Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 44

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmdaráð

Ár 2007, mánudaginn 8. janúar, var haldinn 44. fundur framkvæmdaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Kristján Guðmundsson Bolli Thoroddsen, Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Benediktsson og Árni Þór Sigurðsson. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Ólafur Bjarnason, Ámundi Brynjólfsson, Sighvatur Arnarson, Stefán Agnar Finnsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2006110101

1. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags. 19.12.2006, varðandi samþykkt á tillögu framkvæmdaráðs frá 7. s.m. um bann við lagningu ökutækja í Brautarholti frá Skipholti.

Mál nr. 2006100066

Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags. 20.12.2006, varðandi samþykkt á tillögu framkvæmdaráðs frá 01.11.2006, um heimild til handa leigubifreiðum að aka á rauðlituðum sérakreinum á Miklubraut.

Mál nr. 2006010212

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 02.01 2007, sem og bréf fulltrúa lóðarhafa að Lækjarmel 12, dags. 04.12.2006, þar sem lagt er til framsal byggingarréttar á lóðinni Lækjarmel 12 frá Fasteignafélaginu Hlíð ehf., til fasteignafélagsins Lækjarhlíðar ehf., kt. 600706-1360, Lámúla 6, 108, Reykjavík með öllum sömu skilmálum og giltu gegn fyrri lóðarhafa.

Samþykkt.

Ragnar Sær Ragnarson tók sæti á fundinum kl. 08.40.

Kjartan Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 08.45.

Mál nr. 2005110122

4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags, 05.01.2007, varðandi framkvæmdir við sparkvelli við skóla árið 2007

Samþykkt.

Mál nr. 2006100114

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna og eignaumsýsluskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 03.01.2007, varðandi sölu á Fríkirkjuvegi 11, einnig lögð fram sölugögn um eignina dags. 03.01.2007.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 að vísa málinu til borgaráðs.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og Frjálslyndra óskuðu bókað:

Við leggjumst gegn því að húseignin Fríkirkjuvegur 11 verði seld úr eigu borgarinnar og greiðum því atkvæði gegn afgreiðslu málsins í framkvæmdaráði.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Það vekur athygli að í bókun minnihlutans kemur ekki fram rökstuðningur fyrir andstöðu við sölu á Fríkirkjuvegi 11. Það sem mestu máli skiptir í þessu söluferli er að megináherslan er lögð á að sýna húseigninni Fríkirkjuvegi 11 fullan sóma hér eftir sem hingað til nú þegar húsnæðið hentar ekki lengur undir starfsemi ÍTR.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og Frjálslyndra óskuðu bókað:

Bókun meirihlutans vekur undrun. Málið hefur verið til umfjöllunnar í borgarkerfinu um margra vikna skeið. Ítarlegur rökstuðningur hefur þegar komið fram í bókunum í borgaráði og er hér vísað til þeirra röksemda.

Mál nr. 2006090086

6. Lagt fram bréf yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 02. 01 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtavegs, sem og greinagerð Vinnustofunnar Þverá ehf, um endurskoðum á umferðarskipulagi vegna breytinga á Holtavegi 10..

Frestað.

Mál nr. 2005120121

7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SAV, dags. 06.12.2006, varðandi útboðsmál.

Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu á Framkvæmdasviði.

Mál nr. 2006120035

8. Lagt fram til kynningar bréf sviðstjóra Framkvæmdasviðs dags. 05.01.2007, varðandi verklagsreglur vegna samskipta Orkuveitu Reykjavíkur og Framkvæmdasviðs.

Kristján Guðmundson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 2006060031

9. Lagt fram svar fulltrúa Orkuveitur Reykjavíkur ódags. við tillögu fulltrúa Reykjavíkurlistans í framkvæmdaráði frá fundi ráðsins 31. 04. 2006, varðandi ljós í gangstéttasteinum.

Tillagan felld með 4 atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, fulltrúar Samfylkingarinnar sátu við afgreiðslu tillögunnar .

10. Lagt fram yfirlit yfir innkaup Framkvæmdasviðs í nóvember 2006.

Mál nr. 2006106071

11. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Framkvæmdasviðs Reykjavíkur við innkaupa og rekstrarskrifstofu í nóvember og desember árið 2006.

Mál nr. 2006070099

12. Lagt fram svar skrifstofustjóra gatna og eignaumsýsluskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 05.01.2007, við tillögu framkvæmdaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs frá fundi framkvæmdaráðs 28.08.2006, um úttekt á skemmdum á grænum eyjum í Breiðholti, Selási og Grafarvogi.

Mál nr. 2006090141

13. Lagt fram til minnisblað Agnars Guðlaugssonar deildarstjóra á gatna og eignaumsýsluskrifstofu Framkvæmdasviðs vegna fyrirspurnar fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um aðgengni að útivistarsvæðum og byggingum í eigu borgarinnar.

Mál nr. 2006060163

14. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs þar sem lagt er til að framkvæmdaráð samþykki meðfylgjandi embættisafgreiðslur ritara framkvæmdaráðs.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.30.

Óskar Bergsson

Bolli Thoroddsen Kristján Guðmundsson

Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Benediktsson

Árni Þór Sigurðsson Stefán Jóhann Stefánsson