Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 315

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 9:07 var haldinn 315. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon,  áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir, og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Hólmfríður Frostadóttir og Björg Ósk Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 25. júní 2024, 2. júlí 2024, 9. júlí 2024, 16. júlí 2024, 23. júlí 2024 og 30. júlí 2024. USK24070166

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tvær tillögur frá Umhverfis- og skipualgssviði, skrifstofu umhverfisgæða um úthlutunarreglur fyrir Loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík og umsjón með úthlutun úr sjóðnum.

    Lögð er fram svohljóðandi breytingar tillaga við tillögu tvö:

    tillaga að styrkúthlutun skal samþykkt af umhverfis- og skipulagsráði og staðfest af Borgarráði.

    Breytingartillaga samþykkt

    Tillaga tvö samþykkt svo breytt.

    Benedikt Traustason, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030270

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. dags. 1. júlí 2024 ásamt fylgiskjali

    Lögð fram fundargerð Sorpu bs. dags. 1. júlí 2024 ásamt fylgiskjali USK24070106

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og Vinstri Grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Á undanförnum árum hefur verið unnið að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðaruppbyggingu við Elliðaárvog, t.a.m. á þeirri lóð þar sem endurvinnslustöð SORPU stendur við Sævarhöfða. Þó því sé sýndur skilningur að flutningur endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg geti tekið einhvern tíma að þá getur sú leit ekki orðið til þess að tefja lokun endurvinnslustöðvarinnar við Sævarhöfða og fyrirhugaða íbúðaruppbyggingu við Elliðaárvog.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 27. júní 2024 og 1. júlí 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á frágangi á Freyjugarði þar sem sett eru upp skilti með ljóðum kvenna.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080064

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2024, 27. júní 2024, 4. júlí 2024, 11. júlí 2024, 25. júlí 2024 og 8. ágúst 2024. USK23010150

    Fylgigögn

  7. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023, br. 1. júlí 2024. Einnig eru lögð fram bréf Faxaflóahafna, dags. 13. apríl 2022 og 6. október 2023. Tillagan var auglýst frá 15. febrúar 2024 til og með 4. apríl 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Florian Stascheck, dags. 29. febrúar 2024,  Bryndís Björnsdóttir f.h. Veitna, dags. 11. mars 2024, Heimir Snær Guðmundsson f.h. íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024, Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 30. mars 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2024. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK23100095

    Valný Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er annað sjá en að margar  athugasemdir séu gagnlegar fyrir verkefnið-skipulagið og vonandi verður tekið tillit til þeirra. Athugasemdir og ábendingar eru m.a. að göngutenging þarf að vera tryggð bæði á framkvæmdatíma og eftir að framkvæmdum lýkur og að það vantar hjólatengingu frá nýgerðum hjólastíg að versluninni. Nauðsynlegt að setja ríkar kvaðir um aðgengi fyrir gangandi og hjólandi á lóðinni. Bent er á að það væri frábært að breikka göngustíg og nýjan hjólastíg. Það vantar betri aðgengi að hjólastæðum á lóðinni, þegar bíl er lagt í stæði fyrir hreyfihamlaða, er erfitt að komast að stæðunum þar sem það er eini staðurinn þar sem gangstéttarbrúnin er lækkuð. Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af öryggismálum á umferðarþungri verslunar og þjónustulóð.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsókn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 6. mars 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 5. mars 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir syðri hluta jarðarinnar Hrafnhóla á Kjalarnesi. Tilgangur deiliskipulags er að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist, samkvæmt skipulagslýsingu Studio Bua, dags. 1. júlí 2024. Einnig er lagt fram teikningasett Studio Bua, dags. 19. janúar 2024 og fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2012.

    Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Íbúaráði Kjalarness, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Reykajvíkur Vegagerðinni, Mosfellsbæ, íbúaráða og einnig kynna hana fyrir almenningi. USK24030113

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrandafulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

         

    Í sjálfu sér ætti borgin ekki að amast við því að jörðin, Kjalarnes, Hrafnhólar sér nýtt með arðbærum hætti en gæta má nokkurra þversagna í meðfylgjandi gögnum. Í skýrslunni frá Fornleifastofnun er lýst að jörðin hentar ekki til búskapar sbr. segir ”Fornleifar í túni  teljast í hættu vegna þess umróts sem fylgir ábúð og búskap og minjastaðir sem eru á svæði þar sem framtíðar landnotkun er óráðin. Í stórhættu teljast minjastaðir þar sem miklar líkur teljast á að stöðum kunni að verða raskað vegna áætlaðs eða fyrirsjáanlegs umróts”. Einnig kemur fram að jörðin sem slík henti illa til hefðbundins búskapar. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er land Hrafnhóla skilgreint sem landbúnaðarsvæði L1, opin svæði, OP 28. Þar segir meðal annars: “Jafnframt er það markmið aðalskipulagsins að skapa fjölbreytta búsetukosti á landbúnaðarsvæðunum án þess þó að það leiði til þéttbýlisþróunar. Á landbúnaðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarbyggingum sem tengjast búrekstri á viðkomandi." Fulltrúi Flokks fólksins telur að þarna sé  því þversögn því að ætlunin sé að styrkja búrekstur þrátt fyrir að ábúð og búskapur raskar mögulega fornleifum í túni.  

    Fylgigögn

  9. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. júní 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. USK24050210

    Fylgigögn

  10. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. júní 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 3. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg. USK24050082

    Fylgigögn

  11. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi. SN150530

    Fylgigögn

  12. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Hliða, hverfi 3.2 Hlíðahverfi. SN150531

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhliðarhverfi. SN150532

    Fylgigögn

  14. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. júní 2024, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. USK24050126

    Fylgigögn

  15. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Artúnshöfða svæði 2A. USK23010195

    Fylgigögn

  16. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. júní 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. SN220763

    Fylgigögn

  17. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. júní 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit. USK23030053

    Fylgigögn

  18. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells. USK23120184

    Fylgigögn

  19. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells. USK23120184

    Fylgigögn

  20. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar vegna heimildar til uppbyggingar og enduruppbyggingar stakra húsa á opnum svæðum. USK24060311

    Fylgigögn

  21. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og umhverfismats vegna þróunar byggðar á Kjalarnesi, Grundarhverfi, opin svæði utan vaxtamarka. USK24060310

    Fylgigögn

  22. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. júlí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og umhverfismats vegna þróunar byggðar á Kjalarnesi, stefnu um landbúnaðarsvæði og opin svæði, skógrækt, landslag, verndarsvæði og kolefnisspor landnotkunar og nýtingar. USK24060309

    Fylgigögn

  23. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2024 ásamt kæru nr. 47/2024, dags. 16. apríl 2024, þar sem kærð er samþykkt breyting á deiliskipulagi á Skúlagötusvæði – Endastöð Strætó við Skúlagötu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 19. apríl 2024. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. maí 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða á grundvelli ákvörðunar skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 22. mars 2024 um að veita framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar skiptistöðvar strætó og lóðafrágangs.

    Ásamt því er lagður fram endanlegur úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlinamála, dags. 16. júní 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 25. janúar 2024 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna skiptistöðvar Strætó við Skúlagötu og um ógildingu hins kærða framkvæmdaleyfis sem skipulagsfulltrúi gaf út hinn 22. mars sl. USK24040176

    Fylgigögn

  24. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júlí 2024 ásamt kæru nr. 72/2024, dags. 7. júlí 2024, þar sem kærð er sú ákvörðun um að breyta bílastæðum við íbúðarblokk í Stórholti í safnstæði fyrir leigubíla. USK24070091

    Fylgigögn

  25. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. júlí 2024 ásamt kæru nr. 79/2024, dags. 25. júlí 2024, þar sem kærð er ákvörðun Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að gefa út lokaúttekt á fjórum íbúðabyggingum Mýrargötu 33-39, 101 Reykjavík. USK24070288

    Fylgigögn

  26. Úrskurður nr. 77/2024

    Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24070277

    Fylgigögn

  27. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 19. liður fundargerðar fundar umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 8. ágúst 2024.

    Frestað USK24050185

  28. ögð fram að nýju fyrirspurn fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 30. liður umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. apríl 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24040274

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt svari er framkvæmd Ævintýraborga við Eggertsgötu lokið og við Nauthólsveg á lokafrágangur lóðar að klárast í haust 2024. Ekki kemur fram í svari hvort það næst en haustið er handan við hornið.  Í svari segir að Ævintýraborg við Vörðuskóla eigi einnig að klárast í haust en munu þær áætlanir standast? Staðan á þessum málum hefur almennt verið erfið ekki síst vegna þess að börn hefur þurft að færa  til vegna myglu og skemmda á húsnæði nokkurra leikskóla í borginni. Þegar sagt er að eitthvað eigi að vera búið að gera  í haust er langt frá að borgarbúar viti hvort þeir geti treyst á það. Fyrirspurninni er í raun enn ósvarað. Um er að ræða nýja gáma¬byggð á bíla¬plan¬inu við Vörðuskóla sem get¬ur tekið við allt að 75 börn¬um frá 12 mánaða aldri. Mörgum spurningum er í raun ósvarað í þessum málaflokki. Ekki er ljóst hvenær viðgerðum verður lokið á þeim leikskólum  hafa verið ónothæfir vegna myglu og raka og nú hefur Brákarborg bæst við lista leikskóla sem þarfnast mikilla viðgerðar og endurbyggingar.

    Fylgigögn

  29.     Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs 29. maí 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24050365

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að upplýsingar um verkefni á vegum borgarinnar séu aðgengilegar borgarbúum og lagði þess vegna fram þessa fyrirspurn. Ekki er gott að átta sig á hversu nákvæmar þessar upplýsingar eru sem finna má á umræddum vef. Mygla og raki hafa fundist í tugum leik- og grunnskóla og hefur gert vonda stöðu enn verri. Í fyrra voru yfir 1.200 grunn- og leikskólabörn í húsnæði utan skólalóðar heimaskóla vegna mygluvandamála, 860 grunnskólabörn og 350 leikskólabörn. Síðan þá hafa líklega bæst við tugi barna ef ekki hundruð.  

    Fylgigögn

  30. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK24060399

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til í upphafi sumars að farið yrðu í nokkrar minniháttar en þó nauðsynlegar viðbætur og lagfæringar en einnig var lagt til að lögð yrðu drög að stærri verkefnum til að tryggja öryggi í umferðinni. Lagt var til að lýsingar við skóla og leikskóla yrðu yfirfarnar og að bæta við  sleppistæðum við leikskólann Sunnuás. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að tillögurnar hafi verið of margar og of efnismiklar og nú sé tíminn hvort eð er liðinn sem ætlaður var til vinnslu þeirra eins og segir í bókun meirihlutans. Fulltrúi Flokks fólksins mun leggja aftur fram tillögurnar, hverja í sínu lagi en vill á sama tíma lýsa áhyggjum sínum, nú þegar haust og vetur er handan við hornið og skólar að byrja, hversu slæm lýsing er víða við skóla og leikskóla og minnir á  hættur sem myndast fyrir utan þá leikskóla sem ekki hafa næg sleppistæði. Margir kvíða vetri og erfiðri umferð vegna tafa við gönguljós, þar sem betur væri komið að hafa göngubrýr. Lýsingu er einnig ábótavant víða á  zebrabrautum á helstu gönguleiðum. Sárlega þarf að koma upp snjallljósum og snjallgangbrautum við skólaleiðir sem og radarskilti og myndavélum til að stjórna hraða í stað hraðahindrana. Margar hraðahindranir passa ekki inn í staðla og alþjóðlegar reglur auk þess sem þeim fylgir mengun og tafir. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða margar og oft efnismiklar tillögur að aðgerðum sem eðlilegast væri að yrðu lagðar fram hver í sínu lagi, auk þess sem sá tími sem ætlaður var undir vinnslu þeirra er liðinn. Við leggjum til að tillögunni verði vísað frá.

  31. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK24060399

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til í upphafi sumars að farið yrðu í nokkrar minniháttar en þó nauðsynlegar viðbætur og lagfæringar en einnig var lagt til að lögð yrðu drög að stærri verkefnum til að tryggja öryggi í umferðinni. Lagt var til að lýsingar við skóla og leikskóla yrðu yfirfarnar og að bæta við  sleppistæðum við leikskólann Sunnuás. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að tillögurnar hafi verið of margar og of efnismiklar og nú sé tíminn hvort eð er liðinn sem ætlaður var til vinnslu þeirra eins og segir í bókun meirihlutans. Fulltrúi Flokks fólksins mun leggja aftur fram tillögurnar, hverja í sínu lagi en vill á sama tíma lýsa áhyggjum sínum, nú þegar haust og vetur er handan við hornið og skólar að byrja, hversu slæm lýsing er víða við skóla og leikskóla og minnir á  hættur sem myndast fyrir utan þá leikskóla sem ekki hafa næg sleppistæði. Margir kvíða vetri og erfiðri umferð vegna tafa við gönguljós, þar sem betur væri komið að hafa göngubrýr. Lýsingu er einnig ábótavant víða á  zebrabrautum á helstu gönguleiðum. Sárlega þarf að koma upp snjallljósum og snjallgangbrautum við skólaleiðir sem og radarskilti og myndavélum til að stjórna hraða í stað hraðahindrana. Margar hraðahindranir passa ekki inn í staðla og alþjóðlegar reglur auk þess sem þeim fylgir mengun og tafir. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða margar og oft efnismiklar tillögur að aðgerðum sem eðlilegast væri að yrðu lagðar fram hver í sínu lagi, auk þess sem sá tími sem ætlaður var undir vinnslu þeirra er liðinn. Við leggjum til að tillögunni verði vísað frá.

  32. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24060411

  33. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24060410

  34. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs 13. júní 2024.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa MSS24060061

  35. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK24060417

  36. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa USK24060430

  37. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða. USK24060404

  38. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða. USK24060403

  39. Svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verðlag við kaup á mannvirkjum á Kleppsvegi 150-152 og við byggingu leikskólans Brákarborgar

    Fyrir næsta fund umhverfis- og skipulagsráðs

    Svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verðlag við kaup á mannvirkjum á Kleppsvegi 150-152 og við byggingu leikskólans Brákarborgar

  40. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins að fjarlægja hægri beygjuljós þar sem þeirra er ekki þörf

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld skoði hvar hægt er að fjarlægja hægri beygjuljós í borgarlandinu með tilliti til slysasögu.

    Lagt er til að fjarlægja hægri beygjuljós á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar sem og gatnamót Sæbrautar og Karfavogur en á þessum gatnamótum hafa engin slys orðið samkvæmt slysavef samgöngustofu. Einnig er lagt til að aftengja hægri beygjuljós á frá Holtavegi inn á Sæbraut á kvöldin og um helgar enda þeirra ekki þörf þar sem umferð er þá minni. Greinargerð fylgir tillögu.

    Frestað

  41. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að setja upp snjalljós á umferðarmestu gatnamótin í borginni

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld setji upp snjallljós við  þau gatnamót sem mest á mæðir í Reykjavíkurborg í stað fjögurra stillinga klukkuprógramms sem ekki telst til snjalltækja. Sá vírsegull  sem nú er við gatnamót mælir hvorki hraða né umferðarflæði. Vírsegullinn  gerir ekki greinarmun á bíl, strætó eða hjóli og getur því ekki talist  til snjallljósakerfis. Lagt er til að snjallljós komi í staðinn. Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað

  42. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fjölga bílastæðum í Þorpinu Gufunesi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að komin verði upp fleiri bílastæðum í Þorpinu í Gufunesi. Það stóð til að fólk lifði bíllausum lífsstíl í Þorpinu en það  er með öllu útilokað vegna fjarlægðar frá þjónustu og engar  almenningssamgöngur eru á staðnum þrátt fyrir tillögur þar um.  Flestir hafa nú þegar neyðst til að kaupa sér bíl  en í Þorpinu er skortur á bílastæðum og neyðast bíleigendur til að leggja bíl sínum á svæði sem ekki eru merkt sem bílastæði.agt er til að snjallljós komi í staðinn. Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað

  43. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að Strætó bs. skipuleggi strætóferðir inn í Þorpið í Gufunesi

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að strætó aki inn í Þorpið í Gufunesi, að Þorpið verði einfaldlega hluti af almenningssamgangnakerfinu. Engar almenningssamgöngur eru í vistþorpinu utan þess að hægt er að hringja á leigubíl.

    Frestað

  44. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að hefja snjallljósavæðingu með nýjustu tækni á Höfðabakka

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að snjallljós með innrauðum búnaði (nemum) sem lesa umferðina, aðstæður, taka myndir og greina lifandi verur, verði settir upp við Höfðabakka  en þessi ljós hafa nú þegar verið keypt í þessum tilgangi og eru komin til landsins. Mikilvægt er að ljósin verði sett upp fyrir haustið til að auka afkastagetu umferðarflæðis.

    Einnig er lagt til að snjallljósum af nýjustu gerð verði komið upp á  helstu umferðargötum borgarinnar til að auka umferðaröryggi. Samskonar tæknibúnaður er komin í helstu borgir sem við berum okkur saman við.

    Frestað

  45. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins Flokks fólksins um að Strætó bs taki upp forgangsapp

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að Strætó bs. taki upp þar til gert forgangsapp eins og aðrar borgir hafa gert, sambærilegt “Bláa punktinum” Danmörku og Oyster í London. Um er að ræða “app” sem virkar á öll almenningssamgöngukerfi.  Appið er ekki aðeins með talningu heldur kortleggur einnig ferðamáta fólks og ferðaáætlanir milli staða.  Appið er líka innheimtuapp og telur ekki aðeins innstig heldur ferðir fólks milli kerfa. Með þessu er hægt að fylgjast með flæði ferða og sjá hvar álagið er mest  og hvar forgangsakstur er nauðsynlegur til að aðrir geti brugðist við. Nýlega endaði forgangsakstur í slysi við ljósin Kringlumýrarbraut/Miklabraut vegna þess að í Reykjavík er ekki komin nýjasta tækni í umferðarmálum.

    Frestað

  46. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um möguleg svæði í borgarlandinu fyrir hjólhýsabúa

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að eftirfarandi svæði í borgarlandinu verði skoðuð sem hentug svæði fyrir hjólhýsabúa (hjólabúa):

    Lagt er til að svæði fyrir neðan Hamrahverfið verði skoðað.

    Lagt er til að svæði í Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þarna er skemmtigarður og auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús (hótel á súlum) og skemmtigarður.  Þarna er bæði rafmagn og vatn.

    Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn.

    Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Þarna er stutt í ýmsa þjónustu.

    Frestað

    Einnig er vert að skoða Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær upp að golfvelli.

    Vert er að skoðaRauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur, þyrfti að búa til lítinn veg.  Þarna er stutt í þjónustu

    Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið upp á Hólmsheiði

  47. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölgun bílastæða við Dalslaug

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði þess á leit við lóðarhafa að fjölga bílastæðum við Dalslaug vegna skorts á bílastæðum við laugina. Ekki er raunhæft að ætla að hægt sé að samnýta bílastæði fyrir laugagesti, skóla og bókasafns sem og íþróttahallar. Greinargerð fylgir tillögu

    Frestað

  48. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lengingu á tíma götulýsingar

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að lengja götulýsinguna í það sem var fyrir hrun í ljósi mikils sparnaðs með nýrri LED tækni sem búið er að setja upp.

    Frestað

  49. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvers vegna  hægri aðrein til vesturs á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðarvegar hafi verið fjarlægð

    Flokkur óskar upplýsinga um hvers vegna  hægri aðrein til vesturs á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðarvegar hafi verið fjarlægð. Einnig hvort fleiri aðreinar hafi verið fjarlægðar og hvort það sé á stefnuskránni að fjarlægja fleiri aðreinar í borgarlandinu?

  50. Fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokk fólksins um torf þök í borgarlandinu

    Óskað er upplýsinga um hvar, ef einhvers staðar, er verið að leggja torfþök á hús á vegum borgarinnar?

    Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að skipulagsyfirvöld hafa talið torfþök eftirsóknarverð? verið svo ánægð með það val að setja torf á þök?

    Er tilgangur með torfþaki að seinka frárennslinu?

  51. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um svifryksmengun

    Fyrirspurn Flokks fólksins um hvort gerðar hafi verið mælingar á hversu mikið hlutfall svifryks má rekja til umferðartafa með öðrum orðum hversu stór orsakavaldur  slakt flæði umferðar er á svifryksmengun?

  52. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áhrif umferðar á samgöngumannvirki

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort að búið sé að meta áhrif aukinnar umferðar á samgöngumannvirki borgarinnar eins og Ártúnsbrekku og Vesturlandsveg ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar uppbygging byggðar í Ártúnshöfða og Keldnalandi sem fjölgar íbúum þar um líklega 30.000 plús.

    Einnig er spurt hvort að búið sé að reikna út umferðarálag í Reykjavík vegna nýs skipulags? Loks er spurt um aðgerðir Reykjavíkurborgar til að mæta þessum aukna umferðarþunga en ef miðað er við núverandi akstur per íbúa má ætla að samhliða þessari uppbyggingu gæti fjölda bílferða aukast um allt að 30.000 * 3,2 ferðir eða um allt að 100.000 á dag.

  53. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um malbik

    Flokkur fólksins óskar  upplýsinga um hvaða kröfur Reykjavíkurborg geri til gæða undirlags malbiks í ljósi þess að nagladekkjum er kennt um flestar skemmdir í malbiki og einnig að vera helstu orsakir svifryks?

  54. Fyrirspurn frá áheyrnendafulltrúa Flokk fólksins vegna mistaka á endurgerð Kleppsveg 150-152, Brákarborg

    Fyrirspurnir vegna mistaka á endurgerð Kleppsveg 150-152, Brákarborg

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar skýringa á mistökum sem gerð voru á þaki leikskólans Brákarborgar en þar var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum og leiddi til þess að torfþakið varð eiginlega að mýri.

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver sé heildarkostnaður  verkefnisins frá upphafi: niðurrif, byggingarframkvæmdir og til enda viðgerðar vegna mistakanna og hversu langt kostnaðurinn fór fram úr áætlun?

    Hvernig var eftirliti háttað, úttekt á framkvæmdum og hvenær í ferlinu varð þessi vandi ljós?

  55. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Sundabaut

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Flokkur fólksins kallar eftir að fá upplýsingar um hvar Sundabraut á nákvæmlega að liggja?

    Einnig er kallað eftir hvort talið sé að lagning Sundabrautar í einhverri mynd verði hafin innan 8-10 ára, fyrr en það eða seinna? 

  56. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagningu hraðahindrana þar sem þeirra er sýnilega ekki þörf

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um af hverju meirihlutinn og skipulagsyfirvöld hafa sett hraðahindranir rétt þegar komið er að þverun þar sem hringtorg er í beinu framhaldi þar sem það segir sig sjálft að ekki er hægt annað en að hægja á sér til að komast inn í hringtorgið og hraðahindrun því óþörf?

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar einnig upplýsinga um af hverju skipulagsyfirvöld hafa sett hraðahindranir strax í kjölfar gönguþverunar á nokkrum stöðum í borginni þar sem það hlýtur að liggja í augum uppi að sú hraðahindrun er með öllu tilgangslaus (sbr. á Borgarvegi og á Sundlaugavegi og á Ánanaustum)?

     

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um af hverju skipulagsyfirvöld hafa sett hraðahindranir (nokkrar) á Strandveg en þar eru engin skráð slys og í raun ekkert sem kallar á hraðahindranir enda liggur þessi 50 km gata í sveigjum sem veldur því óhjákvæmilega að ökumenn verða að draga úr hraða. Hraðahindranir sem ekki hafa sýnileg hlutverk gera fátt annað en að skapa mengun og auka eyðslu. Þarna hefur aldrei verið keyrt á gangandi mann.

Fundi slitið kl. 10:30

Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Kjartan Magnússon

Hildur Björnsdóttir Líf Magneudóttir

Birkir Ingibjartsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. ágúst 2024