Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 24. september, kl. 9:07 var haldinn 354. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning í trúnaði á hjólastígstengingu milli Ægissíðu og Nesvegs.
Hannibal Guðmundsson, Katrín Halldórsdóttir, Þóra Kjarval og Kristinn Jón Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090254
-
Fram fer kynning á niðurstöðu könnunar vegna samgangna og úrgangsmála, unnin á vegum styrktarverkefnis (Pilot City Project) sem tengist Loftslagsborgarsamningi.
Frestað.
-
Lagðar fram fundargerðar afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025 og 16. september 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 16. september 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju Aðalskipulag Reykjavíkur 2025, Landnotkunarheimildir við Hringbraut, dags. september 2025. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur dags. 17. september 2025.
Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Margrét Lára Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100121
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. september 2025 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar svæðis 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að dýpt utanáliggjandi svala verði að hámarki 1,6m að uppfylltum skilyrðum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25070021
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 16. september 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. maí 2025 ásamt kæru nr. 82/2025, dags. 26. maí 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík, dagsett 6. maí 2025 þar sem kæranda er gert að fjarlægja bakhúsið við Leifsgötu 4b í Reykjavík fyrir 6. júní n.k. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 9. júlí 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. september 2025. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. maí 2025 um að krefjast þess að bakhús á lóð nr. 4 við Leifsgötu verði fjarlægt. USK25060052
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. júlí 2025 ásamt kæru nr. 106/2025, dags. 18. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 14. nóvember 2023 um að gefa út byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Jöfursbási 9. Jafnframt er kærð sú ákvörðun borgarráðs frá 21. febrúar 2019 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Jöfursbás 9. USK25070260
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. ágúst 2025 ásamt kæru nr. 123/2025, dags. 4. ágúst 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 4. júlí 2025 um synjun á kröfum kærenda um afturköllun á byggingarleyfi fyrir mannvirkið við Álfabakka 2A og um stöðvun frekari framkvæmda við mannvirkið, að það verði fjarlægt og allt jarðrask afmáð á grundvelli 55. gr. laga um mannvirki. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 10. september 2025. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. ágúst 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. USK25080022
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. september 2025 ásamt kæru nr. 140/2025, dags. 4. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um álagningu sorphirðugjalda frá 19. janúar 2024 og 21. janúar 2025. USK25090075
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. september 2025 ásamt kæru nr. 141/2025, dags. 9. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 9. september 2025 og varðar gáma ofanjarðar nærri heimili kæranda að Öldugötu. USK25090122
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-2A við Fossvogsblett. Í breytingunni sem lögð er til felst að reitur fyrir tímabundinn leikskóla er tekinn út og afmörkun byggingarreits breytt fyrir nýjan 150 barna leikskóla, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 27. júní 2025. Tillagan var grenndarkynnt frá 30. júlí 2025 til og með 28. ágúst 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. september 2025.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ágúst Skorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060327
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja vissulega mikilvægt að ráðast í frekari uppbyggingu leikskóla í Reykjavík en gera fyrirvara við stærð fyrirhugaðs leikskóla við Fossvogsblett. Almennt hefur þótt æskilegt að hafa leikskólaeiningar smærri í sniðum og verður 150 barna leikskóli því að teljast stærri en æskilegt má telja. Fulltrúarnir taka jafnframt undir áhyggjur íbúa af þeirri auknu umferð sem skapast getur með tilkomu leikskólans, ekki síst með hliðsjón af stærð hans.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 18. ágúst 2025, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki sérákvæði um umferð: Þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði skal ökutækjum lagt innan afmörkunar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins óska eftir að málinu sé frestað. Frestunartillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið. USK25010001
- Kl. 10:58 víkur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir af fundi.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar veltur því fyrir sér hvað ástæður liggja að baki upptöku á sérákvæði: Þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði skal ökutækjum lagt innan afmörkunar. Ef þetta er almenn regla sem á við götur um alla borg, er eðlilegt að velta því fyrir sér af hverju einungis 4-5 götur hafa verið merktar til að framfylgja þessu sérákvæði.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fá kynningu á yfirstandandi framkvæmdum við Brákarborg, Kleppsvegi 150-152, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. september 2025. USK25090255
- Kl. 11:04 tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Samþykkt.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:
Það er sjálfsagt að taka valdar framkvæmdir til kynningar á ráðsfundum. Eftirlit á verkstað þarf að vera framkvæmt af fagfólki sem hefur forsendur og þekkingu til eftirlits, þó það sé í algjörum undantekningartilfellum hægt að samþykkja heimsókn kjörinna fulltrúa til að kynna sér verkstað. Rétt er þó að ítreka að umhverfis- og skipulagsráð er ekki framkvæmdaráð.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á biðsvæði strætó í Mjódd, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. september 2025.
Vísað til meðferðar í stýrihóp Mjóddar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25090258Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja til óþurftar að vísa tillögu um úrbætur í Mjódd til stýrihóps. Umræddur stýrihópur hefur haft málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd til umfjöllunar mánuðum saman án þess að nokkuð hafi gerst. Hér þarf að ráðast í framkvæmdir og láta verkin tala í stað þess að senda málefni Mjóddarinnar enn einu sinni í stýrihóp til skrafs og ráðagerða.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á götulömpum í Langholtshverfi, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. september 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25090256
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð vegna leka og vatnssöfnunar við norðurvegg viðbyggingar Viðeyjarstofu. Jafnframt er lagt til að vatnslagnir og rafmagnstöflur Viðeyjarstofu verði yfirfarnar og endurnýjaðar eftir því sem þörf krefur. Ráðist verði í umræddar viðgerðir fyrir komandi vetur enda eru Viðeyjarstofa og innviðir hennar ómetanleg menningarverðmæti.
Frestað. USK25090333
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að eystri akrein Hálsabrautar við gatnamót Grjótháls og Hestháls verði tafarlaust opnuð fyrir almennri umferð að nýju. Lokun umræddrar akreinar á þessum fjölförnu gatnamótum hefur miklar umferðartafir í för með sér og skapar auk þess hættu.
Frestað. USK25090334
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerð á gangstéttum við Rangársel. Gangstétt við götuna er víða eydd, sprungin og ójöfn.
Frestað. USK25090335
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn leggur til að umhverfis- og skipulagsráð feli umhverfis- og skipulagssviði að útvíkka skilgreind svæði sem bannað er að leggja leigurafskútum með það að markmiði að ekki verði hægt að leggja þeim á hjólastígum. Greinargerð fylgir tillögu. USK25090338
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir skýringum á þrálátum bilunum götulampa í Vogabyggð. Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK25090336
- Kl. 11:22 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.
- Kl. 11:27 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi með rafrænum hætti.
- Kl. 11:32 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir því að úrskurði formanns um að ekki væri heimilt að bóka við lið 12 þar sem ekki væri um að ræða mál sem væri til meðferðar í ráðinu, heldur einungis lagt fram til upplýsinga, yrði skotið til ráðsins, sbr. 17. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 með síðari breytingum Úrskurður formanns var staðfestur með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn úrskurðinum. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. USK25060354
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:
Hefð er fyrir því að ekki sé bókað undir kæruferlum enda eru þau mál sem þar eru til umfjöllunar ekki lengur til afgreiðslu á vettvangi ráðsins heldur komin á æðra dómstig. Slíkar bókanir geta bakað borginni skaðabótaskyldu og lögfræðingar mæla eindregið gegn þeim.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun undir 12. lið fundargerðarinnar, sem varðar söfnunargáma ofanjarðar við Hrannarstíg. Formaður lagði til að ekki yrði tekið við bókuninni og var það samþykkt af meirihluta ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla þeirri afgreiðslu enda er réttur kjörinna fulltrúa til bókana mjög ríkur samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
- Kl. 11:48 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
- Kl. 11:53 víkur Glóey Helgudóttir Finnsdóttir af fundi og Auðun Helgason tekur sæti á fundinum.
- Kl. 11:55 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
- Kl. 11:59 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.
Fundi slitið kl. 12:01
Dóra Björt Guðjónsdóttir Andrea Helgadóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjálmar Sveinsson
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 24. september 2025