Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 8. október, kl. 9:07 var haldinn 356. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Brynjar Þór Jónasson, Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um minnismerki um Gunnar Gunnarsson rithöfund, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. september 2025 og bókun leiðrétt.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. september 2025, liður 15.
Rétt bókun er: Vísað til meðferðar menningar og íþróttaráðs. USK25090148
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 30. september 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Axels Kaaber, dags. 7. júlí 2025, um að gera nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í tillögunni sem lögð er til felst uppbygging á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkitekta, dags. 7. maí 2025. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu, dags. 16. ágúst 2022, og umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 20. júní 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fyrirliggjandi tillaga felur m.a. í sér byggingu ellefu íbúða fjölbýlishúss í afar rótgrónu hverfi þar sem hluti götumyndar og byggingarlistar frá árdögum hverfisins hefur varðveist. Rétt væri að varðveita eldra byggðamynstur og hús á þessum gamla og viðkvæma reit í Gamla Vesturbænum. Um er að ræða of mikið byggingarmagn miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar. Æskilegt væri að yfirbragð og fjölbreytileiki Gamla Vesturbæjarins yrðu ríkjandi á umræddum reit. Í húsakönnun Borgarsögusafns á umræddum reit segir á bls. 24: ,,Af þeirri steinbæja- og timburhúsabyggð, sem reis á reitnum í byrjun 20. aldar standa nú einungis eftir tvö hús, Sæmundarhlíð við Holtsgötu 10 og húsið Brekkustígur 10 á horni Brekkustígs og Öldugötu." Í könnuninni er gildi Sæmundarhlíðar (Holtsgötu 10) metið hátt út frá menningarsögulegu gildi, umhverfisgildi og varðveislugildi en miðlungsgildi varðandi byggingarlist og upprunalega gerð. Sæmundarhlíð hefur staðið á þessum stað frá árinu 1883, upphaflega lítill steinbær, sem er líklega fyrsti áfanginn að núverandi húsi er var fullgert 1912. Brekkustígur 16 er talinn hafa miðlungsgildi út frá öllum áðurnefndum þáttum. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á reitnum er ekki gert ráð fyrir almennum bílastæðum þar samkvæmt tillögunni, sem ljóst er að mun auka mjög á bílastæðaskort í hverfinu.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu deiliskipulags Háskólans í Reykjavík vegna legu borgarlínu í gegnum svæðið og frekari uppbyggingar við háskólann, samkvæmt uppdrætti og greinargerð Arkís arkitekta dags. þann 6. maí 2025, br. 26. september 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. febrúar 2021. Tillagan var auglýst frá 11. júní 2025 til og með 23. júlí 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. september 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs. SN220056Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9:33 víkur Hjördís Sóley Sigurðardóttir af fundi.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Við fögnum breyttu deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegnu legu Borgarlínu og uppbyggingar á lóð skólans. Enginn vafi er á að breytingin mun leiða til mikilla umbóta fyrir nemendur og starfsfólk háskólans og allra borgarbúa. Að gefnu tilefni er rétt ítreka að þessi tillaga hefur verið unnin í nánu samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Háskólinn átti fulltrúa í hópnum sem vann tillöguna og lokaútfærsla var borin undir hann áður en hún var send til auglýsingar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að stækkunarmöguleikar HR aukist með breyttu skipulagi en gagnrýna að ekki sé tekið strax á umferðarmálum á Nauthólsvegi með því að koma fyrir sérakrein fyrir Strætó sem er hagkvæm lausn og hægt væri að koma í gagnið fljótlega í stað þess að bíða í fleiri ár eftir að fyrsta lota borgarlínu kemst í gagnið.
Fylgigögn
-
Aflétt úr trúnaði, sem lagt var fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 1. október 2025, drög að borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur. USK22100027
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um skammtíma sleppistæði, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 3. september 2025. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 1. október 2025.
Tillaga felld með vísan til umsagnar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 1. október 2025 með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem greiða atkvæði með tillögunni. USK25090041
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Strætó um Stjörnugróf og Fossvogsbrún dags. 8. sept. 2025 þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar, ásamt fylgigögnum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og skrifstofu skipulags- og byggingarmála. USK23020272
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Nínu Marín Andradóttur dags. 9. september 2025 þar sem óskað er eftir að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri.
Vísað til meðferðar stjórn Strætó bs. USK25090407Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel að erfitt sé fyrir Strætó bs. að verða fyrir þeim tekjumissi sem verður ef sú tillaga sem hér liggur fyrir yrði samþykkt. Þó myndi fulltrúinn vilja að skoðað verði hvort möguleiki væri á því að reynt yrði að koma til móts við fátækustu fjölskyldur borgarinnar með einhverskonar afsláttarkerfi - umfram það sem nú er við lýði, sem myndi miðast við tekjur fólks. Með því væri hægt að tryggja enn betur að unglingar þeirra fjölskyldna sem verst standa, þurfi ekki að líða fyrir sínar aðstæður þegar kemur að nýtingu á almenningssamgöngum á hverjum degi til að komast til og frá skóla ásamt frístunda- og félagsstarfi.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að umræður um strætógjöld fyrir 18 ára og yngri sé til umfjöllunar. Í dag er gjaldfrjálst til 12 ára en mikilvægt er að stefna um verðlagningu strætó sé skýr og sýnileg fyrir borgurum. Ungmenni á aldrinum 13 til 18 sjá ekki skýrt hvernig verð er mótað og væri það til bóta. Ljóst er að rekstur strætó ber ekki frímiða fyrir öll ungmenni en vert er að ákvörðun Strætó BS í þessu máli verði gerð skýr fyrir fulltrúum ungmennaráða.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götubreytingar við gatnamót Víkurvegar, Þúsaldar og Reynisvatnsvegar, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 1. október 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25100002
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu á sjónvarpsskjá í Mjódd sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 1. október 2025.
Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. USK25100003
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrsluna ,,Capacity Analysis of Höfðabakki", sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 1. október 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25100005
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 25. september 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að forkynna drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati Sundabrautar. USK23090007
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 25. september 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, Nauthólsvegar 50-52. USK24110089
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 25. september 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar og skilgreiningu nýrra lóða. USK25090065
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í áhættumat vegna fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar. Metin verði áhætta gangandi og hjólandi vegfarenda á brúnni með tilliti til vindafars. Þá verði einnig metin sú áhætta sem brúin kann að hafa í för með sér fyrir siglingastarfsemi í Fossvogi, einkum vegna þeirrar hættu að bátar sogist undir brúna, sem þar myndist í sjávarföllum. Greinargerð fylgir tillögu. USK25100129
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að tillaga Sjálfstæðisflokksins um Bauhaus-reit verði lögð fyrir næsta fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Borgarstjórn vísaði umræddri tillögu til ráðsins fyrir næstum tíu mánuðum og því löngu orðið tímabært að hún verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Eftirfarandi tillaga hljóðaði svo: Lagt er til að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi, sem heimili rekstur matvöruverslunar á reit M9c (Bauhaus-reit), sem er á skilgreindu miðsvæði við Lambhagaveg/Vesturlandsveg. Nú er óheimilt að vera með matvöruverslun á umræddum reit samkvæmt aðalskipulagi.
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð fái kynningu á yfirstandandi framkvæmdum við Brákarborg, Kleppsvegi 150-152, á næsta fundi ráðsins. Ráðið samþykkti einróma á fundi sínum 24. september sl. að slík kynning yrði á ráðsfundi 1. október og að fyrir fundinn yrði þeim fulltrúum í ráðinu, sem áhuga hafa, gefinn kostur á að sjá og kynna sér umræddar framkvæmdir á verkstað. Umrædd kynning hefur ekki enn farið fram þrátt fyrir skýra samþykkt ráðsins. Um leið og sú framkvæmd er gagnrýnd er lagt til að ráðið fái umrædda kynningu sem fyrst.
- Kl. 10:22 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi.
- Kl. 10:23 víkur Bjarni Rúnar Ingvarsson af fundi.
- Kl. 10:24 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.
- Kl. 10:26 víkur Inga Rún Sigurðardóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 10:30
Hjálmar Sveinsson Alexandra Briem
Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8. október 2025