Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 20. ágúst, kl. 9:04 var haldinn 350. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning Swarco á AI umferðarljósum við gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða.
- Kl. 9:09 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.
Thor Jensen, Anders Palm og Lucas Thurnerherr taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. Grétar Þór Ævarsson, Nils Schwarzkopp og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25080114
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lengi lagt til að snjalltækni verði nýtt í stórauknum mæli til að stýra umferð í Reykjavík. Ljóst er að mikil tækifæri eru fyrir hendi til að stýra umferðarljósum í þágu aukins umferðaröryggis og umferðarflæðis gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Miklum tíma og fjármunum er sóað með umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að sá kostnaður nemur tugum milljörðum króna á ársgrundvelli. Umferðarslys valda miklu fjárhagslegu tjóni í borginni og hafa að auki í för með sér líkamlegan og andlegan skaða fyrir fjölmarga einstaklinga. Í mörgum erlendum borgum hefur snjalltækni við stýringu umferðarljósa skilað miklum árangri við að draga úr umferðartöfum og -slysum, sem Reykjavíkurborg getur lært af. Með uppsetningu skynjara á umferðarljósum er hægt að hámarka gæði stýringarinnar stórbæta þannig umferðaröryggi og umferðarflæði í þágu allra vegfarenda. Þessi tækifæri ber að nýta og er enn og aftur lagt til að vinnu vegna snjallvæðingar umferðarljósa verði hraðað eins og kostur er.
-
Fram fer kynning á mati á umhverfisáhrifum gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar m.a. vegna breytinga með tilliti til Borgarlínu.
Anna Rut Arnardóttir, Atli Björn E. Levy, Berglind Hallgrímsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Leirtjörn Vestur, 1. áfanga. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að lóðum, götum og borgarlandi verði úthlutað til þeirra aðila sem fengið hafa lóðavilyrði. Áhersla er á blágrænar ofanvatnslausnir og nálægð við náttúruna. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 75 íbúðum, samkvæmt greinargerð Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. júlí 2025, og uppdráttum Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. 30. júní 2025. Einnig eru lagðar fram greiningar fyrir heildarsvæðið, umhverfismatsskýrsla Eflu, dags. 12. febrúar 2025, samgöngumat Eflu, dags. 9. júlí 2025, minnisblað Eflu, dags. 13. maí 2025, um hávaða frá umferð, minnisblað Eflu, dags. 4. júní 2025, um vindafar og minnisblað Landmótunar um blágrænar ofanvatnslausnir dags. 5. júní 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Magnea Guðmundsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Ragnheiður Sigvaldadóttir og Hrönn Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 23. júní 2025 ásamt fylgigögnum USK25010025
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á handbók Reykjavíkurborgar um yfirbyggð hjólastæði- og hjólaskýli.
- Kl. 10:55 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.
- Kl. 11:00 tekur Birkir Ingibjartsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.Kristinn Jón Eysteinsson og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25080123
- Kl. 11:07 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.
- Kl. 11:08 tekur Ásta Björg Björgvinsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 14. ágúst 2025 um breytingar á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis.
Samþykkt.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25080133
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 14. ágúst 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og teiknistofunnar T.ark dags. 9. desember 2024, br. 10. júlí 2025, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að breyta deiliskipulagsmörkum til austurs og suðurs. Mörkin eru færð í núverandi staðsetningu öryggisgirðingar flugvallarins sem er dregin samkvæmt hnitum í samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins er undirritaður var í ágúst 2016. Markmið breytingarinnar er að koma til móts við þegar gerðar breytingar á aðlægum deiliskipulagsáætlunum, þ.e. Háskólans í Reykjavík, Nauthólsvíkur og brúar yfir Fossvog. Þar hafa verið gerðar breytingar er lúta að breyttri legu Borgarlínu um svæðið og hún verið uppfærð til samræmis við forhönnunargögn. Sú lega er utan deiliskipulags og er leiðbeinandi. Að öðru leyti haldast gildandi skilmálar óbreyttir. Tillagan var auglýst frá 23. janúar 2025 til og með 6. mars 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. ágúst 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120041
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Orra Árnasonar, dags. 29. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 6 við Hádegismóa. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðarmörkum vegna annars vegar tilfærslu austurlóðarmarka í sveig og hins vegar tilfærslu á lóðarmörkum að aðalgötu inn í lóðina vegna áætlaðs hjólastígs. Auk þess mun reiðstígur austan megin við lóðina hliðrast til og liggja í sveig frá bogadregnu lóðarmörkunum, samkvæmt uppdr. Zeppelin Arkitekta dags. 8. október 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100330
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á Ártúnshöfða 2 en um er að ræða svæði sem verður neðsti hluta Stórhöfða og tengist við Sævarhöfða. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af gatnamótum Sævarhöfða og Stórhöfða til vesturs, deiliskipulagsmörkum Ártúnshöfða við Elliðaárvog svæðis 1 til austurs og deiliskipulagsmörkum Ártúnshöfða við Elliðaárvog svæðis 2A til norðurs. Til suðurs afmarkast svæðið af lóðamörkum sunnan Stórhöfða og deiliskipulagsmörkum Elliðaárvogs við Ártúnshöfða svæði 2C. Með tilkomu nýs deiliskipulags verður bætt við nýju göturými fyrir Borgarlínu frá Sævarhöfða að Krossamýrartorgi ásamt einni stöð, Sævarhöfða. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er tryggt aðgengi virkra ferðamáta við götuna. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við gatnamót Sævarhöfða og Stórhöfða. Þá er grænni ásýnd gatnanna aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnum ofanjarðar, samkvæmt uppdrætti frá Arkís arkitektum, dags. 10. desember 2024, og greinargerð frá Arkís arkitektum, dags. 10. desember 2024, br. 5. ágúst 2025. Tillagan var auglýst frá 23. janúar 2025 til og með 6. mars 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 29. júlí 2025 og 12. ágúst 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar um hraðaakstur við Flúðasel dags. 2. maí 2025. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 13. ágúst 2025. USK25040420
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstétta við Meistaravelli, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25080121
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstétta við Streng og Straum sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25080120
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25080117
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Selásbraut 98, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags- og byggingarmála. USK25080119
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um að auka við umferðaröryggi hjólreiðafólks, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25080116
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrar myndir af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 25. júní 2025. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins afturkallar fyrirspurn og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að beina því til lóðarhafa í Vesturbugt að skýrar myndir af fyrirhuguðum byggingum þar, verði kynntar fyrir ráðinu um leið og þær liggja fyrir svo hægt verði að átta sig á útliti þeirra. Meðal annars verði sýndar myndir frá mannlegu sjónarhorni, þ.e. þrívíddarmyndir séðar úr götuhæð.
Samþykkt. USK25060369
Lögð fram svohljóðandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs:Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að fá kynningu á teikningum á fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt þegar þær liggja fyrir. Útfærsla uppbyggingar á svæðinu hefur vakið lifandi samfélagsumræðu um hvernig svæðið tengist eldri byggð handan Mýrargötu. Ef uppbyggingaraðili svæðisins hefði áhuga á að aðlaga reitinn enn betur við aðliggjandi byggð með uppfærslu á deiliskipulagi svæðisins myndu fulltrúar ráðsins taka vel í það.
- Kl. 11:44 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
-
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í júlí 2025, vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á lóðinni að Laugarásvegi 59. Stefnt er að því að byggja íbúðarhús á tveimur til þremur hæðum á núverandi lóð (þ.e. kjallari, jarðhæð og hæð með risi), í formi tvíbýlishúss. Þar sem hvorri íbúð fyrir sig verði heimilt að koma fyrir aukaíbúð innan íbúðar til að koma til móts við mismunandi fjölskyldumynstur og stærðir fjölskyldna. Einnig er lagt fram minnisblað dags. 28. júlí 2025.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og skrifstofu umhverfisgæða og kynna hana fyrir almenningi. USK25040247
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulags Úlfarsárdals. Í breytingunni sem lögð er til felst að deiliskipulagsmörk við Leirtjörn eru aðlöguð að skipulagsmörkum nýs deiliskipulags fyrir Leirtjörn vestur, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 28. maí 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25050498Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:10
Dóra Björt Guðjónsdóttir Andrea Helgadóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Birkir Ingibjartsson
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. ágúst 2025