Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 60

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 26. mars kl. 09:07, var haldinn 60. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. 

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

 (D) Ýmis mál

1. Reykjavíkurborg, endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði. Mál nr. SR140001

Kynnt endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði 

Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri kynnir

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 21. mars 2014.

3. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag (01.6) Mál nr. SN130234

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014 og  umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014. Jafnframt er kynnt minnisblað skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. mars 2014. 

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014 með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur  og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins  Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir  greiddu atkvæði gegn tillögunni og  bókuðu : 

„Í samkomulagi Reykjavíkurborgar, innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt á milli ríkis og borgar sem og hagsmunaaðila um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Sú nefnd er enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Því er gagnrýnivert að formaður borgarráðs sem og aðrir fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn virðast samt leynt og ljóst enn vinna að þeirri stefnu að byggð muni rísa í Vatnsmýri og með því ýjað að því að niðurstaða nefndarinnar verði virt að vettugi. Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna að framtíðarstaðsetningu flugvallararins greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði sem óvissa ríkir um að þessu leyti. „

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:

„Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar hefur engin áhrif á reksturs flugvallarins, það er gert sem hluti af samkomulagi Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair. Það er vandséð hvernig hægt er að túlka atkvæði gegn deiliskipulaginu sem stuðning við þá þverpólitísku sátt sem nú ríkir um framgöngu málsins.“

Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

4. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10 (01.11) Mál nr. SN130479

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013 breyttur 21. mars 2014 og sneiðingum Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 2013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elvar Bjarnason dags. 14. janúar 2014, Stólpar ehf. dags. 27. janúar 2014, Harpa, tónl. og ráðstefnuhús dags. 27. janúar 2014, Seltjarnarnesbær dags. 29. janúar 2014, Seltjarnarnesbær, skipulags- og umferðarnefnd dags. 31. janúar 2014,  JP lögmenn fh. Landbakka dags. 1. febrúar 2014, íbúasamtök miðborgar dags. 3. febrúar 2014, íbúasamtök vesturbæjar dags. 6. febrúar 2014, Hilmar Þór Björnsson arkitekt dags. 6. febrúar 2014 og Dennis Davíð Jóhannesson dags. 7. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014. 

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun :

„Umhverfis- og skipulagsráð fagnar breyttu skipulagi á Austurhafnarreitunum. Mikið hefur verið dregið úr uppbyggingarheimildum; hæðir húsanna hafa verið aðlagaðar betur að umhverfinu og gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu eru í samræmi við gildandi rammaskipulag af svæðinu og samgöngustefnu borgarinnar í aðalskipulaginu 2010-2030. Það skal þó áréttað að byggingarmagn á svæðinu er til komið vegna eldri deiliskipulagsáætlana. Hefði ráðið ekki verið bundið af þeim, má vera ljóst að umfangið hefði orðið smærra í sniðum. Ráðið leggur áherslu á að vandað verði til verka þegar kemur að útliti og hönnun bygginganna“.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri og Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri sitja fundinn undir þessum lið.  

5. Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi (01.220.0) Mál nr. SN140007

Skúlatún 4 ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt lagfærðum uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 13. mars 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 13. febrúar 2014. Einnig lögð fram fundargerð vegna fundar skipulagsfulltrúa  með hagsmunaaðilum dags. 12. mars 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

6. Lambhagavegur 23, breyting á deiliskipulagi (02.684.1) Mál nr. SN140111

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Lögð fram umsókn Hafbergs Þórissonar dags. 17. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðar til austurs, færsla á byggingarlínum og færsla á eystri aðkomu, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar ark. dags. 17. mars 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

7. Austurberg 1, Leiknir, breyting á deiliskipulagi (04.667.8) Mál nr. SN140118

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. mars 2014 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæði Leiknis að Austurbergi 1. Í breytingunni felst að setja niður færanlegt smáhýsi fyrir greiðasölu.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

8. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi (31.57) Mál nr. SN110517

Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 15. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 15. febrúar 2012. Auglýsing stóð frá 23. apríl til 6. júní 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 30. maí 2012, Ásgeir Harðarson formaður f.h. Íbúasamtaka Kjalarness dags. 6. júní 2012, Ásgeir Harðarson dags. 6. júní 2012 og Sigríður Pétursdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness dags. 6. júní 2012. Einnig er lögð fram bókun frá fundi hverfisráðs Kjalarness þann 14. júní 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júlí 2012.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Í tilefni úrskurðar er málið nú tekið fyrir að nýju. 

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012.

Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir og sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 772 frá 25. mars 2014.  

10. Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi -  BN044237 (01.134.218) Mál nr. BN046983

Skúli Magnússon, Bræðraborgarstígur 10, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2014. Athugasemdir sendu: Hólmfríður Garðarsdóttir og Guðrún Ara Arason, dags. 20. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014.

Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014, sbr. 2. mgr. 12.gr. .samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

11. Bugðulækur 17, endurnýja handrið (01.343.318) Mál nr. BN042993

Ragnheiður Hauksdóttir, Otrateigur 4, 105 Reykjavík

Sævar Smári Þórðarson, Otrateigur 4, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja óleyfishandrið, sbr. erindi BN041643 sem synjað var, á þaki bílskúrs á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Kristinsson f.h. húsfélags Rauðalækjar 18 dags. 10. febrúar 2014.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2014. 

Meðfylgjandi er bréf eigenda ódagsett og samþykki meðeigenda dags. 8. maí 2011. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. maí 2011 fylgir erindinu ásamt fyrri umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2011. Gjald kr. 8.000

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2014, sbr. 2. mgr. 12.gr. .samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

(C) Fyrirspurnir

12. Suðurgata 18, (fsp) - Þrjú bílastæði (01.161.203) Mál nr. BN047101

Stefanía Helga Jónsdóttir, Suðurgata 18, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2014.

Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10,. mars 2014. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

13. Sumargötur 2014, Mál nr. US140065

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2014 að sumargötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2014.  

Samþykkt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir  og Marta Guðjónsdóttir og  lögðu fram bókun: 

„Mikilvægt er að tryggt sé hverju sinni að haft sé samráð við rekstraraðila og íbúa á svæðinu þegar ákvarðarnir um sumargötur eru teknar.“

Pálmi Freyr Randversson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

14. Umhverfis- og skipulagssvið, götu og torgsala Mál nr. US140064

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kynnt tillaga að  breytingum á borgarráðssamþykkt um götu og torgsölu dags. 24. mars 2014. 

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs

Jóhann  Christiansen verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

(D)Ýmis mál

15. Hótel- og gistirými, Tillaga um stefnu fyrir hóteluppbygginu og stofnun stýrihóps. Mál nr. US140066

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. mars 2014 var lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs:

"Í miðborgarkafla aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030  kemur fram að gera skuli sérstaka stefnu fyrir hóteluppbygginu áður en ráðist verður í gerð hverfisskipulags fyrir miðborgina. Umhverfis og skipulagsráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna þessa stefnu"

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Umhverfis- og skipulagsráð skipar Björn Axelsson , Harald Sigurðsson og Halldóru Hrólfsdóttur í stýrihóp um Hótel og gistirými. 

16. Betri Reykjavík, leið 5 fari Árbæinn á kvöldin og um helgar Mál nr. US140053

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "leið 5 fari Árbæinn á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt. 

17. Betri Reykjavík, skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó Mál nr. US140054

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt

18. Betri Reykjavík, gangbraut yfir Vatnsmýrarveg og Gömlu Hringbraut Mál nr. US140056

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum skipulagsmál "gangbraut yfir Vatnsmýrarveg og Gömlu Hringbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt. 

19. Betri Reykjavík, slökkva á ljósastaurum í mikilli dagsbirtu Mál nr. US140057

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "slökkva á ljósastaurum í mikilli dagsbirtu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt. 

20. Betri Reykjavík, skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa Mál nr. US140058

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum ýmislegt "skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt. 

21. Gamla höfnin - Vesturbugt, kæra 19/2014 (01.0) Mál nr. SN140108

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Vesturbugtar.

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.  

22. Reitur 1.131, Nýlendureitur, kæra 19/2014 Mál nr. SN140109

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Nýlendureits.

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.  

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14.15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman 

Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir 

Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson 

Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 25. mars kl. 10.00 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 772. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arnarbakki 2-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN047270

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  innra fyrirkomulagi þannig að komið verður fyrir salerni fyrir hreyfihamlaða, starfsmannaðstaða, hillur og kassaborð færð til,  og brunaviðvörunarkerfi tengt viðurkenndri stjórnstöð í verslun í húsinu á lóð nr. 4 - 6 við Arnarbakka .

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Arnargata 10 (01.553.296) 106567 Mál nr. BN047349

Einar Kristinn Hjaltested, Arnargata 10, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu með þaksvölum. 

Viðbyggingin er steinsteyptur kjallari og hæð úr timbri sem klætt er bárujárni á norðvesturhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 10 við Arnargötu.

Stærð: Viðbygging 45.0 ferm. og 121,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN047354

Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta í fjölbýlishús með því að sameina starfsmannaherbergi í íbúðir og til að byggja sorpgerði og hjóla- og vagnageymslu utanhúss sjá erindi BN046140, sem synjað var 16.7. 2013, starfsmannahúsi, mhl. 04, í Arnarholti á Kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt eldri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013.

Gjöld kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013.

4. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN047393

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skábraut í rými E10/ES-ER fyrir bætta vörumóttöku við tónlistarhúsið Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN047201

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á efri hæðum í hótel með 45 herbergjum fyrir 90 gesti, innrétta gestamóttöku á 1. hæð, lækka gólf í kjallara að hluta og innrétta þar stoðrými með geymslum, aðstöðu starfsfólks og sorpgeymslu, bæta við lyftu og til að utan með nýrri útidyrahurð og aðkomu, kítta og mála glugga og endursteina hús á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er samanburðarsett arkitekts, bréf arkitekts dags. 4. og 11. febrúar og 4. mars 2014, bréf til Minjastofnunar Íslands/Húsafriðunarnefndar dags. 7. febrúar 2014, umsögn verkfræðistofunnar Ferils um breytingar á burðarvirki dags. 4. febrúar 2014, hönnunarforsendur Ferils dags. í janúar 2014, forsendur fyrir rafkerfum frá Verkhönnun ódagsett, hljóðvistargreinargerð dags. í febrúar 2014, brunahönnun dags. í janúar 2014, yfirlýsing og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014, bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 27.2. 2014, greinargerð vegna utanhússviðgerða dags. 27.2. 2014.

Einnig fylgir umsögn skipulagsfulltrúa fyrirspurn BN045512, sem var afgreidd jákvætt 7. febrúar 2013.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

6. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN046623

Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýja spennistöð í norðvesturhorni lóðar í stað annarrar í kjallara hússins, til að fella niður nýsamþykktan stoðvegg að Háaleitisbraut og breyta fyrirkomulagi lóðar, en við það fækkar bílastæðum um þrjú, sjá erindi BN045986 og BN046276, verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Ármúla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2013 og yfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. október 2013.

Bílastæði á lóð eftir breytingu samtals 89.

Spennistöð:  20,9 ferm., 72,1 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

7. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN045388

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta rýmingarleið á 5. hæð með því að gera op í plötu í rými 0504 og koma fyrir fellistiga niður á stigapall 4. hæðar í húsinu á lóð nr. 47 við Barónsstíg. 

Bréf frá hönnuði dags. 19. mars.Húsaleigusamningur ódags. fylgir.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. október 2012 fylgir.

Gjald kr. 8.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN047381

Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili í rými 0201 á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg.

Fyrirspurnarerindi sama efnis sem fékk jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 25. febrúar 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN047229

Arkhúsið ehf, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stofu og  innrétta íbúð í rými 0302 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 5 við Barónsstíg.

Erindi fylgir fyrirspurn sem fékk jákvæðar undirtektir dags. 25. september 2012.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Milli funda.

10. Bergþórugata 5 (01.190.226) 102429 Mál nr. BN047379

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á bílskúr viðbyggingu með svalir og sem verður teygt  við húsið á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.

Stækkun: XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Blómvallagata 13 (01.162.339) 101312 Mál nr. BN046634

Helgi Helgason, Blómvallagata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir tveimur íbúðum sem skráðar eru sem ósamþykktar íbúðir í  kjallara fjölbýlishússins á lóðinni nr. 13 við Blómvallagötu.

Afsalsbréf dags. 02.11.1955 og 22.07.1956 fylgja erindinu.

Íbúðarskoðanir byggingarfulltrúa, báðar dags. 5. desember 2012 fylgja erindinu.

Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.

Fyrirspurnarerindi sama efnis fékk jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 11. desember 2012.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047277

Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, uppfæra brunavarnir og fækka herbergjum úr 342 í 320 í nýsamþykktu hóteli í flokki V, teg. A, sbr. BN042394 að Þórunnartúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Erindi fylgir brunahönnun frá Verkís, 3. útgáfa dags. í febrúar 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Breiðhöfði 11 (04.034.301) 110506 Mál nr. BN047390

Ísaga ehf., Breiðhöfða 11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þaki vegna lekavandamála úr mænisþaki í einhallaþak á húsi á lóð nr.  11 við Breiðhöfða.

Stækkun 75 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Fellsmúli 24-30 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN047380

Fagriás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka verslun á kostnað annarra rýma og endurinnrétta millipalla fyrir kaffistofu og skrifstofu Góða hirðisins í húsi á lóð nr. 28 við Fellsmúla.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047317

F23 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík

S30 ehf., Kögurseli 12, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047208 þannig að dýpt á lyftustokki minnkar og lyftustokkur breikkar,  loka hluta af göngum að ofan á sama hátt og geymslueiningum og aukastækkun á millipalli  í húsinu á lóð nr. 23 - 25 við Fiskislóð.

Skýrsla brunahönnuðar dags. mars. 2014 fylgir.

Stækkun á millipalli frá áður samþykktu erindi er : 3,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Fiskislóð 39 (01.086.601) 209697 Mál nr. BN047382

Vegamót ehf., Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík

Fortus hf., Markarflöt 28, 210 Garðabær

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN045615 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.  

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Framnesvegur 31B (01.134.511) 100399 Mál nr. BN047402

Steinunn Þórarinsdóttir, Framnesvegur 68, 101 Reykjavík

Jón Ársæll Þórðarson, Framnesvegur 68, 101 Reykjavík

Elín Jóhanna Óskarsdóttir, Framnesvegur 31, 101 Reykjavík

Axel Steindórsson, Framnesvegur 31, 101 Reykjavík

Haraldur Helgason, Hvassaleiti 74, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum í mhl. 03 vegna gerðar eignaskiptasamnings í vinnustofu á lóð nr. 31B við Framnesveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Fremristekkur 9 (04.612.305) 111778 Mál nr. BN047178

Guðsteinn Halldórsson, Fremristekkur 9, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að stækka glugga og byggja verönd við vesturhlið einbýlishúss á lóðinni nr. 9 við Fremristekk.

Samþykki nágranna í húsum nr. 7, 8 og 10 við Fremristekk (á teikn.) fylgir erindinu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar vegna stækkunar glugga fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN047395

SS Hús ehf., Haukdælabraut 2, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti vegna breyttrar gluggaskipunar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Gerðhamrar 19 (02.298.504) 109171 Mál nr. BN047394

Bjarni Hrafn Ívarsson, Gerðhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr gleri og timbri á steyptum undirstöðum við eignarhluta 0202 í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 19 við Gerðhamra.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN047398

Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja spyrnuveggi í grunni raðhúss á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háteigsvegur 14 (01.244.414) 103207 Mál nr. BN047224

Rakel Kristinsdóttir, Háteigsvegur 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa eldhús úr norður enda í suðuenda risíbúar ásamt því að útbúa gestasalerni í húsinu á lóð nr. 14 við Háteigsveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

23. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047276

Hólavellir fjárfestingarfélag, Eyktarási 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.

Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Milli funda.

24. Hólmgarður 19 (01.818.108) 108183 Mál nr. BN047351

Guðrún Jóna Jóhannesdóttir, Hólmgarður 19, 108 Reykjavík

Tryggvi Gíslason, Hólmgarður 19, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra og ytra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 19 við Hólmgarð.

Sjá erindi BN034458 samþ. 1. júlí 2008 og erindi BN044666 (endurnýjun á 34458) samþ. 31. júlí 2012.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 103 (01.154.407) 101135 Mál nr. BN047377

SA Verk ehf., Áslandi 3, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja hótel með 100 herbergjum úr forsteypttum einingum, þrjár til fjórar hæðir á kjallara  með bílgeymslu fyri r 28 bíla á lóð nr. 103 við Hverfisgötu.

Kjallari, 306,9 ferm., bílgeymsla 873,1 ferm., 1. hæð 890,3 ferm., 2. hæð 882,2 ferm., 3. hæð 818,4 ferm., 4. hæð 570 ferm.

Samtals:  4.227,9 ferm., 9.475,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til kynningar í Umhverfis- og skipulagsráði.

26. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN047133

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóð nr. 30 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.

Nýbygging:  kjallari 272,5 ferm., 1. hæð 267,8 ferm., 2. hæð 273,6 ferm., 3. og 4. hæð 264,4 ferm., 5. hæð 153 ferm.

Samtals 1.495,8 ferm., 4.860,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Hverfisgata 32 (01.171.103) 101369 Mál nr. BN047140

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóðum nr. 32 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.

Áður samþykkt niðurrif skv. byggingarleyfi nr. BN046649:  476,2 ferm.

Nýbygging:  Kjallari 260,2 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 263,7 ferm., 5. hæð 223,0 ferm.

Samtals nýbygging:  1.514,7 ferm., 5.186,2 rúmm.

Stækkun:  1.038,5 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28. Hverfisgata 34 (01.171.105) 101371 Mál nr. BN047141

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóð nr. 34 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014.

Áður samþykkt niðurrif skv. byggingarleyfi nr. BN046650:  309,1 ferm.

Nýbygging:  Kjallari 158,4 ferm., 1. hæð 139,9 ferm., 2. hæð 149,4 ferm., 3. og 4. hæð 160,2 ferm., 5. hæð 133,9 ferm.

Samtals nýbygging:  902,0 ferm., 3.121,6 rúmm.

Stækkun:  593 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN047418

Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi vegna eldvarna í húsinu á lóðinni nr. 59-59A við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN047321

Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fella út stoðvegg og heitan pott, sjá erindi BN043803, einnig er sótt um leyfi til að byggja léttan timburvegg við verönd parhúss á lóð nr. 17-19 við Iðunnarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN047350

Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, komið var fyrir auka vegg í eldhúsi og sturtu á salerni, sjá erindi BN036197, vegna lokaúttektar á parhúsinu nr. 17 á lóð nr. 17-19 við Iðunnarbraut.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Ingólfsstræti 1A (01.171.021) 101365 Mál nr. BN047295

Íslenski barinn ehf., Pósthólf 570, 101 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að fjölga salernum úr fjórum í fimm og breyta innra fyrirkomulagi veitingastaðar í flokki III, tegund f (krá), á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 1A við Ingólfsstræti.

Í lýsingu erindis er tekið fram að hámarksgestafjöldi staðarins sé 130 manns.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN046942

Arkitektur.is ehf., Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss á öllum hæðum, koma fyrir lyftu frá kjallara upp á 2. hæð, breyta 3. hæð til veisluhalda, breyta áhorfendarými og sviði á 1. og 2. hæð þannig að upphækkanir séu færanlegar og gólf geti verið slétt, breyta fyrirkomulagi í kjallara og innrétta fyrir veitingastað í flokki III, tegund A í Gamla Bíói á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig brunavarnaskýrsla frá Eflu dags. des. 2013, bréf arkitekts dags. 18.2. 2014, umsögn skipulagsstjóra fylgir fyrirspurn BN047080 dags. 3.2. 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14.3. 2014 sem og bréf arkitekts dags. 17.3. 2014.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN047388

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta við útihurð í stað glugga og breyta innréttingum í matsal og eldhúsi í veitingastað í flokki II tegund A, S-200, í rými 0204, mhl. 01 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er umsögn um brunavarnir frá Verkís dags. 20.3. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

35. Láland 16 (01.874.202) 108835 Mál nr. BN047320

Guðmundur Auðunn Auðunsson, Laugarásvegur 1, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja timburviðbyggingu að suðurhlið og klæða utan með tré- og málmklæðningu allt húsið nr. 16 á lóðinni nr. 10-16 við Láland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. mars 2014 fylgir erindinu.Stærð: Viðbygging 37,8 ferm. og 111,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Lindargata  1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN047323

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, til að loka undirgangi í norðausturhluta og stækka matsal og til að byggja hjóla- og sorpgeymslu úr steypu og timbri á baklóð Arnarhvols á lóð nr. 1-3 við Lindargötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 4. mars 2014, eldvarnaskýrsla Eflu dags. í mars 2014, bréf arkitekts dags. 18.3. 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags 13.3. 2014.

Stækkun húss: mhl. 01, 49,4 ferm., 145,4 rúmm.

Hjóla- og sorpgeymsla, mhl. 04, 61,2 ferm., 156 rúmm.

Stækkun samtals: 110,6 ferm., 301,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Þinglýsa skal nýrri lóðarskiptayfirlýsingu fyrir lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN047355

Laugadepla ehf., Bæjarlind 14-16, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með 21 íbúð, þrjár hæðir, kjallari og ris ásamt bakhúsi, mhl. 02, sem í eru fjórar vinnustofur í eigu íbúða í mhl. 01 á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.

Mhl. 01:  Kjallari 281,6 ferm., 1. hæð 326,8 ferm., 2. hæð 362,2 ferm., 3. hæð 362,2 ferm., 4. hæð 287,4 ferm.

Mhl. 01 samtals:  1.620,2 ferm., 5.047 rúmm.

Mhl. 02:  189,4 ferm., 698,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.

38. Malarhöfði 8 (04.055.502) 110558 Mál nr. BN046152

Malarhús ehf., Malarhöfða 8, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa til svalir, breikka og lengja þær og fella niður brunakröfur í herbergi sem áður var flóttarými í húsvarðaríbúð á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Malarhöfða. 

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN047202

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Lyf og heilsa hf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og koma fyrir nýjum inngangi  í rými 0101 apótekið í húsinu nr. 22 á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

40. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN047372

S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa aðstöðu fyrir metanstöð, lokað svæði fyrir metangeyma og lokaðan tækjagám fyrir stýribúnað og metanpressu ásamt tengingum í lögnum neðanjarðar við metandælu í núverandi eldsneytisafgreiðslusvæði á lóð nr. 101 við Miklubraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Miklabraut 86 (01.710.011) 107126 Mál nr. BN047367

Sesselja Eggertsdóttir, Ósar, 531 Hvammstangi

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á  mhl. 02 bílskúr og mhl. 01 sem er gert grein fyrir  íbúð í kjallara í húsinu á lóð nr. 86 við Miklabraut.

Umboð frá Sesselja Eggertsdóttir að Guðmann levy hafi umboð að skrifa undir dags. 6 mars 2014 og umboð frá Sveinbjörgu Eyþórsdóttir að Sigurborg Borgþórsdóttir hafi umboð að skrifa undir dags. 28 feb. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046359

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík

Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir verönd (svölum) á austurhlið, hækka mæni um 50cm, bæta við kvisti, stækka kvist  sem fyrir er og stækka útbyggingu á einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Nesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013.

Jafnframt er erindi BN046165 dregið til baka.

Stækkun 63,4 ferm., 120,0 rúmm. 

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013.

43. Njálsgata 33B (01.173.132) 102367 Mál nr. BN047214

Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri, hæð og ris með staðsteyptum kjallara á lóð nr. 33B við Njálsgötu.

Varmatapsútreikning dag. 10. mars 2014 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.

Stærðir: kjallari: 19,5 ferm., 95,9 rúmm.  1.hæð: 45,3 ferm., 129,7 rúmm. Ris 49,4 ferm., 155,4 rúmm. Samtals: 114,2 ferm., 381,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.

44. Njörvasund 18 (01.413.004) 105068 Mál nr. BN047392

Björn Bragi Bragason, Njörvasund 18, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki ýmissa breytinga frá erindi BN034950 samþ. 2.2. 2007, sem felast í að bílskúr er ekki rifinn og nýr byggður heldur núverandi skúr endurbættur óbreyttur, tilfærslur eru á rýmum og veggjum á 1. hæð og björgunaropum bætt við í íbúðarhúsi og ný skráningartafla gerð fyrir íbúðarhús, mhl. 01 og bílskúr mhl. 02 á lóð nr. 18 við Njörvasund.

Stærðir eru óbreyttar.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN046900

Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi lagnakjallara og sameina tvær íbúðir í eina íbúð á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Óðinsgötu.

Eftir breytinguna verða þrjár samþykktar íbúðir í húsinu í stað fjögurra.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Pósthússtræti 1 (01.118.506) 100102 Mál nr. BN047383

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð/spennistöð úr steinsteypu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Pósthússtræti.

Stærðir 23,8 ferm., 105,7 rúmm.

Gjald kr 9.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til kynningar í Umhverfis- og skipulagsráði.

47. Rauðagerði 74 (01.823.210) 108357 Mál nr. BN047376

Katrín Sif Michaelsdóttir, Danmörk, Gunnar Dan Wiium, Danmörk, Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingar úr timbri og bárujárni að norður- og suðurhlið og kvisti, einnig úr timbri og bárujárni, á norður- og suðurþekju hússins á lóðinni nr. 74 við Rauðagerði.

Samþykki nágranna í húsum nr. 70 og 72 við Rauðagerði dags. 17. mars 2014 fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun 31,4 ferm. og xx rúmm.

Gjald kr. 9.500.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Sigluvogur 6 (01.414.112) 105107 Mál nr. BN047160

Jóhann Örn Þórarinsson, Sigluvogur 6, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar á erindinu BN041965 á lóð nr. 6 við Sigluvog. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Síðumúli 30 (01.295.203) 103842 Mál nr. BN046953

Lýsing hf., Ármúla 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nýjum starfsmannainngangi, nýrri vörumóttöku, hjólagerði á austurhluta lóðar og fyrir áður gerðri breytingu þar sem bílageymslu, rými nr. 0202 var breytt í lagerhúsnæði á lóð nr. 30 við Síðumúla.

Bréf frá hönnuði dags. 12. desember 2012. og þinglýst bréf um samning um bílastæði dags. 15 febrúar 2013, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. dags. 13. mars. 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN047314

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir lokun milli kaffistofu og stigagangs í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Skeifan 15, Faxafen 8 (01.466.001) 195608 Mál nr. BN047077

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í lagerrými og verslun og til að koma fyrir öryggishliðum innan við aðalinngang verslunar Hagkaups í húsi á lóð nr. 15 við Skeifuna.

Jafnframt eru erindi BN041042 og BN045110 dregin til baka.

Erindi fylgir brunatæknileg úttekt frá VSI dags. 16. janúar 2014 og greinargerð með breytingum dags. 18. febrúar 2014.

Gjald kr. 9.500+9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

52. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN047378

105 fasteignir ehf., Ármúla 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nokkrum minni háttar breytingum sem á hafa orðið, sbr. erindi BN046632, við hönnun gististaðar í fl. II, tegund B í rými 0108 í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 17.3. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

53. Skógarsel 10 (04.914.401) 112545 Mál nr. BN047412

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN045824 sem felast í að sýna gömul þróarbrot sem uppdrifsvörn við tanka vegna lokaúttektar á eldsneytisafgreiðslu N1 á lóð nr. 10 við Skógarsel.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Skúlagata 19 (01.154.201) 179253 Mál nr. BN047369

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum sem fela í sér að skrifstofurýmum fjölgar á 1. hæð og á 3.hæð og bætt verður við ÚT- ljósum í húsinu á lóð nr. 19 við Skúlagötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN047206

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, tvær byggingar 5 og 6 hæðir með 38 íbúðum á opnum bílakjallara fyrir 28 bíla á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. febrúar 2014 fylgir erindinu.

Stærð:  Kjallari 266,7 ferm., 1. hæð 870,1 ferm., 2. hæð, 3. og 4. hæð 850,8 ferm., 5. hæð 605,7 ferm., 6. hæð 209,6 ferm.

Samtals:  4.504,5 ferm., 13.581,2 rúmm.

Bílgeymsla, B-rými 842,5 ferm., 2.544,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN047065

Mánatún hf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046869 sem gert var vegna breytinga á erindi BN045300 sem fól í sér að ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998 gilti fyrir Mánatún 7-17 með síðari breytingum skv. ákvæði til bráðabirgða í gr. 17.1.2. í nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Breytingar sem nú eru gerðar felast í að lækka kjallaraplötu, fyrirkomulagi er breytt í kjallara K-0, íbúð bætt við á 1. hæð og sorpgeymsla er sameinuð sorpgeymslu á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7-17 við Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2014.

Einnig bréf arkitekts dags. 14. janúar 2014 og annað dags. 18. febrúar 2014 og enn 24.3. 2014.

Stækkun A-rými:  144,7 ferm., 378,5 rúmm.

Stækkun B-rými:  9,2 ferm.

Stækkun varaaflsstöð í bílakjallara, mhl. 05

27,5 ferm., 92,3 rúmm.

Samtals stækkun A rými: 172,2 ferm., 470,8 rúmm.

Samtals stækkun B rými: 9,2 ferm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Sóltún 1-3 (00.000.000) 208475 Mál nr. BN047373

Mánatún hf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skrifstofu- og verslunarhús á lóð nr. 1 við Sóltún.

Niðurrif mhl. 11 fastanr. 201-0037 merkt 0101 687,7 ferm. og 2.656,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu að niðurrifi loknu til að unnt sé að taka húsið af skrá.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58. Sólvallagata 48 (01.134.616) 100416 Mál nr. BN047396

Agla ehf, Smáragötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta atvinnuhúsnæði á 1. hæð í þrjár sjálfstæðar einingar í húsi á lóð nr. 48 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

59. Starmýri 2 (01.283.001) 103700 Mál nr. BN047246

TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti og innra fyrirkomulagi og jafnframt breyta atvinnuhúsnæði sem skráð er fjórar eignir í  tvær vinnustofur með íbúðaraðstöðu á fyrstu hæð hússins nr. 2C á lóðinni nr. 2 við Starmýri.

Ný skráningartafla fylgir erindinu.

Umsagnir skipulagsfulltrúa varðandi áður afgreidd erindi dags. 6. maí og 27. september 2013 fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2014.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2014.

60. Stórholt 35 (01.246.211) 103318 Mál nr. BN047301

María Margeirsdóttir, Stórholt 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunaþoli glers í nýsamþykktum kvistum, sjá erindi BN044398 í húsi á lóð nr. 35 við Stórholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.

61. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN047384

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þar sem veggir eru fjarlægðir á 3., 5. og 6. hæðum í húsinu á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN046949

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í tilfærslu innveggja, speglun íbúða og breyttu sorpgerði á stúdentagörðum, sbr. erindi BN044592, í húsi nr. 20 á lóð nr. 14-20 við Sæmundargötu.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

63. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN046948

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í tilfærslu innveggja, speglun íbúða, breyttu sorpgerði og breyttum svölum á stúdentagörðum, sbr. erindi BN044447, í húsi nr. 18 á lóð nr. 14-20 við Sæmundargötu.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Tómasarhagi 25 (01.554.004) 106571 Mál nr. BN047331

Dagur Már Færseth, Tómasarhagi 25, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leiðrétta BN046663 þannig að eignarhald í skráningartöflu breytist og geymsla 0003 verður í eigu íbúðar 0101 í  húsinu á lóð nr. 25 við Tómasarhaga.

Samþykki meðeigenda dags.19. mars 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

65. Túngata 22 (01.136.413) 100588 Mál nr. BN047365

Sendiráð Frakklands, Túngötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta aðkomu að kjallara og snyrtingu í honum og gera skrifstofurýmið í kjallaranum aðgengilegt öllum í franska sendiráðinu á lóð nr. 22 við Túngötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

66. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN047387

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum á suðurhlið vesturálmu Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Vísað til kynningar í Umhverfis- og skipulagsráði.

67. Vallargrund, Kjalarnesi Mál nr. BN047403

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum dreifistöð/spennistöð á Kjalarnesi á lóð með landnúmeri xxxxx og staðgreini 32.473.1xx.

Stærðir 13,8 ferm., 54,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

68. Vesturberg 76 (04.662.801) 112055 Mál nr. BN047391

Ísland-Verslun hf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Guðmundur Oddur Víðisson, Litla-Tunga, 276 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047111 þannig að breytt er staðsetning frystiklefa, vinnuborð, handlaug, tækjavaskur er flutt til á lager, veggur komið upp til aðgreiningar frá lagersvæði, geymslu kompu er komið fyrir við frysti og afskermun á inntökum í húsinu á lóð nr. 74 við Vesturbergi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

69. Vesturhús 1 (02.848.001) 109839 Mál nr. BN047406

Guðmundur Stefán Sigmundsson, Vesturhús 1, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna viðgerða á þaki hússins á lóðinni nr. 1 við Vesturhús.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

70. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN047292

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp skilti við inngang í Ísafold Bistro á lóð nr. 3-5- við Þingholtsstræti.

Samþykki eigenda dags. 26.2. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

71. Þverás 10 (04.724.305) 112411 Mál nr. BN047273

Reynir Arngrímsson, Þverás 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja milliloft í íbúð 0201 í húsi nr. 10 við Þverás.

Stækkun: 17,3 ferm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

72. Þverholt 15 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN047126

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvegsframkvæmda og undirbúnings byggingar fjölbýlishúsa á lóð nr. 15-21 við Þverholt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing embættisins vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

73. Þverholt 15-21 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN047340

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 120 íbúðum á bílageymslu sem rúmar 118 bíla á sameinaðri lóð nr. 15 við Þverholt.

Byggð verða fjögur aðskilin hús á bílakjallara, sem er tvær hæðir að hluta og skiptist í sjö matshluta sem verða Þverholt 19, 21 og 23 og Einholt 8, 10 og 12 á lóð nr. 15 við Þverholt.

Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, útreikningur á varmatapi dags. 7. mars 2014 og greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014  ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. mars 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2014.

Stærðir:

Einholt 8, mhl. 07:  2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm.

Einholt 10, mhl. 08:  2.953 ferm., 8.953,6 rúmm.

Einholt 12, mhl. 09:  2.332,1 ferm., 7.246,2 rúmm.

Þverholt 19, mhl. 03:  1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm.

Þverholt 21, mhl. 04:  3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm.

Þverholt 23, mhl. 05:  2.691,1 ferm., 8,391,2 rúmm.

Mhl. 11, bílgeymsla:  4.433,8 ferm., 14.778 rúmm.

Samtals ofanjarðar:  13.735,7 ferm., 63.512,9 rúmm

B-rými 905,3 ferm.

Samtals:  14.641 ferm.

Samtals neðanjarðar:  6.636,2 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing embættisins vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

74. Öldugata 28 (01.135.411) 100489 Mál nr. BN046596

Stefanía Ingibj. Sverrisdóttir, Öldugata 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við norðurhlið, kjallara, tvær hæðir og ris, stækka anddyrisviðbyggingu á vesturhlið og gera svalir á þaki hennar og byggja bílskúr með verönd og garði á þaki við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. við Öldugötu.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014 fylgir erindinu.

Tillagan var grenndarkynnt frá 27. nóvember til og með 27. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Áróra Pálsdóttir dags. 30. nóvember 2013, Eiríkur Dór Jónsson og Áróra Pálsdóttir dags. 18. desember 2013 og Eva Gestsdóttir, Ásta B. Jónsdóttir og Einar I. Halldórsson eigendur að Bárugötu 33 dags. 27. desember 2013.

Niðurrif:  Fastanr. 200-1547 mhl. 70 merkt 0101 bílskúr 1931 17,4 ferm., einnig kjallarainngangur og tröppur, kvistur, bakdyrainnangur og snyrting.

Niðurrif samtals:  36,8 ferm., 91,5 rúmm.

Viðbyggingar og bílskúr:  111 ferm., 308,2 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til leiðbeiningar í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.

Ýmis mál

75. Borgartún 28 (01.230.101) 102912 Mál nr. BN047404

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar

Borgartúni  28 (staðgr. 1.230.101, landnr. 102912). 

Lóðin er 2500 m², bætt við lóðina 425 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) 

lóðin verður 2925 m².

Sjá samþykkt borgarráðs 11. 01. 2002 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 22. 02. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

76. Vesturvallagata 6-6B (01.134.508) 100392 Mál nr. BN047399

Byggingarfulltrúi leggur til að matshluti 01 á lóðinni Vesturvallagata 6-6B, landnúmer 100392 verði tölusettur sem Vesturvallagata 6 og matshluti 02 verði tölusettur sem Sólvallagata 64, lóðarheiti verði Vesturvallagata 6.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

77. Breiðagerði 7 (01.814.108) 107929 Mál nr. BN047248

Bjarni Kristinsson, Hvassaleiti 60, 103 Reykjavík

Kristinn Sveinbjörnsson, Kringlan 87, 103 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að klæða hús með báruáli, byggja fimm kvisti og hækka rishæð hússins lóðinni nr. 7 við Breiðagerði. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21 mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.

78. Efstasund 3 (01.355.106) 104333 Mál nr. BN047366

Ólafía Kristný Ólafsdóttir, Efstasund 3, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að grafa fyrir grunn að bílskúr í norðausturhorni lóðar nr. 3 við Efstasund.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Vísað einnig leiðbeininga á fyrirspurnarblaði

79. Freyjugata 40 (01.196.007) 102635 Mál nr. BN047296

Þórdís Arnljótsdóttir, Freyjugata 40, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta vinnustofu mhl. 02  í íbúð eða gistiherbergi í húsinu á lóð nr. 40 við Freyjugötu.  

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.Ljósmyndir fylgja.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.

80. Garðsendi 3 (01.824.403) 108422 Mál nr. BN047311

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að stækka til suðurs allar hæðir og endurbyggja og breyta þaki á þríbýlishúsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2014.

Erindi fylgir ástandsskoðun frá Almennu verkfræðistofunni dags. 27. febrúar 2014 og greinargerð hönnuðar dags. 4. mars 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2014.

81. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN047162

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fengist til að gera eina inndregna hæð ofan á mhl. 01 og bæta við bakhús mhl. 02 á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.

Jákvætt.

Með vísan til skilyrða og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014

82. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN047400

Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að nýta sem herbergi óuppfyllt rými í kjallara húss nr. 15 á lóðinni nr. 11-15 við Haukdælabraut.

Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) þar sem vísað er í fasteignaauglýsingu vegna Haukdælabrautar 48-56 og í samþykktar teikningar af Haukdælabraut 9 fylgir erindinu.

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

83. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN047397

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að endurnýja glugga á austur- og suðurhlið A-álmu og setja álgluggakerfi í stað timburglugga, harðviðargluggum og -hurðum á svölum verður ekki breytt, spurt er einnig hvort breyta megi svalahandriðum, endurnýja þau og aðlaga núgildandi öryggiskröfum, og hvort þessar breytingar séu byggingarleyfisskyldar á sjúkrahúsinu (borgarspítalanum) á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

84. Hverfisgata 101 (01.154.409) 101137 Mál nr. BN047401

Jón Benjamín Einarsson, Hverfisgata 101, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris og byggja kvisti á þakhæð hússins nr. 101 við Hverfisgötu.

Til vara er spurt hvort leyfi fengist til þess að setja kvisti á húsið án þess að hækka rishæðina.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

85. Kleppsvegur  40-44 (01.342.102) 103973 Mál nr. BN047370

Shi Jin, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík

Spurt er hvort síkka megi glugga á suðursvölum íbúðar á efstu hæð í austurenda fjölbýlishúss nr. 44 á lóð nr. 40-44 við Kleppsveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

86. Klettagarðar 12 (01.320.301) 188311 Mál nr. BN047386

Halldór Guðmundsson, Laugalækur 14, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta lagerskemmu fyrir málm, þar sem einangrunargildi miðast við  <18 gráður C í heildverslun þar sem einangrun skal miðast >18 gráður C í skemmunni á lóð nr. 12 við Klettagarða.

Umsögn verkfræðistofunnar Ferils um einangrun fylgir.

Nei.

Einangrunargildi þarf að vera í samræmi við starfsemi og byggingarreglugerð, sjá hluta 13 í byggingarreglugerð.

87. Leifsgata 28 (01.195.303) 102617 Mál nr. BN047405

Olga Eleonora M. Egonsdóttir, Leifsgata 28, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að lengja svalir á bakhlið húss á lóð nr. 28 við Leifsgötu

Ljósmynd fylgir erindi

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14.10.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Sigurður Pálmi Ásbergsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir