Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 26. júní, kl. 9:00 var haldinn 314. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir, Sandra Hlíf Ocares og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2024 og 20. júní 2024 USK23010150
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 19. júní 2024 USK22120096
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á húsnæðisátaki í Grafarvogi. USK24060328
Hjördís Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 09:30 vék Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir vék af fjarfundi og tók sæti á fundinum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að til standi að ráðast í frekari uppbyggingu í úthverfum borgarinnar þar sem innviðir þola aukna byggð. Ef vel er staðið að verki getur slík uppbygging styrkt hverfin verulega og skapað þar skilyrði fyrir aukinni verslun og þjónustu. Það er þó algert skilyrði að slíkt húsnæðisátak verði ekki þvingað fram á forsendum ofurþéttingar heldur útfært í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa. Varðandi Grafarvog þarf t.d. að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem borgarstjóri hefur kynnt að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðisátakið er verkefni sem hugsað er til tveggja ára þar sem markmiðið er að vinna hratt og vel við að deiliskipuleggja og úthluta byggingarhæfum íbúðarlóðum. Grafarvogurinn býður upp á marga möguleika, hægt væri að byggja þar hratt og vel bæði stórar og litlar íbúðir, raðhús, parhús og einbýlishús. Innviðir eru til staðar sem ætti að vera auðvelt að nýta og bæta við eftir atvikum. Úlfarsárdalurinn ætti að vera næstur í forgangsröðuninni, þar er land nægt. Breiðholtið og Grafarholt eru einnig á dagskrá en einnig þarf að brjóta nýtt land undir byggð, slík er húsnæðisþörfin. Þetta þyrfti að gera allt á sama tíma ef vel ætti að vera. Ekki hefur verið byggt nærri nóg í Reykjavík síðustu árin. Í þessu þurfa að vera bæði tögl og hagldir, slíkt er neyðarástandið í húsnæðismálum í Reykjavík
Fylgigögn
-
Aðalskipulagsbreyting - Verklýsing til kynningar sbr. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga. Álfsnes, Esjumelar. Endurskilgreining iðnaðar- og athafnasvæða. Verklýsing til kynningar sbr. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga.
Samþykkt að vísa til borgarráðs. USK24060310
Fylgigögn
-
Aðalskipulagsbreyting - Verklýsing til kynningar sbr. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga. Kjalarnes, Grundarhverfi (og svæði utan vaxtarmarka). Þróun byggðar, stefna um landbúnaðarsvæði, þauleldi, opin svæði, skógrækt, landslag, verndarsvæði og kolefnisspor landnotkunar og nýtingar Þróun byggðar á Kjalarnesi og Grundarhverfi. Endurmat á gildandi stefnu um nýtingu og verndun lands í dreifbýli og almennt á opnum svæðum utan vaxtarmarka þéttbýlis.
Samþykkt að vísa til borgarráðs. USK24060309
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista fagnar allri vinnu sem miðar að því að gera Grundarhverfi að sjálfbærum þéttbýliskjarna sem fyrst, án þess að draga úr sérstöðu svæðisins. Uppbygging á Kjalarnesi er löngu tímabær og að auki til þess fallin að byggja brýr og auka þannig traust íbúa á Kjalarnesi til borgaryfirvalda.
Áheyrnarfulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú á að þétta byggðina. Þá er mikilvægt að gera Grundarhverfi að sjálfstæðum kjarna. Möguleikarnir sem nefndir eru tengjast landbúnaði. En í landbúnaði eru ekki alltaf tryggir tekjumöguleikar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Landbúnaðurinn er háður styrkjum frá samfélaginu og litlar líkur eru á að sérstakir styrkir verði veittir landbúnaðarsvæði sem er í borg. Skógrækt mun ekki gefa tekjur, nema tekið verði fyrir innflutning skógarafurða. Hér virðist vera gert ráð fyrir að aðstoð og fjárstyrkur komi frá borginni. Ef byggð á að þróast með sjálfbærum hætti þarf að styðjast við atvinnu sem gefur tekjur.
Fylgigögn
-
Aðalskipulagsbreyting - Verklýsing til kynningar sbr. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga. Stakar húsbyggingar á opnum svæðum (OP15, OP28). Heimildir um endurbyggingu, viðbyggingar og nýbyggingar. Verklýsing og drög að tillögu lögð fram sbr. 1-2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Samþykkt að vísa til borgarráðs. USK24060311
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2A. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af núverandi Ártúnshöfða til austurs, Elliðaám til vesturs og Stórhöfða (Borgarlínu) til suðurs. Til norðurs afmarkast deiliskipulagssvæðið út frá lóðamörkum sem afmarka lóð Sævarhöfða 12. Svæðið er um 5,48 ha að stærð og þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og blandaðri byggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu er 582. Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögnum skipulagsráðgjafa: ARKÍS arkitektar og LANDSLAG. Verkfræðiráðgjöf: VERKÍS. Almennri greinargerð fyrir svæði 2 (og svæði 1); Sértækri greinargerð fyrir byggingar og lóðir á svæði 2A; deiliskipulags- og skýringaruppdrætti, dags. 6. mars 2024, síðast breytt 10. júní 2024. Einnig er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými, dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís, dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4, dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís, dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís, dags. maí 2021, og mengunarrannsókn Verkís, dags. maí 2020. og svar skipulagsfulltrúa við innsendum athugasemdum dags. 18.6 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Dagur Páll Ammendrup, dags. 6. maí 2024.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK23010195
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu á Ártúnshöfða sem verið er að umbreyta úr grófu iðnaðarsvæði í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar Borgarlínu. Lögð er áhersla á að hönnun gatnaumhverfisins styðji við gott aðgengi allra fararmáta og miði við nýjustu útfærslur í þeim efnum. Sömuleiðis að endanleg hönnun byggðarinnar sem mætir almenningsrýminu við Elliðaá haldi vel utan um það svæði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að málið fari í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins þegar það kemur aftur til ráðsins að loknu samráði.
Fylgigögn
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 6. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna þriggja í eina lóð, aukning á byggingarmagni og heimild fyrir því að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK23110063
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að málið fari í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins þegar það kemur aftur til ráðsins að loknu samráði.
Áheyrnarfulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða að byggja 5 hæða hótel á þessum reit. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining þriggja lóða í eina lóð. Gríðarleg aukning verður á byggingarmagni og er ætlunin að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024. Gera má ráð fyrir þrengslum og slæmu aðgengi þarna enda nú þegar nokkur þéttleiki á svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki væri nær að byggja þarna íbúðir í ljósi mikils íbúðarskorts á höfuðborgarsvæðinu. Þessi reitur er þess utan afar dýrmætur, er miðsvæðis og í göngufjarlægð frá miðbænum og nágrenni. Undir þessum kringumstæðum ætti hótelbygging ekki að vera í forgangi heldur íbúðarhúsnæði og nýir innviðir til að styðja við nýjar íbúðir. Áhrif af svo stórri byggingu munu verða nokkur á umhverfið, um það er engum blöðum að fletta. Athugasemdir eiga eftir að berast og væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að þær verði vel ígrundaðar. Verkefnið allt er býsna bratt að mati Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsókn Halldóru Kristínar Bragadóttur, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðanna nr. 7 og nr. 9 við Skeifuna. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að sameina lóðirnar og afmarka þær eina nýja lóð að viðbættu borgarlandi að Suðurlandsbraut, rífa þær byggingar sem þar standa og reisa nýja byggingu með íbúðum og atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 21. júní 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 21. júní 2024, og skuggavarps- og skýringaruppdrættir Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024. Jafnframt er lögð fram tæknileg áreiðanleikakönnun VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2020, minnisblað Mannvits, dags. 7. mars 2023, um sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar Skeifunnar 7, minnisblað Hnit verkfræðistofu, dags. 19. apríl 2024, um grundun væntra nýbygginga að Skeifunni 7 og 9, hljóðvistarskýrsla Arnheiðar Bjarnadóttir hjá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun, dags. 6. maí 2024, minnisblað Mannvits, dags. 14. maí 2024, vegna skoðunar og sýnatöku að Skeifunni 7, greinargerð Hnits verkfræðistofu, dags. í maí 2024, um endurnotkunaráætlun og koldíoxíðspor og samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í maí 2024.
FrestaðSigríður Maack, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24050162
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing fyrir 1., 2. og 3. áfanga Kringlusvæðis, dags. í apríl 2024, skv. rammaskipulagi Kringlunnar. Unnið verður deiliskipulag fyrir hvern áfanga fyrir sig út frá þeim megin markmiðum sem sett eru fram í deiliskipulagslýsingu þessari og byggja á markmiðum rammaskipulags að teknu tilliti til forsendubreytinga sem tilkomnar eru til eftir að rammaskipulag var samþykkt og útlistaðar verða hér á eftir. Í 1. áfanga er um að ræða uppbyggingu á lóðum nr. 1-3 við Kringluna, þar sem standa tvær byggingar sem áður hýstu skrifstofur og prentsmiðju Morgunblaðsins, ásamt lóð nr. 5 þar sem skrifstofubygging Sjóvá stendur. Áfangi 2 er að stærstum hluta á lóð nr. 7, þar sem byggingar VR standa, og 3. áfangi verður að hluta til á lóð nr. 7 og að hluta til á borgarlandi norðan lóðar. Lýsingin var kynnt frá 9. maí 2024 til og með 6. júní 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Björg Siv Friðleifsdóttir og Gylfi Hammer Gylfason, dags. 5. júní 2024, þinglýstir eigendur Húss verslunarinnar (Kringlan 7), dags.5. júní 2024, Kristín Vala Erlendsdóttir, dags. 6. júní 2024, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 6. júní 2024, Veitur, dags. 6. júní 2024, Björgvin Hall, dags. 6. júní 2024, og Borgarsögusafn Reykjavíkur, 5. og 6. júní 2024.
Kynning á athugasemdumSigríður Maack, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24040320
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Ýmsar athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir Kringlureitinn liggja fyrir um meðal annars of mikið byggingamagn og of há hús. Ramminn í kringum skipulagið er jákvæður og yfir stendur vinna þar sem unnið er úr athugasemdum og réttmætum ábendingum áður en endanleg deiliskipulagstillaga verður lögð fram.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells (Þróunarreitur nr. 84 AR2040). Í breytingunni sem lögð er til felst heildarendurskoðun á svæðinu, til að koma á móts við breyttar áherslur. Almennum íbúðum í raðhúsum og fjölbýlishúsi er fjölgað, námsmannaíbúðir fjarlægðar, leikskólalóð stækkuð, lóðarmörkum breytt og skipulagsmörkum þróunarsvæðisins eru uppfærð til samræmis við Þróunarreit Hverfisskipulags, samkvæmt uppdráttum Krads, dags. 14. mars 2024. Einnig er lagt fram leiðrétt samgöngumat Mannvits fyrir Völvufell, útgáfa 5, dags. 4. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2024 til og með 11. júní 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Íbúaráð Breiðholts, dags. 13. júní 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2024.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Laufey Björg Sigurðardóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK23120184
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Við gerð Hverfisskipulags kom í ljós að áhugi væri á stærri íbúðum í Fellahverfi, nefnt var að fólk með stækkandi fjölskyldur þurfa að flytja úr hverfinu ef vilji eða þörf er til að stækka við sig eða breyta um íbúðaform innan hverfis. Þessi tillaga mætir því. Reynt var að halda í stúdentaíbúðir á þessum reit en áhugi uppbyggingaraðila var ekki fyrir hendi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir það sjónarmið íbúaráðs Breiðholts að æskilegt hefði verið að ná samningum um uppbyggingu stúdentaíbúða á svæðinu. Mikilvægt verði að nýta skipulag Völvufells til að tryggja æskilega félagslega blöndun í hverfinu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er miður að fjarlægja eigi allar námsmannaíbúðir á þessum stað. Ekki náðist samkomulag við félögin sem standa að námsmönnum um byggingu námsmannaíbúða þarna. Námsmannaíbúðir eru hluti af góðri blöndun að mati Flokks fólksins. Það eru miklir kostir að hafa íbúðir fyrir námsmenn helst sem víðast. Með slíkum íbúðum verða auðvitað að fylgja bílastæði. Rök námsmanna félaganna tveggja voru þau að betra sé að byggja nær skólunum.
- Kl. 11:22 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi.
- Kl. 11:52 var fundi frestað vegna eldsvoða- 28. júní kl 08.08 er fundi fram haldið í Borgartúni 12-14, 3. hæð, Arnarholti. Mætt eru: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Birkir Ingibjartsson, Jóhanna Dýrunn, Kjartan Magnússon og Ásta Skjalddal auk embættismannanna Guðmundar Benedikts Friðrikssonar, Bjarna Rúnars og Glóeyjar Helgudóttir Finnsdóttur sem er fundarritari . Mætt í gegnum fjarfundarbúnað eru: Hildur Björnsdóttir, Líf Magneudóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir auk Björns Axelssonar og Hólmfríður Frostadóttur.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, útgáfa 2, dags. 14. júní 2024, byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023, og úrvinnsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. árið 2024, á tillögum að hverfisvernd Hlíða eins og þær eru settar fram í Byggðakönnun, Borgarhluti 3 – Hlíðar. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Hjalti Sigmundsson, dags. 5. desember 2023, Andrea Ósk Jónsdóttir, dags. 8. janúar 2024, 15. eigendur fasteigna á reit/skilmálaeiningu 3.1.28, dags. 8. janúar 2024, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Lísa Ann Hartranft, dags. 10. og 31. janúar 2024, Anna Beverlee Saari, dags. 10. janúar 2024, Samúel Torfi Pétursson, þrjár umsagnir, dags. 10. og 14. janúar 2024, Sif Bjarnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Hörður Valgarðsson, dags. 11. janúar 2024, Bryndís Björk Arnardóttir, dags. 11. janúar 2024, Ellert Þór Jóhannsson, dags. 12. janúar 2024, Friðrik Sturlaugsson, dags. 12. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Friðrik Klingbeil Gunnarsson, dags. 16. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, dags. 17. janúar 2024, Margrét M. Norðdahl, dags. 18. janúar 2024, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, dags. 18. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Finnur Sigurðsson, dags. 29. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Ómar Ingi Jóhannesson, dags. 30. janúar 2024, Óskar Ómarsson, dags. 31. janúar 2024, Sara Axelsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, Lísa Ann Hartranft og Pétur T. Gunnarsson, dags. 1. febrúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, Leó Alexander Guðmundsson og Sigríður V. Jónsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2024.
Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2024
Vísað til borgarráðs
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2 Hlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, útgáfa 2, dags. 14. júní 2024, byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023, og úrvinnsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. árið 2024, á tillögum að hverfisvernd Hlíða eins og þær eru settar fram í Byggðakönnun, Borgarhluti 3 – Hlíðar. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Sveinn Orri Tryggvason, dags. 17. desember 2023, Tinna Gilbertsdóttir, dags. 21. og 28. desember 2023, Friðrik Örn Jörgensson, dags. 10. janúar 2024, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Kristinn Árnason, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Kolbrún Jarlsdóttir, dags. 12. janúar 2024, Bryndís Loftsdóttir, dags. 12. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Hafsteinn Snæland Grétarsson, dags. 18. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Jón Bjarni Friðriksson, dags. 25. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Jörgen Már Ágústsson hjá MAGNA lögmönnum f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 30. janúar 2024, Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson, dags. 31. janúar 2024, Hilmar Ingólfsson, dags. 31. janúar 2024, Karl Jóhann Jóhannsson og Kristín Una Sigurðardóttir, dags. 31. janúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, Guðjón Steinar Þorláksson og Dagbjört Elva Sigurðardóttir, dags. 1. febrúar 2024, Kristín Una Sigurðardóttir og Karl Jóhann Jóhannsson, dags. 1. febrúar 2024, Leó Alexander Guðmundsson og Sigríður V. Jónsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2024.
Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs. SN150531Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðarnar, Háteigshverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt. Stefnt er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús. Lagt er til að á Klambratúni komi lausagöngusvæði fyrir hunda. Grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.
Áheyrnarfulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að “samráð” hafi verið haft. Slíkt “samráð” virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara og þar með er málið dautt. "
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, br. 14. júní 2024. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, útgáfa 2, dags. 14. júní 2024, byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023, og úrvinnsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. árið 2024, á tillögum að hverfisvernd Hlíða eins og þær eru settar fram í Byggðakönnun, Borgarhluti 3 – Hlíðar. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Sigrún Björk Jakobsdóttir f.h. Isavia Innanlandsflugvalla, dags. 15. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Finnur Sigurðsson, dags. 29. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2024.
Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið SN150532
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðarnar, Háteigshverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt. Stefnt er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús. Lagt er til að á Klambratúni komi lausagöngusvæði fyrir hunda. Grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.
Áheyrnarfulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að “samráð” hafi verið haft. Slíkt “samráð” virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara og þar með er málið dautt.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 20. júní 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norður- og austurkanti Skarphéðinsgötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Karlagötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Vífilsgötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Mánagötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Skeggjagötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Hrefnugötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Kjartansgötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Guðrúnargötu
• Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Bollagötu milli Rauðarárstígs og GunnarsbrautarFulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um bann við lagningu ökutækja í Norðurmýri verði kynnt fyrir íbúum í hverfinu og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða íbúa við Skarphéðinsgötu, Karlagötu, Vífilsgötu, Mánagötu, Skeggjagötu, Hrefnugötu, Kjartansgötu, Guðrúnargötu, Bollagötu, Auðarstræti og Gunnarsbraut.
Felld með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Tillögunni verði vísað til umsagnar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, áður en hún kemur til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt með 5 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og Vinstri grænna, Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar. USK24010001
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð borgarinnar eru samráðsvettvangur íbúa og borgarinnar. Vel fer á að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt á opnum fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða áður en tillagan kemur til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. Þar gefst öllum íbúum tækifæri til að tjá sig um málefnið. Ennfremur er tillögunni vísað til umsagnar slökkviliðsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Löng hefð er fyrir því að íbúar í Norðurmýri leggi bifreiðum sínum beggja megin götu í mörgum götum hverfisins. Sú breyting, sem hér er lögð til, mun því hafa gríðarleg áhrif á allt umferðarskipulag á svæðinu og að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa. Þykir fulltrúum Sjálfstæðisflokks lágmark að kynna slíka tillögu fyrir íbúum hverfisins og gefa þeim kost á að tjá sig um málið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Vettvangur íbúaráða borgarinnar nægir ekki í þeim efnum enda sýnir nýleg könnun að aðeins 4,4% borgarbúa hafa reynslu af íbúaráðum Reykjavíkur. Þar sem meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar hefur hafnað tillögu Sjálfstæðisflokks um beint samráð við íbúa geta fulltrúarnir ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Það er ljóst að yfirlýsingar þessa meirihluta um íbúasamráð eru innantómar og merkingarlausar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um umtalsverðar breytingar að ræða, skipulagsyfirvöld vilja banna lagningu ökutækja beggja vegna í Norðurmýri á fjölmörgum götum. Verið er að þrengja mjög að bílum og skapa aukin vandræði fyrir bíleigendur. Nauðsynlegt er að fara í samráð og hafa kosningu meðal íbúa á svæðinu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Sú hefð hefur myndast í mörgum götum í Norðurmýri að ökutækjum sé lagt beggja vegna og því er ekki bara hægt að breyta þessu með einu pennastriki án þess að ræða við fólkið sem þarna býr og hefur hagsmuni að gæta. Helstu rökin eru þau af hálfu meirihlutans að lagning beggja vegna skapi hættu. En þá er spurt, hafa orðið slys eða óhöpp sökum þessa sem rekja má beinlínis til að lagt er beggja vegna á þessum götum? Fulltrúi Flokks fólksins sér fyrir sér að hafður sé fundi með íbúunum og heyrt ofan í þá hljóðið með þetta mál. Í hverfinu og nágrenni þess ríkir nú þegar mikill bílastæðaskortur.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. dags. 18. júní 2024 ásamt fylgiskjali USK23010167
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. júní 2024 ásamt kæru nr. 62/2024, dags. 12. júní 2024 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að heimila að sett verði i stað steyptra svalahandriða glerhandrið og klæðningu a suðurhlið. dagsett 14. maí 2024. USK24060187
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upphituð biðskýli ásamt salernisaðstöðu á skiptistöð Strætó við Skúlagötu, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 6. mars 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 18. júní 2024
Formaður leggur fram eftirfarandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að tillögunni sé skipt í tvennt. Samþykkt
Lagt er til að upphituðu biðskýli verði komið fyrir á fyrirhugaðri stoppistöð Strætó bs við Skúlagötu.
SamþykktLagt er til að einnig verði komið upp salernisaðstöðu og aðstöðu fyrir bleyjuskipti.
Felld með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24030076
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ný endastöð strætisvagna við Skúlagötu verður fjölsótt af strætisvagnafarþegum þótt hún verði ekki jafn fjölfarin og Hlemmur. Það er því full ástæða til að koma þar fyrir upphituðu biðskýli ásamt salernisaðstöðu eins og tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kveður á um. Jafnframt skal bent á að sárlega vantar salernisaðstöðu við Sólfarið, einn fjölsóttasta ferðamannastað borgarinnar, sem er skammt frá umræddri endastöð. Salernisaðstaða við endastöðina myndi því einnig nýtast fjölmörgum ferðamönnum.
Áheyrnafulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld hafa sett upp tímabundna endastöð Strætó við Skúlagötu vegna flutnings frá Hlemmi. Reiknað er með að framkvæmdir við Hlemm taki langan tíma, jafnvel nokkur ár eða þar til fyrsti áfangi borgarlínu er kominn í gagnið. Staðsetning við Skúlagötu er óhentug og mun hafa ónæði í för með sér fyrir nærliggjandi íbúa. Það er því mikilvægt að komið verði upp fullnægjandi aðstöðu fyrir farþega á skiptistöð Strætó bs. við Skúlagötu, að komið verði upp alla vega mannsæmandi biðstöð þótt stöðin verði e.t.v. ekki nýtt sem skiptistöð. Óljóst er hvað skiptifarþegar eru margir en hafa skal í huga að fólki fer fjölgandi í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lagt er til að fela skrifstofu umhverfisgæða, starfsfólki hverfisskipulags í samvinnu við Dýraþjónustu að greina tækifæri til fjölgunar hundagerða og lausagöngusvæða fyrir hunda innan allra hverfa og leggja fram um það tillögur. Einnig verði skoðað hvar best verði að koma fyrir nýju stóru lausagöngusvæði sem kæmi í stað Geirsnefjar sem mun taka breytingum á næstu árum. Fleiri leiðir til að huga betur að þörfum dýra og dýraeigenda í skipulagi verði skoðaðar sömuleiðis.
Samþykkt USK24060302
Áheyrnarfulltrúi Flokk Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefur nýlega sent inn tillögur um að farið verði í róttækar breytingar og bætingar sem lúta að endurbótum og lagfæringum á hundagerðum auk þess að gerð verði ný og stærri sem og að fleiri svæði verði skilgreind fyrir lausagöngu hunda. Í þessum málum þarf að gera átak. Illa er haldið utan um mörg hundagerði í Reykjavík, það vantar sem dæmi lýsingu m.a. á Geirsnesi. Það vantar einnig sorptunnur og flest gerðin eru of lítil. Reykjavík er sennilega minnst hundavæn af þeim borgum sem við berum okkur saman við. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig lagt til að almennt skal heimila gæludýr í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu þar með talið í landsbyggðarvögnum. Lagt er til að ekki skuli lengur vera skilyrði að sá sem ferðast með dýr þurfi fyrst að koma einn inn um framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Þessi regla er auk þess ekki framkvæmanleg. Hvernig á að gera þetta, skilja gæludýrið eftir á götunni á meðan greitt er? Skilyrði um að gæludýr verði að vera í búri eða töskum í strætó er einnig óþarft og löngu úrelt
Fylgigögn
-
Lagt er til að greina tækifæri til að efla enn frekar borgarbúskap í borginni og styðja við myndun samfélaga í kringum ræktun í þéttbýli. Skoðað verði hvernig hægt væri að auðvelda og/eða hvetja fjölbýlishús til að nýta sínar lóðir í þessum tilgangi. Sérstaklega verði skoðað hvernig hægt er að stuðla að inngildingu og vinna gegn einmannaleika og einangrun með borgarbúskap og styðja samheldni innan hverfa, nágranna og hópa. Metið verði hvernig hægt er að nýta aðferðir sem hafa gefist vel innanlands og erlendis í þessu samhengi.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. USK24060303Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 19. júní 2024
vísað til meðferðar strætó USK24060268 -
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 19. júní 2024
vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmdar og viðhalds USK24060267 -
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 27. liður fundargerðar dags. 19. júní 2024
vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24060263 -
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. júní 2024
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK24060266 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.
Vísað til umsagnar Fjármála- og áhættustýringarsviðs, eignaskrifstofu USK24060163 -
Lögð frama ð nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa USK24060156 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.
Vísað til umsagnar Fjármála- og áhættustýringarsviðs, eignaskrifstofu USK24060160 -
Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði leggur til að sumarið verði notað í að undirbúa og leggja drög að: Yfirfara lýsingar við skóla og leikskóla. Bæta við stæðum þ.m.t. sleppistæðum við leikskóla t.d. eru engin stæði við leikskólann Sunnuás. Lagt er til að lengja og laga aðreinar á stórum umferðargötum eins og Miklubraut, Sæbraut og fleiri stöðum þar sem þess er þörf. Lagt er til að hefja undirbúning á að setja göngubrýr í stað gönguljósa á stórar umferðaræðar eins og Miklubraut ásamt á Kringlumýrabraut við Suðurver og Sæbraut Lagt er til að lýsa og mála zebrabrautir á helstu gönguleiðum og setja upp “snjallgangbrautir” við skólaleiðir Einnig er lagt til að nota radarskilti og myndavélar til að stjórna hraða í stað hraðahindrana. Margar hraðahindranir passa ekki inn í staðla og alþjóðlegar reglur auk þess sem þeim fylgir mengun og tafir. Lagt er til að sumarið verði notað til að fjölga bílastæðum við Dalslaug í Úlfarsárdal og íþróttasvæðið þar í kring. Við laugina eru allt of fá stæði sem skapar öngþveiti. Einnig lagt til að hámarkshraði Laugarásvegar verði merktur í bak og fyrir því þrátt fyrir mótvægisaðgerðir aka sumir þessa götu á allt of miklum hraða.
Frestað USK24060399
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Vogaland og Undraland. Víða við umræddar götur eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. USK24060410
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Skeiðarvog þar sem þær eru víða eyddar, sprungnar og ójafnar. Einnig þarf að ljúka frágangi skurða á nokkrum stöðum. Þörfin er brýnust í norðurhluta götunnar. USK24060411
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Sundlaugaveg. Víða við brautina eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Brýnust er þörfin norðan megin götunnar. USK24060432
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir stuttri greinargerð um almenningssalerni í Reykjavík. Þar komi m.a. fram upplýsingar um staðsetningu, afgreiðslutíma og ástand slíkra salerna. Af hverju eru sjálfvirk salerni (turnar) víðast hvar óvirk og lokuð, t.d. í Hljómskálagarðinum? USK24060417
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. febrúar 2022 í máli 134/2021 kemur fram að forsendur höfnunar á ógildingu nýs deiliskipulags vegna “Nýja Skerjafjarðar” séu meðal annars að ráðist verði í breytingar á deiliskipulagi Skerjafjarðar, þ.e.a.s. þess gamla. Sbr úrskurðarorð nefndarinnar: “Fram kemur í greinargerð með hinu kærða deiliskipulagi að farið verði í vinnu við að breyta núgildandi deiliskipulagi Skildinganess og deiliskipulagi Einarsness þar sem hljóðvist vegna umferðar yrði tekin fyrir og ráðist í mögulegar mótvægisaðgerðir. Að framangreindu virtu er ekki að finna þá form- eða efnisannmarka á hinni kærðu ákvörðun er raskað geta gildi hennar og verður kröfu kærenda þar um því hafnað.” Hvernig miðar þeirri vinnu sem lögð var til grundvallar úrskurði úrskurðarnefndarinnar? Hvenær mega íbúar við Einarsnes búast við því að þau sjái hvernig framtíðin við götuna lítur út? Sérstaklega í ljósi þess að búist er við að bílaumferð í götunni aukist úr 2.800 bílum í 9.000 bíla á dag eða um 322%. USK24060430
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins telur það mjög mikilvægt að vita hvar umhverfisáhrif eru mest og því best að sjá hvar árangur skiptir þá mestu máli. Hvað er það sem “tikkar” mest, er það fjölgun rafbíla, færri utanlandsferðir, minni úrgangur, betri flokkun o.s.frv. ? Einnig væri áhugavert að vita hversu vel hefði tekist með að fá starfsmenn Reykjavíkurborgar til að taka Strætó, eða ganga/hjóla? Um þetta er spurt og óskað er eftir tölulegum upplýsingum. Ef að Reykjavíkurborg vill ná árangri sem ég tel að allir séu sammála um þá þarf að vera mælanlegt hvaða árangur náist. USK24060404
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort að Reykjavíkurborg mæli árangur sinn í umhverfismálum og hvort að slík mæling sýni árangur sem væri áhugavert fyrir kjósendur að vera upplýstir um? USK24060403
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig skipulagsyfirvöld og meirihlutinn hyggst bregðast við mótmælum íbúa Grafarvogs vegna fyrirhugaðrar byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima en með því er gengið á grænan reit?
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar af hverju ekki hafa verið lögð drög að frekari uppbyggingu skóla í Úlfarsárdal? Nú er Dalskóli sprunginn sem tefur frekari uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal þar sem nægt land er til ráðstöfunar. Af hverju er ekki búið að gera ráð fyrir að byggja t.d. skóla og leikskóla í Tjörnunum þ.e. nýju uppbyggingunni undir Úlfarsfelli hjá Silfratjörn USK24060405
- Kl.09:20 víkur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir af fundi
- Kl. 09:21 víkur Líf Magneudóttir af fundi
- Kl. 09:25 víkur Kjartan Magnússon af fundi
Fundi slitið kl. 10:07
Dóra Björt Guðjónsdóttir Birkir Ingibjartsson
Hildur Björnsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 26. júní 2024