Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 41

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 9.08 var haldinn 41. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Sóley Tómasdóttir og Óttarr Guðlaugsson. 

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

 (E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Úlfarsá, fleyga klöpp í árfarvegi Mál nr. US130253

Veiðifélag Úlfarsár, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbær

Lagt fram erindi stjórnar Veiðifélags Úlfarsár dags. 15. maí 2013 varðandi leyfi til að fleyga úr klöpp í árfarvegi Úlfarsár til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni. Einnig er lögð fram umsögn Veiðimálastofnunar dags. 7. maí 2013. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2013. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2013 samþykkt. 

Karl Sigurðsson tekur sæti á fundinum kl. 9:14. 

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:15. 

2. Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar, forsögn Mál nr. US130278

Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. október 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 14. október 2013 um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar: "Menningar- og ferðamálaráð ítrekar þörfina á varðveislusetri fyrir menningarverðmæti borgarinnar. Nú sem fyrr er þörfin brýn að finna framtíðarlausn og er uppfærðri forsögn um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkur vísað til kynningar í borgarráði og umhverfis- og skipulagssviði."

Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri á menningar- og ferðamálasviði kynnir.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Umhverfis- og skipulagssvið, Götulýsingar Mál nr. SN120426

Kynning á stöðu á vinnu  starfshóps um götulýsingar í Reykjavík.

Ársæll Jóhannsson tæknifræðingur og Hilmar Jónsson frá OR kynna

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:22.

4. Pósthússtræti, endurgerð Mál nr. US130233

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. september 2013 þar sem lagt er til að undirbúningur framkvæmda á tillögum að endurgerð Pósthússtrætis, annars vegar sunnan austurstrætis og hins vegar norðan Austurstrætis sem samþykkt voru á fundi umhverfis- og samgönguráðs 13. mars 2012 og 10. apríl 2012 verði haldið áfram. Einnig er lögð fram hugmynd Landmótunar dags. 31. október 2013.

Áslaug Traustadóttir frá Landmótun kynnir

Frestað. 

5. Umhverfis- og skipulagssvið, Verkstöðuskýrsla nýframkvæmda jan- sep 2013. Mál nr. US130293

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. nóvember 2013 ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda umhverfis- og skipulagssviðs  frá janúar til september 2013.  

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri kynnir.

6. Betri hverfi, Klambratúni og  Vesturbær skammdegis- og jólalýsing Mál nr. US130292

Lögð fram og kynnt drög að  skammdegis- og jólalýsingu  á Klambratúni og í Vesturbænum.  

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri kynnir.

7. Sorpa, Eigendasamkomulag Mál nr. US130284

Lagt fram til kynningar  eigendasamkomulag SORPU dags. 17. september 2013 um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi, gas- og jarðgerðarstöð og mótun framtíðarstefnu og mögulegs samstarfs sorpsamlaga um meðhöndlun og förgun úrgangs. 

Margrét Gauja Magnúsdóttir og Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH, kynna

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri,  Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri , Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Óttarr Guðlaugsson víkur af fundi kl. 12:00 og Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 12:05

8. Vesturlandsvegur- Grundarhverfi, breyting á hringvegi Mál nr. US130202

Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. ágúst 2013 ásamt tillögu Vegagerðarinnar varðandi breytingu á hringveginum við Grundarhverfi. Í breytingunni felst   að eingöngu verði hægt að beygja út úr Klébergsskólavegi inn á Hringveg til hægri. Klébergsskólavegur verði jafnframt mótaður þannig að aðeins verði hægt að beygja af honum til hægri inn á Hringveg, en ekki verði hægt að beygja af Hringvegi inn á Klébergsskólaveg. Ennfremur felur tillagan í sér að malbika axlir við Klébergsskólaveg og setja vegrið í miðjan Hringveg til að loka fyrir beygjur til vinstri. Tillagan felur einnig í sér að lengja vinstribeygjuvasa á Hringvegi við Brautarholtsveg. Einnig er lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs, dags. 31. október 2013 vegna bókana í hverfisráði Kjalarness 18. september og 10. október 2013 vegna framkvæmda við Vesturlandsveg og Brautarholtsveg.

Samþykkt.

9. Sæbraut, hjólastígur Mál nr. US130282

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. október 2013 ásamt tillögu að hjólastíg meðfram Sæbraut frá  Kringlumýrarbraut að Faxagötu samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. í september 2013.  

Frestað.

10. Umhverfis- og skipulagssvið, Vatnspóstar Mál nr. US130286

Lagt fram bréf  Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. október 2013 varðandi vatnspósta í Reykjavík. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2013.  

Kynnt.

Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

11. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 1. nóvember 2013.

12. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN130456

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í júlí 2013 (apríl útgáfa að viðbættum breytingum samþykktum 3. júní, 10. og 25. júlí 2013): greinargerð A-hluti, sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur,  greinargerð B-hluti og fylgigögn C-hluti (þ.m.t. umhverfisskýrsla og umsagnir sem bárust fyrir 3. júní 2013). Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust eftir 3. júní 2013:  umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 30. maí 2013, Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. júní 2013, umsögn/svar Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 5. júní 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 5. júní 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. júní 2013, umsögn Eimskips dags. 24. júní 2013 og umsögn umhverfisstofnunar dags. 25. júní 2013. Ennfremur lagður fram breytingarlisti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2013 ásamt minnisblaði vegna umsagnar Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2013. Lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar dags. 18. september 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir um tvær vikur. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Reynir Kristinsson, ásamt breytingartillögum, dags. 13. ágúst 2013, Landbakki, Ingi Guðmundsson, dags. 14. ágúst 2013,  Guðbrandur Magnússon og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir dags. 21. ágúst 2013, Benedikt Geirsson, dags. 23. ágúst 2013, Lilja U. Óskarsdóttir, dags. 25. ágúst 2013, Gauti Kjartan Gíslason, dags. 26. ágúst 2013, ábending Esjustofu, Pjetur Árnason, dags. 28. ágúst 2013, Þorsteinn Kúld, dags. 29. ágúst 2013, ábending Braga Bergssonar, dags. 4. september 2013, ábending Massimo Santanicchia, dags. 9. september 2013, bókun og athugasemd sveitarstjórnar Hrunamannahrepps, dags. 6. september 2013, Ísleifur Gíslason, dags. 10. september 2013, Svavar Stefánsson, dags. 10. september 2013, Ásta Aðalsteins, dags. 10. september 2013, Landbúnaðarháskóli Íslands, Ágúst Sigurðsson dags. 10. september 2013, FSBP2 ehf, Sveinn Hreinsson, dags. 10. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Akureyrar dags. 5. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Fljótsdalshéraðs dags. 5. september 2013, bókun og athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 11. september 2013, Páll T. Jörundsson og Inga.I.S. Vilhjálmsdóttir, dags. 11. september 2013, Jón Óli Ólafsson og Ingibjörg J. Helgadóttir, dags. 11. september 2013, ByggáBIRK, dags. 12. september 2013, Vignir Rafn Gíslason og Laufey Björk Þorsteinsdóttir, dags. 12. september 2013, Björn Arnar, dags. 12. september 2013, Sigmundur Andrésson, dags. 12. september 2013, Alfhild Nielsen, dags. 12. september 2013, Sigurður Ingimarsson, dags. 12. september 2013, íbúar að Seiðakvísl 43, dags. 12. september 2013, Edward H. Finnsson, dags. 12. september 2013, Júlíus Björn Þórólfsson, dags. 12. september 2013, Helgi Rafnsson, dags. 12. september 2013, bókun og athugasemd hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 12. september 2013, Sigurður Ásgeirsson, dags. 12. september 2013, Bjarni Bærings, dags. 13. september 2013, Kvótasalan ehf. dags. 13. september 2013, Landbakki ehf, dags. 13. september 2013, Hafsteinn Linnet, dags. 13. september 2013, athugasemd og bókun Kópavogsbæjar dags. 13. september 2013, Jón Leví, dags. 13. september 2013, Anna Snjólaug Arnardóttir, dags. 13. september 2013, Ægir Wessman, dags. 15. september 2013, Hestamannfélagið Sprettur, reiðveganefnd, dags. 15. september 2013 og Hestamannafélagið Sprettur stjórn, dags. 15. september 2013, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 15. september 2013, Hestamannafélagið Hörður, reiðveganefnd, dags. 16. september 2013, Erling Jóhannesson, dags. 16. september 2013, Örn Karlsson, dags. 16. september 2013, Íslenska flugsögufélagið, dags. 16. september 2013, Þorsteinn Kristleifsson dags. 16. september 2013, Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndarinnar Harðar í Mosfellsbæ dags. 16. september 2013, Emil Ágústsson mótt. 16. ágúst 2013, Kristján Árnason dags. 16. september 2013, Kristján Árnason, dags. 16. september 2013, bókun og athugasemdir Bláskógarbyggðar dags. 17. september 2013, Siglingarsamband Íslands dags. 17. september 2013, Stefanía Þorgeirsdóttir f.h. starfsmanna tilraunastöðvarinnar á Keldum dags. 17. september 2013, Anna Ósk Kolbeinsdóttir og Hjalti Skúlason dags. 17. september 2013, Guðmundur Sigurðsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir, dags. 17. september 2013, íbúasamtökin Betra Breiðholt, dags. 17. september 2013, Elísabet Kristinsdóttir, dags. 17. september 2013, bókun og athugsemdir Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 17. september 2013, Reitir fasteignafélag, dags. 18. september 2013, Snædís Gunnlaugsdóttir hdl. f.h. eig. Hofslands 1, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, Jón Sveinbjörnsson, dag. 18. september 2013, Leifur Magnússon, dags. 18. september 2013, eigendur Hjarðarness, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, eigandi Tindstaða Haukur Óskarsson, dags. 18. september 2013, eigandi Skrauthóla Sigurður Antonsson, dags. 18. september 2013, Arnar Þór Emilsson, dags. 18. september 2013, Knattspyrnufélagið Fram, dags. 18. september 2013, Gunnar Ólafsson, dags. 19. september 2013, Tilraunastöð HÍ að Keldum ásamt samningi, dags. 19. september 2013, Anna Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 19. september 2013, Flugklúbburinn Þytur, dags. 19. september 2013, Halldór Frímannsson, dags. 19. september 2013, Garðaflug ehf, dags. 19. september 2013, Stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík, dags. 19. september 2013,  bókun og athugasemdir skipulags- og byggingaráðs Hafnafjarðar dags. 19. september 2013, Fylkir ehf., dags. 19. september 2013, Kristján Guðmundsson, dags. 19. september 2013, Brynjólfur Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Siglingafélagið Brokey, dags. 19. september 2013, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 19. september 2013, Samtök ferðaþjónustunnar, dags. 19. september 2013, Skildingar ehf. dags. 19. september 2013, Stólpar ehf., dags. 19. september 2013, Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Skólaráð Sæmundarskóla, dags. 19. september 2013, Knattspyrnufélagið Þróttur, dags. 19. september 2013, Hverfisráð Kjalarness, dags. 19. september 2013, Íþróttafélög í Laugardal, dags. 19. september 2013, Áslaug Skeggjadóttir, dags. 19. september 2013, Icelandair Group, dags. 19. september 2013, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 19. september 2013, Ingibjörg Svavarsdóttir, dags. 19. september 2013, Andrea Þormar og Atli Már Jósafatsson, dags. 19. september 2013, Sigurlína Magnúsdóttir, dags. 19. september 2013, Berglind Aðalsteinsdóttir, dags. 19. september 2013, Ólafur G. Flóvens, dags. 19. september 2013, Bergþóra Kristinsdóttir, dags. 19. september 2013, Íbúasamtök Grafarholts, dags. 19. september 2013, Sigurbjörn Hjaltason, dags. 19. september 2013, Flugmálafélag Íslands, dags. 19. september 2013, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 20. september 2013, Árni Jón Sigfússon, dags. 20. september 2013, Siglingafélagið Ýmir og Siglingaf. Reykjavíkur Brokey, dags. 20. september 2013, íbúasamtök Úlfarsárdals, 2 bréf, dags. 20. september 2013, Vogabyggð 2 bréf, dags. 20. september 2013, Olíudreifing ehf. dags. 20. september 2013, Landsbyggðin lifi, dags. 20. september 2013, Vilhjálmur Baldursson, dags. 20. september 2013, Kári Guðbrandsson og Sigrún Sigurpálsdóttir, dags. 20. september 2013, bókun og athugasemdir sameiginlegrar skipulagsnefndar uppsveita BS, dags. 20. september 2013, 

Iceland Aviation ehf., dags. 20. september 2013, Þyrlufélagið ehf. dags. 20. september 2013, Vegagerðin, dags. 28 . september 2013, bókun og athugasemdir sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Skotíþróttasamband Íslands, dags. 20. september 2013, Orkuveita Reykjavikur, dags. 20. september 2013, Júdósamband Íslands, dags. 20. september 2013, Landspítali Háskólasjúkrahús, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 20. september 2013, íbúar við Rafstöðvarveg, 29 aðilar, dags. 20. september 2013, Akstursíþróttasamband Ísl. dags. 20. september 2013, Bolli Héðinsson, dags. 20. september 2013, Körfuknattleikssamband Íslands, dags. 20. september 2013, Prýðifélagið Skjöldur, dags. 20. september 2013, 

Þórður Gíslason og Guðrún Árnadóttir, dags. 20. september 2013, Daníel Friðriksson, dags. 20. september 2013, Björgun ehf, dags. 20. september 2013, Eimskip, dags. 19. september, undirskriftalisti 121 íbúa í Húsahverfi, mótt. 20. september, Björn Kristinsson, dags. 20. september 2013, Lex lögmenn f.h. eig. Stóru Skóga dags. 20. september 2013, Dansíþróttasamband Íslands dags. 20. september 2013, Samtök atvinnul.ferðaþj.iðnaðar og verslunar dags. 20. september 2013, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 20. september 2013, Hestamannafélagið Fákur, dags. 20. september 2013, Kraftlyftingasambands Íslands, dags. 20. september 2013, dags. 20. september 2013, Kristbjörg Hjaltadóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Grafarvogsdags, dags. 20. september 2013, Gunnlaugur Briem, dags. 20. september 2013, Jónas Bjarnason, dags. 20. september 2013,  Egill Guðmundsson, dags. 20. september 2013, Innanríkisráðuneytið, dags. 20. september 2013, Klasi ehf og Elliðaárvogur ehf, dags. 20. september 2013, Magnús K. Bergmann og Drífa Magnúsdóttir, dags. 20. september 2013, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigurjón Sindrason, Helga Björnsson, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Kristinn Bjarnason, dags. 20. september 2013, Samtök um betri byggð ásamt 9 viðhengjum, dags. 20. september 2013, Bergljót Rist, dags. 20. september 2013, Rut Agnarsdóttir, dags. 20. september 2013, Ólafur Magnússon og Íris Baldursdóttir, dags. 20. september 2013, Helena Bergmann og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dags. 20. september 2013, eig. Hrafnhóla Kjalarnesi ásamt viðhengi dags. 20. september 2013, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Laugardals, dags. 20. september 2013, Stúdentaráð Háskóla Íslands, dags. 20. september 2013, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Félag Ísl. einkaflugmanna, dags. 20. september 2013, Svandís Kjartansd. Gísli Einarss. Guðmundur Einarss., dags. 20. september 2013, Svifflugfélag Íslands 2 viðhengi, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Björgúlfur Thorsteinsson og Elsa Guðmundsdóttir, dags. 20. september 2013, Hanna Björk Kristinsdóttir, dags. 20. september 2013, Inga M. Friðriksdóttir, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, dags. 20. september 2013, Inga Dagfinnsdóttir, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 20. september 2013, Þóra Andrésdóttir, dags. 20. september 2013, Ingimundur Stefánsson, dags. 20. september 2013,  Helga Bragadóttir ráðgj.hópur Hlíða, dags. 20. september 2013, Knattspyrnufélagið Víkingur, dags. 20. september 2013, Gísli Gestsson, dags. 21. september 2013, Ólafur Viðarsson, dags. 21. september 2013, Landssamtök hjólreiðamanna , 21. september 2013, Tennissamband Íslands, 23. september 2013, 17 íbúar við Rafstöðvarveg, dags. 23. september 2013, Íþróttasamband fatlaðra, dags. 23. september 2013, Skildingar ehf, dags. 23. september 2013,Hvalfjarðarsveit dags. 23. september 2013 og Andrés Andrésson dags. 23. september 2013.

Einnig lagðar fram undirskriftir sem safnað var á vefsvæðinu lending.is.

Eftirfarandi umsagnir bárust: Umsögn skipulagsstofnunar við drög að aðalskipulagstillögu dags. 16. júlí 2013, umsögn Hvalfjarðarsveitar, dags, 26. ágúst 2013, umsögn/bókun Hverfisráðs Miðborgar dags. 22. ágúst 2013, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. ágúst 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. september 2013 ásamt viðbót 23. september 2013, Umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. september 2013, umsögn Isavia dags. 20. september 2013, Umsögn Samgöngustofu, dags. 20. september 2013.

Allar athugasemdir sem bárust: tengill

Frestað

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júlí 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2013. Tillagan var auglýst frá 14 ágúst til og með 25. september 2013 Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/umsagnir: umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 22. júlí 2013, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. júlí 2013, bréf Skipulagsstofnunar 2. ágúst 2013, bréf Seltjarnarnesbæjar dags. 8. ágúst 2013 ásamt bókun skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 23. júlí 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, umsögn umhverfisstofnunar dags. 26. ágúst 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar dags. 26. september 2013. Einnig er lagt fram bréf Seltjarnarnesbæjar dags. 26. september 2013 ásamt bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. september 2013.

Kynnt drög að umsögn verkefnisstjóra aðalskipulags.

Frestað

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi Vesturbugtar  sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum  ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2013.  Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 8. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Katrín Harðardóttir dags. 25. september 2013, Lilja Steingrímsdóttir dags. 2. október 2013, Faxaflóahöfn dags. 30. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 1. október 2013, Sigurður Högni Jónsson dags. 2. október 2013, Lena Cecilia Nyberg dags. 2. október 2013, Villi Símonarson dags. 2. október 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Gunnar Haraldsson dags. 2. október 2013, Brimgarðar ehf. dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Sigmundur Traustason dags. 3. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Margrét Harðardóttir og Steve Christer dags. 3. október 2013, Nótt Thorberg dags. 3. október 2013, Sigurjón H. Ingólfsson dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 393 aðila dags. 2. október 2013. 

Frestað

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 13:40, Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.

15. Einholt-Þverholt, deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN130238

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 11. ágúst 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags.  11. ágúst 2013.  Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 21. ágúst 2013 ásamt bókun Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 2. september 2013 til og með 14. október 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Gláma-Kím f.h. húseigenda Þverholti 11 dags. 9. okt. 2013 og Þórarinn Hauksson dags. 14. október 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2013.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2013.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Síðumúli 30, lóðarstækkun (01.295.2) Mál nr. SN130497

Lýsing hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 18. október 2013 var lögð fram umsókn Lýsingar hf. dags. 17. október 2013 um stækkun lóðarinnar nr. 30  við   Síðumúla til austurs, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 16. október 2013.

Ráðið samþykkir stækkun lóðar með vísan til 12. gr samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.

17. Foldahverfi, 3. áfangi, breyting á deiliskipulagsskilmálum (02.8) Mál nr. SN130289

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis, 3. áfanga, dags. 16. október 2013 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 754 frá 5. nóvember 2013. 

(C) Ýmis mál

22. Umhverfis- og skipulagsráð, Reykjavíkurráð ungmenna,  tillaga um bættan hverfisbrag í Grafarholti Mál nr. US130272

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. október 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 8. október 2013 um að vísa svohljóðandi tillögu Sólrúnar Ástu Björnsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts um bættan hverfisbrag í Grafarholtinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Þarf tiltekt á stórum svæðum í Grafarholtinu, hraðbanka og aukna þjónustu, huggulega staði og tengingu Úlfarsárdals og Grafarholt. Einnig þarf skjólsælli og huggulegri útisvæði." 

Frestað

32. Umhverfis- og skipulagssvið, gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík Mál nr. US130283

Kynnt drög að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík dags. í október 2013. 

33. Umhverfis- og skipulagssvið, gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Mál nr. US130288

Kynnt drög að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. í október 2013.

34. Umhverfis- og skipulagssvið, gjaldskrá meindýravarna Mál nr. US130289

Kynnt drög að gjaldskrá meindýravarna dags. í október 2013. 

40. Laugavegur 178 og Ármúli 6, afskráning byggingarstjóra, kæra 33/2013, umsögn, úrskurður (01.251.1) Mál nr. SN130515

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. mars 2013 á afgreiðslu starfsmanns byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. mars 2013 vegna afskráningar byggingarstjóra að framkvæmdum við Laugaveg 178 og Ármúla 6. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. apríl 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. október 2013. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14.50.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Sverrir Bollason

Sóley Tómasdóttir Óttarr Guðlaugsson

Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 10.30 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 754. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Bjarni Þór Jónsson.

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN046662

Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á vesturgafli  hesthúss nr. 25 á lóð nr. 25-29 við Almannadal. 

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Álfheimar 49 (01.438.004) 105393 Mál nr. BN046746

Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu sem samanstendur af tveimur 24 feta gámafletum klæddum með dúk á grind með metanhylkjum og gám sem inniheldur metanpressu innan steyptra veggja á þrjá vegu en metandælan verður austasta dælan undir skyggni við eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 49 við Álfheima.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla frá Eflu dags. október 2013.

Stærðir stækkun: mhl. 03, A og C rými, 90 ferm., 234 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu  Vísað er til uppdrátta nr. 10-01 - 10-04 dags. 29. október 2013.

3. Álftamýri 36 (01.282.002) 103695 Mál nr. BN046750

Sveinn Jónsson, Álftamýri 36, 108 Reykjavík

Kristinn H Þorbergsson, Álftamýri 36, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalalokun (gustlokun) svala við íbúðir 0203 og 0301 í fjölbýlishúsi nr. 36 á lóð nr. 32, 34 og 36 við Álftamýri.

Stærðir xx rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN046623

Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýja spennistöð í norðvesturhorni lóðar í stað annarrar í kjallara hússins, til að fella niður nýsamþykktan stoðvegg að Háaleitisbraut og breyta fyrirkomulagi lóðar, en við það fækkar bílastæðum um þrjú, sjá erindi BN045986 og BN046276, verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Ármúla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2013 og yfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. október 2013.

Bílastæði á lóð eftir breytingu samtals 89.

Spennistöð:  20,9 ferm., 72,1 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2013

5. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN046741

Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi breyta erindi BN045358 þannig að brunahólfun í álmu G1 breytist  í húsinu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN046657

1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gasskáp í kjallarainngangi  á norðurhlið og gaslögn frá honum inn í tæknirými hússins á lóð nr. 10 við Grundarstíg.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN046687

Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík

Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa inngang bankaútibús og byggja skyggni útyfir gangstétt á húsi Háskólabíós á lóð nr. 3 við Hagatorg.

Bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 30 sept. 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. október 2013.

Fyrirspurn BN046567 frá 1. okt. 2013 fylgir.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Hofsvallagata 54 (01.526.101) 106073 Mál nr. BN046743

Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvö gámahús á norðurhluta lóðar á meðan á framkvæmdum stendur frá 1.11. 2013 - 31.1. 2014 við inniklefa Vesturbæjarlaugar á lóðar nr. 54 við Hofsvallagötu.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN046684

Keilir fjárfestingafélag ehf, Tangarhöfða 9, 110 Reykjavík

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús úr timbri klæddu bárujárni fyrir 22 hesta að Ásagötu 23 (A götu) á lóðinni Hólmsheiði fjáreig.fé.

Á sama stað var áður hesthús sem brann árið 2008.

Stærð: Hesthús 217,0 ferm. og 818,4 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa skal lóðarskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Kistuhylur 4 (04.26-.-99) 110979 Mál nr. BN035925

Minjasafn Reykjavíkur, Pósthólf 10020, 130 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja safnageymslu á lóð Árbæjarsafns, einlyfta timburbyggingu klædda alusinkklæðningu á steinsteyptan kjallara, á lóð nr. 4 við Kistuhyl.

Stærð: Safnageymsla (matshluti 39) kjallari 268,6 ferm., 1. hæð 268,6 ferm., samtals 537,2 ferm., 1977,3 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN043786

Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem sýnt er milliloft og nýjar eldvarnarkröfur settar fram í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 15 við Klettháls.

Brunaskýrsla dags. 29. apríl 2011 Samþykki meðeigenda ódags.fylgir

Milliloft: 342,7 ferm. 

Gjald kr. 8.000 + 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN046723

Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða götuhlið með mattslípuðu graníti í svipuðum lit og núverandi steining húss á lóð nr. 15 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN046758

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Vegna lokaúttektar er sótt um lítils háttar breytingar á fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð hússins nr. 21 við Laugaveg, sbr. erindi BN046348, á lóðinni  Laugavegur 21 - Klapp.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Laugavegur 66-68 (01.174.228) 101606 Mál nr. BN046620

L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja húsið Grettisgata 51B á lóðinni  nr. 66-68 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er afrit af þinglýstum kröfum ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. október 2013.

Niðurrif:  fastanr. 200-5470 mhl. 02 merkt 0101 íbúðareign 105,1 ferm. 368 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Melavellir (00.013.002) 125655 Mál nr. BN046771

Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóðinni Melavellir, kjúklingaeldi, sbr. erindi BN046289

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

16. Miðstræti 7 (01.183.202) 101943 Mál nr. BN046725

Sveinbjörn Sigurðsson hf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík

Vegna framkvæmda er sótt um að framlengja í níu mánuði stöðuleyfi fyrir ruslagám í bílastæði á götu framan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 7 við Miðstræti.

Umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 31. október 2013 fylgir erindinu.

Fyrirhuguð verklok eru í byrjun júlí 2014.

Sjá einnig erindi BN044215, Miðstræti 7 - Svalalokun, sem samþykkt var 15. maí 2012.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010 og með vísan til umsagnar skifstofu reksturs og umhirðu dags. 31. október 2013.

17. Njálsgata  53-57 (01.190.122) 102397 Mál nr. BN046715

Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046572 þannig að neyðarútgangur sem var um skábraut er færður til og verður um geymslugang hússins á lóð nr. 53-57 við Njálsgötu.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN046724

Guðrún María Finnbogadóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að sameina tvær áður gerðar ósamþykktar íbúðir og innrétta eina íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Njálsgötu.

Erindi fylgir virðingargjörð dags. 1. ágúst 1942 og þinglýst afsöl dags. 9. október 1953 og 17. október 1960.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN046659

Integrum ehf, Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja hæða fjölbýlishús, tíu íbúðir með bílakjallara fyrir níu bíla á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.

Erindi fylgir varmatapsútreikningur .

Stærð:  Kjallari 496,7 ferm., 1. hæð 413,1 ferm., 2. hæð 429,8 ferm., 3. hæð 244,2 ferm.

Samtals 1.583,8 ferm., 4.859,3 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN046763

Integrum ehf, Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöðum og lögnum í grunni á lóðinni nr. 1 við Nönnubrunn sbr. erindi BN046659 sem er  endurnýjun á BN037047.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

21. Rafstöðvarvegur 9-9A (04.252.601) 217467 Mál nr. BN046745

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir íþrótta og athafnasvæði  á 1 hæð, innrétta skrifstofur á 2. hæð, koma fyrir tveimur setlaugum og afgirtu leiksvæði fyrir börn, byggja skábraut á austurhlið kjallara og klæða að utan eldri húshluta á lóð nr. 9-9A við Rafstöðvarveg .

Bréf frá hönnuði dags. 29. október 2013, umsögn skipulagsfulltrúa um ramp dags. 7. október 2013, tölvupóstur frá Rúnari Svavari Svavarssyni frá OR um kvaðir lagna og umsögn burðarvirkishönnuðar  dags. 7. október 2013 fylgja erindinu. 

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22. Safamýri 34-38 (01.286.001) 103740 Mál nr. BN046698

Ægir Vopni Ármannsson, Fannafold 164, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi vegna brunavarna  að koma fyrir garðhurðum út úr íbúðum á jarðhæð fjölbýlishússins nr. 34, 36 og 38 á lóð 34-38 við Safamýri.

Fyrirspurn BN045996 dags. 10. maí 2013 fylgir.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Síðumúli 16-18 (01.293.103) 103805 Mál nr. BN046405

Esjuborg ehf, Skútuvogi 12D, 104 Reykjavík

Fastus ehf., Síðumúla 16, 108 Reykjavík

Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám við hús nr. 16 á lóðinni nr. 16-18 við Síðumúla.

Gjald kr. 9.000 + 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

24. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN046747

Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af verslunar og skrifstofuhúsnæði á 1. hæð, 3. hæð og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

25. Skólavörðustígur 5 (01.171.308) 101408 Mál nr. BN046172

Ófeigur Björnsson, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013.

Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A , bréf umsækjanda með rökstuðningi  hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013. 

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Smábýli 5 (70.000.030) 125869 Mál nr. BN045864

Guðný H Kúld, Merkjateigur 4, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús,  mhl. 01 með timburþaki og torfhleðslum á þaki og veggjum og bílskúr með geymslu og sorpgeymslu, mhl. 02 úr timbri á steyptum undirstöðum og sömuleiðis með torfhleðslum sbr. erindi BN031094  samþ. 10.5. 2005 á lóðinni Smábýli nr. 5 á Kjalarnesi, landnúmer 125869.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013 og einnig bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 4.7. 2013.

Mæliblað sem sýnir skiptingu lands.

Stærðir: einbýlishús 105,4 ferm., 383,1 rúmm.

Bílskúr 32 ferm., 93,4 rúmm.

Samtals 137,4 ferm., 476,5 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 9.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

27. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN046744

Mánatún 3-5,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli við allar íbúðirnar 40  í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Mánatún.

Stærðir samtals xx rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Suðurgata 18 (01.161.203) 101214 Mál nr. BN046656

Guðni Ásþór Haraldsson, Suðurgata 18, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Guðna Haraldssonar hrl dags. 2. október 2013 þar sem umsókn um leyfi til að byggja fjögur bílastæði fyrir framan húsið nr. 18 við Suðurgötu er ítrekuð í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. september sl. 

Sjá einnig erindi BN044829 sem synjað var 3. október 2012.

Uppdrættir dags. 2. júlí 2012 fylgja erindinu ásamt bréfi Guðna Á. Haraldssonar dags. 2. október 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. október 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2013.

29. Suðurlandsbraut ! (01.265.201) 103543 Mál nr. BN046748

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir vörumóttökuhurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 31 við Ármúla.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

30. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN045443

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja vetrargarð á 1. hæð og nýta þak hans sem sólpall á 2. hæð  sem er breyting á samþykktu erindi BN038577 í hótelbyggingu á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.

Stærðarbreytingar:

Samþykkt erindi BN038577: 16.269,3 ferm., 56.479,2 rúmm.

Minnkun: 18,4 ferm., Stækkun 3,5 rúmm.

Samtals eftir breytingar: 16.250,9 ferm., 56.482,7 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Vesturgata 3 (01.136.102) 100528 Mál nr. BN046742

Stofan Café ehf., Vesturgötu 26c, 101 Reykjavík

Verslunin Fríða frænka ehf, Vesturgötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunarhúsnæði í veitingastað í flokki II í kjallara og á fyrstu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu.

Skv. uppdráttum er gestafjöldi staðarins 148 manns.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2013 fylgir erindinu.

Bréf hönnuðar dags. 29. október 2013 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Þórsgata 6 (01.184.203) 102025 Mál nr. BN046728

Hörsey ehf, Gerðhömrum 27, 112 Reykjavík

Þ6 ehf., Gerðhömrum 27, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldra hús og byggja þrílyft fjölbýlishús með sjö íbúðum, sbr. fyrirspurn BN044692, á lóð nr. 6 við Þórsgötu.

Niðurrif:  ?? ferm.

Nýbygging:  1. hæð 174,3 ferm., 2. og 3. hæð 194 ferm.

B-rými(undirgöng) 31 ferm.

Samtals 562,3 ferm., 1.934,9 rúmm.

B-rými 31 ferm., 86,8 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ýmis mál

33. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN046751

Þann 3. júlí 2007 voru samþykkt byggingaráform BN035706 að Freyjubrunni 33.  Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin.  Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

34. Grandavegur 42-44 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN046770

Þann 29.10 2013 var samþykkt byggingarleyfi BN046483 að Grandaveg 42-44 um leyfi til að byggja fjölbýlishús. Stærðir við samþykkt voru bókaðar:

Mhl. 01:  Kjallari -1 74,7 ferm.,  kjallari 00 443 ferm., 1. hæð 492,3 ferm., 2., 3. og 4. hæð 492,2 ferm.

Samtals:  3.339,4 ferm., 10.075,1 rúmm.

B-rými:  658,3 ferm., 1.851,9 rúmm.

Mhl. 02:  Kjallari -1 68,4 ferm., kjallari 00 439,5 ferm., 1., 2., 3., 4., 5., og 6. hæð 485 ferm., 7. hæð 353,3 ferm.

Samtals:  3.771,2 ferm., 11.305,9 rúmm.

B-rými:  750,4 ferm., 2.100,5 rúmm.

Mhl. 03:  Kjallari -1 161,0 ferm., kjallari 00 455,3 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 504 ferm., 5., 6. og 7. hæð 504 ferm., 8. hæð 507,4 ferm., 9. hæð 375,8 ferm.

Samtals:  5.027,5 ferm., 14.912,8 rúmm.

B-rými:  961,7 ferm., 2.692,3 rúmm.

Mhl. 04:  Kjallari -1 37,2 ferm., kjallari 00 398,2 ferm., 1. hæð 922,2 ferm., 2. hæð 909 ferm., 3. hæð 777,6 ferm., 4. hæð 665,4 ferm.

Samtals:  3.709,6 ferm., 11.157 rúmm.

B-rými:  946,4 ferm., 2.650,4 rúmm.

Mhl. 05:  Kjallari -1 17,9 ferm., kjallari 00 256,5 ferm., 1. hæð 562,3 ferm., 2. hæð 551,9 ferm., 3. hæð 440 ferm.

Samtals:  1.828,7 ferm., 5.779,6 rúmm.

B-rými:  522,4 ferm., 1.505,5 rúmm.

Mhl. 06:  Kjallari -1 23,5 ferm., kjallari 00 256,2 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 402,6 ferm.

Samtals:  1.890,1 ferm., 5.743,6 rúmm.

B-rými:  182,7 ferm., 511,6 rúmm.

Mhl. 07:  Kjallari -1  16,1 ferm., kjallari 00 183,6 ferm.

Samtals:  199,7 ferm., 1.355,2 rúmm.

B-rými:  6.730,4 ferm., 20.841,1 rúmm.

Samtals A rými:  19.766,2 ferm., 60.339,2 rúmm.

Samtals B rými:  10.752 ferm., 32.153,3 rúmm.

En eiga að vera samkvæmt skráningartöflu:

Mhl01; Samtals 3.393,4 ferm. og 10.123,8 rúmm.

Mhl02; Samtals 3.844,5 ferm. og 11.572,9 rúmm.

Mhl03; Samtals 5.027,5 ferm. og 14.962,9 rúmm.

Mhl04; Samtals 3.709,9 ferm. auk rýmis í lokunarflokki B sem er 355,5 ferm. og 11.252,4 rúmm. auk rýmis í lokunarflokki  B sem er 995,3 rúmm. 

Mhl05; Samtals 1.829,6 ferm. og 5.833,9 rúmm.

Mhl06; Samtals 1.890,8 ferm. og 5.754,5 rúmm.

Mhl07; Samtals 6.960,6 ferm. og 22.491,9 rúmm. (Mhl. 07 er Bílageymsla)

Heildar brúttóflatarmál húss í lokunarflokki A er 26.656,3 ferm og lokunarflokki B án svala 355,5 ferm.; Samtals 27.011,8 ferm.

Heildar brúttórúmmál húss í lokunarflokki A er 81.992,3 rúmm. og lokunarflokki B án svala 995,3 rúmm.; Samtals 82.987,6 rúmm.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

35. Meistari - stálvirkjameistari Mál nr. BN046754

Júlíus Helgi Jónsson, Hlíðarhvammur 5, 200 Kópavogur

Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem stálvirkjameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir bréf byggingarfulltrúans í Hafnarfirði dags. 23. september 2004 og staðfesting uppáskriftar frá tæknifræðingi Kópavogsbæjar dags. 31. október 2013.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

36. Meistari - stálvirkjameistari Mál nr. BN046752

Stefán Örn Jónsson, Túngata 1, 900 Vestmannaeyjar

Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem stálvirkjameistari í lögsagnarumsæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir afrit af bréfum skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar dags. 23. og 30. október 2013.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

37. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046767

Þann 24.09 2013 var samþykkt byggingarleyfi BN046396 að Sæmundargötu 15-19 um leyfi til að byggja líftæknihús. Stærðir við samþykkt voru bókaðar:

Kjallari, bílgeymsla, 2.115,9 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.608,3 ferm., 1. hæð, 3.652,3 ferm., 2. hæð, 1.468,2 ferm., 3. hæð, 3.046,0 ferm., 4. hæð, 1.284,7 ferm., þakrými 73,3 ferm.

Samtals, 13.248,7 ferm. og 63.224,0 rúmm.

En eiga að vera samkvæmt skráningartöflu:

Kjallari; 3.724,2 ferm. auk 21,4 ferm. rýmis 0015 í lokunarflokki B, 1. hæð; 3.652,3 ferm., 2. hæð; 1.361,7 ferm., 3. hæð; 2.939,5 ferm., 4. hæð; 1.284,7 ferm.

Samtals brúttóflatarmál í lokunarflokki A og B; 12.983,8 ferm.  Þar af er stærð bílageymslu í kjallara 2.119,1 ferm.  

Samtals brúttórúmmál í lokunarflokki A og B: 62.882,4 rúmm. auk 70,6 rúmm. eða 62.953 rúmm.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

38. Álfheimar 7 (01.432.005) 105212 Mál nr. BN046721

Marcel Mendes da Costa, Álfheimar 7, 104 Reykjavík

Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir, Álfheimar 7, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi, stækka glugga og koma fyrir dyrum að baklóð í bílgeymslu hússins nr. 7 við Álfheima.

Nei.

Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

39. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN046726

Fjórir viðburðir ehf, Langholtsvegi 94, 104 Reykjavík

Brekknaás 9 ehf., Þinghólsbraut 69, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að byggja 30 hesta hús og litla reiðskemmu til reiðkennslu á lóð nr. 9 við Brekknaás.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Laufengi 66-78 (02.389.703) 109298 Mál nr. BN046727

Leo Lam To, Laufengi 70, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir viftuopi á norðurhlið húss nr. 70 á lóðinni nr. 66-78 við Laufengi.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda liggi fyrir samþykki meðeigenda.

41. Rauðagerði 74 (01.823.210) 108357 Mál nr. BN046756

Katrín Sif Michaelsdóttir, Danmörk, Gunnar Dan Wiium, Danmörk, Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. sex fermetra anddyrisviðbyggingu að norðurhlið, u.þ.b. sjö fermetra sólstofu að suðurhlið og tvo kvisti á norður- og suðurþekju einbýlishúss á lóðinni nr. 74 við Rauðagerði.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Tjarnargata 35 (01.142.302) 100937 Mál nr. BN046675

Lagt fram bréf Valtýs Sigurðssonar hrl. dags. 9. október 2013 varðandi leiðbeiningar um bílastæði á lóðinni nr. 35 við Tjarnargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2013 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. Október 2013.

Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. Október 2013.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12.05.

Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Harri Ormarsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir