Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 9:00 var haldinn 361. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson og áheyrnarfulltrúinn Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á hugmyndum um stærri strætóskýli án auglýsinga og útfærslu á auglýsingastöndum.
- Kl. 9:01 taka Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:03 taka Ólöf Örvarsdóttir og Inga Rún Sigurðardóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:06 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
- Kl. 9:11 taka Þorvaldur Daníelsson og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.Jón Björn Árnason og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK22030050
-
Fram fer kynning á stöðu verkefnisins "Stikaðar gönguleiðir".
Ævar Aðalsteinsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060223
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 11. nóvember 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun Árbæjarlóns er fjarlægð þar sem það er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir Elliðaár skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar, skv. uppdrætti og greinargerð frá Landslagi dags. 3. nóvember 2025.
Frestað. USK25110138
-
Fram fer kynning á stöðu bensínstöðvalóða. USK23010222
-
Lögð fram umsókn Best ehf., dags. 22. október 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að stækka hótelið með því að bæta inndreginn þakhæð ofan á nýbyggingu hótelsins sem liggur að Rauðarárstíg, Stórholti og Þverholti, bílastæðum ætluðum hreyfihömluðum verður komið fyrir á lóð hótelsins við Þverholt og að heimilað verður að samnýta bílastæði ætluð hreyfihömluðum vegna viðburða á Hlemmtorgi samkvæmt nánara samkomulagi milli lóðarhafa og Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 17. október 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25100343
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 30. október 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 1 við Stefnisvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að íbúðum er fjölgað, byggingarmagn neðanjarðar eykst, bílastæðum fjölgar, innkeyrslum fjölgar og bætt er við skábraut á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 29. október 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25100467
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025 og 11. nóvember 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 10. nóvember 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Lögð fram ljósvistarstefna Reykjavíkurborgar ásamt Aðgerðaáætlun 2025–2030.
- Kl. 10:20 víkur Hjördís Sóley Sigurðardóttir af fundi.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs USK25090023Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að fyrirliggjandi ljósvistarstefnu verði vísað til borgarráðs. Þeir telja það þó verulegan galla á stefnunni að í henni er lítið sem ekkert fjallað um viðhaldsmál. Það er óheppilegt því viðhaldi gatnalýsingar í Reykjavík hefur verið mjög ábótavant undanfarin ár og brýnasta verkefnið í ljósvistarmálum borgarinnar hlýtur að vera að bæta þar úr með myndarlegum hætti. Æskilegt er að í stefnunni sé metnaðarfullt ákvæði um að vel skuli standa að viðhaldi og peruskiptum á götulömpum. Jafnvel mætti setja viðmið um eftirlit með óvirkum ljósastaurum og hvernig og hversu skjótt skuli brugðist við ábendingum um bilanir. Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur sinnti gatnalýsingu í borginni af miklum metnaði voru ákveðnar vinnureglur um peruskipti og viðhald götulampa og reyndist það fyrirkomulag mjög vel.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2025, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki uppsögn á samningum bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir eftirtalda einkaaðila, gjaldsvæði 4 (P4). Þetta eru eftirtaldir aðilar: Landspítalinn, stæði við Eiríksgötu 5 og í Fossvogi, HR við Menntaveg og Húsfélagið Borgartúni 8-16 og Katrínartúni 2.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090342
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Það er eðlilegt að Bílastæðasjóður einbeiti sér að því að reka og sinna eftirliti með þeim bílastæðum sem eru í borgarlandi, fremur en að taka að sér slík verkefni fyrir einkaaðila. Fulltrúar samstarfsflokkanna hvetja þó eindregið til að eigendur stæðanna sjái til þess að aðgengi að þeim sé gott, einkum og sér í lagi fyrir þau sem eru hreyfihömluð. Við beinum því til þessara eigenda að meðalhófs verði gætt við innheimtu.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar þess að borgin stígi út af samkeppnismarkaði þegar það kemur að lóðum annarra í borgarlandinu og vonast fulltrúinn eftir að rekstraraðilar sem nýtt hafa þjónustuna til þessa finni farsæla leið með fjölda þeirra aðila sem bjóði nú upp á þjónustu við innheimtu gjalda fyrir notkun bílastæða í borginni.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna- og borgarhönnunar dags. 12. nóvember 2025 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki reglur um bílastæðakort fyrir íbúa innan og við gjaldsvæði bílastæðasjóðs.
Samþykkt í samræmi við 2 mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Vísað til borgarráðs.Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060150
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í að verið sé að endurskoða og víkka út reglur um íbúakort. Tillögurnar fela í sér aukinn sveigjanleika og bregðast að nokkru leyti við ábendingum íbúa, sérstaklega varðandi möguleikann á íbúakorti 2 og einfaldari skilyrðum um afnotaskipti þegar stæði eru í sameign. Slíkar breytingar eru til bóta. Þó teljum við að mikilvægar athugasemdir íbúa hafi ekki fengið nægilega umfjöllun. Það á sérstaklega við um afmörkun íbúakortasvæða, sem margir íbúar telja ranglega stillt eða ekki taka mið af raunverulegri notkun og aðstæðum í eldri hverfum. Þessi gagnrýni hefur verið áberandi í samráðsgátt og nauðsynlegt er að hún verði tekin til ítarlegri skoðunar, enda hefur hún bein áhrif á lífsgæði íbúa. Að auki teljum við fyrirhugað gjald fyrir íbúakort 2, 20.000 kr. á mánuði, vera óhóflega hátt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Gjaldtakan er í engu samræmi við raunverulegt stæðiúrval í mörgum hverfum og getur reynst heimilum verulega íþyngjandi. Við teljum eðlilegt að gjaldið sé endurmetið og lækkað verulega.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Borgarfulltrúi Framsóknar styður að fyrirkomulagi íbúakorta sé breytt og þá sérstaklega að íbúar geti sótt sér íbúakort nr.2. Framsókn gagnrýnir hins vegar harðlega að íbúakort nr. 2 skuli kosta 20.000 krónur á mánuði eða 240.000 krónur á ári. Það gefur til kynna að meirihlutinn sé í raun ekki að reyna að mæta harðri gagnrýni íbúa á bílastæðastefnu meirihlutans.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 28. október 2025 þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagsráð samþykki reglur fyrir bílastæðakort rekstraraðila innan gjaldsvæða bílstæðasjóðs.
Samþykkt í samræmi við 2 mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Vísað til borgarráðs.Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030096
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja reglur um bílastæðakort fyrir rekstraraðila. Með samþykkt þessara reglna kemst loks til framkvæmdar tillaga Sjálfstæðisflokksins frá 4. október 2023 um að rekstraraðilar, sem sinna beinni og daglegri nærþjónustu við íbúa á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs, t.d. rekstri hverfisverslana, verði gefinn kostur á að kaupa bílastæðakort samkvæmt gjaldskrá sjóðsins. Óviðunandi er hins vegar að það skuli hafa tekið rúm tvö ár að móta reglur þar að lútandi og koma áðurnefndri tillögu þar með til framkvæmdar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Borgarfulltrúi Framsóknar styður að rekstraraðilar geti sótt um íbúakort en finnst þessi tillaga óskýr og furðuleg enda er verið með henni að skapa mikið ójafnræði á milli rekstraraðila í borginni. Í umsögn fagnar framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Grundar fyrirætlunum borgarinnar en ekki er að sjá að starfsmenn Grundar muni geta nýtt sér þessa lausn heldur einvörðungu rekstraraðilar í smásölu, gististarfsemi og veitingaþjónustu. Borgarfulltrúi Framsóknar telur að útfæra þurfi þessa tillögu mun betur.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga, ódags. að gjaldskrá fyrir íbúa- og rekstraraðilakort innan gjaldsvæða bílastæðasjóðs í Reykjavík.
Samþykkt í samræmi við 2 mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
Vísað til borgarráðs. USK25060260
-
Lagt fram bréf náttúruverndarstofnunar vegna friðlýsingar Grafarvogs. USK23080213
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokks um útvíkkun á skilgreindum svæðum þar sem bannað er að ganga frá leigurafskútum, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 25. október 2025.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. USK25090338
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sektarálagningar bílastæðasjóðs, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2025. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 23. október 2025. USK25100236
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um víðtækar viðgerðir á götulömpum í miðbænum, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25110174
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á götulömpum við vesturkant Kringlumýrarbrautar, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25110172
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á götulömpum við vesturkant Kringlumýrarbrautar, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. nóvember 2025.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25110172
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gangstétt og hjólarein verði lagðar meðfram suðurkanti Guðbrandsgötu, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. nóvember 2025.
Samþykkt að vísa inn í vinnu við hjólreiðaáætlun. USK25110173
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. nóvember 2025.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:Lagt er til að í stað „Gangbrautarljós eða snjallljósabúnaður verði sett upp“ komi „Samgöngustjóra verði falið að meta hvaða úrræði verði nýtt til að hægja á umferð og auka öryggi“.
Breytingartillagan er samþykkt. Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25110170
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að leiðarkort verði sett upp að nýju í biðskýlum strætisvagna í Reykjavík, farþegum til gagns og glöggvunar. Slík kort hefur vantað í flest biðskýli um langa hríð.
Frestað. USK25110294
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð á göngu- og hjólastíg við Fiskislóð (Mánaleið). Skemmdir hafa orðið á stígnum og malbik eyðilagst á köflum. Þá er æskilegt að girðing eða önnur fallvörn verði sett meðfram stígnum á kafla.
Frestað. USK25110295
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð tveggja óvirkra götulampa við gangbraut á horni Sólvallagötu og Vesturvallagötu eða við Vesturbæjarskóla. Gangbrautin er á fjölfarinni gönguleið skólabarna enda örskammt frá inngangi skólans.
Frestað. USK25110296
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð/peruskipti götulampa í Ingólfsstræti á kaflanum milli Hallveigarstígs og Spítalastígs. Þá verði lýsing bætt í botnlanga, er liggur meðfram kirkju aðventista að sunnanverðu og að íbúabyggð, sem þar er.
Frestað. USK25110297
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð/peruskipti sex óvirkra götulampa við Kalkofnsveg, á kaflanum frá Faxagötu að innakstursgötu við Hörpu.
Frestað. USK25110298
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð/peruskipti fimm óvirkra götulampa við sunnanverða Gullinbrú, m.a. við göngustíga og biðstöð strætisvagna sem þar er.
Frestað. USK25110299
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð/peruskipti óvirkum götulömpum í Bryggjuhverfi, m.a. við Tangabryggju, Naustabryggju og Beimabryggju.
Frestað. USK25110300
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað við rekstur og viðgerðir á smáhýsum í borginni, sem rekin eru af velferðarsviði, undanfarin þrjú ár. USK25110301
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:20
Líf Magneudóttir Alexandra Briem
Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Þorvaldur Daníelsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2025