Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 328

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 11. desember, kl. 9:03 var haldinn 328. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og  Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kynnt er staða hjólreiðaáætlunar og næstu verkefni.
    Kristinn Jón Eysteinsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090313

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum kynningu á stöðu hjólreiðaáætlunar 2020-2025. Mikið hefur áunnist í uppbyggingu hjólastíga undanfarinn áratug. Ekki er ýkja langt síðan að í Reykjavík voru engir hjólastígar en nú eru að allar líkur á að í lok næsta árs verði hjólastígar 50 kílómetrar, eins og gildandi hjólreiðaáætlun gerir ráð fyrir. Innviðafjárfesting skilar árangri en hjólandi voru 2% af ferðum árið 2010 þegar fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt en hefur verið 7-8% síðustu ár. Á næstu árum munu rafhjól ýta undir þessa þróun og kröfurnar um góða hjólreiðainnviði aukast ár frá ári. Á nýju ári munum við hefja undirbúning við gerð nýrrar hjólreiðaáætlunar. Æskilegt er að á næstu árum verði hugað betur að útfærslu gatnamóta sem þjónar hjólandi og fótgangandi vegfarendum betur en nú er.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram þróunaráætlun fyrir Háskóla Íslands - Samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir framtíð svæðis Háskóla Íslands, dags. 7. nóvember 2024, bæði unnið af JVST og Jurrlink+Geluk. Sett er fram heildarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands sem þróunaráætlun er byggir á samspili umhverfis, borgarskipulags, samgangna og bygginga. Svæðinu er ætlað að bera skýr auðkenni og vera aðlaðandi, fjölbreytt og til fyrirmyndar sem sjálfbært staðbundið samfélag. Fólk og mannlíf verður í forgrunni. Skerpt verður á séreinkennum svæðisins og staðarandi nýttur til að draga fram þau umhverfisverðmæti sem fyrir eru. Enn fremur er stuðst við meginmarkmið og leiðarljós Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, AR2040: að stuðla að kröftugum og sjálfbærum vexti borgar sem styður við markmið um kolefnishlutleysi, vernd náttúrusvæða, líffræðilega fjölbreytni og samkeppnishæft, lífvænlegt, réttlátt og fjölbreytt borgarsamfélag. Vistvænar samgöngur verða í forgangi og grunnþjónusta í göngufæri. Einnig er lagt fram samgöngumat unnið af verkfræðistofunni EFLA, dags. 7. nóvember 2024 sem ber heitið: Samgöngumat - Háskólakampus HÍ - Heildarsýn á ferðavenjur og samgöngukosti - Framtíðarsýn á uppbyggingu háskólasvæðis Háskóla Íslands og samþættingu við Borgarlínu, unnið fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Við vinnslu samgöngumats var þróunaráætlun Háskóla Íslands rýnd og önnur uppbyggingaráform á háskólasvæðinu, lagt mat á framtíðaráhrif áætlunarinnar og hvernig byggja mætti undir breyttar ferðavenjur. Sýnt er fram á að samgöngur munu leika lykilhlutverk í þróun háskólasvæðisins til framtíðar. Eins er talið nauðsynlegt að stórefla fjölbreyttar og vistvænar samgöngur innan háskólasvæðisins og höfuðborgarsvæðisins alls og stærsti áhrifavaldurinn í því sambandi er Borgarlínan sem hágæða almenningssamgöngukerfi.

    Magnús Diðrik Baldursson, Hrund Ólöf Andradóttir, Kristinn Jóhannesson frá Háskóla Íslands, Daði Baldur Ottósson frá Eflu og Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24010247

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins tekur undir það að margt á eftir verða til góðs, s.s. að aðgengi virkra ferðamáta (gangandi og hjólandi) verður betra. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvernig almenningssamgöngur muni virka. Flokkur fólksins er einnig mjög óviss um hvernig deilifararmátum á eftir að vegna í íslensku samfélagi. Fram kemur að núverandi fjöldi bílastæða sé í hámarki. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að gengið hafi verið of harkalega á bílastæði á sama tíma og bílum fer fjölgandi. Skortur á bílastæðum er víða áþreifanlegur. Fram kemur að bílastæðahús verði byggð úr vistvænum efnum til að lágmarka kolefnisspor og með stöðluðum einingum sem geta þannig verið stækkuð eða minnkuð eftir því sem eftirspurn þróast. Sveigjanleiki eykur hagkvæmni og notagildi húsanna og lengir líftíma þeirra. Fulltrúa Flokks fólksins finnst jákvætt að heyra að slík bílastæðahús byggja á erlendri fyrirmynd og hafa reynst vel.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2025. USK23030154

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 26. nóvember 2024. USK24070166

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs., dags. 30. september 2024, 2. október, 2024 og 18. október 2024 ásamt fylgigögnum. USK24070106

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fundargerð Sorpu 30. sept. Liður 1. Stjórn felur framkvæmdastjóra, í samræmi við fjárhagsáætlun, að flytja rekstur gashreinsistöðvar SORPU yfir í einkahlutafélagið Metan ehf. sem er í 100% eigu SORPU bs. Fulltrúa Flokks fólksins finnst athyglisvert að það þyki sjálfsagt að SORPA flytji rekstur gashreinsistöðvar SORPU yfir í einkahlutafélagið Metan ehf., sem er þó í 100% eigu SORPU bs. Ekki er séð hvaða hagræðing hlýst  af þessari aðgerð. Það mætti frekar álykta að þetta kalli á meiri yfirbyggingu.  Liður 3: Ekki er annað að sjá en stefnt sé að hátækni sorpbrennslu á Helguvíkursvæðinu. Hvernig var þessi ákvörðun um staðsetningu tekin og var hún vel ígrunduð?  Þar væru meiri möguleikar á að nýta varma og orku sem myndast í brennslunni  ef brennslan væri nær höfuðborgarsvæðinu, t.d á Álfsnesi. Flokkur fólksins hefur áður bókað um þessi mál. Hátæknisorpbrennsla á Sjálandi í Danmörku er nálægt miðborg Kaupmannahafnar til að auðvelt sé að nýta afurðir sorpbrennslunnar. Þessi staðsetning sýnir að slík brennsla hefur lítil áhrif á nærumhverfið . Út að Helguvík er miklu lengra að aka með sorp frá Reykjavík en á Álfsnes. Það eykur kolefnissporið sem alltaf er verið að berjast gegn.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 2. desember 2024 ásamt 
    fylgigögnum. USK24010019

    Fylgigögn

  7. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að stækkun á gjaldsvæðum bílastæða Reykjavíkurborgar.
    Gjaldsvæði 2: Skólavörðuholt, bílaplan við hús Tækniskólans og Hallgrímskirkju.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um gjaldskyldu bifreiðastæða við hús Tækniskólans og Hallgrímskirkju verði kynnt fyrir skólaráði og Nemendasambandi skólans, sem og sóknarnefnd kirkjunnar. Verði þessum aðilum gefinn kostur á að veita formlega umsögn um málið áður en tillagan verður afgreidd.

    -    Kl. 10:40 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi
    -    Kl. 10:40 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundi með fjarfundarbúnaði 

    Frestað USK24040128

  8. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 21. nóvember 2024, 28. nóvember 2024 og 5. desember 2024. USK22120094

    Fylgigögn

  9. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni er komið fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Við gerð tillögunnar var unnið út frá bæði náttúrulegu yfirbragði Veðurstofuhæðar og núverandi fyrirkomulagi, svo sem helstu aðkomuleiða, veitumannvirkja og þjónustustarfsemi Veðurstofunnar. Leitast er við að ná fram og skapa heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði skv. gild. aðalskipulagi ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum og hvötum í sem mestri sátt við núverandi borgarumhverfi í Hlíðum og Kringlu. Komið er fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg sem tengir saman norður–suður milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar. Hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma tekur mið af karaktereinkennum landsvæðisins. Bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Núverandi heimreið af Bústaðavegi inn á reitinn verður lagfærð og aðlöguð aukinni umferð væntanlegra íbúa. Tillagan byggir undir virkt deilihagkerfi íbúa reitsins gagngert til að auka lífsgæði þeirra og annarra borgarbúa. Skilgreint náttúrulegt útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og nágranna næst reitnum er staðsett á suð-austurhluta reitsins. Útivistarsvæðið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í náttúrulegri hringrás ofanvatnslausna á reitnum. Byggingarmagn á reitnum er skipt í þrennt á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir íbúðum í miðlægu bílastæðahúsi sem gæti fjölgað á seinni stigum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi starfsemi Veðurstofunnar á reitnum. Starfsemin muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg. Nýbyggingarreitur undir skrifstofur vestan við núverandi byggingu verður útfærður í sér deiliskipulagsgerð. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis er staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis ásamt nýjum aðkomuvegi að nýjum mælireit Veðurstofunnar og geislamælaskúr Geislavarna ríkisins, samkvæmt uppdráttum og skýringarmyndum ásamt skilmálum og yfirlitskorti Lendager, dags. 13. júní 2024, uppfært/breytt 26. nóvember 2024. Tillagan var auglýst frá 11. júlí 2024 til og með 25. september 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2024.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    -    Kl. 11:00 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi USK23030053

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er komið skipulag fyrir um 200 íbúðir á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp. Það byggir á niðurstöðu hugmyndasamkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar en ákveðið var að vinna áfram með tillögu dönsk-íslensku hönnunarstofunnar Lendager. Stefnt er að því að leysa meginhluta bílastæða í fjölnota bílastæðahúsi. Fyrir vikið verður yfirborðið aðlaðandi og aðgengilegra, grænna og öruggara. Samráð hefur verið haft við nágrenni um útfærslu verkefnisins þar sem komið var til móts við ýmsar ábendingar. Um er að ræða fyrsta stafræna deiliskipulagið á landinu sem er spennandi tilraunaverkefni í samstarfi við Skipulagsstofnun.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vegna fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu um Veðurstofureit minna borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins enn og aftur á að huga þarf að innviðum þegar um er að ræða svo mikla fjölgun íbúa á þéttingarreitum. Nú anna skólar hverfisins ekki eftirspurn og íþróttaaðstaða mætti vera betri. Fjölga þarf rýmum verulega í leikskólum og grunnskólum hverfisins vegna hinnar miklu uppbyggingar sem fyrirhuguð er á Veðurstofureit og Kringlureit. Bent skal á að einungis nokkrir metrar eru á milli fyrirhugaðs uppbyggingarsvæðis og íbúabyggðar við Stigahlíð. Vegna mikils landhalla á svæðinu liggja umræddar fasteignir við Stigahlíð mun lægra en fyrirhugað uppbyggingarsvæði. Bygging 2-5 hæða fjölbýlishúsa hefði í för með sér stórfelld óæskileg grenndaráhrif fyrir umrædda íbúa við Stigahlíð og er því rétt að taka tillit til athugasemda þeirra. Mikið virðist vanta upp á að bílastæðamál séu leyst með fullnægjandi hætti í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Hætt er við að íbúar hins nýja hverfis leitist við að leggja bifreiðum sínum í Stigahlíð og öðrum nærliggjandi hverfum, verði bílastæðamál ekki leyst með fullnægjandi hætti innan reitsins. Það gæti leitt til þess að umferðarþungi í næstu götum aukist til muna með óæskilegum afleiðingum. Tekið er undir áhyggjur Veðurstofunnar um að ekki sé nægilegt tillit tekið til starfsemi hennar í deiliskipulagstillögunni. Óskað er eftir því að í skipulagsvinnunni verði tekið tillit til athugasemda þessarar mikilvægu stofnunar.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsókn Halldóru Kristínar Bragadóttur, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðanna nr. 7 og nr. 9 við Skeifuna. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að sameina lóðirnar og afmarka þær eina nýja lóð að viðbættu borgarlandi að Suðurlandsbraut, rífa þær byggingar sem þar standa og reisa nýja byggingu með íbúðum og atvinnuhúsnæði, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 2. október 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 2. október 2024, og skuggavarpsuppdrættir Kanon arkitekta, dags. 2. október 2024. Jafnframt er lögð fram tæknileg áreiðanleikakönnun VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2020, minnisblað Mannvits, dags. 7. mars 2023, um sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar Skeifunnar 7, minnisblað Hnit verkfræðistofu, dags. 19. apríl 2024, um grundun væntra nýbygginga að Skeifunni 7 og 9, hljóðvistarskýrsla Arnheiðar Bjarnadóttir hjá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun, dags. 6. maí 2024, minnisblað Mannvits, dags. 14. maí 2024, vegna skoðunar og sýnatöku að Skeifunni 7, greinargerð Hnits verkfræðistofu, dags. í maí 2024, um endurnotkunaráætlun og koldíoxíðspor og samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í maí 2024.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11:24 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi
    -    Kl. 11:24 tekur Friðjón R Friðjónsson sæti á fundinum
    -    Kl. 11:28 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum USK24050162

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Enduruppbygging Skeifusvæðisins er komin á fulla ferð. Hún hefur verið lengi í umræðunni enda er Skeifan miðlæg í borginni í næsta nágrenni við Laugardalinn og liggur vel við samgöngum. Skeifulóðirnar 7 og 9 liggja gegnt Glæsibæ og verða við eina af meginstöðum Borgarlínunnar. Við áréttum að í rammaskipulagi sem gert var á sínum tíma er gert ráð fyrir að Skeifan verði áfram öflugt verslunar- og atvinnusvæði. Sú uppbygging sem nú er fyrirhuguð verður liður í því að gera Skeifuna vistvænni og líflegri en hún er í dag.

    Fylgigögn

  11. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Borgarlína mun þvera Nauthólsveg og fara að stoppistöð við Háskólann í Reykjavík sem mun þjóna háskólasvæðinu og Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 21. maí 2024, br. 18. október 2024. Tillagan var auglýst frá 13. júní 2024 til  og með 26 júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Landhelgisgæsla Íslands, dags. 26. júní 2024 og Isavia Innanlandsflugvellir, dags. 19. júlí 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24050158

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

    Fylgigögn

  12. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2024. Skipulagslýsing þessi nær til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri sem samþykkt var í borgarráði 14. nóvember 1961, með síðari breytingum fyrir svæðið, samþykkt 10. júní 2003. Í breytingunni felst gerð deiliskipulags fyrir nýja íbúðarbyggð með sérlegri áherslu á vistvæna íbúðarbyggð fyrir bíllausan lífsstíl og grænt útivistar- og leiksvæði fyrir hverfið. Einnig er lagður fram tölvupóstur Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, f.h. íbúaráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 26. júní 2024, um framlengingu á umsagnarfresti. Lýsingin var kynnt frá 13. júní 2024 til 1. október 2024. Athugasemdir, umsagnir og ábendingar bárust.
    Athugasemdir kynntar. USK24050280

    Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 
     

    Fylgigögn

  13. Lögð fram umsókn Freys Frostasonar, dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðurs og nýtingarhlutfall aukið, heimilt verður að bæta tveimur hæðum ofan á núverandi heimildir á norðausturhluta lóðar, bílastæðum er fækkað um 22 stæði og verða engin bílastæði ofanjarðar á lóð, en við ákvörðun um fjölda bílastæða er farið eftir bíla- og hjólastæðareglum borgarinnar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta, dags. 3. desember 2024.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24100004

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

    Fylgigögn

  14. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 21. nóvember 2024, vegna samþykktar borgarrás s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits, Ægisgötu 7. USK24090343

    Fylgigögn

  15. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 14. nóvember 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði, áfanga 2. SN210147

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. október 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 25. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna ábendinga og kvartana eigenda Furugerði 5 og varða frágang sorpgeymslu íbúðar F2034143. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 28. nóvember 2024. USK24100315

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 18. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að kæranda sé skylt að fjarlægja auglýsinga/ljósaskilti Skúbb ehf. USK24110312

    Fylgigögn

  18. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 22. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja byggingarleyfi fyrir áður steyptum stoðvegg á lóðamörkum lóðanna nr. 63 og 59. USK24110299

    Fylgigögn

  19. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 27. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að samþykkja og gefa út byggingarleyfi vegna Hraunbæjar 102A. USK24110365

    Fylgigögn

  20. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. desember 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 2. desember 2024, þar sem kærandi fer fram á að Sorphirða Reykjavíkur fjarlægi sorptunnur við hús hans að Langholtsvegi 135. USK24120014

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bryggju yfir leirur, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. nóvember 2024. USK24110155

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað var upplýsinga um hvort ákveðið hafi verið að byggja bryggju yfir leirur og gera göngustíg út í sjó þar sem á að vera útsýnispallur í miðju leirunnar, í samræmi við tillögu FOJAB arkitekta. Hafa áhrif þessarar tillögu á náttúru og fuglalíf verið könnuð og ef svo er hver er niðurstaða þess? Í svari er sagt að ,,í tillögugerðinni verður lífríki Grafarvogs alltaf sett í forgrunn”. Hvað þýðir líklegt? Hvernig meta þeir lífríki í forgrunni og út frá hvaða forsendum? Hugmyndir um útsýnisbryggju yfir leirur Grafarvogsins eru fjarri því að tekið sé tillit til lífríkisins. Slíkum hugmyndum á að hafna strax. Þær eiga ekki að koma til álita. Aðilar eins og Náttúrufræðistofnun og Landvernd hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessari tillögu og m.a. sagt: „Sú aðalskipulagsbreyting sem liggur hér til umsagnar mun að óbreyttu ganga gegn verndargildi svæðisins.“. Er slíkt m.a. byggt á tillögu FOJAB arkitekta, líklega vegna þess stíls og arkitektúrs sem þar er sýndur. Í þeirri tillögu er verið að setja göngubrú út í leirurnar. Er það von FF að farið verði vel yfir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar sem eru vel unnar og benda á hvað þetta er viðkvæmt svæði.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt umferðaröryggi við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, sbr. 9. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. október 2024 og 8. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. október 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS24100077

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um friðlýsingu Laugarnestanga, sbr. 5. liður fundargerðar borgarstjórnar 19. nóvember 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS24110121

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstéttir við íþróttahús Hagaskóla, sbr. 21. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24110329

  25. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stíg í Laugardal, sbr. 22. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24110330

  26. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Suðurlandsbraut, sbr. 23. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24110331

  27. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Eiðsgranda, sbr. 24. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins USK24110332

  28. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gangstéttarviðgerðir í Hálsaseli, sbr. 25. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24110328

    Fylgigögn

  29. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ferðavenjukönnun, sbr. 26. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra loftslagsmála

    -    Kl. 12:27 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi
    -    Kl. 12:27 víkur Borghildur Sölvey Sturludóttir af fundi
    -    Kl. 12:28 víkur Björn Axelsson af fundi. USK24110333

    Fylgigögn

  30. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska svara frá Reykjavíkurborg og Strætó BS. vegna tímabundinnar endastöðvar Strætó við Skúlagötu.  Hvað taka eigi til bragðs til að vagnstjórar láti af því að hafa vagna í lausagangi eða hafi hávaðasamar viftur í gangi í vögnum á meðan þeir eru ekki í akstri.  Þá óska borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir svörum frá Strætó um hvernig fyrirtækið ætli að eyða því ónæði sem fólk hefur á heimilum sínum vegna starfsemi fyrirtækisins á þessari tímabundnu endastöð. Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24120099

Fundi slitið kl. 12:43

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Friðjón R. Friðjónsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. desember 2024