Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 337

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2025, miðvikudaginn 26. mars, kl. 9:10 var haldinn 337. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Höfðabakka í samræmi við meðfylgjandi forhönnunarteikningar sem sýna m.a. að hægribeygjuframhjáhlaup verði fjarlægð á gatnamótum Höfðabakka við Bæjarháls.
    Samþykkt. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Grétar Þór Ævarsson og Nils Schwarzkopp taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010271

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að umferðarljósabúnaður á fimm gatnamótum á Höfðabakka verði endurnýjaður enda er slíkt löngu tímabært. Búnaðurinn er með skynjurum og rauntímastýringu og felur í sér möguleika á tengingu við miðlæga stýritölvu. Umræddar breytingar fela því í sér mikla möguleika á bættu umferðaröryggi og umferðarflæði á gatnamótum við brautina. Áform um bætta gatnalýsingu eru einnig til bóta. Hvatt er til þess að gengið verði lengra en umræddar tillögur fela í sér og svonefndir Lidar-skynjarar verði settir upp og nýttir til að auka öryggi á öllum gangbrautum á áðurnefndum gatnamótunum í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Hins vegar er lagst gegn því að hægribeygju-framhjáhlaup verði fjarlægð við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Slík breyting mun að öllum líkindum draga úr umferðarflæði og valda töfum á umferð til og frá Árbæjarhverfi.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Fyrirhugaðar breytingar á gatnamótum á Höfðabakka eru gerðar með aðgengi gangandi og hjólandi í huga, vissulega er framtíð þessa svæðis með þeim hætti að hlutskipti gangandi og hjólandi muni aukast. Hins vegar er það svo breytt uppbygging á þessu svæði mun ekki eiga sér stað á næstu árum: Framsókn hefur miklar efasemdir um að verið er að fara í þessar aðgerðir á réttum tímapunkti. Höfðabakkinn er umferðarþungur enda er um að ræða eina aðaltengingu íbúa Grafarvogs í og úr vinnu sem og mikilvæga tengingu fyrir mikla atvinnustarfssemi sem er ennþá stunduð uppá Höfða. Því er afar mikilvægt að flæði umferðar minnki ekki.
     

    Fylgigögn

  2. Lagt er til umhverfis- og skipulagsráð samþykki að hámarkshraði á Höfðabakka verði lækkaður úr 60 km/klst í 50 km/klst. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 250/2024 um umferðarmerki og notkun þeirra.
    Samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25010001
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 20. mars 2025. USK22120094
     

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á leiðbeiningum skipulagsfulltrúa fyrir uppbyggingaraðila og ráðgjafa um ferla deiliskipulagsþróunar hjá Reykjavíkurborg. Um er að ræða útgáfu sem ætlað er að varpa ljósi á þá fasa (ferla) sem deiliskipulagsáætlanir taka en jafnframt að upplýsa um þau fylgigögn og gæðaviðmið sem að lögð eru til grundvallar deiliskipulagsvinnu víðs vegar í borginni í dag. Leiðbeiningunum er ætlað að taka mið af þeim markmiðum sem framkoma í Borgarhönnunarstefnunni, en vísa líka í leiðbeiningar hverfisskipulagsins.

    Borghildur Sölvey Sturludóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030061

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:

    Fulltrúar Viðreisnar fagna því að lagt sé upp með að gera skýrt fyrir öllum aðilum markaðar hvaða gögnum sé óskað eftir þegar að uppbyggingu kemur í borgarlandinu. Leiðbeiningar sem þessar geta skilað mikilli hagræðingu við framkvæmdir jafnt fyrir borgina og framkvæmdaraðila, hvort sem litið er til kostnaðar eða tíma. Viljum við þó árétta mikilvægi þess að gætt sé að því að vinnan sé til þess fallinn að auðvelda framkvæmdir og sé þannig úr garði gerð að hagbót sé fyrir báða aðila.
     

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á stöðu deiliskipulagstillögu fyrir Ártúnshöfða svæði 2B. Svæðið afmarkast af Ártúnshöfða svæði 2A til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs og norðurs og til austurs af Ártúnshöfðanum.

    Björn Guðbrandsson, Sigurbjörg Gunnbjörnsdóttir, Þráinn Hauksson, Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120120

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:

    Fulltrúi Viðreisnar fagnar áætlunum um uppbyggingu Íbúðasvæðis á Ártúnsholti. Landsvæðið er í eigu borgarinnar og því tækifæri til að stíga inn með auka fjölbreytni í framboð á nýjum eignum á fasteignamarkaði. Hefðbundið húsnæði sem er í uppbyggingu í dag virðist almennt séð allt í formi heimila með tengingu við fremur háar tekjur mögulegra kaupenda . Í því dæmi má nefna fataherbergi og fjölda baðherbergja sem finna má í nýjum eignum og fleira sem tengist nýtískulegum nútíma íbúðum. Teljum við skort á almennum íbúðum sem byggðar eru utan um fjölskyldu en ekki lífsstíl og leggjum til að lagt verði upp með ákveðin fjölbreytileika, litlar íbúðir, íbúðir fyrir barnmargar fjölskyldur, íbúðir fyri fyrstu kaupendur og fleira í bland við nýtískulegar nútíma íbúðir séu sett sem ákveðin skilyrði fyrir uppbyggingaraðila á svæðinu. Einstakt tækifæri er til að stíga inn á markað með lausnir sem gætu stórbætt fasteignamarkað borgarinnar.
     

  6. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðar nr. 4 við Rafstöðvarveg, Toppstöðin. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er lóð umhverfis Toppstöðina og gert ráð fyrir að byggingin standi áfram í stað þess að vera víkjandi, kvöð er sett á lóðina að tengistígur liggi í gegnum hana meðfram Elliðaár og skilgreindur er byggingarreitur (D1) umhverfis núverandi byggingu og innan hans er heimilt að viðhalda eða endurbyggja núverandi byggingu, samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 24. mars 2025. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hrönn Valdimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030204

  7. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 18. mars 2025. USK24070166
     

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir umfjöllunarefni fyrir umfjöllunarefni á borgaraþing Reykjavíkur. MSS25010177

    Lögð fram svohljóðandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs:

    Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að hafa gönguvæna borg sem umræðulið á borgaraþingi Reykjavíkur.
     

  9. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. desember 2024 ásamt kæru nr. 165/2024, dags. 29. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík að aðhafast ekki vegna ábendinga húsfélags Nönnugötu 16 vegna nýrra glugga í íbúð 202 á 2. hæð hússins. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24120050
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. janúar 2025 ásamt kæru nr. 6/2025, dags. 13. janúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, dagsett 20. desember 2024, þar sem kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda að Álfabakka 2A var synjað. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK25010114
     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 20/2025, dags. 4. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2025 um álagningu dagsekta vegna bílskýlis að Grundarlandi 22. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 7. mars 2025. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. mars 2025. Úrskurðarorð: Frestað er réttaráhrifum ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. janúar 2025, um beitningu dagsekta að fjárhæð 25.000 kr. á dag frá og með 24. janúar 2025. USK25020036
     

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 153/2024, dags. ódagsett, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um að hækkun girðingar við Karlagötu 1 verði fjarlægð en dagsektir verði lagðar á ef ekki verði brugðist við. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 20. desember 2024. USK24110160
     

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 17/2025, dags. 31. janúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun deildar afnota og eftirlits á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki frekar vegna skúrs á lóð Urðarbrunns 114 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. febrúar 2025. USK25020024
     

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 31/2025, dags. 19. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 30. mars 2023 um breytingar á deiliskipulagi reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 4, 4B, 6 og 6B við Spítalastíg. USK25020294

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 34/2025, dags. 25. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að kærandi skuli slökkva á LED skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóla. USK25020343
     

    Fylgigögn

  16. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 13. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs á aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. MSS23080029
     

    Fylgigögn

  17. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 13. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um landnotkunarheimildir við Hringbraut. USK24100121
     

    Fylgigögn

  18. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 13. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á aðalskipulagi vegna lagningar háspennulagna í jörðu í Laugardal. USK25030006
     

    Fylgigögn

  19. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 13. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. USK24090074
     

    Fylgigögn

  20. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 13. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóðar nr. 54 við Hofsvallagötu.

    -    Kl. 11:36 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi. USK24080295
     

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að loka fyrir bílaumferð á álagstíma á vinstri beygju inn á og út af Reykjanesbraut við Bústaðaveg, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis og skipulagsráðs 18. september 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 23. desember 2024.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga umhverfis- og skipulagsráðs:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg í samvinnu við Vegagerðina, Betri samgöngur, Strætó og Kópavogsbæ, vinni tillögu að aðgerðum með það að markmiði að bæta flæði um gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar á sama tíma og þjónusta Strætó er tryggð. Tillagan sé útfærð sem tímabundin aðgerð þar til farið verður í framkvæmdir á gatnamótunum í samræmi við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

    Breytingartillaga samþykkt.
    Tillagan er samþykkt svo breytt. USK24090230

    Lögð fram svohljóðandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs:

    Á sama tíma og vinstribeygja frá Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg fær grænt ljós er umferð sem tekur hægribeygju frá Bústaðavegi suður Reykjanesbraut með grænt ljós sem veldur því að ef ætlunin er að bæta flæði á Reykjanesbraut þarf þá að banna báða straumana m.v. hvernig útfærsla gatnamótanna er í dag. Til viðbótar aka strætóleiðir nr. 11 og nr. 17 umræddar vinstri- og hægribeygjur. Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs er lýst hugmyndum sem gætu orðið til að bæta flæði um gatnamótin en sem krefjast aðkomu fleiri aðila og eru umfangsmeiri en svo að hægt sé að líta á þær sem tilraunaverkefni því er umhverfis- og skipulagssviði falið að kanna þá möguleika nánar í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
     

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. mars 2025. Greinargerð fylgir tillögu.
    Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25030254

    -    Kl. 12:10 víkur Björn Axelsson af fundi.
     

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstéttaviðgerðir við Ægisíðu, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. mars 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25030257
     

  24. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á gatnalýsingu í Vesturbænum, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. mars 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25030256
     

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði viðgerðir á gangstéttum við Dunhaga og Fornhaga, sem eru víða eyddar, sprungnar og ójafnar. Á það ekki síst við um gangstéttir við Hagaskóla, sem getur skapað óþægindi og hættu. Þá er óheppilegt að svæði, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í þágu barna og unglinga, hafi á sér slæma ásýnd.

    Frestað. USK25030365

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Framsókn beinir því til umhverfis- og skipulagsráðs að hefja skipulagningu, í samstarfi við vegagerðina, um undirgöng við gatnamót Sæmundargötu og Hringbrautar. Undirgöng á þessum stað myndi leysa ákveðinn flæðisvanda gangandi og hjólandi vegfarenda og tryggja öryggi þeirra til muna, jafnframt myndi það koma í veg fyrir að bætt tenging frá háskólanum í miðbæinn myndi bitna á flæði bílaumferðar inn í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. USK25030359
     

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Lagt er til að því verði beint til Strætó BS. að leiðakerfi strætó verði breytt þannig að það tryggi aðgengi stúdenta sem búa á stúdentagörðum við Háskóla Íslands að lágvöruverslunum við Granda.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. USK25030363
     

    Fylgigögn

  28. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar verið falið að vinna tillögur að bættum strætóskýlum við Háskóla Íslands með það að markmiði að bæta upplifun á almenningssamgöngum. Lagt er til að sviðið kanni sérstaklega hvort mögulegt er að hafa þau upphituð á meðan strætó gengur og þannig uppsett að þau veiti aukið skjól frá veðri og vindum. Við vinnuna verði haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. USK25030364
     

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Ábendingar hafa borist um að misbrestur sé á því að ferðir strætisvagna séu tímastilltar í því skyni að sem auðveldast sé fyrir farþega að ná tengivagni frá skiptistöðvum Strætó bs. út í viðkomandi hverfi. Bent hefur verið á að þegar strætisvagn á meginleið (t.d. leið 1) komi á skiptistöð, sé algengt að viðkomandi hverfisvagn sé nýfarinn. Eigi þetta óhagræði ekki síst við á kvöldin og um helgar á skiptistöðvum í Ártúni, Firði, Hamraborg og Mjódd. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig núverandi fyrirkomulagi er háttað. Standa til úrbætur að þessu leyti í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega? USK25030371

    -    Kl. 12:30 víkja Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi. 
     

Fundi slitið kl. 12:40

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Friðjón R. Friðjónsson Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 26. mars 2025