Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 09.08, var haldinn 6. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Fundargerðir Sorpu bs., Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 312 frá 4. febrúar 2013.
2. Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US130048
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs
Frestað.
Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Karl Sigurðsson tóku sæti á fundinum kl. 9:10.
3. Laugavegur, Bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur Mál nr. US130047
Íbúasamtök Miðborgar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur dags. 23. janúar 2013 varðandi tillögu þeirra að breyttri skipan umferðarmála við Laugarveg.
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs, samgöngur.
Torfi Hjartarson tók sæti á fundinum kl. 9:13
4. Laugavegur, vinnulag ásamt tillögu vegna samkeppni á göturými. Mál nr. US130057
Lagt fram minnisblað ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. febrúar 2013 varðandi vinnulag við samkeppni um skipulag og útfærslu á göturými Laugavegar.
Frestað
5. Gönguljós í borginni, Mál nr. US130004
græntími fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2013 ásamt minnispunktum Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 15. janúar 2013 varðandi græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum.
Kynnt.
6. Klapparstígur, verkhönnun vegna lokaáfanga Mál nr. US130056
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds dags. 11. febrúar 2013 ásamt verkhönnun vegna lokaáfanga við endurgerð Klapparstígs.
Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.
(C) Fyrirspurnir
7. Frakkastígsreitur 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi(01.172.1)Mál nr. SN130084
Vatn og land I ehf, Pósthólf 8033, 128 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Vatns og lands ehf. dags. 8. febrúar 2013 um breytt deiliskipulag Frakkastígsreits. Tillagan gengur m.a. út á að fella niður kvöð um óstaðbundna gönguleið milli Laugaveg og Hverfisgötu, tilfærsla á byggingarlínum innan reits o.fl, samkv. tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 8. janúar 2013.
Fulltrúar Traðar Hans Olav arkitekt og Sigríður Magnúsdóttir arkitekt kynntu.
Hildur Gunnlaugsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
8. Öskjuhlíð, fagsamkeppni um skipulag (01.76) Mál nr. SN130080
Kynnt forsögn að samkeppnislýsingu um rammaskipulag Öskjuhlíðar ásamt afmörkun skipulagssvæðisins, jafnframt kynnt tillaga að skipan dómnefndar.
Frestað.
Hlín Sverrisdóttir verkefnastjóri kynnti
9. Betri Reykjavík, Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni Mál nr. SN130030
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 #GLSlipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013 samþykkt.
10. Betri Reykjavík, Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jólMál nr. US130007
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 #GLJólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013.
Umsögn umhverfis og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
11. Betri Reykjavík, Carpooling verði ekki hallærislegt Mál nr. US130011
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012#GLCarpooling verði ekki hallærislegt #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.
Umsögn umhverfis og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
12. Útilistaverk, eftir Hallstein Sigurðsson Mál nr. SN130078
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 30. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi Hafþórs Yngvasonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 um væntanlega gjöf Hallsteins Sigurðssonar á 16 myndverkum í Grafarvogi. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 15. febrúar nk. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Umhverfis-og skipulagsráð vekur þó athygli á því að borgin getur á hverjum tíma ákveðið að flytja verkin ef nýta á svæðið fyrir annað.
Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
13. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2013.
14. Frostaskjól 2, Breyting á deiliskipulagi (01.516.9) Mál nr. SN120564
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 14. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR vegna lóðarinnar nr. 2 við Frostafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjár færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. desember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Knattspyrnufélags Reykjavíkur f.h. lóðarhafa Frostaskjóls 2 og 4 dags. 14. desember 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. desember 2012 til 28. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Kristjánsson dags. 28. janúar 2013. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra frístundamála dags. 31. janúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2013.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2013.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Ísleifsgata 2-34, breyting á deiliskipulagi (05.113) Mál nr. SN120465
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Búseta dags. 16. október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. Í breytingunni felst að bætt er við nýrri raðhúsagerð, íbúðum fjölgað úr 16 í 18 og skilmálum fyrir gestabílastæði er breytt samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. apríl 2007 síðast breytt 10. október 2012. Tillagan var í auglýsingu frá 26. nóvember 2012 til og með 10. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristín S. Sigurðardóttir og Hjörtur Lúðvíksson dags. 8. janúar 2013, Hörður J. Guðmundsdóttir og Lena Rut Kristjánsdóttir dags. 9. janúar 2013, Gunnar Ás Vilhjálmsson dags. 9. janúar 2013, Ingibjörg Hreiðarsdóttir og Guðbjörn Guðmundsson dags. 10. janúar, Róbert V. Jónasson og Heiðrún Ó. Níelsdóttir dags. 10. janúar 2013, Fjóla Agnarsdóttir og Sigurður Ólafsson dags. 10. janúar 2013 og Baldvin Svavarsson og Harpa Sigmarsdóttir dags. 10. janúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 7. febrúar 2013.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Seljahverfi, breyting á deiliskipulagi (04.9) Mál nr. SN120520
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis. Í breytingunni felst nýjar stígatengingar á nokkrum stöðum í Seljahverfi við nýjan göngustíg sem liggur á sveitafélagsmörkum Reykjavíkur og Kópavogs, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. nóvember 2012. Tillagan var auglýst frá 17. desember 2012 til og með 1. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingu: Sigurbjörn Sveinsson dags. 7. janúar 2012, Sigurður Ingi Ljótsson dags. 31. janúar 2013, Einar Hallsson dags. 31. janúar 2013 og íbúar að Holtaseli 20, 22, 26, 28, 30, 32, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45 og 46 móttekið 1. febrúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2013.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Sogamýri, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN120218
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.
Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: #GL Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja.#GL
Vísað til borgarráðs.
18. Sogamýri, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110157
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 7. maí 2012 vegna deiliskipulags í Sogamýri. Einnig lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogamýri. Breytingin felur í sér þrjár nýjar lóðir austan, lóðanna við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt hliðrun á göngustíg, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 718 frá 12. febrúar 2013.
(D) Ýmis mál
20. Kirkjuteigur 21, kæra 6/2013 (01.361.1) Mál nr. SN130077
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 28. janúar 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Teigahverfis vegna Kirkjuteig 21.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Fundi slitið kl. 14.15.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Torfi Hjartarson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 718. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Björn Kristleifsson og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN045521
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eimbað, hvíldaraðstöðu og útigeymslu við íþróttamiðstöð á lóð nr. 3 við Austurberg.
Stærðir: 70 ferm., 208,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 18.765
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN045365
Jóna Helga Jónsdóttir, Ásholt 24, 105 Reykjavík
Ásholt 2,húsfélag, Ásholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokanir, ál- og glerkerfi með braut ofan og neðan í fjölbýlishúsinu nr. 2 á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Jákvæð fyrirspurn BN044660 , fundagerð frá húsfélagsfundi dags. 24 apríl 2013 og tölvupóstur frá formanni Húsfélgs Ásholt fylgir.
Stærðir B- rýma í 200,8 ferm. og rúmm. 502 brúttó - svalalokanir.
Gjald 8.500 + 45.180
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN045547
SS Verk ehf., Haukdælabraut 2, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í húsnæði sem skráð er vörugeymsla á annarri hæð í matshluta 02 á lóðinni nr. 30 við Baldursgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bankastræti 6 (01.170.204) 101332 Mál nr. BN045520
Eldhraun ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stiga milli 1. og 2. hæðar og til að innrétta tvær íbúðir á 3. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 6 við Bankastræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN039315
Umtak fasteignafélag ehf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu til að geyma gaskúta, utan á atvinnuhúsið á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 22. nóv. 2012 og Bréf frá N1 dags. 27.jan. 2012
samþykki meðeigenda ódags. fylgja.
Stækkun: 17,9 ferm og 46,8 rúm.
Gjöld kr. 7.300 + 8.500 + 3.978
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Blikahólar 2-12 (04.642.301) 111909 Mál nr. BN045534
Fínverk ehf, Álfkonuhvarfi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að taka hluta burðarveggjar, setja stálbita í staðinn og stækka þar með gat milli stofu og eldhúss í íbúð 301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Blikahóla.
Meðfylgjandi er bréf frá burðarvirkishönnuði dagsett 31.1. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045491
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými fyrir 178 starfsstöðum í bæði lokuðum og opnum skrifstofurýmum og framreiðslueldhús fyrir stafsmenn í rými 0402 og 0501 í Höfðatún 2 Höfðatorg H1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045133
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um að fjölga eignum á Höfðatorgi samkvæmt meðfylgjandi töflu á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Eignirnar verða:
Eign 01 0101 - B1 - Borgartún 12-14
Eign 03 0101 - H1 - Turninn/Höfðatún 2
Eign 04 0101 - Fyrirhuguð hótelbygging, reitur S2 í deiliskipulagi.
Eign 05 0101 - mhl.05 (Höfðatún 12), mhl. 06 (Höfðatún 12A) og mhl. 07 (Skúlagata 63).
Eign 02 0101 - bílakjallari og lóð verða sameign þessara fjögurra eigna.
Erindi fylgir bréf arkitekts dags. 7. nóvember, minnisblað vegna brunahönnunar dags. 4. desember 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa vegna eldvarna.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
9. Fálkagata 30 (01.553.016) 106530 Mál nr. BN045554
Sigurður Skúli Skúlason, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Dröfn Guðmundsdóttir, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Sindri Sigurðarson, Flétturimi 12, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu listamanna í bílgeymslu og nefna 30B á baklóð húss nr. 30 við Fálkagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð áritað á uppdrátt og bréf umsækjanda ásamt þinglýstum kaupsamningi dags. 12. ágúst 1993.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
10. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN045536
Bjarni Geir Alfreðsson, Framnesvegur 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038787 samþykkt 25. nóv. 2008, þar sem sótt var um að breyta verslun og vörugeymslum á 1. hæð og í kjallara í íbúð sbr. fyrirspurn BN033690 dags. 4.4.2006 í húsi á lóð nr. 44 við Framnesveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Geirsnef Mál nr. BN045565
Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir byggingarleyfi BN044893 sem samþykkt var 28.08 2012 með síðari breytingum, þ.e. jarðvinnu fyrir tvær brýr fyrir gangangi og hjólandi vegfarendur yfir Elliðaárósa nyrst á Geirsnefi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
12. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN045513
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sjens ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040671 dags.12. jan. 2010 og BN036756 dags. 13. nóv. 2007 sem er um að innrétta 2. og 3. hæðina og bakhús undir hótel ásamt svölum á 3. hæðina með fellistiga á norðurhlið og flóttahringstiga á vesturhlið fyrir 2. og 3. hæðina í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 12 við Grensásveg.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 6. feb. 2013 fylgir
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN045573
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 04 sem er vörugeymsla á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.
Erindi fylgir bréf varðandi samkomulag um niðurrif dags. 29. janúar 2013.
Niðurrif: Fastanr. 200-9368 mhl. 04 merkt 0101 vörugeymsla 758,3 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu að niðurrifi loknu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN045572
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 06 sem er spennistöð á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.
Erindi fylgir bréf varðandi samkomulag um niðurrif dags. 29. janúar 2013.
Niðurrif: Fastanr. 200-9370 mhl. 06 merkt 0101 spennistöð 31,4 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu að niðurrifi loknu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN045571
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 03 sem er vörugeymsla á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.
Erindi fylgir bréf varðandi samkomulag um niðurrif dags. 29. janúar 2013.
Niðurrif: Fastanr. 200-9367 mhl. 03 merkt 0101 vörugeymsla 600 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu að niðurrifi loknu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
16. Haðaland 2-8 (01.864.301) 108812 Mál nr. BN045509
Gísli Jón Hermannsson, Haðaland 8, 108 Reykjavík
Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak og byggja valmaþak eins og samþykkt var skv. BN004487 dags. 27.8. 1992 en ekki var farið í framkvæmdir á einbýlishús nr. 8 á lóð nr. 2, 4, 6 og 8 við Haðaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hallveigarstígur 9 (01.171.211) 101391 Mál nr. BN045535
Þórir Kjartansson, Hallveigarstígur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN042856 þar sem sótt var um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar og fá samþykkta ósamþykkta íbúð 0101 á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 9 við Hallveigarstíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Haukdælabraut 5-9 (05.113.803) 214785 Mál nr. BN045546
Gæðahús ehf, Logafold 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta rennihurð að verönd og útbúa óupphitað lagnarými á neðri hæð húss nr. 9, breyta fyrirkomulagi við anddyri, koma fyrir glugga á norðvesturgafli húss nr. 7 og breyta útliti glugga á bakhlið (suðvesturhlið) raðhússins á lóðinni nr. 5-9 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Heiðarbær 5 (04.351.103) 111112 Mál nr. BN045548
Arnaldur Valgarðsson, Heiðarbær 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa sorpgeymslu út úr bílgeymslu og fram á lóð hússins nr. 5 við Heiðarbæ.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN045532
Eignarhaldsfélagið Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka sal og breyta flóttaleiðum á 1. og 2 hæð frá Hverfisgötu nr. 56 inn í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044674
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Þorgeir Jónsson, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsstjóra (v. fyrirspurnar) dags. 7. júní 2012. fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 40,6 ferm. og 112,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.563
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til teikninga nr. 01-02 dags. 22. janúar 2013.
22. Krosshamrar 5 (02.294.703) 109074 Mál nr. BN045425
Guðjón Sigurbergsson, Krosshamrar 5, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN043751 þar sem minnkaður er þakgluggi og veggur á milli stofu og sólstofu fjarlægður í parhúsinu á lóð nr. 5 við Krosshamra.
samþykki meðlóðarhafa dags. 24. jan. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Langholtsvegur 27 (01.357.011) 104400 Mál nr. BN045427
Jón Ingi Friðriksson, Langholtsvegur 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Langholtsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Laugarnesvegur 59 (01.349.205) 104114 Mál nr. BN045311
Vigdís Marteinsdóttir, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Svavar Jóhann Eiríksson, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að suðurhlið fyrstu hæðar einbýlishúss á lóðinni nr. 59 við Laugarnesveg.
Stærð: Viðbygging xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Laugav 22/Klappars 33 (00.000.000) 101456 Mál nr. BN045549
X-Strengur ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum á eldvörnum og leyfi til þess að færa til sorpgeymslu á fyrstu hæð hússins Laugavegur 22 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugavegur 20-20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN045516
Grandavör ehf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta brunahólfun í kjallara hússins á lóðinni nr. 20A við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN045553
Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins Búálfurinn (rými 01-16) í húsi nr. 2-4 á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla.
[Um er að ræða veitingastað í flokki III. Hámarksfjöldi gesta er 45 manns skv. uppdráttum.
Leyfisbréf dags. 19. janúar 2009 fylgir erindinu..
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN045579
Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á 3. hæð fyrir Mýrargötu 26 sbr. neðangreint. Erindið er vegna byggingaleyfis nr. BN044699 sem samþykkt var þann 17.07 2012 og breytingu á BN035993 sem samþykkt var 27.05 2007. Áður hafði verið veitt takmarkað byggingarleyfi fyrir 1. og 2. hæð.
Ég var í sambandi við Bjarna Guðmundsson í morgun vegna yfirferðar á teikningum fyrir Mýrargötu 26, hann taldi að enn myndi dragast að hann skilaði af sér þannig að líklega verðum við að sækja um takmarkað byggingarleyfi fyrir 3. hæð líka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
29. Njálsgata 52A (01.190.305) 102438 Mál nr. BN045555
Frosti Friðriksson, Njálsgata 52a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja í 1. áfanga svalir á annarri hæð og setja þar hurð í staðinn fyrir glugga, sbr. fyrirspurn BN045336, 2. áfanga er sótt um að byggja kvist á báðum þakhliðum eins og samþykkt var 27. júlí 1989 á húsinu á lóð nr. 52 við Njálsgötu.
Stækkun rúmm. XX
Gjald kr. 9.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN045550
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að að byggja svalir á suðurhlið, breyta gluggasetningu kvista og breyta innra skipulagi íbúðar 0301 á annarri og þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 1 við Óðinsgötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN045479
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044141 þar sem breyta á opnanlegum gluggum í heimagistingu í fl. I í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
32. Safamýri 46-50 (01.286.101) 103743 Mál nr. BN045299
Zakaria Elías Anbari, Safamýri 46, 108 Reykjavík
Emilija Aleksandraviciene, Rauðarárstígur 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir hurð úr stofu út í garð á suðvesturhlið hússins nr. 46 á lóðinni nr. 46-50 við Safamýri.
Samþykki eigenda Safamýri 46, 48 og 50 fylgir. Afsöl 1998 til 2005 fylgja. Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN043322
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042951 þar sem skyggni verður endursteypt, stiga á milli hæða verður breytt og innra fyrirkomulagi verður breytt í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Skipasund 34 (01.357.111) 104422 Mál nr. BN045464
Arnar Halldórsson, Skipasund 34, 104 Reykjavík
Vegna eignaskiptasamnings er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi tvíbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Skipasund.
Samþykki meðeigenda dags. 23. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Skólavörðustígur 22A (01.181.204) 101758 Mál nr. BN045556
Babalú ehf, Skólavörðustíg 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina tvær eignir í eina verslunarhús á lóð nr. 22A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045503
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss í íbúð 1801 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045501
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og til að breyta þremur gluggum/svalahurðum á íbúð 1701, mhl. 10 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Snorrabraut 67 (01.247.005) 103329 Mál nr. BN045552
Samtök um kvennaathvarf, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, bæta við baðherbergi á efstu hæð og innrétta nýtt eldhús á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 67 við Snorrabraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla á tveimur hæðum og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4.387,7 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4.412,2 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.326,4 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.767,0 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.760,2 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.275,7 ferm.
Heildarstærð húss, mhl. 02-06: 14.541,5 ferm., 44.516,4 rúmm.
Bílgeymsla, mhl. 01: 4.387,7 ferm., 13.682,9 rúmm.
Samtals mhl. 01-06: 18.929,2 ferm., 58.199,3 rúmm.
B-rými, svalir og svalagangar: 972,5 ferm., 2.766 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000 + 5.486.877
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Suðurlandsbraut 4-4A (00.000.000) 103513 Mál nr. BN045545
Mænir Reykjavík ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingaverslun fyrir 70 gesti á 1. hæð í vesturenda húss á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Sundaborg 1-15 (01.336.701) 103911 Mál nr. BN045465
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta báðar hæðir, stigagang í eignarhlutum 0129, 0125, 0134, 0229, 0225 og 0271, setja upp girðingu úti með innkeyrsluhlið fyrir framan nr. 15, setja flóttahurð á vestur gafl, loka inngangi í stigagang norðan megin í húsunum nr. 13-15 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.
Bréf frá hönnuði dags. 14. jan. 2013. Umsögn burðarvirkihönnuðar dags. 11 jan. 2013. Bréf frá eiganda dags. 13. des. 2012 og samþykki húsfélags Sundaborgar dags. 28.des. 2012 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Súðarvogur 4 (01.450.301) 105598 Mál nr. BN045544
Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa niður mhl. 02 0101 1689,2 ferm. iðnaðarhús og 03 0101 1622,0 ferm. útilager á lóð nr. 4 við Súðarvog.
Niðurrif í samtals: 3311,2 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
43. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN045526
Harlem ehf., Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar veitingastaðar í flokki III þar sem komið er fyrir salerni, inndregin verönd sem samþykkt var 31. maí verði minnkuð og komið verður fyrir búningsherbergi þar sem sviðið var og það flutt til í húsinu á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
44. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN045405
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verkfæraskýli úr timbri og bárujárni norðan við íbúðarhúsið á lóðinni Varmadalur 3.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Verkfæraskýli, matshl. 04, 62,5 ferm. og 169,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 14.365
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN045363
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir nýjum innkeyrsludyrum, breyta flóttaleiðum og nýta sem þrjár séreignareiningar atvinnuhúsið á lóðinni nr. 8 við Vatnagarða.
Stækkun xx ferm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN045207
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu útisvæði framan við veitingahús í flokki III á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Frestað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013.
47. Vesturvallagata 4 (01.134.507) 100391 Mál nr. BN038267
Kristinn Ágúst Halldórsson, Meistaravellir 13, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á tveim hæðum úr steinsteypu og bárujárnsklæddri timburgrind með timburþaki sbr. fsp. BN036646 við núverandi hús á lóð nr. 4 við Vesturvallagötu.
Stærðir: fyrir stækkun 53,7 ferm., 108,8 rúmm.
Stækkun: 122,7 ferm., 395,3 rúmm.
Eftri stækkun: 176,4 ferm., 504,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 9.000 + 35.577
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Viðarhöfði 2 (04.077.501) 110686 Mál nr. BN043756
Vilhjálmur Valgeir Hernandez, Skólagerði 46, 200 Kópavogur
Festar ehf, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar framkvæmdum breytingum á 2. hæð og að koma fyrir útitröppum á vesturhlið þar sem starfrækja á líkamsræktarstöð í atvinnuhúsnæðinu nr. 2B á lóð nr. 2 við Viðarhöfða.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
49. Nauthólsvegur - staðföng Mál nr. BN045564
Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir við Reykjavíkurflugvöll sem eru staðsettar á svæði sem hefur landnúmer 106748 verði tölusettar við Nauthólsveg og fái þessi staðföng:
Mh. Staðfang
08 Nauthólsvegur 54
43 Nauthólsvegur 56
13 Nauthólsvegur 58
09 Nauthólsvegur 58 A
10 Nauthólsvegur 58 B
11 Nauthólsvegur 58 C
12 Nauthólsvegur 58 D
47 Nauthólsvegur 58 E
18 Nauthólsvegur 58 F
46 Nauthólsvegur 58 G
17 Nauthólsvegur 58 H
16 Nauthólsvegur 58 I
44 Nauthólsvegur 58 J
45 Nauthólsvegur 58 K
34 Nauthólsvegur 60
25 Nauthólsvegur 62
26 Nauthólsvegur 62 A
35 Nauthólsvegur 64
36 Nauthólsvegur 66
Fasteignir á svæði með landnúmer 106930
07 Nauthólsvegur 68
12 Nauthólsvegur 68
14 Nauthólsvegur 68
15 Nauthólsvegur 68
16 Nauthólsvegur 68
18 Nauthólsvegur 68 A
17 Nauthólsvegur 68 B
19 Nauthólsvegur 68 C
06 Nauthólsvegur 97
Fasteignir á lóð Nauthólsvegar 87 fái þessi staðföng:
02 Nauthólsvegur 87 A
03 Nauthólsvegur 87 B
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
50. Reykjavíkurflugvöllur - staðföng Mál nr. BN045563
Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á Reykjavíkurflugvelli sem staðsettar eru á svæði sem hefur landnúmer 106748 fái staðföng kennd við Reykjavíkurflugvöll sem verði:
Reykjavíkurflugvöllur 4, mh. 01, fastanr. 202-9306
Reykjavíkurflugvöllur 5, mh. 40, matsnr. 234-7521
Reykjavíkurflugvöllur 5A mh. 41, mastnr. 234-7522
Reykjavíkurflugvöllur 5B mh. 42, matsnr. 234-7523
Reykjavíkurflugvöllur 6, mh. 06, matsnr. 202-9311
Fasteign á svæði sem hefur landnúmer 106643.
Reykjavíkurflugvöllur 9, mh. 01, matsnr. 226-6266
Fasteignir á svæði sem hefur landnúmer 106930.
Reykjavíkurflugvöllur 1 mh. 01, matsnr. 202-9664
Reykjavíkurflugvöllur 2 mh. 01, matsnr. 202-9665 og 227-2411
Reykjavíkurflugvöllur 3 mh. 03, matsnr. 202-9666
Reykjavíkurflugvöllur 3A, mh. 15, matsnr. 234-7817
Reykjavíkurflugvöllur 7, við braut 01
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
51. Þorragata - staðfang Mál nr. BN045562
Byggingarfulltrúi leggur til að fasteign á Reykjavíkurflugvelli dæluhús við tvo bensíngeyma mh. 13, matshlutanúmer 234-7818 fái staðfang sem Þorragata 12 D.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
52. Bleikjukvísl 2 (04.235.001) 110882 Mál nr. BN045543
Hannes Kristinn Gunnarsson, Ystibær 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að búa til íbúð með sér fastanúmeri í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 2 við Bleikjukvísl.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
53. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN045557
Húsfélagið Borgartúni 30, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp ljósaskilti á útvegg og hvaða gögnum þurfi að skila inn vegna þess á hús á lóð nr. 30 við Borgartún.
Jákvætt.
Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði. Sækja skal um byggingarleyfi.
54. Drafnarfell 2-18 (04.683.007) 112306 Mál nr. BN045529
Ingvar Magnússon, Grænakinn 8, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta sportbar í flokki III í verslunarrými á lóð nr. 14-16 við Drafnarfell.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
55. Dunhagi 23 (01.553.019) 106533 Mál nr. BN045530
Valur Hlíðberg, Dunhagi 23, 107 Reykjavík
Vegna sérstakra aðstæðna er spurt hvort leyft yrði að breyta skráningu bílgeymslu þannig að hún verði skráð sem íbúðarherbergi í húsinu nr. 23 við Dunhaga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
56. Framnesvegur 13 (01.134.106) 100316 Mál nr. BN045497
Katrín Ragnars, Framnesvegur 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðausturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 13 við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
57. Jöklafold 4 (02.857.202) 110116 Mál nr. BN042352
Haukur Sölvason, Jöklafold 4, 112 Reykjavík
Spurt er hvort óuppfyllt rými í kjallara undir bílskúr fáist skráð sem notarými, en þannig hefur það verið frá upphafi í einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Jöklafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. desember 2010 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
58. Kistumelur 9 (34.533.502) 206636 Mál nr. BN045531
S.E. þjónusta ehf, Gilsárstekk 7, 109 Reykjavík
Spurt hvort leyfi fengist til að breyta iðnaðarhúsnæði, rými 0104 í geymslu á lóð nr. 9 við Kistumel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
59. Laugarásvegur 69 (01.384.208) 104905 Mál nr. BN045537
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka kjallarana og koma fyrir sólstofu ofaná kjallaraviðbygginguna á húsinu á lóð nr. 69 við Laugarásveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN045476
Eggert Guðmundsson, Vesturhólar 1, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna þakhæð (4.hæð), koma fyrir gluggum á göflum og starfrækja íbúðahótel á efri hæðum hússins á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013. Sækja skal um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 11.30.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir