Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 35

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 25. september kl. 09:10 var haldinn 35. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Betri Reykjavík, malbika göngustíg austan Egilshallar Mál nr. US130211 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál "Malbika göngustíg austan Egilshallar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2013 samþykkt.

2. Betri Reykjavík, snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim Mál nr. US130212 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál "Snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2013. Með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2013 og í ljósi þess að verið er að vinna að tillögunni, er málinu vísað frá.

3. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 "Laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013 samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 09:18.

4. Betri Reykjavík, aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar Mál nr. US130196 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur "Aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013. Tekið er undir hugmyndina með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013 og er henni komið á framfæri til Strætó bs.

5. Betri Reykjavík, sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir Mál nr. US130200 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi "Sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. september 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13.september 2013 samþykkt.

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Betri Reykjavík, einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi Mál nr. US130223 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum íþróttir "einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. september 2013. Eins og fram kemur í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs er tekið undir hugmyndina og lagt er til að tekið verði saman hvar slíkar stöðvar eru og í framhaldinu skoðað hvar eða hvort koma mætti fyrir fleiri stöðvum.

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Betri Reykjavík, klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði Mál nr. US130222 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum frístundir og útivist "klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. september 2013. Synjað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19.september 2013.

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Betri Reykjavík, snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla Mál nr. US130194 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir "Snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. september 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24.september 2013 samþykkt.

9. Betri Reykjavík, breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða Mál nr. US130210 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulagsmál "Breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

10. Betri Reykjavík, stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg Mál nr. US130213 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir "Stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

11. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog Mál nr. US130209 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt "Vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

12. Betri hverfi 2013, tillaga að staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði Mál nr. US130182

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. júní 2013 varðandi staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps dags. í júní 2007. Frestað.

Ólafur Ólafsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

13. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 324 frá 23. september 2013.

14. Náttúruverndarsvæði, kynning Mál nr. US130241

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. september 2013 ásamt ástandsskýrslu Umhverfisstofnunar varðandi náttúruverndarsvæði í Reykjavík. Einnig lögð fram úttekt á eftirtöldum svæðum dags. í ágúst 2013 Fossvogsbakkar, Laugarás Háubakkar. Kynnt

Þórólfur Jónsson og Snorri Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Götutré, endurnýjun í miðborg Mál nr. US130242

Lögð fram drög að aðgerðum umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: "Óskað er eftir að upplýsingar um kostnað við að fella aspir í miðborginni og gróðursetja ný tré í þeirra stað, þar sem það á við, verði lagðar fyrir ráðið áður en framkvæmdir hefjast". Frestað

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Elliðaár við Breiðholtsbraut, göngu- og hjólabrú Mál nr. US130206 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Hollvinasamtök Elliðaárdalsins, Kistuhyl 4, 110 Reykjavík Veiðimálastofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. ágúst 2013 ásamt frumdrögum að göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut dags í ágúst 2013. Einnig eru lagðar fram umsagnir Hollvinasamtaka Elliðaárdals dags. 9. september 2013, Veiðimálastofnunar dags.2. september 2013 og umsögn ráðgjafahóps um málefni Elliðaánna dags. 25. september 2013 Umhverfis og skipulagsráð samþykkir tillögu um hengibrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut.

(A) Skipulagsmál

17. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. september 2013.

18. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200 Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í júní 2013 (apríl útgáfa að viðbættum breytingum samþykktum 3. júní 2013): greinargerð A-hluti, sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur, greinargerð B-hluti og fylgigögn C-hluti (þ.m.t. umhverfisskýrsla og umsagnir sem bárust fyrir 3. júní 2013). Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust eftir 3. júní 2013: umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 30. maí 2013, Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. júní 2013, umsögn/svar Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 5. júní 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 5. júní 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. júní 2013, umsögn Eimskips dags. 24. júní 2013 og umsögn umhverfisstofnunar dags. 25. júni 2013. Ennfremur lagður fram breytingarlisti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2013 ásamt minnisblaði vegna umsagnar Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Reynir Kristinsson, ásamt breytingartillögum, dags. 13. ágúst 2013, Landbakki, Ingi Guðmundsson, dags. 14. ágúst 2013, Guðbrandur Magnússon og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir dags. 21. ágúst 2013, Benedikt Geirsson, dags. 23. ágúst 2013, Lilja U. Óskarsdóttir, dags. 25. ágúst 2013, Gauti Kjartan Gíslason, dags. 26. ágúst 2013, ábending Esjustofu, Pjetur Árnason, dags. 28. ágúst 2013, Þorsteinn Kúld, dags. 29. ágúst 2013, ábending Braga Bergssonar, dags. 4. september 2013, ábending Massimo Santanicchia, dags. 9. september 2013, bókun og athugasemd sveitarstjórnar Hrunamannahrepps, dags. 6. september 2013, Ísleifur Gíslason, dags. 10. september 2013, Svavar Stefánsson, dags. 10. september 2013, Ásta Aðalsteins, dags. 10. september 2013, Landbúnaðarháskóli Íslands, Ágúst Sigurðsson dags. 10. september 2013, FSBP2 ehf, Sveinn Hreinsson, dags. 10. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Akureyrar dags. 5. september 2013, bókun og athugasemd bæjarráðs Fljótsdalshéraðs dags. 5. september 2013, bókun og athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 11. september 2013, Páll T. Jörundsson og Inga.I.S. Vilhjálmsdóttir, dags. 11. september 2013, Jón Óli Ólafsson og Ingibjörg J. Helgadóttir, dags. 11. september 2013, ByggáBIRK, dags. 12. september 2013, Vignir Rafn Gíslason og Laufey Björk Þorsteinsdóttir, dags. 12. september 2013, Björn Arnar, dags. 12. september 2013, Sigmundur Andrésson, dags. 12. september 2013, Alfhild Nielsen, dags. 12. september 2013, Sigurður Ingimarsson, dags. 12. september 2013, íbúar að Seiðakvísl 43, dags. 12. september 2013, Edward H. Finnson, dags. 12. september 2013, Júlíus Björn Þórólfsson, dags. 12. september 2013, Helgi Rafnsson, dags. 12. september 2013, bókun og athugasemd hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 12. september 2013, Sigurður Ásgeirsson, dags. 12. september 2013, Bjarni Bærings, dags. 13. september 2013, Kvótasalan ehf. dags. 13. september 2013, Landbakki ehf, dags. 13. september 2013, Hafsteinn Linnet, dags. 13. september 2013, athugasemd og bókun Kópavogsbæjar dags. 13. september 2013, Jón Leví, dags. 13. september 2013, Anna Snjólaug Arnardóttir, dags. 13. september 2013, Ægir Wessman, dags. 15. september 2013, Hestamannfélagið Sprettur, reiðveganefnd, dags. 15. september 2013 og Hestamannafélagið Sprettur stjórn, dags. 15. september 2013, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 15. september 2013, Hestamannafélagið Hörður, reiðveganefnd, dags. 16. september 2013, Erling Jóhannesson, dags. 16. september 2013, Örn Karlsson, dags. 16. september 2013, Íslenska flugsögufélagið, dags. 16. september 2013, Þorsteinn Kristleifsson dags. 16. september 2013, Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndarinnar Harðar í Mosfellsbæ dags. 16. september 2013, Emil Ágústsson mótt. 16. ágúst 2013, Kristján Árnason dags. 16. september 2013, Kristján Árnason, dags. 16. september 2013, bókun og athugasemdir Bláskógarbyggðar dags. 17. september 2013, Siglingarsamband Íslands dags. 17. september 2013, Stefanía Þorgeirsdóttir f.h. starfsmanna tilraunastöðvarinnar á Keldum dags. 17. september 2013, Anna Ósk Kolbeinsdóttir og Hjalti Skúlason dags. 17. september 2013, Guðmundur Sigurðsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir, dags. 17. september 2013, íbúasamtökin Betra Breiðholt, dags. 17. september 2013, Elísabet Kristinsdóttir, dags. 17. september 2013, bókun og athugsemdir Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 17. september 2013, Reitir fasteignafélag, dags. 18. september 2013, Snædís Gunnlaugsdóttir hdl. f.h. eig. Hofslands 1, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, Jón Sveinbjörnsson, dag. 18. september 2013, Leifur Magnússon, dags. 18. september 2013, eigendur Hjarðarness, Kjalarnesi, dags. 18. september 2013, eigandi Tindstaða Haukur Óskarsson, dags. 18. september 2013, eigandi Skrauthóla Sigurður Antonsson, dags. 18. september 2013, Arnar Þór Emilsson, dags. 18. september 2013, Knattspyrnufélagið Fram, dags. 18. september 2013, Gunnar Ólafsson, dags. 19. september 2013, Tilraunastöð HÍ að Keldum ásamt samingi, dags. 19. september 2013, Anna Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 19. september 2013, Flugklúbburinn Þytur, dags. 19. september 2013, Halldór Frímannsson, dags. 19. september 2013, Garðaflug ehf, dags. 19. september 2013, Stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík, dags. 19. september 2013, bókun og athugasemdir skipulags- og byggingaráðs Hafnafjarðar dags. 19. september 2013, Fylkir ehf., dags. 19. september 2013, Kristján Guðmundsson, dags. 19. september 2013, Brynjólfur Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Siglingafélagið Brokey, dags. 19. september 2013, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 19. september 2013, Samtök ferðaþjónustunnar, dags. 19. september 2013, Skildingar ehf. dags. 19. september 2013, Stólpar ehf., dags. 19. september 2013, Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir, dags. 19. september 2013, Skólaráð Sæmundarskóla, dags. 19. september 2013, Knattspyrnufélagið Þróttur, dags. 19. september 2013, Hverfisráð Kjalarness, dags. 19. september 2013, Íþróttafélög í Laugardal, dags. 19. september 2013, Áslaug Skeggjadóttir, dags. 19. september 2013, Icelandair Group, dags. 19. september 2013, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 19. september 2013, Ingibjörg Svavarsdóttir, dags. 19. september 2013, Andrea Þormar og Atli Már Jósafatsson, dags. 19. september 2013, Sigurlína Magnúsdóttir, dags. 19. september 2013, Berglind Aðalsteinsdóttir, dags. 19. september 2013, Ólafur G. Flóvens, dags. 19. september 2013, Bergþóra Kristinsdóttir, dags. 19. september 2013, Íbúasamtök Grafarholts, dags. 19. september 2013, Sigurbjörn Hjaltason, dags. 19. september 2013, Flugmálafélag Íslands, dags. 19. september 2013, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 20. september 2013, Árni Jón Sigfússon, dags. 20. september 2013, Siglingafélagið Ýmir og Siglingaf. Reykjavíkur Brokey, dags. 20. september 2013, íbúasamtök Úlfarsárdals, 2 bréf, dags. 20. september 2013, Vogabyggð 2 bréf, dags. 20. september 2013, Olíudreifing ehf. dags. 20. september 2013, Landsbyggðin lifi, dags. 20. september 2013, Vilhjálmur Baldursson, dags. 20. september 2013, Kári Guðbrandsson og Sigrún Sigurpálsdóttir, dags. 20. september 2013, bókun og athugasemdir sameiginlegrar skipulagsnefndar uppsveita BS, dags. 20. september 2013, Iceland Aviation ehf., dags. 20. september 2013, Þyrlufélagið ehf. dags. 20. september 2013, Vegagerðin, dags. 28 . september 2013, bókun og athugasemdir sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, dags. 20. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, dags. 20. september 2013, Skotíþróttasamband Íslands, dags. 20. september 2013, Orkuveita Reykjavikur, dags. 20. september 2013, Júdósamband Íslands, dags. 20. september 2013, Landspítali Háskólasjúkrahús, dags. 20. september 2013, Skógrækt ríkisins, dags. 20. september 2013, íbúar við Rafstöðvarveg, 29 aðilar, dags. 20. september 2013, Akstursíþróttasamband Ísl. dags. 20. september 2013, Bolli Héðinsson, dags. 20. september 2013, Körfuknattleikssamband Íslands, dags. 20. september 2013, Prýðifélagið Skjöldur, dags. 20. september 2013, Þórður Gíslason og Guðrún Árnadóttir, dags. 20. september 2013, Daníel Friðriksson, dags. 20. september 2013, Björgun ehf, dags. 20. september 2013, Eimskip, dags. 19. september, undirskriftalisti 121 íbúa í Húsahverfi, mótt. 20. september, Björn Kristinsson, dags. 20. september 2013, Lex lögmenn fh eig. Stóru Skóga dags. 20. sepetmber 2013, Dansíþróttasamband Íslands dags. 20. september 2013, Samtök atvinnul.ferðaþj.iðnaðar og verslunar dags. 20. september 2013, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 20. september 2013, Hestamannafélagið Fákur, dags. 20. september 2013, Kraftlyftingasambands Íslands, dags. 20. september 2013, dags. 20. september 2013, Umsögn skipulagsstofnunar við drög að aðalskipulagstillögu dags. 16. júlí 2013, umsögn Hvalfjarðarsveitar, dags, 26. ágúst 2013, umsögn/bókun Hverfisráðs Miðborgar dags. 22. ágúst 2013, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. ágúst 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. september 2013 ásamt viðbót 23. september 2013, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, umsögn Isavia dags. 20. september 2013, Athugasemdir og ábendingar kynntar

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 19. Vatnagarðar 20, breyting á deiliskipulagi (01.338.9) Mál nr. SN130442 Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík IÐAN-Fræðslusetur ehf., Skúlatúni 2, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkþings f.h. Iðunnar fræðsluseturs ehf., dags. 23. september 2013 ásamt tillögu Arkþings, dags. 28. ágúst 2013 að breyttu deiliskipulagi Vatnagarða 4-28 vegna lóðar nr. 20 við Vatnagarða. Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

20. Sæmundargata 15-19, afnot af landi (01.631.3) Mál nr. SN130451 Alvogen Bio Tech ehf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Unnar Ágústsdóttur f.h. Alvogen Bio Tech ehf. dags. 11. september 2013 ásamt uppdráttum varðandi afnot af hluta reita B, D, E og F undir aðstöðu utan lóðar Bio Tech sem nýtt verður sem athafnarsvæði og svæði fyrir vinnubúðir verktaka vegna framkvæmda við fyrirhugað líftæknihús Alvogen Biotech á lóð A ( Sæmundargötu 15-19 ). Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands dags. 11. september 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við notkun lóðanna. Frestað.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 748 frá 24. september 2013.

(C) Fyrirspurnir

22. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) færsla á bráðabirgða bílastæðum (01.63) Mál nr. SN130438 Alvogen Bio Tech ehf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur Vísindagarðar Háskóla Ísl ehf, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. dags. 17. september 2013 varðandi tilfærslu á bráðabirgða bílastæðum á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands vegna byggingar húss fyrir lyfjafyrirtækið Alvogen, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofunnar Eflu dags. 4. september 2013. Frestað.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

23. Reynisvatnsás, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leiksvæði í Reynisvatnsás. Mál nr. US130208

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 21. ágúst 2013 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur "Lagt er til að fundinn verði heppilegur staður fyrir leiksvæði barna í Reynisvatnsási. Haft verði samráð við hverfisráð og nærliggjandi íbúa varðandi staðsetningu, frágang og leiktæki. " Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2013. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9.september 2013 samþykkt.

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið .

24. Breiðholt, stæði stórra bíla, erindi frá hverfisráði Breiðholts Mál nr. SN130434 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf verkefnisstjóra Þjónustumiðstöðvar Breiðholts dags. 2. september 2013 vegna afgreiðslu hverfisráðs Breiðholts 29. ágúst 2013 á erindi frá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt dags. 13. ágúst 2013 varðandi bílastæði stórra bíla í Breiðholti. Hverfisráð vísaði erindinu til Umhverfis- og skipulagssviðs . Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

25. Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017, tillaga Mál nr. US130224 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 26. ágúst 2013 vegna afgreiðslu fundar velferðarráðs þann 22. ágúst s.l. um að vísa tillögu að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 til umsagnar hjá fagráðum borgarinnar, jafnframt er óskað eftir því að fagsvið borgarinnar taki strax mið af þessum drögum af forvarnarstefnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2014. Óskað er eftir að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs berist fyrir 16. september 2013. Frestað.

26. Vogabyggð, hugmyndasamkeppni Mál nr. SN130427

Lögð fram drög að hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut. Ætlunin er að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í meginforsendur forsagnar að keppnislýsingu fyrir Vogabyggð með þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit Mál nr. US130118

Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2013.

28. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til apríl 2013 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til júlí 2013.

29. Krosshamrar 5, kæra (02.294.7) Mál nr. SN130443 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2013 ásamt kæru dags. 13. september 2013 þar sem kærð er samþykkt breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 5 við Krosshamra. Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

30. Ægisíða 74, kæra, umsögn (01.545.0) Mál nr. SN130383 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. september 2013. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra 2. september samþykkt.

31. Umhverfis- og skipulagsráð, beiðni fulltrúa sjálfstæðisflokksins um upplýsingar varðandi brýr yfir Elliðaár Mál nr. US130244

Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur um gögn varðandi gerð göngubrúa við Elliðaárósa "Óskað er eftir sundurliðun á endanlegum kostnaði við hönnun og gerð göngubrúar við Elliðaárósa. Samanburður verði gerður við upprunalega áætlun".

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:25

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir   Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 24. september kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 748. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson Fundarritarar voru Harri Ormarsson og Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN046571 Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir skiltastandi og ganga frá honum og skilti skv. deiliskipulagi við tónlistarhúsið Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN046531 Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046485 þannig að komið verður fyrir E30 gleri í fastan glerhluta og að loka opnanlegu fagi með E30 á 1. hæð vesturhlið í húsinu á lóð nr. 25 við Borgartún. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Einarsnes 60 (01.673.014) 188232 Mál nr. BN046526 Arngunnur H. Sigurþórsdóttir, Einarsnes 60, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með vegg að lóðarmörkum úr steinsteypu en að öðru leyti úr timbri klæddum að utan með lóðréttri bárujárnsklæðningu á lóð nr. 60 við Einarsnes. Stærð: 32 ferm. 102,4 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4. Eiríksgata 6 (01.194.303) 102553 Mál nr. BN046566 Rúnar V Sigurðsson, Eiríksgata 6, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktum áður gerðum garðskála, sjá erindi BN046124, við fjölbýlishús á lóð nr. 6 við Eiríksgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

5. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN046591 Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og botnplötu vegna áhorfendastúku á lóðinni nr. 6-8 við Fylkisveg sbr. erindi BN044119. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

6. Garðastræti 19 (01.136.524) 100613 Mál nr. BN046547 Oddný Sigurðardóttir, Lindarflöt 41, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að koma fyrir loftun af baðherbergi 1. hæðar á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 19 við Garðastræti. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 10. september 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Geirsgata 3 (01.117.305) 100085 Mál nr. BN046310 Sindrafiskur ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu verbúðar í veitingahús í flokki II fyrir 150 gesti, 92 inni, 58 úti, breyta gluggum og hurðum, op í steinsteypta plötu stækkað, reykháfur lagfærður og gerður nýtanlegur fyrir arinstæði og útigrill. Einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. sama dag. Umsögn frá burðarvirksihönnuði dags. 13. ágúst 2013 og samþykki Faxaflóahafna og Þinglýst yfirlýsing um flótaleið dags. 10 sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Geirsgata 3A-3B (01.117.304) 219201 Mál nr. BN046462 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja flóttaleið á 2. hæð á milli húsa nr. 3 og 3A á lóð nr. 3A við Geirsgötu. Samþykki faxaflóahafna fylgir ódags. Þinglýst yfirlýsing um flótaleið dags. 10 sept. 2013 Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Grandavegur 42-44 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN046483 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús á 2 - 9 hæðum, 142 íbúðir og bílakjallara á tveimur hæðum með 161 stæði. Húsið er sjö matshlutar og stendur á lóð nr. 42-44 við Grandaveg. Stærðir: Mhl. 01: Kjallari -1 74,7 ferm., kjallari 00 443 ferm., 1. hæð 492,3 ferm., 2., 3. og 4. hæð 492,2 ferm. Samtals: 3.339,4 ferm., 10.075,1 rúmm. B-rými: 658,3 ferm., 1.851,9 rúmm. Mhl. 02: Kjallari -1 68,4 ferm., kjallari 00 439,5 ferm., 1., 2., 3., 4., 5., og 6. hæð 485 ferm., 7. hæð 353,3 ferm. Samtals: 3.771,2 ferm., 11.305,9 rúmm. B-rými: 750,4 ferm., 2.100,5 rúmm. Mhl. 03: Kjallari -1 161,0 ferm., kjallari 00 455,3 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 504 ferm., 5., 6. og 7. hæð 504 ferm., 8. hæð 507,4 ferm., 9. hæð 375,8 ferm. Samtals: 5.027,5 ferm., 14.912,8 rúmm. B-rými: 961,7 ferm., 2.692,3 rúmm. Mhl. 04: Kjallari -1 37,2 ferm., kjallari 00 398,2 ferm., 1. hæð 922,2 ferm., 2. hæð 909 ferm., 3. hæð 777,6 ferm., 4. hæð 665,4 ferm. Samtals: 3.709,6 ferm., 11.157 rúmm. B-rými: 946,4 ferm., 2.650,4 rúmm. Mhl. 05: Kjallari -1 17,9 ferm., kjallari 00 256,5 ferm., 1. hæð 562,3 ferm., 2. hæð 551,9 ferm., 3. hæð 440 ferm. Samtals: 1.828,7 ferm., 5.779,6 rúmm. B-rými: 522,4 ferm., 1.505,5 rúmm. Mhl. 06: Kjallari -1 23,5 ferm., kjallari 00 256,2 ferm., 1., 2., 3. og 4. hæð 402,6 ferm. Samtals: 1.890,1 ferm., 5.743,6 rúmm. B-rými: 182,7 ferm., 511,6 rúmm. Mhl. 07: Kjallari -1 16,1 ferm., kjallari 00 183,6 ferm. Samtals: 199,7 ferm., 1.355,2 rúmm. B-rými: 6.730,4 ferm., 20.841,1 rúmm. Samtals A rými: 19.766,2 ferm., 60.339,2 rúmm. Samtals B rými: 10.752 ferm., 32.153,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Grenimelur 35 (01.540.301) 106294 Mál nr. BN046497 Birgir Sævarsson, Grenimelur 35, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á 2. hæð, til samræmis við svalir sem fyrir eru á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Grenimel. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 8. nóvember 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningu.

11. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN046458 Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 26 við Grensásveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN046550 Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna lagfæringar á brunamerkingum í verkstæðishúsi, matshluta 15 (18), í Gufunesi við Gufunesveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hestavað 1-3 (04.733.501) 198735 Mál nr. BN046558 Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-3 við Hestavað. Samþykki eigenda fylgir dags. 3. júlí 2013 Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

14. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046574 Vestur Hár og snyrtistofa ehf., Hringbraut 119, 107 Reykjavík Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046316 þannig að rýmisnr. 0102 er breytt í 0108 í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

15. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046590 Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að taka fram- og bakhlið hússins úr húsinu þannig að hægt sé að gera upp glugga og burðarvirki, fjarlægja það sem er ónýtt og hefja jarðvinnu og jarðvegskipta undir sökkla og lagnir á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu. Ekki verður unnið við aðra verkþætti en hér eru nefndir sbr. erindi BN046189. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

16. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN046508 Sturla Míó Þórisson, Sólvallagata 16, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja kvisti og svalir á þakhæð og útbúa verönd að suðurhlið kjallara hússins á lóðinni nr. 9 við Katrínartún. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013 vegna fyrirspurnarerindis BN045951 fylgir erindinu. Stærð: Stækkun 73,4 ferm. og 139,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Klambratún Mál nr. BN046579 Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir auglýsingaskilti fyrir á til þess gerðum standi fyrir sýningu í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Vísað til umsagnar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

18. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN043786 Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem sýnt er milliloft og nýjar eldvarnarkröfur settar fram í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 15 við Klettháls. Brunaskýrsla dags. 29. apríl 2011 fylgir Milliloft: 342,7 ferm. Gjald kr. 8.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN046402 111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045705 þannig að ræktunarhús verður fært um 50 cm til austurs innan byggingareits, jafnframt er sótt um leyfi til þess að breyta útliti og stækka matshluta 02-ræktunarhús á lóð nr. 29 við Lambhagaveg. Tölvupóstur frá höfundi skráningartöflu dags. 23. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2013.Tölvupóstur frá hönnuði þar sem hann fellur frá hækkun húss dags. 19. sept. 2013 fylgir. Minnkun: 3,5 ferm., 156,6 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningu.

20. Laufásvegur 67 (01.197.009) 102697 Mál nr. BN046544 Birgir Örn Arnarson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga, sem felast í að síkka gluggaop og setja svalahurð ásamt palli á suðausturhlið 1. hæðar og lækka lóð og setja stærri glugga og hurðir á suðvesturhlið kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 67 við Laufásveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN046348 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara, á 1. og 2. hæð og innrétta fyrir veitingahús í flokki III á lóð nr. 21 við Laugaveg. Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Eflu dags. 3. september 2013 og útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 20.9. 2013. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 65 (01.174.028) 101575 Mál nr. BN046559 Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík Rauðsvík ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til lagfæringa á brunavörnum í verslunar- og íbúðarhúsi, mhl. 01, á lóð nr. 65 við Laugaveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laugavegur 71 (01.174.024) 101571 Mál nr. BN046560 Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík Rauðsvík ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til lagfæringa á brunavörnum í húsi á lóð nr. 71 við Laugaveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lindargata 1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN046553 Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir viðhaldsframkvæmdum sem felast í að endurnýja glugga, endursteina útveggi og lagfæra þak á Arnarhvoli á lóð nr. 1-3 við Lindargötu. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16.9. 2013, skýringaruppdráttur dags. 16.9. 2013, sem sýnir glugga og gler, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 11.9. 2013 og bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 16.9. 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Mávahlíð 2 (01.702.201) 107045 Mál nr. BN046455 Tinna Grétarsdóttir, Mávahlíð 18, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja hurð úr kjallaraíbúð út á þegar byggðan pall, og fá leyfi fyrir honum, við fjölbýlishús á lóð nr. 2 við Mávahlíð. Með erindi fylgir samþykki meðeigenda og samþykki burðarþolsverkfræðings á teikningu, allt ódags. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Mýrarás 15 (04.376.108) 111448 Mál nr. BN046432 Guðbjörg Astrid Skúladóttir, Mýrarás 15, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki á áður gerðum garðskála sbr. erindi BN038846 frá ágúst 2008 og leyfi til að breyta honum með breyttu þakefni. Jafnframt verður erindi BN044637 dregið til baka fyrir hús á lóð nr. 15 við Mýrarás. Stækkun brúttó: 24,9 ferm., 67,9 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046359 Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 50cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og stækka útbyggingu á einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Nesveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013. Jafnframt er erindi BN046165 dregið til baka. Stækkun 53,3 ferm., 111,5 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013.

28. Njálsgata 53-57 (01.190.122) 102397 Mál nr. BN046572 Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og breyta flóttaleið úr kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 53-57 við Njálsgötu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðan en við fokheldi viðbyggingar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Njálsgata 36 (01.190.208) 102411 Mál nr. BN046551 SV 50 ehf., Pósthólf 8741, 128 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem baðherbergjum, þvottahúsum og geymslum er breytt vegna skráningartöflu og eignaskiptasamnings fyrir hús á lóð nr. 36 við Njálsgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Nökkvavogur 29 (01.445.112) 105565 Mál nr. BN046570 Hörður Valgeirsson, Nökkvavogur 29, 104 Reykjavík Helga Sigurðardóttir, Nökkvavogur 29, Sótt er um leyfi til að skipta þvottahúsi í tvennt milli eignarhluta í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Nökkvavog. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN046453 Helga Sigurðardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að innrétta snyrtistofu á fyrstu hæð hússins nr. 18 við Þverholt á lóðinni Rauðarárst 31-Þverh18. Samþykki f.h. eiganda dags. 19. ágúst 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Síðumúli 16-18 (01.293.103) 103805 Mál nr. BN046405 Fastus ehf., Síðumúla 16, 108 Reykjavík Esjuborg ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám við hús nr. 16 á lóðinni nr. 16-18 við Síðumúla. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN046505 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir anddyri á norðurbyggingu og byggja nýjan inngang með skyggni yfir á suðurbyggingu og breyta innra skipulagi í móttökusölum beggja bygginga á lóð nr. 24 við Skaftahlíð. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046509 Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN045524 þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra skipulagi á annarri hæð, breyttum eldvarnarmerkingum og breyttu útliti á norðvesturhlið hússins á lóð nr. 10 við Skógarhlíð. Bréf frá hönnuði dags. 17. sept. 2013 og samþykki meðeigenda dags. 23.sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Skógarhlíð 8 (01.703.201) 107072 Mál nr. BN046500 Krabbameinsfélag Íslands, Pósthólf 5420, 125 Reykjavík Sótt er um leyfi til að endurnýja bárujárn á þaki, breyta veggklæðningu úr trapisuklæðningu úr stáli í slétta álklæðningu og breyta gluggauppdeilingu í rishæð og hækka svalahandrið á húsi Krabbameinsfélagsins Ísland á lóð nr. 8 við Skógarhlíð. Umsögn burðarvirksihönnuðar dags. 17. sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN046443 S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturhluta 1. hæðar og í kjallara og breyta póstasetningu glugga, sjá BN045449, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Skólavörðustígur 6 (01.171.205) 101386 Mál nr. BN046569 Brekkugerði 19 ehf., Gvendargeisla 24, 113 Reykjavík Háspenna ehf, Pósthólf 11, 172 Seltjarnarnes Sótt er um leyfi til að innrétta fataverslun á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir hornglugga á norðvesturhorni annarrar hæðar hússins á lóð nr. 6 við Skólavörðustíg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN046564 Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga hótels á Hljómalindarreit, mhl. 01 sem er fimm hæða steinsteypt hús með 55 herbergjum og móttöku og mhl. 02 sem er einnar hæðar bílgeymslukjallari fyrir 25 bíla á lóð nr. 4 við Smiðjustíg. Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna frá Eflu dags. 6.9. 2013. Stærð mhl. 01: 1. hæð 322,2 ferm., 2. hæð 435,9 ferm., 3. og 4. hæð 488 ferm. og 5. hæð 349,5 ferm. Samtals: 2.083,6 ferm., 7.429,5 rúmm. B-rými 162 ferm. Mhl. 02: 649,3 ferm., 2.247,4 rúmm. Gjald 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39. Strandasel 1-11 (04.934.003) 112888 Mál nr. BN046562 Strandasel 5,húsfélag, Strandaseli 5, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til að klæða með láréttri liggjandi, loftræstri báruklæðningu og einangra með 50 mm þéttullarplötum á austur- og vesturgafl hússins á lóð nr. 5-7 við Strandasel. Fundargerð frá 1 maí fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN046504 Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta þakgluggum ofan við stigagang á milli 2. og 3. hæðar í forsal og að koma fyrir þakkúplum fyrir ofan aðalinngang Þjóðminjasafns Íslands á lóð nr. 41-43 við Suðurgötu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN046573 Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem sett er hurð á suðurgafl og komið fyrir inntaksklefa fyrir vatnsúðakerfi í húsinu á lóð nr. 6 við Súðarvog. Jafnframt eru erindi BN045011 og BN045637 dregin til baka. Brunaskýrsla dags. 12. sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046543 Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að hefja undirbúning athafnasvæðisins, undirbúa svæði fyrir vinnubúðir stýriverktaka og vegna graftrar fyrir bygginguna sjálfa og gerð settjarnar á framkvæmdatímanum á lóðinni nr. 15 - 19 við Sæmundargötu. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

43. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046396 Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012, Brunahönnunarskýrsla Eflu dags. ágúst 2013, bréf arkitekts um aðgengi fatlaðra dags. 29.8. 2013, bréf Alvogen/Eflu um vatnsbúskap á lóð A og tæknirými í kjallara dags. 27.8. 2013, bréf arkitekts varðandi orkusparnað og hitaeinangrun dags. 29.8. 2013, bréf arkitekts um bílastæðamál dags. 29.8. 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 2.9. 2013. Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.115,9 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.608,3 ferm., 1. hæð, 3.652,3 ferm., 2. hæð, 1.468,2 ferm., 3. hæð, 3.046,0 ferm., 4. hæð, 1.284,7 ferm., þakrými 73,3 ferm. Samtals, 13.248,7 ferm. og 63.224,0 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

44. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN044391 RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili með einni íbúð á hverri hæð með samtals 17 gistirúmum í þriggja hæða íbúðarhúsi á lóð nr. 9 við Veghúsastíg. Erindi fylgir jákv. fsp. BN044187 dags. 6. mars 2012. Meðfylgjandi er minnisblað eldvarnahönnuðar dags. 16. apríl 2012, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. júní 2013. Stærðir óbreyttar. Gjald kr. 8.500 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt. Einnig skal þinglýsa nýrri eignaskiptayfirlýsingu yfir lóð samhliða yfirlýsingu um samruna eigna. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

45. Viðarhöfði 4,4A,6 (04.077.502) 110687 Mál nr. BN046577 ATH eignir ehf, Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu úr timbri við einingu 0104 í húsinu nr. 6 (matshl. 03) á lóðinn nr. 4, 4A, 6 við Viðarhöfða. Samþykki meðeigenda (ódags.) í húsi nr. 6 fylgir erindinu. Stærð: Viðbygging 14,6 ferm. og 34,6 rúmm. Gjald - sjá athugasemd vegna gjalda Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Þingholtsstræti 21 (01.180.102) 101678 Mál nr. BN045586 VB Bakki ehf., Sigtúni 3, 800 Selfoss Sótt er um leyfi til að byggja pall við norðausturhlið, gera nýjar dyr úr hjólageymslu á götuhæð, skipta í tvær íbúðir og færa til upprunalegs horfs útlit einbýlishúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur og Minjastofnunar Íslands dags. 15. febrúar 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags, 1. mars 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 7. mars til og með 8. apríl 2013. Engar athugasemdir bárust. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

47. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN046581 Þann 24. júlí var eftirfarandi samþykkt sem erindi BN044777: Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042097 þar sem sótt var um að breyta innra fyrirkomulagi, þar sem sameign er minnkuð, rými 0701 er stækkað og sameinað í eina eign með 0702 á 7. hæð húss nr. 6 við Aðalstræti. Þarna var ranglega bókað. Rétt bókun hljóðar svo: Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042097 þar sem sótt var um að breyta innra fyrirkomulagi, þar sem sameign er minnkuð, rými 0501 er stækkað og sameinað í eina eign með 0502 á 5. hæð húss nr. 6 við Aðalstræti. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

48. Bauganes 19A (01.672.118) 213935 Mál nr. BN046587 Erla Ágústa Gunnarsdóttir, Bauganes 19, 101 Reykjavík Árni Hermannsson, Bauganes 19, 101 Reykjavík Þann 8. nóvember 2011 voru samþykkt byggingaráform BN043683. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

49. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN046589 Tilefni ehf., Móvaði 47, 110 Reykjavík North Properties ehf, Þverási 25, 110 Reykjavík Þann 29. nóvember 2011 voru samþykkt byggingaráform BN043794. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

50. Háaleitisbraut 19 (01.291.201) 103766 Mál nr. BN046585 Birna Sigurðardóttir, Háaleitisbraut 19, 108 Reykjavík Þann 23. ágúst 2011 voru samþykkt byggingaráform BN043274. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

51. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046575 Þann 17. september var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa að "að stækka verslunarrými S-274 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Gjald kr. 9.000". Rétt bókun er: Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými S-274 , færa framhlið verslunar að götu (innanhúss) fram og færa glugga á vesturhlið út í línu við útvegg í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Stækkun 12 ferm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Krókháls 1 (04.323.301) 111037 Mál nr. BN046586 Áframhald hf, Krókhálsi 1, 110 Reykjavík Þann 20. september 2011 voru samþykkt byggingaráform BN043313. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

53. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN046588 Þann 20. desember 2011 voru samþykkt byggingaráform BN043855. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

54. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN046584 Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík Þann 14. júní 2011 voru samþykkt byggingaráform BN040075. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld úr gildi fallin eftir því sem við á.

Fyrirspurnir

55. Bergþórugata 15 (01.190.221) 102424 Mál nr. BN046548 Björn Valdimarsson, Beykihlíð 2, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á fyrstu og annarri hæð hússins nr. 15 við Bergþórugötu. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

56. Brekkuhús 1 (02.845.601) 172483 Mál nr. BN046545 Kristinn Pálsson, Drekavellir 26, 221 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingaverslun í rými 0201 í húsinu á lóðinni nr. 1 við Brekkuhús. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

57. Búðagerði 9 (01.814.009) 107921 Mál nr. BN046582 Haraldur Þór Jónsson, Búðagerði 9, 108 Reykjavík Spurt er hvor leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 9 við Búðagerði. Bílskúr var samþykktur á lóðinni 27. september 1962 en aldrei byggður. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN046567 Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að færa til inngang að norðausturhorni og byggja skyggni þar yfir á hús Háskólabíós á lóð nr. 3 við Hagatorg. Frestað. Milli funda.

59. Lambhagavegur 31 (02.680.601) 208853 Mál nr. BN046576 Þrístikla, Vesturlandsv Þrístikl, 110 Reykjavík Dagbjört K Ágústsdóttir, Bláhamrar 21, 112 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja skv. meðfylgjandi uppdráttum einbýlishús á lóð nr. 31 við Lambhagaveg. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN046563 Örn Þór Halldórsson, Grenimelur 9, 107 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjar svalir á suðurhlið og innrétta fjórar íbúðir á 2. og 3. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 51 við Laugaveg. Nei. Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

61. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN046446 Örn Þór Halldórsson, Grenimelur 9, 107 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiskála á 2. og 3. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 51 við Laugaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2013.

62. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN046557 Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær Spurt er hvort nýta megi milliloft fyrir aðstöðu kennara í mhl. 03 í skóla á lóð nr. 87 við Nauthólsveg. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

63. Sogavegur 22 (01.813.009) 107866 Mál nr. BN046578 Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á suðvesturhorn og anddyri til austurs á einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Sogaveg. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Sólheimar 25 (01.433.501) 105281 Mál nr. BN046561 Hafsteinn Ingvarsson, Bakkaflöt 1, 210 Garðabær Spurt er hvort leyft yrði að breyta tannlæknastofu í íbúð á fyrstu hæð hússins nr. 25 við Sólheima. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Björgvin Rafn Sigurðarson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir