Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 317

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 04. september, kl. 9:00 var haldinn 317. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir sem tók sæti á fundinum með rafrænum hætti, Hólmfríður Frostadóttir og Björg Ósk Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri Umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar- júní 2024.
    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080322.

  2. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um 1. lotu Borgarlínu, Ártún – Fossvogur.  Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2040.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags, Stefán Gunnar Thors, frá VSÓ ráðgjöf, Sunna Björg Reynisdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir hjá vegagerðinni ásamt Álfheiður Ákadóttir hjá COWI tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK24080320

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fagna nýsamþykktum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í takt við sáttmálann hefjum við hér skipulagsferla lykilframkvæmda Borgarlínu. Stefnt er að því að 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins muni búa í nálægð við hágæða almenningssamgöngur með 7-10 mínútna tíðni sem mun gera notkun almenningssamgangna að mun raunhæfari kosti fyrir fleiri sem gagnast öllum. Það er mikilvægt loftslagsmál, lýðheilsumál og nauðsynlegt til að stemma stigu við mikla íbúafjölgun á svæðinu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast ekki gegn því að tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna borgarlínu verði sett í auglýsingu, með fyrirvara um endanlega afstöðu. Sjálfsagt er að bæta þjónustu almenningssamgangna með sveigjanlegum útfærslum og gera hana þannig að raunhæfari valkosti fyrir fleiri borgarbúa. Við allar útfærslur er mikilvægt að hafa hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi. Telja fulltrúarnir mikilvægt að fyrirliggjandi tillögur komi ekki í veg fyrir að ráðist verði strax í fljótlegar og hagkvæmar úrbætur á strætisvagnakerfi borgarinnar. Útfæra þarf almenningssamgöngur í borginni á forsendum íbúa og atvinnulífs með það fyrir augum að einn fararmáti vegi ekki að öðrum og án frekari skattahækkana á Reykvíkinga.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á megin niðurstöðum umhverfismats framkvæmdar 1. lotu borgarlínu.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags, Stefán Gunnar Thors, frá VSÓ ráðgjöf, Sunna Björg Reynisdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir hjá vegagerðinni ásamt Álfheiður Ákadóttir hjá COWI tóku sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080320

  4. Fram fer kynning á drögum að verklýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Keldnalands, megináherslur og markmið.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080321

  5. Fram fer kynning á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
    Þorsteinn R Hermannsson hjá Betri samgöngum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    -    Kl. 10:43 tekur Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði. MSS24080093

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sáttmálinn er að mestu um stórar framkvæmdir sem koma í gagnið eftir mörg ár. Tímalína nær til allt að 2040. Um er að ræða Miklubraut í göng, Fossvogsbrú og Borgarlínu. Þeir sem  eru komnir vel yfir miðjan aldur munu aldrei upplifa eða sjá þennan veruleika en sitja hins vegar áfram fastir í umferðarteppum með tilheyrandi mengun sem aðeins mun versna því bílum fjölgar stöðugt. Fram kemur í Samgöngusáttmálanum að fjárfesta eigi í tækjabúnaði, úrbótum og tækniþróun fyrir umferðarljósastýringar en það kemur ekki fram hvenær. Þetta er bráðavandi sem þarf að leysa hið fyrsta. Fram hefur komið að ekki eigi að eyða krónu í að leysa bráðavanda.  Í Sáttmálann vantar enn fullt af  kostnaðarliðum í áætlunina eins og verkstæði, geymslur fyrir vagna, stjórnstöð, tölvubúnað o.fl. Gera þarf ráð fyrir að kostnaður verði enn meiri og kannski þarf að uppfæra Sáttmálann enn einu sinni t.d. eftir 2 ár. Eftir því er tekið að  uppfærslan er unnin nokkurn vegin af sama fólki og bjó til fyrri sáttmálann. Það er galli því betur sjá augu en auga. Jákvætt er að Ríkið skuldbindur sig til þess að fjármagna þriðjung kostnaðar vegna reksturs almenningssamgangna á móti sveitarfélögunum. En hvort við munum sjá  ávinning af því fljótlega er stóra spurningin.

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst 2024 og 27 ágúst 2024.
    USK24070166

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram fundagerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 og 29. ágúst 2024. USK22120094

    Fylgigögn

  8. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, að fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 vegna vandaðra lóða og endurbóta á eldri húsum. Kynning á niðurstöðum.
    Samþykkt og fært í trúnaðarbók

    Sólveig Sigurðardóttir og Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið

    -    Kl. 11:30 víkur Brynjar Þór Jónsson af fundi USK24050204

  9. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing fyrir Sóleyjarima dags. í maí 2024. Um er að ræða deiliskipulagslýsingu vegna nýrrar íbúðabyggðar við Sóleyjarima. Viðfangsefnið er að deiliskipuleggja lóð þannig að unnt verði að koma fyrir íbúðabyggð með 65-96 íbúðum. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Margrét Sigrún Grímsdóttir, dags. 30. maí 2024, Halldís Hrund Guðmundsdóttir, dags. 5. júní 2024, Umhverfisstofnun, dags. 7. júní 2024, Skipulagsstofnun, dags. 24. júní 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 24. júní 2024, Lovísa Ósk Þrastardóttir, dags. 27. júní 2024, Rúna Sif Stefánsdóttir, dags. 27. júní 2024, Vignir Þór Sverrisson, dags. 27. júní 2024 og Haraldur Óskar Haraldsson, dags. 1. júlí 2024.
    Athugasemdir kynntar

    Hjördís Sóley Sigurðardóttir, teymisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050141

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Athugasemdir lúta að því að 5 hæða bygging skyggi á útsýni í næsta nágrenni sem eru einbýlishús sem standa við Smárarima og raðhús sem standa við Sóleyjarima. Það myndi því breyta yfirbragði byggðarinnar verulega ef fjölbýlishús allt að 5 hæðir myndu rísa á uppbyggingarreit 91. Sóleyjarimi. Að auki myndi háreist byggð hafa áhrif á útsýni úr eignum við Smárarima 81. Einn orðar þetta þannig að hann sé að fá 5 hæða hús í bakgarðinn sinn. Fulltrúi Flokks fólksins finnst mjög mikilvægt að fundin verði lending í máli af þessu tagi sem getur samþætt sjónarmið beggja aðila að einhverju leyti en þá helst íbúanna fyrst og fremst. Af gögnum að dæma hafa íbúar verið að kvarta lengi en hafa ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda.

    Fylgigögn

  10. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts hverfi 6.1 Neðra Breiðholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipulagsmörkum þróunarreits 6.1.6.Þ er breytt til þess að ná utan um leikskólalóð við Arnarbakka 4. Skilmálaeining 6.1.1.ÍB mun minnka, þar sem grænt svæði sem tilheyrir skilmálaeiningunni verður fellt inn í þróunarreit 6.1.6.Þ. Eftir að uppbyggingu á svæðinu er lokið, samkvæmt nýju deiliskipulagi, er gert ráð fyrir að skipulagið verði fellt inn í hverfisskipulag Neðra-Breiðholts og fá skilmálaeiningarnúmerið 6.1.6, samkvæmt uppdr. Tendra arkitektúr og Gríma arkitekta, dags. 30. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemd: Guðbjörg Þórey Gísladóttir, dags. 10. júní 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðisflokks sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050012

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan felur í sér miklar breytingar á stóru svæði við Arnarbakka, sem hingað til hefur verið litið á að sé miðja fjölmenns og hverfisverndaðs íbúasvæðis. Tekið er undir þá skoðun Íbúaráðs Breiðholts, sem leggst gegn umræddum byggingaráformum, að lóðin við Arnarbakka 10 sé hið græna torg hverfisins og sannkallað hverfishjarta, sem sé mikið notað af börnum í hverfinu og öðrum íbúum þess fyrir viðburði og leiki. Að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fela fyrirliggjandi breytingar í sér of mikla þéttingu byggðar og að of freklega sé gengið á græn svæði. Um er að ræða sólríkan og skjólsælan stað, sem stendur hærra en nærliggjandi skólalóð. Fyrirhugaðar nýbyggingar munu standa hátt og þannig breyta ásýnd hverfisins. Sparkvöllur á leiksvæði Breiðholtsskóla verður að verulegu leyti í skugga á skólatíma, verði byggingaráformin að veruleika. Þá er augljóst að bílastæðum mun fækka um of en nú þegar ríkir bílastæðaskortur í hverfinu. Horft er framhjá þörfinni fyrir fjölgun bílastæða vegna umfangsmikillar starfsemi leikskóla, grunnskóla, verslun og þjónustu á svæðinu, auk íbúabyggðar. Þá er ljóst að umræddar breytingar munu hafa í för með sér verulega aukna umferð um þetta viðkvæma svæði.

    Fylgigögn

  11. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts hverfi 6.1 Neðra Breiðholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipulagsmörkum þróunarreits 6.1.6.Þ er breytt til þess að ná utan um leikskólalóð við Arnarbakka 4. Skilmálaeining 6.1.1.ÍB mun minnka, þar sem grænt svæði sem tilheyrir skilmálaeiningunni verður fellt inn í þróunarreit 6.1.6.Þ. Eftir að uppbyggingu á svæðinu er lokið, samkvæmt nýju deiliskipulagi, er gert ráð fyrir að skipulagið verði fellt inn í hverfisskipulag Neðra-Breiðholts og fá skilmálaeiningarnúmerið 6.1.6, samkvæmt uppdr. Tendra arkitektúr og Gríma arkitekta, dags. 30. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemd: Guðbjörg Þórey Gísladóttir, dags. 10. júní 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðisflokks sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050012

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan felur í sér miklar breytingar á stóru svæði við Arnarbakka, sem hingað til hefur verið litið á að sé miðja fjölmenns og hverfisverndaðs íbúasvæðis. Tekið er undir þá skoðun Íbúaráðs Breiðholts, sem leggst gegn umræddum byggingaráformum, að lóðin við Arnarbakka 10 sé hið græna torg hverfisins og sannkallað hverfishjarta, sem sé mikið notað af börnum í hverfinu og öðrum íbúum þess fyrir viðburði og leiki. Að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fela fyrirliggjandi breytingar í sér of mikla þéttingu byggðar og að of freklega sé gengið á græn svæði. Um er að ræða sólríkan og skjólsælan stað, sem stendur hærra en nærliggjandi skólalóð. Fyrirhugaðar nýbyggingar munu standa hátt og þannig breyta ásýnd hverfisins. Sparkvöllur á leiksvæði Breiðholtsskóla verður að verulegu leyti í skugga á skólatíma, verði byggingaráformin að veruleika. Þá er augljóst að bílastæðum mun fækka um of en nú þegar ríkir bílastæðaskortur í hverfinu. Horft er framhjá þörfinni fyrir fjölgun bílastæða vegna umfangsmikillar starfsemi leikskóla, grunnskóla, verslun og þjónustu á svæðinu, auk íbúabyggðar. Þá er ljóst að umræddar breytingar munu hafa í för með sér verulega aukna umferð um þetta viðkvæma svæði.

    Fylgigögn

  12. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. maí 2024 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að skýra og móta byggingarheimildir á lóðunum Borgartúni 5 og 7 ásamt Guðrúnartúni 6 fyrir blandaða byggð íbúða, þjónustu og atvinnu. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Skipulagsstofnun, dags. 25. júní 2024, Minjastofnun íslands, dags. 26. júní 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024.
    Athugasemdir kynntar

    Sverrir Bollason hjá Framkvæmdasýslunni ríkiseignum  og Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11:50 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi
    -    Kl. 12:00 víkur Gunnar Hersveinn Sigursteinsson af fundi USK24050013

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 26. ágúst 2024 ásamt fylgiskjölum. USK24010019
     

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf Áss styrktarfélags.
    Samþykkt að bréfinu verði vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK24080300

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 10. liður fundargerðar 22. maí 2024.  Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 27. ágúst 2024.
    Felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. USK24050278

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tímabundið húsnæði er staðsett á bílastæðum leikskólans. Bílastæði eru á nærliggjandi svæði sem ættu að geta svarað þörfinni þó það geti þýtt að aðilar þurfi að ganga lengri leið. Umferðarhraði á svæðinu eru 30 km/klst og gönguþveranir merktar. Það er ekki pláss innan lóðar fyrir tímabundin bílastæði og því engin auðveld lausn í sjónmáli. Mat sérfræðinga er að það sé engin auðveld lausn, og að það sé ekki ástæða til að hafa þessa breytingu í forgangi. Því er tillagan felld.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan er felld af meirihlutanum. Í umsögn segir að töluverður fjöldi af bílastæðum sé í nágrenni leikskólans og var því ekki talið tilefni til að útbúa tímabundin bílastæði í stað þeirra sem nú eru notuð undir tímabundið húsnæði. Hvað er “töluverður fjöldi” mörg bílastæði í huga meirihlutans? Þrjár götur umlykja leikskólann og er spurning hvort það teljist göngufjarlægð frá leikskólanum og hversu auðvelt það er með ung börn. Heimilt er að leggja beggja megin í götu við leikskólann að því gefnu að farið sé eftir ákvæðum umferðarlaga, t.a.m. að ökutæki sé ekki lagt á gangstétt, innan 5 metra frá gangbraut. Þetta gerir það að verkum að þrengsl myndast í götunni. Sumir foreldrar eru að koma  langt að og  koma því á bíl. Foreldrar hafa kvartað yfir erfiðleikum með aðgengi að þessum leikskóla og finnst fulltrúa Flokks fólksins að hlusta eigi á það. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið sendar myndir og myndbandsupptökur því til staðfestingar. Umferðaröryggi er ábótavant þarna. Engin gönguljós eru við nærliggjandi gangbraut.  Yfir vetrartímann koma fleiri akandi með börn sín og þegar snjóþungt er  þá er enn minna rými á götunum.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 36 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs 29. maí 2024.  Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 27. ágúst 2024.
    Vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24050374

     

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er spurt hvers vegna  borgin  vill ekki  þrýsta á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni eins og Flokkur fólksins lagði til í tillögu 2021, en tillagan var felld af meirihlutanum. Borgin má alveg gæta hagsmuna borgarbúa. En af marka má svör er ekki mikils að vænta. Fulltrúi Flokks fólksins veit að  tvöföldun Breiðholtsbrautar er framkvæmd á vegum Vegagerðarinnar. Fulltrúinn veit einnig að forgangsröðun þessara verkefna er ákvörðuð í gegnum samgönguáætlun og í gegnum samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.  Ekkert af þessu hindrar borgina í að þrýsta á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar.
     

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs 13. júní 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags, 29. ágúst 2024. MSS24060061

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 15. júlí 2024 USK24060165

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins, dags. 26. ágúst 2024. USK24060417

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um almenningssalerni í Reykjavík. Fram kemur í svari að það eru  5 salernisturnar Reykjavík, en þar af hefur salernisturn í Hljómskálagarði ekki verið virkur lengi og ekki hefur fundist lausn á því að koma honum í lag aftur, sem er sérkennilegt. Það væri forvitnilegt að vita hvort það hafi borist kvartanir vegna vöntunar á almenningssalernum í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins veit til þess að komið hafa all margar ábendingar m.a. frá ungu fólki um að fjölga þurfi almenningssalernum í borginni. Eitt er að setja upp klósett og hitt að halda því við og sjá um tilheyrandi þrif. Fátt er meira óaðlaðandi en að koma inn á almenningssalerni sem ekki hefur verið þrifið um tíma.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa, dags. 26. ágúst 2024.USK24060156

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. ágúst 2024 Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24080214

  22. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 17. liður fundargerðar borgarráðs 22. ágúst 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar MSS24080080

    Fylgigögn

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Ábendingar hafa borist um að íbúar við Skúlagötu hafi orðið fyrir óþægindum vegna hávaða og mengunar, sem berst frá strætisvögnum við nýja endastöð þeirra við götuna. Meðal annars sé næturró raskað vegna lausagöngu vagnanna. Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig komið verður til móts við kvartanir íbúanna. USK24090052

  24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Hver er staða á viðhaldi á gangstéttum við Kringlumýrarbraut? Kallað er sérstaklega eftir upplýsingum um gangstéttina í grennd við Sléttuveg. Verður farið í viðgerðir á gangstéttinni og ef já, hvenær má reikna með að viðhaldi verði lokið?
    Greinargerð fylgir fyrirspurn USK24090048

    Fylgigögn

  25. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Langarima. Við austanverða götuna eru kaflar þar sem gangstéttir eru eyddar, sprungnar og ójafnar.

    Frestað USK24090049

  26. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í framkvæmdir við göngu- og hjólastíg, sem liggur frá gangbraut við íþróttahús Fram upp að Urðarbrunni 100 og hann fullgerður fyrir komandi vetur. Reynist ekki unnt að verða við því, er lagt til að ráðist verði í lágmarksviðgerð á stígnum fyrir veturinn til að draga úr slysahættu á honum. Slík viðgerð myndi fela í sér grjóthreinsun á stígnum og sléttun hans með lagningu á mjúkri möl. Einungis neðsti hluti stígsins hefur verið lagður með fullnægjandi hætti, þ.e. tröppur frá Úlfarsbraut upp að neðanverðum Gerðarbrunni. Um er að ræða fjölfarna gönguleið barna og ungmenna.

    Frestað USK24090050

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að gangstétt við horn Norðlingabrautar og Árvaðs, nánar tiltekið við suðurgafl verslunarmiðstöðvarinnar Norðlingabrautar 2, verði lagfærð fyrir komandi vetur. Skarð er í gangstéttinni, sem skapar óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þá hefur bifreiðum verið lagt í skarðið þar sem ökumenn hafa ranglega ályktað að um bílastæði sé að ræða. Gangstéttin ætti að vera samfelld og steyptur kantur meðfram götunni. Um er að ræða fjölfarna gönguleið skólabarna.

    Frestað USK24090051

Fundi slitið kl. 12:29

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir

Pawel Bartoszek Kjartan Magnússon

Hjálmar Sveinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 04.09.2024 - prentvæn útgáfa