Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 28. maí, kl. 9:05 var haldinn 344. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R Friðjónsson, Birkir Ingibjartsson, Sandra Hlíf Ocares og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 19. maí 2025 um tilraunaverkefni - skipti á nytjahlutum.
Samþykkt USK25050367Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Virkilega skemmtilegt verkefni sem verður gaman að fylgjast með. Ef verkefnið er sett upp í góðri samvinnu við væntanlega notendur. Hvetur fulltrúi Viðreisnar til þess að lögð verði áhersla á að kynna verkefnið og hugmyndafræðina bak við hana vel og sýnilega í nærumhverfi tilvonandi staðsetninga. Mikilvægt er að stýra væntingum og áhyggjum íbúa bæði hvað varðar umgengni og mögulegar endurnýtingar. Hvatt verði til þess að þeir sem hafi hug á að nýta stöðina sammælist einnig um að halda vel utan um svæðið og það sem nær liggur, verkefnið er tækifæri til að byggja upp skemmtilega samfélagseiningu inn í hverfið, hversu vel það gengur veltur á hversu vel íbúum tekst að sameinast um að gera þetta vel.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 20. maí 2025 USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu Teiknistofunnar Traðar f.h. Háaleitisbrautar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Safamýrar - Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 12 við Háaleitisbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar og uppbygging tveggja fjölbýlishúsa á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Teiknistofunnar Traðar, dags. 22. maí 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Teiknistofunnar Traðar, dags. 22. maí 2025 og hljóðvistarskýrsla Lotu, dags. 22. maí 2025.
Málið er trúnaðarmál fram yfir afgreiðslu málsins.Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er færð í trúnaðarbók
Bókun fulltrúa Framsóknarflokksins er færð í trúnaðarbók
Bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar er færð í trúnaðarbókIngvar Jón Bates Gíslason tekur sæti með rafrænum hætti undir þessum lið. USK25050360
-
Fram fer kynning á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Haðaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir viðbyggingu við álmuna Miðland, sem ætlað er að hýsa matsal Fossvogsskóla, ásamt því að settir eru skilmála um uppbyggingu reitsins, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf., dags. 19. maí 2025.
Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK25050357
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Leirtjörn Vestur. Deiliskipulagið verður áfangaskipti, í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir lóðum lóðavilyrðishafa, götum og borgarlandi. Aðrar lóðir verða þróaðar innan þróunarreita í samræmi við skipulag. Íbúðafjöldi verður um 330 ásamt 100 hjúkrunarrýmum, félagsheimili og leikskóla. Áhersla er á blágrænar ofanvatnslausnir og nálægð við náttúruna. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir uppbyggingu almenns bílgeymsluhúss og samnýtingu bílastæða, samkvæmt drögum að greinargerð Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. í maí 2025 og drögum að uppdráttum Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. 14. maí 2025. Einnig er lögð fram umhverfismatsskýrsla Eflu, dags. 12. febrúar 2025, drög að samgöngumati Eflu, dags. 27. febrúar 2025, minnisblað Eflu, dags. 13. maí 2025, um Hávaða frá umferð, minnisblað Eflu, dags. 14. maí 2025, um staðbundið vindafar og drög að minnisblaði Landmótunar um blágrænar ofanvatnslausnir.
Magnea Guðmundsdóttir, Daði Baldur Ottósson og Hrönn Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060028
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýtt deiliskipulag fyrir Leirtjörn vestur er fyrsti áfangi í uppbyggingu á nýju hverfi í Úlfarsárdal. Nýtt deiliskipulag leggur fyrst um sinn út gatnakerfi hverfisins sem rammar inn landslagið og umhverfið í kringum Leirtjörnina og þá uppbyggingareiti sem verða í hverfinu. Í hverfinu verður fjölbreytt og blönduð íbúðarbyggð. Í fyrsta áfanga fá Samtök aldraðra lóð til uppbyggingar og að auki er gert ráð fyrir íbúðakjarna fyrir Félagsbústaði. Fullbyggt er gert ráð fyrir að í hverfinu verði allt að 330 íbúðir auk hjúkrunarheimilis með 100 hjúkrunarrýmum og félagsheimili. Deiliskipulagstillagan er vel unnin og sýnir spennandi framtíðarsýn sem mun án efa styrkja byggð í Úlfarsárdal þegar fram í sækir.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vinnustofu um sögulega höfn við Vesturbugt.
Ásta Olga Magnúsdóttir og Páll Líndal taka sæti á fundinum undir þessum lið USK25050426
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir góða og áhugaverða kynningu um Vesturbugt, sögu svæðisins og framtíðaráform. Mikil mistök eru í uppsiglingu þegar fyrirhuguð byggð mun loka eina svæðinu þar sem útsýni til sjávar nýtur sín út frá Gamla Vesturbænum. Brýnt er að byggð þróist í sátt við menningarsöguna og að hún sé virt. Gamli Vesturbærinn nýtur hverfisverndar, en ekki verður séð að sú vernd hafi verið virt í deiliskipulagi Vesturbugtar. Þá vekur furðu að teikningar af fyrirhuguðu útliti bygginga á reitnum liggja enn ekki fyrir í gögnum borgarinnar, þrátt fyrir að framkvæmdir eigi að hefjast innan skamms. Íbúar og hagaðilar hafa því hvorki fengið að sjá hvernig reiturinn mun líta út né hvort útfærslan samræmist stefnu borgarinnar eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í aðalskipulaginu kemur skýrt fram að mikilvægt sé að byggð þróist í sátt við menningarsöguna og að henni sé sýnd virðing. Þar segir jafnframt að þróun, endurbætur og endurnýjun byggðar í grónum hverfum skuli miðast við að söguleg vídd skerðist sem minnst, byggingarsögulegt samhengi rofni ekki og heildarsvipmót gróinna hverfa raskist ekki. Engin merki eru um að þessi markmið séu höfð að leiðarljósi í þessu tilviki. Flýtir Reykjavíkurborgar við sölu byggingarréttar til að bregðast við vanda vegna ósjálfbærs reksturs borgarinnar er misráðinn. Enn einu sinni hyggst borgarstjórnarmeirihlutinn ráðast í háreista ofurþéttingu á þröngum reit, þvert gegn vilja íbúa í nærumhverfinu. Áformin eru mistök sem enn er unnt að vinda ofan af ef vilji og hugrekki eru til staðar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu vinnu stýrihóps um borgarhönnunarstefnu.
Rebekka Guðmundsdóttir deildarstjóri og Margrét Lára Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23110270
-
Fram fer kynning á drögum að breytingum á fyrirliggjandi samþykkt um skilti í Reykjavík.
Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK22120087
- Kl: 12:03 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundinum
-
Lagt fram erindisbréf starfshóps um staðsetningu Hjólabúa, dags, 28. maí 2025. MSS25020108
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf stýrihóps um hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2026 - 2030. Lagt til að erindisbréfið verði samþykkt og eftirfarandi fulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði skipaðir í stýrihópinn: Hjálmar Sveinsson (formaður), Andrea Helgadóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. USK25050406
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. maí 2025 ásamt kæru nr. 73/2025, dags. 8. apríl 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til endurbyggingar stálgrindahúss að Grettisgötu 87. USK25050122
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. maí 2025 ásamt kæru nr. 75/2025, dags. 12. maí 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. apríl 2025 að synja umsókn kæranda um leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhúss í gististað í flokki ll USK25050159
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um skoðun á breytingu strætóleiða, sbr. 2. liður fundargerðar dags. 28. janúar 2025. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. desember 2024.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar MSS25010142Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir við Háaleitisbraut sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. september 2022. Einnig er lagt fram svar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir við Háaleitisbraut samkvæmt skráningu í málaskrá MSS22090004
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldtöku af handhöfum stæðiskorta í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar, sbr. 30. liður fundargerðar borgarráðs, dags 31. ágúst 2023. Eining er lagt fram svar Reykjavíkurborgar, dags. 20. maí 2025 MSS23080129
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins og Vinstri Grænna um stýrihópsvinnu um heildarendurskoðun Mjóddarinnar og endurbætur á biðstöð.
Samþykkt USK25050437Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lengi barist fyrir úrbótum á stöðinni í Mjódd frá 2016 og flutt margar tillögur þar að lútandi. Það er nokkuð ljóst hvaða breytingar og endurbætur þurfi að gera á stöðinni og brýnt að láta verkin tala í stað þess í stað þess að taka enn einn snúning á málinu í rangölum borgarkerfisins.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Ljósvallagötu sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. maí 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25050348
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Selásbraut sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. maí 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25050347
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um strætóbiðskýli sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. maí 2025.
Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25050354
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Heiðmörk, sbr. 22. liður fundargerða umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. maí 2025.
Vísað inn í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk USK25050346
Fundi slitið kl. 09:00
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 28. maí 2025