Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 336

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2025, miðvikudaginn 19. mars, kl. 9:04 var haldinn 336. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Rúnar Sigurjónsson og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. mars 2025 þar sem tilkynnt er að Stefán Pálsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Lífar Magneudóttir og að Líf verði varaáheyrnarfulltrúi.

    -    Kl. 9:06 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum. MSS22060046
     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2025. USK22120094
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 11. mars 2025. USK24070166
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 10. mars 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 115/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 11. júlí 2024 um að samþykkja hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi í Reykjavík að því varðar skilmálaeiningu 3.2.4, Stigahlíð austur og vestur í Hlíðahverfi. Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. desember 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. Vísað er frá kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. USK24100074
     

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 116/2024, dags. 6. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur, dags. 6. nóvember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 11. júlí 2024 um að samþykkja hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi í Reykjavík að því varðar skilmálaeiningu 3.2.4, Stigahlíð austur og vestur í Hlíðahverfi. Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. desember 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. Vísað er frá kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. USK24100075
     

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 163/2024, dags. 27. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að samþykkja og gefa út byggingarleyfi vegna Hraunbæjar 102A. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 20. desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24110365
     

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. desember 2024 ásamt kæru nr. 170/2024, dags. 4. desember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um beitingu þvingunarúrræðis vegna smáhýsis á lóð Hagasel 2. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 2. janúar 2025. USK24120049
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 27. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð, stækka byggingarreit, auka nýtingarhlutfall og að frárein að vestanverðu verði lögð af, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 15. febrúar 2024. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23110306
     

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á vatnsvernd frá Veitum.

    -    Kl. 9:28 tekur Hjalti Jóhannes Guðmundsson sæti á fundinum.

    Hrefna Hallgrímsdóttir og Pétur Krogh Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25010348
     

  11. Fram fer kynning um fráveitumál frá Veitum.

    Hrefna Hallgrímsdóttir og Pétur Krogh Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    -    Kl. 9:52 víkja Brynjar Þór Jónasson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Hrönn Valdimarsdóttir af fundi. USK25030189
     

  12. Fram fer kynning í trúnaði um ársuppgjör umhverfis- og skipulagssviðs árið 2024.
    Hreinn Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:16 víkur Hjalti Jóhannes Guðmundsson af fundi. USK25030162
     

  13. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita skrifstofu samgangna og borgarhönnunar heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna breytinga á fyrirkomulagi á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í samræmi við meðfylgjandi gögn.
    Samþykkt. USK25030055
     

    Fylgigögn

  14. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 6. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – stakar húsbyggingar á opnum svæðum. USK24060311
     

    Fylgigögn

  15. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 6. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar Skógarhlíðar 10. USK24110202
     

    Fylgigögn

  16. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 6. mars 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadal vegna lóðarinnar Grafarlækjar 2-4. USK24050161
     

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringar á gangstéttum við Skildinganes, sbr. 34. liður fundargerða umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. mars 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25030147
     

  18. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skiptistöðina í Mjódd, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. mars 2025.
    Lagt er til að vísa tillögu inn í vinnu við úrbætur á biðstöðinni í Mjódd, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. mars 2025. USK25030148

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Allt frá árinu 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins barist fyrir úrbótum á skiptistöðinni í Mjódd í því skyni að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega. Þær tillögur hafa ýmist verið felldar eða svæfðar af hinum ýmsu vinstri meirihlutum í borgarstjórn. Óþarfi er að vísa fyrirliggjandi tillögu um Mjódd til enn einnar skoðunar í rangölum borgarkerfisins enda hefur lengi legið fyrir hvað gera þurfi í málefnum skiptistöðvarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að nú verði verkin látin tala í stað áralangs skeytingarleysis. 1. Kvöldopnun. Biðsalurinn verði opinn farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. 2. Auka þarf gæslu í biðsal, lagfæra salerni og koma salernisþrifum í lag. 3. Bæta þarf og lagfæra húsgögn í biðsal og gera salinn hlýlegri, t.d. með uppsetningu listaverka. 4. Ráðast verður í viðhald og lagfæringar á brautum, köntum og gangstéttum á skiptistöðinni með sérstakri áherslu á þá staði þar sem farþegar stíga í eða úr strætisvögnum.
     

  19. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs um að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 5. liður fundargerðar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 28. janúar 2025.
    Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Strætó bs. Umhverfis- og skipulagsráð óskar sérstaklega eftir að í umsögninni verði upplýst hvaða tekjur Strætó fær í dag af aldurshópnum 12-17 ára, hver var reynslan af því þegar ókeypis var fyrir námsmenn í strætó frá 2006 – 2010 og hver eru rökin að baki því að gjaldskylda hefst við 12 ára aldur.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Framsókn styður hugmynd ungmennaráðs Grafarvogs um frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri. Sögulega hafa almennings samgöngur ekki verið vel nýttar á höfuðborgarsvæðinu og því er nauðsynlegt að ala upp næstu kynslóð í að nýta betur strætó, sérstaklega til að tryggja að 300+ milljarða fjárfesting í borgarlínu skili árangri.

    Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir, Sverrir Logi Róbertsson og Ása Kristín Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25010161
     

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa ungmennaráðs Laugardals, Bústaða og Háaleitis um bætt aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda í Skeifunni, sbr. 4. liður fundargerðar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 28. janúar 2025.
    Samþykkt.

    Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir, Sverrir Logi Róbertsson og Ása Kristín Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25010160
     

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu. Merkja þarf brautirnar með skýrum og áberandi hætti en núverandi merkingar eru of fáar og flestar þeirra máðar. Þá þarf að bæta tengingar við sinn hvorn enda hjólareinanna og bæta aðkomu þeirra að Snorrabraut. Æskilegt er að sett séu upp varúðarmerki eða aðrar merkingar þar sem hjólareinarnar enda án fyrirvara og renna saman við akbrautina, sem hefur slysahættu í för með sér. Greinargerð fylgir tillögu.

    Frestað. USK25030254

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á gatnalýsingu við Bræðraborgarstíg og Hávallagötu. Átta ljósastaurar eru óvirkir við Bræðraborgarstíg á kafla milli Ránargötu og Hávallagötu. Við vestanverða Hávallagötu hafa fjórir ljósastaurar af sjö verið óvirkir í margar vikur. Víða í hverfinu má auk þess sjá staka ljósastaura án lýsingar og er jafnframt lagt til að þar verði bætt úr skák.

    Frestað. USK25030256
     

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstétt við Ægisíðu þar sem hún er brotin, sprungin og ójöfn á köflum. Jafnframt verði miðeyjur við götuna lagfærðar þar sem brotnað hefur upp úr köntum og hellulagningu.

    Frestað. USK25030257
     

Fundi slitið kl. 11:16

Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Birkir Ingibjartsson Geirdís Hanna Kristjánsdóttir

Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. mars 2025