Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 46

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 11. desember kl. 9.13, var haldinn 46. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 6. desember 2013.

2. Hverfisskipulag, Borgarhlutar 06 - Breiðholt, 05 - Háaleiti-Bústaðir og 08 - Grafarvogur Mál nr. US130326 Kynnt skilagögn ráðgjafateymis hverfisskipulags borgarhluta 06 Breiðholt, borgarhluta 05 Háaleiti-Bústaðir og borgarhluta 08 Grafarvogur fyrir 1. áfanga, verkhluta A sem felur í sér að skipta borgarhlutanum í hverfi og hverfiseiningar, meta núverandi ástand í hverfinu samkvæmt Gátlista um mat á visthæfi byggðar og greina núgildandi deiliskipulagsáætlanir og skilmála.

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:16.

Óskar Örn Gunnarsson, Richard Ólafur Briem og Ólöf Kristjánsdóttir ráðgjafateymi borgarhluta 06 Breiðholt kynna. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir fulltrúi ráðgjafateymis borgarhluta 05 Háaleiti- Bústaðir kynnir. Egill Guðmundsson, Þráinn Hauksson og Kristveig Sigurðardóttir ráðgjafateimi borgarhluta 08 Grafarvogur kynna.

Hildur Gunnlaugsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið

3. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10 (01.11) Mál nr. SN130479

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta dags. 9. desember 2013. Sigurður Einarsson arkitekt kynnir tillöguna. Frestað

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Reykjavíkurflugvöllur, endurskoðun deiliskipulags (01.6) Mál nr. SN130234

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að endurskoðun deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 28. nóvember 2013. Einnig er lögð fram greinargerð dags. í nóvember 2013. Halldór Eiríksson arkitekt kynnir Frestað

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi (01.261.4) Mál nr. SN130561 Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Á1 ehf dags. 26. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lágmúla, Háaleitisbraut, Ármúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 1 við Ármúla. Í breytingunni felst að færa spennustöð út úr kjallara og koma henni fyrir norð- austanmegin á lóðinni, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark. dags. 20. nóvember 2013. Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gunnar Sigurðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 13:32, Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.

6. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN130099

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri notkun hússins sem þjónustu-, skrifstofu- og gistihúsi í íbúðarhús eða atvinnurekstur þó ekki hótel eða gistihús, með þjónustu á jarðhæð, stækkun á Borgarbókarsafni Reykjavíkur á suðurhluta lóðarinnar og á öðrum hluta lóðarinnar þjónustu- og verslunarhúsnæði á 1. hæð og möguleika á íbúðum og eða skrifstofum á 2. - 6. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþings dags. 27. nóvember 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 7. Úlfarsbraut 16, breyting á deiliskipulagi (02.698.3) Mál nr. SN130565 Jónas Guðgeir Hauksson, Þorláksgeisli 11, 113 Reykjavík

Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar arkitekts, dags. 28. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 4 vegna lóðarinnar nr. 16 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit skv. uppdrætti Teikning.is, dags. 28. nóvember 2013. Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi (04.112.2) Mál nr. SN130439 Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gullhamra ehf. dags. 13. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Steinars Sigurðssonar ark. dags. 13. september 2013. Grenndarkynning stóð frá 9. október til 6. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Eigendur að Grænlandsleið 17 - 21 dags. 16. október 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Bauganes 40, breyting á deiliskipulagi (01.675) Mál nr. SN130477 Elín Eva Lúðvíksdóttir, Bauganes 40, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa dags. 11. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skildinganes vegna lóðarinnar nr. 40 við Bauganes. Í breytingunni felst hækkun á þaki samkvæmt uppdrætti Andrésar Narfa Andréssyni dags. 8. október 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. október 2013 til og með 15. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Herdís Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason dags. 15. nóvember 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

10. Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 34A og 36 og Grettisgötu 17 (01.172.2) Mál nr. SN130535 Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 15. nóvember 2013 var lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 11. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17, samkvæmt uppdr. Arkþings ódags. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 759 frá 10. desember 2013.

(D) Ýmis mál

12. Umhverfis- og skipulagsráð, viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar Mál nr. SN130003

Lögð fram drög að viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar nr. 715/2013 um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa. Frestað.

13. Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi (01.089.1) Mál nr. SN130290 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 8. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir lagfærðum gögnum áður en erindi er birt í B-deild Stjórnartíðinda. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lagðir fram lagfærðir uppdrættir dags. 29. nóvember 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2013. Samþykkt

Margrét Þormar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Orkuveita Reykjavíkur, spennistöðvar, kynning Mál nr. SN130524 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Kynnt málefni spennistöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Kynnt.

Margrét Þormar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Útilistaverk, bókun menningar- og ferðmálaráðs Mál nr. SN130538

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 6. nóvember 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október 2013 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun útilistaverka í eystri hluta borgarinnar: "Menningar- og ferðmálaráð telur það fagnaðarefni að komin sé þverpólitísk samstaða um að list í nærumhverfi íbúa skiptir verulega miklu máli. Í nýsamþykktu aðalskipulagi segir að auka skuli veg listarinnar í daglegu lífi fólks í borgarskipulaginu.Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau sjónarmið enda er það eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar að ásýnd borgarinnar endurspegli skapandi hugsun. Telur menningar- og ferðmálaráð því mikil tækifæri fólgin í að leggja áherslu á listina í hverfiskipulaginu sem nú er í vinnslu. Ef greindar eru tölur yfir þau 144 listaverk sem borgina prýða má sjá að að meðaltali eru um 3-5 listaverk í hverju hverfi borgarinnar, að undanskildum miðbænum. Í hverfum 105 og 104 eru tölurnar hærri, 105 sökum þess að þar er að finna Ásmundarsafn og 104 þar sem talsvert er af útilistaverkum í Grasagarðinum. Ákveðin sérsjónarmið gilda um miðbæinn líkt og miðbæ hverrar borgar, sem er hjarta höfuðborgarinnar, megináfangastaður borgarbúa og þeirra innlendu og erlendu gesta sem hana sækja. Stefna borgarinnar hefur verið að fjölga útilistaverkum utan miðborgarinnar svo sem tvö ný verk í Breiðholti og sextán verk í Hallsteinsgarði í Grafarvogi bera vitni um. Jafnframt hefur sviðsstjóra og safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur verið falið að kanna hvaða möguleika við stefnumótun um list í opinberu rými felast samstarfi við umhverfis- og skipulagsráð í tengslum við yfirstandandi vinnu við Hverfaskipulag." Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013 samþykkt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu Mál nr. SN130570

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem var samþykkt á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að gerð verði greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu á þéttingarsvæðum og tryggt að innviðir beri fjölgun íbúa. Nauðsynlegt er að innviðir grunnþjónustu nái að sinna aukinni þéttingu á tímabilinu. Gera verður áætlanir um breytingar eða viðbætur, t.d. hvað varðar leikskóla, skóla, frístundir og heilsugæslu, í takt við aukinn íbúafjölda á þéttustu svæðunum. Ekki liggur fyrir slík áætlun og því er lagt til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að kortleggja þörf fyrir þjónustu og útfæra framkvæmdaáætlun í samstarfi við önnur svið eftir þörfum." Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur

17. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, bílastæðaréttindi íbúa Mál nr. SN130571

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að borgin gæti bílastæðaréttinda núverandi íbúa. Áður en farið er í framkvæmdir við þéttingu í afmörkuðum hverfum er brýnt að borgin gæti að hagsmunum þeirra íbúa og fyrirtækja sem fyrir eru. Nauðsynlegt er að fara í sérstaka skoðun og mótun aðgerða til að tryggja að þeir sem eiga réttmæta kröfu um að fá ekki skerta aðkomu að bílastæðum og hafa greitt gjöld vegna þess fái að njóta þeirra réttinda framyfir þá sem gera það ekki í sama mæli. Sérstaklega verði skoðað hvernig hægt er að nota gjaldskyldu, íbúakort eða önnur slík kerfi til þess. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að útfæra leiðir til að gera aðgerðaáætlun um hvernig hægt er að gæta þessara réttinda áður en framkvæmdir hefjast í viðkomandi þéttingarreitum." Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 15:06

18. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2013.

19. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í október og nóvember 2013.

20. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN130456

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 varðandi samþykkt borgarstjórnar 26. s.m. á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130 við aðra umræðu.

21. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131. Lögð var fram tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins. Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

22. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Vesturbugtar, gamla höfnin.

23. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, tillaga um að falla frá stokklausn við Mýrargötu.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 15.15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir Torfi Hjartarson Marta Guðjónsdóttir Óttarr Guðlaugsson   Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 10. desember kl. 10.43 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 759. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Erna Hrönn Geirsdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 23 (01.432.204) 105235 Mál nr. BN046853 Álfheimar 23,húsfélag, Álfheimum 23, 104 Reykjavík Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri breytingu á uppbyggingu þaks á fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Álfheima. Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN046911 Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi gistiheimilis á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Gjald kr. 9.000) Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN046909 Landfestar ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík Kaffiveröld ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi veitingahúss í notkunarflokki II, koma fyrir trépalli á suðurhlið, fækka bílastæðum um þrjú og breyta aðkomu að húsinu nr. 21A á lóðinni nr. 21 -21A við Borgartún. Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 8. október 2013 fylgir erindinu. Á verönd eru sýnd sjö borð með sætum fyrir 22 gesti. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bólstaðarhlíð 47 (01.271.201) 186659 Mál nr. BN046934 Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu eingöngu og flutning á færanlegum kennslustofum á lóðinni nr. 47 við Bólstaðarhlíð sbr. erindi BN046878. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

5. Brekkugerði 26 (01.804.304) 107744 Mál nr. BN046887 Þórhildur Líndal, Brekkugerði 26, 108 Reykjavík Eiríkur Tómasson, Brekkugerði 26, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu með teikningum af húsinu á lóðinni nr. 26 við Brekkugerði. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bræðraborgarstígur 1 (01.135.001) 100423 Mál nr. BN046919 HD verk ehf., Bræðraborgarstíg 1, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti á fyrstu hæð atvinnu- og íbúðahússins á lóðinni nr. 1 við Bræðraborgarstíg. Umsækjandi er eigandi að öllu húsinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN046915 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að stækka millipall í matshluta 08 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Bæjarháls. Brunahönnunarskýrsla dags. 3. desember 2013 fylgir. Stækkun millipalls: 134,4 ferm. Gjald kr. 9.000 kr. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Efstaleiti 9 (01.745.102) 176595 Mál nr. BN046914 Rauði krossinn á Íslandi, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og glugga á útvegg hússins á lóðinni nr. 9 við Efstaleiti. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN046918 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet sem samanstendur af loftnetssúlu, RRU búnaði á vegg og sendiskáp í tæknirými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6-10 við Eggertsgötu. Meðfylgjandi er samþykki Félagsstofnunar stúdenta dags. 25. nóvember 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Einarsnes 60 (01.673.014) 188232 Mál nr. BN046526 Arngunnur H. Sigurþórsdóttir, Einarsnes 60, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með vegg úr steinsteypu að lóðarmörkum en að öðru leyti úr timbri, klæddum að utan með lóðréttri bárujárnsklæðningu á lóð nr. 60 við Einarsnes. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2013. Stærð: 28 ferm. 81,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fellsmúli 26 farsímaloftnet (01.297.101) 103858 Mál nr. BN046787 Húsfélagið Fellsmúla 26, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á mastri og annan sendibúnað innandyra í tæknirými í húsi á lóð nr. 26 við Fellsmúla. Meðfylgjandi er samkomulag Símans og Húsfélagsins Fellsmúla 26, dags. 9.10. 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Funahöfði 13 (04.060.103) 110584 Mál nr. BN046807 Iceland Excursions Allraha ehf., Klettagörðum 4, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að skipta húsi í fjóra eignarhluta og koma fyrir stafsmannaðstöðu í rými 0102. Jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í húsinu á lóðinni nr. 13 við Funahöfða Bréf frá hönnuði dags. 22. nóv. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

13. Grensásvegur 44-48 (01.802.508) 107714 Mál nr. BN044416 Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta matvöruverslun 10-11, einnig er gerð grein fyrir áður gerðri stækkun viðbyggingar á bakhlið húss nr. 46 á lóð nr. 44-48 við Grensásveg. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda (ódags.) og bréf arkitekts dags. 1. júlí 2013. Stækkun 15,4 ferm., 44,7 rúmm. Gjald kr. 8.500 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

14. Haukdælabraut 98 (05.114.103) 214818 Mál nr. BN046517 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð klætt ljósum steinflísum á lóð nr. 98 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu. Stærð: Íbúð 193,7 ferm., bílgeymsla 63,3 ferm. Samtals 256,9 ferm., 1.226,8 rúmm. B-rými 23,5 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningartöflu.

15. Holtavegur 32 (01.393.---) 176082 Mál nr. BN046925 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja niður tvö færanleg hús, H-1 frá geymslu á Stórhöfða og hús frá Mururima 2, sem tengjast saman með tengigöngum og eru tengd við M-hús sem fyrir er á staðnum og hýsa frístundaheimili fyrir börn úr Langholtsskóla, húsunum er lítillega breytt og eru á lóð nr. 32 við Holtaveg. Stærðir: M-hús 121,4 ferm., 340 rúmm., fata- og skógeymsla 23,1 ferm., 54,3 rúmm., útiskemma/verkstæði 25,8 ferm., 87 rúmm., tengigangur 2,6 ferm., 7,2 rúmm., H-1 frá Stórhöfða 108,5 ferm., 358,1 rúmm., hús frá Mururima 2 54 ferm., 167 rúmm., tengigangur 5,6 ferm., 15,4 rúmm., Samtals: 341,6 ferm., 1.029 rúmm. Samtals stækkun 170,7 ferm., 547,7 rúmm. Gjöld 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Hringbraut 29-31 (01.600.201) 218918 Mál nr. BN046852 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að einangra og múra að utan, án útlitsbreytinga, og jafnframt að endurnýja og breyta innra fyrirkomulagi í Gamla Garði á lóð nr. 29 við Hringbraut. Umsögn burðarvirkishönnuðar um burðarvegg sem verður fjarlægður í kjallara dags. 19. okt. 2013 og um ástand útiveggja sem á að klæða dags. 6. des. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN046886 Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III teg. A fyrir 130 gesti í húsi á lóð nr. 12 við Hverfisgötu. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2013 (vegna fyrirspurnarerindis BN046792) fylgir erindinu ásamt yfirlýsingu hönnuðar um hljóðvist dags. 9. desember 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN046916 D-1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að sameina tvö fundaherbergi í eitt á fimmtu hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Kirkjusand. Sbr. erindi BN046346. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugarásvegur 3 (01.380.105) 104730 Mál nr. BN046906 Snorri Freyr Fairweather, Hrísateigur 12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka "ósamþykkta íbúð" í kjallara en minnka jafnframt sameignarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Laugarásveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Laugarásvegur 62 (01.385.106) 104928 Mál nr. BN046908 Sigurður Baldursson, Laugarásvegur 62, 104 Reykjavík Kristín Bernharðsdóttir, Laugarásvegur 62, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og til að innrétta geymslu í sökkulrými norðvestan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 62 við Laugarásveg. Stækkun: 29,3 ferm., 60 rúmm. Gjald 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN046499 Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum sbr. erindi BN044664 v/lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir breyttu innra skipulagi og breytingum á brunahólfun í íbúðar- og atvinnuhúsi nr. 40 á lóð nr. 40-40A við Laugaveg. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN046870 L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða viðbyggingu, sjá erindi BN046683, og innrétta 32 hótelherbergi fyrir 64 gesti á fjórum hæðum á bakhlið hótels á lóð nr. 66-68 við Laugaveg. Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 5. desember 2013. Stærð viðbyggingar: 1. hæð 326 ferm., 2. og 3. hæð 284,7 ferm., 4. hæð 185,1 ferm. Stækkun: 1.038,2 ferm., 3.536,1 Greiða skal fyrir 36,7 bílastæði í flokki II. Samtals Laugavegur 66-68 verður: 2.908,1 ferm., 9.990,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN046928 L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að grafa fyrir væntanlegu bakhúsi Laugavegs 66-68 og fleyga klöpp þar sem þess reynist þörf til að taka lóðina í hæð á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna eigi síðar en við lokaúttekt. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

24. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN046907 Hugleiðir ehf., Hlíðasmára 14, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhæð í íbúð sbr. fyrirspurn BN045977 á 2. hæð, rýmisnúmer 0201, í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 17.5. 2011. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lokastígur 20 (01.181.303) 101773 Mál nr. BN046873 Þóra Hjörleifsdóttir, Lokastígur 20, 101 Reykjavík Herjólfur Guðbjartsson, Noregur, Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu vegna gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 20 við Lokastíg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN046917 Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að taka í notkun nýtt rými 0203 þannig að komið verður fyrir ??? í húsinu á lóð nr. 4 við Lyngháls. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Miklabraut 100 (01.720.201) 107286 Mál nr. BN046780 S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi bensínstöðvar á lóð nr. 100 við Miklubraut. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28. Njörvasund 12 (01.413.001) 105065 Mál nr. BN046921 Birna Hafstein, Njörvasund 12, 104 Reykjavík Rúnar Guðbrandsson, Njörvasund 12, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að afmarka sérafnotaflöt á lóð fyrir íbúð 0101 á fyrstu hæð tvíbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Njörvasund. Samþykki eigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN046910 Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja hjólageymslu úr timbri með stálburðarvirki á steyptri plötu vestan við skrifstofuhús á lóð nr. 2 við Ofanleiti. Stærð: 118,6 ferm., 330,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN046900 Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi í kjallara og sameina tvær íbúðir í eina íbúð á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Óðinsgötu. Eftir breytinguna verða þrjár samþykktar íbúðir í húsinu í stað fjögurra. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN046635 Sögn ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta fundaherbergi og skrifstofum á fjórðu hæð húss (matshl. 02) á lóð nr. 2 við Seljaveg. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046850 Landleiðir ehf., Akralind 4, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að breyta byggingarlýsingu og leiðrétta flokk gistiskála þannig að skálinn verði í flokki V á lóðinni nr. 10 við Skógarhlíð. Kaffihús í flokki II er rekið í tengslum við gistiskálann. Sjá einnig erindi BN045524 og BN046509. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN046564 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga hótels á Hljómalindarreit, mhl. 01 sem er fimm hæða steinsteypt hús með 55 herbergjum og móttöku og mhl. 02 sem er einnar hæðar bílgeymslukjallari fyrir 25 bíla á lóð nr. 4 við Smiðjustíg. Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna frá Eflu dags. 6. september 2013, greinargerð um hljóðvist dags. í október 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013. Stærð mhl. 01: 1. hæð 326,5 ferm., 2. hæð 440,2 ferm., 3. og 4. hæð 492,8 ferm. og 5. hæð 349,5 ferm. Samtals: 2.106,7 ferm., 7.456,2 rúmm. B-rými 162 ferm. Mhl. 02: 678,4 ferm., 2.482,9 rúmm. Greiða skal fyrir 4 bílastæði í flokki II. Gjald 9.000 Frestað. Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

34. Sóleyjarimi 13 (02.536.104) 199445 Mál nr. BN046904 Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með 10 íbúðum á tveim hæðum, með kjallara að hluta, með flötu þaki, einangrað og klætt málm- og timburklæðningu á lóð nr. 13 við Sóleyjarrima. Stærð: Kjallari 133,2 ferm., 1. hæð 695,4 ferm., 2. hæð 695,4 ferm. Samtals 1.524 ferm., 4.614,9 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN046744 Mánatún 3-5,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli við allar íbúðirnar 40 á annari til sjöundu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Mánatún. Stærðir samtals 1.020,1 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN046926 Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki á þegar byggðri skemmu úr stálgrind klæddu báruáli, mhl. 07, á lóðarhluta lóðarinnar Stórhöfða 34-40. Stærðir: 662,6 ferm., 4.770 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Gera skal grein fyrir tilurð húss.

37. Tangabryggja 14-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN046913 Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulag atvinnuhúsnæðis á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 14-16 við Tangabryggju. Sjá einnig erindi BN045775. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38. Tjarnargata 4 (01.141.006) 100879 Mál nr. BN046871 Húseignin Steindórsprent ehf., Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í rými 0402 á fjórðu hæð í skrifstofuhúsi á lóðinni nr. 4 við Tjarnargötu. Gjald kr. 9.000. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Urðarstígur 8 (01.186.005) 102216 Mál nr. BN046804 Lyubomyra Petruk, Urðarstígur 8a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka grunnflöt til austurs, dýpka kjallara, byggja hæð og rishæð og svalir á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Urðarstíg. Stærðir: kjallari 66,5 ferm., 1. hæð 63,6 ferm., 2. hæð 63,6 ferm., þakhæð 57,0 ferm., Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2013.Samtals 250,7 ferm. A rými, B og C rými samtals 28,8 ferm. 656,2 rúmm. samtals. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN046912 Þ11 ehf, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsinu á lóðinni nr. 11 við Þverholt. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

41. Bólstaðarhlíð 47 (01.271.201) 186659 Mál nr. BN046927 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 26. nóvember 2013 var lögð fram svohljóðandi umsókn: Sótt er um leyfi til að setja upp tvær færanlegar kennslustofur K-22 og K-47 með tengigangi T-15 sem allt kemur úr Breiðagerðisskóla við Háteigsskóla á lóð nr. 47 við Bólstaðarhlíð. Stærðir: K-22: 62,7 ferm., 198,4 rúmm. K-47: 62,7 ferm., 198,4 rúmm., T-15: 11,5 ferm., 33,0 rúmm. Samtals: 136,9 ferm., 429,8 rúmm. En á að vera: Sótt er um leyfi til að setja upp tvær færanlegar kennslustofur K-22 og K-47 með tengigangi T-15 sem allt kemur úr Breiðholtsskóla við Háteigsskóla á lóð nr. 47 við Bólstaðarhlíð. Stærðir: K-22: 62,7 ferm., 198,4 rúmm. K-47: 62,7 ferm., 198,4 rúmm., T-15: 11,5 ferm., 33,0 rúmm. Samtals: 136,9 ferm., 429,8 rúmm.

42. Síðumúli 30 (01.295.203) 103842 Mál nr. BN046931 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti staðgreinir 1.295.2 vegna lóðanna Síðumúla 30 (staðgr. 1.295.203, landnr. 103842) og Síðumúla 32 (staðgr. 1.295.202, landnr. 103841) en viðbótartexta er nú bætt inná lóðirnar vegna samnýtingar á lóðunum, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 04.12. 2013. Athugasemd; byggingarfulltrúi samþykkti þann 03.12.2013 Lóðauppdrátt, dags. 26.11.2013 af þessu svæði hér. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

43. Síðumúli 32 (01.295.202) 103841 Mál nr. BN046932 Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti staðgreinir 1.295.2 vegna lóðanna Síðumúla 30 (staðgr. 1.295.203, landnr. 103842) og Síðumúla 32 (staðgr. 1.295.202, landnr. 103841) en viðbótartexta er nú bætt inná lóðirnar vegna samnýtingar á lóðunum, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 04.12. 2013. Athugasemd; byggingarfulltrúi samþykkti þann 03.12.2013 Lóðauppdrátt, dags. 26.11.2013 af þessu svæði hér. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

44. Blómvallagata 2 (01.160.208) 101156 Mál nr. BN046881 Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Blómvallagata 2, 101 Reykjavík Þröstur Þór Höskuldsson, Blómvallagata 2, 101 Reykjavík Spurt hvort leyft yrði að byggja upp að útvegg Sólvallagötu 12 vinnustofu við núverandi bílskúr hússins á lóð nr. 2 við Blómvallagötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2013.

45. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN046726 Fjórir viðburðir ehf, Langholtsvegi 94, 104 Reykjavík Brekknaás 9 ehf., Þinghólsbraut 69, 200 Kópavogur Spurt er hvort leyft yrði að byggja 30 hesta hús og litla reiðskemmu til reiðkennslu á lóð nr. 9 við Brekknaás. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagfulltrúa dags. 5. desember 2013.

46. Deildarás 4 (04.372.002) 111290 Mál nr. BN046920 Óskar Sesar Reykdalsson, Þingvað 9, 110 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að útbúa séríbúð á jarðhæð einbýlishússins nr. 4 við Deildarás. Um er að ræða íbúð fyrir fatlaðan einstakling. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Dofraborgir 12-18 (02.344.502) 174348 Mál nr. BN046817 Sveinn Ingvarsson, Dofraborgir 12, 112 Reykjavík Spurt er hvort byggja megi hæð úr timbri með hallandi þaki út frá kvisti ofan á bílskýli við hús nr. 10 í raðhúsalengjunni á lóð nr. 12 - 18 við Dofraborgir. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2013.

48. Dúfnahólar 2-6 (04.642.001) 111906 Mál nr. BN046905 Ármann Birgisson, Dúfnahólar 2, 111 Reykjavík Spurt er hvort saga megi 20/55 cm gat í hæðinni 150 cm frá gólfi á steyptan burðarvegg milli geymslugangs og sorpgeymslu í kjallara fjölbýlishúss nr. 2 á lóð nr. 2-4 við Dúfnahóla. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja skal um byggingarleyfi.

49. Freyjugata 1 (01.184.215) 102037 Mál nr. BN046901 Þórir Helgi Bergsson, Freyjugata 1, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja fiskbúð á fyrstu hæð verslunar- og íbúðahússins á lóðinni nr. 1 við Freyjugötu. Jákvætt. Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja skal um byggingarleyfi.

50. Hverafold 49 (02.866.004) 110280 Mál nr. BN046903 Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík Brynja Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík Spurt er um samþykki á stærðarútreikningum og nýtingu parhússins nr. 49 og 49a sbr. bréf arkitekts dags. 2. desember 2013 á lóðinni nr. 49 við Hverafold. Frestað. Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

51. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN046862 Byggingafélagið Landsbyggð ehf, Vatnsendabletti 721, 203 Kópavogur Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistirými í eign 0201 sem skráð er iðnaðarhúsnæði á annarri hæð atvinnu- og íbúðahússins á lóðinni nr. 56 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2013. Frestað. Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2013.

52. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN046797 Einar Lúthersson, Hæðargarður 29, 108 Reykjavík Spurt er hverjir megi nýta byggingaréttinn á fimm óbyggðum bílskúrum á lóð nr.29 við Hæðargarð. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. nóvember 2013 fylgir erindinu. Afgreitt Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. Nóvember 2013.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12.20.

Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Hrönn Geirsdóttir Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir