðum í Reykjavík  í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Sviðsstýru umhverfis-og skipulagssviðs í samvinnu við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa verði falið að móta tillögu um markmið, verklag og ábyrgðarsvið og  leggja fyrir umhverfis-og skipulagsáð ekki síðar en 14. maí nk.

Samþykkt. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:10

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir

Torfi Hjartarson Júlíus Vífill Ingvarsson

Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 29. apríl kl. 10:27 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 776. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN047437

Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Stærðabreytingar.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

2. Akurgerði 33 (01.813.208) 107895 Mál nr. BN047568

Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Akurgerði 33, 108 Reykjavík

Ingibergur Elíasson, Akurgerði 33, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála við inngang á suðausturhlið parhúss á lóð nr. 33 við Akurgerði.

Stækkun:  15 ferm., 47,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3. Arnarbakki 2-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN047533

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047270, þannig að komið er fyrir frysti á lager, salerni fyrir hreyfihamlaða er fært, strimlahurðum er komið fyrir við gang og við ræstingu og brunaslöngu við útgang verslunar í húsinu á lóð nr. 4-6 við Arnarbakka.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Álfheimar  8-24 (01.430.301) 105200 Mál nr. BN047569

Grétar A Halldórsson, Lindargata 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar áorðnum breytingum í raðhúsi nr. 24 á lóð nr. 8-24 við Álfheima.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 2 (01.290.401) 103756 Mál nr. BN047550

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss á 1. - 3. hæð, færa til skilveggi, til að byggja búningsaðstöðu úr forsteyptum einingum og gera afgirt reiðhjólasvæði á baklóð við starfsmannainngang skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Ármúla.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8. apríl 2014.

Stærðir:  70,6 ferm., 240,7 rúmm.

Gjald kr 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Bergstaðastræti 40 (01.185.202) 102156 Mál nr. BN047577

Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta upp í tvo matshluta, íbúðarhúsinu frá 1903 og viðbyggingunni frá 1930, og breyta glugga á vesturhlið og setja þar útgang út í garð á húsinu á lóð nr. 40 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð dags. 22.4. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN047446

LF1 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Kaffiveröld ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN046909, sem fellst í breyttri klæðningu á hluta veggja veitingastaðar á lóð nr.  21A við Borgartún.

Meðfylgjandi er bréf eldvarnahönnuðar dags. 27.3. 2014.

Greiðsla kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN047531

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum (reyndarteikningum) sem felast í að breyta brunastiga á norð-vestur horni í hringstiga og breyta tannlæknastofu á 3. hæð í skrifstofurými í húsi á lóð nr. 33 við Borgartún.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

9. Brynjólfsgata 1 Mál nr. BN047581

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga, sbr. erindi BN045408, sem felast í að bílageymsla á 1. hæð og skábraut er fellt niður og 1. hæð minnkar til samræmis við efri hæðir á stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á lóð nr. 1 við Brynjólfsgötu.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla frá Verkís dags. í apríl 2014.

Stærðarbreytingar, minnkun: 448,8 ferm., 1.808,5 rúmm.

Heildarstærð nú: 3.542,7 ferm., 16.586,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. 

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047549

F23 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047208 þannig að klætt verður yfir vöruhurðir á austurhlið, hafa möguleika á opum í stiga og lyftuhúsi og að koma fyrir skilti á þakkant á suðuhlið og yfir inngangshurð á austurhlið hússins á lóð nr. 23 - 25 Fiskislóð.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fossaleynir 17 (02.468.001) 175711 Mál nr. BN047555

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi sem fellst í breyttri herbergjaskipan og nýjum glugga á öryggisherbergi auk þess er sótt um leyfi fyrir útigeymslu við meðferðarstöðina á lóð nr 17 við Fossaleyni.

Stækkun útigeymsla: 19,3 ferm., 63,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN047573

Bjarni Geir Alfreðsson, Framnesvegur 44, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum á íbúð 0101 vegna eignaskiptasamnings sbr. erindi BN038787 í íbúðarhúsi á lóð nr 44 við Framnesveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

13. Garðastræti 21 (01.136.523) 100612 Mál nr. BN047500

Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og ris með tveimur kvistum á götuhlið og svölum á gafli, byggja svalir á bakhlið og fjölga íbúðum úr tveimur í sex í húsi á lóð nr. 21 við Garðastræti.

Erindi fylgir minnisblað um framkvæmdina frá Verkfræðiþjónustunni dags. 7. apríl 2014 og annað um svalir frá  VSI dagsett sama dag.

Stækkun:  110,9 ferm., 295,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Garðastræti 37 (01.161.109) 101204 Mál nr. BN047574

GAM Management hf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir þaksvölum sem afgirtar eru með handriði úr stáli og hertu gleri á húsið nr. 37 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Gefjunarbrunnur 5 (02.695.202) 206006 Mál nr. BN047456

Trétraust ehf, Viðarrima 60, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggða bílageymslu á lóð nr. 5 við Gefjunarbrunn.

Stærð:  1. hæð 93,1 ferm.,  2. hæð 119,9 ferm., Bílgeymsla 31,0 ferm. Í allt 244,0 ferm., 790,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grandavegur 47 (01.521.201) 105942 Mál nr. BN046857

Haugar ehf, Kvisthaga 7, 107 Reykjavík

Grand eignir ehf., Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður

Þróun og Lausnir ehf., Þrastarási 29, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í rými 0104 sem nýtt hefur verið sem aðstaða fyrir sjúkraþjálfara á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 47 við Grandaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögnum skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2012 og 12. desember 2013.

Bréf hönnuðar dags 17. nóvember 2012 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda af löglega boðuðum húsfundi.

17. Grenimelur 16 (01.540.222) 106291 Mál nr. BN047523

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, Grenimelur 16, 107 Reykjavík

Friðrik Ármann Guðmundsson, Grenimelur 16, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir og hækka svalahandrið á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Grenimel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grenimelur 30 (01.540.216) 106285 Mál nr. BN047521

Marías Hafsteinn Guðmundsson, Grenimelur 30, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að stækka og breyta kvistum á þaki fjölbýlishússins á lóðinni nr. 30 við Grenimel.

Samþykki meðeigenda (dags. 22., 23. og 28. apríl 2014) fylgja erindinu.

Stærð: Stækkun kvistir 24,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grenimelur 8 (01.541.308) 106338 Mál nr. BN047553

Hrefna Ólafsdóttir, Grenimelur 8, 107 Reykjavík

Ragna Sara Jónsdóttir, Grenimelur 8, 107 Reykjavík

Stefán Sigurðsson, Grenimelur 8, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi v/gerðar eignaskiptasamnings í  fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Grenimel.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN047179

Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN046421, breytingar felast í að innrétta aðstöðu fyrir starfsfólk í kjallara, innrétta stærri móttöku og setustofu á 1. hæð og færa handlaugar á 2. hæð í gistiheimili á lóð nr. 24 við Grensásveg.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 14.4. 2014 og greinargerð burðarvirkishönnuðar dags. 28.2. 2014.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Gvendargeisli 168 (05.134.701) 190285 Mál nr. BN047442

Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi vélarýmis sem tengist trésmiðju í Sæmundarskóla á lóð nr. 168 við Gvendargeisla 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Hamravík 10 (02.353.101) 186915 Mál nr. BN047361

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir upphituðu boltagerði með fjórum átta metra háum ljósastaurum á norðurhluta lóðarinnar nr. 10 við Hamravík.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Haukdælabraut 110 (05.113.505) 214824 Mál nr. BN047528

Ruth Melsted, Kristnibraut 1, 113 Reykjavík

Þórir Garðarsson, Kristnibraut 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með flötu þaki og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.

Stærðir: 1. hæð 195,6 ferm., 2. hæð 109,3 ferm.,

Samtals:  304,9 ferm., 1032,0 rúmm.

Nýtingarhlutfall 0,33.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN047398

Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja spyrnuveggi í grunni raðhúss á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. apríl 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

25. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN047310

Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.

Erindi fylgir fyrirspurn  dags. 25. september 2012.

Stækkun:  41,5 ferm., 168,5 rúmm.

Gjald kr. 0

Frestað.

Erindið er til meðferðar hjá skipulagsfulltrúa til grenndarkynningar.

26. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047276

Hólavellir fjárfestingarfélag, Eyktarási 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, lækka jarðveg við suðurhlið húss, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.

Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014.

Stækkun:  76,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hólmaslóð 12 (01.110.401) 100016 Mál nr. BN047566

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa þvottaplan fyrir bíla á lóð nr. 12 við Hólmaslóð.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN047563

Hús-inn ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti og innrétta gistiheimili í flokki ? í húsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.

Stækkun:  31 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN047454

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta út gluggum og klæða með sams konar klæðningu og lægri bygging er klædd með útveggi hábyggingar á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

30. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN047556

Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingasal veitingahúss á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN047470

Byggingafélagið Landsbyggð ehf, Vatnsendabletti 721, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og 3. hæð á norðurhlið og innrétta gistiheimili á 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.

32. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN047537

Einar Lúthersson, Hæðargarður 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypta bílskúra nr. 4, 5, 6, 7, og 8 í framhaldi af þeim þrem, sem fyrir eru, mhl. 03 sbr. fyrirspurn BN046793, í eigu íbúða 0103, 0202, 0302, 0503 og 0504 á lóð nr. 29 við Hæðargarð.

Stærðir: 161,3 ferm., 578,3 rúmm.

Meðfylgjandi er ljósrit af umsókn eigendanna fimm dags. 5.3. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Höfðabakki 7 (04.070.401) 110680 Mál nr. BN047571

Kvos ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir merkingu á afmörkuðu svæði vegna geymslu á gasi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

34. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047570

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046249 þannig að komið er fyrir um 3 metra háum stuðlabergssúlum í 10 cm djúpri tjörn í kringum súlurnar við innkeyrsluna og setja á þær merki fyrirtækjanna sem eru með aðsetur á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Jöklafold  1-5 (02.857.901) 110140 Mál nr. BN047545

Sigurlaug Hrefna Traustadóttir, Jöklafold 1, 112 Reykjavík

Ragnar Karl Jóhannsson, Jöklafold 1, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir eldvarnarhurð milli íbúðar og bílgeymslu í húsi nr. 1 og til að byggja timburgrindverk ofaná stoðvegg á lóðmörkum í norður og austur við raðhús á lóð nr. 1-5 við Jöklafold.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skrifstofu rekstrar og umhirðu.

36. Karfavogur 25 (01.441.211) 105452 Mál nr. BN047539

Daði Hannesson, Karfavogur 25, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að stækka áður samþykktan kvist (sbr. erindi BN045970) á norðurþekju hússins á lóðinni nr. 25 við Karfavog.

Stækkun xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

37. Klambratún - Kjarvalsstaðir Mál nr. BN047593

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir auglýsingu á standi við Miklubraut sem auglýsir tímabundið sumarsýningu Listasafns Reykjavíkur 31. maí til 13. september á Kjarvalsstöðum.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

38. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN047542

Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Klapparstígur 17, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingu á texta um eldvörn loftaklæðningar á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 17 við Klapparstíg.

Sjá einnig erindi BN041158.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN047580

Jón Bergsson ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir millilofti og þjónustumilligólf fyrir rekka og breytingum á eldvörnum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 15 við Klettháls. sbr. erindið BN043786

Samþykki meðeigenda á teikningum fylgir erindinu.

Fyrirspurn BN047059 dags. 21. jan. 2014 fylgir.

Milliloft: Minnkar úr 342,7 ferm. í 124.1 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN047482

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á 3. hæð í Húsi verslunarinnar á lóð nr. 7 við Kringluna.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.4. 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN047495

Eignarhaldsfélagið Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík

Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins Laugaáss í rými 0102 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Laugarásveg.

[Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlit á umsóknarblaði.

42. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN047130

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra timburhús og byggja "Mansard" hæð ofaná, einnig að byggja steinsteypta viðbyggingu , þrjár hæðir og kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 19-19B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.

Stækkun:  310 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði.

43. Laugavegur 39 (01.172.115) 101451 Mál nr. BN047559

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, Laugavegur 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta íbúð á 4. hæð í tvær í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 39 við Laugaveg.

Erindi fylgir samþykki húsfundar dags. 11. mars 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN047558

Kaupfé ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til þess að byggja við og hækka íbúðar- og verslunarhús á lóðinni nr. 50 við Laugaveg.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. janúar 2014 fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Lynghagi 17 (01.555.003) 106618 Mál nr. BN047420

Steinar Berg Björnsson, Lynghagi 17, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar sbr. BN044127, þar sem sýnd er opnun úr tómstundarherbergi inn í bílskúr, komið er fyrir herbergi í þvottahúsi og geymslur sameinaðar þvottarými í einbýlishúsi á lóð nr. 17 við Lynghaga.

Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 4. apríl. 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á skráningartöflu.

46. Mýrargata 12 Mál nr. BN047562

J.E. Skjanni, byggingaverkt ehf, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu, sem breytist lítillega innanhúss, viðbyggingin er á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Stærðir: 1.866,6 ferm., 5.952,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði.

47. Nesvegur 47 (01.531.103) 106143 Mál nr. BN047561

Stefán Melsted, Vatnsstígur 13, 101 Reykjavík

Kristín Árnadóttir, Nesvegur 47, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum inni og úti á  húsinu á lóð nr. 47 við Nesveg.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Óðinsgata 7 (01.184.218) 102040 Mál nr. BN047339

Teiknistofan Óðinstorgi sf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta annarri hæð úr einum eignarhluta í tvo og byggja svalir á eignarhluta 0302 á þriðju hæð í húsinu á lóð nr. 7 við Óðinsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Rauðagerði 74 (01.823.210) 108357 Mál nr. BN047376

Katrín Sif Michaelsdóttir, Danmörk, Gunnar Dan Wiium, Danmörk, Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingar úr timbri klæddu bárujárni að norður- og suðurhlið og byggja kvisti, einnig úr timbri og bárujárni, á norður- og suðurþekju hússins á lóðinni nr. 74 við Rauðagerði.

Sjá einnig fyrirspurnarerindi BN046756 sem fékk jákvæða afgreiðslu þann 26. nóvember 2013.

Samþykki nágranna í húsum nr. 70 og 72 við Rauðagerði dags. 17. mars 2014 fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun 30,4 ferm. og 116,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Rauðalækur 14 (01.343.307) 104006 Mál nr. BN047567

Elsa Jónsdóttir, Rauðalækur 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að brjóta niður svalir vegna skemmda og byggja nýjar úr stáli á fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Rauðalæk.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Reykjavíkurvegur 33 (01.635.505) 106689 Mál nr. BN047564

Ásrún Vilbergsdóttir, Reykjavíkurvegur 33, 101 Reykjavík

Kristinn Sigurjónsson, Reykjavíkurvegur 33, Sótt er um leyfi til að byggja kvist á austuhlið og svalahurð á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 33 við Reykjavíkurveg.

Stækkun xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

52. Reykjavíkurvegur 35 (01.635.506) 106690 Mál nr. BN047552

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Þórarinn Guðnason, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist á einbýlishúsi á lóð nr. 35 við Reykjavíkurveg.

Stækkun:  14,1 ferm., 49,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046813

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn tuttugu feta og þrjá fjörutíu feta gáma austan við slátur- og matvinnsluhús (matshl. 15) á lóðinni Saltvík 125744.

Minnisblað um eldvarnir dags. 10. mars 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

54. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN047557

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð við norðurhlið matvinnsluhluta svínasláturhúss á lóðinni Saltvík 125744.

Stækkun:  28,5 ferm., 95,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Sjafnarbrunnur 1-3 (05.053.501) 206126 Mál nr. BN047481

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka tvennar svalir á 3. hæð og tvennar svalir og skyggni á 4. hæð, sbr. erindi BN045215, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-3 við Sjafnarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN047544

Gísli Gestsson, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og bæta við kaldri geymslu í vesturenda sbr. erindi BN046679 og færist við það bílskúrinn um 2 metra til austur, sbr. fyrirspurn BN047409, á lóð nr. 11 við Sjafnargötu.

Stækkun, geymsla: 8 ferm., 21,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN046747

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af verslunar og skrifstofuhúsnæði á 1. hæð, 3. hæð og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

58. Skipholt 50A (01.254.001) 103465 Mál nr. BN047530

Vesturbakki ehf., Ofanleiti 27, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða 0201 og 0209, baðherbergjum, þvottaherbergjum og geymslum er hliðrað til  og svalahurð stækkuð í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 50A við Skipholt.

Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17.3. 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN047287

S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa í flokk III úr flokki II veitingahús á fyrstu hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Þinglýsa skal kvöð um opnunartíma til kl. 23:00 virka daga og til kl .01:00 um helgar/frídaga.

60. Skútuvogur 5 (01.421.701) 177946 Mál nr. BN047538

Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á uppfærðri brunavarnalýsingu, breytu C á blaði 1.01 í byggingarlýsingu, sbr. erindi BN047171, fyrir hús á lóð nr. 7 við Skútuvog.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Snorrabraut 83 (01.247.505) 103386 Mál nr. BN047419

Hostel Village ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík

JP Capital ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja gistiskála í flokki II með aðstöðu fyrir 22 gesti á öllum hæðum hússins á lóðinni nr. 83 við Snorrabraut.

Fyrirspurnarerindi svipaðs efnis sem fékk neikvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 11. febrúar 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Sogavegur 22 (01.813.009) 107866 Mál nr. BN047510

Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar viðbyggingar við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Fyrirspurn BN046578 fylgir erindinu.

Stækkun :  31.8 ferm., 103,4 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Sólvallagata 48 (01.134.616) 100416 Mál nr. BN047396

Agla ehf, Smáragötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í þrjár sjálfstæðar einingar í húsi á lóð nr. 48 við Sólvallagötu.

Samþykki meðeigenda í húsinu fylgir. Ljósrit af 2., 3. og 4. hæð fylgir með vegna skráningartöflu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Spóahólar 2 (04.648.001) 111996 Mál nr. BN047506

Spóahólar 2,4,6, húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með báraðri og sléttri álklæðningu austurhlið og suðurgafl á Orrahólum 1-5 á lóð nr. 2 við Spóahóla.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2 apríl 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

65. Stjörnugróf (01.875.001) 108838 Mál nr. BN047548

Knattspyrnufélagið Víkingur, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þríhyrndu skilti 4 x 1,5 metrar á stærð til að vísa leiðina að félagssvæði Víkings við gatnamót Bústaðavegar.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN047212

Herdís Dögg Sigurðardóttir, Suðurgata 29, 101 Reykjavík

Kristinn Johnsen, Suðurgata 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á fyrstu hæð og kvist á austurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 29 við Suðurgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars til og með 7. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust.Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN047560

Mænir Reykjavík ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í rými 0101, innréttingar, starfsmannaaðstaða, kælir og hurð úr eldhúsi breytast á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

68. Súðarvogur 38 (01.454.402) 105640 Mál nr. BN047590

Fasteignafélagið Fell ehf, Skipholti 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á útloftunarröri frá verkstæði á 1. hæð, sjá erindi BN047258, upp fyrir þak austurhliðar iðnaðar- og íbúðarhúss á lóð nr. 38 við Súðarvog.

Samþykki eigenda á lóð nr. 38 fylgir með.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

69. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN047387

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum á suðurhlið vesturálmu Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings vegna brunavarna dags. 7.4. 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

70. Úlfarsbraut 42-44 (02.698.306) 205717 Mál nr. BN047512

Halldóra Pétursdóttir, Úlfarsbraut 42, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hlöðnum grjótvegg í steyptan stoðvegg á lóðamörkum í austur við hús nr. 42 mhl. 01 á lóð nr. 42-44 við Úlfarsbraut.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

71. Vallarstræti 4 (01.140.416) 100857 Mál nr. BN047440

Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars. 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Stærðabreytingar. xxxx

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

72. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN047576

Þ11 ehf, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu v/lokaúttektar af húsinu á lóðinni nr. 11 við Þverholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

73. Korngarðar 1-3 (01.323.101) 217160 Mál nr. BN047604

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 1 við Korngarða, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis og skipulagsráði Reykjavíkurborgar þann 19. mars 2014, og með auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda þann 1. apríl 2014. Óskað er eftir samþykki mæliblaðs og skráningu lóðar í Fasteignaskrá Íslands í samræmi við ofangreint.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

74. Lágmúli 1A (01.261.001) 103504 Mál nr. BN047588

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á tveim endurútgefnum mæliblöðum, þ.e. mæliblöðunum 1.260.6 og 1.261.1.

Mæliblaðið 1.260.6 breytist þannig að lóðin merkt Lágmúli 1A með landnúmer 192729, verði  merkt Lágmúli 2A með landnúmer 103504. Mæliblaðið 1.261.1 breytist þannig að lóðin merkt með staðgreini 1.261.103 og landnúmer 192729, verði  merkt við Lágmúli 1A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

75. Lágmúli OR (01.261.103) 192729 Mál nr. BN047589

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á tveim endurútgefnum mæliblöðum, þ.e. mæliblöðunum 1.260.6 og 1.261.1.

Mæliblaðið 1.260.6 breytist þannig að lóðin merkt Lágmúli 1A með landnúmer 192729, verði  merkt Lágmúli 2A með landnúmer 103504. Mæliblaðið 1.261.1 breytist þannig að lóðin merkt með staðgreini 1.261.103 og landnúmer 192729, verði  merkt við Lágmúli 1A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

76. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN047594

Magnús Árnason, Einarsnes 4, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta hluta annarrar hæðar í þrjár íbúðir í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.

Sjá einnig erindi BN039024 sama efnis sem samþykkt var 11. nóvember 2008 en er fallið úr gildi.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

77. Eyjarslóð 1 (01.111.502) 100028 Mál nr. BN047578

Örn Pálmason, Baldursgata 30, 101 Reykjavík

Hjól atvinnulífsins ehf., Borgartúni 3, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að fjölga húsnúmerum á lóðinni nr. 1 við Eyjarslóð.

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

78. Garðastræti 34 (01.161.009) 101190 Mál nr. BN047449

Maksim Akbachev, Bakkahjalli 8, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gistiheimili á lóðinni nr. 34 við Garðastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014.

79. Kambsvegur 18 (01.354.110) 104278 Mál nr. BN046960

Byggingafélagið Ögur ehf, Kjarrási 6, 210 Garðabær

Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunarrými á 1. hæð í tvö íbúðarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Kambsveg. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

80. Laufásvegur 45B (01.185.311) 102178 Mál nr. BN047443

Lind Völundardóttir, Laufásvegur 45b, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja íbúðarherbergi og svalir ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 45B við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

81. Rafstöðvarvegur 41 (04.26-.-98) 110978 Mál nr. BN047575

Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að rífa eldra einbýlishús og byggja nýtt og stakstæðan bílskúr á lóð nr. 41 við Rafstöðvarveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

82. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN047579

Jon Olav Fivelstad, Ránargata 8a, 101 Reykjavík

Vegna lekavandamála er spurt hvort leyft yrði að byggja þakskýli úr gleri yfir verönd á bakhlið (norðurhlið) hússins nr. 8A við Ránargötu.

Bréf eigenda dags. 23. apríl 2014 fylgir erindinu. 

Samkomulag eigenda Ránargötu 8 og 8A dags. 29. júní 2007 fylgir erindinu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

83. Sogavegur 192 (01.831.015) 108507 Mál nr. BN047541

Anabelle Valle, Sogavegur 192, 108 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara húss á lóð nr. 192 við Sogaveg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

84. Suðurgata 22 (01.161.205) 101216 Mál nr. BN047551

Silfurberg ehf, Suðurgötu 22, 101 Reykjavík

Friðrik Steinn Kristjánsson, Suðurgata 22, 101 Reykjavík

Ingibjörg Jónsdóttir, Suðurgata 22, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja hlaðinn vegg við lóðarmörk að götu og breyta fyrirkomulagi bílastæða við gistiheimilið á lóðinni nr. 22 við Suðurgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

85. Vesturgata 51C (01.134.007) 100303 Mál nr. BN047534

Hafþór Páll Bryndísarson, Vesturgata 51c, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að hækka um tvo metra og byggja kvisti á einbýlishús á lóð nr. 51C við Vesturgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. Apríl 2014.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:45.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Björgvin Rafn Sigurðarson

Jón Hafberg Björnsson

Sigurður Pálmi Ásbergsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir