Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 11. júní, kl. 9:05 var haldinn 346. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var fjármálafundur vegna umhverfis- og skipulagssviðs. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Ámundi V. Brynjólfsson, Ragnheiður Sigvaldadóttir, Björn Ingvarsson, Kristján Ólafur Smith, Kristín Anna Þorgeirsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fyrirkomulagi fjármálafundarins. USK25060089
- Kl. 9:08 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
- Kl. 9:08 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. -
Lagt fram í trúnaði uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til mars 2025. USK25060089
-
Fram fer kynning á áskorunum og skuldbindingum umhverfis- og skipulagssviðs sem skilað var til fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkur vegna fjárhagsáætlunar 2026 - 2030. USK25060090
- Kl. 9:39 aftengist Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir með rafrænum hætti og tekur sæti á fundinum.
-
Fram fara kynningar skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs á sínum skrifstofum, hvaða verkefni eru bundin og hverju væri hægt að breyta. USK25060090
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Rofabæ. Gangstéttir við götuna eru á köflum eyddar, sprungnar og ójafnar, meðal annars við Árbæjarskóla.
Frestað. USK25060130
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstétt við Ægisgötu. Gangstétt við götuna er á köflum eydd, sprungin og ójöfn.
Frestað. USK25060131
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gert verði við gangstétt við horn Fálkahlíðar og Hlíðarfóts. Þar hafa gangstéttarhellur losnað á kafla og myndað bungu, sem veldur óþægindum og jafnvel hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.Frestað. USK25060132
- Kl. 12:25 víkja Hildur Björnsdóttir og Hjálmar Sveinsson af fundi.
- Kl. 12:28 víkur Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Fundi slitið kl. 12:30
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. júní 2025