Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 25. júní, kl. 9:05 var haldinn 348. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea J. Helgadóttir, Birkir Ingibjartsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer atkvæðagreiðsla um fundarstjórn í fjarveru formanns og varaformanns.
Samþykkt að Alexandra Briem haldi fundarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu.
-
Fram fer kynning í trúnaði á drögum að skýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar Sundabrautar.
- Kl. 9:17 aftengist Hildur Björnsdóttir með rafrænum hætti og tekur sæti á fundinum.
Aron Geir Eggertsson, Andri Rafn Yeoman, Helga Jóna Jónasdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson, Berglind Hallgrímsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Grétar Mar Hreggviðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK22010109
-
Fram fer kynning á Vesturhöfn.
Örn V. Kjartansson, Freyr Frostason og Jóhann Einar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100159
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Uppbyggingaraðilum við Vesturhöfn er þakkað fyrir góða kynningu. Um er að ræða spennandi reit miðsvæðis í borginni og ljóst að unnið er af miklum metnaði við þróun og hönnun bygginga á reitnum. Reiturinn er brotinn upp í fjölda minni húsa sem ramma inn opna sameiginlega inngarða. Blöndun íbúðaforma á reitnum er mikil en þar verða m.a. 24 fjölskylduíbúðir á vegum Félagsstofnun Stúdenta, þjónustuíbúðir á vegum Félagsbústaða, auk leiguíbúða og íbúða til sölu fyrir almennan markað. Við Rastargötu næst höfninni er svo gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð. Við áframhaldandi þróun reitsins er mikilvægt að unnið verði áfram með litaval, vönduð klæðningarefni og frágang sem talar á skapandi máta við byggðina í gamla Vesturbænum og Reykjavíkurhöfn.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að skýrar myndir af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem fyrst svo hægt verði að átta sig á útliti þeirra. Meðal annars verði sýndar myndir frá mannlegu sjónarhorni, þ.e. þrívíddarmyndir séðar úr götuhæð.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar þakkar fyrir fína kynningu á framtíðar uppbyggingu á Vesturhöfn. Þó vakna upp spurningar og áhyggjur enn og aftur um þann fjölda bílastæða sem hefur verið deiliskipulagt fyrir þennan reit. Þar sem meðalstærð íbúða er um 90 m2 er það áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir bílastæði á hverja íbúð. Vísbendingar eru um að sala nýrra íbúða sem ekki hafa aðgengi að bílastæði, seljist síður.
-
Lögð fram drög að tillögu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, Keldur og nágrenni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillögunni sé frestað.
Frestunartillagan er felld með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Samþykkt að forkynna drögin í skipulagsgáttinni sbr. 2. mgr. 30. gr., skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Haraldur Sigurðsson, Margrét Lára Baldursdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Inga Rún Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080321
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Keldnasvæðið er mikilvægt uppbyggingarsvæði fyrir borgina. Hér eru drög samþykkt til kynningar og horft verður til þeirra athugasemda sem fram koma við endanlega útfærslu tillögunnar. Hlutföll milli skipulagssvæða hafa breyst frá fyrri útfærslu, en til að mynda hefur fótspor þéttbýlis verið minnkað og sérstök opin svæði stækkuð. Því er náð fram með því að minnka miðsvæði en íbúðabyggð, samfélagsþjónusta og svæði verslunar og þjónustu stækka lítillega. Ákjósanlegt væri að fá tengingu fyrir gangandi og hjólandi yfir eða undir Vesturlandsveg nær miðju hverfisins.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks styðja að hafin verði uppbygging íbúðahverfis að Keldum en gera margvíslega fyrirvara við skipulagsáform meirihluta borgarstjórnar á svæðinu. Þá gera fulltrúarnir athugasemdir við að málið fari í auglýsingu yfir hásumar en almennt er farsælla að setja aðalskipulagsbreytingar í forkynningu á öðrum tímum ársins þegar almenningur og hagaðilar eru í betri færum til að kynna sér svo viðamiklar breytingar. Af þeim ástæðum sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hjá við afgreiðsluna.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Uppbygging á Keldum fer nú til kynninga og þar sem liðið er á sumar hvetjum við að lögð verði aukin áhersla á sýnileika í verkefninu svo sumarleyfi íbúa og fyrirtækja hafi ekki veruleg áhrif á væntar niðurstöður.
-
Lögð fram í trúnaði tillaga um úthlutun úr Loftlagssjóði ungs fólks í Reykjavík, dags. 18. júní 2025.
Trúnaður ríkir þar til úthlutun er lokið. -
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna- og borgarhönnunar dags. 18. júní 2025, þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna eftirfarandi umferðaröryggisaðgerða: a. Árvað: Þverunaraðgerð yfir Árvað, bílastæði, og stígtenging yfir á göngustígakerfi. Upphækkuð þrenging ásamt gangbrautarlýsingu og gangbrautarmerkingu og fleira. b. Úlfarsbraut-Urðarbraut: Hraðalækkandi aðgerð til að halda niðri hraða framan við skóla og við gangbraut. Bílastæði á Urðarbrunni sem skyggir á sjónlengdir gagnvart gangbraut fjarlægt. c. Jónsgeisli-Reynisvatnsvegur: Lagfæringar á vegriðum og vegriðsendum. d. Laugarvegur-Suðurlandsbraut: Þverunaraðgerðir á suðvestur framhjáhlaupi, m.a. hraðalækkandi aðgerð og bætt lýsing. e. Breiðholtsbraut-Reykjanesbraut: Fallvarnir meðfram göngu og hjólastíg og handrið meðfram tröppu við Árskóga. f. Höfðabakki-Vesturlandsvegur: Fallvarnir meðfram göngu og hjólastíg. g. Langholtsvegur við Hlunnavog: Þverunaraðgerð, gangbrautarlýsing, merkt gangbraut og fleira.
Samþykkt.Höskuldur Rúnar Guðjónsson og Kristinn Jón Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060146
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Minnt er á tillögu Sjálfstæðisflokksins frá 16. október 2024 um úrbætur á gatnamótum Úlfarsbrautar og Urðarbrunns í því skyni að auka umferðaröryggi. Úrbæturnar miði m.a. að því að því að það verði alveg skýrt í huga þeirra, sem um gatnamótin fara, hvort þar sé um hringtorg eða venjuleg gatnamót að ræða. Nú virðist nokkur óvissa ríkja um það, sem getur tvímælalaust valdið misskilningi og hættu. Áhersla verði lögð á að tryggja öryggi óvarinna vegfarenda við gatnamótin. Svo virðist sem óhöppum í og við umrædd gatnamót fari fjölgandi og er ábyrgðarlaust að bregðast ekki við slíkri þróun. Þá er enn og aftur athygli vakin á slæmu ástandi hlaðinna hraðahindrana víða í borginni. Margar slíkar hindranir eru afar illa farnar og valda óþægindum og jafnvel hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Ekki er að sjá að áhersla sé lögð á að lagfæra þær hraðahindranir, sem eru í hvað verstu ástandi.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna- og borgarhönnunar dags. 19. júní 2025, þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna gerðar safnstæðis hópbíla við Gömlu Hringbraut ofan við BSÍ og færslu safnstæðis frá Hallgrímskirkju þangað í samræmi við meðfylgjandi forhönnun. Safnstæði við Hallgrímskirkju sé aflagt samhliða.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Grétar Mar Hreggviðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050170
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Það er mikið fagnaðarefni að nýtt safnstæði fyrir hópbíla taki loks við því stæði sem verið hefur við Hallgrímskirkju, en íbúar og rekstraraðilar á svæðinu hafa lengi vakið athygli á þeirri miklu umferð, hættu, mengun og ónæði sem af því hljótist. Tillit til þarfa ferðaþjónustu og gesta borgarinnar er fullnægt með því að taka upp nýtt sleppistæði við gömlu Hringbraut. Það er í betra návígi við gistirými á svæðinu en stæðið við Hallgrímskirkju, og hægt er að nýta stæði sem áður var nýtt af starfsfólki Landsspítalans, sem nú tekur í notkun bílastæðahús sem verið er að opna. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag sé tímabundið, þar til farið verði í úrbætur á BSÍ reit, eða ný miðlæg umferðarmiðstöð hópbifreiða er tekin í notkun.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn fagnar að loksins sé komin lausn til lengri tíma varðandi aðkomu hópferðabíla sem hafa verið að fara um og stoppa við Hallgrímskirkju. Með því að skapa safnstæði hópferðabíla við Gömlu Hringbraut er verið að koma til móts við hagsmunaaðila en jafnframt minnka umferð stærri ökutækja um Hallgrímskirkju, sem kemur til með að auka umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 20. júní 2025 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að kynna reglur um bílastæðakort fyrir íbúa innan og við gjaldsvæði bílastæðasjóðs í samráðsgátt Reykjavíkur.
- Kl. 11:55 víkur Alexandra Briem af fundi og Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum og tekur jafnframt við fundarstjórn.
Samþykkt.
Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060150
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 20. júní 2025, þar sem óskað er eftir að umhverfis- og skipulagssvið samþykki að kynna reglur fyrir bílastæðakort rekstraraðila og kynnt í samráðsgátt.
Samþykkt.Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030096
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Þetta er aðgerð til að styðja betur við deilibílaleigur en þær skipta miklu máli þegar kemur að svigrúmi fólks til að eiga ekki eigin bíl eða nýta ekki. Lagt er upp með að deilibílaleigur geti sleppt við að greiða á gjaldskyldusvæðum með sérstöku deilibílakorti. Notkunin er skilyrt við bíla sem ganga fyrir vistvænan orkugjafa.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Við styðjum fyrirliggjandi tillögu enda hefur hún þann tilgang að koma á fyrirkomulagi, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í október 2023. Tillaga Sjálfstæðisflokksins kvað á um að rekstraraðilar í íbúahverfum á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs, sem sinna beinni og daglegri nærþjónustu við íbúa á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs, t.d. rekstri hverfisverslana, verði gefinn kostur á að kaupa bílastæðakort samkvæmt gjaldskrá sjóðsins.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fögnum því að vinnan á bakvið bílastæðakort rekstraraðila, íbúa sem búa innan greiðslusvæðis er komin til kynninga. Hvetjum við jafnt íbúa og rekstraraðila til að segja frá sinni afstöðu á samráðsgátt.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. júní 2025 um reglur um bílastæðakort fyrir deilibíla og deilibílakort.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs USK23060327Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Þetta er aðgerð til að styðja betur við deilibílaleigur en þær skipta miklu máli þegar kemur að svigrúmi fólks til að eiga ekki eigin bíl eða nýta ekki. Lagt er upp með að deilibílaleigur geti sleppt við að greiða á gjaldskyldusvæðum með sérstöku deilibílakorti. Notkunin er skilyrt við bíla sem ganga fyrir vistvænan orkugjafa.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn styður tillögu að reglum fyrir deilibíla innan gjaldsvæði bílastæðasjóðs, en flokkurinn var með í móta umræðu um þetta mál á síðasta ári. Með því að veita deili bílum þessa undanþágu frá greiðslu á gjaldi er verið að hvetja til aukinnar notkunar á þessari tegund almenningssamgangna sem mun létta á umferð í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga, ódags. að gjaldskrá fyrir bílastæðakort á bílastæðum í Reykjavík.
- Kl. 12:17 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi og Friðjón R. Friðjónsson tekur sæti á fundinum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.- Kl. 12:20 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Birna Hafstein tekur sæti á fundinum. USK25060260
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2025 og 19. júní 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi/hverfisskipulagsuppdrætti 6.3.3. við Krummahóla, ný íbúðalóð án heimilisfangs. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Þorlákur Jón Ingólfsson, Ólavía Rún Grímsdóttir, Sindri Þórhallsson og Sigrún Sumarliðadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040244
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Uppbyggingarheimildir á lóðinni við Krummahóla voru skilgreindar í hverfisskipulagi Breiðholts sem unnið var í miklu samráði við íbúa. Nýjar tillögur að uppbyggingu á reitnum hafa nú verið felldar betur að nærumhverfinu með vönduðum arkitektúr. M.a. hefur verið létt verulega á byggingamagni lóðarinnar, grænt yfirbragð hennar skýrt og gæði íbúða útfærð nánar. Í tillögunni eru 6 fjölskylduíbúðir með 3-5 herbergjum í raðhúsum og parhúsi og voru breytingar gerðar eftir samtöl við íbúa og greiningu um hverskonar íbúðir vantar í hverfinu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Ánægjulegt er að sjá þegar brugðist er við ábendingum íbúa í hverfinu er verulegur skortur á íbúðum sem rýma stærri fjölskyldur. Svæðið við Krummahóla hefur verið minnkað í sniðum í gegnum þróun verkefnisins enda mikill þéttleiki á svæðinu. En skipulag þeirra eigna sem þarna koma höfðar vel að skorti stærri eigna í fjölbýli í hverfinu. Gert er ráð fyrir bílastæði á íbúð sem er hærra en almennt er gert ráð fyrir með nýbyggingar í dag en algerlega nauðsynlegt miðað við fjölda íbúa á bílastæði í næsta nágrenni. Verkefnið er í kynningarfasa yfir sumartíma en hafa þeir sem að kynningunni standa lagt sig fram við að mæta á húsfundi, íbúafundi og fleira, vonar fulltrúi Viðreisnar að sú vinna komi í veg fyrir að kynning verði þeim sem næst búa ekki sýnileg.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi/Hverfisskipulagsuppdrætti 6.3.27. M, Austurberg/Hraunberg 1-3, ný lóð án heimilisfangs. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Þorlákur Jón Ingólfsson, Ólavía Rún Grímsdóttir, Sindri Þórhallsson og Sigrún Sumarliðadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040246
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Uppbyggingarheimildir á lóðinni við Austurberg/Hraunberg voru skilgreindar í hverfisskipulagi Breiðholts sem unnið var í miklu samráði við íbúa. Nýjar tillögur að uppbyggingu á reitnum hafa nú verið felldar betur að nærumhverfinu með vönduðum arkitektúr. M.a. hefur verið létt verulega á byggingamagni lóðarinnar, grænt yfirbragð hennar skýrt og gæði íbúða útfærð nánar. Í tillögunni eru tveir íbúðakjarnar, annars vegar einn með 4-6 íbúðum og annar með 12-16 íbúðum með þjónustu-, verslunar- eða samfélagsrými, ásamt bílastæðum á jarðhæð.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Skemmtileg tillaga að mörgu leyti og þá má sérstaklega hrósa fyrir myndefni sem notað var við kynningu sem gaf góða mynd af því umhverfi sem mun rísa. Hins vegar gerir fulltrúi Framsóknar athugasemd að því sem snýr að þjónustu- og verslunarrými sem gert er ráð fyrir á jarðhæð. Núverandi þjónusturými sem er í nánasta umhverfi við fyrirhugaða uppbyggingu stendur að einhverju leyti tómt, því vakna upp spurningar um hvort að eftirspurn sé eftir þjónusturými á þessu svæði. Það yrði ekki fallegt ásýndar ef jarðhæð myndi standa tóm.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fulltrúi Viðreisnar er uppbyggingaraðilum þakklátur en hafa þér verið sérlega móttækilegir fyrir ábendingum. En áður var þar aðeins gert ráð fyrir verslunarrými á jarðhæð, en þar sem hinu megin við götuna er þegar verulegt magn af slíku rými sem misvel hefur gengið að halda í rekstri, leggur fulltrúi Viðreisnar áherslu á að kannaðir séu möguleikar á að bæta umfram þörf á samfélagsrými, rými fyrir ungmennastarf og fleira þegar horft er til framtíðar uppbyggingar á reitnum. En í dag er gert ráð fyrir verslunar eða samfélagsrými. Hér er verið að hlusta á raddir hverfisins og leitast eftir að mæta þeim þörfum sem til staðar eru. Margir Breiðhyltingar hafa kallað eftir stærri íbúðum sem miða við barn margar fjölskyldur. Verkefnið er í kynningarfasa yfir sumartíma en hafa þeir sem að kynningunni standa lagt sig fram við að mæta á húsfundi, íbúafundi og fleira, vonar fulltrúi Viðreisnar að sú vinna komi í veg fyrir að kynning verði þeim sem næst búa ekki sýnileg.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga á deiliskipulagi á Suðurhólum, dags. 23. júní 2025 ásamt skýringahefti.
Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Þorlákur Jón Ingólfsson, Ólavía Rún Grímsdóttir, Sindri Þórhallsson og Sigrún Sumarliðadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13:20 víkur Birna Hafstein af fundi og Þorkell Sigurlaugsson tekur sæti á fundinum. USK25040245
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Við vinnu hverfisskipulags Breiðholts, sem unnið var í miklu samráði við íbúa, var reiturinn við Suðurhóla skilgreindur sem þróunarreitur þar sem uppbygging yrði útfærð síðar. Hér er lagt til að byggja 42 íbúðir í raðhúsum og sérhæðum við Suðurhóla með áherslu á vandaðan arkitektúr, grænt yfirbragð og gæði íbúða. Unnið er vel með landslagið og form þess. Byggðin verður aðlögunarhæf þar sem íbúar geta mótað íbúðirnar og stækkað eftir þörfum. Vistgata liðast um svæðið sem skilur eftir grænt og barnvænt umhverfi á meginþorra svæðisins.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Uppbygging við Suðurhóla mun fegra áður vanrækt svæði sem í dag er skilgreint sem fótboltavöllur en hefur ekki verið nýtt sem slíkt í áraraðir. Fallhætta af vellinum er í dag töluverð fyrir ung börn og framkvæmdin því til verulegra bóta. Borið hefur á óæskulegum mannaferðum á leikskóla sem liggur í nágrenni við Suðurhóla og vænta má að framkvæmdirnar muni einnig hafa jákvæð áhrif þar á. Einnig ánægjulegt að sjá á svæðinu séu gerðar íbúðir þar sem horft er sérstaklega til aðgengis, á einni hæð með aðgengi beint frá götunni. En eignir fyrir hreyfihamlaða eru einnig af skornum skammti í hverfinu þar sem stigagangar og aðgengi henta ekki öllum. Verkefnið er í kynningarfasa yfir sumartíma en hafa þeir sem að kynningunni standa lagt sig fram við að mæta á húsfundi, íbúafundi og fleira, vonar fulltrúi Viðreisnar að sú vinna komi í veg fyrir að kynning verði þeim sem næst búa ekki sýnileg.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á nyrðri hluta Nauthólsvegar. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af aðliggjandi skipulagsmörkum í norðri, lóðarmörkum í austri og vestri og við lóðarmörk Menntasveigs í suðri. Ásamt því teygjast mörkin til vesturs, um Hlíðarfót yfir Fálkahlíð, suður um nýjan afleggjara að Hótel Reykjavík Natura. Með tilkomu nýs deiliskipulags verður bætt við Borgarlínubrautum frá Arnarhlíð og að lóðarmörkum Menntasveigs við HR, ásamt einni stöð, Öskjuhlíð. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er aðgengi virkra ferðamáta við götuna verulega bætt. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar nema við gatnamót Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Grænni ásýnd gatnanna er aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð frá Yrki arkitektum, dags. 12. september 2024, uppf. 18. júní 2025. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2024 til og með 6. mars 2025. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja sjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090203
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks taka undir áhyggjur Háskólans í Reykjavík, ISAVIA og annarra hagaðila varðandi legu Borgarlínu á svæðinu, til dæmis þrengsli sem legan skapar við byggingarreiti á Nauthólsvegi 83-89. Mikilvægt er að lausnir verði verðir fundnar í sátt við hagaðila og unnið verði hratt til að greiða úr þeim umferðarvanda sem er við Háskólanna í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af lóðarmörkum í norðri (Hátún 2-10 og Nóatún 17), deiliskipulagsmörkum fyrir Hlemm í vestur, fyrirhuguðum deiliskipulagsmörkum Borgarlínu um Suðurlandsbraut austan megin, og að lóðarmörkum sunnan við Laugaveg. Með tilkomu nýs deiliskipulags bætast við Borgarlínubrautir frá Suðurlandsbraut að Katrínartúni ásamt einni stöð, Hátún. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er aðgengi virkra ferðamáta við götum verulega bætt. Öryggi allra vegfarenda er verulega bætt. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Grænni ásýnd gatnanna aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar ásamt torgsvæði, samkvæmt uppdráttum og greinargerð frá Yrki arkitektum, dags. 12. september 2024, uppf. 18. júní 2025. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2024 til og með 17 mars 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja sjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090202
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks taka undir áhyggjur hagaðila varðandi legu Borgarlínu við Laugaveg og fækkun á bílastæðum við þjónustufyrirtæki. Þá er ljóst hagaðilar á nærliggjandi svæðum þar sem Laugavegi sleppir og Suðurlandsbraut tekur við hafa miklar áhyggjur af legu og sniði Borgarlínu. Það er mikilvægt að tillit verði tekið til athugasemda íbúa og fyrirtækja á svæðinu þannig að deiliskipulagsbreytingin hafi ekki neikvæð áhrif á starfsemi og rekstur fyrirtækja eða daglegt líf íbúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að mörk deiliskipulagssvæðisins breytast og sá hluti sem áður tilheyrði skipulaginu verður eftir breytingu hluti af deiliskipulagi Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, samkvæmt uppdrætti Eflu, dags. 20. desember 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060172
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðveitustöð 12 við Trippadal. Í breytingunni sem lögð er til felst að mörk skipulagssvæðisins breytast og sá hluti sem áður tilheyrði deiliskipulaginu verður eftir breytingu hluti af deiliskipulagi Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, samkvæmt uppdrætti Eflu, dags. 12. desember 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060175
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. Í breytingunni sem lögð er til felst að mörk deiliskipulagssvæðisins breytast og sá hluti sem áður tilheyrði skipulaginu verður eftir breytingu hluti af deiliskipulagi Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá. Afmörkun skipulagssvæðisins minnkar um 4 ha á suðurhluta svæðisins, samkvæmt uppdrætti Eflu, dags. 20. desember 2023. Aðeins er gerð breyting á uppdrætti. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060171
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 25. febrúar 2025, um gerð nýs deiliskipulags fyrir Sætún II á Kjalarnesi. Skipulagssvæðið markast af umliggjandi landspildum, Enni til vesturs, Sætúni I til austurs og Þjóðvegi 1 til norðurs. Markmið skipulagsins er að skilgreina byggingarreit á landspildunni og skilmála. Ungauppeldi (nándeldi) á alifuglum til 16 vikna aldurs er í núverandi húsakosti og verður í þeirri stækkun sem er fyrirhuguð, samkvæmt skipulagslýsingu TAG teiknistofu ehf., dags. 16. maí 2025. Lagt er til að skipulagslýsing verði samþykkt í kynningu.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veitum, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands og kynna hana fyrir almenningi.- Kl. 14:02 víkur Sunna Stefánsdóttir af fundi.
Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020314
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði, áfangi 2. Skipulagssvæðið er um 50 ha að stærð og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og væntanlegs athafnasvæðis (áfangi 1) til austurs. Skipulagstillagan gerir ráð stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum, alls 6 talsins, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu og skulu mannvirki, byggingar og önnur manngerð inngrip á lóðum búa yfir arkitektúr sem skapar sterka tengingu við aðliggjandi náttúru. Jafnframt er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar, dags. 31. október 2024, br. 20. júní 2025 og bréf vegna breytinga á skipulagsskilmálum. Auk þess er lögð fram fornleifaskráningu Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 236, dags. árið 2024, jarðfræðiskýrsla frá COWI um sprunguathugun á svæðinu, dags. maí 2024, skýrsla Vatnaskila um mat á mögulegri mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum, dags. maí 2024, skýrsla COWI um blágrænar ofanvatnslausnir, dags. 22. október 2024 og samgöngumat Eflu, dags. 6. desember 2025. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2024 til og með 31. janúar 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júní 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2025.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN210147
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Trípólí ehf., dags. 6. febrúar 2025, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2025, um breyting á deiliskipulagi fyrir reit 1.174.0, Landsbankareit, vegna lóðarinnar nr. 77 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta notkun 2. til 5. hæðar hússins úr skrifstofum í íbúðir, en halda verslun áfram á neðstu hæð, og stækka þakhæð m.a. til að tengja stigahús vestur við efstu hæð hússins, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Trípólí arkitekta, dags. 27. maí 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:28 víkur Dóra Björt af fundi og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum. Jafnfram tekur Andrea J. Helgadóttir við fundarstjórn. USK25020068
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Flokkarnir styðja breytingu á deiliskipulagi að Laugavegi 77 í íbúðabyggð. Vissulega kemur fram að bílastæði fylgja ekki þessari uppbyggingu sem er alltaf áhyggjuefni þegar kemur að gerð íbúða, þá er það ekki möguleiki í þessu tilfelli.
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn BASALT arkitekta ehf., dags. 13. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 42 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð og að bæta við þaksvölum á norðvesturhorn hússins á 3. hæð ásamt því að koma fyrir leik-og dvalarsvæði fyrir íbúa er á lóðinni, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta, dags. 11. nóvember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. dags. 19. júní 2025. Lagt er til að tillögunni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025 með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn synjuninni.Ágúst Skorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24110146
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Tillaga að hækkun hússins myndi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum valda of miklu skuggavarpi á íbúðarrými í nálægum húsum yfir meira en hálft árið. Henni er synjað af þessum sökum.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks geta ekki staðfest synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna Vesturgötu 42. Beiðni um hækkun hússins er í samræmi við hæð húsa sem þegar eru í götunni. Ekki er nægilegt að vísa í skuggvarp sem megin ástæðu synjunar þar sem skuggavarp er þegar víða í nærliggjandi og er afstætt mat. Fulltrúarnir benda líka á málið hefur tafist úr hófi, til dæmis lágu umsagnir nágranna fyrir í febrúar og hvetja Reykjavíkurborg til að vinna hraðar út málum sem þessum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á vegum umhverfis- og skipulagssviðs á árinu 2025 í borgarlandi og á opnum svæðum.
Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040034
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fulltrúi Viðreisnar þakkar góða kynningu um framkvæmdir í borgarlandinu. Ganglegt væri ef forgangur framkvæmda viðhalds og viðgerða á gangstéttum og stígum væri sýnilegur kjörnum fulltrúum, mikil bót verður á þegar hægt er að miðla og meta þær fjölmörgu ábendingar sem okkur berast um gangastéttir í borgarlandinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf um stýrihóp um heildarendurskipulagningu Mjóddarinnar. USK25050437
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. maí 2025 ásamt kæru nr. 73/2025, dags. 8. apríl 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til endurbyggingar stálgrindahúss að Grettisgötu 87. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2025. USK25050122
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um akreinar borgarlínu, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. maí 2025. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags. 20. júní 2025. USK25050216
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstéttaviðgerðir við Hraunbæ 131 - 151 sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 18. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060245
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstéttaviðgerðir við Hringbraut sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 18. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060244
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur óskar eftir því að samþykkt ráðsins verði breytt á þá leið að þar verði kveðið á um að sama fyrirkomulag verði þar viðhaft varðandi boðun funda og útsendingu fundargagna eins og tíðkast hjá öðrum ráðum Reykjavíkurborgar. Það er að miðað verði við a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara að þessu leyti.
Frestað. USK25060366
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstétt við Hátún. Gangstétt við götuna er á köflum eydd, sprungin og ójöfn.
Frestað. USK25060368
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verið falið að koma upp sjálfhreinsandi salernisaðstöðu miðsvæðis í Reykjavík, Borgartúni og meðfram Sæbraut. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK25060359
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir því að skýrar myndir af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem fyrst svo hægt verði að átta sig á útliti þeirra. Meðal annars verði sýndar myndir frá mannlegu sjónarhorni, þ.e. þrívíddarmyndir séðar úr götuhæð. USK25060369
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum um fyrirkomulag götulokana vegna malbikunarframkvæmda og tilkynninga til íbúa vegna þeirra. Athugasemd hefur borist um að íbúum í Fossvogi og rekstraraðilum í Grímsbæ hafi ekki verið tilkynnt fyrirfram um lokun Bústaðavegar vegna malbikunarframkvæmda í vikunni.
- Kl. 15:28 víkja Brynjar Þór Jónasson og Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
Fundi slitið kl. 15:45
Andrea Helgadóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Friðjón R. Friðjónsson Sara Björg Sigurðardóttir
Þorkell Sigurlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 25. júní 2025 - prentvæn útgáfa