Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 4. júní, kl. 9:01 var haldinn 345. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sunna Stefánsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Tekin er inn með afbrigðum umræða um brunann sem varð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur þann 22. maí sl. Í kjölfarið er óskað eftir frekari upplýsingum um eftirlit með slíkum framkvæmdum og breytingum íbúða í borgarlandinu. USK25060050
-
Tekin er inn með afbrigðum umræða um brunann á Grettisgötu sem varð 7. mars 2016.
- Kl. 9:08 aftengist Hildur Björnsdóttir fjarfundabúnaði og tekur sæti á fundinum.
- Kl. 9:09 taka Kjartan Magnússon og Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum. USK25060051
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 20. maí 2025, þar sem óskað er eftir til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna tengingar Borgarlínu við Hlíðarenda.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.Berglind Hallgrímsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson, Guðmundur Guðnason og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050526
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á húsnæðisátaki að Krummahólum í Breiðholti.
Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Ólavía Rún Grímsdóttir og Þorlákur Jón Ingólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040244
-
Fram fer kynning á húsnæðisátaki að Austurbergi/Hraunbergi í Breiðholti.
Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Þorlákur Jón Ingólfsson og Ólavía Rún Grímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040246
-
Fram fer umræða um vatnsverndar- og skógræktarsvæðið í Heiðmörk.
Auður Kjartansdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Sólrún Kristjánsdóttir, Reynir Sævarsson, Tómas G. Gíslason og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10:56 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi og Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum. Jafnframt tekur Hjálmar Sveinsson við formennsku fundarins. USK25050509
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að við mótun nýs deiliskipulags fyrir Heiðmörk verði lögð rík áhersla á öruggt og greiðfært aðgengi almennings að þessu mikilvæga og rótgróna útivistarsvæði. Fulltrúarnir telja hugmyndir Veitna um umfangsmiklar takmarkanir á umferð um Heiðmerkursvæðið vera of íþyngjandi, þær séu líklegar til að skerða verulega aðgengi almennings og draga úr möguleikum íbúa til útivistar og afnota af svæðinu. Ekki liggja fyrir gögn sem sýna fram á að mengunarhætta á vatnsverndarsvæðinu hafi aukist á undanförnum árum. Þvert á móti bendir margt til þess að sú hætta sé fremur á undanhaldi. Þá hafa engin atvik orðið á undanförnum árum sem truflað hafa vatnsvinnslu eða haft neikvæð áhrif á vatnsgæði á svæðinu. Sjálfstæðismenn telja ekki gætt meðalhófs í fyrirliggjandi tillögum og telja rétt að kannaðar verði mildari og markvissari leiðir við yfirstandandi deiliskipulagsvinnu, sem tryggja bæði vatnsvernd og áframhaldandi aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að Heiðmörk.
-
Fram fer kynning á aðgengisbætandi aðgerðum sem áætlaðar eru á strætóstöðvum árið 2025.
Grétar Mar Hreggviðsson tekur sæti undir þessum lið. USK25050504
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna fyrirhuguðum umbótum hjá Strætó bs. við biðstöðvar strætisvagna í borginni. Minnt er á fyrri tillögur og ábendingar Sjálfstæðisflokksins um almenna upplýsingagjöf Strætó bs., sem víða er ábótavant. a) Æskilegt er að allar biðstöðvar, sem fram undan eru, séu sýndar á leiðaspjöldum á biðstöðvum. b) Bæta þarf merkingar á skiptistöðvum, t.d. í Mjódd og við Skúlagötu, með því að setja þar upp kort af leiðakerfi Strætó í heild sinni. c) Bæta þarf merkingar á Lækjartorgi. Um er að ræða þrjár biðstöðvar, sem aðgreindar eru með bókstöfunum A, B og C. Rúmlega hundrað metrar og fjórar akreinar skilja að biðstöðvar A og C við Lækjargötu en biðstöð B er við Hverfisgötu. Æskilegt er að hver biðstöð á Lækjartorgi verði merkt með viðeigandi bókstaf með áberandi hætti, strætisvagnafarþegum til glöggvunar. d) Æskilegt er að upplýsingar um biðstöðvar leiða, séu sýndar með skýrum, línulegum merkingum í viðkomandi strætisvögnum, eins og tíðkast víða erlendis, farþegum til glöggvunar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn fagnar mjög áframhaldandi vinnu við uppfærslu á strætóskýlum og umhverfi þeirra í Reykjavík. Ljóst er að með þessum aðgerðum er verið gera umhverfi fjölda strætóskýla meira aðlaðandi, ásamt því bæta aðgengi fyrir gangandi vegfarendur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 28. maí 2025, þar sem óskað er eftir til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna gatna í Hlíðunum, til samræmis við meðfylgjandi forhönnun.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar greiða atkvæði gegn tillögunni.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100158
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Framsókn leggst gegn breytingum á stæðum og götumynstri við Drápuhlíð – Lönguhlíð. Þar sem fyrirhugað er að breyta legu stæða í Drápuhlíð og fækka stæðum við Lönguhlíð. Mikil óánægja íbúa er í hverfinu vegna þessarar breytinga og kvarta þeir yfir litlu samráði þrátt fyrir yfirlýsingu um annað frá borgaryfirvöldum. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar af hálfu íbúa til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 20. maí 2025, þar sem óskað er eftir til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080323
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á reglum um framkvæmd sprenginga á vegum verktaka.
Bjarki Freyr Arngrímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050427
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf um tímabundnar uppbyggingarheimildir. USK25050428
Fylgigögn
-
Lagt fram uppfært erindisbréf stýrihóps um stefnu og áætlun um gönguvæna borg þar sem Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti í stýrihópnum í stað Aðalsteins Hauks Sverrissonar. MSS24110133
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 27. maí 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 17/2025, dags. 31. janúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun deildar afnota og eftirlits á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki frekar vegna skúrs á lóð Urðarbrunns 114 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. febrúar 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. apríl. 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. desember 2024, um að aðhafast ekki frekar með beitingu þvingunarúrræða vegna smáhýsis á lóð Urðarbrunns 114. USK25020024
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. mars 2025 ásamt kæru nr. 52/2025, dags. 27. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar að koma fyrir tveimur lausum söfnunargámum ofanjarðar á skipulögðu grenndarsvæði um djúpgáma við Hrannarstíg. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 12. maí 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. maí 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK25030411
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 22. maí 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna legu borgarlínu í gegnum svæðið og frekari uppbyggingar við háskólann. SN220056
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstétt við Granaskjól. Gangstétt við götuna er víða eydd, sprungin, ójöfn og gróðurskotin.
Frestað. USK25060057
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur á vegum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur vegna málefna Heiðmerkur. Hlutverk hópsins verði að fjalla um hugmyndir um skertan aðgang að friðlandinu og tryggja að hagsmunir almennings verði tryggðir til framtíðar í þeirri vinnu, sem nú stendur yfir vegna krafna um aukna vernd vatnsbóla. Ljóst er að málefni Heiðmerkur og fyrirhuguð deiliskipulagsvinna snertir fjölmarga hagsmunahópa og þarfnast breiðra pólitískra umræðna.
Frestað. USK25060058
- Kl. 12:05 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 12:10
Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Kjartan Magnússon Kristinn Jón Ólafsson
PDF útgáfa fundargerðar
250604