Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 58

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 12. mars kl. 09.15, var haldinn 58. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Örn Sigurðsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson. Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 7. mars 2014.

2. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10 (01.11) Mál nr. SN130479

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og sneiðingum Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 2013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elvar Bjarnason dags. 14. janúar 2014, Stólpar ehf. dags. 27. janúar 2014, Harpa, tónl. og ráðstefnuhús dags. 27. janúar 2014, Seltjarnarnesbær dags. 29. janúar 2014, Seltjarnarnesbær, skipulags- og umferðarnefnd dags. 31. janúar 2014, JP lögmenn fh. Landbakka dags. 1. febrúar 2014, íbúasamtök miðborgar dags. 3. febrúar 2014, íbúasamtök vesturbæjar dags. 6. febrúar 2014, Hilmar Þór Björnsson arkitekt dags. 6. febrúar 2014 og Dennis Davíð Jóhannesson dags. 7. febrúar 2014. Kynnt drög að umsögn skipulagsfulltrúa Frestað

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

3. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi (31.57) Mál nr. SN110517 Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 15. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 15. febrúar 2012. Auglýsing stóð frá 23. apríl til 6. júní 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 30. maí 2012, Ásgeir Harðarson formaður f.h. Íbúasamtaka Kjalarness dags. 6. júní 2012, Ásgeir Harðarson dags. 6. júní 2012 og Sigríður Pétursdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness dags. 6. júní 2012. Einnig er lögð fram bókun frá fundi hverfisráðs Kjalarness þann 14. júní 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Frestað.

4. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN140049 Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Staða málsins kynnt Frestað

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bóka: Formaður borgarráðs lét hafa eftir sér að uppbygging á Hlíðarendasvæðinu væri ekki lokakafli Hlíðarhverfisins heldur fyrsta stigið í íbúðauppbyggingu Vatnsmýrarsvæðisins. Það er með ólíkindum að formaður borgarráðs sem gerði samkomulag við ríkið um að skipuð yrði nefnd til að skoða framtíðarstaðsetningu flugvallarsvæðisins skuli ekki virða störf þeirrar nefndar. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir svigrúmi til að nefndin fái að skila af sér sinni vinnu áður en svæðið áður en þeirri vinnu lýkur. Fulltrúar mismunandi flokka hafa einsett sér að bera virðingu fyrir vinnu nefndarinnar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði harma að formaður borgarráðs og aðrir fulltrúar meirihlutans séu samhliða þeirri vinnu að úttala sig um þeirra framtíðarsýn þvert á pólitískt samkomulag um að gera það ekki að svo stöddu.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka "Deiliskipulag Hlíðarendasvæðisins var samþykkt samhljóða í Skipulagsráði Reykjavíkur í desember 2010 . Breytingar á deiliskipulagi sem nú eru til umræðu lúta að tilfærslu á starfsemi og eru óverulegar hvað varðar byggðarform. Skipulagið er i fullu samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki háð þessari uppbyggingu".

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 14:;30, þá höfðu einnig verið afgreidd mál nr. 7, 9, 10, 11, 17 og 20-29.

5. Lautarvegur 2-16, breyting á deiliskipulagi (01.794) Mál nr. SN140079 Jón Þór Þorvaldsson, Logafold 128, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 28. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 2-16 við Lautarveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. úti og inni dags. 18. febrúar 2014. Frestað.

6. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag (01.6) Mál nr. SN130234

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014. Allar athugasemdir í einu skjali. Kynnt drög að umsögn skipulagsfulltrúa Frestað

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundin undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 770 frá 11. mars 2014.

8. Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237 (01.134.218) Mál nr. BN046983 Skúli Magnússon, Bræðraborgarstígur 10, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2014. Athugasemdir sendu: Hólmfríður Garðarsdóttir og Guðrún Ara Arason, dags. 20. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014. Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað.

(D) Ýmis mál

9. Betri Reykjavík, fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101 Mál nr. US140015 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2014 samþykkt.

10. Betri Reykjavík, skjól meðfram Bústaðavegi Mál nr. US140025 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "skjól meðfram Bústaðavegi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

11. Hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu, tölulegar upplýsingar Mál nr. SN090409

Lagðar fram tölulegar upplýsingar og skýringarmynd VSÓ ráðgjafa dags. í febrúar 2014 varðandi hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu. Sverrir Bollason frá VSO verkfræðistofu kynnti

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs: “Í miðborgarkafla aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 kemur fram að gera skuli sérstaka stefnu fyrir hóteluppbygginu áður en ráðist verður í gerð hverfisskipulags fyrir miðborgina. Umhverfis og skipulagsráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna þessa stefnu“Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

{Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags situr fundinn undir þessum lið.}

12. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð starfs- og fjárhagsáætlanagerð Mál nr. US140044

Kynnt drög að skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. mars 2014 um verkefni vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Frestað.

13. Strætisvagnaskýli, samantekt Mál nr. US140042

Lögð fram til kynningar samantekt á strætisvagnaskýlum í Reykjavík. Frestað. (C) Fyrirspurnir

14. Aðalstræti 6, (fsp) breyting á þakhæð (01.136.5) Mál nr. SN140041 Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Reita fasteignafélags hf. dags. 27. janúar 2014 varðandi breytingu á þakhæð hússins á lóð nr. 6 við Aðalstræti, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 10. desember 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkís arkitekta ehf. dags. 28. janúar 2014. Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurnina Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umhverfis og skipulagsráð bókar: "Þrátt fyrir að byggingarmagn á þakhæð Aðalstrætis 6 sé aukið lítillega er útfærslan með þeim hætti að ásýnd hússins mun batna vegna inndreginnar þakhæðar sem snýr að Aðalstræti. Þakhæðin sker sig þannig frá að húsið mun virka lægra í götumyndinni.Hækkunin snýr mest að baklóð en sýnt hefur verið fram á að ekki verður um aukningu skuggavarps að ræða. Með þessari breytingu er farið í átt að upphaflegri hönnun hússins."

15. Suðurgata 18, (fsp) - Þrjú bílastæði (01.161.203) Mál nr. BN047101 Stefanía Helga Jónsdóttir, Suðurgata 18, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2014. Frestað.

16. Vesturgata 6-10A, (fsp) gistiheimili (01.132.1) Mál nr. SN140047 Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta f.h. Kirkjuhvols dags. 4. febrúar 2014 um hvort leyft verði að fá að reka gistiheimili í húsunum á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu ásamt veitingarekstri í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða dags. 4. febrúar 2014 ásamt uppdráttum dags. 4. febrúar 2014. Frestað

(E) Umhverfis- og samgöngumál

17. Hofsvallagata, umferðatalningar Mál nr. US130234

Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013. "Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar." Einnig er lögð fram niðurstaða úr talningu sem gerð var 2. og 3. október 2013. Kynnt.

(D) Ýmis mál

18. Reykjavíkurflugvöllur, frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (01.6) Mál nr. SN140093

Lagt fram frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. mars 2014 samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar 2014.

20. Skúlagata 12-16, sjónlína niður Frakkastíg (01.152.2) Mál nr. SN090025 Elín Ebba Ásmundsdóttir, Laugavegur 53a, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jons Kjell Seljeseth dags. 24. febrúar 2014 varðandi skerðingu útsýnis frá Skólavörðuholtinu niður Frakkastíg vegna fyrirhugaðra bygginga við Skúlagötu. Farið yfir stöðu málsins.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka: "Deiliskipulag Skuggahverfis er barn síns tíma. Það var samþykkt einróma í borgarstjórn árið 2006. Engar athugasemdir bárust frá borgarbúum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Turninn sem nú rís við Skúlagötu á eftir að hafa áhrif á veðurfar, útsýni og ásýnd borgarinnar og mun skerða mikilvægan sjónás norður Frakkastíg. Turninn og reiturinn allur er almennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram skýr stefna þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður, m.a. um hæðir húsa, um sjónása, verndun eldri byggðar og byggðarmynsturs. Það breytir þó ekki átta ára gamalli samþykkt, deiliskipulagið er í gildi og byggingarleyfi hafa verið gefin út.

Umhverfis- og skipulagsráð skorar á Alþingi Íslendinga að setja fyrningarákvæði í skipulagslög, þannig að hægt verði að endurskoða skipulagsáætlanir ef framkvæmdir hefjast ekki innan ákveðins tíma. Slíkt ákvæði myndi tryggja vandaðari skipulagsvinnu, skýrara umboð skipulagsyfirvalda á hverjum tíma og meiri sátt innan samfélagsins. Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við verktaka og höfða til samvisku þeirra vegna framkominnar gagnrýni og breyttrar stefnu borgaryfirvalda frá þeim tíma sem skipulagið var samþykkt".

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bóka: "Uppbyggingarheimildir í Skuggahverfinu hafa tekið miklum breytingum frá því að fyrsta deiliskipulag reitsins var samþykkt árið 1986. Þá var gert ráð fyrir því að byggingar næst mikilvægum sjónásum eins og frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg til sjávar væru lágreistar tveggja til fjögurra hæða byggingar sem tækju mið af yfirbragði eldri byggðar hverfisins. Hærri hús sem þá áttu að vera að hámarki 13 hæðir voru staðsettar inn á miðju reitsins en út til jaðranna lækkuðu hæðir húsa og skyggðu ekki á sjónása. Anda þessa deiliskipulags var síðan kollvarpað árið 2005 og 2006 undir stjórn R-listans sem gjörbreytti uppbyggingarheimildum, færðu byggingarreiti út að götu, juku við nýtingarhlutafall lóðarinnar og hækkuðu turna um sex hæðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis og skipulagsráði taka undir athugasemdir frá íbúum sem ráðinu hafa borist þar sem því er mótmælt að turn út við Frakkastíg skyggi á útsýni til sjávar og er mjög frekur í borgarlandinu. Á síðasta kjörtímabili fóru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram á það við fulltrúa lóðarhafa að turninn yrði færður innar á lóðina en á það var ekki fallist enda byggja lóðarhafar ákveðinn rétt á gildandi deiliskipulagi. Tekið er undir áskorun til Alþingis að setja fyrningarákvæði í skipulagslög, þannig að hægt verði að endurskoða skipulagsáætlanir. Það er í samræmi við fyrri tilmæli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks til stjórnvalda og löggjafans. Deiliskipulag Skuggahverfis endurspeglar sjónarmið í skipulagsmálum sem hafa breyst mikið á undanförnum árum. Því var ekki mótmælt af borgarbúum á sínum tíma en víst má telja að viðbrögðin yrðu allt önnur nú“.

21. Vættaborgir 67-69, málskot (02.343.2) Mál nr. SN140022 Ellert Már Jónsson, Miðhús 32, 112 Reykjavík

Lagt fram málskot Ellerts Más Jónssonar móttekið 17. janúar 2014 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 um að byggja glerskála á svölum parhúss nr. 67 á lóðinni nr. 67-69 við Vættaborgir. Fyrri afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 staðfest staðfest.

22. Seiðakvísl 40, málskot (04.215.6) Mál nr. SN140064 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Lagt fram málskot Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, dags. 26. september 2013, mótt. 13. febrúar 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsfulltrúa 30. ágúst sl. á erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnsholts vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir einbýlishús við suðurenda Seiðakvíslar samkvæmt uppdrætti OGV dags. 12. júlí 2013. Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 staðfest staðfest.

23. Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni Mál nr. SN140070

Tilnefning ráðgjafa vegna hugmyndasamkeppni um Háskólasvæðið. Umhverfis- og skipulagsráð skipaði Pál Hjaltason, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Júlíus Vífil Ingvarsson sem ráðgjafa vegna hugmyndasamkeppni um Háskólasvæðið. 24. Baldursgata 32 og 34, kæra 1/2014, umsögn (01.186.3) Mál nr. SN140011 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. janúar 2013 ásamt kæru dags. 5. janúar 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2013 á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. febrúar 2014. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. febrúar 2014 samþykkt.

25. Hverfisgata 52, kæra, umsögn (01.172.1) Mál nr. SN140059 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2014 ásamt kæru, dags. 4. febrúar 2014, þar sem kært er niðurrif skábrautar að Hverfisgötu 52, jafnframt að færð séu bílastæði á samþykktri teikningu að húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. febrúar 2014. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2014 samþykkt.

26. Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, kæra, umsögn (01.780.4) Mál nr. SN130589 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. febrúar 2013. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. febrúar 2014 samþykkt.

27. Vesturhús 1, kæra, umsögn (02.848.0) Mál nr. SN140067 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. febrúar 2014 ásamt kæru dags. 17. febrúar 2014 þar sem kærðar eru framkvæmdir vegna hækkunar og klæðningu á þaki á húsi á lóð nr. 1 við Vesturhús. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014 samþykkt.

28. Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi (01.332) Mál nr. SN130525 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn.

29 Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN130099

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar Tryggvagötu 13.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 15.15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir

  Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 11. mars kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 770. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arnarholt (32.161.101) 221217 Mál nr. BN047235 Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta "heilsuhótel" í flokki III, þar sem áður var sjúkrahús í Arnarholti á Kjalarnesi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2014.Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði

2. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN047201 Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á efri hæðum hússins í hótel með 45 herbergjum fyrir 90 gesti, innrétta gestamóttöku og veitingastað fyrir 100 gesti í flokki III á 1. hæð, sbr. fyrirspurn BN045512, lækka gólf í kjallara að hluta og innrétta þar stoðrými með geymslum, aðstöðu starfsfólks og sorpgeymslu og bæta við lyftu í húsi á lóð nr. 16 við Austurstræti. Meðfylgjandi er samanburðarsett arkitekts, bréf arkitekts dags. 4.2. 2014 og annað dags. 11.2. 2014, bréf til Minjastofnunar Íslands/Húsafriðunarnefndar dags. 7.2. 2014, umsögn verkfræðistofunnar Ferils um breytingar á burðarvirki dags. 4.2. 2014, hönnunarforsendur Ferils dags. í janúar 2014, forsendur fyrir rafkerfum frá Verkhönnun ódagsett, yfirlýsing Minjastofnunar Íslands vegna friðunar, hljóðvistargreinargerð dags. febrúar 2014, brunahönnun dags. janúar 2014, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014, bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 27.2. 2014, greinargerð vegna utanhússviðgerða dags. 27.2. 2014, bréf arkitekts dags. 4.3. 2014, umsögn skipulagsfulltrúa fylgir fyrirspurn BN045512 sem var afgreidd jákvætt 7.2. 2013. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN047308 Jörundur ehf., Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Austurstræti sbr. erindi BN047139. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. mars 2014 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Ármúli 23 (01.264.203) 103538 Mál nr. BN047319 Klifurfélag Reykjavíkur, Skútuvogi 1g, 104 Reykjavík Skák ehf, Lyngbarði 3, 220 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi til að innrétta rými fyrir íþróttarstarfsemi, koma fyrir búningsklefa, móttöku og gestasvæði og inngangshurð í stað útkeyrsluhurðar á austurhlið og gerð er grein fyrir áður gerðum millipalli í mhl. 03 í rými 001 í húsinu á lóð nr. 23 við Ármúla. Fyrirspurn BN045757 dags. 19. mars 2013 fylgir erindi. Bréf frá meðeiganda dags. 6. mars sem lýsir áhyggjum af breyttu útliti húss og greinagerð um brunavarnir dags. 04. mars 2014 fylgja erindi. Stækkun, millipallur: 106,8 ferm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Barðastaðir 63 (02.404.302) 178843 Mál nr. BN047297 Kristín Elfa Bragadóttir, Barðastaðir 63, 112 Reykjavík Jón Valgeir Ólafsson, Barðastaðir 63, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að sameina tvær bílskúrshurðir í eina og hækka um 15 cm. og koma fyrir heitum potti á norðurhlið hússins á lóð nr. 63 við Barðastaði. Samþykki Gunnars Guðmundssonar, Barðastöðum 65, fyrir staðsetningu á heitum potti dags. 3. mars 2014 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vantar umsögn burðarvirkishönnuðar.

6. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN047229 Arkhúsið ehf, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í rými 0302 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 5 við Barónsstíg. Erindi fylgir fyrirspurn sem fékk jákvæðar undirtektir dags. 25. september 2012. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Brautarholt 4 (01.241.203) 103021 Mál nr. BN047322 Dalfoss ehf, Sóleyjargötu 31, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja flóttastiga á bakhlið (suðurhlið) og innrétta gistiheimili á annarri hæð matshluta 02 á lóðinni nr. 4 við Brautarholt. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Dalbraut 3 (01.350.007) 104125 Mál nr. BN047315 Ingimar H Ingimarsson, Súlunes 5, 210 Garðabær Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi, koma fyrir útblástursröri á austurhlið og innrétta veitingaverslun (Domino´s) í flokki I í rými 0103 í húsinu á lóðinni nr. 3 við Dalbraut. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dunhagi 5 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN047318 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og brunahólfun á allri 1. hæð í húsinu á lóð nr. 5 við Dunhaga. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN047326 Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa syðsta hluta 2. hæðar og byggja þrjár hæðir ofan á núverandi hús, innrétta fjölbýlishús með nítján íbúðum og bílgeymslu fyrir þrettán bíla í húsi nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Eddufell. Niðurrif: xx ferm., xx rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047317 F23 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík S30 ehf., Kögurseli 12, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047208 þannig að dýpt á lyftustokki minnkar og lyftustokkur breikkar, loka hluta af göngum að ofan á sama hátt og geymslueiningum og aukastækkun á millipalli í húsinu á lóð nr. 23 - 25 við Fiskislóð. Stækkun á millipalli frá áður samþykktu erindi er : 3,6 ferm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN047211 Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta reykræsingu bílgeymslu við fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Friggjarbrunn. Sjá byggingarleyfi BN037145. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Gilsárstekkur 8 (04.612.004) 111763 Mál nr. BN046957 Ráð og Rekstur ehf., Síðumúla 33, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta tvíbýlishúsi í skrifstofuhúsnæði, breyta innra fyrirkomulagi og breyta bílgeymslu í móttökuherbergi í húsinu á lóðinni nr. 8 við Gilsárstekk. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt. Þinglýsa skal fyrir útgáfu byggingarleyfis að kvöð um breytt notkun bílgeymslu sé bundin við starfsemi. Breytist starfsemi í húsinu fellur samþykkið niður.

14. Grettisgata 2 (01.182.102) 101819 Mál nr. BN047166 G2A ehf., Lundi 90, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili í flokki II fyrir allt að tíu gesti í húsi nr. 2B, matshluta 02, á lóðinni nr. 2 við Grettisgötu. Móttaka gististaðarins verður staðsett í gistiheimilinu að Grettisgötu 2A, sömu eigendur eru að báðum húsunum. Útskrift út gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2014.Samþykki meðlóðarhafa dags. í desember 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Fyrir útgáfu byggingarleyfis skal þinglýsa skal kvöð varðandi breytta notkun á bílgeymslu sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2014.

15. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN047310 Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði. Erindi fylgir fyrirspurn dags. 25. september 2012. Stækkun: 41,5 ferm., 168,5 rúmm. Gjald kr. 0 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Hjallavegur 30 (01.354.208) 104286 Mál nr. BN045270 Víkingur Ari Víkingsson, Hjallavegur 30, 104 Reykjavík Hannes Tómasson, Hjallavegur 30, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að afmarka sérafnotafleti á lóð fyrir íbúðir 0101 og 0201 í húsinu á lóð nr. 30 við Hjallaveg. Gjald kr. 8.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

17. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN044918 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til opna gat í steyptan vegg á milli vinnustofu og setustofu kennara á 1. hæð í Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. febrúar 2014 fylgir erindinu. Gjald kr. 8.500 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

18. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047276 Hólavellir fjárfestingarfélag, Eyktarási 4, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu. Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN047309 Keilir fjárfestingafélag ehf, Tangarhöfða 9, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046684 þannig þremur hurðum á vesturgafli eru breytt í eina stóra hurð og millivegg breytt úr timburvegg í steyptan vegg í hesthúsinu að Ásagötu 23 (A götu) á lóðinni Hólmsheiði fjáreig.fé. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Þinglýsa skal lóðarskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN047133 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóð nr. 30 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014. Nýbygging: kjallari 272,5 ferm., 1. hæð 267,8 ferm., 2. hæð 273,6 ferm., 3. og 4. hæð 264,4 ferm., 5. hæð 153 ferm. Samtals 1.495,8 ferm., 4.860,1 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hverfisgata 32 (01.171.103) 101369 Mál nr. BN047140 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóðum nr. 32 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014. Niðurrif: 476,2 ferm. Nýbygging: Kjallari 260,2 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 263,7 ferm., 5. hæð 223,0 ferm. Samtals 1.514,7 ferm., 5.186,2 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 34 (01.171.105) 101371 Mál nr. BN047141 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóð nr. 34 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014. Niðurrif: 309,1 ferm. Nýbygging: Kjallari 158,4 ferm., 1. hæð 139,9 ferm., 2. hæð 149,4 ferm., 3. og 4. hæð 160,2 ferm., 5. hæð 133,9 ferm. Samtals 902,0 ferm., 3.121,6 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN047321 Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi fella út stoðvegg og heitan pott, sjá erindi BN043803, einnig er sótt um leyfi til að byggja léttan timburvegg við verönd parhúss á lóð nr. 17-19 við Iðunnarbrunn. Gjald kr. 9.500 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

24. Ingólfsstræti 1A (01.171.021) 101365 Mál nr. BN047295 Íslenski barinn ehf., Pósthólf 570, 101 Reykjavík Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að fjölga salernum úr fjórum í fimm og breyta innra fyrirkomulagi veitingastaðar í flokki III á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 1A við Ingólfsstræti. Í lýsingu erindis er tekið fram að hámarksgestafjöldi staðarins sé 110 manns. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN046942 Arkitektur.is ehf., Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss á öllum hæðum, koma fyrir lyftu frá kjallara upp á 2. hæð, breyta 3. hæð til veisluhalda, breyta áhorfendarými og sviði á 1. og 2. hæð þannig að upphækkanir séu færanlegar og gólf geti verið slétt, breyta fyrirkomulagi í kjallara og innrétta fyrir veitingastað í flokki III, tegund A í Gamla Bíói á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig brunavarnaskýrsla frá Eflu dags. des. 2013, bréf arkitekts dags. 18.2. 2014, umsögn skipulagsstjóra fylgir fyrirspurn BN047080 dags. 3.2. 2014. Gjald kr. 9.000 + 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN047327 Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús úr stáli og plasti við eldra gróðurhús, mhl. 02, á lóð nr. 23 við Lambhagaveg. Stækkun: 6.998,8 ferm., 40.246,7 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Lambhagavegur 31 (02.680.601) 208853 Mál nr. BN047290 Dagbjört K Ágústsdóttir, Bláhamrar 21, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta salarhæð í nýsamþykktu einbýlishúsi sbr. erindi BN046688, á lóð nr. 31 við Lambhagaveg. Stækkun: xx rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN047099 Sandholt ehf, Laugavegi 36, 101 Reykjavík Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka rými fyrir kaffihús í flokki I og fjölga sætum úr 20 í 50 í húsi á lóð nr. 36 við Laugaveg. Fyrirspurn BN042859 dags. 5. apríl 2011, bréf frá umsækjanda dags. 20. janúar 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. feb. 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500 + 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN047306 L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. hæðar, breyta fyrirkomulagi á lóð og fækka bílastæðum úr átta í tvö á lóð hótels, sjá erindi BN046870, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 77 (01.174.021) 101569 Mál nr. BN047274 L77 ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta nýlega samþykktu erindi BN046944 þannig að tvö verslunarrými á 1. hæð eru sameinuð í eitt, útihurðir tveggja verslunareininga breytt í rennihurðir og settur er veggur í geymslu í kjallara á húsinu á lóð nr. 77 við Laugaveg. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laugavegur 77 (01.174.021) 101569 Mál nr. BN047346 L77 ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að færa fram útvegg inndreginnar 1.hæðar að Laugaveg 77 sbr. erindi BN046944. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

32. Láland 16 (01.874.202) 108835 Mál nr. BN047320 Guðmundur Auðunn Auðunsson, Laugarásvegur 1, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja timburviðbyggingu að suðurhlið og klæða utan með tré- og málmklæðningu allt húsið nr. 16 á lóðinni nr. 10-16 við Láland. Stærð: Viðbygging 37,8 ferm. og 111,5 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Lindargata 1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN047323 Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, til að loka undirgangi í norðausturhluta og stækka matsal og til að byggja hjóla- og sorpgeymslu úr steypu og timbri á baklóð Arnarhvols á lóð nr. 1-3 við Lindargötu. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 4. mars 2014 og eldvarnaskýrsla Eflu dags. í mars 2014. Stækkun húss: 49,4 ferm., 145 rúmm. Hjóla- og sorpgeymsla: 61,2 ferm., 156 rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN047285 Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum um eina úr 23 í 24 með því að breyta verslunarrými í íbúð í húsinu nr. 15 á lóð nr. 13 - 15 við Naustabryggju. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Njálsgata 62 (01.190.312) 102445 Mál nr. BN047146 TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð, sbr. erindi BN031352 samþ. 3.5. 2005, á fyrstu hæð hússins nr. 62 við Njálsgötu. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN045708 Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að brjóta niður steyptar útitröppur sem er með lokuðu geymslurými undir og byggja í staðinn útitröppur úr timbri við húsið á lóð nr. 8B við Óðinsgötu. Samþykki meðeigenda ódags. Gjald kr. 9.000 + 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Rauðagerði 62 (01.823.206) 108353 Mál nr. BN047325 Þorbjörg Sigr Gunnlaugsdóttir, Rauðagerði 62, 108 Reykjavík Ágúst Ólafur Ágústsson, Rauðagerði 62, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka glugga á norðurhlið annarri hæðar hússins á lóð nr. 62 við Rauðagerði. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Síðumúli 16-18 (01.293.103) 103805 Mál nr. BN047247 Esjuborg ehf, Skútuvogi 12D, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem koma fram á byggingalýsingu og að gera brunastiga á norð-austur hlið á húsinu á lóð nr. 16-18 við Síðumúla. Tölvupóstur frá hönnuði dags. 6. mars 2014 fylgir Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN047314 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir lokun milli kaffistofu og stigagangs í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 24 við Skaftahlíð. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skeifan 3 (01.460.101) 105656 Mál nr. BN047069 Alvöru Heilsuvörur ehf., Smiðjuvegi 38, 200 Kópavogur Mispa ehf, Hlíðardsk Fossheimum, 816 Sótt er um leyfi til að innrétta heilsuvöruverslun í rými 0101 á lóð nr. 3 við Skeifuna. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Skógarsel 12 (04.918.001) 112546 Mál nr. BN047023 Íþróttafélag Reykjavíkur, Skógarseli 12, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til endurbóta á brunavörnum, sem felast í að gerð er ný flóttaleið frá kjallara um nýja hurð þar sem gluggi er síkkaður, á 1. hæð er sett hurð á lyftu, á 2. hæð er settur stigi af svölum og niður í félagsheimili og íþróttahúsi ÍR á lóð nr. 12 við Skógarsel. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.1. 2014. Gjald kr. 9.000 + 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN047136 R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka tengibyggingu og byggja á henni 2. hæð og innrétta gistirými í húsi á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg/23 við Lokastíg. Stækkun: 1. hæð 20,8 ferm., 66,6 rúmm., 2. hæð 52,1 ferm., 148,1 rúmm. Samtals 72,9 ferm., 214,7 rúmm. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

43. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN047206 111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, tvær byggingar 5 og 6 hæðir með 38 íbúðum á opnum bílakjallara fyrir 28 bíla á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. febrúar 2014 fylgir erindinu. Stærð: Kjallari 210,8 ferm., 1. hæð 870,2 ferm., 2., 3. og 4. hæð 850,8 ferm., 5. hæð 683 ferm., 6. hæð 209,6 ferm. Samtals: 4.451,3 ferm., 13.297,7 rúmm. Bílgeymsla, B-rými 1.168,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN047345 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi í formi graftrar undir sökkla og uppsteypu á sökklum og botnplötu bæði í aðalbyggingunni og bílgeymslu á grundvelli teikninga sem skilað verðu inn til embættisins í byrjun næstu viku (11.03.14). Auk burðarþolsteikninga þá verður skilað inn stöðuleikaskírslu, raflögnum í sökkla og lagnateikningum undir plötu. Vegna langs tíma sem tekið hefur að fá málið samþykkt og vegna mikilla þrengsla á svæðinu á meðan verið er að vinni í öðrum verkþáttum eins og uppsteypu á Hverfisgötu 28 og niðurrifs á Hverfisgötu 32 og 34 þá myndi þetta leyfi auðvelda þá framkvæmd þar sem fyrirhugað er að nýta botnplötu bílastæðanna sem vinnuaðstöðu á meðan á framkvæmdum stendur á svæðinu á lóðinni nr. 4 við Smiðjuveg sbr. erindi BN046564. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

45. Stórholt 35 (01.246.211) 103318 Mál nr. BN047301 María Margeirsdóttir, Stórholt 35, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta brunaþoli glers í nýsamþykktum kvistum, sjá erindi BN044398 í húsi á lóð nr. 35 við Stórholt. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Suðurhlíð 9 (01.780.401) 107506 Mál nr. BN047128 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík Sótt er um að byggja við mhl. 01 og 02, viðbyggingu við Klettaskóla, sundlaug, íþróttahús, hátíðarsal, stjórnunarálmu, félagsmiðstöð, nýtt aðalanddyri og breyta innra fyrirkomulagi í öllu núverandi húsi á lóð nr. 9 við Suðurhlið. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. feb. 2014 og tölvupóstur frá Garðari Guðnasyni dags. 28. jan. 2014 Hljóðvistarskýrsla dags. 10 feb. 2014, Varmatapsútreikningar ódags. fylgja. Stækkun: mhl. 01 25,4 ferm., 71,6 rúmm. mhl. 02 3.938,4 ferm. 16.498,9 rúmm. Samtals stækkun: 3.963,8 ferm. 16.570,5 rúmm. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

47. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN047303 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta núverandi þvottahúsi í vesturhlið í veitingasal fyrir 80 gesti í hótelinu Nordica Hilton á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut. Skýrsla brunahönnuðar dags. 20. des. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN046949 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í tilfærslu innveggja, speglun íbúða og breyttu sorpgerði á stúdentagörðum, sbr. erindi BN044592, í húsi nr. 20 á lóð nr. 14-20 við Sæmundargötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

49. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN046948 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í tilfærslu innveggja, speglun íbúða, breyttu sorpgerði og breyttum svölum á stúdentagörðum, sbr. erindi BN044447, í húsi nr. 18 á lóð nr. 14-20 við Sæmundargötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

50. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN047294 Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir minniháttar breytingum á innra skipulagi 2. og 3. hæðar sbr. BN045698, þannig að baðherbergi eru færð til í rýmum 0201 og 0301, ræstiklefi stækkaður, eldhúseyju er snúið í rýmum 0205 og 0305 í húsi á lóð nr. 3 við Templarsund. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN047307 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir bökunareldhúsi á 1. hæð í rými 12.28 og að koma fyrir fellistiga við norðurhlið á húsi Korpúlfsstaðar á lóð nr. 1 við Thorsveg. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Vegmúli 2 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN047313 Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu áður samþykkts skiltis á austurhlið verslunarhúsnæðisins Vegmúla 2 á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut. Stærð skiltis er 2,1 ferm. Sjá einnig erindi BN042096 sem samþykkt var 28. september 2010. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Vesturgata 42 (01.131.222) 100190 Mál nr. BN047239 Kristinn Rúnar Victorsson, Boðagrandi 7, 107 Reykjavík Fríður Ólafsdóttir, Sogavegur 112, 108 Reykjavík Vegna gerðar eignaskiptasamnings er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á húsinu á lóð nr. 42 við Vesturgötu. Samþykki dánarbús Agnars Ludvigssonar (ódags.) fylgir erindinu Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Ystasel 3 (04.930.402) 112832 Mál nr. BN047004 Jón Haukur Guðlaugsson, Ystasel 3, 109 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir sólskála við suðausturhlið íbúðar 0201 og skipulagi þvottahúss er breytt með því að stækka húsið. Jafnframt er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum í húsinu á lóðinni nr. 3 við Ystasel. Samþykki eigenda Ystasel 1 dags. 7. jan. 2014 fylgir erindinu. Stækkun: mhl. 01 ferm., XX rúmm. mhl. 02 XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN047292 Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp skilti við inngang í Ísafold Bistro á lóð nr. 3-5- við Þingholtsstræti. Samþykki eigenda dags. 26.2. 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Þórsgata 1 (01.181.116) 101752 Mál nr. BN047289 Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að staðsetja farsímaloftnet á þaki og sendiskáp utan á húsið á lóð nr. 1 við Þórsgötu. Samþykki meðeigenda dags. 11. feb. 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN047250 HSTG ehf., Laufásvegi 66, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m.a. breytt innra skipulag í mhl. 01 og 02, stækkun kvista, byggingu bakhúss að lóðamörkum, fækkun íbúða í mhl. 01 úr þrem í tvær og byggja tvennar svalir á bakhlið húss á lóð nr. 10 við Þórsgötu. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. febrúar 2014. Áður gerð stækkun kvists: 11 rúmm. Áður gerð viðbygging á baklóð: 12,4 ferm., 56,3 rúmm. Samtals 12,4 ferm., 67,3 rúmm. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Þórunnartún 4 (01.220.004) 102780 Mál nr. BN047237 Efniviður ehf., Bolholti 4, 105 Reykjavík Skúlatún 4 ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01, mhl. 02 og hluta mhl. 03 sem eru skemmur bak við skrifstofuhús á lóð nr. 4 við Þórunnartún. Niðurrif mhl.01: 330 ferm., 1.583 rúmm., mhl. 02: 190,6 ferm., 753 rúmm., mhl. 03: 204,7 ferm., 810,9 rúmm., yfirbyggt rými (óskráð): 141,2 ferm., 650,4 rúmm. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst að niðurrifi loknu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Þverholt 15-21 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN047340 Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 120 íbúðum á bílageymslu sem rúmar 118 bíla á sameinaðri lóð nr. 15 við Þverholt. Byggð verða fjögur aðskilin hús á bílakjallara, sem er tvær hæðir að hluta og skiptist í sjö matshluta sem verða Þverholt 19, 21 og 23 og Einholt 8, 10 og 12 á lóð nr. 15 við Þverholt. Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, útreikningur á varmatapi dags. 7. mars 2014 og greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014. Stærðir: Einholt 8, mhl. 07: 2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm. Einholt 10, mhl. 08: 2.953 ferm., 8.953,6 rúmm. Einholt 12, mhl. 09: 2.332,1 ferm., 7.246,2 rúmm. Þverholt 19, mhl. 03: 1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm. Þverholt 21, mhl. 04: 3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm. Þverholt 23, mhl. 05: 2.691,1 ferm., 8,391,2 rúmm. Mhl. 11, bílgeymsla: 4.433,8 ferm., 14.778 rúmm. Samtals ofanjarðar: 13.735,7 ferm., xx rúmm B-rými 905,3 ferm., xx rúmm. Samtals: 14.641 ferm., xx rúmm. Samtals neðanjarðar: 6.636,2 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ýmis mál

60. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN047330 Leiðrétt er hér með bókun vegna erindis BN047168 - Hverfisgata 57 - frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. mars 2014 þar sem láðist að geta um stækkun hússins vegna breytinga. Stækkun hússins reiknast 20,8 fermetrar og 91,4 rúmmetrar.

61. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN047336 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Lindargötu 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056), Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) og Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 06.03.2014. Lóðin Lindargata 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056) er 346 m², bætt er við lóðina 329 m² frá Lindargötu 30, bætt við lóðina 246 m² frá Lindargötu 32, lóðin verður 921 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Lindargata 30 (staðgr. 1.152.411, landnr. 101057) er talin 326,8 m², lóðin reynist 329 m², teknir 329 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Lindargata 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) er talin 291,5 m², lóðin reynist 286 m², teknir 40 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), teknir 246 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 09. 10. 2013, samþykkt í borgarráði þann 17. 10. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 03. 2014. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

62. Lindargata 30 (01.152.411) 101057 Mál nr. BN047337 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Lindargötu 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056), Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) og Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 06.03.2014. Lóðin Lindargata 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056) er 346 m², bætt er við lóðina 329 m² frá Lindargötu 30, bætt við lóðina 246 m² frá Lindargötu 32, lóðin verður 921 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Lindargata 30 (staðgr. 1.152.411, landnr. 101057) er talin 326,8 m², lóðin reynist 329 m², teknir 329 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Lindargata 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) er talin 291,5 m², lóðin reynist 286 m², teknir 40 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), teknir 246 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 09. 10. 2013, samþykkt í borgarráði þann 17. 10. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 03. 2014. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

63. Lindargata 32 (01.152.412) 101058 Mál nr. BN047338 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Lindargötu 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056), Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) og Lindargötu 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 06.03.2014. Lóðin Lindargata 28 (staðgr. 1.152.410, landnr. 101056) er 346 m², bætt er við lóðina 329 m² frá Lindargötu 30, bætt við lóðina 246 m² frá Lindargötu 32, lóðin verður 921 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Lindargata 30 (staðgr. 1.152.411, landnr. 101057) er talin 326,8 m², lóðin reynist 329 m², teknir 329 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Lindargata 32 (staðgr. 1.152.412, landnr. 101058) er talin 291,5 m², lóðin reynist 286 m², teknir 40 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), teknir 246 m² af lóðinn og bætt við Lindargötu 28, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 09. 10. 2013, samþykkt í borgarráði þann 17. 10. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 03. 2014. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

64. Rafstöðvarvegur 9-9A (04.252.601) 217467 Mál nr. BN047335 Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík Samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár eru lóðarnúmerin 3, 5 og 7 við Rafstöðvarveg ekki í notkun. Lóðarhafar óska eftir að fá númeri Rafstöðvarvegar 9 - 9A breytt í 7 - 9, til að undirstrika jafnvægi og aðgreiningu byggingarhlutanna á lóðinni. Hér með er óskað eftir að númerum lóðarinnar verði breytt í 7 - 9, þar sem eldri húshluti (gamla Orkuminjasafnið) yrði nr. 9, en nýrri húshluti, núverandi starfsemi Bootcamp verði nr. 7. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

65. Sunnuvegur 35 (01.386.210) 104949 Mál nr. BN047343 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Sunnuvegur 35 (staðgr. 1.386.210, landnr. 104949). Lóðin er 1153 m², bætt við lóðina 68 m² úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður1221 m². Nú 28.2.2014 er lóðin Sunnuvegur 35 stækkuð í samræmi við samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 9.7.2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

66. Austurstræti 10A (01.140.406) 100849 Mál nr. BN047324 Hagbyggir ehf., Votakur 1, 210 Garðabær Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svölum á suðurhlið og breyta annað hvort í stóra íbúð eða lítið gistiheimili skrifstofuhúsnæðinu á fjórðu hæð hússins á lóðinni nr. 10A við Austurstræti. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

67. Blönduhlíð 25 (01.713.017) 107228 Mál nr. BN047302 Sigríður Jónsdóttir, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr í norðausturhorni lóðarinnar nr. 25 við Blönduhlíð. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN047299 Snorri Guðmundsson, Háholt 8, 210 Garðabær Spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gististað (farfuglaheimili eða gistiheimili) á lóðinni nr. 26A við Frakkastíg. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

69. Freyjugata 40 (01.196.007) 102635 Mál nr. BN047296 Þórdís Arnljótsdóttir, Freyjugata 40, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta vinnustofu mhl. 02 í íbúð eða gistiherbergi í húsinu á lóð nr. 40 við Freyjugötu. Ljósmyndir fylgja. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

70. Garðsendi 3 (01.824.403) 108422 Mál nr. BN047311 Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að stækka til suðurs allar hæðir og endurbyggja og breyta þaki á þríbýlishúsi á lóð nr. 3 við Garðsenda. Erindi fylgir ástandsskoðun frá Almennu verkfræðistofunni dags. 27. febrúar 2014 og greinargerð hönnuðar dags. 4. mars 2014. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

71. Hellusund 3 (01.183.610) 101994 Mál nr. BN047305 JCI Ísland, Hellusundi 3, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að gera íbúð í kjallara í húsnæðinu á lóð nr. 3 við Hellusundi. Nei. Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

72. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN047105 Margrét H Indriðadóttir, Hlíðarbyggð 31, 210 Garðabær Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta efri og neðri hæð atvinnurýmis 0001 og 0101 í íbúð í húsinu á lóð nr. 102C við Hraunbæ. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. febrúar 2014 og 7. mars 2014 fylgja erindinu ásamt umsögnum skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2014 og 27. febrúar 2014. Ljósmyndir fylgja. Nei. Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. febrúar 2014.

73. Hrísateigur 19 (01.360.113) 104515 Mál nr. BN047174 Limra ehf., Kirkjuteigi 31, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunarrými 0102 á 1. hæð í íbúð í húsi á lóð nr. 19 við Hrísateig. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014.

74. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN047304 Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Spurt er hvort skipta megi út gluggum og klæða með sams konar klæðningu og lægri bygging er klædd með útveggi hábyggingar á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

75. Laugavegur 27 (01.172.009) 101431 Mál nr. BN047173 Eva-Charlotte Haensel, Njálsgata 52b, 101 Reykjavík Spurt er hvort eign 0301 yrði samþykkt sem íbúð á þriðju hæð fjöleignahússins á lóðinni nr. 27 við Laugaveg. Íbúðarskoðanir byggingarfulltrúa dags. 24 maí 2000 og 10. mars 2014 fylgja erindinu. Afsal dags. 14. mars 1985 fylgir erindinu. Virðingargjörð dags. 1. desember 1942 fylgir erindinu. Nei. Uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem íbúð.

76. Laugavegur 42 (01.172.223) 101478 Mál nr. BN047218 Valgeir Gunnlaugsson, Vallarbraut 19, 170 Seltjarnarnes Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja kaffihús í notkunarflokki II í húsinu nr. 42B á lóðinni nr. 42 við Laugaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014. Jákvætt. Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014. Sækja skal um byggingarleyfi.

77. Laugavegur 86-94 (01.174.330) 198716 Mál nr. BN047253 Anna Ólafsdóttir, Miðdalur, 271 Mosfellsbær Spurt er hvort leyft yrði að stækka 4. hæð til vesturs í fjölbýlishúsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2014. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2014.

78. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047300 BP Eignir ehf., Þrastarhöfða 55, 270 Mosfellsbær Spurt er hvort leyft yrði að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggja fjórðu hæðina ofan á húsið nr. 78 við Njálsgötu. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis sama eðlis dags. 27. maí 2013 fylgir erindinu. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013 vegna samskonar erindis. Sækja þarf um byggingarleyfi.

79. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047312 Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að innrétta vinnustofu í kjallara hússins nr. 78 við Njálsgötu. Nei. Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

80. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN047196 Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík Spurt er hvort portbyggja megi hús, breyta kvistum og færa svalir á suðurgafl hússins á lóð nr. 1 við Óðinsgötu. Útskrift út gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014. Jákvætt. Ekki er gerð athugsemd um að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2014.

81. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN047197 Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að loka port á vesturhlið og útbúa ca. 100 ferm kalda geymslu sem mun verða B rými og færa sorpið að austurhlið hússins á lóð nr. 3 við Sogaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014. Jákvætt. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:20.

Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir