Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 23. október kl. 09.09, er haldinn 39. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn er haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir eru : Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Marta Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sitja fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson Harri Ormarsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Skipulagslög, breyting á skipulagslögum Mál nr. US130229
Kynning á breytingum á skipulagslögum sem samþykkt voru 9. september 2010.
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður kynnir.
Elsa Hrafnhildur Yeoman tekur sæti á fundinum kl. 9:13
Karl Sigurðsson og Júlíus Vífill Ingvarsson taka sæti á fundinum kl. 9:15.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
2. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 325 frá 14. október 2013 og nr. 326. frá 21. október 2013.
3. Trjáræktarstefna, Mál nr. US130187
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða dags. 4. júlí 2013 ásamt stefnu Reykjavíkurborgar í trjárækt dags. 14. júní 2013.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
4. Götutré, endurnýjun í miðborg Mál nr. US130242
Kynning á aðgerðum umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráði 25. september lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Óskað er eftir að upplýsingar um kostnað við að fella aspir í miðborginni og gróðursetja ný tré í þeirra stað, þar sem það á við, verði lagðar fyrir ráðið áður en framkvæmdir hefjast".
Einnig lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. október 2013.
Þórólfur Jónsson og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:
„Kostnaður við að fjarlægja aspir í Kvosinni er þegar orðinn 12 milljónir. Nú stendur til að saga niður fleiri tré á sama reit. Áætlaður kostnaður við það eru aðrar 12 milljónir. 24 milljónir hafa þá farið í að saga niður tré í miðborginni. Áðurnefndir fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru ósammála þessari forgangsröðun fjármuna.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir bóka:
„Áætlun um endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur var ákveðin með 15 samhljóða greiddum atkvæðum í borgarstjórn 18. Janúar 2011. Endurnýjunin byggir á ítarlegri úttekt garðyrkjustjóra sem sýnir að umræddar aspir eru illa farnar og rótarkerfi þeirra farið að skemma gangstéttir. Verði ekkert að gert gæti það leitt til mikils kostnaðar. Ætlunin er að skipta öspunum út fyrir trjágróður sem hæfir umhverfinu betur.“
5. Miðborgin, háspennisstöðvar Mál nr. US130267
Lagt fram erindi Hverfisráðs Miðborgar dags. 11. október 2013 varðandi staðsetningu háspennistöðva í borginni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs, umhverfisgæða.
6. Hópferðabílar, takmarkanir í Miðborg Mál nr. US130265
Lagt fram erindi frá Hverfisráði Miðborgar dags. 11. október 2013 varðandi akstur hópferðabifreiða um miðborgina. Einnig óskar Hverfisráðið eftir viðræðum við umhverfis- og skipulagsráðs um miðborgarstrætó og ferðir hópferðabíla um miðborgina.
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs, samgöngur.
7. Hópferðabílar, litlir strætisvagnar Mál nr. US130266
Lagt fram erindi frá Hverfisráði Miðborgar dags. 11. október 2013 varðandi notkun lítilla strætisvagna um miðborgina og fjölgun ferða. Einnig óskar Hverfisráðið eftir viðræðum við umhverfis- og skipulagsráð um miðborgarstrætó og ferðir hópferðabíla um miðborgina.
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs, samgöngur.
(A) Skipulagsmál
8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 18. október 2013.
9. Austurhöfn, forsögn að breyting á deiliskipulagi vegna lóða 1, 2, 5 og 6 (01.11) Mál nr. SN130479
Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1 til 6.
Framlögð forsögn samþykkt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
10. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2013. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 8. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Katrín Harðardóttir dags. 25. september 2013, Lilja Steingrímsdóttir dags. 2. október 2013, Faxaflóahöfn dags. 30. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 1. október 2013, Sigurður Högni Jónsson dags. 2. október 2013, Lena Cecilia Nyberg dags. 2. október 2013, Villi Símonarson dags. 2. október 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Gunnar Haraldsson dags. 2. október 2013, Brimgarðar ehf. dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Sigmundur Traustason dags. 3. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Margrét Harðardóttir og Steve Christer dags. 3. október 2013, Nótt Thorberg dags. 3. október 2013, Sigurjón H. Ingólfsson dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 393 aðila dags. 2. október 2013.
Drög að svörum við athugasemdir kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
11. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.131 samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, Daði Guðbjörnsson dags. 3. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. september 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir dags. 22. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Sigrún Sigríðardóttir dags. 3. október 2013, Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013, Steingrímur Árnason dags. 3. október 2013 og Íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 80 aðila. Stuðning við Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sendu: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi dags. 23. september 2013, Þuríður Kristjánsdóttir dags. 23. september 2013, undirskriftarlisti dags. 21. september 2013 uppfærður, 30. september 2013 samtals 270 aðilar, 53 efnislega samhljóða tölvupóstar dags. 24. til 30. september 2013 og Bergdís Ellertsdóttir dags. dags. 2. október 2013. Að loknum athugasemdarfresti bárust tveir undirskriftalistar annar með 14 undirskriftum mótt. 9. október 2013 og hinn með 3 undirskriftum mótt. 9. október 2013 ásamt tölvupósti Önnu Rozenblit dags. 14. október 2013 þar sem stutt er við byggingu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Drög að svörum við athugasemdir kynnt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
12. Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.132.0) Mál nr. SN130211
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits vegna lóðanna að Vesturgötu 24, Nýlendugötu 5a, 7 og 9 (Hlíðarhús), Tryggvagötu 4-6 og Norðurstíg 5, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013, breytt 10. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. júní 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: eigendur að Norðurstíg 5 dags. 5. september 2013, Lex lögmenn, f.h. eigenda íbúðar að Tryggvagötu 4-6 dags. 11. september 2013, Nýfasteign ehf. dags. 13. september 2013, Húsfélagið Tryggvagötu 4-6 dags. 13. september 2013 og Sveinn S. Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 13. september 2013.
Drög að svörum við athugasemdir kynnt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:20.
13. Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.780) Mál nr. SN130328
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti OG arkitekta dags. 4. júlí 2013 og skýringaruppdrætti dags. 4. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón. P. Jónsson og Jóna Rutsdóttir dags. 4. september 2013, Birgir Viðar Halldórsson dags., 8. september 2013 og bréf 1 og 2 þann 9. september 2013, Næði ehf., Björn Valdimarsson dags. 10. september 2013, Skarphéðinn P. Óskarsson dags. 10. september 2013, íbúar við Birkihlíð og Beykihlíð dags. 11. september 2013, Helgi Skaftason og Hilda Hauksdóttir dags. 12. september 2013, greinargerð 15 íbúa við Suðurhlíð dags. 13. september 2013, Hulda A. Arnljótsdóttir og Ágúst H. Ingþórsson dags. 13. september 2013, Sjöfn Marta Hjörvar dags. 13. september 2013, Hanna Herbertsdóttir og Þorsteinn Karlsson dags. 13. september 2013 og Hulda A. Arnljótsdóttir og Ágúst H. Ingþórsson dags. 13. september 2013 ásamt yfirlýsingu 206 íbúa í Suðurhlíðum frá 5. mars 2013 og íbúa Beykihlíð 4 frá 5. mars 2013.
Athugasemdir kynntar.
Frestað
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 11:48
Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Sóley Tómasdóttir víkur af fundi kl. 12:50 en þá var einnig búið að fjalla um lið 16 á fundinum.
14. Fannafold 63, breyting á deiliskipulagi (02.85) Mál nr. SN130289
Landslög lögfræðiþjónusta ehf, Pósthólf 16, 232 Keflavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júní 2013 var lagt fram bréf Landslaga dags. 4. júní 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 3. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 63 við Fannafold. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á skilmálum deiliskipulagsins dags. 16. október 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
15. Skyggnisbraut 26-30, breyting á deiliskipulagi (05.054.1) Mál nr. SN130496
Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 16. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóarinnar nr. 26-30 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, nýtingu þakrýmis, færslu keyrslurampa fyrir bílakjallara og fl., samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofunnar ehf. dags. 15. október 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.
16. Öskjuhlíð, hugmyndasamkeppni (01.76) Mál nr. SN130504
Kynntar tillögur sem bárust úr samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 752 frá 22. október 2013.
18. Laugarnestangi 65, umhverfi og framkvæmdir Mál nr. US130275
Lausn fyrir umhverfi lóðarinnar og framkvæmdir sem þar eru án leyfis, sbr. greinargerð byggingarfulltrúa dags. 19. júlí 2013.
Kynnt
Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum og kynnir
Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl. 13:35.
(C) Ýmis mál
19. Strætó bs, starfshópur um leiðarkerfisbreytingar 2013 Mál nr. US130270
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2013 þar sem óskað að skipaðir verði fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs í starfshóp um leiðakerfisbreytingar í Reykjavík vegna alhliða samgöngumiðstöðvar á umferðarmiðstöðvarreit.
Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti að skipa Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Hildi Sverrisdóttir í starfshópinn.
20. Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi (01.438.0) Mál nr. SN130247
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. ágúst 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við bréf Skipulagsstofnunar.
Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa.
21. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í september 2013.
22. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í ágúst 2013.
23. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til ágúst 2013 Mál nr. US130185
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til ágúst 2013.
24. Íþróttamannvirki, viðhald Mál nr. US130273
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 5. júlí 2013 ásamt kostnaðaráætlun varðandi viðhaldsverkefni íþróttamannvirkja dags. 7. maí 2013.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.
25. Aðalstræti 7, friðlýsing (01.140.4) Mál nr. SN130492
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 7 við Aðalstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
26. Austurstræti 3, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130491
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3 við Austurstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
27. Austurstræti 4, friðlýsing (01.140.402) Mál nr. SN130490
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Austurstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
28. Hafnarstræti 4, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130493
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Hafnarstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
29. Thorvaldsenstræti 2, friðlýsing Mál nr. SN130494
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 2 við Thorvaldsenstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
30. Vallarstræti 4, friðlýsing (01.140.4) Mál nr. SN130495
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 4 við Vallarstræti.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
31. Veltusund 3B, friðlýsing (01.140.2) Mál nr. SN130489
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3B við Veltusund.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa
32. Betri Reykjavík, umbætur á skólalóð Ölduselsskóla Mál nr. US130250
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "umbætur á skólalóð Ölduselsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
33. Betri Reykjavík, ruslafötur við stoppistöðvar strætó Mál nr. US130255
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum umhverfismál "ruslafötur við stoppistöðvar strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
34. Betri Reykjavík, Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís Mál nr. US130254
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum skipulag "Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi dags. 21. október 2013.
Frestað.
35. Betri Reykjavík, gosbrunnur - hluta ársins Mál nr. US130257
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum ýmislegt "gosbrunnur - hluta ársins " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
36. Suðurlandsbraut 12, breyting á deiliskipulagi (01.263.0) Mál nr. SN130444
Reykjavík Lights Hotel ehf., Iðalind 2, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2013 vegna samþykktar borgarráðs 10. október 2013 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Suðurlandsbraut.
37. Ánanaust 8, breyting á deiliskipulagi (01.089.8) Mál nr. SN130398
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2013 vegna samþykktar borgarráðs 10. október 2013 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Ánanaust.
38. Grensásvegur 62, lóðarafmörkun (01.805) Mál nr. SN130370
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2013 vegna samþykktar borgarráðs 10. október 2013 Varðandi lóðarafmörkun Grensásdeildar Landspítalans.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.15.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Óttarr Guðlaugsson Marta Guðjónsdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 22. október kl. 10:35 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 752. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN046571
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skiltastandi og ganga frá honum og skilti skv. deiliskipulagi við tónlistarhúsið Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2013 og tölvupóstur aðalhönnuðar dags. 14. október 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN046681
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svínahús mhl. 13 þar sem burðarvirkið er stálrammi, undirstöðurnar og gólfplatan steypt í Húsdýragarðinum á lóð nr. 13 Engjaveg.
Stærð húss: A-rými: 197,5 ferm., 724,6 rúmm.
B-rými: 55,1 ferm., XX rúmm. Samt. 252,6 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
3. Eyjarslóð - uppsátur Mál nr. BN045997
Bátavör ehf, Pósthólf 228, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð.
Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu.
Stærð Bátaskýlis: 211,8 ferm., 863,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN046677
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Corvino ehf., Laugavegi 42b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN046041, þar sem breytt er brunakröfum og salerni á 2. hæð er snúið við í veitingarstaðnum í flokki II í húsi nr. 23 lóð nr. 15-23 við Grandagarð.
Bréf frá hönnuði dags 14. okt. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
5. Grandavegur 42-44 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN046483
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús á 2 - 9 hæðum, 141 íbúðir og bílakjallara á tveimur hæðum með 173 stæði. Húsið er sjö matshlutar og stendur á lóð nr. 42-44 við Grandaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2013 og heimild frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að byggja skábraut á óútvísuðu landi Reykjavíkur, landnr. 221447 dags. 21. október 2013.
Stærðir:
Mhl. 01: Kjallari -1 74,7 ferm., kjallari 00 443 ferm., 1. hæð 492,3 ferm., 2., 3. og 4. hæð 492,2 ferm.
Samtals: 3.339,4 ferm., 10.075,1 rúmm.
B-rými: 658,3 ferm., 1.851,9 rúmm.
Mhl. 02: Kjallari -1 68,4 ferm., kjallari 00 439,5 ferm., 1., 2., 3., 4., 5., og 6. hæð 485 ferm., 7. hæð 353,3 ferm.
Samtals: 3.771,2 ferm., 11.305,9 rúmm.
B-rými: 750,4 ferm., 2.100,5 rúmm.
Mhl. 03: Kjallari -1 161,0 ferm., kjallari 00 455,3 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 504 ferm., 5., 6. og 7. hæð 504 ferm., 8. hæð 507,4 ferm., 9. hæð 375,8 ferm.
Samtals: 5.027,5 ferm., 14.912,8 rúmm.
B-rými: 961,7 ferm., 2.692,3 rúmm.
Mhl. 04: Kjallari -1 37,2 ferm., kjallari 00 398,2 ferm., 1. hæð 922,2 ferm., 2. hæð 909 ferm., 3. hæð 777,6 ferm., 4. hæð 665,4 ferm.
Samtals: 3.709,6 ferm., 11.157 rúmm.
B-rými: 946,4 ferm., 2.650,4 rúmm.
Mhl. 05: Kjallari -1 17,9 ferm., kjallari 00 256,5 ferm., 1. hæð 562,3 ferm., 2. hæð 551,9 ferm., 3. hæð 440 ferm.
Samtals: 1.828,7 ferm., 5.779,6 rúmm.
B-rými: 522,4 ferm., 1.505,5 rúmm.
Mhl. 06: Kjallari -1 23,5 ferm., kjallari 00 256,2 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 402,6 ferm.
Samtals: 1.890,1 ferm., 5.743,6 rúmm.
B-rými: 182,7 ferm., 511,6 rúmm.
Mhl. 07: Kjallari -1 16,1 ferm., kjallari 00 183,6 ferm.
Samtals: 199,7 ferm., 1.355,2 rúmm.
B-rými: 6.730,4 ferm., 20.841,1 rúmm.
Samtals A rými: 19.766,2 ferm., 60.339,2 rúmm.
Samtals B rými: 10.752 ferm., 32.153,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Grenimelur 16 (01.540.222) 106291 Mál nr. BN046691
Friðrik Ármann Guðmundsson, Grenimelur 16, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af kjallara og þakhæð vegna eignarskiptasamnings á húsinu á lóð nr. 16 við Grenimel
Stækkun: 9,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Grenimelur 35 (01.540.301) 106294 Mál nr. BN046497
Birgir Sævarsson, Grenimelur 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á 2. hæð, til samræmis við svalir sem fyrir eru á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Grenimel.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 8. nóvember 2012.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN046687
Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa inngang að norðausturhorni og byggja skyggni þar yfir á hús Háskólabíós á lóð nr. 3 við Hagatorg.
Bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 30 sept. 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. október 2013.
Fyrirspurn BN046567 frá 1. okt. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa
9. Hagatorg Hótel Saga (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN046676
Hótel Saga ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra aðalteikningar í tengslum við gerð eignaskiptasamnings og sækja um nýja útihurð á bankaútibúið að norðan og nýja hurð í skála að norðanverðu Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN046684
Keilir fjárfestingafélag ehf, Tangarhöfða 9, 110 Reykjavík
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús úr timbri klæddu bárujárni fyrir 22 hesta að Ásagötu 23 (A götu) á lóðinni Hólmsheiði fjáreig.fé.
Stærð: Hesthús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Karfavogur 46 (01.444.002) 105516 Mál nr. BN046456
Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir, Karfavogur 46, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja timburverönd, saga niður úr glugga til að koma fyrir hurð út á verönd og setja opnanlegt fag í herbergi í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 46 við Karfavog.
Bréf hönnuðar dags. 3. okt. 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2013.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2013.
12. Kollagrund 4 (00.000.000) 125704 Mál nr. BN046680
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum nuddpotti úr trefjaplasti á sama stað og núverandi pottur sem verður fjarlægður á lóð Klébergslaugar nr. 4 við Kollagrund.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
13. Lambhagavegur 31 (02.680.601) 208853 Mál nr. BN046688
Dagbjört K Ágústsdóttir, Bláhamrar 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús, eina hæð og ris, úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 31 við Lambhagaveg.
Stærð: 171,7 ferm., 527,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN046686
Kaupfé ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja við og ofan á íbúðar- og verslunarhús á lóðinni nr. 50 við Laugaveg.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. október 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
15. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN046683
L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggða inndregna 4. hæð og innrétta hótel með 34 herbergjum fyrir 64 gesti ofan 1. hæðar en á 1. hæð verður innréttuð starfsmannaaðstaða, veitingasalur, bar og móttaka hótels og verslunarrými að götu í húsi á lóð nr. 66-68 við Laugaveg.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 12. febrúar 2013.
Erindi þetta er fyrri áfangi framkvæmdar, en í framhaldinu verður hús á baklóð rifið og byggt við allar hæðir, 32 herbergi til viðbótar fyrir 64 gesti.
Stækkun: 295,1 ferm., 925 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
16. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN046690
Auður Stefánsdóttir, Láland 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa geymslu úr bílskúr inn í gluggalaust rými í húsi nr. 21 á lóð 17-23 við Láland. sbr. BN039847.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
17. Lindargata 37 (01.152.204) 101022 Mál nr. BN046637
L37 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Grétar A Halldórsson, Álfheimar 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 0601 mhl. 13 með póstalausu glerjunarkerfi sem rennur til hliðar á braut á húsinu á lóð nr. 37 við Lindargötu.
Þinglýst samþykki fyrir svalalokun dags. 7. jan 2008 fylgir.
Stækkun: 35,4 rúmm.
9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN046614
Faxar ehf., Álfabakka 14, 109 Reykjavík
Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 55 gesti í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Mjóahlíð 16 (01.701.208) 106971 Mál nr. BN046619
Mjóahlíð 16,húsfélag, Mjóuhlíð 16, 105 Reykjavík
Hlín Finnsdóttir, Mjóahlíð 16, 105 Reykjavík
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi fjölbýlishúss og bílskúrs á lóðinni nr. 16 við Mjóuhlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN046652
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að taka í notkun milliloft í mhl. 03 og koma fyrir brunastiga út frá austurhlið hússins á lóð nr. 87 við Nauthólsveg. Sbr. BN044719.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2013.
Jákvæð fyrirspurn BN046557 fylgir.
Stækkun millilofts: 49,2 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN046702
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi á undirstöðum, botnplötu og veggjum viðbyggingar á lóðinni nr. 1 við Norðurgarð sbr. erindi BN046395.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
22. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN046537
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta bakhúss og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, með 43 hótelherbergjum að hluta ofan á einnar hæðar byggingu á baklóð Hótels Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. september 2013 og umsögn Minjastofnunar dags. 10. október 2013.
Niðurrif: 420 ferm., 1.595 rúmm.
Stækkun: 1.829,6 ferm., 6.228,5 rúmm.
B-rými 58,3 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN046685
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Benjamín G Magnússon, Grundarsmári 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir á 2. hæð, 201 og 204 sem áður voru skrifstofur og byggja svalir á íbúð 201 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN046239 og erindislýsing arkitekts dags. 14. október 2013..
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN046635
Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sögn ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fundaherbergi og skrifstofum og setja tvo glugga á norðurhlið vestan til á fjórðu hæð mhl. 02 húss á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN046679
Gísli Gestsson, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, fjarlægja steypta þakplötu og byggja timburklætt, hallandi sperruþak með pappa, á lóð nr. 11 við Sjafnargötu.
Stærðir eru óbreyttar.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Skipholt 33 (01.251.103) 103437 Mál nr. BN046622
Kolbrún grasalæknir ehf., Laugavegi 2, 101 Reykjavík
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun, lager og pökkunaraðstöðu á 1. hæð fyrir jurtaapótek í húsinu á lóð nr. 33 við Skipholt.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN046564
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga hótels á Hljómalindarreit, mhl. 01 sem er fimm hæða steinsteypt hús með 55 herbergjum og móttöku og mhl. 02 sem er einnar hæðar bílgeymslukjallari fyrir 25 bíla á lóð nr. 4 við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna frá Eflu dags. 6. september 2013, greinargerð um hljóðvist dags. í október 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013.
Stærð mhl. 01: 1. hæð 326,5 ferm., 2. hæð 440,2 ferm., 3. og 4. hæð 492,8 ferm. og 5. hæð 349,5 ferm.
Samtals: 2.106,7 ferm., 7.456,2 rúmm.
B-rými 162 ferm.
Mhl. 02: 678,4 ferm., 2.482,9 rúmm.
Gjald 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN046624
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða norðurhlið kálfs, mhl. 01, með álklæðningu til samræmis við samliggjandi kálf Suðurlandsbrautar 12, endurnýja glugga og lækka núverandi glerskála á götuhlið húss á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN046595
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sushi veitingastað á 1. hæð í rými 01-0101 sbr. fyrirspurn BN046360 í húsi á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN045443
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vetrargarð á 1. hæð og nýta þak hans sem sólpall á 2. hæð í hótelbyggingu á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Stærðarbreytingar ?
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Suðurlandsbraut 24 (01.264.103) 103530 Mál nr. BN046524
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropum á 2. til 5. hæð austur- og vesturhliða verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN046482
F9 ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Stensill ehf., Norðurbakka 11c, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og auka hámarksgestafjölda úr 66 í 100 í veitingahúsi í flokki II, í rými 0102 á 1. hæð vesturenda húss á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
33. Tómasarhagi 25 (01.554.004) 106571 Mál nr. BN046663
Dagur Már Færseth, Tómasarhagi 25, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hjóla- og vagnageymslu við norðausturhlið, gera gönguhurð frá bílageymslu út á lóð, gera garðhurð út úr íbúð 0101 og verönd fyrir framan húsið á lóð nr. 25 við Tómasarhaga.
Samþykki meðeigenda dags. 2. okt. 2013 fylgir.
Stærð hjóla og vagnageymslu B rými : 5,2 ferm., 8,7rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Tunguvegur 10 (01.822.302) 108325 Mál nr. BN046667
Sigurjóna Halldóra Frímann, Tunguvegur 10, 108 Reykjavík
Haraldur Marinósson, Tunguvegur 10, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara og að skrá kjallaraíbúð sem séreign í húsinu á lóðinni nr. 10 við Tunguveg.
Skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN046682
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046489 þannig að fallið er frá út- ljósum frá stofu K82B yfir í stofu K46B, veggur milli starfsmannahúss og tengigangs fjarlægður og brunaslanga í starfsmannahúsi færð á norðurvegg Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN046535
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum eldvarnamerkingum við stigahús Perlunnar á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Vatnagarðar 20 (01.338.903) 103921 Mál nr. BN046077
IÐAN-Fræðslusetur ehf., Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 2. hæð, innrétta skrifstofur, fundarherbergi, setustofu og eldhús fyrir kynningar og innrétta kennslurými, koma fyrir matsal nemenda á 1. hæð, innkeyrsluhurð að vestanverðu er lokað og komið fyrir nýjum inngangi í hús á lóð nr. 20 við Vatnagarða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013.
Stækkun 2. hæðar er: 139,8 ferm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Vesturgata 3 (01.136.102) 100528 Mál nr. BN046636
Verslunin Fríða frænka ehf, Vesturgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunarhúsnæði í veitingastað í flokki II í kjallara og á fyrstu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu.
Skv. uppdráttum er gestafjöldi staðarins 148 manns.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2013.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2013.
Ýmis mál
39. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN046699
Óskað er eftir að byggingarfulltrúi samþykki meðfylgjandi Lóðauppdrætti af Pósthússtræti 11 ( staðgr. 1.140.514, landnr. 100873 ). Lóðauppdrátturinn er dagsettur 21. 10. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
40. Breiðagerði 7 (01.814.108) 107929 Mál nr. BN046692
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík
Spurt er hvort klæða megi að utan á 50 mm grind, fylltri, með steinullareinangrun, með standandi aluzinkaðri bárumálmsklæðningu einbýlishúsið og bílskúrinn á lóðinni nr. 7 við Breiðagerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
41. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN046674
Norðurey ehf., Miðtúni 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gistiheimili á lóðinni nr. 14 við Hrísateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2013
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2013.
42. Njálsgata 27 (01.190.035) 102372 Mál nr. BN046689
Ásmundur Jóhannsson, Hraunteigur 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu og hæð á húsið á lóð nr. 27 við Njálsgötu.
Nei.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
43. Ránargata 7A (01.136.206) 100542 Mál nr. BN046673
Kristján Már Kárason, Ránargata 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skráningu ósamþykktrar íbúðar og skrá hana sem samþykkta íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 7A við Ránargötu.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. apríl 2013 fylgir erindinu
Nei.
Íbúðin uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.
44. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN046678
Urriðafoss ehf, Njálsgötu 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að starfrækja skyndibitastað þar sem maturinn verður tekin heim í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg .
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir