Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 44

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 09:10, var haldinn 44. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Sverrir Bollason, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál 1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. nóvember 2013.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN130456

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í júlí 2013 . Tillagan samanstendur af eftirfarandi gögnum: Greinargerð A: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: meginmarkmið og framtíðarsýn, tillaga dags. júlí 2013. Greinargerð B: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: skipulag borgarhluta, nánari lýsing stefnu og leiðbeinandi markmið um þróun og uppbyggingu í borgarhlutunum, tillaga dags. júlí 2013. Umhverfisskýrsla, dags. júlí 2013, uppfærð nóvember 2013. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: fylgiskjöl C-hluti, dags. júlí 2013, uppfært nóvember 2013. Þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:30.000, tillaga dags. júlí 2013, uppfært nóvember 2013. Sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000, tillaga dags. júlí 2013, uppfært nóvember 2013.. Lögð fram umsögn um athugasemdir og umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu, dags. 11./18. nóvember 2013 ásamt lista yfir breytingar og lagfæringar á skipulagsgögnum, dags. 15. /18. nóvember 2013. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum á auglýsingatíma: Vegagerð ríkisins, dags. 18. september 2013, Innanríkisráðuneytið, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 19. september 2013, Samgöngustofa, dags. 20. september 2013, Isavia dags. 20. september 2013, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 11. september 2013 og 20. september 2013, Minjastofnun Íslands, dags. 19. september 2013, Umhverfisstofnun, dags. 19. september 2013 og 4. október 2013, og Veðurstofan, dags. 27. september 2013 og 7. nóvember 2013. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Reynir Kristinsson, ásamt breytingartillögum, dags. 13. ágúst 2013, Landbakki, Ingi Guðmundsson, dags. 14. ágúst 2013, Guðbrandur Magnússon og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir dags. 21. ágúst 2013, Benedikt Geirsson, dags. 23. ágúst 2013, Lilja U. Óskarsdóttir, dags. 25. ágúst 2013, Gauti Kjartan Gíslason, dags. 26. ágúst 2013, bréf Hvalfjarðarsveitar, dags, 26. ágúst 2013, umsögn/bókun Hverfisráðs Miðborgar dags. 22. ágúst 2013, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. ágúst 2013,ábending Esjustofu, Pjetur Árnason, dags. 28. ágúst 2013, Þorsteinn Kúld, dags. 29. ágúst 2013, ábending Braga Bergssonar, dags. 4. september 2013, ábending Massimo Santanicchia, dags. 9. september 2013, bókun og athugasemd sveitarstjórnar Hrunamannahrepps, dags. 6. september 2013, Ísleifur Gíslason, dags. 10. september 2013, Svavar Stefánsson, dags. 10. september 2013, Ásta Aðalsteins, dags. 10. september 2013, Landbúnaðarháskóli Íslands, Ágúst Sigurðsson dags. 10. september 2013, FSBP2 ehf, Sveinn Hreinsson, dags. 10. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Akureyrar dags. 5. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Fljótsdalshéraðs dags. 5. september 2013, bókun og athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 11. september 2013, Páll T. Jörundsson og Inga.I.S. Vilhjálmsdóttir, dags. 11. september 2013, Jón Óli Ólafsson og Ingibjörg J. Helgadóttir, dags. 11. september 2013, ByggáBIRK, dags. 12. september 2013, Vignir Rafn Gíslason og Laufey Björk Þorsteinsdóttir, dags. 12. september 2013, Björn Arnar, dags. 12. september 2013, Sigmundur Andrésson, dags. 12. september 2013, Alfhild Nielsen, dags. 12. september 2013, Sigurður Ingimarsson, dags. 12. september 2013, íbúar að Seiðakvísl 43, dags. 12. september 2013, Edward H. Finnsson, dags. 12. september 2013, Júlíus Björn Þórólfsson, dags. 12. september 2013, Helgi Rafnsson, dags. 12. september 2013, bókun og athugasemd hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 12. september 2013, Sigurður Ásgeirsson, dags. 12. september 2013, Bjarni Bærings, dags. 13. september 2013, Kvótasalan ehf. dags. 13. september 2013, Landbakki ehf, dags. 13. september 2013, Hafsteinn Linnet, dags. 13. september 2013, athugasemd og bókun Kópavogsbæjar dags. 13. september 2013, Jón Leví, dags. 13. september 2013, Anna Snjólaug Arnardóttir, dags. 13. september 2013, Ægir Wessman, dags. 15. september 2013, Hestamannfélagið Sprettur, reiðveganefnd, dags. 15. september 2013 og Hestamannafélagið Sprettur stjórn, dags. 15. september 2013, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 15. september 2013, Hestamannafélagið Hörður, reiðveganefnd, dags. 16. september 2013, Erling Jóhannesson, dags. 16. september 2013, Örn Karlsson, dags. 16. september 2013, Íslenska flugsögufélagið, dags. 16. september 2013, Þorsteinn Kristleifsson dags. 16. september 2013, Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndarinnar Harðar í Mosfellsbæ dags. 16. september 2013, Emil Ágústsson mótt. 16. ágúst 2013, Kristján Árnason dags. 16. september 2013, Kristján Árnason, dags. 16. september 2013, bókun og athugasemdir Bláskógarbyggðar dags. 17. september 2013, Siglingarsamband Íslands dags. 17. september 2013, Stefanía Þorgeirsdóttir f.h. starfsmanna tilraunastöðvarinnar á Keldum dags. 17. september 2013, Anna Ósk Kolbeinsdóttir og Hjalti Skúlason dags. 17. september 2013, Guðmundur Sigurðsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir, dags. 17. september 2013, íbúasamtökin Betra Breiðholt, dags. 17. september 2013, Elísabet Kristinsdóttir, dags. 17. september 2013, bókun og athugsemdir Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 17. september 2013, Reitir fasteignafélag, dags. 18. september 2013, Snædís Gunnlaugsdóttir hdl. f.h. eig. Hofslands 1, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, Jón Sveinbjörnsson, dag. 18. september 2013, Leifur Magnússon, dags. 18. september 2013, eigendur Hjarðarness, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, eigandi Tindstaða Haukur Óskarsson, dags. 18. september 2013, eigandi Skrauthóla Sigurður Antonsson, dags. 18. september 2013, Arnar Þór Emilsson, dags. 18. september 2013, Knattspyrnufélagið Fram, dags. 18. september 2013, Gunnar Ólafsson, dags. 19. september 2013, Tilraunastöð HÍ að Keldum ásamt samningi, dags. 19. september 2013, Anna Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 19. september 2013, Flugklúbburinn Þytur, dags. 19. september 2013, Halldór Frímannsson, dags. 19. september 2013, Garðaflug ehf, dags. 19. september 2013, Stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík, dags. 19. september 2013, bókun og athugasemdir skipulags- og byggingaráðs Hafnafjarðar dags. 19. september 2013, Fylkir ehf., dags. 19. september 2013, Kristján Guðmundsson, dags. 19. september 2013, Brynjólfur Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Siglingafélagið Brokey, dags. 19. september 2013, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 19. september 2013, Samtök ferðaþjónustunnar, dags. 19. september 2013, Skildingar ehf. dags. 19. september 2013, Stólpar ehf., dags. 19. september 2013, Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Skólaráð Sæmundarskóla, dags. 19. september 2013, Knattspyrnufélagið Þróttur, dags. 19. september 2013, Hverfisráð Kjalarness, dags. 19. september 2013, Íþróttafélög í Laugardal, dags. 19. september 2013, Áslaug Skeggjadóttir, dags. 19. september 2013, Icelandair Group, dags. 19. september 2013, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 19. september 2013, Ingibjörg Svavarsdóttir, dags. 19. september 2013, Andrea Þormar og Atli Már Jósafatsson, dags. 19. september 2013, Sigurlína Magnúsdóttir, dags. 19. september 2013, Berglind Aðalsteinsdóttir, dags. 19. september 2013, Ólafur G. Flóvens, dags. 19. september 2013, Bergþóra Kristinsdóttir, dags. 19. september 2013, Íbúasamtök Grafarholts, dags. 19. september 2013, Sigurbjörn Hjaltason, dags. 19. september 2013, Flugmálafélag Íslands, dags. 19. september 2013, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 20. september 2013, Árni Jón Sigfússon, dags. 20. september 2013, Siglingafélagið Ýmir og Siglingaf. Reykjavíkur Brokey, dags. 20. september 2013, íbúasamtök Úlfarsárdals, 2 bréf, dags. 20. september 2013, Vogabyggð 2 bréf, dags. 20. september 2013, Olíudreifing ehf. dags. 20. september 2013, Landsbyggðin lifi, dags. 20. september 2013, Vilhjálmur Baldursson, dags. 20. september 2013, Kári Guðbrandsson og Sigrún Sigurpálsdóttir, dags. 20. september 2013, bókun og athugasemdir sameiginlegrar skipulagsnefndar uppsveita BS, dags. 20. september 2013, Iceland Aviation ehf., dags. 20. september 2013, Þyrlufélagið ehf. dags. 20. september 2013, Vegagerðin, dags. 28 . september 2013, bókun og athugasemdir sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Skotíþróttasamband Íslands, dags. 20. september 2013, Orkuveita Reykjavikur, dags. 20. september 2013, Júdósamband Íslands, dags. 20. september 2013, Landspítali Háskólasjúkrahús, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 20. september 2013, íbúar við Rafstöðvarveg, 29 aðilar, dags. 20. september 2013, Akstursíþróttasamband Ísl. dags. 20. september 2013, Bolli Héðinsson, dags. 20. september 2013, Körfuknattleikssamband Íslands, dags. 20. september 2013, Prýðifélagið Skjöldur, dags. 20. september 2013, Þórður Gíslason og Guðrún Árnadóttir, dags. 20. september 2013, Daníel Friðriksson, dags. 20. september 2013, Björgun ehf, dags. 20. september 2013, Eimskip, dags. 19. september, undirskriftalisti 121 íbúa í Húsahverfi, mótt. 20. september, Björn Kristinsson, dags. 20. september 2013, Lex lögmenn f.h. eig. Stóru Skóga dags. 20. september 2013, Dansíþróttasamband Íslands dags. 20. september 2013, Samtök atvinnul.ferðaþj.iðnaðar og verslunar dags. 20. september 2013, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 20. september 2013, Hestamannafélagið Fákur, dags. 20. september 2013, Kraftlyftingasambands Íslands, dags. 20. september 2013, dags. 20. september 2013, Kristbjörg Hjaltadóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Grafarvogsdags, dags. 20. september 2013, Gunnlaugur Briem, dags. 20. september 2013, Jónas Bjarnason, dags. 20. september 2013, Egill Guðmundsson, dags. 20. september 2013, Innanríkisráðuneytið, dags. 20. september 2013, Klasi ehf og Elliðaárvogur ehf, dags. 20. september 2013, Magnús K. Bergmann og Drífa Magnúsdóttir, dags. 20. september 2013, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigurjón Sindrason, Helga Björnsson, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Kristinn Bjarnason, dags. 20. september 2013, Samtök um betri byggð ásamt 9 viðhengjum, dags. 20. september 2013, Bergljót Rist, dags. 20. september 2013, Rut Agnarsdóttir, dags. 20. september 2013, Ólafur Magnússon og Íris Baldursdóttir, dags. 20. september 2013, Helena Bergmann og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dags. 20. september 2013, eig. Hrafnhóla Kjalarnesi ásamt viðhengi dags. 20. september 2013, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Laugardals, dags. 20. september 2013, Stúdentaráð Háskóla Íslands, dags. 20. september 2013, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Félag Ísl. einkaflugmanna, dags. 20. september 2013, Svandís Kjartansd. Gísli Einarss. Guðmundur Einarss., dags. 20. september 2013, Svifflugfélag Íslands 2 viðhengi, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Björgúlfur Thorsteinsson og Elsa Guðmundsdóttir, dags. 20. september 2013, Hanna Björk Kristinsdóttir, dags. 20. september 2013, Inga M. Friðriksdóttir, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, dags. 20. september 2013, Inga Dagfinnsdóttir, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 20. september 2013, Þóra Andrésdóttir, dags. 20. september 2013, Ingimundur Stefánsson, dags. 20. september 2013, Helga Bragadóttir ráðgj.hópur Hlíða, dags. 20. september 2013, Knattspyrnufélagið Víkingur, dags. 20. september 2013, Gísli Gestsson, dags. 21. september 2013, Ólafur Viðarsson, dags. 21. september 2013, Landssamtök hjólreiðamanna , 21. september 2013, Tennissamband Íslands, 23. september 2013, 17 íbúar við Rafstöðvarveg, dags. 23. september 2013, Íþróttasamband fatlaðra, dags. 23. september 2013, Skildingar ehf, dags. 23. september 2013,Hvalfjarðarsveit dags. 23. september 2013 og Andrés Andrésson dags. 23. september 2013. Einnig lagðar fram undirskriftir sem safnað var á vefsvæðinu lending.is. Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags kynnti. Gert var fundarhlé kl 9:55 Fundur hófst að nýju kl. 11:15

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu „Skipulagið lýsir þröngsýnum viðhorfum þar sem val um búsetuform er takmarkað og fjölbreytileiki borgarinnar er kæfður niður. Flestum borgarbúum er ætlað að búa eins – á þéttingarreitum í vesturborginni. Verði skipulagið samþykkt munu ungar fjölskyldur í ríkara mæli leita til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu enda er með þessu skipulagi ekki verið að skapa þeim aðstæður til að hefja sinn búskap í borginni. Reynslan sýnir að barnafjölskyldur eru ekki kaupendur íbúða á þéttingarreitum þar sem lóðarverð er hátt og íbúðir eru óhjákvæmilega dýrar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði styðja þéttingu byggðar þar sem því verður við komið en farsæl skipulagsvinna sem styður við eðlilega borgarþróun byggist á að svara ólíkum óskum íbúa og atvinnulífs. Á öllu skipulagstímabilinu er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu í nýju eða nýlegu hverfi í útjaðri borgarinnar en þau hverfi hafa í áranna rás verið eftirsóttustu byggingarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu. Framtíð Reykjavíkur byggir á því að skapa ungu fólki tækifæri og aðstæður til uppbyggingar. Úthverfum er lýst sem meinsemd sem verður að stöðva eftir „áratugalanga gegndarlausa útþenslu“. Aðalskipulagið mun leiða til enn meiri dreifingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað þéttingar byggðar í borginni eins og að er stefnt.Í nýju aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að einbýlishús rísi í Reykjavík fram til ársins 2030. Það þýðir ekki að einbýlishús verði ekki byggð á þessu tímabili. Þau munu bara ekki rísa í höfuðborginni. 74% borgarbúa á aldrinum 30-50 ára vilja búa í einbýlishúsum, skv. nýlegri búsetukönnun.Samgöngukafli aðalskipulagsins byggir á samningi ríkis og borgar sem felur í sér að horfið verði frá framkvæmdum við samgöngumannvirki næstu 10 árin. Með aðalskipulaginu eru felld út mislæg gatnamót og önnur mannvirki sem tengjast umferðarlausnum. Þetta er gert í þeim sama anda og unnið hefur verið eftir á kjörtímabilinu. Umferðaröryggi á að vera forgangsverkefni. Enginn vafi er á að árangursríkasta leiðin til að tryggja umferðaröryggi er að reisa nútímaleg samgöngumannvirki á gatnamótum þar sem alvarlegustu slysins verða. Mikilvægt er að aðalskipulag Reykjavíkur sé unnið í sátt við borgarbúa. Ekkert verkefni hefur þó mætt meiri andstöðu. Vinna við aðalskipulag hefur staðið yfir í nokkur ár en hefur tekið miklum breytingum einkum hvað varðar borgarþróun og uppbyggingu svæða. Sú tillaga sem nú hefur verið lögð fram er skilgetið afkvæmi meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, Besta flokks og Samfylkingar. Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði fagna þeim tímamótum sem samþykkt nýs aðalskipulags markar. Aðalskipulagið lýsir framsækinni sýn um umhverfisvæna og fjölbreytta borg með sjálfbærum hverfum og blómlegu mannlífi sem hefur notið stuðnings fulltrúa allra flokka í borgarstjórn.Þau afturhaldssjónarmið sem koma fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu dæma sig sjálf.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að Reykjavíkurflugvöllur verði sýndur í aðalskipulagi Reykjavíkur á þeim stað sem hann er nú. Uppbyggingaráform í Vatnsmýrinni verði lögð til hliðar. Landnotkun svæðisins verði flugvallarstarfsemi. Uppdrættir og kort verði lagfærð í samræmi við það. „

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu “ Tillagan gengur í berhögg við meginforsendur endurskoðaðs aðalskipulags sem snúast um umhverfisvæna og þétta byggð, blómlegt mannlíf og fjölbreytta samgönguhætti. Nýting flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggða og útivistarsvæði er eitt af lykilatriðum þeirrar stefnu. Auk skal ítrekað að aðalskipulagið tekur mið að samningi ríkis og borgar um framtíð flugvallarsvæðisins.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Safnað var 70.000 undirskriftum til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Vatnsmýrinni samkvæmt aðalskipulaginu. Slíkur fjöldi undirskrifta er einsdæmi. Ekki er brugðist við þessari skýru afstöðu og vilja til að halda flugvellinum á þeim stað sem hann er. Hvenær er ástæða til að bregðast við athugasemdum ef ekki við þessar aðstæður?“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „ Lagt er til að endurmetin verði áform um íbúðarbyggð í Ártúnsholti, við Rafstöðvarveg. Með uppbyggingunni er verið að ganga á svæði með útivistargildi sem er hluti af einstökum perlum Elliðaárdals. Aðalskipulaginu verði breytt þannig að svæðið verði útivistarsvæða.„

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu“ Fjölbreyttir uppbyggingarmöguleikar og margvíslegar húsagerðir eru eitt af leiðarstefjum aðalskipulagsins. Þetta er eitt af þeim svæðum í borginni þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sérbýlishúsa. Áformin eru auk þess mikilvæg fyrir sjálfbærni skólahverfisins.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að fjölgað verði íbúðum í Úlfarsárdal og við það miðað að hverfið verði sjálfbært. Hafist verði þegar handa í samráði við íbúa að skilgreina og meta hvort stefna eigi að 10.000 - 12.000 íbúa byggðar í Úlfarsárdal og gera það að sjálfstæðu hverfi.“

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu “Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að í borgarhlutanum, Úlfarsársdal og Grafarholti, búi 10 til 12 þúsund íbúar. Tillaga aðalskipulagsins miðar að uppbyggingu eins skólahverfis í Úlfarsárdal. Samanlagt verða þrír grunnskólar í borgarhlutanum“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í USK miðar ekki að borgarhlutanum sem heildar heldur að uppbyggingu í Úlfarsárdal sem sjálfstæðu hverfi. Bókun Besta flokks, Samfylkingar og VG er því byggð á misskilningi.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að hætt verði við húsalengju norðan Suðurlandsbrautar í Laugardal. Laugardalurinn njóti áfram sem hingað til sérstakrar verndar. Uppbygging við Suðurlandsbraut á milli Grensásvegar og Reykjavegar mun ganga á vinsælt íþrótta- og útivistarsvæði . Húsin verða fjögurra hæða frá Suðurlandsbraut og 5 hæðir frá Laugardalnum. Þau munu byrgja aðgengi og sýn frá Suðurlandsbraut yfir dalinn. Þrisvar hafa verið settar fram tillögur um að byggja inn í dalinn og því hefur alltaf verið harðlega mótmælt. Hugmyndir um að taka af bílastæðum sem eru við hús sunnan megin Suðurlandsbrautar eru óraunhæfar og munu skapa Reykjavíkurborg skaðabótaskyldu. Texti í aðalskipulag Reykjavíkur þar sem stendur: „fyrirkomulag bílastæða sunnan götunnar endurskipulagt“ er villandi og merking sem að baki býr önnur en textinn gefur til kynna.

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar.

Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu „Aðalskipulagið gerir ráð fyrir samgönguás sem gengur frá Örfirisey að Keldnaholti. Suðurlandsbrautin er mikilvægur hlekkur á þeirri leið. Byggð norðan götunnar mun ekki ganga á útivistarsvæði Laugardalsins. Hún mun ramma Suðurlandsbrautina inn og breyta henni úr hraðbraut í aðlaðandi borgargötu. Auk þess mun hún gefa fleiri íbúum borgarinnar kost á að búa í næsta nágrenni við öflugan samgönguás og frábært útivistarsvæði.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Samfelld byggð frá Grensásvegi að Reykjavegi sem verður 5 hæðir frá Laugardalnum mun hafa mjög alvarleg og óafturkræf áhrif á eitt helsta útivistar- og íþróttasvæði borgarinnar. Sú atvinnustarfsemi sem verður í þessum húsum mun kalla á aðkomu frá dalnum, ónæði og umferð dalsmegin. Hugmyndir um að skerða núverandi bílastæði við Suðurlandsbraut eru óraunhæfar.“ Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu „Fulltrúar Besta Flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna árétta að í aðalskipulaginu er hvergi talað um 5 hæða samfellda húsaröð norðan megin Suðurlandsbrautar. Aðeins er talað um hús sem verði 2 til 4 hæðir. Orðrétt segir í skipulaginu: „Á svæði M2 er gert ráð fyrir blöndu verslunar, þjónustu, skrifstofa og íbúða. Lágreist byggð (2-4 hæðir) sem fellur að götumynd Suðurlandsbrautar og með opnum sjónásum til dalsins. Mögulegt byggingarsvæði er háð því að Suðurlandsbraut verði endurhönnuð og skal miða við að ekki verði gengið á græn útivistar- og íþróttasvæði í Laugardalnum.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Byggingar sem reisa á Laugardalsmegin við Suðurlandsbrautina mega vera að allt að fjórar hæðir samkvæmt aðalskipulaginu. Staðfest hefur verið að frá Laugardalnum séð verða byggingarnar fimm hæðir enda er mikill landhalli á byggingarreitnum. Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi verslun og þjónustu og því fyrirséð að aðkoma bíla þarf einnig að vera dalsmegin“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að samgöngumannvirkjum verði ekki fækkað í nýju aðalskipulagi og þeim mislægu gatnamótum sem nú eru í aðalskipulagi 2001 – 2024 verði haldið inni.“

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu „Umhverfisvæn og þétt byggð með fjölbreyttum samgönguháttum er eins og áður hefur komið fram meginstef aðalskipulagsins. Ekki er því hægt að fallast á dýr og stórkarlaleg umferðarmannvirki í þágu einkabílsins á kostnað annarra umhverfisvænni samgönguhátta.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Hættulegustu gatnamót borgarinnar eru ljósastýrð gatnamót. Af 20 hættulegustu gatnamótum höfuðborgarsvæðisins eru 19 ljósastýrð og 17 af hættulegustu gatnamótunum eru í Reykjavík. Mislæg gatnamót eru besta leiðin til að auka umferðaröruggi. Slysatölur staðfesta það.“ Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu:“Ágreiningur um öryggi og umhverfisvernd þegar kemur að samgönguháttum virðist eiga rætur að rekja til ólíkra skilgreininga og ólíkra hagsmuna. Það er staðföst trú okkar að best sé að koma í veg fyrir slys á fólki með því að hægja á umferð og fjölga samgönguháttum í stað þess að leggja enn meira land undir hraðbrautir og samgöngumannvirki.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir að mikilvægt er að umferðarhraði taki mið af aðstæðum og að aukinn hraði eykur slysatíðni. Einnig er tekið undir að fjölga þarf samgönguháttum. Umferðarþyngstu gatnamót landsins komast ekki á blað yfir hættuleg gatnamót. Þau eru mislæg. Mikilvægt er að ekki sé svo þrengt að umferð á stofnbrautum að hún leiti inn í íbúðahverfi þar sem börn eru að leik. „

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að unnar verði umferðarlausnir á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar, Háaleitisbrautar og Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins og því mikilvægt að unnið verði að því að auka öryggi borgarbúa. Umferðarlausnir á þessum gatnamótum verði hluti af aðalskipulaginu.“

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu „Umferðaröryggi verður ekki eflt með aukinni og hraðari bílaumferð, heldur fyrst og fremst með því að draga úr umferðarhraða og auka vægi annarra samgönguhátta til jafns við einkabílinn“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu „Með tillögu sinni eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki að leggja til hraðari bílaumferð. Slík fullyrðing er útúrsnúningur. Jafnari umferð dregur úr eldsneytisnotkun, mengun og styttir ferðatíma. Hún er þess vegna umhverfisvæn.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að íbúðabyggð sem rísa á við Skerjafjörð samkvæmt aðalskipulagi verði lögð til hliðar og þörf fyrir uppbyggingu endurmetin. Fyrirhuguð byggð á þessu svæði tekur ekki mið af þeirri íbúðabyggð í Skerjafirði sem fyrir er.“

Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar.

Fulltrúar Besta flokksins Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs bókuðu „ Byggingarmagn og yfirbragð byggðar við Skerjafjörð hefur ekki verið ákveðið en verðlaunatillaga um Vatnsmýrarskipulagið frá árinu 2008 verður lögð til grundvallar útfærslunni. Þá er ítrekað að aðalskipulagið tekur mið af samkomulagi ríkis og borgar um framtíð flugvallarsvæðisins“.

Fyrirliggjandi tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, greinargerð A og B, þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur, auk lista yfir breytingar og lagfæringar á skipulagsgögnum, ásamt umhverfisskýrslu (sbr. 9 gr. laga nr. 105/2006), öðrum fylgigögnum í C-hluta og umsögn um athugasemdir . sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var tekin til atkvæðagreiðslu og samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Vísað til borgarráðs.

3. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.131 samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, Daði Guðbjörnsson dags. 3. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. september 2013, CCP hf. dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir dags. 22. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Sigrún Sigríðardóttir dags. 3. október 2013, Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013, Steingrímur Árnason dags. 3. október 2013 og Íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 80 aðila. Stuðning við Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sendu: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi dags. 23. september 2013, Þuríður Kristjánsdóttir dags. 23. september 2013, undirskriftarlisti dags. 21. september 2013 uppfærður, 30. september 2013 samtals 270 aðilar, 53 efnislega samhljóða tölvupóstar dags. 24. til 30. september 2013 og Bergdís Ellertsdóttir dags. dags. 2. október 2013. Að loknum athugasemdarfresti bárust tveir undirskriftalistar annar með 14 undirskriftum mótt. 9. október 2013 og hinn með 3 undirskriftum mótt. 9. október 2013 ásamt tölvupósti Önnu Rozenblit dags. 14. október 2013 þar sem stutt er við byggingu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2013. Tillagan er tekin til atkvæðagreiðslu og samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2013 með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Óttars Guðlaugssonar. Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Elsa Hrafnhildur Yeoman víkur af fundi við afgreiðslu málsins 4. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2013 síðast breyttir 11. nóvember 2013. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 8. júlí 2013 síðast breytt 11. nóvember 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Katrín Harðardóttir dags. 25. september 2013, Lilja Steingrímsdóttir dags. 2. október 2013, Faxaflóahöfn dags. 30. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 1. október 2013, Sigurður Högni Jónsson dags. 2. október 2013, Lena Cecilia Nyberg dags. 2. október 2013, Villi Símonarson dags. 2. október 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Gunnar Haraldsson dags. 2. október 2013, Brimgarðar ehf. dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Sigmundur Traustason dags. 3. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Margrét Harðardóttir og Steve Christer dags. 3. október 2013, Nótt Thorberg dags. 3. október 2013, Sigurjón H. Ingólfsson dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 393 aðila dags. 2. október 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. nóvember 2013. Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu og samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. október 2013. með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur Vísað til borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson sitja hjá við afgreiðslu málsins

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN130099

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri notkun hússins sem þjónustu-, skrifstofu- og gistihúsi í íbúðarhús eða atvinnurekstur þó ekki hótel eða gistihús, með þjónustu á jarðhæð, stækkun á Borgarbókarsafni Reykjavíkur á suðurhluta lóðarinnar og á öðrum hluta lóðarinnar þjónustu- og verslunarhúsnæði á 1. hæð og möguleika á íbúðum og eða skrifstofum á 2. - 6. hæð, samkvæmt uppdr. Arkþings dags. 18. nóvember 2013. Frestað

6. Garðastræti 21, breyting á deiliskipulagi (01.136.5) Mál nr. SN130527 Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Festa Fasteignafélags ehf. dags. 6. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 21 við Garðastræti. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 5. nóvember 2013. Frestað.

7. Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi (04.112.2) Mál nr. SN130439 Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gullhamra ehf. dags. 13. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Steinars Sigurðssonar ark. dags. 13. september 2013. Grenndarkynning stóð frá 9. október til 6. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Eigendur að Grænlandsleið 17 - 21 dags. 16. október 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 14. nóvember 2013. Frestað.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 756 frá 19. nóvember 2013.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

9. Umhverfis- og skipulagsráð, steyptar götur, tillaga Sjálfstæðismanna í borgarráði Mál nr. US130294

Lögð fram tillaga Sjálfstæðismanna í borgarráði 31. október 2013 um lagningu steypts slitlags á umferðarþungum götum í Reykjavík í því skyni að draga úr svifryksmengun og auka umferðaröryggi í borginni. Tillögunni fylgir greinargerð. Frestað.

10. Miðborgin, háspennisstöðvar Mál nr. US130267

Lagt fram erindi Hverfisráðs Miðborgar dags. 11. október 2013 varðandi staðsetningu háspennistöðva í borginni Frestað

(D) Ýmis mál

11. Reykjanesfólkvangur, fundargerð Mál nr. US130107

Lögð fram fundargerð Reykjanesfólkvangs dags. 30. október 2013.

12. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfsræðisflokksins Mál nr. US130315 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs um að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

13. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í september 2013.

14. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235 Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 20. september 2013 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

15. Hljómskálagarður, uppsetning á garði til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar Mál nr. US130314 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um að vísa tillögu varðandi uppsetningu á garði til heiður formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs vegna staðsetningar. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

16. Útilistaverk, bókun menningar- og ferðmálaráðs Mál nr. SN130538

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 6. nóvember 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október 2013 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun útilistaverka í eystri hluta borgarinnar: "Menningar- og ferðmálaráð telur það fagnaðarefni að komin sé þverpólitísk samstaða um að list í nærumhverfi íbúa skiptir verulega miklu máli. Í nýsamþykktu aðalskipulagi segir að auka skuli veg listarinnar í daglegu lífi fólks í borgarskipulaginu.Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau sjónarmið enda er það eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar að ásýnd borgarinnar endurspegli skapandi hugsun. Telur menningar- og ferðmálaráð því mikil tækifæri fólgin í að leggja áherslu á listina í hverfaskipulaginu sem nú er í vinnslu. Ef greindar eru tölur yfir þau 144 listaverk sem borgina prýða má sjá að að meðaltali eru um 3-5 listaverk í hverju hverfi borgarinnar, að undanskildum miðbænum. Í hverfum 105 og 104 eru tölurnar hærri, 105 sökum þess að þar er að finna Ámundarsafn og 104 þar sem talsvert er af útilistaverkum í Grasagarðinum. Ákveðin sérsjónarmið gilda um miðbæinn líkt og miðbæ hverrar borgar, sem er hjarta höfuðborgarinnar, megináfangastaður borgarbúa og þeirra innlendu og erlendu gesta sem hana sækja. Stefna borgarinnar hefur verið að fjölga útilistaverkum utan miðborgarinnar svo sem tvö ný verk í Breiðholti og sextán verk í Hallsteinsgarði í Grafarvogi bera vitni um. Jafnframt hefur sviðsstjóra og safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur verið falið að kanna hvaða möguleika við stefnumótun um list í opinberu rými felast samstarfi við umhverfis- og skipulagsráð í tengslum við yfirstandandi vinnu við Hverfaskipulag." Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

17. Kvosin, Landsímareitur, kæra 108/2013 (01.140.4) Mál nr. SN130539 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. nóvember 2013 ásamt kæru dags. 8. nóvember 2013 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar - Landsímareits. Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

18. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Mál nr. SN130222 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf dags. 6. nóvember af fundi borgarstjórnar dags. 5. nóvember 2013 þar sem erindi er samþykkt. Vísað er til 15. liðar fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2013.

19. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag (01.360) Mál nr. SN130225

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar.

20. Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.780) Mál nr. SN130328

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar númer 9 við Suðurhlíð, Klettaskóli.

21. Foldahverfi, 3. áfangi, breyting á deiliskipulagsskilmálum (02.8) Mál nr. SN130289

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 3. áfanga.

22. Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vegna safnfrístundar Holtaveg 32 (01.39) Mál nr. SN130389

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi austurhluta Laugardals vegna lóðar númer 32 við Holtaveg.

23. Klettagarðar 7, breyting á deiliskipulagi (01.330.7) Mál nr. SN130482 Hringrás hf., Klettagörðum 9, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðar númar 7 við Klettagarða.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 14:25

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Sverrir Bollason

Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Marta Guðjónsdóttir Óttarr Guðlaugsson  

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 756. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN046697 Lísa Ólafsdóttir, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík Birgir Jónsson, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir innra skipulagi þar sem verið er að innrétta verslun og snyrtistofu í rými 0103, 0104 og 0105 í húsinu á lóð nr. 9 við Aðalstræti. Bréf frá hönnuði dags. 21. nóv. 2013 og aftur 25.okt. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Akraland 1-3 (01.841.701) 108693 Mál nr. BN046794 Haraldur Helgason, Hvassaleiti 74, 103 Reykjavík Lýður Jónsson, Akraland 3, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir svalalokun með opnanlegum perluglersflekum á brautum í fjölbýlishúsi nr. 3 á lóð nr. 1-3 við Akraland. Fundargerð húsfélags dags. 18. júní 2013 og samþykki meðeigenda dags. 25. okt. 2013 fylgir. Stærð: XX rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 35 (00.000.000) 186012 Mál nr. BN046815 Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á 1. hæð og byggja loftræsistokk frá kjallara í húsi nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún. Meðfylgjandi er minnisblað vegna uppfærslu á brunavörnum frá Verkís dags. 26.10. 2013. Stækkun 4,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bústaðav. Bjarkahlíð (01.836.-98) 108619 Mál nr. BN046788 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á áður samþykktu erindi BN043955 þar sem breytt er herbergjaskipan, flutt til eldhús og geymslur í kjallaranum breytt í sali í húsinu á lóð með landnr. 108619 Bústaðavegi. Bjarkahlíð. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN046796 Marteinn Einarsson, Hrísmóar 10, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými 0305 í vinnustofu listamanns með búsetumöguleika fyrir einstakling eða par sbr. fyrirspurn BN046386 og byggja svalir á suðausturhlið húss á lóð nr. 23 við Dugguvog. Meðfylgjandi eru samþykktir meðeigenda. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Einarsnes 60 (01.673.014) 188232 Mál nr. BN046526 Arngunnur H. Sigurþórsdóttir, Einarsnes 60, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með vegg úr steinsteypu að lóðarmörkum en að öðru leyti úr timbri, klæddum að utan með lóðréttri bárujárnsklæðningu á lóð nr. 60 við Einarsnes. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2013. Stærð: 28 ferm. 81,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN046009 Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík Sigrún Hjartardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja svalaskýli á nyrðri svölum á vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 21 við Fjólugötu. Samþykki meðeiganda (á teikn.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. nóvember 2013 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 6. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust. Bréf umsækjanda dags. 24. júní 2013 fylgir erindinu. Stærð: Svalaskýli 4,3 ferm. og 10,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Funahöfði 13 (04.060.103) 110584 Mál nr. BN046807 Iceland Excursions Allraha ehf., Klettagörðum 4, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að skipta húsinu upp í 4 einingahluta og koma fyrir stafsmannaðstöðu í rými 0102. Jafnframt er sótt um samþykki á núverandi fyrirkomulagi húsinu á lóð nr. 13 við Funahöfða Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN046814 Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Össur hf., Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 2. hæð, breytingum á brunavörnum, fjarlægðir eru millivegir og aðrir settir upp í staðin í húsinu á lóð nr. 5 við Grjótháls. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Háberg 3-7 (04.670.8--) 112109 Mál nr. BN046810 Birgir Jónsson, Háberg 5, 111 Reykjavík Sótt erum leyfi til að setja svalalokun með 90% opnun með 8 mm öryggisgleri á íbúð 0304 í húsinu á lóð nr. 5 við Háberg. Samþykki sumra fylgir dags. 12 okt. 2013. Stækkun: 26,5 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Hesthamrar 2 (02.297.001) 109120 Mál nr. BN046809 Guðmundur H Hafsteinsson, Hesthamrar 2, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja sólskála sem viðbyggingu við húsið á lóð nr. 2 við Hesthamra. Stækkun viðbyggingar : XX ferm. XX rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN046827 Gestur Páll Reynisson, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík Inga María Vilhjálmsdóttir, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík Sótt er um samþykki á breytingum á áður samþykktu erindi (sbr. BN046271) þar sem svalir og stigi frá 1. hæð út í garð eru felld út af teikningu af húsi á lóð nr. 68 við Hjallaveg. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hólavað 29-43 (04.741.302) 198826 Mál nr. BN046802 BARRETT Holding ehf., Hörðukór 5, 203 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft raðhús úr forsteyptum einingum með átta íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum sbr. erindi BN032951 á lóð nr. 29-43 við Hólavað. Meðfylgjandi er EC-vottun eininga dags. 28.6. 2013. Stærðir: Hús nr. 29 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 52,8 ferm., 2. hæð 66,7 ferm., bílgeymsla 27,2 ferm., samtals 146,7 ferm., 534,4 rúmm. Hús nr. 31 (matshl. 02), hús nr. 33 (matshl. 03), hús nr. 35 (matshl. 04), hús nr. 37 (matshl. 05), hús nr. 39 (matshl. 06), hús nr. 41 (matshl. 07) og hús nr. 43 (matshl. 08) eru öll sömu stærðar og hús nr. 29 eða samtals 146,7 ferm. og 534,4 rúmm hvert. Raðhúsið er samtals 1173,6 ferm., 4275,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Hraunberg 8 (04.674.101) 112205 Mál nr. BN046695 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja tvö frístundahús nr. FB19 og FB20 sem verða staðsett til bráðabirgða, síðar til flutnings frá lóð Fjölbrautaskólans í Breiðholti á lóð nr. 8 við Hraunberg Stærð FB19 er 35,3 ferm., 115,6 rúmm. og FB20 er 25,2 ferm., 83,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hraunberg 8 (04.674.101) 112205 Mál nr. BN046696 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja gestahús nr. FB18 sem verður staðsett til bráðabirgða til flutnings frá lóð Fjölbrautaskólans í Breiðholti á lóð nr. 8 við Hraunberg Tölvupóstur frá hönnuði dags. 28.feb. 2013 fylgir. Stærð FB18 er 13,1 ferm., 83,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046778 Skrín ehf., Nýbýlavegi 30, 200 Kópavogur Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í einingu 221-2 á 2. hæð í Kringlunni, starfsmannaaðstaða er í sameign á 4. hæð, á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Meðfylgjandi eru hugleiðingar um brunatæknilega hönnun frá Verkís dags 14.11. 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Lambhagavegur 31 (02.680.601) 208853 Mál nr. BN046688 Dagbjört K Ágústsdóttir, Bláhamrar 21, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús, eina hæð og ris, úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 31 við Lambhagaveg. Stærð: 171,7 ferm., 527,7 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Lambhagavegur 6 (02.641.102) 211671 Mál nr. BN046512 Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja úr stálburðargrind með undirstöðu og botnplötu úr járnbentri steinsteypu þjónustu og verkstæðishús á lóð nr. 6 við Lambhagaveg. Brunaskýrsla 4. nóv. 2013 og Varmaútreikningar um húsið dags. 27. okt. 2013 fylgir. Stærð: 673,0 ferm og 5082,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningartöflu.

19. Laugavegur 118 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN046816 Domus Vox ehf., Laugavegi 116, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir 127,8 ferm. verönd á þaki 1. hæðar og hurð út á hana í í húsinu nr. 116 á lóð nr. 118 við Laugarveg. Ljósmyndir fylgja.. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN046499 Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum v/lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir breyttu innra skipulagi og breytingum á brunahólfun í íbúðar- og atvinnuhúsi nr. 40 á lóð nr. 40-40A við Laugaveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Lækjarmelur 12 (34.533.403) 206645 Mál nr. BN046818 Jón Egilsson, Logafold 33, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til byggja milliloft í matshluta 01-06 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 12 við lækjarmel. Fyrirspurn BN046717 dags. 29. okt. 2013 fylgir. Stærð millipalls: XX ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Nökkvavogur 29 (01.445.112) 105565 Mál nr. BN046570 Hörður Valgeirsson, Nökkvavogur 29, 104 Reykjavík Helga Sigurðardóttir, Nökkvavogur 29, Sótt er um leyfi til að skipta þvottahúsi í tvennt milli eignarhluta í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Nökkvavog. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Óðinsgata 2 (01.180.303) 101714 Mál nr. BN046808 Óður ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og starfrækja fjölnota menningarrými ásamt verslun á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Óðinsgötu. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN046785 Keahótel ehf., Pósthólf 140, 602 Akureyri Sótt er um leyfi til að setja upp og koma tímabundið fyrir bráðabirgðaauglýsingaskilti í anda jólanna á vesturhlið húss á lóð nr. 9 við Pósthússtræti. Meðfylgjandi er bréf Nordik Lögfræðiþjónustu dags. 6. nóvember 2013 ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. nóvember 2013. Gjald kr. 9.000 Synjað. Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. nóvember 2013.

25. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046813 Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn tuttugu feta og þrjá fjörutíu feta gáma austan við slátur- og matvinnsluhús (matshl. 15) á lóðinni Saltvík 125744. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046812 Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja frystigeymslu úr timbri að austurhlið slátur- og matvinnsluhúss (matshl. 15) á lóðinni Saltvík 125744. Stærð: Viðbygging 132,7 ferm. og 651.6 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN046811 Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að klæða húsið að utan með sléttum plötum og koma fyrir flötum fyrir auglýsingar á húsinu á lóð nr. 4 skútuvogi. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skútuvogur 5 (01.421.701) 177946 Mál nr. BN046777 Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að komið verður fyrir kæli og frysti, starfsmannaaðstöðu, skæralyftum á suðurhlið og eldvarnir eru aðlagaðar og uppfærðar í húsinu á lóð nr. 5 við Skútuvogi. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

29. Stórhöfði 35 (04.085.801) 110691 Mál nr. BN045850 Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að áfangaskipta áður samþykktu erindi BN044763 í tvo áfanga, A og B þar sem gluggi á vesturgafli er í B áfanga, og breyta lítillega þakkanti á húsi á lóð nr. 35 við Stórhöfða. Stækkun áður samþykkt: 30,5 ferm., 133,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Suðurlandsbraut ! (01.265.201) 103543 Mál nr. BN046748 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir vörumóttökuhurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 31 við Ármúla. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að lóðarskiptayfirlýsingu verði þinglýst fyrir lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Suðurlandsbraut / Ármúli 31 (01.265.201) 103543 Mál nr. BN046664 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi hluta kjallara þannig að komið er fyrir þvottahúsi fyrir flugleiðahótelin, inngangshurð á norðurhlið er breytt og gerð grein fyrir áður gerðu millilofti og anddyri í húsinu á lóðinni nr. 31 Suðurlandsbraut/Ármúla. Bréf frá hönnuði dags. 14. nóv. 2013 fylgir. Stærð millilofts og anddyri: 98,1 ferm. 70 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að lóðarskiptayfirlýsingu verði þinglýst fyrir lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN046795 Alefli ehf., Völuteigi 11, 270 Mosfellsbær B. Pálsson ehf, Pósthólf 148, 121 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum sbr. BN04598 og BN46420 vegna lokaúttektar í mhl. 03 í húsinu á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Sundagarðar 2 (01.335.304) 103906 Mál nr. BN046791 Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 5. hæð þannig að skrifstofurýmum er breytt, og komið verður fyrir snyrtingu fyrir fatlaða og eldhúsi með kaffistofu í húsinu á lóð nr. 2 við Sundagarða. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Urðarstígur 8 (01.186.005) 102216 Mál nr. BN046804 Lyubomyra Petruk, Urðarstígur 8a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka grunnflöt til austurs, dýpka kjallara, byggja hæð og rishæð og svalir á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Urðarstíg. Stærðir: kjallari 66,5 ferm., 1. hæð 63,6 ferm., 2. hæð 63,6 ferm., þakhæð 57,0 ferm., Samtals 250,7 ferm. A rými, B og C rými samtals 28,8 ferm. 656,2 rúmm. samtals. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Vatnsstígur 8 (01.152.501) 101074 Mál nr. BN046803 Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili í flokki II með 7 gistirýmum í húsinu á lóðinni nr. 8 við Vatnsstíg. Gistiheimilið verður rekið í samvinnu við fyrirhuguð gistiheimili að Vatnsstíg 10B og Hverfisgötu 53 og 55. Næturvarsla og þjónusta við gistiheimilin verður staðsett að Vatnsstíg 10B. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

36. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN046822 Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík Spurt er um og óskað er eftir nýrri umsögn skipulagsfulltrúa vegna nýrrar túlkunar á hlutverki starfsmannahúss sbr. erindi BN046140 við fyrrverandi sjúkrastofnun á Arnarholti. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Dofraborgir 12-18 (02.344.502) 174348 Mál nr. BN046817 Sveinn Ingvarsson, Dofraborgir 12, 112 Reykjavík Spurt er hvort byggja megi hæð úr timbri með hallandi þaki út frá kvisti ofan á bílskýli við hús nr. 10 í raðhúsalengjunni á lóð nr. 12 - 18 við Dofraborgir. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN046834 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur Spurt er hvort staðsetja megi fánaskilti á lóð Skeljungs nr. 10 við Grjótháls. Nei. Samræmist ekki samþykkt um skilti.

39. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN046801 Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og innrétta íbúðarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut. Neikvæð niðurstaða frá skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013 fylgir. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN046792 Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í húsinu nr. 12 við Hverfisgötu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN046797 Einar Lúthersson, Hæðargarður 29, 108 Reykjavík Spurt er hverjir megi nýta byggingaréttinn á fimm óbyggðum bílskúrum á lóð nr.29 við Hæðargarð. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

42. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN046798 Jón Ingvar Garðarsson, Hverafold 5, 112 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gistiheimili í kjallara og á annarri hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 21-23 við Langarima. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43. Laugavegur 100 (01.174.310) 101645 Mál nr. BN046789 Ásmundur Jóhannsson, Hraunteigur 9, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja lyftuturn og flóttastiga að bakhlið og starfrækja gistiheimili í húsinu nr. 100 við Laugaveg. Umsögn skipulagsfulltrúa dags 30. júlí 2012 (sbr. erindi BN044756) fylgir erindinu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Laugavegur 22A (01.172.202) 101457 Mál nr. BN046805 Gunnar Rósinkranz, Grettisgata 9, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu, að mestu úr gleri, að suður- og austurhlið fyrstu hæðar hússins nr. 22A við Laugaveg. Nei. Samræmist ekki deiliskipulagi.

45. Logafold 118 (02.873.806) 110370 Mál nr. BN046819 Tryggvi Þór Haraldsson, Logafold 118, 112 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN046820 Hjá Oss ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til þess að leigja út sem íbúð eign 0501 sem skráð er yogastöð á fimmtu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 2 við Seljaveg. Sjá einnig erindi BN036082. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 31. júlí 2007 var samþykkt að breyta atvinnuhúsnæði á 5. hæð í matshluta 01 í íbúð. Vottorð um lokaúttekt dags. 29. nóvember 2011 fylgir erindinu. Ekki er gerð athugasemd við erindið.

47. Skilti - Hringbraut - Háskóli Íslands Mál nr. BN046832 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur Spurt er hvort setja megi upp skilti í samráði við Norræna húsið og Háskóla íslands við Miklubraut. Nei. Samræmist ekki samþykkt um skilti.

48. Skilti - Klambratún Mál nr. BN046830 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur Spurt er hvort leyfi fáist fyrir fánaskilti fyrir Kjarvalsstaði, sbr. erindi BN06579, á Klambratúni við Miklubraut. Nei. Samræmist ekki samþykkt um skilti.

49. Skilti - Kringlan Mál nr. BN046831 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur Spurt er hvort leyfi fáist til að hafa fánaskilti áfram sem verið hefur í tvö ár við Kringluna 1 og 3 og Kringlumýrarbraut. Nei. Samræmist ekki samþykkt um skilti.

50. Skilti - Skeifan Mál nr. BN046833 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur Spurt er hvort setja megi upp skilti við Skeifuna þar sem slíkt skilti hefur verið í þrjú ár. Nei. Samræmist ekki samþykkt um skilti.

51. Þórsgata 29 (01.181.311) 101781 Mál nr. BN046806 Pétur Hafsteinn Pálsson, Efstahraun 32, 240 Grindavík Vegna leka frá svölum er spurt hvort leyft yrði að byggja skýli yfir svalir á suðurhlið annarrar hæðar hússins nr. 29 við Þórsgötu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Jón Hafberg Björnsson
Harri Ormarsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir
Sigrún Baldvinsdóttir