No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2014, miðvikudaginn 29. janúar kl. 09:18, var haldinn 52. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
(D) Ýmis mál
1. Betri Reykjavík, lengja ferðir strætó Mál nr. US140014
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "lengja ferðir strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
2. Betri Reykjavík, akstursstefna hjóla- og gönguleiða verði gerð skýr Mál nr. US140016
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "akstursstefna hjóla- og gönguleiða verði gerð skýr" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
3. Betri Reykjavík, veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja Mál nr. US140018
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
4. Betri Reykjavík, fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101 Mál nr. US140015
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.
5. Betri Reykjavík, rífa stórbyggingar við Ingólfstorg og opna upp í Grjótaþorp Mál nr. US140017
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum skipulag "rífa stórbyggingar við Ingólfstorg og opna upp í Grjótaþorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
6. Betri Reykjavík, hreinsa borgina Mál nr. US130338
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "hreinsa borgina" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. janúar 2014.
Tillagan samþykkt.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
7. Kringlumýrarbraut, göngu- og hjólaleið Mál nr. US140013
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. ágúst 2013 að göngu- og hjólaleið við Kringlumýrarbraut.
Frestað.
(A) Skipulagsmál
9. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. janúar 2014.
10. Brautarholt 7, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN130532
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi reitsins Brautarholts 7. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á reitunum rísi byggingar sem hýsi litlar íbúðir/einingar fyrir stúdenta, einnig gert ráð fyrir þjónustustarfssemi á hluta jarðhæðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti Arkþings dags. 7. nóvember 2013. Tillagan var auglýst frá 4. desember 2013 til og með 20. janúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 9. janúar 2014, Tómas Waage dags. 13. janúar 2014, T.ark og XO eigarhaldsf. dags. 15. janúar 2014, Sveinn H. Skúlason f.h. reglu musterisriddara dags. 17. janúar 2014, Iðnmennt dags. 17. janúar 2014, Hvíta húsið dags. 17. janúar 2014, Ingibjörg Pétursdóttir f.h. Birnu Björnsdóttir dags. 19. janúar 2014, Þóra G. Ingimarsdóttir og Bjarni M. Jónsson dags. 19. janúar 2014, Ragnar D. Sigurðsson f.h. íbúa Ásholti 20 dags. 19. janúar 2014, Ása Steinunn Atladóttir, dags. 19. janúar 2014, Jón Rúnar Pálsson dags. 19. janúar 2014, Snorri Waage dags. 20. janúar 2014, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 20. janúar 2014, Húsfélagið Ásholti 2 - 42 dags. 20. janúar 2014, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 20. janúar 2014 og Eykt dags. 22. janúar 2014.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
15. Hljómskálagarður, uppsetning á garði til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar Mál nr. US130314
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um að vísa tillögu varðandi uppsetningu á garði til heiður formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs vegna staðsetningar. Einnig er lagt fram minnisblað Listasafns Reykjavíkur dags. 27. janúar 2014.
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnir
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að staðsetningu garðsins.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
8. Stöðuskýrsla vatnasvæða á Íslandi, kynning Mál nr. US140009
Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla vatnasvæða á Íslandi.
Jóhanna Björk Weisshappel frá Umhverfisstofnun kynnir.
Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri situr fundinn undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
11. Vesturhöfnin, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN140006
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 við Djúpslóð. Í breytingunni felst að breyta nafni götunnar Djúpslóð í Fiskislóð, sameina lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Djúpslóð (Fiskislóð 33) og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,5 í 1,0 og skilgreina lóð nr. 2 við Djúpslóð (Fiskislóð 42) fyrir hafnsækna starfssemi, samkvæmt uppdr. Faxaflóahafna dags. 6. janúar 2014.
Gísli Gíslason og Vignir Albertsson frá Faxaflóahöfnum kynna.
Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
12. Háskóli Íslands, forsögn vegna hugmyndasamkeppni Mál nr. US140010
Lögð fram forsögn vegna hugmyndasamkeppni um svæði Háskóla Íslands. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli Háskólans dags. 1. desember 2011 og viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um framtíðarskipulag á háskólasvæðinu dags. 8. maí 2013.
Forsögn samþykkt.
Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri situr fundinn undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 764 frá 29. janúar 2014.
(C) Fyrirspurnir
14. Vest.6-10A/Tryggv.18, (fsp) 6-10A Gistiheimili (01.132.113) Mál nr. BN046986
Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í kjallara og gistiheimili á efri hæðum húsanna nr. 6-10 við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014 samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir greiða atkvæði gegn samþykkt á neikvæðri umsögn skipulagsfulltrúa.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
16. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 28. janúar 2014 þar sem farið er fram á svör við athugsemdum vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Lagt fram.
17. Túngötureitur, kæra, umsögn (01.137.4) Mál nr. SN110520
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. desember 2011 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2011 þar sem kært er deiliskipulag Túngötureits. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 21. janúar 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2014 samþykkt.
18. Birkimelur 3, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu (01.541) Mál nr. SN130605
Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi HÍ vestan Suðurgötu, lóð númer 3 við Birkimel.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:22
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2014, þriðjudaginn 28. janúar kl. 10.40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 764. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Björgvin Rafn Sigurðarson og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurstræti 18 (01.140.502) 100862 Mál nr. BN047106
B. Pálsson ehf, Pósthólf 148, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp 860/1160 cm auglýsingaskilti sem er dúkur strengdur á tréramma á austurgafl hússins á lóð nr. 18 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.500
Synjað.
Samræmist ekki samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
2. Álfheimar 11A (01.432.003) 105210 Mál nr. BN046967
Sigmar Jörgensson, Álfheimar 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu sem samþykkt var 1991 í mhl. 02 aftur í íbúð eins og var frá upphafi í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 11 við Álfheima.
Gjald kr. 9.000 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN047035
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga og hurðir, stækka opnanleg fög og setja glugga í þau bil sem eru með tréklæðningu í húsinu nr. 2-6 við Jökulgrunn á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
4. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN046915
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka millipall í matshluta 08 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Bæjarháls.
Samþykki eigenda og meðeigenda (ódags.) fylgir.
Brunahönnunarskýrsla dags. 3. desember 2013 fylgir.
Stækkun millipalls: 153,5 ferm.
Gjald kr. 9.000 kr.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN047095
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tveimur þegar byggðum útigeymslum, mhl. 25 og mhl. 26, úr timbri fyrir útiáhöld og leiktæki við hús nr. 12-14 á lóð nr. 2-34 við Eggertsgötu.
Stærðir: mhl. 25, 17ferm., 53,5 rúmm., mhl. 26, 17 ferm., 53,5 rúmm.
Samtals: 34,0 ferm., 107,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
6. Elliðavatnsblettur 3 (08.1--.-96) 113486 Mál nr. BN045387
Hrafn Gunnlaugsson, Laugarnestangi 65, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af sumarhúsi (mhl. 01) á lóð nr. 3 við Elliðavatnsblett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2013 og tölvupósti frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. maí 2013. Einnig ýmis skjöl varðandi heimild til geymslu leikmyndar á landinu, ýmis gögn varðandi rotþró og kvittun fyrir greiðslu gatnagerðargjalda dags. 18. október 2004.
Stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 8.500 + ??
Frestað.
Milli funda.
7. Eyjarslóð - uppsátur Mál nr. BN045997
Bátavör ehf., Pósthólf 228, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð.
Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu. ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2014.
Stærð Bátaskýlis: 211,8 ferm., 863,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og leiðbeininga hans dags. 23. janúar 2014.
8. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047000
S30 ehf., Kögurseli 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046773 þannig að loka á dyraopum á austur- og vesturhlið og þakgluggi milli módúllína 7 og 8 verður fjarlægður í húsinu á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Freyjubrunnur 3-5 (02.695.702) 205726 Mál nr. BN046945
Sigurður Eiður Indriðason, Básbryggja 21, 110 Reykjavík
Fannar Freyr Bjarnason, Áshamar 75, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að færa þvottahús og fjarlægja eldvarnarvegg á milli geymslukjallara og íbúðar í mhl. 01 rými 0001, koma fyrir svölum á 1. hæð á íbúðum í mhl. 01 og 02 lækka og aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir og koma fyrir staðsteyptum útitröppum sitt hvoru megin við húsið á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014.
10. Friggjarbrunnur 55-57 (02.693.105) 205838 Mál nr. BN047030
RED I hf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða staðsteypt fjölbýlishús með 51 leiguíbúð og bílakjallara fyrir 57 bíla á lóð nr. 55-57 við Friggjarbrunn.
Stærð: Kjallari 2.140,6 ferm. (þ.a. bílageymsla 1.430,1 ferm.), 1. hæð 1.275,9 ferm., 2. og 3. hæð 1.270,3 ferm., 4. hæð 961 ferm., og 5. hæð 639,2 ferm.
Samtals 7.557,3 ferm., 23.654,9 rúmm.
B-rými, svalagangar 286,6 ferm.,
B-rými, svalir og pallar 406,8 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN047031
Ostabúrið ehf, Barónsstíg 24, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ostabúð í verbúð nr. 35 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er samþykki Faxaflóahafna í tölvupósti dags. 10.1. 2014. Einnig ódagsett umsögn Árna Árnasonar um brunamál.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Grandavegur 47 (01.521.201) 105942 Mál nr. BN046857
Haugar ehf, Kvisthaga 7, 107 Reykjavík
Grand eignir ehf., Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Þróun og Lausnir ehf., Þrastarási 29, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í rými 0104 sem nýtt hefur verið sem aðstaða fyrir sjúkraþjálfara á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 47 við Grandaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2012 og 12. desember 2013.
Bréf Víkur lögmannsstofu dags. 10. desember 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2012 og 12. desember 2013.
13. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN047070
Jón Guðmann Jakobsson, Þorláksgeisli 27, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og gera hurð út í garð úr vinnuherbergi í húsi nr. 48, sjá erindi BN044541, á lóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hólavað 29-43 (04.741.302) 198826 Mál nr. BN046802
BARRETT Holding ehf., Hörðukór 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft raðhús úr forsteyptum einingum með átta íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum sbr. erindi BN032951 á lóð nr. 29-43 við Hólavað.
Meðfylgjandi er EC-vottun eininga dags. 28.6. 2013.
Stærðir: Hús nr. 29 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 52,8 ferm., 2. hæð 72,0 ferm., bílgeymsla 27,2 ferm., samtals 152,0 ferm., 534,4 rúmm.
Hús nr. 31 (matshl. 02), hús nr. 33 (matshl. 03), hús nr. 35 (matshl. 04), hús nr. 37 (matshl. 05), hús nr. 39 (matshl. 06), hús nr. 41 (matshl. 07) og hús nr. 43 (matshl. 08) eru öll sömu stærðar og hús nr. 29 eða samtals 152,0 ferm. og 534,4 rúmm hvert.
Raðhúsið er samtals 1173,6 ferm., 4275,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.
15. Hverfisgata 53 (01.152.520) 101092 Mál nr. BN047096
Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á norðurhlið annarrar hæðar og breyta fyrirkomulagi eldvarna í tvíbýlishúsi á lóðinni nr. 53 við Hverfisgötu.
Jafnframt er erindi BN046995 dregið til baka.
Fyrirhugað er að leigja húsið út til ferðamanna.
Umsögn minjastofnunar Íslands dags. 14. janúar 20114 og umsögn minjasafns Reykjavíkur dags.21. janúar 2014 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Hverfisgata 55 (01.152.519) 101091 Mál nr. BN047097
Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa svalahurð, breyta skráningu og innra fyrirkomulagi og breyta fyrirkomulagi eldvarna í íbúðarhúsi á lóð nr. 55 við Hverfisgötu.
Jafnframt eru erindi BN046774 og BN046996 dregin til baka.
Umsögn minjastofnunar Íslands dags. 14. janúar 20114 og umsögn minjasafns Reykjavíkur dags.21. janúar 2014 fylgja erindinu.
Fyrirhugað er að leigja húsið út til ferðamanna.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN047033
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta fiskverslun í rými 0002 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Jöldugróf 7 (01.885.509) 108898 Mál nr. BN047071
Berglind Snorradóttir, Jöklafold 16, 112 Reykjavík
Ívar Örn Indriðason, Jöklafold 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera glugga á austurhlið og breyta lítillega innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Jöldugróf.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN047098
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043734 þannig að komið verður fyrir sjálfsafgreiðslu úr ísvél í rými 0106 í húsinu nr. 23 á lóð nr. 21 til 23 við Langarima.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Laugavegur 100 (01.174.310) 101645 Mál nr. BN046969
Kínasetrið ehf., Laugavegi 100, 101 Reykjavík
Davíð Tong Li, Suðurhlíð 38c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja lyftuturn og flóttastiga á bakhlið, breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja hótel ásamt veitingastofu og greiðasölu sem opin er hótelgestum og almenningi í húsinu á lóðinni nr. 100 við Laugaveg.
Um er að ræða gististað í flokki V og veitingastað í flokki II.
Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar sem fékk jákvæða afgreiðslu þann 26. nóvember 2013 fylgir erindinu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23 janúar 2014 fylgir erindinu. Samþykki eigenda dags. 24. janúar 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: 29,4 ferm., 91,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN047099
Sandholt ehf, Laugavegi 36, 101 Reykjavík
Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kaffihús og fjölga sætum úr 20 í 50 í húsi á lóð nr. 36 við Laugaveg.
Fyrirspurn BN042859 dags. 5. apríl 2011 og bréf frá umsækjanda dags. 20. janúar 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN047063
L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu hóteli, sjá erindi BN046870, innrétta herbergi í suðurhluta 1. hæðar og á 4. hæð í bakhúsi og innrétta heilsurækt í norðurhluta bakhúss á lóð nr. 66-68 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
23. Lindargata 48 (01.152.512) 209555 Mál nr. BN047068
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss og innrétta þar gistiskýli fyrir útigangsmenn, breyta inngangi, setja tvö ný dyraop í atvinnuhúsið á lóð nr. 48 við Lindargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu.
Meðfylgjandi er bréf skipulagsfulltrúa dags. 27.1. 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Síðumúli 29 (01.295.302) 103844 Mál nr. BN046762
Hjálmar Styrkársson, Safamýri 79, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð í rýmum 0102 og 0202 í húsinu á lóð nr. 29 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.
25. Skeifan 15, Faxafen 8 (01.466.001) 195608 Mál nr. BN047077
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í lagerrými og verslun og til að koma fyrir öryggishliðum innan við aðalinngang verslunar Hagkaups í húsi á lóð nr. 15 við Skeifuna.
Erindi fylgir brunatæknileg úttekt frá VSI dags. 16. janúar 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Skerplugata 4 (01.636.304) 106711 Mál nr. BN047093
Ísleifur Ottesen, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta þakhalla á áður samþykktu erindi, BN044223, á bílskúrnum á lóð nr. 4 við Skerplugötu
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Deiliskipulagsferli ólokið.
27. Skerplugata 6 (01.636.306) 106713 Mál nr. BN047091
Hjördís Elísabet Gunnarsdóttir, Skerplugata 6, 101 Reykjavík
Guðmundur P Guðmundsson, Skerplugata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhjalla á áður samþykktu erindi, BN044223, á bílskúr á lóð nr. 6 við Skerplugötu
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Deiliskipulagsferli ólokið.
28. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN047079
Skuggi 3 ehf., Vatnsstíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílakjallara á neðstu hæð með tengingu við bæði stigahús og víxla lyftum (slökkviliðslyfta verði austan megin) og gera mannop á efstu hæð í mhl. 15/16 og til að deila 5 stórum íbúðum í tvennt og fjölga þar með íbúðum um 5 á 7.-9. hæð, ásamt því að breyta fyrirkomulagi geymslna og fjölga þeim samsvarandi, breyta hringlaga baðherbergjum og stækka útskotsglugga á vesturhlið á öllum hæðum í mhl. 14 í fjölbýlishúsi Lindargötu 39, Vatnsstíg 20/22 og á lóð nr. 14 - 16 við Skúlagötu sbr. erindi BN033769 og aðskilin byggingarleyfi matshluta 14 (BN043991), 15 (BN045293) og 16 (BN043992).
Stærðir stækkun mhl. 16: 661,9 ferm., 1984,7 rúmm.
Stærðir stækkun mhl. 15: 107 ferm., 349,2 rúmm.
Stærðir stækkun mhl. 14: 16,2 ferm., 137 rúmm.
Samtals stækkun: 785,1 ferm., 2470,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN047065
Mánatún hf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046869 sem gert var vegna breytinga á erindi BN045300 sem fól í sér að ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998 gilti fyrir Mánatún 7-17 með síðari breytingum skv. ákvæði til bráðabirgða í gr. 17.1.2. í nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012, breytingar nú eru gerðar í stigahúsi nr. 15 fela í sér lóðarstækkun til vesturs að Nóatúni vegna breyttrar aðkomu að hjóla-, vagna- og sorpgeymslum um tröppur og skábrautir þar sem kjallaraplata lækkar, fyrirkomulagi er einnig breytt í kjallara K-0 og einni íbúð bætt við á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7-17 við Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2014.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14.1. 2013.
Stærðir.
Stækkun: A-rými, 134,3 ferm., 365,4 rúmm.
Stækkun: B-rými, 9,2 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2014.
30. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN046926
Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar byggðri skemmu úr stálgrind sem er klædd með báruáli, mhl. 07, á lóðarhluta lóðarinnar Stórhöfða 34-40.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2014.
Stærðir: 662,6 ferm., 4.770 rúmm.
Gjald kr. 9.000+9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2014.
31. Sundlaugavegur 28 (01.361.009) 104558 Mál nr. BN047083
Eignarhaldsfél Langholt 31 ehf, Sveighúsum 2, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð á rishæð hússins á lóðinni nr. 28 við Sundlaugaveg.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Virðingargjörð dags. 18. okktóber 1946 fylgir erindinu. Raflagnateikning dags. 2. apríl 1983 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 17. janúar 2014 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 12. október 2005 og 23. janúar 2014 fylgja erindinu.
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
32. Sæviðarsund 15-19 (01.356.501) 104386 Mál nr. BN047092
Sigríður Sigurbergsdóttir, Sæviðarsund 19, 104 Reykjavík
Ragnar Leví Jónsson, Sæviðarsund 19, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af kjallara vegna eignaskiptasamnings þar sem kemur fram breyting á notkun B rýmis í A rými af húsinu á lóð nr. 19 Sæviðarsund.
Stækkun A rýmis : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Sörlaskjól 6 (01.532.210) 106207 Mál nr. BN047090
Árni Hjartarson, Sörlaskjól 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa inngang og breyta fyrirkomulagi íbúðar 0001 sem skráð er "ósamþykkt íbúð" og fá hana þannig skráða sem "íbúð" í húsinu nr. 6 við Sörlaskjól.
Bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2014 fylgir erindinu. Virðingargjörð dags. 20. júlí 1950 og afsal dags. 20. janúar 1975 fylgja erindinu. Íbúðaskoðun byggingarfulltrúa dags. 10. apríl 2003 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda og nágranna í húsum nr. 6 og 8 við Sörlaskjól (á teikn.) fylgir erindinu. Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 17. desember 2013 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Urðarbrunnur 17 (05.053.603) 211721 Mál nr. BN047058
Eva Brá Hallgrímsdóttir, Laufengi 3, 112 Reykjavík
Kristinn Jónsson, Laufengi 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stiga og útliti, sjá erindi BN037718, einnig er sótt um leyfi til að byggja stoðveggi og tröppur við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Urðarbrunn.
Stækkun 11,3 ferm., 10,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Úlfarsbraut 50-56 (02.698.702) 205721 Mál nr. BN047094
Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús´á tveimur hæðum, fjórir matshlutar með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.
Stærðir:
Mhl. 01 185,9 ferm., 577 rúmm.
Mhl. 02 184,8 ferm., 573,7 rúmm.
Mhl. 03 184,8 ferm., 573,7 rúmm.
Mhl. 04 185,9 ferm., 577 rúmm.
Samtals 741,4 ferm., 2.301,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
36. Vatnsstígur 10B (01.152.502) 101075 Mál nr. BN047032
Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 10B við Vatnsstíg.
Jafnframt er erindi BN046776 dregið til baka.
Fyrirhugað er að leigja húsið út til ferðamanna.
Umsögn minjastofnunar Íslands dags. 14. janúar 2014 og umsögn minjasafns Reykjavíkur dags.21. janúar 2014 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Vatnsstígur 8 (01.152.501) 101074 Mál nr. BN047029
Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í einbýlishúsi á lóðinni nr. 8 við Vatnsstíg.
Jafnframt er erindi BN046803 dregið til baka.
Fyrirhugað er að leigja íbúðina til ferðamanna.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN047001
Kristján Guðmundsson, Flókagata 57, 105 Reykjavík
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gistiskála fyrir 24 gesti í tvær gistiíbúðir á 1. hæð gistihúss á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Fyrirspurnir
39. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN047018
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í flokki ?? á jarðhæð og í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 5 við Aðalstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014.
40. Bíldshöfði 4-6 (04.059.303) 110570 Mál nr. BN047082
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að klæða húsið að utan með báruðu láréttu aluzinki og hækka innkeyrsluhurðir um 30 cm á húsið nr. 6 á lóð nr. 4 -6 við Bíldshöfða.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
41. Efstasund 59 (01.357.303) 104450 Mál nr. BN047104
Guðmundur Þór Bjarnason, Efstasund 59, 104 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi kjallara undir einbýlishúsinu á lóð nr. 59 við Efstasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
42. Eirhöfði 12 (04.030.001) 110513 Mál nr. BN047084
Valnes ehf., Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta tvær íbúðir í rými 0301 í húsi á lóð nr. 12 við Eirhöfða.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
43. Háagerði 22 (01.817.402) 108149 Mál nr. BN047089
Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 54 ferm. bílskúr á lóð nr. 22 við Háagerði.
Teikning á A4 blaði fylgir
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN047105
Margrét H Indriðadóttir, Hlíðarbyggð 31, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta efri og neðri hæð atvinnurýmis 0001 og 0101 í íbúð í húsinu á lóð nr. 102C við Hraunbæ.
Ljósmyndir fylgja.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
45. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN047059
Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Jón Bergsson ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að sleppa við viðbótar gatnagerðagjald og milliloftið verði vörurekki og flatarmál þeirra verð dregið frá heildarflatarmáli millilofts eins og þau hafa nú verið ákvörðuð í húsinu á lóð nr. 15 við Klettháls.
Álagning gatnagerðargjalds tekur mið af samþykktum uppdráttum og skráningartöflu samkvæmt þeim sem og samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjavíkurborg. Á uppdráttum er sýnt milligólf og stærð þess skráð samkvæmt því. Ef rekkar á milligólfi ganga í gegnum op í gólfi þá skal sýna það og skrá til samræmis í skráningartöflu með byggingarleyfisumsókn.
46. Ljárskógar 2 (04.942.007) 112967 Mál nr. BN047086
Andrés Svanbjörnsson, Ljárskógar 2, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær íbúðir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Ljárskóga.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi.
47. Skipholt 21 (01.250.108) 103426 Mál nr. BN047088
Jón Guðmundsson, Hamratangi 14, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort breyta megi skrifstofu í vinnustofu og skrá umsækjanda til heimilis í listagallerí fyrir grafíska hönnun í húsi á lóð nr. 21 við Skipholt.
Nei.
Ekki er heimilt að skrá lögheimili í atvinnuhúsnæði.
48. Smiðshöfði 8 (04.061.302) 110611 Mál nr. BN047102
Ámundi Fannar Sæmundsson, Ljósheimar 18, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta 3. hæð í íbúðir til að leigja út í húsinu á lóð nr. 8 við Smiðshöfða.
Ljósmynd fylgir.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
49. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN047087
Gísli Einarsson, Rjúpufell 46, 111 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi kaffistofu í gistiheimili á 1. hæð í húsi á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Suðurgata 18 (01.161.203) 101214 Mál nr. BN047101
Stefanía Helga Jónsdóttir, Suðurgata 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.01.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir