Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 57

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 5. mars kl. 09:10, var haldinn 57. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Reynir Sigurbjörnsson, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Betri Reykjavík, hreinsa tjörnina Mál nr. US140022

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum umhverfi "hreinsa tjörnina" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 27. febrúar 2014. 

Tillagan felld með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. febrúar 2014. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið 

2. Betri Reykjavík, hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn Mál nr. US140031

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 27. febrúar 2014. 

Tillagan felld með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. febrúar 2014. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið 

3. Betri Reykjavík, gróðursetja tré í úthverfin Mál nr. US140021

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum umhverfi "gróðursetja tré í úthverfin" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. febrúar 2014. 

Tillögunni vísað til vinnu í trjáræktarstefnu umhverfis- og skipulagssviðs, deild náttúru og garða og deild opinna svæða. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið 

4. Betri Reykjavík, gámar fyrir einnota gler Mál nr. US140027

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "gámar fyrir einnota gler" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar samþykkt. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

5. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 332 frá 3. mars 2014. 

6. Hljóðvistarstyrkir, reglur Mál nr. US140034

Lagt fram bréf samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2014 ásamt tillögu að reglum um veitingu styrkja til úrbóta á hljóðvist í íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

Samþykkt. 

(A) Skipulagsmál

7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 21 og 28. febrúar 2014.

8. Suðurlandsbraut 2, breyting á deiliskipulagi (01.261.1) Mál nr. SN140039

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Lögð fram umsókn Reita I ehf. dags. 29. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, fækkun á bílastæðum og að gera grasmanir við lóðarmörk, innan og utan lóðar, samkvæmt uppdr. T.ark dags. janúar 2014. 

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helga Lund verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

9. Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi (01.220.0) Mál nr. SN140007

Skúlatún 4 ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt lagfærðum uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 12. febrúar 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 13. febrúar 2014. 

Frestað. 

Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við hagsmunaaðila vegna umferðarkvaðar. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

10 Grandavegur 47, breyting á deiliskipulagi (01.521.2) Mál nr. SN140068

Grand eignir ehf., Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður

Kristinn Ragnarsson,arkit ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Grand eigna ehf. dags. 19. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsi og Sís vegna lóðarinnar nr. 47 við Grandaveg. Deiliskipulagsbreytingin uppfærir, til samræmis við núverandi stöðu og áður samþykktar breytingar í byggingarnefnd, fjölda íbúða og bílastæða Grandavegar 47 ásamt því að heimila breytingu á notkun rýmis 0104 úr þjónustu í íbúð, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 10. febrúar 2014. 

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.  

11. Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipuagi Mál nr. SN140004

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að göngubrú yfir Breiðholtsbraut er lengd, lega reiðleiðar breytist lítillega og fer hún undir nýju göngubrúnna, tekin eru út undirgöng undir gönguleið. Mörk deiliskipulags breytast vegna breyttrar legu reiðleiðar og skipulagssvæðið stækkar, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 26. febrúar 2013. Einnig er lögð fram ályktun Hestamannafélagsins Fáks dags. 12. janúar 2014 vegna breytinga á áður samþykktri tillögu frá maí 2013 og tillaga að göngubrú og legu reiðgötu við nýja göngubrú ódags.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12. Hverfisskipulag, Árbær, Hlíðar, Grafarholt/Úlfarsárdalur og Laugardalur. Mál nr. US140043

Kynnt drög að hverfisskipulagslýsingu og mati á umhverfisþáttum, Árbæjar, Hlíða, Grafarholts/Úlfarsárdals og Laugardals.  Í drögunum koma fram helstu niðurstöður úr gátlista, greining á skipulagsskilmálum auk helstu áherslum og framtíðarsýn fyrir hverfin. Einnig eru kynntar hugmyndir sem eru í mótun fyrir næsta verkhluta.

Helga Bragadóttir og  Sigríður Magnúsdóttir og Stefán Gunnar Thors, ráðgjafateimi Hlíða  kynna.

Gylfi Guðjónsson, .Pétur Jónsson og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, ráðgjafateymi Árbæjar kynna 

Oddur Hermannsson, Hilmar Þór Björnsson og  Hjördís Sigurgísladóttir ráðgjafateymi Laugardals kynna.

Heiða Aðalsteinsdóttir, Hlín Sverrisdóttir og Kristján Örn Kjartansson ráðgjafateymi Grafarholts/Úlfarsárdals kynna. 

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 13:22

(B) Byggingarmál

13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 768 frá 25.  febrúar 2014 og nr. 769 frá 4. mars 2014.  

14. Hverfisgata 28, Br. inni kjallari o.fl. (01.171.116) Mál nr. BN047078

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktri endurbyggingu, sjá erindi BN046189, - flóttastigi og svalir á bakhlið eru felld út, útbúinn nýr flóttastigi af þaki Hverfisgötu 30 og innréttuð 7 gistiherbergi og setustofa, sem verða hluti stærra hótels á Hljómalindarreit) í húsi á lóð nr. 28 við Hverfisgötu. 

Kynnt. 

15. Hverfisgata 30, Hótel (01.171.102) Mál nr. BN047133

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóðum nr. 30, 32 og 34 við Hverfisgötu. 

Kynnt. 

16. Hverfisgata 32, Hótel (01.171.103) Mál nr. BN047140

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóðum nr. 30, 32 og 34 við Hverfisgötu. 

Kynnt. 

17. Hverfisgata 34, Hótel (01.171.105) Mál nr. BN047141

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga hótels á Hljómalindareit, staðsteypt hús á fimm hæðum sem í verða 64 herbergi, fjórar íbúðir, veitingasalur, eldhús og verslunarrými á aðgönguhæðum húsa á lóðum nr. 30, 32 og 34 við Hverfisgötu. 

Kynnt. 

18. Laugavegur 17, Endurgera hús, viðbygging (01.171.111) Mál nr. BN047129

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra hús, byggja steinsteypta viðbyggingu með kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 17 við Laugaveg. 

Kynnt. 

19. Laugavegur 19-19B, Endurgera hús, ofanábygging, viðbygging (01.171.110) Mál nr. BN047130

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014 þar sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra timburhús og byggja "Mansard" hæð ofaná, einnig að byggja steinsteypta viðbyggingu , þrjár hæðir og kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 19-19B við Laugaveg. 

Kynnt. 

(C) Fyrirspurnir

20. Aðalstræti 6, (fsp) breyting á þakhæð (01.136.5) Mál nr. SN140041

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Reita fasteignafélags hf. dags. 27. janúar 2014 varðandi breytingu á þakhæð hússins á lóð nr. 6 við Aðalstræti, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 10. desember 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkís arkitekta ehf. dags. 28. janúar 2014.

Frestað

21. Vesturgata 6-10A, (fsp) gistiheimili (01.132.1) Mál nr. SN140047

Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta f.h. Kirkjuhvols dags. 4. febrúar 2014 um hvort leyft verði að fá að reka gistiheimili í húsunum á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu ásamt veitingarekstri í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða dags. 4. febrúar 2014 ásamt uppdráttum dags. 4. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. febrúar 2014. 

Frestað. 

(F) Framkvæmdir og frumathuganir

22. Baldurstorg, forhönnun Mál nr. US140045

Kynnt forhönnun á Baldurstorgi sem afmarkast af Nönnugötu, Baldursgötu og  Óðinsgötu 

Kristján Örn Kjartansson arkitekt kynnir

Pálmi Freyr Randversson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

23. Háskólinn í Reykjavík, kynning (01.751) Mál nr. SN140082

Kynntar eru hugmyndir að stúdentagörðum við Hlíðarfót. 

Sigurður Hallgrímsson og Þorkell Sigurlaugsson kynna 

24. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.440.1) Mál nr. SN140032

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs 13. febrúar 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Vogaskóla að Ferjuvogi 2.

25. Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi (01.220.1) Mál nr. SN140036

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs 13. febrúar 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs.

26. Barónsstígur, Sundhöllin, breyting á deiliskipulagi (01.191.0) Mál nr. SN130179

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðar Sundhallar við Barónsstíg 43.

27. Brautarholt 7, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN130532

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi nýtt deiliskipulag fyrir svæðið Brautarholt 7.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Páll Hjalti Hjaltason

                             Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman 

                             Karl Sigurðsson Reynir Sigurbjörnsson 

                             Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson 

                            Marta Guðjónsdóttir Óttarr Guðlaugsson