Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 342

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2025, miðvikudaginn 14. maí, kl. 9:02 var haldinn 342. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Birkir Ingibjartsson, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Borghildur Sölvey Sturludóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá fundi borgarstjórnar dags. 7. maí 2025 þar sem tilkynnt er að Andrea Helgadóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur. Jafnframt lagt til að Ásta Þórdís taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Andreu. MSS22060046
     

    Fylgigögn

  2. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um 1. lotu Borgarlínu, Ártún – Fossvogur, Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, dags. október 2025, uppfært í maí 2025 eftir kynningartíma. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn dags. 8. maí 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt sbr. umsögn.
    Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 8. maí 2025 með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði á móti tillögunni.
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson, Stefán Gunnar Thors og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:57 víkur Alexandra Briem af fundi og Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum og jafnframt við formennsku fundarins. USK24080320

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:

    Samþykkt á rammahluta Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúni að Fossvogi, er mikilvægur áfangi í því að hefja framkvæmdir. Mikið samráð hefur átt sér stað í skipulagsferlinu og mun áfram eiga sér stað þegar deiliskipulagsvinna á hverjum kafla hefst. Það samráð er gífurlega mikilvægt í jafn stóru og viðamiklu verkefni og Borgarlína er. Við þann hluta skipulags sem snýr að rammahlutanum komu umsagnir frá 35 aðilum og 21 til viðbótar við umhverfismatsskýrsluna sem kynnt var samhliða. Er öllum þeim sem skiluðu inn umsögn þakkað fyrir sýndan áhuga á verkefninu og fjölbreyttar og gagnlegar athugasemdir. Mikilvægt er að í áframhaldandi vinnslu verkefnisins verði áfram virkt samtal við íbúa og hagsmunaaðila.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almenningssamgöngur en telja ekki rétt að vegið verði að öðrum fararmátum eins og ætlunin virðist vera með fyrsta áfanga borgarlínu. Tillagan felur í sér að þrengt verður með almennri bifreiðaumferð með ýmsum hætti. Til að koma fyrir sérakreinum borgarlínu á að fækka akreinum fyrir bílaumferð á Suðurlandsbraut úr fjórum akreinum í tvær á stærstum hluta Suðurlandsbrautar, sem og á Laugavegi frá Kringlumýrarbraut að Katrínartúni. Að auki yrði mörgum götum lokað fyrir bílaumferð að miklu eða öllu leyti sem myndi auka umferðartafir í kerfinu. Fyrirtæki við Suðurlandsbraut og Lágmúla láta í ljós áhyggjur sínar vegna fækkunar akreina og bílastæða. Fríkirkjuvegur, Lækjargata og Hverfisgata gegna mikilvægu hlutverki fyrir miðborgina og tengingu hennar við önnur hverfi. Með slíkum breytingum verður gert erfiðara en áður að sækja atvinnu eða þjónustu þar. Bílaumferðin hverfur ekki með slíkum umferðartakmörkunum heldur leita í auknum mæli inn í nærliggjandi íbúahverfi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja stórbæta almenningssamgöngur með því að ráðast strax í miklar endurbætur á núverandi kerfi í stað þess að bíða eftir borgarlínu til ársins 2032. Hægt væri að stórbæta núverandi kerfi strætisvagna fyrir lítinn hluta þeirrar upphæðar sem borgarlína á að kosta með úrbótum á leiðakerfi, lagningu forgangsakreina og auknum forgangi vagna á umferðarljósum.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Með afgreiðslu 1. lotu í legu Borgarlínu frá Ártúni til Fossvogsbrúar er miklum áfanga náð í framgangi samgöngusáttmálans. Framsókn vill minna á mikilvægi þess að áframhaldandi skipulagsvinna verði gerð í sem mestri sátt við hagsmuni gangandi, hjólandi og akandi umferðar.
     

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á fræðsludagskrá og starfsemi Grasagarðs Reykjavíkur árið 2025.

    Hjörtur Þorbjörnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050029
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2025. USK22120094
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. maí 2025, vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur. Leiðarljós með gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk er að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Að öðru leyti eru markmið deiliskipulagsins margþætt og eiga að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu. Lagt er til að skipulagslýsing verði afgreidd í kynningu. Lagt er til að lýsingin verði kynnt og leitað umsagna þeirra aðila sem taldir eru upp í henni.
    Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Veitum, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Kragans, Almannavörnum, Náttúruverndarstofnun, Minjastofnun Íslands, Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins, Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins, Orkuveitunni, SSH og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, aðliggjandi sveitafélögum og kynna hana fyrir almenningi.

    Hrönn Valdimarsdóttir, Drífa Árnadóttir og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030262

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að almenningi verði tryggður greiður aðgangur að friðlandinu í Heiðmörk hér eftir sem hingað til. Óheppilegt væri að takmarka slíkan aðgang enda eru mörg falleg svæði innarlega í Heiðmörk, sem langt er að sækja fótgangandi. Æskilegt er að veginum í Heiðmörk verði betur við haldið en verið hefur um langt skeið, og skoðað verði að malbika hann að hluta með umhverfisvænu malbiki. Betri vegur gæti dregið úr hættu á umhverfisslysum.
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 6. maí 2025. USK24070166
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Háskólans í Reykjavík vegna legu borgarlínu í gegnum svæðið og frekari uppbyggingar við háskólann, samkvæmt uppdrætti og greinargerð Arkís arkitekta dags. þann 6. maí 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. febrúar 2021. Lagt er til að tillagan verði afgreidd til í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220056

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að stækkunarmöguleikar HR aukist með breyttu skipulagi en gagnrýna að ekki sé tekið strax á umferðarmálum á Nauthólsvegi með því að koma fyrir sérakrein fyrir Strætó sem  er hagkvæmari lausn og hægt væri að koma í gagnið fljótlega í stað þess að bíða í fleiri ár eftir að 1. lota borgarlínu kemst í gagnið og er auk þess margfalt kostnaðarsamari.
     

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf götunafnanefndar dags. 6. maí 2025 þar sem lagt er til nýtt götuheiti fyrir Bjargargötu.
    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga:
    Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að götunafnanefnd endurskoði tillögu sína með tilliti til fordæma á svæðinu. 
    Samþykkt og vísað til götunafnanefndar. USK25020274
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 5. maí 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 34/2025, dags. 25. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að kærandi skuli slökkva á LED skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. apríl 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. janúar 2025 um að slökkva skuli á LED skiltum á horni Breiðholtsbrautar og Skógarsels. USK25020343

    -    Kl. 12:10 víkja Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
    -    Kl. 12:21 víkur Borghildur Sölvey Sturludóttir af fundi.
    -    Kl. 12:25 víkur Sunna Stefánsdóttir af fundi.
     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. mars 2025 ásamt kæru nr. 42/2025, dags. 17. mars 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. febrúar sl. þar sem synjað var umsókn kæranda um byggingarleyfi til þess að bæta niðurgröfnum kjallara við fasteignina að Brekkugerði 19. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 15. apríl 2025. USK25030231
     

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. maí 2025 ásamt kæru nr. 69/2025, dags. 2. maí 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík dagsett 2. apríl 2025 vegna afgreiðslu erindis kærenda um beitingu þvingunarúrræða en málið varðar girðingu á milli lóða að Einimel 9 og 11 í Reykjavík. USK25050040
     

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hundagerði á Klambratúni sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 7. maí 2025.
    Vísað til umsagnar dýraþjónustu Reykjavíkur. USK25050080
     

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Fylkisveg. Gangstétt við götuna er víða eydd, sprungin og ójöfn.

    Frestað. USK25050215

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að samstarfsaðilar í samgöngusáttmálanum endurmeti framkvæmdir við Fossvogsbrú og meti hvort fallið verði frá þeim eða hvort unnt sé að finna hagkvæmari lausn á tengingu almenningssamgangna milli Reykjavíkur og Kársness. Það verði gert með hliðsjón af því að kostnaðurinn hefur rokið upp úr 2,25 milljörðum í 8,8 milljarða króna, nærri fjórföldun, eða 291% aukning frá upphaflegri áætlun, sem vekur spurningar um áætlanagerð og fjármálastjórn verkefnisins. Greinargerð fylgir tillögunni. USK25050227

        Frestað.
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir greinargerð um fyrirhugað fyrirkomulag akreina á þeim götum og götuköflum sem fyrsti áfangi borgarlínu mun liggja um, frá Ártúni að Fossvogsbrú. Á hvaða köflum viðkomandi gatna má gera ráð fyrir að verði eingöngu sérakreinar fyrir borgarlínu, hvar verði áfram akreinar fyrir almenna umferð og hvar verði um blandaðan akstur borgarlínu og almennrar bílaumferðar að ræða? Óskað er eftir sundurliðun vegna hverrar götu fyrir sig. USK25050216
     

  17. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:

    Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar óskar eftir að gögn varðandi stöðu viðhalds gangstétta og göngustíga í Reykjavík sem kynntar voru á fundi 30 apríl síðastliðinn verði birt. Þó svo að um mat sé að ræða eru það einu fyrirliggjandi göngin en málið mikilvægt fyrir íbúa okkar og óboðlegt að gögnunum sé haldið óbirtum. USK25050226

    -    Kl. 12:32 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi.

Fundi slitið kl. 12:46

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Birkir Ingibjartsson

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. maí 2025