Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 38

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 16. október kl. 09.06 var haldinn 38. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 11. október 2013.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 eftir auglýsingu, Mál nr. SN130456

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í júní 2013 (apríl útgáfa að viðbættum breytingum samþykktum 3. júní, 10. og 25. júlí 2013): greinargerð A-hluti, sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur, greinargerð B-hluti og fylgigögn C-hluti (þ.m.t. umhverfisskýrsla og umsagnir sem bárust fyrir 3. júní 2013). Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust eftir 3. júní 2013: umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 30. maí 2013, Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. júní 2013, umsögn/svar Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 5. júní 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 5. júní 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. júní 2013, umsögn Eimskips dags. 24. júní 2013 og umsögn umhverfisstofnunar dags. 25. júni 2013. Ennfremur lagður fram breytingarlisti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2013 ásamt minnisblaði vegna umsagnar Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2013. Lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar dags. 18. september 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir um tvær vikur. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Reynir Kristinsson, ásamt breytingartillögum, dags. 13. ágúst 2013, Landbakki, Ingi Guðmundsson, dags. 14. ágúst 2013, Guðbrandur Magnússon og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir dags. 21. ágúst 2013, Benedikt Geirsson, dags. 23. ágúst 2013, Lilja U. Óskarsdóttir, dags. 25. ágúst 2013, Gauti Kjartan Gíslason, dags. 26. ágúst 2013, ábending Esjustofu, Pjetur Árnason, dags. 28. ágúst 2013, Þorsteinn Kúld, dags. 29. ágúst 2013, ábending Braga Bergssonar, dags. 4. september 2013, ábending Massimo Santanicchia, dags. 9. september 2013, bókun og athugasemd sveitarstjórnar Hrunamannahrepps, dags. 6. september 2013, Ísleifur Gíslason, dags. 10. september 2013, Svavar Stefánsson, dags. 10. september 2013, Ásta Aðalsteins, dags. 10. september 2013, Landbúnaðarháskóli Íslands, Ágúst Sigurðsson dags. 10. september 2013, FSBP2 ehf, Sveinn Hreinsson, dags. 10. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Akureyrar dags. 5. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Fljótsdalshéraðs dags. 5. september 2013, bókun og athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 11. september 2013, Páll T. Jörundsson og Inga.I.S. Vilhjálmsdóttir, dags. 11. september 2013, Jón Óli Ólafsson og Ingibjörg J. Helgadóttir, dags. 11. september 2013, ByggáBIRK, dags. 12. september 2013, Vignir Rafn Gíslason og Laufey Björk Þorsteinsdóttir, dags. 12. september 2013, Björn Arnar, dags. 12. september 2013, Sigmundur Andrésson, dags. 12. september 2013, Alfhild Nielsen, dags. 12. september 2013, Sigurður Ingimarsson, dags. 12. september 2013, íbúar að Seiðakvísl 43, dags. 12. september 2013, Edward H. Finnson, dags. 12. september 2013, Júlíus Björn Þórólfsson, dags. 12. september 2013, Helgi Rafnsson, dags. 12. september 2013, bókun og athugasemd hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 12. september 2013, Sigurður Ásgeirsson, dags. 12. september 2013, Bjarni Bærings, dags. 13. september 2013, Kvótasalan ehf. dags. 13. september 2013, Landbakki ehf, dags. 13. september 2013, Hafsteinn Linnet, dags. 13. september 2013, athugasemd og bókun Kópavogsbæjar dags. 13. september 2013, Jón Leví, dags. 13. september 2013, Anna Snjólaug Arnardóttir, dags. 13. september 2013, Ægir Wessman, dags. 15. september 2013, Hestamannfélagið Sprettur, reiðveganefnd, dags. 15. september 2013 og Hestamannafélagið Sprettur stjórn, dags. 15. september 2013, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 15. september 2013, Hestamannafélagið Hörður, reiðveganefnd, dags. 16. september 2013, Erling Jóhannesson, dags. 16. september 2013, Örn Karlsson, dags. 16. september 2013, Íslenska flugsögufélagið, dags. 16. september 2013, Þorsteinn Kristleifsson dags. 16. september 2013, Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndarinnar Harðar í Mosfellsbæ dags. 16. september 2013, Emil Ágústsson mótt. 16. ágúst 2013, Kristján Árnason dags. 16. september 2013, Kristján Árnason, dags. 16. september 2013, bókun og athugasemdir Bláskógarbyggðar dags. 17. september 2013, Siglingarsamband Íslands dags. 17. september 2013, Stefanía Þorgeirsdóttir f.h. starfsmanna tilraunastöðvarinnar á Keldum dags. 17. september 2013, Anna Ósk Kolbeinsdóttir og Hjalti Skúlason dags. 17. september 2013, Guðmundur Sigurðsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir, dags. 17. september 2013, íbúasamtökin Betra Breiðholt, dags. 17. september 2013, Elísabet Kristinsdóttir, dags. 17. september 2013, bókun og athugsemdir Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 17. september 2013, Reitir fasteignafélag, dags. 18. september 2013, Snædís Gunnlaugsdóttir hdl. f.h. eig. Hofslands 1, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, Jón Sveinbjörnsson, dag. 18. september 2013, Leifur Magnússon, dags. 18. september 2013, eigendur Hjarðarness, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, eigandi Tindstaða Haukur Óskarsson, dags. 18. september 2013, eigandi Skrauthóla Sigurður Antonsson, dags. 18. september 2013, Arnar Þór Emilsson, dags. 18. september 2013, Knattspyrnufélagið Fram, dags. 18. september 2013, Gunnar Ólafsson, dags. 19. september 2013, Tilraunastöð HÍ að Keldum ásamt samingi, dags. 19. september 2013, Anna Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 19. september 2013, Flugklúbburinn Þytur, dags. 19. september 2013, Halldór Frímannsson, dags. 19. september 2013, Garðaflug ehf, dags. 19. september 2013, Stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík, dags. 19. september 2013, bókun og athugasemdir skipulags- og byggingaráðs Hafnafjarðar dags. 19. september 2013, Fylkir ehf., dags. 19. september 2013, Kristján Guðmundsson, dags. 19. september 2013, Brynjólfur Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Siglingafélagið Brokey, dags. 19. september 2013, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 19. september 2013, Samtök ferðaþjónustunnar, dags. 19. september 2013, Skildingar ehf. dags. 19. september 2013, Stólpar ehf., dags. 19. september 2013, Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Skólaráð Sæmundarskóla, dags. 19. september 2013, Knattspyrnufélagið Þróttur, dags. 19. september 2013, Hverfisráð Kjalarness, dags. 19. september 2013, Íþróttafélög í Laugardal, dags. 19. september 2013, Áslaug Skeggjadóttir, dags. 19. september 2013, Icelandair Group, dags. 19. september 2013, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 19. september 2013, Ingibjörg Svavarsdóttir, dags. 19. september 2013, Andrea Þormar og Atli Már Jósafatsson, dags. 19. september 2013, Sigurlína Magnúsdóttir, dags. 19. september 2013, Berglind Aðalsteinsdóttir, dags. 19. september 2013, Ólafur G. Flóvens, dags. 19. september 2013, Bergþóra Kristinsdóttir, dags. 19. september 2013, Íbúasamtök Grafarholts, dags. 19. september 2013, Sigurbjörn Hjaltason, dags. 19. september 2013, Flugmálafélag Íslands, dags. 19. september 2013, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 20. september 2013, Árni Jón Sigfússon, dags. 20. september 2013, Siglingafélagið Ýmir og Siglingaf. Reykjavíkur Brokey, dags. 20. september 2013, íbúasamtök Úlfarsárdals, 2 bréf, dags. 20. september 2013, Vogabyggð 2 bréf, dags. 20. september 2013, Olíudreifing ehf. dags. 20. september 2013, Landsbyggðin lifi, dags. 20. september 2013, Vilhjálmur Baldursson, dags. 20. september 2013, Kári Guðbrandsson og Sigrún Sigurpálsdóttir, dags. 20. september 2013, bókun og athugasemdir sameiginlegrar skipulagsnefndar uppsveita BS, dags. 20. september 2013, Iceland Aviation ehf., dags. 20. september 2013, Þyrlufélagið ehf. dags. 20. september 2013, Vegagerðin, dags. 28 . september 2013, bókun og athugasemdir sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Skotíþróttasamband Íslands, dags. 20. september 2013, Orkuveita Reykjavikur, dags. 20. september 2013, Júdósamband Íslands, dags. 20. september 2013, Landspítali Háskólasjúkrahús, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 20. september 2013, íbúar við Rafstöðvarveg, 29 aðilar, dags. 20. september 2013, Akstursíþróttasamband Ísl. dags. 20. september 2013, Bolli Héðinsson, dags. 20. september 2013, Körfuknattleikssamband Íslands, dags. 20. september 2013, Prýðifélagið Skjöldur, dags. 20. september 2013, Þórður Gíslason og Guðrún Árnadóttir, dags. 20. september 2013, Daníel Friðriksson, dags. 20. september 2013, Björgun ehf, dags. 20. september 2013, Eimskip, dags. 19. september, undirskriftalisti 121 íbúa í Húsahverfi, mótt. 20. september, Björn Kristinsson, dags. 20. september 2013, Lex lögmenn fh eig. Stóru Skóga dags. 20. sepetmber 2013, Dansíþróttasamband Íslands dags. 20. september 2013, Samtök atvinnul.ferðaþj.iðnaðar og verslunar dags. 20. september 2013, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 20. september 2013, Hestamannafélagið Fákur, dags. 20. september 2013, Kraftlyftingasambands Íslands, dags. 20. september 2013, dags. 20. september 2013, Kristbjörg Hjaltadóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Grafarvogsdags, dags. 20. september 2013, Gunnlaugur Briem, dags. 20. september 2013, Jónas Bjarnason, dags. 20. september 2013, Egill Guðmundsson, dags. 20. september 2013, Innanríkisráðuneytið, dags. 20. september 2013, Klasi ehf og Elliðaárvogur ehf, dags. 20. september 2013, Magnús K. Bergmann og Drífa Magnúsdóttir, dags. 20. september 2013, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigurjón Sindrason, Helga Björnsson, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Kristinn Bjarnason, dags. 20. september 2013, Samtök um betri byggð ásamt 9 viðhengjum, dags. 20. september 2013, Bergljót Rist, dags. 20. september 2013, Rut Agnarsdóttir, dags. 20. september 2013, Ólafur Magnússon og Íris Baldursdóttir, dags. 20. september 2013, Helena Bergmann og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dags. 20. september 2013, eig. Hrafnhóla Kjalarnesi ásamt viðhengi dags. 20. september 2013, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 20. september 2013, Íbúasamtök Laugardals, dags. 20. september 2013, Stúdentaráð Háskóla Íslands, dags. 20. september 2013, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Félag Ísl. einkaflugmanna, dags. 20. september 2013, Svandís Kjartansd. Gísli Einarss. Guðmundur Einarss., dags. 20. september 2013, Sviffllugfélag Íslands 2 viðhengi, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Björgúlfur Thorsteinsson og Elsa Guðmundsdótttir, dags. 20. september 2013, Hanna Björk Kristinsdóttir, dags. 20. september 2013, Inga M. Friðrikdsóttir, dags. 20. september 2013, Þórir Einarsson, dags. 20. september 2013, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, dags. 20. september 2013, Inga Dagfinnsdóttir, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 20. september 2013, Þóra Andrésdóttir, dags. 20. september 2013, Ingimundur Stefánsson, dags. 20. september 2013, Helga Bragadóttir ráðgj.hópur Hlíða, dags. 20. september 2013, Knattspyrnufélagið Víkingur, dags. 20. september 2013, Gísli Gestsson, dags. 21. september 2013, Ólafur Viðarsson, dags. 21. september 2013, Landssamtök hjólreiðamanna , 21. september 2013, Tennissamband Íslands, 23. september 2013, 17 íbúar við Rafstöðvarveg, dags. 23. september 2013, Íþróttasamband fatlaðra, dags. 23. september 2013, Skildingar ehf, dags. 23. september 2013,Hvalfjarðarsveit dags. 23. september 2013 og Andrés Andrésson dags. 23. september 2013. Einnig lagðar fram undirskriftir sem safnað var á vefsvæðinu lending.is. Eftirfarandi umsagnir bárust: Umsögn skipulagsstofnunar við drög að aðalskipulagstillögu dags. 16. júlí 2013, umsögn Hvalfjarðarsveitar, dags, 26. ágúst 2013, umsögn/bókun Hverfisráðs Miðborgar dags. 22. ágúst 2013, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. ágúst 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. september 2013 ásamt viðbót 23. september 2013, Umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. september 2013, umsögn Isavia dags. 20. september 2013, Umsögn Samgöngustofu, dags. 20. september 2013.

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:18. Karl Sigurðsson tekur sæti á fundinum kl. 9:19.

Athugasemdir kynntar Frestað

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

3. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júlí 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2013. Tillagan var auglýst frá 14 ágúst til og með 25. september 2013 Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/umsagnir: umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 22. júlí 2013, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. júlí 2013, bréf Skipulagsstofnunar 2. ágúst 2013, bréf Seltjarnarnesbæjar dags. 8. ágúst 2013 ásamt bókun skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 23. júlí 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, umsögn umhverfisstofnunar dags. 26. ágúst 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar dags. 26. september 2013. Athugasemdir kynntar. Frestað.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

4. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag (01.360) Mál nr. SN130225

Lögð fram tillaga egg arkitekta dags. 15. október 2013 að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar. Í tillögunni sem er heildarendurskoðun felst að skýra orðalag skilmála er varða fjölda íbúða og nýtingarhlutfall í gildandi deiliskipulagi. Frestað

Elín Gunnlaugsdóttir arkitekt og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum og kynna.

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi við umfjöllun um þetta mál

5. Laugavegur 4 og 6 / Skólavörðustígur 1A og 3, breyting á deiliskipulagi (01.171.3) Mál nr. SN120039

Lögð fram umsókn skrifstofa eigna og atvinnuþróunar dags. 2. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Laugaveg. Í breytingunni felst m.a. að húsið Skólavörðustígur 3 á lóðinni nr. 4 við Laugaveg fái sérstaka skilgreinda lóð samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 02. október 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Margrét Leifsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

6. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.131 samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, Daði Guðbjörnsson dags. 3. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. september 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir dags. 22. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Sigrún Sigríðardóttir dags. 3. október 2013, Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013, Steingrímur Árnason dags. 3. október 2013 og Íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 80 aðila. Stuðning við Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sendu: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi dags. 23. september 2013, Þuríður Kristjánsdóttir dags. 23. september 2013, undirskriftarlisti dags. 21. september 2013 uppfærður, 30. september 2013 samtals 270 aðilar, 53 efnislega samhljóða tölvupóstar dags. 24. til 30. september 2013, Bergdís Ellertsdóttir dags. dags. 2. október 2013. Að loknum athugasemdarfresti bárust tveir undirskriftalistar annar með 14 undirskriftum mótt. 9. október 2013 og hinn með 3 undirskriftum mótt. 9. október 2013 ásamt tölvupósti Önnu Rozenblit dags. 14. október 2013 þar sem stutt er við byggingu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Athugasemdir kynntar. Frestað.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

7. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2013. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 8. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Katrín Harðardóttir dags. 25. september 2013, Lilja Steingrímsdóttir dags. 2. október 2013, Faxaflóahöfn dags. 30. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 1. október 2013, Sigurður Högni Jónsson dags. 2. október 2013, Lena Cecilia Nyberg dags. 2. október 2013, Villi Símonarson dags. 2. október 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Gunnar Haraldsson dags. 2. október 2013, Brimgarðar ehf. dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Sigmundur Traustason dags. 3. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Margrét Harðardóttir og Steve Christer dags. 3. október 2013, Nótt Thorberg dags. 3. október 2013, Sigurjón H. Ingólfsson dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013 og íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 393 aðila dags. 2. október 2013. Athugasemdir kynntar. Frestað.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

8. Austurhöfn, forsögn að breyting á deiliskipulagi vegna lóða 1, 2, 5 og 6 (01.11) Mál nr. SN130479

Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1 til 6. Framlögð forsögn samþykkt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 12:05. Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 12:30, Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.

9. Mjölnisholt 12-14, breyting á deiliskipulagi (01.241.1) Mál nr. SN130425 Teiknistofa GSÓ ehf, Laugavegi 8, 101 Reykjavík Mjölnisholt ehf, Ögurhvarf 6, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Gunnars S. Óskarssonar dags. 5. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 12-14 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að draga úr stöllun hæða ásamt breytingu á skilmálum um bílastæði, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar GSÓ ehf. dags. 4. september 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

10. Spöngin 43 og Fróðengi 1-11, breyting á deiliskipulagi (02.378.5) Mál nr. SN130475 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 43 við Spöngina og 1-11 við Fróðengi. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum og hljóðmönum utan lóðar, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2007 síðast breytt 3. október 2013. Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 751 frá 15. október 2013.

12. Melhagi 20-22, Veitingastaður (01.542.014) Mál nr. BN046614 Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík Faxar ehf., Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 4. október 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2013 þar sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 55 gesti í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2013. Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson óska bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson telja að eðlilegt hefði verið að kynna þessa breytingu vel fyrir íbúum og að haft hefði verið samráð við þá í ljósi þess að þarna er um veitingarekstur að ræða sem ekki hefur verið áður á þessu svæði.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskuðu bókað:„Fulltrúum Samfylkingar, Besta flokks og Vinstri grænna líst prýðilega á áætlanir um að opna veitingastað við Melhaga 20-22. Í húsnæðinu er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Veitingastaður í flokki II fellur því að núverandi skipulagi. Mikilvægt er að gera hverfin í borginni sem sjálfbærust og að þar sé rekin fjölbreytt og góð þjónusta“. 13. Smiðjustígur 4, Hljómalindarreitur, hótel - 1.áfangi (01.171.114) Mál nr. BN046564 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga hótels á Hljómalindarreit, mhl. 01 sem er fimm hæða steinsteypt hús með 55 herbergjum og móttöku og mhl. 02 sem er einnar hæðar bílgeymslukjallari fyrir 25 bíla á lóð nr. 4 við Smiðjustíg. Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna frá Eflu dags. 6. september 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013. Stærð mhl. 01: 1. hæð 322,2 ferm., 2. hæð 435,9 ferm., 3. og 4. hæð 488 ferm. og 5. hæð 349,5 ferm.Samtals: 2.083,6 ferm., 7.429,5 rúmm.B-rými 162 ferm. Mhl. 02: 649,3 ferm., 2.247,4 rúmm.Gjald 9.000 Kynnt.

(C) Fyrirspurnir

14. Heiðmörk, Gvendarbrunnar, (fsp) afmörkun lóðar O.R. (08.1) Mál nr. SN130409 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 30. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. ágúst 2013, um stofnun lóðar á jörð sinni að Elliðavatnslandi landnúmer 113489 skv. lóðarblaði, dags. 4. júlí 2013. Svæðið sem um ræðir eru svokallaðir Gvendarbrunnar, afgirt vatnstökusvæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2013. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október samþykkt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

15. Heiðmörk, Myllulækur, (fsp) afmörkun lóðar O.R. (08.1) Mál nr. SN130410 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 30. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. ágúst 2013, um stofnun lóðar á jörð sinni að Elliðavatnslandi landnúmer 113489 skv. lóðarblaði, dags. 4. júlí 2013. Svæðið sem um ræðir er umhverfis Myllulækjartjörn, afgirt vatnstökusvæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2013. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október samþykkt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

(D) Ýmis mál

16. Vogabyggð, dómnefnd Mál nr. SN130427

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipan formanns í dómnefnd í örsamkeppni um skipulag Vogabyggðar Samþykkt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Páll Hjaltason verði skipaður formaður dómnefndar.

17. Heiðmörk, rampur fyrir hjólabretti og línuskauta, styrkumsókn (08.1) Mál nr. SN130441 Brettafélag Reykjavíkur, Pósthólf 444, 121 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 20. september 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júlí 2013 vegna afgreiðslu borgarráðs 11. s.m. á styrkumsókn Brettafélags Reykjavíkur dags. 18. júní sl. vegna byggingar lítils fjölnota ramps í Heiðmörk fyrir hjólabretti og línuskauta. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 11. október 2013 og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. október 2013. Umsagnir skipulagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits samþykktar.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum og kynnir.

18. Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir sveitarfélaga, ársfundur Mál nr. US130271

Lagt fram fundarboð á ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sam haldinn verður 24. október 2013 í Garðabæ

19. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216

Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 20. september 2013 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

20. Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi (01.438.0) Mál nr. SN130247 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. ágúst 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Frestað

21. Betri Reykjavík, næturvagnar Strætó Mál nr. US130252 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "næturvagnar Strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. október 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. október 2013 samþykkt.

22. Betri Reykjavík, sekta fólk sem tekur ekki upp skítinn eftir hundana sína Mál nr. US130256 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum umhverfismál "sekta fólk sem tekur ekki upp skítinn eftir hundana sína" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. október 2013. Umsögn Heilbrigðiseftirlitsins dags. 15. október 2013 samþykkt.

23. Betri Reykjavík, gosbrunnur - hluta ársins Mál nr. US130257 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum ýmislegt "gosbrunnur - hluta ársins " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

24. Betri Reykjavík, Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís Mál nr. US130254 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum skipulag "Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

25. Betri Reykjavík, umbætur á skólalóð Ölduselsskóla Mál nr. US130250 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "umbætur á skólalóð Ölduselsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað

26. Gerðarbrunnur 24-26, kæra, umsögn, úrskurður (05.056.4) Mál nr. SN130315 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. júní 2013 ásamt kæru, dags. 11. s.m. þar sem kærð er breyting hússins nr. 24-26 við Gerðarbrunn og gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. júní 2013. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2013. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 14.20

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir Marta Guðjónsdóttir Óttarr Guðlaugsson   Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 15. október kl. 10.36 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 751. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Erna Hrönn Geirsdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN046609 Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík Best ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti. Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 23. september 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN046610 Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð og gera milligólf í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti. Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 23. september 2013 og samþykki meðeigenda dags. 26. september 2013. Stækkun brúttó: 42,8 ferm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN046611 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti. Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 23. september 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

4. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN046662 Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á vesturgafli hesthúss nr. 25 á lóð nr. 25-29 við Almannadal. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Austurbakki 1 209357 Mál nr. BN046603 Stólpar III ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús, fimm og sex hæðir með samtals 68 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð á sameiginlegum tveggja hæða bílakjallara fyrir 157 bíla og garði á þaki á lóð nr. 1 við Austurbakka. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2013. Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. í september 2013. Stærðir: Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2013.

6. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN046571 Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir skiltastandi og ganga frá honum og skilti skv. deiliskipulagi við tónlistarhúsið Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2013 og tölvupóstur aðalhönnuðar dags. 14. október 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Milli funda.

7. Álftamýri 7-9 (01.280.102) 103661 Mál nr. BN046668 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir lítils háttar breytingum á áður samþykktu, BN046188, innra fyrirkomulagi gististaðar í flokki III á lóðinni nr. 7-9 við Álftamýri. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN046204 Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á þaki fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Blönduhlíð. Erindi fylgja skýringar v/skráningartöflu dags. 4. október 2013. Stærðir, stækkun: xx ferm., xx rúmm. Stærðir eftir stækkun: 418,4 ferm., 1.226,9 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bústaðavegur 3 (01.705.703) 197135 Mál nr. BN046661 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta áður samþykktu erindi, sjá BN042261, þar sem veitt var leyfi til að byggja sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti með auglýsingaskilti utan lóðar, ásamt dælueyju og tönkum undir eyjunni á lóð nr. 3 við Bústaðaveg. Erindi fylgir samþykki gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar dags. 9. október 2010. Stærð: Sjálfsafgreiðslustöð 54.2 ferm. og 120,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN046665 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja núverandi miðasölu og byggja nýja á einni hæð úr timbri í Húsdýragarðinum á lóðinni nr. 13 við Engjaveg. Stærðir: Miðasala sem fjarlægja á: 7,9 fermetrar. Ný miðasala, matshl. 07: 168,5 fermetrar og 609,7 rúmmetrar. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vantar mæliblað.

11. Faxaskjól 12 (01.532.310) 106196 Mál nr. BN046083 Leifur Björn Dagfinnsson, Faxaskjól 12, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við norðurhlið, geymsluskúra í norðvesturhorni lóðar, breyta innra skipulagi og breyta í einbýlishús tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Faxaskjól. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní til og með 12. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Ólafur Ísberg dags. 25. júní 2013, Oddný Yngvadóttir dags. 2. júlí 2013 og Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson dags. 10. júlí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar dags. 28. ágúst 2013 þar sem athugasemd er dregin til baka. Einnig lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013 og bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2013. Stækkun húss: 32,2 ferm., 91,77 rúmm. Geymsluskúrar: 6,5 ferm., 16,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Flugvöllur 106745 (01.64-.-99) 106745 Mál nr. BN046510 Höldur ehf, Pósthólf 10, 602 Akureyri Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri aðkomu, til bráðabirgða, frá bílastæðum við Njarðargötu, koma fyrir nýrri girðingu 60 m langri á austurhlið og aksturshliði á norðurhlið lóðar með landnr. 106745 Flugvöllur. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN046651 Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að stækka og endurinnrétta líkamsræktarstöð í kjallara og 1. Hæð í húsi Egilshallar á lóð nr. 1 við Fossaleyni. Bréf frá hönnuði dags. 4. okt. 2013 og brunaskýrsla dags. 1. okt. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN046527 Rakel Steinarsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og skrá sem einbýlishús hús sem skráð er skrifstofa og vörugeymsla á lóðinni nr. 9 við Frakkastíg. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Garðastræti 37 (01.161.109) 101204 Mál nr. BN046658 GAM Management hf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum á austurhlið í kjallara og á annarri hæð og að fjölga salernum í kjallara hússins á lóðinni nr. 37 við Garðastræti. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN046645 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að rífa vörugeymslu, mhl.01 á lóð nr. 44 við Grandaveg. Niðurrif: Fastanr. 222-3523 mhl.01 merkt 0101 vörugeymsla 582,5 ferm., fastanr. 223-1098 mhl.01 merkt 0201 vörugeymsla 582,5 ferm. Samtals 1165 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Þar til áform liggur fyrir um nýbyggingu á lóðinni.

17. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN046458 Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 26 við Grensásveg. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN046542 Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulag og byggja anddyri við norðurhlið einbýlishúss og jafnframt breyta innra fyrirkomulagi og byggja glerskála að norðurhlið bílskúrsins á lóðinni nr. 7 við Grundargerði. Samþykki nágranna í húsum nr. 9 við Grundargerði og nr. 41 við Akurgerði (á teikn.) fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2013. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. september 2013 fylgir erindinu. Stækkun: Íbúð 4,1 ferm. og 13,0 rúmm. Bílskúr 4,7 ferm. og 10,3 rúmm.. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2013.

19. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN046657 1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir gasskáp í kjallarainngangi á norðurhlið og gaslögn frá honum inn í tæknirými hússins á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046628 Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046048 þannig að innbyrðis stærðir á geymslum breytast í húsi á lóð nr. 1 við Guðrúnartún. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN046112 Sigmar Ármannsson, Miðleiti 12, 103 Reykjavík Sverrir Ágústsson, Kúrland 15, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN029048 og BN038735 þar sem koma fram ýmsar breytingar vegna eignaskipatyfirlýsingar á húsnæðinu á lóð nr. 10A við Hallveigarstíg. Tölvupóstur frá eiganda dags 18. apríl 2013. Samþykki meðeigenda dags. júlí 2013 fylgir. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hamravík 22-28 (02.351.802) 180139 Mál nr. BN046627 Hamravík 22-28,húsfélag, Hamravík 22, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja svalalokanir á 2. og 3. hæð mhl. 01, 02, 03 og 04 og setja ný opnanleg fög í stofuglugga íbúðar 0303 mhl. 04 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22-28 við Hamravík. Samþykki frá fundi húsfélags þann 10 september 2013 og frá 18 september 2013. Stækkun rúmm: Mhl. 01, 109,8 rúmm., mhl 02, 73,2 rúmm., mhl 03, 73,2 rúmm. og mhl. 04, 109,8 rúmm. Samtals 366 rúmm . Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Haukdælabraut 98 (05.114.103) 214818 Mál nr. BN046517 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð klætt ljósum steinflísum á lóð nr. 98 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu. Stærð: Íbúð 193,7 ferm., bílgeymsla 63,3 ferm. Samtals 256,9 ferm., 1.226,8 rúmm. B-rými 23,5 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Helluland 1-19 2-24 (01.862.201) 108799 Mál nr. BN046518 Sigrún Lilliendahl, Helluland 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að fjarlægja útvegg að sólskála og til að breyta gluggum til samræmis við glugga sem fyrir eru í raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 1-19 2-24 við Helluland. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 19. september 2013. Stækkun: 13 ferm., 64,6 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN046597 Hveratorg ehf., Þverholti 3, 270 Mosfellsbær Asher ehf., Kríuási 33, 221 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi veitingastaðar í norðausturhorni bílastæðahússins á lóðinni nr. 20 við Hverfisgötu. Um er að ræða veitingahús í flokki III, tegund krá. Hámarksgestafjöldi er 202 og áætlaður starfsmannafjöldi er sex manns. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046631 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN046189 þannig að innveggir á 2. hæð verði steyptir sem og plata yfir þeirri hæð í húsi á lóð nr. 28 við Hverfisgötu. Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 9. október 2013 fylgir erindinu. Umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 21. ágúst 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. september 2013 fylgja erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046672 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að steypa sökkla, botnplötu og kjallaraveggi á grundvelli þeirra teikninga sérhönnuða sem liggja nú þegar inni fyrir þann verkþátt. Burðarþolsteikningar af þessum verkþáttum eru þær sömu þrátt fyrir að burðarvirki ofan annarrar hæðar breytist m.v. innlagðar teikningar í máli BN046631. sbr. mál nr. BN046189 á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu. Helstu rök fyrir umsókn þessari eru að málið var fyrst tekið fyrir 24.06.13 en vegna þess að húsið var í mun verra ástandi heldur en gert var ráð fyrir skiluðum við inn nýjum teikningum með nýju burðarviki 1.10.13 en þær teikningar voru ekki samþykktar 8.10.13 vegna smávægilegra athugasemda og útskýringa sem vantaði þar sem málið fékk nýtt verknúmer. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

28. Hverfisgata 32 (01.171.103) 101369 Mál nr. BN046649 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að rífa hús á lóð nr. 32 við Hverfisgötu. Umsögn minjastofnunar Íslands dags. 28. júní 2013 og umsögn minjasafns Reykjavíkur dags. 30. september 2013 fylgja erindinu. Niðurrif: Fastanr. 200-4438, merkt 01-0001 - iðnaður, stærð 152,9 ferm. - Fastanr. 200-4439, merkt 01-0101 - íbúðareign, stærð 279,0 ferm. Samtals 431,9 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Þar til byggingaráform á Smiðjustíg 4-6 verða samþykkt.

29. Hverfisgata 34 (01.171.105) 101371 Mál nr. BN046650 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að rífa hús á lóð nr. 34 við Hverfisgötu. Umsögn minjastofnunar Íslands dags. 28. júní 2013 og umsögn minjasafns Reykjavíkur dags. 30. september 2013 fylgja erindinu. Niðurrif: Fastanr. 200-4446, merkt 01-0101 - iðnaður, stærð 96,1 ferm. Fastanr. 200-4447, merkt 01-0201 - íbúðareign, stærð 38,0 ferm. Fastanr. 200-4448, merkt 01-0202 - íbúðareign, stærð 68,5 ferm. Fastanr. 200-4449, merkt 01-0301 - íbúðareign, stærð 35,9 ferm. Fastanr. 200-4450, merkt 01-0302 - íbúðareign, stærð 70,6 ferm. Samtals 309,1 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Þar til byggingaráform á Smiðjustíg 4-6 verða samþykkt.

30. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046592 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir skrifstofurýmum, fundarherbergjum og stoðrýmum í mhl. 04 á 1. hæð í E húsi norðurálmu á lóð nr. 9 við Höfðabakka. Bréf frá hönnuði dags. 20. sept. 2013 og greinargerð um brunavarnir dags. 13. sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Karfavogur 46 (01.444.002) 105516 Mál nr. BN046456 Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir, Karfavogur 46, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja timburverönd, saga niður úr glugga til að koma fyrir hurð út á verönd og opnanlegt fag sett í herbergi í kjallara á einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Karfavog. Bréf hönnuðar dags. 3. okt. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til skipulagafulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1.01 -1.04 dags. 18. ágúst 2013.

32. Klettagarðar 13 (01.325.201) 180007 Mál nr. BN046669 N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi smávörulagers, fyrirkomulag á snyrtingum og hillum í húsinu á lóð nr. 13 við Klettagarða. Brunaskýrsla hönnuðar dags. 1. október 2013 fylgir erindi. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046626 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta einingu S-339 þannig að salerni er fjarlægt og starfsmannaaðstaða flyst í sameiginlega starfsmannaaðstöðu á 4. hæð og snyrtingar gesta verða samnýttar með gestum Stjörnutorgs í veitingahúsinu Te og kaffi í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Um er að ræða veitingahús í fl. I teg. e. Meðfylgjandi er úttekt á brunatæknilegri hönnun frá Verkís dags. 30.9. 2013 og uppáskrift Rekstrarfélags og Brunavarnaeftirlits Kringlunnar á teikningu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Lambhagavegur 17 (02.683.201) 211462 Mál nr. BN046467 Smáhýsi ehf, Lambhagavegi 17, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri sem ætlað er til flutnings og jafnframt er sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir það á lóð nr. 17 við Lambhagaveg. Stærð: 53,8 ferm., 122,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Stöðuleyfi til eins árs.

35. Laugavegur 66-68 (01.174.228) 101606 Mál nr. BN046620 L66-68 fasteignafélag ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja húsið Grettisgata 51B á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg. Niðurrif: fastanr. xxx., stærðxxx. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Lyngháls 10 (04.327.001) 111051 Mál nr. BN045960 Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa tvö léttbyggð anddyri, setja innkeyrsluhurðir í 0101, 0102, 0103 og 0104 og fjölga eignarhlutum úr 13 í 17 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls. Niðurrif: 22,8. ferm., 59,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Lyngháls 5 (04.324.001) 111040 Mál nr. BN046600 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um að breyta erindi BN044779 þannig að fjarlægt er milliloft, eystri hluta annarrar hæðar breytt í skrifstofur og lagerrými með verkstæði fyrir léttan iðnað í húsinu á lóð nr. 5 við Lyngháls. Minnkun frá núverandi stimplaðri skráningu er 385,7 ferm., en stækkar samkvæmt Fasteignaskrá Íslands um 15,4 ferm. Stækkun er 15,4 ferm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN046614 Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík Faxar ehf., Álfabakka 14, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 55 gesti í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Skipulagsferli ólokið.

39. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN046652 Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að taka í notkun milliloft í mhl. 03 og koma fyrir brunastiga út frá austurhlið hússins á lóð nr. 87 við Nauthólsveg. Sbr. BN044719. Jákvæð fyrirspurn BN046557 fylgir. Stækkun millilofts: 49,2 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Neshagi 12 (01.542.214) 106391 Mál nr. BN046521 Neshagi 12,húsfélag, Neshaga 12, 107 Reykjavík Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Neshaga. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Njálsgata 36 (01.190.208) 102411 Mál nr. BN046551 SV 50 ehf., Pósthólf 8741, 128 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem baðherbergjum, þvottahúsum og geymslum er breytt vegna skráningartöflu og eignaskiptasamnings fyrir hús á lóð nr. 36 við Njálsgötu. Bréf frá hönnuði dags. 2. okt. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN046659 Integrum ehf, Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja hæða fjölbýlishús, tíu íbúðir með bílakjallara fyrir níu bíla á lóð nr. 1 við Nönnubrunn. Erindi fylgir varmatapsútreikningur . Stærð: Kjallari 496,7 ferm., 1. hæð 413,1 ferm., 2. hæð 429,8 ferm., 3. hæð 244,2 ferm. Samtals 1.583,8 ferm., 4.859,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN046537 Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa hluta bakhúss og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, með 43 hótelherbergjum að hluta ofan á einnar hæðar byggingu á baklóð Hótels Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti. Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. september 2013 og umsögn Minjastofnunar dags. 10. október 2013. Niðurrif: 420 ferm., 1.595 rúmm. Stækkun: 1.829,6 ferm., 6.228,5 rúmm. B-rými 58,3 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN046599 Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rými 0101, breyta glugga á austurhlið í hurð í húsinu á lóð nr. 42 við Sigtún. Samþykki meðeiganda dags. 19. september 2013 og bréf frá hönnuði dags. 3. október 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Skólavörðustígur 10 (01.171.207) 101388 Mál nr. BN046644 Rósa E Rósinkranz Helgadóttir, Skólavörðustígur 10, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunarhúsnæði (rými 0101) í íbúð í verslunar- og fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 10 við Skólavörðustíg. Samþykki nokkurra meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN046443 S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturhluta 1. hæðar og í kjallara og breyta póstasetningu glugga, sjá BN045449, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2013 og athugasemdum íbúa við Lokastíg og Skólavörðustíg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN046646 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að rífa mhl.01 á lóð nr. 4 við Smiðjustíg. Niðurrif: Mhl. 01, fastanr. 200-4476 0001, 200-4477 0101, 200-4478 0201, 200-4479 0301 og 200-4480 0401, allt íbúðareignir samtals 527,3 ferm. Gjald kr. 9.000. Frestað. Þar til byggingaráform á Smiðjustíg 4-6 verða samþykkt.

48. Smiðjustígur 4A (01.171.115) 101381 Mál nr. BN046647 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að rífa mhl.01 á lóð nr. 4A við Smiðjustíg. Niðurrif: Fastanr. 200-4481 01 merkt 0101 veitingahús 288,7 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Þar til byggingaráform á Smiðjustíg 4-6 verða samþykkt.

49. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN046648 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að rífa mhl.04 á lóð nr. 6 við Smiðjustíg. Niðurrif: Fastanr. 221-7677 04 merkt 0101 veitingahús 288,9 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Þar til byggingaráform á Smiðjustíg 4-6 verða samþykkt.

50. Suðurlandsbraut / Ármúli 31 (01.265.201) 103543 Mál nr. BN046664 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi hluta kjallara þannig að komið er fyrir þvottahúsi fyrir flugleiðahótelin og bæta inngangshurð á norðurhlið hússins á lóð nr. 31 Suðurlandsbraut/Ármúla. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Suðurlandsbraut 24 (01.264.103) 103530 Mál nr. BN046524 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropum á 2. til 5. hæð austur- og vesturhliða verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

52. Sæviðarsund 17 (01.356.501) 104386 Mál nr. BN046666 Stefán G Kjartansson, Sæviðarsund 17, 104 Reykjavík Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 17 við Sæviðarsund. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Tómasarhagi 25 (01.554.004) 106571 Mál nr. BN046663 Dagur Már Færseth, Tómasarhagi 25, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja hjóla og vagnageymslu við norð-austur hlið, gera gönguhurð frá bílageymslu út á lóð og gera garðhurð út úr íbúð 0101 og verönd fyrir framan húsið á lóð nr. 25 við Tómasarhaga. Samþykki meðeigenda dags. 2. okt. 2013 fylgir. Stærð hjóla og vagnageymslu B rými : XX ferm., XXrúm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Tunguvegur 10 (01.822.302) 108325 Mál nr. BN046667 Haraldur Marinósson, Tunguvegur 10, 108 Reykjavík Sigurjóna Halldóra Frímann, Tunguvegur 10, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir breyttri skráningu og núverandi fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 10 við Tunguveg. Skráningartafla fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Vatnagarðar 20 (01.338.903) 103921 Mál nr. BN046077 IÐAN-Fræðslusetur ehf., Skúlatúni 2, 105 Reykjavík ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka 2. hæð, innrétta skrifstofur, fundarherbergi, setustofu og eldhús fyrir kynningar og innrétta kennslurými, koma fyrir matsal nemenda á 1. hæð, innkeyrsluhurð að vestanverðu er lokað og komið fyrir nýjum inngangi í hús á lóð nr. 20 við Vatnagarða. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013. Stækkun 2. hæðar er: 139,8 ferm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN046377 Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta útliti í átt til upprunalegs útlits, sbr. erindi BN031458 samþ. 31.5. 2005, jafnframt er sótt um leyfi fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða hússins á lóð nr. 3B við Veltusund. Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 19 sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 19. september 2013.

57. Þorfinnsgata 6 (01.195.107) 102587 Mál nr. BN046583 Sigurjón Ólafsson, Þorfinnsgata 6, 101 Reykjavík Þorfinnsgata 6,húsfélag, Þorfinnsgötu 6, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 6 við Þorfinnsgötu. Bréf frá húsfundi húsfélagsins Þorfinnsgötu dags 9 maí 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Öldugata 28 (01.135.411) 100489 Mál nr. BN046596 Stefanía Ingibj. Sverrisdóttir, Öldugata 28, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við norðurhlið, kjallara, tvær hæðir og ris, stækka anddyrisviðbyggingu á vesturhlið og gera svalir á þaki hennar og byggja bílskúr með verönd og garði á þaki við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. við Öldugötu. Niðurrif: Fastanr. 200-1547 mhl. 70 merkt 0101 bílskúr 1931 17,4 ferm., einnig kjallarainngangur og tröppur, kvistur, bakdyrainnangur og snyrting. Niðurrif samtals: 36,8 ferm., 91,5 rúmm. Viðbyggingar og bílskúr: 111 ferm., 308,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Nýjum uppdráttum vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01-05 dags. 31. júlí 2013.

Ýmis mál

59. Klettagarðar 27 Mál nr. BN046670 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Óskað er efitr samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavíkur á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 27 við Klettagarða, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var með embættisafgreiðslu skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar þann 28. mars 2008, í borgarráði þann 31. janúar 2008 og með auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda þann 30. apríl 20018. Óskað er eftir samþykki mæliblaðs og skráningu lóðar í Fasteignaskrá Íslands í samræmi við ofangreint. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

60. Álfheimar 7 (01.432.005) 105212 Mál nr. BN046671 Phuong Duong, Álfheimar 7, 104 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta í bílskúr í skrifstofu á lóðinni nr. 7 við Álfheima. Nei. Ekki heimilt að breyta bílskúr í aðra starfsemi.

61. Ásvegur 17 (01.353.220) 104259 Mál nr. BN046653 Björgvin Sigurðsson, Ásvegur 17, 104 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að færa bílastæði og staðsetja það við aðkomustíg hússins á lóðinni nr. 17 við Ásveg. Nei. Samræmist ekki deiliskipulagi.

62. Búðagerði 9 (01.814.009) 107921 Mál nr. BN046582 Haraldur Þór Jónsson, Búðagerði 9, 108 Reykjavík Spurt er hvor leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 9 við Búðagerði. Bílskúr var samþykktur á lóðinni 27. september 1962 en aldrei byggður. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2013. Nei. Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2013.

63. Gautavík 11 (02.357.103) 178586 Mál nr. BN046641 Pétur Guðbjartsson, Gautavík 11, 112 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalaskýli á svalir íbúðar 0202 í húsinu nr. 11 við Gautavík. Samþykki meðeigenda (ódags., vantar einn) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

64. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN046674 Norðurey ehf., Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gistiheimili á lóðinni nr. 14 við Hrísateig. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Í Úlfarsfellslandi 125475 (97.001.020) 125475 Mál nr. BN046621 Themina Kjartansson, Grettisgata 94, 105 Reykjavík Jón Birgir Kjartansson, Grettisgata 94, 105 Reykjavík Spurt er hvort rífa megi 27,2 ferm. sumarbústað, sem er illa farinn af rakaskemmdum og byggja annan 76 til 85 ferm. á grunni þess gamla á lóð með landnúmeri 125475 í Úlfarsfellslandi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2013. Jákvætt. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2013.

66. Snæland 2-8 (01.871.201) 108823 Mál nr. BN046655 Ólöf Guðleifsdóttir, Snæland 8, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að skrá herbergi 0004 sem séreign í kjallara hússins nr. 8 á lóðinni nr. 2-8 við Snæland. Herbergið tilheyrir nú íbúð 0202 á annarri hæð hússins. Nei.

67. Tjarnargata 35 (01.142.302) 100937 Mál nr. BN046675 Lagt fram bréf Valtýs Sigurðssonar hrl. dags. 9. október 2013 varðandi leiðbeiningar um bílastæði á lóðinni nr. 35 við Tjarnargötu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12.25

Björn Stefán Hallsson Sigrún Reynisdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Jón Hafberg Björnsson
Erna Hrönn Geirsdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir