No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 9:05 var haldinn 339. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á vinnuskólanum sumarið 2025
Þorvaldur Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040104Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Unnið hefur verið að því að bæta alla umgjörð í kringum Vinnuskólann í kjölfar heildarendurskoðunar þar sem greind voru umbótatækifæri á rekstri og starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur til skemmri og lengri tíma litið. Í fyrra voru laun við Vinnuskólann hækkuð og þau tengd við launaflokk 217 í kjarasamningi Sameykis til að tryggja hækkun í samræmi við launaþróun. Í vinnu við umbætur Vinnuskólans hefur verið lögð áhersla á betri fræðslu fyrir leiðbeinendur og nemendur og einnig yfirferð verkefnalista með áherslu á aðkomu nemenda að skipulagi vinnunnar. Í samræmi við seinkun skóladags ungmenna, til að styðja við aukinn svefn, verður vinnudegi nemenda seinkað í sumar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrr á kjörtímabilinu skerti þáverandi vinstri meirihluti laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur með markvissum hætti. Það var gert með því að halda launum unglinganna óbreyttum milli áranna 2022 og 2023 á meðan allir aðrir hópar fengu umtalsverðar kjarabætur. Hafði þessi launafrysting í för með sér svívirðilega kjaraskerðingu fyrir 13-16 ára starfsmenn eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurráð ungmenna bentu ítrekað á. Árið 2024 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað til að laun unglinganna yrðu leiðrétt í samræmi við breytingar á launavísitölu frá síðustu hækkun, þ.e. 2022. Borgarfulltrúar þáverandi vinstri meirihluta felldu umræddar tillögur og festu kjaraskerðinguna þannig í sessi sumarið 2024. Nú kýs nýr vinstri meirihluti að festa kjaraskerðinguna enn frekar í sessi sumarið 2025.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fögnum við tengingu launa ungmenna í vinnuskólanum við kjarasamninga. Áhugavert væri að skoða kosti þess að vinna sér inn aukna vinnutíma með góðu framlagi, verkefnin í borgarlandinu bjóða klárlega upp á fleiri verkefni fyrir virkar hendur. Umbun fyrir vel unninstörf er gott nesti inn í framtíðina. Talar það ekki á móti styttingu vinnuvikunnar heldur fjölgar vikum hjá þeim sem leggja sig fram við sín störf.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vinnu við friðlýsingu Grafarvogs.
Lagt er til að ráðið staðfesti áframhaldandi vinnu sbr. tillögu.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að unnið skuli að því að færa út mörk þess verndarsvæðis sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi í samræmi við tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins frá 20. júní 2023. Samkvæmt umræddri tillögu ráðuneytisins myndi verndarsvæðið fylgja göngustíg í norðanverðum Grafarvogi en teygja sig jafnframt inn á skógræktarsvæði við Funaborg. Þaðan fylgdu mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða en síðan lóðamörkum meðfram götunni til og með Stórhöfða 45. Þaðan með Stórhöfða að Grafarlæk, síðan meðfram læknum (50-100 metra), og síðan með göngustíg.
Breytingartillaga er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu breytingartillögu.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23080213Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja leggja fram svohljóðandi bókun:
Að frumkvæði Reykjavíkurborgar var farið af stað með friðlýsingu Grafarvogs í mars 2021. Málið hefur fengið faglega og vandaða umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Nú er komið að samþykkt friðlýsingarinnar með þeirri breytingu að mörk friðlýsingarsvæðisins eru víkkuð lítillega frá fyrri áformum að ráðgjöf sérfræðinga. Verndun Grafarlæks verður svo skoðuð sérstaklega í samhengi við skipulagsvinnu Keldnalandsins. Við fögnum þessum áfanga og samþykkjum með ánægju tillögu að afmörkun friðlýsingarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að rýmka mörk þess verndarsvæðis, sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi, en hingað til hefur verið miðað við af hálfu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða afar stórt skipulagsmál, sem snertir íbúa í Grafarvogi og nærliggjandi hverfum enda er vogurinn afar vinsælt útivistarsvæði. Þessi afstaða meirihlutans gengur í berhögg við afstöðu Íbúaráðs Grafarvogs, Íbúasamtaka Grafarvogs sem og afstöðu flestra þeirra Grafarvogsbúa, sem hafa tjáð sig um málið. Athyglisvert er að atkvæði fulltrúa Flokks fólksins gengur gegn fyrri afstöðu flokksins í málinu, sem hefur hingað til stutt víðari verndarmörk en borgin hefur miðað við. Afgreiðsla málsins sýnir að háleitar yfirlýsingar vinstri flokkanna um umhverfisvernd eru innantómar og merkingarlausar.
Fylgigögn
-
Lögð fram og færð í trúnaðarbók tillaga á þeim verkefnum sem lagt er til að fái styrk frá Loftslagssjóði ungs fólks, Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fund.
Samþykkt USK24030270 -
Fram fer kynning á uppbyggingu íbúða í Suðurhólum
Hjördís Sóley Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080161Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Virkilega gaman að sjá fyrstu drög af uppbyggingu á svæði sem hefur ekki verið hverfinu til sóma síðastliðin ár. Aukið líf í nágrenni leikskólans kemur í vonandi í veg fyrir þá neikvæðu aðsókn sem hefur verið að svæðinu eftir lokun. Í Hólahverfi eru ekki mikið um eignir í þessum stærðarflokki með sérgarði, gaman verður að sjá næstu skref.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 1. apríl 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2025. USK23010150
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn BL ehf., dags. 18. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-2A við Sævarhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella niður byggingarreit við Malarhöfða sem og byggingarreit tengigagns sem var heimilaður milli núverandi byggingar og fyrirhugaðrar byggingar við Malarhöfða. Í stað byggingarreits er fyrirhugað að koma fyrir bílastæðum og einnig er gert ráð fyrir að bílastæðum við Bíldshöfða, með innkeyrslu frá Malarhöfða, sé fjölgað, samkvæmt uppdr. Arkís, dags. 12. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. mars 2025.
Samþykkt að synja beiðni um breytingu á deiliskipulagi með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og einu atkvæði Framsóknarflokksins með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120192
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn lýsir undrun sinni á því að verið að leggjast gegn beiðni rekstraraðila við Sævarhöfða 2-2A um að fá bílastæði inn á lóð sem heyrir undir starfssemina. Öll starfssemin gengur út á það að selja bíla, með því að synja beiðnina er meirihlutinn að takmarka getu rekstraraðila til stunda sína starfsemi.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna- Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu á lóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fyrirkomulagi byggingarreits á lóð er breytt ásamt því að byggingarreiturinn er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 8. janúar 2025. Tillagan var auglýst frá 6. febrúar 2025 til og með 20. mars 2025. Ábending og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Dóra Björt Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið og tekur varaformaður við fundarstjórn á meðan. USK23070113
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Esju eigna ehf., dags. 24. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð og verður gistiheimili á efri hæðum en á jarðhæð verslun, gisting og þjónusta, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Noland arkitekta, dags. 3. apríl 2025. Einnig er lagt fram samgöngumati VSB verkfræðistofu, dags. 11. mars 2025, breytt/útgáfa 2, dags. 24. mars 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010262
Fylgigögn
-
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Deiliskipulag vestan Suðurgötu, vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun lóðarinnar þannig að þjónustulóð verður að íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar, ásamt því að byggingarmagn er aukið, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Nordic Office of Architecture, dags. 21. mars 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 14. mars 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24110341
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja deiliskipulagstillöguna í lögbundið samráðsferli með fyrirvara um endanlega afstöðu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fyrirspurn Klasa ehf., dags. 26. febrúar 2025, ásamt drögum að greinargerð, dags. 20. febrúar 2025, um nýtt deiliskipulag fyrir Norður Mjódd vegna lóðanna nr. 4-6 við Stekkjarbakka og 7 við Álfabakka þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðum, dvalarsvæðum, verslun og þjónustu og tekur tillagan tillit til framtíðarsýnar vegna legu Borgarlínu og Borgarlínustöðvar.
Valný Aðalsteinsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Jaakko van 't Spijker, Sólveig Jóhannsdóttir, Ingvi Jónasson og Þráinn Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020330
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum fyrir góða kynningu á drögum að skipulagi uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Norður-Mjódd. Enginn vafi leikur á að þessi uppbygging með fjölbreytilegu sniði húsa og stórum inngarði verður til mikilla bóta og eftirsótt til íbúðar. Verkefnið er enn í mótun. Mikilvægt er að huga að skólamálum og æskilegt að uppbygging leikskóla verði hluti af verkefninu. Rétt er að minna á að í samstarfsyfirlýsingu meirihluta borgarstjórnar er kveðið á um heildarskipulag Mjóddarinnar. Uppbygging Norður-Mjóddar ætti að falla að því.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að uppbygging í Norður-Mjódd sé í góðum tengslum við núverandi hverfi og hugmyndafræði skipulags í Neðra-Breiðholti. Brýnt er að varðveita sérkenni hverfisins í stað þess að byggja háreista byggð í Mjódd, sem yrði í algerri andstöðu við skipulag hverfisins. Við skipulag þarf því að gæta þess að hin nýja byggð valdi sem minnstu skuggavarpi í Bakka- og Stekkjahverfi.
Áheyrnarfulltrúa Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Áhugavert er að sjá hugmyndir að uppbyggingu í Norður Mjódd. Þó rými hafi verið lækkuð eru 5 hæða hús í nágrenni við núverandi byggð að vekja töluverðan ótta um væntanlegt skuggavarp. Ber þá einnig að kanna hvernig þjónustueiningar í hverfinu bera þessa viðbót, þegar horft er til Grunn, - og leikskóla verður að teljast hæpið að hverfið ráði við slíka viðbót, án þess að áður sé farið í aðgerðir til að styrkja þessa innviði.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða. USK23110306
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu vinnu við þróun rammaskipulags á Keldum.
Magdalena Hedmann, Joanna Atvall, Åsa Samuelson, Jan Hammarström, Þorsteinn R. Hermansson, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir Hrafnkell Á. Proppé taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060078
-
Fært úr trúnaðarbók kynning á breytingu deiliskipulags Kringlunnar – Áfanga, sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs, sbr. liður nr. 23, dags. 5. mars 2025.
Frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2025:
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins:
Þakkað er fyrir kynningu á spennandi fyriráætlunum á Kringlureit þar sem fjölbreytileiki og skemmtileg dvalarsvæði eru í fyrirrúmi. Beðið er um að rýnt sé hvernig betur væri hægt að gera ráð fyrir gönguleið sem tengir Suðurver og gangbraut yfir Kringlumýrarbraut við svæðið, og áleiðis stystu leið að miðju hverfisins og áfram í átt að Kringlu. Þéttasta nálæga byggð Hlíðamegin er norðan við Hamrahlíð og stöðug umferð gangandi vegfarenda þaðan sem sækja verslun og þjónustu í Kringlu yfir daginn og fram á kvöld, og þvera götuna við Suðurver. Vel fer á því að virða þá umferð við skipulag. USK24060140
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað um sundurliðun tekna bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024. USK25030337
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 153/2024, dags. ódagsett, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um að hækkun girðingar við Karlagötu 1 verði fjarlægð en dagsektir verði lagðar á ef ekki verði brugðist við. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 20. desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. mars 2025.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 31. október 2024 um að hækkun girðingar við Karlagötu 1 verði fjarlægð að viðlögðum dagsektum. USK24110160Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:
Lagt er til að fela skrifstofu samgangna og borgarhönnunar að skoða tækifæri til að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda, og þá sérstaklega barna, á umferðarljósastýrðum gatnamótum með einföldum breytingum á ljósastýringu eða öðrum leiðum. Heildstæð úrbótaáætlun verði unnin á grundvelli greiningarinnar. Greinargerð fylgir tillögu.
Samþykkt USK25040076
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir ársins 2025, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. apríl 2025
Samþykkt USK25040034 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á gangstéttum við Skeljanes og Einarsnes, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. apríl 2025
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25040036 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á gangstétt við vestanverðan Tunguveg, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. apríl 2025:
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25040035 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að ráðist verði í framkvæmdir við göngu- og hjólastíg, sem liggur frá gangbraut við íþróttahús Fram upp að Urðarbrunni 100 og hann fullgerður og upplýstur á árinu 2025. Einungis neðsti hluti stígsins hefur verið lagður, þ.e. tröppur frá Úlfarsbraut upp að neðanverðum Gerðarbrunni. Um er að ræða fjölfarna gönguleið barna og ungmenna.
Frestað USK25040160
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að stemma stigu við hættulegum hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar. Skýrar merkingar um hámarkshraða léttra bifhjóla, 25 km./klst. verði settar upp við göngu- og hjólreiðastíga. Greinargerð fylgir tillögu
Frestað USK25040162
Fylgigögn
-
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn óskar eftir upplýsingum um hvenær ný skiltareglugerð verð endanlega kynnt, enda er löngu ljóst að vinna við hana hefur dregist allt of of lengi. Mikilvægt er að klára þessa vinnu sem allra fyrst til eyða þeirra óvissu sem komin er upp fyrir eigendur auglýsingaskilta. USK25040157
Fundi slitið kl. 12:33
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. apríl 2025