Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 11. september, kl. 9:00 var haldinn 318. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á dagskrá evrópsku samgönguvikunnar 2024.
- kl. 09:12 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum USK24080272
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Erfitt er að sjá tilganginn með því að loka götum í borginni fyrir bílaumferð í tengslum við lokadag samgönguviku. Um er að ræða hluta Miklubrautar, Hringbrautar, Njarðargötu, Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegar, Lækjargötu og Tryggvagötu. Vandséð er hvernig slíkar götulokanir þjóna markmiðum vikunnar og leggjast fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því gegn hugmyndinni.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á niðurstöðum kortlagningu hljóðvistar sem er framkvæmd í samræmi við Evróputilskipun. Verkefnið er leitt af Umhverfisstofnun og Vegagerðinni í samstarfi við önnur sveitarfélög sem taka þátt í kortlagningunni.
Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðrún Jónsdóttir frá EFLU taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090025Fylgigögn
-
Kynning á húsnæðisátaki
Frestað USK24090078 -
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024 USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 3. september 2024 USK24070166
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um umferð:
Að óheimilt verði að leggja í bílastæði við Hverfisgötu 4-6 þriðjudaga og föstudaga milli kl. 7 og 13 nema með leyfi lögreglu vegna ríkisstjórnarfunda. Á öðrum tímum séu stæðin gjaldskyld í samræmi við gildandi samþykkt um gjaldskyldu á svæðinu.
Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 250/2024 um umferðarmerki og notkun þeirra.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. umferðarlaga nr. 77/2019. USK24010001Fylgigögn
-
Lögð fram verklýsing aðalskipulagsbreytingar og umhverfismats Keldna, lögð fram sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að kynna fram lagða verklýsingu. Vísað til borgarráðs. USK24080321Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrirhugað íbúðahverfi í Keldnalandi er mikilvægasta skipulagsverkefni í Reykjavík í áratugi. Þar gefst einstakt tækifæri til að hanna eftirsóknarvert íbúðahverfi enda er svæðið fallegt og staðsetningin góð. Við skipulag hverfisins er rétt að áhersla verði lögð á að skapa þar fallegt og mannvænlegt hverfi í samræmi við þá byggðarþróun sem fyrir er í stað áherslu á ofurþéttingu og hámarksafrakstur af lóðasölu. Ofurþétting myndi hafa neikvæð áhrif á þá íbúabyggð, sem fyrir er í Grafarvogi og lífsgæði íbúa. Tryggja þarf góðar umferðartengingar allra fararmáta við Keldnahverfi sem og bifreiðastæði fyrir íbúa við hús þeirra. Óraunhæft er að ætla íbúum í hverfinu að ganga langar leiðir frá heimilum sínum að bílastæðahúsum, sem virðast eiga að koma í stað hefðbundinna stæða. Við friðlýsingu Grafarvogs er æskilegt að farið verði eftir tillögu umhverfisráðuneytisins um verndarmörk, sem felur í sér að grunnsævi, leirur og fjörur innan vogsins verði friðlýstar, auk menningarminja og skilgreinds útivistarsvæðis Grafarvogsbúa. Þá er ljóst að hverfisíþróttafélagið Fjölnir mun þurfa á auknu landrými og íþróttamannvirkjum að halda með tilkomu hins nýja hverfis.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gert er ráð fyrir að í Keldnalandinu verði heilmikil atvinnustarfsemi umfram þá starfsemi sem nú þegar er þar. Það er afráð því landið er of dýrmætt til að setja það í svo miklum mæli undir atvinnustarfsemi þegar stefnt er að því að hafa góðar almenningssamgöngur í gegnum hverfið. Skoða þarf einnig að hafa bílastæðakjallara undir húsum þar sem hentar auk þeirra sex bílastæðahúsa sem gert er ráð fyrir í hverfinu. Ef vel tekst til með aðgengi í og úr hverfinu og fólk hafi val um samgöngumáta þá ætti að vera auðvelt að sækja vinnu utan hverfis t.d. í austurhluta Höfðahverfis og Hólmsheiði og bein leið verður til miðsvæðis m.a. með væntanlegri borgarlínu. Í Keldnalandinu eiga að vera íbúðir og hús fyrst og síðast að mati fulltrúa Flokks fólksins enda íbúðaskortur mikill. Hér eru grundvallar þjónustustörf svo sem verslun undanskilin að sjálfsögðu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tjáð sig um þetta atriði bæði við vinningshafa tillögunnar og á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í tvígang. Einnig er brýnt að þetta hverfi verði ekki aðeins eyrnamerkt efnameira fólki heldur gert ráð fyrir hagkvæmu húsnæði til kaups og leigu.
Fylgigögn
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2024, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi sem nær yfir afmarkað svæði í Elliðaárdal og athugasemdir við hana kynntar. Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði frá Árbæjarstíflu upp fyrir Blásteinshólma og neðan frá stíflunni meðfram Rafstöðvarvegi að Elliðaárvirkjun. Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að uppfæra deiliskipulag fyrir Elliðaárdalinn þar sem árbæjarlónið verður ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir eru endurheimtir. Fjallað verður um nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg tenging yfir dalinn ásamt mögulegum dvalar og áningarstöðum. Í deiliskipulagsvinnunni verður lögð áhersla á lífríkið á svæðinu og hugsanlegar mótvægisaðgerðir vegna frárennslis frá byggð í Elliðaárnar. Neðan stíflunnar er markmið breytts skipulags að auka umferðaröryggi um Rafstöðvarveg meðan staðinn er vörður um sjónræn tengsl Árbæjarstíflu og Elliðaárvirkjunar. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 12. júlí 2024 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Umhverfisstofnun, dags. 10. júní 2024, íbúaráð Breiðholts, dags. 13. júní 2024, Íþróttafélagið Fylkir, dags. 27. júní 2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 27. júní 2024, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024, Stangveiðifélag Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024, íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 28. júní 2024, fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalins íbúa íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. júlí 2024, Hafrannsóknastofnun, dags. 8. júlí 2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11. júlí 2024.
Athugasemdir kynntar.Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050182
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Orkuveita Reykjavíkur tæmdi Árbæjarlón í október 2020 án þess að hafa heimild eða framkvæmdaleyfi til þess. Lokur í Árbæjarstíflu voru opnaðar með þeim afleiðingum að lón, sem verið hafði á svæðinu í að minnsta kosti heila öld hvarf með öllu. Í fjögur ár hafa fjölmargir aðilar mótmælt þessari framkvæmd og krafist þess að lónið verið endurheimt. Í deiliskipulagi er Árbæjarlón skilgreint sem helsta einkenni svæðisins. Þá hefur úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál komst að þeirri niðurstöðu að tæming þess hafi verið ólögmæt. Æskilegt væri að ráðast í framkvæmdir í því skyni að endurheimta lónið í stað þess að nema það af skipulagi. Málið er nú fyrir Landsrétti og einungis af þeim sökum væri ótímabært að samþykkja fyrirliggjandi tillögu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessum breytingum er á ferðinni mál sem hefur verið töluvert í umræðunni. Hvort Árbæjarstíflan verður eða fer er mál sem fólk hefur skoðun á. Stíflan er barn síns tíma. Þær raddir eru uppi að stíflan hafi ekki mikið fegurðargildi, jafnvel ekki neitt. Einnig rífur hún sjónlínur upp og niður dalinn. Mörgum finnst að dalurinn yrði mun fallegri ef stíflan færi og hann yrði þá nærri því að komast í upprunalegt form ef engin er stíflan. Það væri t.d. hægt að byggja létta og fallega brú sem aðgengilega tengingu yfir dalinn. Stíflan er heldur ekki góð sem hjólaleið. Erfitt að hjóla upp á hana, það þarf að leiða hjólið og svo er hún mjög þröng þannig að hjólandi getur illa mætt gangandi vegfaranda og öfugt.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Simon Joscha Flender, dags. 12. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, vegna lóðarinnar nr. 15 við Tryggvagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera innri og ytri breytingar á Grófarhúsi samkvæmt vinningstillögu hönnunarsamkeppnar sem haldin var árið 2022, en helstu breytingar eru breytt útlit á veggflötum hússins sem verður meira í anda upprunalegs útlits, niðurrif hæða innanhúss þar sem opnað verður milli hæða, breytt þakform með tveimur glerjuðum þakhæðum í stað núverandi þakhæðar og hækkun á hæðarkóta þaks sem nemur um hálfum metra, með frávikum vegna frágangs á þakplötu og tæknirýmum, ásamt því að gert er ráð fyrir framtíðartengingu við starfsemi Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu 17 með að hámarki tveimur göngubrúm, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. JVST, dags. 5. september 2024.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins
Vísað til borgarráðs. USK24070146
Ingvar Jón Bates Gíslason, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar Borgarbókasafn, Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur fluttu í Grófarhús um síðustu aldamót, var ráðist í miklar og kostnaðarsamar endurbætur á húsinu í þágu safnanna. Grófarhús þjónar hlutverki sínu vel og er því ekki brýn þörf fyrir algera og fokdýra umbreytingu á húsinu eins og nú virðist vera stefnt að. Ljóst er að kostnaður við umbreytingu Grófarhúss verður gífurlegur og varla undir tíu milljörðum króna. Vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sætir furðu hversu mikil áhersla er lögð á umbreytingu hússins. Ekki er verjandi að ráðast í svo dýra framkvæmd, sem þar að auki felur í sér mikla kostnaðaráhættu, á meðan húsnæði skóla og annarrar grunnþjónustu, liggur víða undir skemmdum vegna vanrækslu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Grófarhúsverkefnið er gríðarlega fjárfrekt verkefni og hefur Flokkur fólksins gagnrýnt að það hafi verið sett í forgang þegar borgin var í djúpum fjárhagslegum kröggum. Eins gaman og það er að setja hugmynd í hönnunarsamkeppni þá vilja þau verkefni verða allt of kostnaðarsöm og fara jafnvel mikið fram úr áætlunum. Hér eru lagðir til margir fjárfrekir breytingarþættir. Gera á innri og ytri breytingar á Grófarhúsi, breyta útliti á veggflötum hússins til að líkjast upprunalegu útliti. Rífa á niður hæðir innanhúss til að opna milli hæða, breyta þakformi með tveimur glerjuðum þakhæðum í stað núverandi þakhæðar og hækka á hæðarkóta þaks sem nemur um hálfum metra. Fulltrúi Flokks fólksins myndi vilja ræða um kostnaðartölur á þessu stigi. Vinningstillagan er metnaðarfull en sýnilega mjög kostnaðarsöm. Til dæmis eru framkvæmdir á borð við að gera framtíðartengingu við starfsemi Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu 17 með að hámarki tveimur göngubrúm. Á jákvæðu hliðinni má segja að þakgarður getur sannarlega orðið jákvæð viðbót, þar sem hann á að vera opinn almenningi.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bjargs Íbúðafélags, dags. 17. janúar 2023 ásamt bréfi, dags. 16. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reits I við Haukahlíð, lóð nr. 6 við Haukahlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst fjölgun íbúða úr 70 íbúðum í 85 leiguíbúðir. Einnig breyting; á hlutföllum íbúðastærða fyrir lóðina, á skilmálum um randbyggð og útlit á þann hátt að norður og suðurhlið verði deilt í fjórar einingar í stað fimm, á skilmálum um frágang innan lóða, á skilmálum um ofanvatnslausnir og jarðvegsdýpt auk þess sem deiliskipulagsmörk verða færð að lóðamörkum. Einnig fjölgun bílastæða í kjallara í 54 stæði ásamt útlistingu á fyrirkomulagi aðgengis í bílakjallarann sbr. niðurstöðu á uppfærslu samgöngumats, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 30. apríl 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 30. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingibjörn Sigurbergsson, dags. 11. júlí 2024, Sigríður Gunnarsdóttir, dags. 14. júlí 2024, Elín Sigurðardóttir, dags. 17. júlí 2024, Anna Borgþórsdóttir Olsen og Pétur K. Hilmarsson, dags. 17. júlí 2024, Einar Gylfi Haraldsson, dags. 19. júlí 2024, Geir Gylfason, dags. 19. júlí 2024 og íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 22. júlí 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK23010208
Ingvar Jón Bates Gíslason, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Málið snýst um fjölgun íbúða frá fyrri áætlun úr 70 í 86. Þessu er mótmælt af mörgum sem þegar eru fyrir á svæðinu. Uppbyggingin með 85 íbúðum og 54 bílastæðum innan lóða mætir tæplega kröfum um fjölda bílastæða fyrir íbúa en kannski svo lengi sem gert er ráð fyrir að gestastæði séu leyst í borgarlandi. Er ætlast til að gengið sé á önnur stæði í borgarlandinu? Hér er óneitanlega þrengt að þeim sem fyrir eru. Í þessu tilfelli virðist skorta á að samráð sé nægilegt. Einnig er sagt að væntanlegir íbúar geti notast við deilibílakerfi. Það er hins vegar óþekkt hvernig það muni reynast. Um deilibílakerfi má segja að það sé enn á tilraunastigi.
Fylgigögn
-
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breytinga á gatnamótum Laugavegs og Katrínartúns. Færsla á skipulagsmörkum að breyttum lóðamörkum Laugavegar 162 eru færð sunnar sem nemur 3 m Komið er fyrir akstursleið í austur frá Ásholti meðfram Laugavegi 162 samhliða sérrými almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, akfærum göngustíg frá Ásholti niður að Laugaveg, breyttri útfærslu gatnamóta Katrínartúns og Laugavegs til samræmis við forhönnun Borgarlínu, uppfærðri útfærslu sérrýmis almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, auknu svigrúmi sérrýmis Borgarlínu sbr. gulan lit í skýringum, og almennt breyttri framsetning lita á uppdrætti til frekari skýringa og samræmis við deiliskipulagsáætlanir Borgarlínu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Yrki arkitekta, dags. 5. september 2024. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lóðamarkabreytingu, dags. 5. september 2024. Lóðin verður 8041,8 m eftir skerðingu. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við forhönnun Borgarlínu.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK24080215Ingvar Jón Bates Gíslason, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um umferð:
Að innan Reykjavíkurborgar megi ekki leggja ökutæki að hluta eða í heild fyrir framan djúpgáma eða grenndargáma. Með djúpgámi er átt við neðanjarðar sorpgeymslu þar sem sá hluti gámsins sem úrgangur safnast fyrir í er neðanjarðar en á yfirborði er lúga sem notendur nota til að losa sig við úrgang. Með grenndargámi er átt við gám, getur verið djúpgámur, fyrir flokkaðan úrgang sem ætlaður er til notkunar fyrir almenning.
Um er að ræða stöðubann sem ekki er bundið við ákveðinn vegarkafla, í samræmi við a. lið 1. mgr. sbr. 4. mgr. 84. gr. umferðarlaga. Gjaldheimild vegna brota á slíku banni er að finna í d. lið 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. umferðarlaga nr. 77/2019. USK24010001Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. apríl 2024 ásamt kæru nr. 45/2024, dags. 12. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. mars 2024 um að slökkva á og fjarlægja LED - auglýsingaskilti að viðlögðum dagsektum. Einnig er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 21. maí 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. ágúst 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. mars
2024 um að slökkva á og fjarlægja LED-auglýsingaskilti að viðlögðum dagsektum. Dagsektir sem kunna að hafa verið lagðar á samkvæmt hinni kærðu ákvörðun til og með uppkvaðningu þessa úrskurðar falla niður. USK24040142Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. september 2024 ásamt kæru nr. 92/2024, dags. 30. ágúst 2024, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustígs 16. USK24090011
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. september 2024 ásamt kæru nr. 92/2024, dags. 30. ágúst 2024, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustígs 16. USK24090013
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um snjallljós við gönguþverun á Miklabraut, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 18. júní 2024.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. USK23090129Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er felld með vísan í umsögn. Hún er ekki talin tryggja nægilega vel öryggi gangandi og hjólandi. Ef búnaður bregst getur það skapað hættuástand ef búnaðurinn greinir ekki gangandi meðan þau ganga enn yfir götuna eða bíða á miðeyju. Núverandi ástandi þykir því betra með tilliti til umferðaröryggis.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að sett verði upp snjallljós við gönguþverun á Miklabraut. Tillagan er felld. Gönguljósin sem þar eru, eru nú löngu úrelt enda ekki snjallljós sem lesa umferðina og meta aðstæður. Gönguljósin loga allt of lengi eftir að viðkomandi er komin yfir. Á meðan lengist biðröð bíla. Snjallljósabúnaðurinn gæti stytt ferðatímann um 15% og enn meira í tilfelli Strætó. Í umsögn er mest rætt um biðtíma eftir grænu ljósi fyrir vegfaranda sem ætlar að þvera. Á morgnana þegar umferðin er þyngst er biðtími fyrir þann sem ætlar yfir Miklubrautina afar stuttur sem er auðvitað frábært. Stuttur biðtími eftir grænu ljósi fyrir vegfaranda sem síðan logar óþarflega lengi skapar samt miklar og langvinnar tafir á bílaumferðinni með tilheyrandi mengun. Þessu ætti að vera hægt að breyta strax. Best væri ef drifið væri í að setja þarna snjallljósakerfið sem getur stýrt ljósatíma í samræmi við aðstæður. Í Samgöngusáttmálanum er talað um að fjárfesta eigi í slíku kerfi enda löngu tímabært. Reykjavíkurborg er aftarlega á merinni þegar kemur að umferðarstýringarmálum. Setja þarf umferðarljósastýringu i borginni í forgang.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu á gangstétt við horn Norðlingarbrautar sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. september 2024.
vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24090051 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu á göngu- og hjólastíg við Íþróttahús Fram sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. september 2024.
vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24090050 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstétta í Langarima sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. september 2024.
Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24090049 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hávaða og mengun við Skúlagötu sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. september 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngu og borgarhönnunar USK24090052 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðhald á gangstéttum í grennd við Sléttuveg sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmdar og viðhalds USK24090048Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvert var upphaflegt samþykkt byggingarmagn skv. deiliskipulagi á Hlíðarenda og áætlaður íbúða- og íbúafjöldi hverfisins? Hvert er byggingamagnið nú, íbúafjöldi og áætlaður íbúafjöldi? USK24090133
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að ráðist verði í lagfæringar og/eða endurnýjun gangstétta í Vogahverfi þar sem þörf krefur. Við eftirtaldar götur eru kaflar þar sem gangstéttir eru eyddar, sprungnar og ójafnar: Snekkjuvogur, Skeiðarvogur, Nökkvavogur, Karfavogur, Gnoðarvogur Eikjuvogur og Barðavogur.
Frestað USK24090131
Fundi slitið kl. 11:42
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hjálmar Sveinsson Líf Magneudóttir
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 11.9.2024 - prentvæn útgáfa