Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 1. október, kl. 9:05 var haldinn 355. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Birkir Ingibjartsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á niðurstöðu könnunar vegna samgangna og úrgangsmála, unnin á vegum styrktarverkefnis (Pilot City Project) sem tengist Loftslagsborgarsamningi.
- Kl. 9:25 tekur Stefán Pálsson sæti á fundinum.
Johanna Raudsepp og Ásdís Karen Waltersdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080258
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025, 16. september 2025 og 23. september 2025. USK22120094
-
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2025, vegna nýs deiliskipulags fyrir Köllunarklett. Svæðið afmarkast af Sæbraut, Klettagörðum, Héðinsgötu, Köllunarklettsvegi og Sundagörðum. Megintilgangur með skipulagslýsingunni og í framhaldi deiliskipulagsvinnunni er að móta svæðið með tilliti til blandaðrar byggðar og vistvænum áherslum.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Faxaflóahöfnum, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni, Veitum ohf, Vegagerðinni, Strætó bs, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, umhverfis- og skipulagssviði; skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, skóla og frístundarsviði og kynna hana fyrir almenningi. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Valný Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060055
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrika mikilvægi þess að fyrirhuguð uppbygging þrengi ekki að starfsemi Sundahafnar og stækkunarmöguleikum hennar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar hefur efasemdir um það skipulagsferli sem er að eiga sér stað við Köllunarklett vegna hugmyndir um Lífsgæðakjarna inn á það sem er skilgreint sem hafnar/iðnaðarsvæði í dag. Borgarskipulag þarf að vinna með miklum fyrirsjáanleika, undanfarin misseri hefur þéttingarstefna borgarinnar valdið því að atvinnustarfssemi hefur færst af meira mæli út í ytri mörk borgar. Þessi tillaga býr til ákveðna óvissu ekki ólíkt þeirri sem hefur gerst í kringum Reykjavíkurflugvöll, þar sem stöðugt hefur verið þrengt að flugvellinum með tilheyrandi ágreining milli hagsmunaaðila.
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2025, vegna nýrrar hverfisskipulagáætlunar fyrir Grundarhverfi og nágrenni, borgarhluta 10. Skilgreint þéttbýli á Kjalarnesi, Grundarhverfi og næsta nágrenni, afmarkast í stórum dráttum af Vesturlandsvegi til austurs, strandlengjunni til suðurs, til vesturs af línu sem dregin er vestan svokallaðs Hofshverfis frá hafi til Arnarholts og til norðurs af línu sem dregin er frá Vesturlandsvegi rétt norðan gatnamóta Brautarholtsvegar að lóðamörkum Arnarholts.
- Kl. 10:07 víkur Auðun Helgason af fundi og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum og jafnframt við fundarritun.
- Kl. 10:23 aftengist Birkir Ingibjartsson fundinum og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá íbúasamtökum Kjalarness, landeigendum, Skipulagsstofnun, Umhverfis- og orkustofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Landi og skógi, Orkuveitunni, Veitum, Sorpu, Minjastofnun, Borgarsögusafni, Strætó bs., Vegagerðinni, Samgöngustofu, Veðurstofunni, Kjósarhreppi og eftirtöldum sviðum og skrifstofum Reykjavíkurborgar; umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, skrifstofu borgarlandsins, skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, skóla- og frístundasviði, menningar- og íþróttasviði, velferðarsviði og kynna hana fyrir almenningi.
Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25070048
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrika mikilvægi þess að haft verði náið samráð við íbúa og hagaðila meðan unnið er að hverfisskipulaginu. Þá ítreka fulltrúarnir þá afstöðu sína að vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins skuli útvíkkuð, meðal annars svo skipuleggja megi aukna byggð á Kjalarnesi.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar leggur áherslu á að áframhaldandi skipulagsvinna verði unnin út frá óskum íbúa á svæðinu í samræmi við þann góða vinnufund sem haldinn var í vor með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Axels Kaaber, dags. 7. júlí 2025, um að gera nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í tillögunni sem lögð er til felst uppbygging á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkitekta, dags. 7. maí 2025. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu, dags. 16. ágúst 2022, og umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 20. júní 2006.
Frestað.Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:06 víkur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir af fundi og Andrea Jóhanna Helgadóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25070082
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 23. september 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Bílastæðasjóðs.
Albert Svanur Heimisson og Rakel Elíasdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090347
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 24. september 2025 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna hönnunar á gönguþverun og biðstöðvar við Bústaðaveg/Efstaleiti.
Samþykkt.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090297
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulags, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 24. september 2025 þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að drög að borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur verði kynnt í samráðsgátt Reykjavíkur.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Rebekka Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið. USK22100027
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Það eru tímamót að kynna loksins fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem fer nú í samráðsgátt. Við fögnum þessu skrefi. Stefnan er sett fram til að bæta gæði í uppbyggingu og stuðla að grænna og heilnæmara umhverfi fyrir íbúa Reykjavíkur. Lögð er rík áhersla á hvernig byggingar mæta umhverfi sínu og skapa þar með ramma í kringum almenningsrýmin í borginni. Sömuleiðis á birtu, hljóðvist og áhrif borgarhönnunar á umhverfi sitt.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. september 2025 ásamt kæru nr. 147/2025, dags. 21. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur að samþykkja umsókn um byggingarleyfi á lóðinni að Þingholtsstræti 21 í Reykjavík. USK25090303
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 18. september 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarvegar 5-9, Rafstöðvasvæði. USK25060155
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 18. september 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stakra húsbygginga á opnum svæðum.
- Kl. 12:04 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060311
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Framsóknarflokksins um að auka umferðaröryggi hjólreiðafólks sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 22. september 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. USK25080116
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að falla frá bílastæðasektum á messutíma, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 18. september 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS25090087
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á gangstéttum við Rangársel, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25090335
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Hálsabraut, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifsstofu stjórnsýslu og gæða, deildar afnota og eftirlits. USK25090334
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhald á Viðeyjarstofu, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25090333
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokks um leigurafskútur, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25090338
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulampa í Vogabyggð, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. september 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25090336
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að grípa til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Víkurvegar, Þúsaldar og Reynisvatnsvegar. Meðal annars verði skoðað hvort tvöfalt hringtorg á þessum gatnamótum geti þjónað áðurnefndu hlutverki. Einnig verði skoðað hvort unnt sé að breikka Víkurveg yfir Vesturlandsveg og leggja rampa frá Vesturlandsvegi að Víkurvegi til að ná þessum markmiðum. Óskað verði eftir samstarfi við Vegagerðina um málið vegna tengingar við mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar.
Frestað. USK25100002
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gert verði við sjónvarpsskjá í skiptistöðinni í Mjódd, sem á að veita strætisvagnafarþegum rauntímaupplýsingar um komur og brottfarir strætisvagna. Skjárinn hefur verið bilaður um langa hríð.
Frestað. USK25100003
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir skýringum á því af hverju skýrslan ,,Capacity Analysis of Höfðabakki” var ekki kynnt fulltrúum í umhverfis- og skipulagsráði áður en ákvörðun var tekin um þrengingu gatnamóta Höfðabakka og Bæjarháls, 26. mars 2025. Skýrslunni var skilað í desember 2024 og ljóst er að hún er lykilgagn varðandi mat á líklegum áhrifum breytinga á umræddum gatnamótum. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hverjir eru höfundar skýrslunnar og hver kostnaður Reykjavíkurborgar var vegna hennar. Þá er spurt um hvort það sé í samræmi við málstefnu Reykjavíkurborgar að hafa skýrsluna einungis á ensku. USK25100005
- Kl. 12:08 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 12:21
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 1. október 2025