No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2014, miðvikudaginn 8. janúar kl. 09.05, var haldinn 49. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Reynir Sigurbjörnsson , Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Umhverfis- og skipulagsráð, fundadagatal Mál nr. SN130008
Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2014.
2. Betri Reykjavík, hreinsa tyggjó af götum og gangstéttum í miðbænum Mál nr. US130296 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum ýmislegt "hreinsa tyggjó af götum og gangstéttum í miðbænum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. nóvember 2013. Tillagan er samþykkt.
3. Betri Reykjavík, bekkir á alla róluvelli Mál nr. US130298 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum umhverfismál "bekkir á alla róluvelli" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. desember 2013. Tillagan er samþykkt.
4. Betri Reykjavík, farið verði í gang með notendamiðaða hönnun mannvirkja Mál nr. US130299 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum skipulag "farið verði í gang með notendamiðaða hönnun mannvirkja" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013. Tillagan er samþykkt.
5. Betri Reykjavík, klippa trjágróður sem skyggir á gangandi vegfarendur Mál nr. US130297 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum umhverfismál "Klippa trjágróður sem skyggir á gangandi vegfarendur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. nóvember 2013. Tillagan er samþykkt.
6. Betri Reykjavík, breikkun hjólastígs við Sæbraut Mál nr. US130331 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "breikkun hjólastígs við Sæbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.
7. Betri Reykjavík, samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur Mál nr. US130333 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
8. Betri Reykjavík, strætógjöld á korti, líkt og í London Mál nr. US130334 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "strætógjöld á korti, líkt og í London" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur
9. Betri Reykjavík, Wi-Fi Strætó Mál nr. US130335 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "Wi-Fi Strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur
10. Betri Reykjavík, gönguljós á Eiðsgranda Mál nr. US130336 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum skipulag "gönguljós á Eiðsgranda" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
11. Betri Reykjavík, að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp Mál nr. US130337 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða
12. Betri Reykjavík, hreinsa borgina Mál nr. US130338 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "hreinsa borgina" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða
13. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. SN130582 CCP hf., Grandagarði 8, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn CCP hf. dags. 6. desember 2013 varðandi staðsetningu á listarverkagjöf CCP hf. til Reykjavíkurborgar. Einnig er lagt fram bréf dags. 5. desember 2013. Frestað. Samþykkt að óska eftir umsögn stjórnar Faxaflóahafna.
(A) Skipulagsmál
14. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 3. janúar 2014.
15. Krókháls 13, breyting á deiliskipulagi (04.140.8) Mál nr. SN130546 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlæk-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 13 við Krókháls. Í breytingunni felst að kvöð um lagnir sem nú er norðan/vestan við lóðina verði færð austur/suður fyrir lóðina, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 13. nóvember 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.Jafnframt var samþykkt að kynna tillöguna sérstaklega fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Njálsgata 33B, breyting á deiliskipulagi (01.190.0) Mál nr. SN130134 PK-Arkitektar ehf., Ármúla 11, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1, 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 33B við Njálsgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt uppdr. PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013, breyttur 24. júní 2013. Tillagan var grenndarkynnt að nýju frá 22. október til og með 19. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hörður Torfason f.h. íbúa að Njálsgötu 35 dags. 11. nóvember 2013, íbúar að Grettisgötu 34 dags. 19. nóvember 2013 og Rebekka Sigurðardóttir dags. 20. nóvember 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2013. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2013.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 761 frá 7. janúar 2014.
(C) Fyrirspurnir
18. Laugavegur 77, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.174.0) Mál nr. SN130274 Guðmundur Oddur Víðisson, Litla-Tunga, 276 Mosfellsbær
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Oddar Víðissonar dags. 6. júní 2013 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 77 við Laugaveg, breytingu á nýtingarhlutfalli, bílastæðamál o.fl. Einnig er lögð fram greinargerð Dap arkitekta ódags. og skissur dags. 30. maí 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2014. Ekki eru gerðar athugasemdir við að unnin verði deiliskipulagsbreyting á kostnað lóðarhafa í samræmi við fyrirspurnina að teknu tilliti til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2014.
(D) Umhverfis- og samgöngumál
19. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 329 frá 17. desember 2013 nr. 330 frá 6. janúar 2014.
20. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US130315 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs um að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. nóvember 2013 ásamt korti með upplýsingum um staðsetningu vegriða. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. nóvember 2013 samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: „Víða í borginni er mikilvægt að sett verði upp vegrið til að auka umferðaröryggi. Þetta á augljóslega við þar sem umferðarhraði er mestur og umferðin þyngst. Samantekt Umhverfis- og skipulagssviðs, sem gerð var að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sýnir að enn er langt í land að þessu leyti og rík ástæða til að hvetja Vegargerðina til að gera átak þar sem það á við. Jafnframt verði tekið tillit til þess að ekki sé með vegriðum skorið á hverfi og tillit tekið til allra samgöngukosta. Þá er rétt að benda á að auðveldlega má hanna og ganga frá vegriðum með þeim hætti að þau fari vel í borgarumhverfinu. Aðalatriðið hlýtur að vera að tryggja umferðaröryggi sem best.“
21. Meðhöndlun úrgangs, Ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.. Mál nr. US130330
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. desember 2013 þar sem fram kemur ályktun Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
22. Meðhöndlun úrgangs, frumvarp til laga Mál nr. US130332
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki, drykkjarvöruumbúðir). Einnig er lagt fram bréf nefndarsviðs Alþingis dags. 9. desember 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál. Einnig er kynnt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. janúar 2014 kynnt.
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Náttúruvernd, Frumvarp um niðurfellingu laga um náttúruvernd Mál nr. US140002
Lagt fram frumvarp til laga um niðurfellingu laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Einnig er lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frestun málsins felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.
24. Veggjakrot, Mál nr. US130306
Á fundi borgarráðs 24. október 2013 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarráð samþykkir að aðgerðir gegn veggjakroti í borginni verði hertar. Auk þess að má út eða mála yfir veggjakrot verði ekki síður lögð áhersla á forvarnarstarf. Þá verði unnið að því að láta krotvarga sæta ábyrgð vegna eignaspjalla“. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. nóvember 2013. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. desember 2013 þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagsráð taki tillöguna fyrir og afgreiði hana.
25. Lýsing á göngustíg við Látrasel, tillaga frá borgarráði Mál nr. US130305
Á fundi borgarráðs 10. október 2013 var lögð fram eftirfarandi tillaga: „Borgarráð beinir því til skrifstofu framkvæmda og viðhalds að lýsing verði bætt á göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Látrasel við stíg sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Einnig þarf að ljúka við að tengja stíg sem liggur frá Lambaseli að umræddum stíg. Þá þarf að tengja göngustíg sem liggur á milli Geitastekks og Stekkjarbakka“. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. október 2013. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. desember 2013 þar sem óskað er eftir að umhverfi- og skipulagsráð taki tillöguna fyrir og afgreiði hana.
(D) Ýmis mál 26. Húsverndarsjóður, reglur Mál nr. US140004
Lögð fram tillaga að reglum fyrir húsverndunarsjóð Reykjavíkur dags. 8. janúar 2014. Samþykkt Vísað til borgarráðs
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2014 Mál nr. US140001
Lögð fram tillaga skrifstofustjóra skipulags, bygginga og borgarhönnunar dags. 6. janúar 2014 um tilnefningu í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2014 ásamt tillögu að auglýsingu um styrki. Samþykkt að Hjálmar Sveinsson og Marta Guðjónsdóttir verði fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs í starfshópnum. Samþykkt að auglýsa styrki úr húsverndarsjóði 2014.
28. Kvosin, Landsímareitur, kæra 108/2013, umsögn (01.140.4) Mál nr. SN130539 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. nóvember 2013 ásamt kæru dags. 8. nóvember 2013 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar - Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. desember 2013. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. desember 2013 samþykkt með átta atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Harri Ormarsson og Erna Hrönn Geirsdóttir lögfræðingar umhverfis- og skipulagssviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Háagerði 12, kæra 37/2013, umsögn, úrskurður (01.817) Mál nr. SN130264 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. apríl 2013 ásamt kæru dags. 5. apríl 2013 þar sem kærð er afgreiðsla byggingafulltrúans í Reykjavík á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu að Háagerði 12. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26. júní 2013. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 20. desember 2013. Úrskurðarorð: "Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. mars 2013 um að synja umsókn kærenda um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús að Háagerði 12 í Reykjavík."
30. Laugavegur 66-68, breyting á deiliskipulagi (01.174.2) Mál nr. SN130372 L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. desember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir reit 1.174.2 vegna lóðarinnar númer 66-68 við Laugaveg. Breytingin tekur til texta um notkun og starfsemi í skilmálum.
31. Garðastræti 21, breyting á deiliskipulagi (01.136.5) Mál nr. SN130527 Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. desember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar númer 21 við Garðastræti.
32. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag (01.6) Mál nr. SN130234
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. desember 2013 um auglýsingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
33. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10 (01.11) Mál nr. SN130479
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. desember 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar.
34. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN130099
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. desember 2013 um auglýsingu á tillögu varðandi breytingu Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu.
35. Starhagi, breyting á deiliskipulagi (01.555) Mál nr. SN130597 Teiknistofan Storð ehf, Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 19. desember 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll.
36. Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 34A og 36 og Grettisgötu 17 (01.172.2) Mál nr. SN130535 Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 19. desember 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóðanna nr. 34A pg 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12.10
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Reynir Sigurbjörnsson Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2014, þriðjudaginn 7. janúar kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 761. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Gunnar Ólafur Gunnarsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfheimar 11A (01.432.003) 105210 Mál nr. BN046967 Sigmar Jörgensson, Álfheimar 11a, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu sem samþykkt var 1991 í mhl. 02 aftur í íbúð eins og var frá upphafi í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 11 við Álfheima. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Álfheimar 49 (01.438.004) 105393 Mál nr. BN046746 Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu sem samanstendur af tveimur 24 feta gámafletum klæddum með dúk á grind með metanhylkjum og gám sem inniheldur metanpressu innan steyptra veggja á þrjá vegu en metandælan verður austasta dælan undir skyggni við eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 49 við Álfheima. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla frá Eflu dags. október 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. desember 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 13. nóvember til og með 11. desember 2013. Engar athugasemdir bárust. Stærðir stækkun: mhl. 03, A og C rými, 90 ferm., 234 rúmm. Stækkun mhl. 03: 15 ferm., 57 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Ármúli 22 (01.292.005) 103788 Mál nr. BN046968 Moldi ehf, Ármúla 22, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta opinni skrifstofu í hluta annarrar hæðar í þrjár skrifstofueiningar og breyta gluggum í húsi á lóð nr. 22 við Ármúla. Samþykki meðeiganda er meðfylgjandi á teikningum. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN046911 Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir borðsal með morgunverðaraðstöðu í gistiheimili í flokki III á fyrstu hæð og í kjallara hússins á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Gjald kr. 9.000) Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN046872 Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á vinnustöðvum á annarri og þriðju hæð, skipta um klæðningu utanhúss og byggja varaaflstöð fyrir utan kjallara, mhl. 02, banka á lóð nr. 18 við Borgartún. Stærðir mhl. 02: 17,1 ferm., 50,4 rúmm. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN046909 Kaffiveröld ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður Landfestar ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi veitingahúss í notkunarflokki II, koma fyrir verönd á suðurhlið, fækka bílastæðum á lóð um þrjú og breyta aðkomu að húsinu nr. 21A á lóðinni nr. 21 -21A við Borgartún. Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 8. október 2013 fylgir erindinu. Á verönd eru sýnd sjö borð með sætum fyrir 22 gesti. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047005 HTO ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir 2 áfanga framkvæmda við S2 Hótel við Höfðatorg á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún skv. byggingarleyfisumsókn BN042394. Umrædd leyfisumsókn nær yfir 1. og 2. hæð framkvæmda. Meðfylgjandi er áætlun Verkís um afhendingu burðarvirkjateikninga ásamt verkefnalista. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
8. Bræðraborgarstígur 1 (01.135.001) 100423 Mál nr. BN046919 HD verk ehf., Bræðraborgarstíg 1, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti á fyrstu hæð atvinnu- og íbúðarhússins á lóðinni nr. 1 við Bræðraborgarstíg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. desember 2013. Umsækjandi er eigandi að öllu húsinu. Gjald kr. 9.000 Synjað. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. desember 2013.
9. Bræðraborgarstígur 10 (01.134.218) 100344 Mál nr. BN046983 Skúli Magnússon, Bræðraborgarstígur 10, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 1 og 2 síðast breytt 12. desember 2013.
10. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN046915 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að stækka millipall í matshluta 08 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Bæjarháls. Samþykki eigenda og meðeigenda (ódags.) fylgir. Brunahönnunarskýrsla dags. 3. desember 2013 fylgir. Stækkun millipalls: 153,5 ferm. Gjald kr. 9.000 kr. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Efstasund 79 (01.410.118) 105001 Mál nr. BN046936 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Efstasund 79, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, rífa upprunanlegt valmaþak og byggja risþak með svölum skv. deiliskipulagi samþ. 2005 á hús á lóð nr. 79 við Efstasund. Stærðir stækkun 40,8 ferm., 99,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN046918 Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet sem samanstendur af loftnetssúlu, RRU búnaði á vegg og sendiskáp í tæknirými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6-10 við Eggertsgötu. Meðfylgjandi er samþykki Félagsstofnunar stúdenta dags. 25. nóvember 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
13. Faxafen 5 (01.463.301) 105673 Mál nr. BN046994 Reynisson Group ehf., Faxafeni 5, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum, minnka glugga á suður og norðurhlið, koma fyrir útgöngudyrum á vestur og austurhlið og minnka skyggni þannig að A-rými eykst i húsinu á lóð nr. 5 við Faxafen. Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN046970 ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045507 þannig að flóttaleið verður færð til í rými 0005 í húsinu á lóð nr. 11 við Fákafen. Bréf frá hönnuði dags. 17. desember 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Fellsmúli 26 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN046787 Húsfélagið Fellsmúla 26, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á mastri og annan sendibúnað innandyra í tæknirými í húsi á lóð nr. 26 við Fellsmúla. Meðfylgjandi er samkomulag Símans og Húsfélagsins Fellsmúla 26, dags. 9. október 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047000 S30 ehf., Kögurseli 12, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046773 þannig að loka á dyraopum á austur- og vesturhlið og þakgluggi milli módúllína 7 og 8 verður fjarlægður í húsinu á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
17. Fiskislóð 43 (01.086.603) 209699 Mál nr. BN046997 Miðfell ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofubyggingu sbr. erindi BN045264 í gististað í flokki III, gistiheimili, í húsi á lóð nr. 43 við Fiskislóð. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
18. Freyjubrunnur 10-14 (02.695.802) 205738 Mál nr. BN046977 Helena Ísaksdóttir, Freyjubrunnur 12, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta herbergi í geymslu, stækka sjónvarpshol með því að fjarlægja geymslu í húsinu nr. 12 á lóð nr. 10 -14 við Freyjubrunn. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Freyjubrunnur 25-27 (02.695.502) 205732 Mál nr. BN046989 Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að breyta flóttaleið úr bílageymslu og taka út stálvirki í þaki nýsamþykkts fjölbýlishúss BN035953 á lóðinni nr. 25-27 við Freyjubrunn. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN046981 Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta klæðningu þaks úr bárujárni í þakpappa, sjá erindi BN034756, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Freyjubrunn. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Grandavegur 47 (01.521.201) 105942 Mál nr. BN046857 Haugar ehf, Kvisthaga 7, 107 Reykjavík Þróun og Lausnir ehf., Þrastarási 29, 221 Hafnarfjörður Grand eignir ehf., Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í rými 0104 sem nýtt hefur verið sem aðstaða fyrir sjúkraþjálfara á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 47 við Grandaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2012 og 12. desember 2013. Bréf Víkur lögmannsstofu dags. 10. desember 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málið er til umfjöllunar skipulagsráðs vegna málskots.
22. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN046987 Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum, rífa anddyrisviðbyggingu og byggja í hennar stað viðbyggingu úr timbri klæddu bárujárni á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 36 við Grettisgötu. Umsagnir Minjastofnunar Íslands dags.10. desember 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. desember 2013 fylgja erindinu. Stækkun, viðbygging xx ferm. og xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN046542 Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulag og byggja anddyri við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 7 við Grundargerði. Samþykki nágranna í húsum nr. 9 við Grundargerði og nr. 41 við Akurgerði (á teikn.) fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2013 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 20. nóvember 2013 til og með 18. desember 2013. Engar athugasemdir bárust. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. september 2013 fylgir erindinu. Stækkun: Íbúð 4,1 ferm. og 13,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hagamelur 39-45 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN046979 Sveinn Margeirsson, Hagamelur 45, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta afmörkun eignarhluta á fimmtu hæð húss nr. 45 (matshl. 04) á lóðinni nr. 39-45 við Hagamel. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Haukdælabraut 5-9 (05.113.803) 214785 Mál nr. BN046993 Gæðahús ehf., Hverafold 8, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045235 þannig að brunaveggjum við bílskúra verður breytt og skyggni yfir svölum stækkað á húsi nr. 9 og koma fyrir stoðvegg við hús nr. 9 á lóð nr. 5 til 9 við Haukdælabraut. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Héðinsgata 10 (01.327.101) 103869 Mál nr. BN045767 Héðinsgata 10 ehf., Langagerði 120, 108 Reykjavík Spörvar líknarfélag Reykjavík, Ásholti 30, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1., 2. og 3. hæð fyrir tímabundna starfsemi áfangaheimilis til þriggja ára með 39 herbergjum í húsinu á lóð nr. 10 við Héðinsgötu. Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013 og bréf frá Forvarnardeild SHS dags. 22. apríl 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
27. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN046991 Kristinn Rúnar Þórisson, Holtsgata 24, 101 Reykjavík Katrín Bára Elvarsdóttir, Holtsgata 24, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043534 þannig að svalir breikka og koma fram yfir veggbrún á norðausturhlið hússins á lóð nr. 24 við Holtsgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Hverfisgata 103 (01.154.407) 101135 Mál nr. BN046704 SA Verk ehf., Áslandi 3, 270 Mosfellsbær Sótt er um leyfi til þess að rífa húsin á lóðinni nr. 103 við Hverfisgötu. Bréf umsækjanda dags. 20. desember 2013 fylgir erindinu. Kauptilboð dags. 8. apríl 2013 fylgir erindinu. Uppdrættir frá teiknistofunni Opus (ófullgerðir) fylgja erindinu. Framkvæmdaáætlun fylgir erindinu, fyrirhuguð verklok utanhúss eru í ágúst 2014 en innanhúss í maí 2015. Niðurrif: Matshluti 01, fastanr. 200-3628 - 625,0 ferm. og 2256,0 rúmm. Matshluti 02, fastanr. 200-3629 - 414,0 ferm. og 2158,0 rúmm. Matshluti 03, fastanr. 200-3630 - 132,3 ferm. og 437,0 rúmm. Samtals 1171,3 ferm. og 4851,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN046886 Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III teg. A fyrir 130 gesti í húsi á lóð nr. 12 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2014 fylgja erindinu, einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2013 (v/fsp. BN046792) yfirlýsing hönnuðar um hljóðvist dags. 9. desember 2013 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Umsögn Minjasafns Reykjavíkur vantar.
30. Hverfisgata 53 (01.152.520) 101092 Mál nr. BN046995 Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og breytinga vegna eldvarna og fyrir nýjum svölum á 2. hæð í húsi á lóð nr. 53 við Hverfisgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 55 (01.152.519) 101091 Mál nr. BN046996 Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og breytinga vegna eldvarna í íbúðarhúsi á lóð nr. 55 við Hverfisgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Jónsgeisli 93 (04.113.307) 189862 Mál nr. BN046962 Byggingafélagið Nói ehf., Jónsgeisla 9, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta steyptum vegg í léttan að hluta og koma fyrir nýrri hurð í sama vegg í anddyri, við það er inntaksklefi aðgengilegur öllum og brunahólf verður eitt í stað tveggja í húsinu á lóðinni nr. 93 við Jónsgeisla. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN046985 Eðal ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga á reyklosunarfyrirkomulagi ásamt samþykki á reyndarteikningum af hluta með skráningarnúmer 0104 iðnaðarhússins á lóð nr. 3 við Klettháls. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046929 Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta matshlutaskiptingu og skráningu verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
35. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046973 Hagkaup, Holtagörðum, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga á ísbúð, bakaríi og sjóðsbúð í verslun Hagkaupa í matshluta 01 á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN046988 Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki á þegar breyttu fyrirkomulagi sem felst í því að rennihurðum er breytt í flekahurðir og fyrirkomulagi tækja er breytt í eldhúsi og á baði, sbr. erindi BN043111, í íbúð 1119 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 65-67 við Kristnibraut. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
37. Laugarásvegur 3 (01.380.105) 104730 Mál nr. BN046906 Snorri Freyr Fairweather, Hrísateigur 12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka "ósamþykkta íbúð" í kjallara en minnka jafnframt sameignarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Laugarásveg. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 23. desember 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Laugavegur 100 (01.174.310) 101645 Mál nr. BN046969 Kínasetrið ehf., Laugavegi 100, 101 Reykjavík Davíð Tong Li, Suðurhlíð 38c, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja lyftuturn og flóttastiga á bakhlið, breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja gistiheimili í húsinu á lóðinni nr. 100 við Laugaveg. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar sem fékk jákvæða afgreiðslu þann 26. nóvember 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Laugavegur 38 (01.172.219) 101474 Mál nr. BN046984 Elfur ehf, Hvassaleiti 95, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að loka með læsanlegu járngrindarhliði baklóðum húsanna nr. 38 og 38B við Laugaveg. Meðfylgjandi er samþykki á ensku meðeiganda á lóð nr. 38B. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 77 (01.174.021) 101569 Mál nr. BN046944 L77 ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að færa fram útvegg inndreginnar 1. hæðar og skipta henni í fjögur verslunarrými, koma fyrir hringstiga á þak útbyggingar 1. hæðar og breyta innra skipulagi kjallara, 1., 2., 3. og 5 hæðar í húsi á lóð nr. 77 við Laugaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu. Stækkun: 44,2 ferm., 992,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN046917 Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til koma fyrir förðunarskóla í rými 0203 í húsinu á lóð nr. 4 við Lyngháls. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
42. Lækjarmelur 12 (34.533.403) 206645 Mál nr. BN046818 Jón Egilsson, Fannafold 137a, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja milliloft í rými 01-06 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 12 við Lækjarmel. Samþykki meðlóðarhafa dags. 15. des. 2013 fylgir erindinu. Fyrirspurn BN046717 dags. 29. okt. 2013 fylgir erindinu. Stærð millipalls: 75,5 ferm. Gjald kr. 9.000 + 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN046974 Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu Sótt er um leyfi til breytinga á nokkrum gluggum sbr. erindi BN035993, sumum er speglað um miðju og í öðrum er póstasetningu breytt, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Óðinsgata 2 (01.180.303) 101714 Mál nr. BN046808 Óður ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja fjölnota menningarrými ásamt verslun á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Óðinsgötu. Afrit af samþykki húsfélagsfundar dags. 10. september 2013 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Síðumúli 20 (01.293.105) 103806 Mál nr. BN046976 Lyf og heilsa hf., Álfabakka 14, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. og 2. hæð, mhl. 02, skrifstofuhluta, sbr. erindi BN045941, í húsi á lóð nr. 20 við Síðumúla. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 17.12. 2013 og brunavarnalýsing dags. 8.12. 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Skólavörðustígur 25 (01.182.242) 101894 Mál nr. BN043104 Náttmál ehf, Pósthólf 603, 121 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta eignaskiptum þannig að 1. hæð verði séríbúð og kjallari, 2. hæð og ris verði önnur íbúð í húsi (mhl.01) á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg. Gjald kr. 8.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Sóleyjarimi 13 (02.536.104) 199445 Mál nr. BN046904 Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með 10 íbúðum á tveim hæðum, með kjallara að hluta, með flötu þaki, einangrað og klætt málm- og timburklæðningu á lóð nr. 13 við Sóleyjarrima. Erindi fylgir útreikningur á heildarleiðnitapi húss ódagsettur. Stærð: Kjallari 133,2 ferm., 1. hæð 695,4 ferm., 2. hæð 695,4 ferm. Samtals 1.524 ferm., 4.614,9 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN046946 Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til færa inngang mhl. 04 í efri kjallara og innrétta íbúð þar sem áður var inngangur og sorpgeymsla ásamt því að innrétta lokaðar geymslur í bílakjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 2-4 við Stakkholt. Breyttar stærðir: Mhl.01 3.803,3 ferm., Mhl.02 4.398,3 ferm., Mhl.03 2.327,4 ferm., Mhl.04 3.855,1 ferm., Mhl.05 1.711,5 ferm., Mhl.06 2.306,1 ferm. Samtals 18.401,7 ferm., 14.598,4 rúmm. Stækkun 9 ferm., 372 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN046595 Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta sushi veitingastað í fl. II á 1. hæð í rými 01-0101 sbr. fyrirspurn BN046360 í húsi á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
50. Sundagarðar 2 (01.335.304) 103906 Mál nr. BN046791 Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á fimmtu hæð þannig að skrifstofurýmum er breytt, og komið verður fyrir snyrtingu fyrir fatlaða og eldhúsi með kaffistofu í húsinu á lóð nr. 2 við Sundagarða. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
51. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN046978 Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að fjölga gistirýmum á 2. og 3. hæð í Templarasundi 3 og breyta fyrirkomulagi í þakíbúð á Kirkjutorgi 4 sbr. erindi BN045698 í húsi á lóð nr. 4 við Kirkjutorg og nr. 3 við Templarasund. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN046951 AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til að staðsetja útisalerni í Hljómskálagarðinum til móts við Bragagötu, 10 metra frá gangstétt við Sóleyjargötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Vatnagarðar 16 (01.338.901) 103919 Mál nr. BN046999 Örn Helgason, Langagerði 120, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta málningarvöruverslun ásamt lageraðstöðu í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 16 við Vatnagarða. Bréf frá umsækjanda dags. 30. des. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Vatnsholt 4 (01.255.102) 103477 Mál nr. BN046980 Vildís Guðmundsdóttir, Vatnsholt 4, 105 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Vatnsholt. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Vatnsstígur 3b (00.000.000) 101429 Mál nr. BN046975 Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi á lóð og jafnframt breyta vinnustofu, rými 0103, í íbúð á fyrstu hæð hússins nr. 3B við Vatnsstíg á lóðinni Laugavegur 31 - Vatnsstígur 3. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Vitastígur 12 (01.173.119) 101536 Mál nr. BN046955 Sweet Hell ehf., Furugrund 76, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og starfrækja húðflúrstofu í verslunarrými (rými 0101) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 12 við Vitastíg. Samþykki eiganda rýmis 0101 í tölvubréfi dags. 16. desember 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
57. Þingvað 61-81 (04.791.201) 201479 Mál nr. BN046990 Uppbygging ehf., Kirkjubrekku 17, 225 Álftanes Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN034426 þannig að á yfirborð útveggja eru settar steinflísar í staðinn fyrir múrklæðningu á hús á lóðinni nr. 61 til 81 við Þingvað. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN046912 Þ11 ehf, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsinu á lóðinni nr. 11 við Þverholt. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Ægisíða 60 (01.545.213) 106497 Mál nr. BN046940 Inga Gröndal, Ægisíða 60, 107 Reykjavík Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, aðallega í kjallara og á rishæð hússins á lóðinni nr. 60 við Ægisíðu. Samningur um sambyggingu og sameign dags. 15. nóvember 1953 og virðingargjörð dags. 15. janúar 1958 fylgja erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
60. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047006 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
61. Hverfisgata 58 (01.172.104) 101442 Mál nr. BN047009 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
62. Hverfisgata 58A (01.172.105) 101443 Mál nr. BN047010 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
63. Hverfisgata 60 (01.172.106) 101444 Mál nr. BN047011 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
64. Hverfisgata 60A (01.172.107) 101445 Mál nr. BN047012 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
65. Laugavegur 41 (01.172.113) 101449 Mál nr. BN047013 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
66. Laugavegur 41A (01.172.114) 101450 Mál nr. BN047014 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
67. Laugavegur 43 (01.172.111) 101447 Mál nr. BN047015 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
68. Laugavegur 43B (01.172.112) 101448 Mál nr. BN047016 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Frakkastígur 8, Hverfisgata 58, Hverfisgata 58A, Hverfisgata 60, Hverfisgata 60A, Laugavegur 41, Laugavegur 41A, Laugavegur 43 og Laugavegur 43B, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 01. 2014. Lóðin Hverfisgata 58 (staðgr. 1.172.104, landnr. 101442) er 207 m², teknir eru 207 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 58A (staðgr. 1.172.105, landnr. 101443) er talin 206,5 m², lóðin reynist 208 m², teknir eru 208 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8 , lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41 (staðgr. 1.172.113, landnr. 101449) er talin 317,6 m², lóðin reynist 321 m², teknir eru 321 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60 (staðgr. 1.172.106, landnr. 101444) er 206 m², teknir eru 206 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Hverfisgata 60A (staðgr. 1.172.107, landnr. 101445) er 256 m² teknir eru 256 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 41A (staðgr. 1.172.114, landnr. 101450) er talin 237,0 m² lóðin reynist 244 m², teknir eru 244 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43 (staðgr. 1.172.111, landnr. 101447) er 186 m², teknir eru 186 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Laugavegur 43B (staðgr. 1.172.112, landnr. 101448) er 382 m², teknir eru 382 m² af lóðinni og bætt við lóðina Frakkastígur 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Frakkastígur 8 (staðgr. 1.172.109, landnr. 101446) er 916 m², bætt er 207 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58, bætt er 208 m² við lóðina frá Hverfisgötu 58A, bætt er 206 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60, bætt er 256 m² við lóðina frá Hverfisgötu 60A, bætt er 321 m² við lóðina frá Laugavegi 41, bætt er 244 m² við lóðina frá Laugavegi 41A, bætt er 186 m² við lóðina frá Laugavegi 43, bætt er 382 m² við lóðina frá Laugavegi 43B og leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.. Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 08. 2013, samþykkt borgarráðs 05. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 18. 11. 2013. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
69. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN046822 Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík Spurt er um og óskað er eftir nýrri umsögn skipulagsfulltrúa vegna nýrrar túlkunar á hlutverki starfsmannahúss sbr. erindi BN046140 við fyrrverandi sjúkrastofnun á Arnarholti. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013 og athugasemda byggingarfulltrúa á fyrirspurnareyðublaði.
70. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN046971 Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II sem sérhæfir sig í sölu á kaffi, safadrykkjum og samlokum á fyrstu hæð hússins nr. 11 við Bankastræti. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnarerindis SN130483 dags. 17. október 2012 fylgir erindinu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
71. Bergstaðastræti 73 (01.196.307) 102674 Mál nr. BN046947 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýja tvöfalda bílgeymslu með tengigangi yfir í einbýlishús á lóð nr. 73 við Bergstaðastræti. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. desember 2013. Jákvætt. Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. desember 2013.
72. Geitland 2-12 1-43 (01.851.101) 108763 Mál nr. BN047008 Andri Vilbergsson, Geitland 8, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að brjóta niður svalahandrið á 1. hæð (jarðhæð) og gera sólpall framan við íbúð 0102 í fjölbýlishúsi nr. 8 á lóð nr. 2-12 1-43 við Geitland. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn á fyrirspurnarblaði.
73. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN046992 BODIA ehf, Barrholti 23, 270 Mosfellsbær Spurt er hvort innrétta megi hótel (gististað í óræðum flokki fyrir 156-190 gesti) sbr. bréf fyrirspyrjanda dags. 23.12. 2013 og staðfestingu eigenda, í núverandi skrifstofuhúsi á lóð nr. 16A við Grensásveg. Jákvætt. Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja skal um byggingarleyfi.
74. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN046972 Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík Spurt er hvort endurbyggja megi þak og breyta í mansardþak eða þak með stærri kvistum á húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er tölvupóstur arkitekts frá 19.12. 2013, bréf arkitekts dags. 17.12. 2013 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5.3. 2013. Frestað. Milli funda.
75. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN046958 Kjartan Sigurbjartsson, Kálfhólar 7, 800 Selfoss Spurt er hvort innrétta megi fimm íbúðir í húsinu á lóð nr. 14 við Hrísateig. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2014. Jákvætt. Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2014.
76. Hverfisgata 82 (01.173.013) 101503 Mál nr. BN046998 Erla Kristín Sigurðardóttir, Móabarð 24, 220 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í húsinu á lóðinni nr. 82 við Hverfisgötu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
77. Kambsvegur 18 (01.354.110) 104278 Mál nr. BN046960 Byggingafélagið Ögur ehf, Kjarrási 6, 210 Garðabær Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunarrými á 1. hæð í tvö íbúðarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Kambsveg. Frestað. Milli funda.
78. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN046966 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja þrjár hæðir (5., 6. og 7. hæð) ofan á Kjörgarðshúsið á lóðinni nr. 59 við Laugaveg. Bréf hönnuðar dags. 13. desember 2013 fylgir erindinu. Nei. Samræmist ekki deiliskipulagi.
79. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN046986 Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í kjallara og gistiheimili á efri hæðum húsanna nr. 6-10 við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:40.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Gunnar Ó. Gunnarsson
Eva Geirsdóttir