Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 9:00 var haldinn 362. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Hjálmar Sveinsson og áheyrnarfulltrúinn Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sunna Stefánsdóttir, Jóhanna Kristrún Birgisdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á árlegri ferðavenjukönnun meðal íbúa Reykjavíkur.
Jóna Karen Sverrisdóttir og Ásdís Karen Waltersdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl: 09:05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum
- Kl: 09:05 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum
- Kl. 09:09 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði USK25110007Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er áberandi í niðurstöðum könnunarinnar að 24% af aðspurðum sem ferðast á bíl til skóla eða vinnu vildu gjarnan ferðast með öðrum hætti. Þannig er töluverð inneign fyrir aðgerðir til að fjölga þeim sem fara hjólandi, gangandi eða með almenningssamgöngum. Í gildi er hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, sem hefur þegar eflt hjólainnviði mikið og í vinnslu er gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg, sem miðar að því að bæta aðstæður fyrir fótgangandi og fjölga þeim. Samgöngusáttmálinn, sem Reykjavík er aðili að, miðar að því að efla til muna almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, fjölga hjólastígum, ásamt því að bæta lykil staðsetningar í vegakerfinu og bæta snjallljósastýringu. Vel framkvæmd þétting byggðar stuðlar einnig að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og mun fækka ferðum á einkabíl. Eftir lögmálum umferðarskipulags er það besta sem við getum gert til að draga úr umferðarálagi og bæta upplifun þeirra sem sannarlega komast ekki hjá því að aka bíl, að draga úr fjölda ekinna ferða almennt.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar þakkar fyrir kynningu á ferðavenjukönnun 2025. Ljóst þykir að ennþá er langstærsti hluti borgarbúa sem ferðast með bíl. Ekki er mikil breyting milli ára hvað varðar niðurstöður um nýtingu á mismunandi ferðavenjum sem og hvaða ferðamáta fólk myndi helst vilja nýta sér. Það kemur ekki sérstaklega á óvart hvað það eru fáir sem geta hugsað sér að ferðast með strætó en það hlýtur að vera áhyggjuefni miðað við þann þunga sem settur hefur verið í að tryggja betri nýtingu almenningsamgangna. Framsókn vill leggja áherslu á að jafnvægi þarf að vera í uppbyggingu á samgöngumátum og fara verður varlega í fækkun stæða sérstaklega misvæðis í borginni þar sem stærstu vinnustaðirnir eru staðsettir.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hönnun Hlemms, torgs og borgarlínu.
Salóme Rósa Þorkelsdóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Kristján Ingi Gunnlaugsson og Ásmundur Magnússon taka sæti á fundinum undur þessum lið. Martin Arfalk tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK22030182
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í umhverfis- og skipulagsráði fagna tillögum sem kynntar voru á fundi ráðsins um hönnun norðurhluta Hlemmtorgs. Borgarlínuleiðir og hjólaleiðir eru vel útfærðar í gegnum torgið. Enginn vafi er á að Hlemmsvæðið verður vinsælt og mikilvægt mannlífstorg vegna fyrirhugaðra og undangenginna breytinga.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 20. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna Vegamótastígs, til samræmis við fyrirliggjandi forhönnun.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalistaflokks Íslands og Framsóknarflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25110292Fylgigögn
-
Lagt fram í trúnaði, árshlutauppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar - september 2025.
Hreinn Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030162 -
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 18. nóvember 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. október 2025 ásamt kæru nr. 152/2025, dags. 27. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 10. júlí 2025 um að hafna kröfu kærenda um afturköllun byggingarleyfis (USK25020149) Haukahlíð 18. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 31. október 2025. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda að Haukahlíð 18 í Reykjavík til bráðabirgða er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2025. USK25100136
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. nóvember 2025 ásamt kæru nr. 169/2025, dags. 31. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar steyptan garðvegg og álagningu dagsekta. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2025. Úrskurðarorð: Frestað er réttaráhrifum ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. október 2025 um álagningu dagsekta að fjárhæð kr. 25.000 vegna rofs á steyptum garðveggi. USK25110153
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. nóvember 2025 ásamt kæru nr. UUA2511050, dags. 19. nóvember 2025, þar sem kærandi krefst þess að skorið verði úr um hvort smáhýsi á lóð kæranda við Barðastaði 61 sé háð byggingarleyfi. USK25110293
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. nóvember 2025 ásamt kæru nr. 2511051, dags. 19. nóvember 2025, þar sem kærður er óhæfilegur dráttur á að Reykjavíkurborg komi með niðurstöðu og svör vegna grenndarkynningar á Laugarásvegi 63. USK25110305
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um leiðarkort, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til Strætó bs. til meðferðar. USK25110294Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stíg við Fiskislóð, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar Faxaflóahafna. USK25110295Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Vesturbæjarskóla, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25110296Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Ingólfsstræti, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25110297Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Kalkofnsveg, sbr. 26. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25110298Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Bryggjuhverfi, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25110300Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Gullinbrú, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25110299Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um úrbætur á gangbraut á gatnamótum Reykjavegs og Kirkjuteigs, sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 13. nóvember 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar til umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt að vísa tillögunni frá. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25110058Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn vill benda á að þó að sambærileg tillaga hafi verið samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði þann 19 nóvember s.l. þá skal vekja athygli á því að sú tillaga gekk lengra, þar sem lagt er til að SFS tryggi gangbrautarverði við gatnamótin. Fulltrúi Framsókn vill árétta mikilvægi þess að gatnamótin verði vöktuð til að auka öryggi barna á leið í og úr skóla.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun Árbæjarlóns er fjarlægð þar sem það er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir Elliðaár skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar, skv. uppdrætti og greinargerð frá Landslagi dags., 3. nóvember 2025.
Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110138Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Markmið fyrirliggjandi tillögu er að breyta deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal þar sem Árbæjarlón verður ekki lengur til staðar. Tekið skal fram að tæming Árbæjarlóns var gerð án framkvæmdaleyfis og braut gegn gildandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Mikil óánægja hefur verið með tæminguna meðal íbúa í nágrenni lónsins og ekki síst vegna þess að ekkert samráð við íbúa átti sér stað vegna hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að Árbæjarlón verði fyllt að nýju.
-
Lögð fram umsókn Sætra ehf., dags. 5. september 2025, ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 5. september 2025, um nýtt deiliskipulag fyrir lóð nr. 10 við Ármúla, sem felst í auknum uppbyggingarheimildum á lóð, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 5. september 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs. USK25090083Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 4. apríl 2025, ásamt bréfi, dags. 4. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7A við Krókháls. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að byggingarreitur breytist, grynnist og færist fjær lóðamörkum við Krókháls, byggingarmagn A rýmis á lóð verður óbreytt en gert er ráð fyrir aukningu á byggingarmagni B rýma, lóð Krókháls 7A stækkar og lóð Hestháls 14 minnkar sem því nemur, byggingarreitur lóðar Hestháls 14 minnkar á suðurmörkum lóðar, kvöð um umferð akandi og gangandi verður yfir austurhluta Krókháls 7A, kvöð um göngustíg á vesturhluta lóðar verði felld niður og færð í mögulega götutengingu á milli Krókháls og Hestháls o.fl., samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta, dags. 11. nóvember 2025. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta, dags. 11. nóvember 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25040088Fylgigögn
-
Fram fer kynning á umferðartalningum ársins 2025.
Björg Helgadóttir og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110314Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framkvæmdir og viðhald í borgarlandinu.
Frestað USK25110339 -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að almenningssalerni ásamt aðstöðu til bleyjuskipta verði komið fyrir við skiptistöð strætisvagna í Skúlagötu. Áhersla verði lögð á góð þrif og aðra umsjón salernanna og miðað við að greitt verði fyrir rekstur þeirra með hóflegri gjaldtöku.
Frestað USK25110398 -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að göngu- og hjólastígur verði lagður meðfram Gufunesvegi til að þjóna hinu ört vaxandi íbúahverfi í Gufunesi. Jafnframt er lagt til að göngu- og hjólastígur, sem liggur frá Gufuneshöfða að Gufunesvegi, verði lengdur til norðurs og þannig tengdur ört vaxandi íbúabyggð við Jöfursbás.
Frestað USK25110399 -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hver er hæðarkóti bygginga í Gufunesi? Er samræmi á milli hæðarkóta nýbygginga og eldri húsa í hverfinu?
Frestað USK25110400 -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 24. september sl. var tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á biðsvæði strætisvagna á skiptistöðinni í Mjódd vísað til meðferðar í stýrihóp Mjóddar. Óskað er eftir upplýsingum um umræddan stýrihóp. Hvenær var hópurinn stofnaður og hverjir skipa hann? Óskað er eftir því að erindisbréf hópsins verði lagt fram ásamt þeim fundargerðum hans, sem liggja fyrir.
Frestað USK25110401
Fundi slitið kl. 11:37
Líf Magneudóttir Alexandra Briem
Andrea Helgadóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 26. nóvember 2025