Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, mánudaginn 16. desember kl. 09.12 var haldinn 47. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10 (01.11) Mál nr. SN130479
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og sneiðingum Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013.
Reynir Sigurbjörnsson tekur sæti á fundinum kl. 9:50
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltason. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson sátu hjá við afgreiðslu málsins og bókuðu: „Hörpureitur, sem nær frá Lækjartorgi að Hörpu, er eitt allra mikilvægasta og viðkvæmasta byggingarsvæðið í Reykjavík. Uppbyggingarheimildir sem ekki hafa enn verið nýttar á reitnum eru um 65.000 fm en fimm stórar byggingar munu verða einkennandi fyrir svæðið. Til að setja það í samhengi er það meira að flatarmáli en verslunarmiðstöðin Kringlan er í dag. Flestar breytingar sem nú er lagt til að gera á gildandi deiliskipulagi bæta það. Þær snúa m.a. að því að laga skipulagið að þörfum lóðarhafa en stærsta breytingin felst í því að breyta gatnamótum Kalkofnsvegar og Geirsgötu úr Y gatnamótum eins og þau eru í dag í T gatnamót. Sú breyting mun hafa veruleg áhrif á stærðir aðliggjandi lóða á svæðinu. Uppbyggingarheimildir á lóð 2 munu minnka 4.500 fm. og lóð 6 mun stækka. Allt þetta kjörtímabil hafa legið fyrir hugmyndir um að breyta umræddum gatnamótum en því miður hefur tíminn ekki verið nýttur sem skyldi. Nú þegar fyrir liggur að framkvæmdaaðilar eru tilbúnir til að hefja uppbyggingu er fyrst farið að skoða hvaða afleiðingar breytt umferðarskipulag mun hafa á svæðið og til hvers það mun leiða. Núverandi gatnamót virka prýðilega en enga brýna nauðsyn ber til að breyta þeim og síst af öllu í ljósi þeirrar lagalegu óvissu sem breytingunum mun fylgja. Fulltrúar S hafa óskað eftir upplýsingum um það hvaða samskipti hafi átt sér stað á milli lóðarhafa og Reykjavíkurborgar vegna þessara breytinga. Ítrekað hefur verið óskað eftir minnispunktum eða fundargerðum en ekki hefur verið orðið við því. Það bendir til þess að samningaumleitanir hafi ekki borið árangur. Ef dregið er úr heimiluðu byggingarmagni með deiliskipulagi skapar það einum lóðarhafa tjón sem þarf að bæta. Eðlilegt er að borgarlögmaður fari yfir það og hver staða Reykjavíkurborgar verður í því sambandi. Með deiliskipulagsferli sem ekki er betur undirbúið en raun ber vitni eru líkur á að framkvæmdir frestist að óþörfu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu : „Umhverfis- og skipulagsráð fagnar breyttu skipulagi á Austurhafnarreitunum. Mikið hefur verið dregið úr uppbyggingarheimildum; hæðir húsanna hafa verið aðlagaðar betur að umhverfinu og gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu eru í samræmi við gildandi rammaskipulag af svæðinu og samgöngustefnu borgarinnar í aðalskipulaginu 2010-2030. Það skal þó áréttað að byggingarmagn á svæðinu er til komið vegna eldri deiliskipulagsáætlana. Hefði ráðið ekki verið bundið af þeim, má vera ljóst að umfangið hefði orðið smærra í sniðum.“ Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D)Ýmis mál
2. Umhverfis- og skipulagsráð, viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar Mál nr. SN130003
Lögð fram drög að viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar nr. 715/2013 um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa. Samþykkt Vísað til borgarráðs
3. Aðalstræti 7, friðlýsing (01.140.4) Mál nr. SN130492 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 7 við Aðalstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“ Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu: „Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“ 4. Austurstræti 3, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130491 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3 við Austurstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“
5. Austurstræti 4, friðlýsing (01.140.402) Mál nr. SN130490 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Austurstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“
6. Hafnarstræti 4, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130493 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Hafnarstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“
7. Thorvaldsenstræti 2, friðlýsing Mál nr. SN130494 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 2 við Thorvaldsenstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“
8. Vallarstræti 4, friðlýsing (01.140.4) Mál nr. SN130495 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Vallarstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“ Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.“
9. Veltusund 3B, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130489 Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3B við Veltusund. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:„Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar.
Sóley Tómasdóttir og Karl Sigurðsson víka af fundi kl 10:53
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11.05.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir
Óttarr Guðlaugsson