Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 18. júní, kl. 9:04 var haldinn 347. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer í trúnaði kynning á tillögu að uppbyggingu við Köllunarklett.
- Kl. 9:07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9:11 aftengist Hildur Björnsdóttir með rafrænum hætti og tekur sæti á fundinum.Valný Aðalsteinsdóttir, Magdalena Hedman, Stefan Johansson, Pálmar Harðarson, Pétur Bolli Jóhannesson, Hildur Ómarsdóttir, Jón Viðar Guðjónsson og Margrét Lára Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060055
-
Fram fer kynning í trúnaði á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Keldur og nágrenni.
Hrafnkell Á. Proppé, Margrét Lára Baldursdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Valný Aðalsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080321
-
Fram fer kynning á tilraunaverkefni um flokkun sorps í borgarlandinu.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Karl Eðvaldsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060134
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Í maí 2024 var samþykkt tillaga um að ganga lengra í úrgangsflokkun í almannarými. Þar var tiltekið að greina bestu leiðir til flokkunar í almannarými til grundvallar ákvarðana um hvernig flokkun úrgangs úr stömpum í borgarlandinu verði háttað til framtíðar. Hér er verið að stíga næstu skref í þessu efni með tilraunaverkefni á fjórum stöðum með tveimur aðferðum. Það er góð aðferðafræði til að leggja grunn að upplýstri ákvarðanatöku um bestu næstu skref.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu verkefnis um fækkun svæða á grasslætti í borgarlandi.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Karl Eðvaldsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060133
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt deiliskipulags. og skýringaruppdr. T.ark arkitekta, dags. 11. júlí 2024. Tillagan var auglýst frá 12. september 2024 til og með 24. október 2024. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. nóvember 2024. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020149
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðar nr. 4 við Rafstöðvarveg, Toppstöðin. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er lóð umhverfis Toppstöðina og gert ráð fyrir að byggingin standi áfram í stað þess að vera víkjandi, kvöð er sett á lóðina að tengistígur liggi í gegnum hana meðfram Elliðaár og skilgreindur er byggingarreitur (D1) umhverfis núverandi byggingu og innan hans er heimilt að viðhalda eða endurbyggja núverandi byggingu, samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 24. mars 2025, br. 5. júní 2025. Tillagan var auglýst frá 10. apríl 2025 til og með 30. maí 2025. Ábending og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2025.
Vísað til borgarráðs.Hrönn Valdimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030204
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Freys Frostasonar, dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðurs og nýtingarhlutfall aukið, heimilt verður að bæta tveimur hæðum ofan á núverandi heimildir á norðausturhluta lóðar, bílastæðum er fækkað um 22 stæði og verða engin bílastæði ofanjarðar á lóð, en við ákvörðun um fjölda bílastæða er farið eftir bíla- og hjólastæðareglum borgarinnar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta, dags. 3. desember 2024, br. 14. apríl 2025. Tillagan var auglýst frá 9. janúar 2025 til og með 20. febrúar 2025. Athugasemdir og umsögn bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2025.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100004
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Óskað er eftir að byggingarnefndateikningar verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráðs fyrir samþykkt teikninga. Sér í lagi af því hvernig tryggja eigi að vindáhrif verði ekki neikvæð á umhverfið.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu í Bríetartúni þar sem háreist hótel um prýða nærliggjandi umhverfi. Háreistar byggingar eiga vel við á þessu svæði og því tilvalið að halda áfram þeirri uppbyggingu. Bríetartún og nærliggjandi götur eru mjög hentugar fyrir hótel og veitinga starfsemi, sem býður upp á að dreifa ferðamannastraumnum á önnur svæði í Reykjavík.
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Freys Frostasonar, dags. 6. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, Svæði 7A sem staðsett er við Breiðhöfða 3-5. Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðum og valkvæðri atvinnustarfsemi á jarðhæðum við Breiðhöfða, einnig er gert ráð fyrir varðveislu Fornalundar sem er gróðursælt útivistarsvæði í samræmi við kvöð um varðveislu hans, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG arkitekta, dags. 7. janúar 2025, br. 11. júní 2025. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 7. janúar 2025, br. 11. júní 2025, Húsakönnun, dags. í febrúar 2023, Hljóðvistarskýrsla Cowi, dags. 18. júní 2024, Samgöngumat Verkís, dags. 21. júní 2024, og Umhverfismatsskýrsla Verkís, dags. 15. ágúst 2024. Erindið var auglýst frá 6. febrúar 2025 til og með 1. apríl 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júní 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2025.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120060
-
Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar að nýju deiliskipulagi fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá. Megintilgangur tvöföldunar Suðurlandsvegar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnu. Tvöföldun vegarins á þessum vegkafla er hluti af stærra verkefni sem er breikkun Suðurlandsvegar frá Hádegismóum í Reykjavík að Hveragerði. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 2+2 stofnvegi frá Bæjarhálsi að sveitafélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá. Vegtengingum er fækkað frá því sem nú er og gert ráð fyrir heildstæðu stígakerfi fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Útfærsla í deiliskipulagi miðar við gatnamót í plani, í samræmi við fyrsta og annan áfanga framkvæmdarinnar. Gögn deiliskipulagsins eru greinargerð, deiliskipulagsuppdráttur (1:2000) og þrír skýringaruppdrættir (1:800) unnin af EFLU, dags. 23. janúar 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
- Kl. 11:35 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
- Kl. 11:41 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060119
-
Lögð fram umsókn Reirs þróunar ehf., dags. 12. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 16 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst uppbygging íbúðahúsnæðis á lóð með þjónustu að hluta til á 1. hæð, auk geymslu- og bílakjallara, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Nordic Office of Architecture, dags. 11. júní 2025. Einnig er lagt fram Samgöngumat Eflu, dags. 11. júní 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Valný Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120124
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja, með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu, að fyrirliggjandi tillaga um breytingu á deiliskipulagi við Skógarhlíð, verði auglýst.
Fylgigögn
-
Lagt fram málskot Halldórs Jörgenssonar, fulltrúa eiganda, dags. 4. júní 2025, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 37 við Skólavörðustíg sem felst í að rífa niður húsið og endurbyggja með sama útliti en þó nýrri útfærslu á kvistum og að byggja kjallara að norður lóðarmörkum. Einnig er lögð fram samantekt ásamt yfirliti hæða og breytinga, ódags., skýrsla VSÓ Ráðgjafar, dags. 24. september 2024, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. apríl 2025 og lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2025.
Niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn, dags. 13. mars 2025, staðfest.Valný Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060116
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 2. júní 2025 ásamt fylgigögnum USK25010025
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að uppfærðum verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfaratækja á borgarlandi Reykjavík. USK21120013
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna- og borgarhönnunar dags. 2. júní 2025 um að strætóstöð á Selásbraut, sem í dag er á milli gatnamóta við Þverás, verði færð sunnan við Þverás.
Samþykkt. USK25060018
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa dags. 10. júní 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð 516. fundar Sorpu bs. dags. 15. maí 2025 ásamt fylgiskjölum. USK23010167
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum fyrir Grafarvog og tillaga að mörkum friðlands. USK23080213
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu sína að mörk þess verndarsvæðis, sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi, verði víðari en borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa ákveðið að miðað verði við. Um er að ræða afar stórt skipulagsmál, sem snertir íbúa í Grafarvogi og nærliggjandi hverfum enda er vogurinn vinsælt útivistarsvæði. Afstaða vinstri meirihlutans gengur í berhögg við afstöðu Íbúaráðs Grafarvogs, Íbúasamtaka Grafarvogs sem og afstöðu flestra þeirra Grafarvogsbúa, sem hafa tjáð sig um málið. Afgreiðsla málsins sýnir að háleitar yfirlýsingar vinstri flokkanna um umhverfisvernd eru innantómar og merkingarlausar.
-
Lagt fram erindisbréf um starfshóp um tilraunaverkefni um kjarnasamfélög. MSS25020110
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarstjórnar, dags. 5. júní 2025, vegna samþykktar borgarstjórnar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 3 við Arnarhlíð. USK23060353
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarstjórnar, dags. 5. júní 2025, vegna samþykktar borgarstjórnar á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg. USK24100252
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hundagerði á Klambratúni sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 7. maí 2025. Einnig er lögð fram umsögn frá Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 27. maí 2025.
Vísað inn í vinnu við að huga enn betur að þörfum dýra og dýraeigenda í skipulagi og að fjölga hundagerðum og lausagöngusvæðum fyrir hunda innan borgarinnar, sbr. lið 20 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 26. júní 2024. USK25050080Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Undanfarin ár hefur verið unnið að þróun að bættri þjónustu við dýr og dýraeigendur, meðal annars með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur. Í skipulagslýsingu Geirsnefs var lagt upp með að viðhalda hundasvæði þar til framtíðar og tilraun með lausagöngusvæði á Klambratúni hefur gefist vel. Tillaga um að huga enn betur að þörfum dýra og dýraeigenda í skipulagi og greina tækifæri til fjölgunar hundagerða og lausagöngusvæða fyrir hunda innan borgarinnar var samþykkt í júní 2024 og unnið hefur verið að aðgerðum í því efni. Tillögunni er vísað inn í þá vinnu.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Þakkað er fyrir góða umsögn dýraþjónustu Reykjavíkur vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 7. maí 2025 um að hundagerði eða lausagöngugarði fyrir hunda verði komið fyrir á Klambratúni. Ljóst er að mikil þörf er fyrir slíkt svæði í vesturhluta borgarinnar. Í umsögninni kemur fram að eina lausgöngusvæðið þar sé að finna við BSÍ og áform eru um að leggja það niður. Dýraþjónustan mælir með því að lausagöngusvæði (hundagerði) verði komið fyrir á eða við Klambratún og útfærsla þess verði unnin í samstarfi hennar og starfsfólks umhverfis- og skipulagssviðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir umsögnina og hvetja til þess að slíkt svæði verði útbúið sem fyrst í samræmi við tillöguna.
Fylgigögn
-
Lögð framsvohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykki að horfa betur á hlutfall, framboð og eftirspurn íbúða og húsagerða fyrir hvert hverfi fyrir og hverfa frá notkun almennra viðmiða. Lýðfræðigreiningar fyrir hvert hverfi verði unnar og notaðar sem grunnur að þróun skipulags innan hverfanna. Auk þess verði eftirspurn könnuð á hverjum stað fyrir sig eins og kostur er. Stærð og herbergjafjöldi íbúða, fjöldi og gerð óhagnaðardrifinna íbúða og íbúðagerðir aðlagi sig að þörfum hverfs hverfis fyrir sig með þarfir íbúa og blöndun byggðar að leiðarljósi. Greinargerð fylgir tillögu.
Samþykkt. USK25060136
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að Austurstræti og Veltusund verði varanlegar göngugötur. Umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, verði falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til að gera göturnar að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkt, t.d. með gróðri og götugögnum. Einnig að að leita samþykkis lögreglu fyrir ráðstöfuninni og auglýsa í Stjórnartíðindum í samræmi við 84. gr. umferðarlaga 77/2019. Tillagan taki gildi þegar merkingar í samræmi við reglugerð 250/2024 um umferðarmerki og notkun þeirra um hafa verið settar upp.
- Kl. 12:38 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um lokun vesturhluta Austurstrætis og Veltusunds fyrir almennri bílaumferð verði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götum, sem og Íbúasamtökum Miðborgar Reykjavíkur, Íbúasamtökum Grjótaþorps, Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), Miðbæjarfélaginu og Miðborginni okkar. Verði þessum aðilum gefinn kostur á að skila athugasemdum um málið áður en tillagan hlýtur afgreiðslu.
Málsmeðferðartillagan er felld með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði með breytingartillögunni.
Upprunaleg tillaga er lögð fram óbreytt til afgreiðslu. Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Þann 10. janúar 2024 var samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis, sbr. lið 11 fundargerðar. Umferðarskipulag Kvosarinnar var samþykkt á árinu 2020 og er hér verið að taka næstu skref þess umferðarskipulags en stór hluti Austurstrætis hefur árum saman verið göngusvæði. Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. USK25060143
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Lagt er til að unnið sé verklag í samvinnu skrifstofu framkvæmda og viðhalds og samgangna og borgarhönnunar þar sem tryggt er að við nýtum ferðina í viðhaldsframkvæmdum til að mæta stefnu Reykjavíkurborgar í aðalskipulaginu um m.a. öryggi og aðgengi vistvænna ferðamáta og fatlaðs fólks. Ætíð séu skoðuð tækifæri til að gera þarfar úrbætur eftir því sem við á og tækifæri eru til svo sem að breikka gangstéttar og lækka kanta, innleiða hraðalækkandi aðgerðir, hækka gönguþveranir, nýta blágrænar ofanvatnslausnir, útfæra leiðarlínur, bæta lýsingu, auka gróður, útfæra hjólastíga og draga úr hraða. Starfshópur sé settur á laggirnar um vinnuna.
Samþykkt. USK25060147
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúa Viðreisnar um stofnun stýrihóps á vegum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur vegna málefna Heiðmerkur, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. júní 2025.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. USK25060058Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Tillögunni er vísað frá þar sem samhljóða tillaga hefur þegar verið afgreidd á vettvangi borgarstjórnar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksons og áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Við hörmum að fulltrúar meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs skuli hafna tillögu Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar um að stofna stýrihóp um mótun framtíðarsýnar fyrir Heiðmörk. Það er afar mikilvægt að tryggja aðkomu kjörinna fulltrúa að ákvörðunum sem snerta svo mikilvæga hagsmuni almennings. Bæði hvað varðar vatnsvernd og lýðheilsu enda eru um 500 þúsund heimsóknir í Heiðmörk á ári. Stýrihópurinn gæti leitt lýðræðislegt samtal við hagaðila og almenning, látið vinna áhættugreiningu, lýðheilsumat og sviðsmyndir um fjárfestingu í vatnsöflun á nýjum svæðum til þess að koma í veg fyrir takmarkað aðgengi að Heiðmörk, nýjar aðgangsstýringar eða lausnir sem tryggja bæði sjónarmið vatnsverndar og útivistar. Afstaða meirihlutans um að hafna stofnun stýrihópsins verður að teljast mjög einkennilega. Kjörnir fulltrúar hafa hér óskað eftir aukinni aðkomu að framtíðarskipulagi einnar helstu útivistarperlu höfuðborgarsvæðisins.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð gangstétta við Granaskjól, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060057
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð gangstétta við Rofabæ, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060056
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á gangstétt við Ægisgötu, sbr. 6. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 11. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060131
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á gangstétt við horn Fálkahlíðar og Hlíðarfótar, sbr. 6. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 11. júní 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25060132
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 20/2025, dags. 4. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2025 um álagningu dagsekta vegna bílskýlis að Grundarlandi 22. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 7. mars 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. júní 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. ágúst 2024 um að krefjast þess að kærendur fjarlægi bílskýli á lóð þeirra að Grundarlandi 22 og frá 23. janúar 2025 um álagningu dagsekta að fjárhæð 25.000 kr. USK25020036
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. maí 2025 ásamt kæru nr. 69/2025, dags. 2. maí 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík dagsett 2. apríl 2025 vegna afgreiðslu erindis kærenda um beitingu þvingunarúrræða en málið varðar girðingu á milli lóða að Einimel 9 og 11 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 4. júní 2025. USK25050040
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Hringbraut. Gangstéttir við brautina eru víða eyddar, sprungnar og ójafnar, einkum á vestari hluta hennar.
Frestað. USK25060244
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gangstétt og hjólastígur verði lögð meðfram fjölbýlishúsum við Hraunbæ 131–151 og Bæjarháls 92. Nokkur ár eru síðan umrædd fjölbýlishús voru tekin í notkun.
Frestað. USK25060245
-
Lögð fram svohljóðandi ítrekun á tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. apríl 2025:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka tillögu sína um að fjallað verði um framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á vegum umhverfis- og skipulagssviðs á árinu 2025, á vettvangi ráðsins. Tillagan var lögð fram á fundi ráðsins 2. apríl sl. og samþykkt á fundi þess 9. apríl. Mikilvægt er að fulltrúar ráðsins séu vel upplýstir um fyrirhugaðar framkvæmdir í borginni, ekki síst við götur, gangstéttir, hraðahindranir og græn svæði, viðgerðir sem og nýframkvæmdir. Helsti framkvæmdatími ársins er genginn í garð og verður vart öðru trúað en ákvarðanir um öll helstu verk ársins hafi nú þegar verið teknar og séu í fullum undirbúningi eða jafnvel komnar til framkvæmdar. Óskað er eftir því að yfirlit vegna framkvæmda ársins verði kynnt eigi síðar en á næsta fundi ráðsins 25. júní. USK25040034
- Kl. 12:50 víkur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 13:01
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Friðjón R. Friðjónsson Hjálmar Sveinsson
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. júní 2025