Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 43

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmdaráð

Ár 2006, mánudaginn 11. desember, var haldinn 43. fundur framkvæmdaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Árni Þór Sigurðsson, Bolli Thoroddsen, Kjartan Eggertsson, Kristján Guðmundsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Stefán Benediktsson. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Ólafur Bjarnason, Ámundi Brynjólfsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 20060070073

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 01. 12. 2006, varðandi samþykkt borgarráðs frá 30.11.2006, um gjaldskyldu til bráðabirgða á bílastæði við Tryggvagötu austan Pósthússtrætis.

Mál nr. 2006040128

2. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 08. 12 2006, sem og bréf lóðarhafa að Friggjarbrunni 39-41, dags. 05.12.2006, varðandi framsal á byggingarrétti, þar sem lagt er til framsal byggingarréttar á lóðinni Friggjarbrunni 39-41 frá Gesti H. Magnússyni og Níels Carlssyni til Bergþórs Bergþórssonar og Jóns Ólafs Bergþórssonar með öllum sömu skilmálum og giltu gegn fyrri lóðarhafa.

Samþykkt.

Mál nr. 2006040087

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 08. 12 2006, sem og bréf lóðarhafa að Friggjarbrunni 2-4, dags. 04. 12 2006, þar sem lagt er til framsal byggingarréttar á lóðinni Friggjarbrunni 2-4 frá Sigurði V. Magnússyni til Gests Hjörvars Magnússonar með öllum sömu skilmálum og giltu gegn fyrri lóðarhafa.

Samþykkt.

Mál nr. 2006110001

4. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs dags. 27.10.2006, varðandi tillögu um stighækkandi tímagjald á gjaldsvæði I.

Tillagan felld með 4 atkvæðum.

Mál nr. 2006090073

5. Lögð fram að nýju tillaga framkvæmdaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar sem lögð var fram á 36. fundi Framkvæmdaráðs varðandi bílastæði á gangstétt að hluta.

Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:

Í þeirri tillögu sem lögð var fram 11. september 2006 var óskað eftir faglegu mati sérfræðinga Framkvæmdasviðs á kostum og göllum þess að heimila á afmörkuðum svæðum að bílum yrði lagt að hluta á gangstéttar. Meirihluti framkvæmdaráðs hefur neitað því að taka þessa tillögu á dagskrá og því komið í veg fyrir að faglegt mat fari fram. Í samræmi við þessa afstöðu hlýtur meirihlutinn þá að fylgja því eftir að bílum verði ekki lagt upp á gangstéttar sem nú er gert í óleyfi.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks telur tillögu Samfylkingarinnar þess eðlis að hún dregur úr umferðaröryggi gangandi vegfarenda og ekki síst blindra, sjónskertra og barna. Þess vegna er ekki talin ástæða til þess að láta Framkvæmdasvið vinna sérstaka umsögn um tillöguna sem getur skapað fordæmi í umferðaröryggismálum.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:

Það skal undirstrikað að tillagan fól ekki í sér að bifreiðastöður yrðu heimilaðar á gangstéttum að hluta, heldur að sérfræðingum sviðsins yrði falið að kanna kosti og galla slíks fyrirkomulags, sem í reynd er nú tíðkað í óleyfi víða um borgina. Í greinargerð með tillögunni var sérstaklega minnst á öryggi gangandi vegfarenda og þá einkum sjónskertra. Meirihlutinn hlýtur nú að verða samkvæmur sjálfum sér og tryggja öryggi gangandi vegfarenda, ekki síst blindra og sjónskertra, sem nú þurfa a búa við óleyfilegar og óskipulegar bifreiðastöður á gangstéttum borgarinnar.

Mál nr. 2005110122

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundaráðs dags. 01. 12 2006, varðandi sparkvelli 2007.

Frestað.

7. Lagt fram yfirlit yfir innkaup Framkvæmdasviðs í október 2006, dags. 7.12.2006.

Mál nr. 2006090141

8. Framkvæmdaráðsfulltrúi Vinstri grænna innti eftir svörum við fyrirspurn sem lögð var fram á 37. fundi framkvæmdaráðs um aðengi að byggingum og útivistarsvæðum borgarinnar.

Mál nr. 2006100065

9. Kjartan Eggertsson innti eftir svörum við fyrirspurn frá 38. fundi framkvæmdaráðs um gangbrautarljós - hljóðmerki.

10. Aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmdasviðs kynnti tillögu að nýjum Sundagöngum og lagði fram úrdrátt úr skýrslu um Sundagöng dags. í nóvember 2006.

Ragnar Sær Ragnarsson vék af fundi kl. 10:35.

Framkvæmdaráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra óskuðu bókað:

Við fögnum því að Sundabraut í jarðgöngum sé nú komin á dagskrá. Flokkarnir lögðu einmitt til í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga að jarðgangaleiðin yrði fyrir valinu, enda tekur hún best tillit til sjónarmiða og hagsmuna íbúa, umhverfis og borgarskipulagsins. Óhjákvæmilegt er að rifja upp að þáverandi borgarstjóri og formaður Samgöngunefndar Reykjavíkur óskuðu eftir því við samgönguyfirvöld árið 2003 að hugmyndir um jarðgöng yrðu endurskoðaðar og teknar upp á borð á nýjan leik. Því var þá hafnað. Í ljósi þess sem nú liggur fyrir má halda því fram að með þeirri höfnun hafi Sundabraut verið slegið á frest um a.m.k. 3 ár.

Fundi slitið kl. 10.55.

Óskar Bergsson

Bolli Thoroddsen Kristján Guðmundsson

Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Benediktsson

Árni Þór Sigurðsson Stefán Jóhann Stefánsson