Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 365
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 17. desember, kl. 9:01 var haldinn 365. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sunna Stefánsdóttir.
Fundarritari var Sigurjóna Guðnadóttir.
Þetta gerðist:
-
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. desember 2025, liður 11 um tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs í valnefnd um námsstyrk Ellýjar Katrínar.
Leiðrétting er:
Fram fer tilnefning umhverfis- og skipulagsráðs í valnefnd um námsstyrk Ellýjar Katrínar, fyrir hönd valnefndarinnar.
Samþykkt að Orri Páll Jóhannsson taki sæti í valnefndinni.- Kl. 9:02 tekur Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sæti á fundinum og jafnframt sem fundarritari.
- Kl. 9:03 taka Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Ólöf Örvarsdóttir og Hjördís Sóley Sigurðardóttir sæti á fundinum. USK25110423
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 8. desember 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu endurnýjunar umferðarljósa og framkvæmda fram undan.
- Kl. 9:08 aftengist Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir með rafrænum hætti og tekur sæti á fundinum.
- Kl. 9:10 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.Nils Schwarzkopp og Grétar Þór Ævarsson taka sæti á fundinum undur þessum lið. USK25120198
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Við þökkum fyrir góða kynningu á þeirri öflugu áætlun um endurnýjun og innleiðingu á snjallljósastýringu á Höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum. Bæði skiptir það máli upp á að bæta umferðaröryggi og draga úr töfum í umferð, en jafnframt býður snjallljósastýring sem þessi upp á það að neyðarbifreiðar og almenningsvagnar geti fengið forgang á gatnamótum. Þetta er mikilvægt samstarfsverkefni og hluti af Samgöngusáttmálanum.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Úrbætur á stýringu umferðarljósa í Reykjavík eru löngu tímabærar í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun í borginni. Nýta þarf kosti tölvutækni betur en nú er gert til að ná þessum markmiðum. Miklir möguleikar eru fyrir hendi til að besta stýringu umferðarljósa út frá gögnum, sem aflað verði með skynjurum á umferðarljósum. Ánægjulegt er að verið sé að stíga skref í þessu skyni í Reykjavík en í ljósi góðrar reynslu erlendis frá er full ástæða til að stíga stærri skref og hraða innleiðingu þessarar tækni við umferðarljósastýringu í borginni.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu og næstu verkefnum hjólreiðaáætlunar.
Carl Henrik Larsson og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25120133
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Mörg tækifæri eru til að bæta aðstæður hjólandi vegfarenda í borginni eins og komið hefur fram á fundinum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að gott samráð verði haft við íbúa í um útfærslur á hjólareinum í íbúagötum og að þeim verði gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en ákvarðanir verða teknar. Æskilegt er að standa þannig að slíkum breytingum að bílastæðum verði ekki fækkað í viðkomandi götum.
-
Fram fer kynning staðalútfærslum á hraðaminnkandi aðgerðum. USK25120139
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags. 10. desember 2025 um hraðaminnkandi aðgerðir við Hamarstekk.
Samþykkt. USK25120139
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hönnun Naustanna sunnan við Tryggvagötu.
Guðrún Birna Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undur þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Við fögnum því að Naustin verði að vistgötu, en hér eru lögð fram drög að fallegri hönnun á göturýminu. Þessi breyting er hluti af því að gera Kvosina að aðlaðandi og vistlegu göngusvæði.
- Kl. 10:54 víkur Bjarni Rúnar Ingvarsson af fundi. USK25120138
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 8. desember 2025, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki uppsögn á samningum bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir eftirtalda einkaaðila, gjaldsvæði 4 (P4). Þetta eru eftirtaldir aðilar: Landspítalinn, stæði við Eiríksgötu 5 og í Fossvogi og HR við Menntaveg.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs. USK25090342
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 9. desember 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í desember 2025, vegna nýs deiliskipulags fyrir Hátún 10-12 (Hátúnsreitur). Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Lýsingin tekur til ofangreindra lóða þar sem til stendur að fara í uppbyggingu á lóðunum í kring um núverandi byggingar á u.þ.b. 43.000 m2 sem aðallega fara undir nýjar íbúðir en einnig skrifstofur, námsmannaíbúðir, þjónustu og skóla.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, Skrifstofu reksturs og umhirðu, Skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skóla- og frístundasviði og Velferðarsviði, Skipulagsstofnun, Veitum, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni, Vegagerðinni, Strætó bs., Betri Samgöngum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Hverfisráðum, íbúasamtökum og núverandi íbúum og rekstraraðilum á reitnum og kynna hana fyrir almenningi.Drífa Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25120135
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skipulags á lóð Lýsis við Grandaveg vegna lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir tveimur færanlegum kennslustofum á einni hæð með tengibyggingu, ásamt hjólaskýli og sorplausnum á norðurhluta lóðar innan takmarkaðs byggingarreits. Gert er ráð fyrir að umfram byggingarmagn innan takmarkaðs reits megi nýta fyrir hjólaskýli, gróðurhús, geymslur og sorplausnir, enda séu slík mannvirki reist innan takmarkaðs byggingarreits og í samræmi við heildarhönnun lóðarinnar. Einnig er gerð lóðarstækkun á lóð leikskólans og lóðin afmörkuð til að stofurnar ásamt yfirbyggðu hjólaskýli komist betur fyrir norðan megin leikskólalóðar, samkvæmt uppdrætti Tendra arkitekta, dags. 8. desember 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 15. nóvember 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ágúst Skorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110303
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðir tveggja leikskóla, Lækjarborgar og Laugaborgar og stækka lóð lítillega vegna tilfærslu á bílastæðum. Þá er heimild fyrir niðurrifi eldri bygginga á lóð í heild eða að hluta og í stað þeirra að reisa 10 deilda leikskóla að hámarki 2.600m² með 200 nemendum og 60 starfsmönnum, samkvæmt uppdr. Sprint studio, dags. 27. ágúst 2025, br. 8. desember 2025. Einnig er lagt fram skuggavarp Sprint studio, dags. 2. desember 2025. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. september 2025 til og með 27. október 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2025.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Ágúst Skorri Sigurðsson tekur sæti á fundi undir þessum lið. USK25080276
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 25. febrúar 2025, ásamt greinargerð, dags. 9. desember 2025, um gerð nýs deiliskipulags fyrir Sætún II á Kjalarnesi. Skipulagssvæðið nær yfir allt Sætún II á Kjalarnesi sem afmarkast af umliggjandi landspildum, Enni til vesturs, Sætúni I til austurs og Þjóðvegi 1 til norðurs. Með deiliskipulaginu verður byggingarreitur skilgreindur en annar hluti jarðarinnar er óbreytt landnotkun, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 9. desember 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020314
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 26. október 2025 um viðbrögð við svari Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar við tímasettri aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis, ásamt fylgiskjali. USK25020219
- Kl. 11:30 víkur Alexandra Briem af fundi og Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. nóvember 2025 ásamt kæru nr. UUA2511050, dags. 19. nóvember 2025, þar sem kærandi krefst þess að skorið verði úr um hvort smáhýsi á lóð kæranda við Barðastaði 61 sé háð byggingarleyfi. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. desember 2025. Úrskurðarorð: Skúr á lóð Barðastaða 61 í Reykjavík er háður byggingarleyfi samkvæmt 9. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. USK25110293
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 4. desember 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7A við Krókháls. USK25040088
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um grenndargáma við Streng í Ártúnsholti, sbr. sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. september 2025. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. desember 2025. USK25090141
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Málið er í góðri skoðun til að finna bestu og hagkvæmustu útfærsluna fyrir grenndargáma í hverfinu. Ekki er gott að útiloka einhvern stað að svo stöddu. Tillögunni er því vísað frá.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Mikil andstaða og ónægja hefur verið meðal íbúa í Ártúnsholti með færslu grenndargáma úr Straumi yfir í Streng sem kynnt var í hverfisskipulagi Árbæjarhverfis árið 2019. Íbúar gerðu þá strax athugasemdir við nýja staðsetningu gámanna án þess að tekið hefði verið tillit til þess. Óánægja og áhyggjur íbúa helgast ekki síst af því að fyrirhuguð staðsetning við Streng er í miðju hverfinu nánast við hliðina á tveimur leikskólum og grunnskóla en grenndargámum fylgir gjarnan aukin umferð og sóðaskapur. Fyrirhuguð staðsetning mun því draga verulega úr umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda einkum og sér í lagi barna sem þurfa að þvera götuna á leið sinni til og frá skóla. Það veldur íbúum miklum vonbrigðum að ekkert samráð hafi verið haft við þá og íbúalýðræði ekki virt varðandi nýja staðsetningu fyrir grenndargámana. Ljóst er að engin andstaða er við núverandi staðsetningu gámanna við stórbílastæðið við Straum. Það liggur því beinast við að fallið verði frá hugmyndum um færslu þeirra og þeir staðsettir til framtíðar á núverandi stað við Straum. Staðsetningin er mjög heppileg með tilliti til umferðaröryggis enda er þar til staðar bæði hraðahindrun og gönguþverun fyrir gangandi vegfarendur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjódd, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. nóvember 2025. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags- og byggingarmála, dags. 5. desember 2025. USK25110401
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Gufunes, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. nóvember. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2025. USK25110400
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð götulampa við Jöfursbás, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. desember 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120163
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð ljósastaura á göngustígum í Elliðaárdal og nágrenni, sbr. 13. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. desember 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120164
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í aðgerðir til að auka umferðaröryggi á og við svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel. Daglega sækir fjöldi barna og unglinga íþróttaæfingar eða annað æskulýðsstarf á svæðinu og leggur þá leið sína yfir bifreiðastæði félagsins þar sem umferðaröryggi er ábótavant. Auka þarf lýsingu á bílastæðinu og afmarka skýra og upplýsta gönguleið fyrir iðkendur út á Skógarsel og að biðstöðvum strætisvagna, sem þar eru. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í aðgerðir til að auka umferðaröryggi á og við svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel. Ráðast þarf í peruskipti/viðgerð götulampa á bílastæðinu og auka lýsingu þar almennt. Einnig þarf að afmarka skýra og upplýsta gönguleið fyrir iðkendur framhjá bílastæðinu út á Skógarsel og að biðstöðvum strætisvagna, sem þar eru. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK25120279
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerðir á ljósastaurum við eftirfarandi götur í Lækjahverfi: alla staura milli Laugarnesvegar og Sundlaugavegar og á Rauðalæk, Bugðulæk og Leirulæk auk allra staura á Brekkulæk, alls um 40 staura.
Frestað. USK25120275
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerðir á götulömpum í Fiskakvísl, Bröndukvísl og Urriðakvísl.
Frestað. USK25120276
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerðir á óvirkum ljósastaurum á og við mislæg gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar.
Frestað. USK25120281
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerð götulampa við Árskóga og Álfabakka. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK25120277
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að lýsing verði aukin á göngu- og hjólastíg, sem liggur frá Gullinbrú upp að Lokinhömrum. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK25120278
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:53
Líf Magneudóttir Andrea Helgadóttir
Björn Gíslason Hjálmar Sveinsson
Kjartan Magnússon Kristinn Jón Ólafsson
Þorvaldur Daníelsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. desember 2025