Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 313

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 19.. júní, kl. 9:00 var haldinn 313. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Auðun Helgason sem tók sæti með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefni um útiveitingar á borgarlandi.

    Kristín Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur og Salóme Rósa Þorkelsdóttir, verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 09:09 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum

    -    Kl. 09:09 tekur Friðjón R Friðjónsson sæti á fundinum USK24060192

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á frumdrögum á Miklubraut í stokk eða jarðgöng.

    Berglind Hallgrímsdóttir og Guðmundur Guðnason frá EFLU og Kristján Árni Kristjánsson og Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060184

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er lögð á borð áhugaverð áætlun. Hvergi er þó að finna neinar hugleiðingar um hvað gert er með mengaða loftið í göngunum. Þegar um svona löng göng er að ræða þarf að huga að mengunarvörnum. Mengun er ekki síður atriði hvort sem maður er ofanjarðar eða neðan.  Hér virðist vera  gert ráð fyrir að mengaða loftið streymi út um gangnaopin/munnanna. Þaðan kemur einnig hreina loftið inn í jarðgöngin. Þarf ekki að stýra loftflæðinu og jafnvel upp um sérstaka strompa,  þar sem í framtíðinni væri hægt að hreinsa loftið? Einhvers konar hreinsunarbúnað er klárlega þörf. Það er mörgum spurningum ósvarað í þessari annars metnaðarfullu kynningu. Til dæmis gæti orðið  mengunarvandmál við gangnaopin fyrir nærbúandi fólk? Við umferðarmestu göturnar núna, er þegar mikil mengun, og er þó ekkert þak þar yfir. Fulltrúi Flokks fólksins væntir þess að þetta verði betur útskýrt á næsta stigi.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð byggingarfulltrúa dags. 11. júní 2024 USK22120096

    Fylgigögn

  4. Lagt er til að samþykkja að Austurstræti, vestan Pósthússtrætis, verði göngugata og Pósthússtræti verði vistgata til 1. október 2024. Skrifstofu samgangna og borgarhönnunar er falið að útfæra tillöguna og hefja samráð og samtal við hagaðila á svæðinu sem verði lagt til grundvallar tillögu um framtíðarfyrirkomulag. Greinargerð fylgir tillögu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um göngugötur og vistgötur verði kynnt fyrir rekstraraðilum og íbúum viðkomandi gatna og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða Austurstræti, Pósthússtræti, Vallarstræti og Veltusund.

    Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar á móti þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24060214

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með þessu er verið að gera Austurstræti, Vallarstræti og Veltusund að göngusvæði til 1. október um leið og Pósthússtræti verður gert að vistgötu. Reynsla af þessu verður metin og álita hagaðila leitað í því samhengi. Það verður svo lagt til grundvallar ákvörðunar um varanlegt fyrirkomulag. Byggir þetta á samþykktri stefnumörkun í umferðarskipulagi Kvosarinnar og í þeirri vinnu var haft samráð við rekstraraðila. Fyrir skemmstu voru bréf um þessar fyrirætlanir borin í hús og rætt við rekstraraðila sömuleiðis. Almennt mælist breytingin vel fyrir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er lagt til að fara í tilraunaverkefni með göngugötur og vistgötur í Kvosinni í þrjá mánuði yfir sumartímann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið rétt, áður en lengra væri haldið, að ráðast í samráð við atvinnurekendur og hagaðila á svæðinu. Það hefði verið rétt að gera mun fyrr í ferlinu og í framhaldinu hefði verið eðlilegt að kynna slíkar niðurstöður fyrir umhverfis- og skipulagsráði. Rétt er að hafa í huga að einhverjir rekstraraðilar og íbúar á svæðinu kunna að telja að um íþyngjandi ákvörðun sé að ræða og við slíka málsmeðferð þarf því að leggja áherslu á vandaða stjórnsýslu. Tillögu Sjálfstæðisflokks um að ljúka samráði áður en lengra er haldið var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Málið var rætt í borgarstjórn 6. febrúar 2023. Lagt var þá  til að samþykkja að Austurstræti, vestan Pósthússtrætis, verði göngugata og Pósthússtræti verði vistgata til 1. október 2024. Nú á að taka fyrsta skrefið. Flokkur fólksins leggur áherslu á að leita álits hagaðila svo ástandið sem skapaðist á Laugavegi og nágrenni þegar meirihlutinn keyrði í gegn göngugötu þrátt fyrir hávær mótmæli endurtaki sig ekki. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta verkefni ekki vera forgangsverkefni. Aðstæður í Kvosinni eru ekki slæmar. Þarna eru að mestu ferðamenn á ferð. Fæstir sem þarna fara um er fólk sem býr utan miðbæjar. Aðgengi fyrir utanaðkomandi að svæðinu er erfitt.  Eins og sjá má í könnunum  er það mat fjölmargra  að miðbærinn sé að verða eitt göngugötuvirki og að virkinu er ekki auðvelt að komast fyrir alla.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga um göngugötur og vistgötur í Kvosinni.

    Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um umferð:

    • Að Austurstræti verði göngugata til 1. október 2024

    • Að Vallarstræti vestan Veltusunds verði göngugata til 1. október 2024

    • Að Veltusund verði göngugata til 1. október 2024

    • Að Pósthússtræti verði vistgata til 1. október 2024

    • Að eitt bifreiðastæði í Hafnarstræti verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða

    • Að eitt bifreiðastæði í Pósthússtræti verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. . umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    -    Kl. 10:05 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum USK24010001

    Fylgigögn

  6. Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni er komið fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Við gerð tillögunnar var unnið út frá bæði náttúrulegu yfirbragði Veðurstofuhæðar og núverandi fyrirkomulagi, svo sem helstu aðkomuleiða, veitumannvirkja og þjónustustarfsemi Veðurstofunnar. Leitast er til að ná fram og skapa heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði skv. gild. aðalskipulagi ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum og hvötum í sem mestri sátt við núverandi borgarumhverfi í Hlíðum og Kringlu. Komið er fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg sem tengir saman norður–suður milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar. Hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma tekur mið af karaktereinkennum landsvæðisins. Bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Núverandi heimreið af Bústaðavegi inn á reitinn verður lagfærð og aðlöguð aukinni umferð væntanlegra íbúa. Tillagan byggir undir virkt deilihagkerfi íbúa reitsins gagngert til að auka lífsgæði þeirra og annarra borgarbúa. Skilgreint náttúrulegt útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og nágranna næst reitnum er staðsett á suð-austurhluta reitsins. Útivistarsvæðið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í náttúrulegri hringrás ofanvatnslausna á reitnum. Byggingarmagn á reitnum er skipt í þrennt á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir íbúðum í miðlægu bílastæðahúsi sem gæti fjölgað á seinni stigum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi starfsemi Veðurstofunnar á reitnum. Starfsemin muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg. Nýbyggingarreitur undir skrifstofur vestan við núverandi byggingu verður útfærður í sér deiliskipulagsgerð. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis er staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis ásamt nýjum aðkomuvegi að nýjum mælireit Veðurstofunnar og geislamælaskúr Geislavarna ríkisins, samkvæmt uppdráttum og skýringarmyndum ásamt skilmálum og yfirlitskorti Lendager, dags. 13. júní 2024.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Arnhildur Pálmadóttir hjá Lendager arkitektum tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23030053

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að auglýsa skipulag fyrir ríflega 200 íbúðir á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp. Byggir þetta á niðurstöðu hugmyndasamkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar þar sem ákveðið var að vinna áfram með tillögu dönsk-íslensku hönnunarstofunnar Lendager. Um er að ræða fyrsta stafræna deiliskipulagið á landinu sem er spennandi tilraunaverkefni í samstarfi við Skipulagsstofnun. Stefnt er að því að leysa megn bílastæðanna í fjölnota bílastæðahúsi og þar með verður yfirborðið aðlaðandi og aðgengilegra, grænna og öruggara fyrir vikið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa áhyggjum vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á Veðurstofureit vegna aðgengis þeirra sem eiga bágt um gang um langa leið. Þar má bæði nefna þá sem þurfa að komast nærri hýbýlum sínum vegna líkamlegrar fötlunar og þá sem það þurfa vegna ómegðar. Allt yfirbragð tillögunnar um Veðurstofuhæðina ber með sér að meirihlutinn og borgarkerfið hafa krúttað yfir sig í hringrásarhugmyndum á meðan mikil vöntun er á venjulegu húsnæði fyrir almenning. Sérstaka athygli vekur að ódýrar íbúðir sem ætlaðar eru fyrir efnaminna fólk eru í útjaðri svæðisins og fjarri bílastæðum. Því sendir meirihlutinn þau skilaboð til efnaminni að þau megi kjaga með innkaupapoka í norðangarra um langa leið. Engu að síður setja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig ekki upp á móti auglýsingu deiliskipulags og vonast eftir því að reiturinn verði á endanum þróaður með fólk, íslenskar aðstæður og veðráttu í huga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stefnt er að þarna rísi 250 íbúðir, jafnvel meira. Fækka á bílastæðum sérstaklega mikið á þessum reit,  meira en í öðrum þéttingarreitum. Setja á bílastæðahús. Gert er ráð fyrir að þarna búi þeir sem vilja lifa  bíllausum lífsstíl. Fulltrúa Flokks fólksins finnst með þessu að verið sé að útiloka mikilvæga valmöguleika. Blönduð byggð skal vera þarna t.d. stúdentaíbúðir og sambýli sem Flokki fólksins finnst jákvætt. Fulltrúi Flokks fólksins býst við að ábendingar verði á svipuðum nótum og komu frá íbúum Vogabyggðar, að erfitt sé að komast í og út úr hverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega fjölbreytileikanum og öll viljum við vistvæn hverfi með ríkum líffræðilegum fjölbreytileika, græn svæðið og rými til að anda.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsókn Gunnars Arnar Sigurðssonar, dags. 7. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 3. áfanga vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa þvottastöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 3. maí 2024.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24050082

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Í breytingunni sem lögð er til felst að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða í samræmi við heimildir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Á lóð Veitna er skilgreind heimild fyrir núverandi byggingarmagni og notkun ásamt því að lóðin er minnkuð, þannig að göngu- og hjólastígur meðfram sjávarsíðunni sé ekki innan lóðarinnar. Á landfyllingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir, Klettagarðar 16 og 18, um þær lóðir gilda almennir skilmálar úr deiliskipulagi og skal fjöldi bílastæða vera í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Heimilt verður að vera með tvær innkeyrslur inn á landsvæði landfyllingar frá Klettagörðum og að nýta landsvæði landfyllingar sem geymslu- og athafnasvæði, þó með fyrirvörum, ásamt því að heimilt verði að vera með tímabundið rútusvæði á landfyllingunni með aðkomu frá Klettagörðum, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 17. maí 2024.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24050210

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sótt er um útvíkkun á deiliskipulagi fyrir landfyllingu við Klettagarða/Laugarnes. Sótt er um útvíkkun á deiliskipulagi fyrir landfyllingu við Klettagarða/Laugarnes. Að gera 4 hektara landfyllingu - fjörutíu þúsund fermetra- er út í hött að mati fulltrúa Flokks fólksins.  Hér er valtað yfir lífríki við  fjörur og  í fjörum. Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að jafna þetta? Með því að fjölga blómakerjum? Með landfyllingu er náttúruleg fjara eyðilögð. Það eru ekki margar fjörur eftir í borgarlandinu. Það segir sig sjálft að þetta gjörbreytir allri ásýnd á svæði sem áður var náttúruleg fjara. Mynd af landfyllingu við Klettagarða er sérlega óaðlaðandi og þar sést hvernig fara á með fjöru sem er náttúruleg.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 10. maí 2024, ásamt bréfi Reita fasteignafélags, dags. 10. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst lenging á byggingarreit 7. hæðar meðfram Laugavegi og aukning á heildarbyggingarmagni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 10. maí 2024. Einnig er lögð fram tillaga, ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júní 2024.

    Synjuð er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júní  2024

    Vísað til borgarráðs.

    Sigríður Maack,  verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24050126

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið rétt að samþykkja umsókn Reita, þar sem kallað var eftir 2,5% auknu byggingarmagni. Í umsókn Reita kemur fram að fjölgun stærri herbergja á hótelinu myndi styðja við áform Reita og Hyatt um að setja hótelið í hærri gæðaflokk en skortur er á slíku gistiframboði á höfuðborgarsvæðinu. Hærra gæðastig styður jafnframt við stefnu stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um að laða að betur borgandi ferðamenn og ráðstefnugesti. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks sérkennilegt að borgaryfirvöld vinni ekki með uppbyggingaraðilum og hótelrekendum að því að fjölga slíku gistiframboði í Reykjavík.

    Fylgigögn

  10. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Hjalti Sigmundsson, dags. 5. desember 2023, Andrea Ósk Jónsdóttir, dags. 8. janúar 2024, 15. eigendur fasteigna á reit/skilmálaeiningu 3.1.28, dags. 8. janúar 2024, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Lísa Ann Hartranft, dags. 10. og 31. janúar 2024, Anna Beverlee Saari, dags. 10. janúar 2024, Samúel Torfi Pétursson, þrjár umsagnir, dags. 10. og 14. janúar 2024, Sif Bjarnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Hörður Valgarðsson, dags. 11. janúar 2024, Bryndís Björk Arnardóttir, dags. 11. janúar 2024, Ellert Þór Jóhannsson, dags. 12. janúar 2024, Friðrik Sturlaugsson, dags. 12. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Friðrik Klingbeil Gunnarsson, dags. 16. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, dags. 17. janúar 2024, Margrét M. Norðdahl, dags. 18. janúar 2024, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, dags. 18. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Finnur Sigurðsson, dags. 29. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Ómar Ingi Jóhannesson, dags. 30. janúar 2024, Óskar Ómarsson, dags. 31. janúar 2024, Sara Axelsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, Lísa Ann Hartranft og Pétur T. Gunnarsson, dags. 1. febrúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, Leó Alexander Guðmundsson og Sigríður V. Jónsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024.

    Athugasemdir kynntar

    Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11:26 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi

    -    Kl. 11:26 tekur Hjálmar Sveinsson við formennsku

    -    Kl. 11:26 tekur Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir sæti á fundinum SN150530

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða gríðarlegt magn upplýsinga í gögnum sem fylgir málinu og ljóst er að búið er að ljá eyru og hlusta eftir hvað íbúum og hagaðilum finnst um skipulagshugmyndir. Ekki er þó gott að sjá í fljótu bragði hvar mögulegur pottur er brotinn í skipulaginu. Athugasemdir eru margar og fjölbreyttar. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða mikla fækkun á bílastæðum. Vonandi hlustar meirihlutinn á það og gerir breytingar í samræmi við óskir og þarfir fólks. Ef margir eru ósáttir við eitthvað ákveðið atriði er skylda skipulagsyfirvalda að hlusta.  Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllum jafna eftir að farið var að þétta byggð svo mikið er að byggingarmagn sé of mikið, að gengið sé á græn svæði, að þrengsl séu mikil, að koma inn og úr hverfi erfið og skuggavarp sé of víða.  Innviðir eru sprungnir og ef fjölga á í hverfinu að heitið geti þarf að byggja við skóla og aðra innviði. Það svæði sem hér um ræðir er býsna fjölbreytt og athugasemdir eftir því. Betra hefði verið ef skjali sem þessu væri skipt upp með skýrari hætti og athugasemdir settar í sér skjal svo auðveldara sé fyrir þá sem vilja kynna sér málið að stúdera það.

    Fylgigögn

  11. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2 Hlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Sveinn Orri Tryggvason, dags. 17. desember 2023, Tinna Gilbertsdóttir, dags. 21. og 28. desember 2023, Friðrik Örn Jörgensson, dags. 10. janúar 2024, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Kristinn Árnason, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Kolbrún Jarlsdóttir, dags. 12. janúar 2024, Bryndís Loftsdóttir, dags. 12. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Hafsteinn Snæland Grétarsson, dags. 18. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Jón Bjarni Friðriksson, dags. 25. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Jörgen Már Ágústsson hjá MAGNA lögmönnum f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 30. janúar 2024, Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson, dags. 31. janúar 2024, Hilmar Ingólfsson, dags. 31. janúar 2024, Karl Jóhann Jóhannsson og Kristín Una Sigurðardóttir, dags. 31. janúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, Guðjón Steinar Þorláksson og Dagbjört Elva Sigurðardóttir, dags. 1. febrúar 2024, Kristín Una Sigurðardóttir og Karl Jóhann Jóhannsson, dags. 1. febrúar 2024, Leó Alexander Guðmundsson og Sigríður V. Jónsdóttir, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024.

    athugasemdir kynntar

    Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN150531

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er eins með þetta og Hlíðar 3.1. Háteigshverfi, hér ægir saman gríðarlegu magni upplýsinga. Kjarni málsins er í raun ekki ávarpaður í þessari skýrslu sem eru athugasemdir sem flestir sendu inn og vörðuðu uppbyggingu á þessum svæðum og aðgengi. Stór hluti í skýrslunni fer í lýsingu á samráðsferlinu og ljóst er að áhersla skipulagsyfirvalda er að upplýsa almenning um að samráð sé gott og mikið. Samráð er þó ekki aðeins það að bjóða fólki að senda inn ábendingar sem síðan er svarað af skipulagsyfirvöldum. Alvöru samráð er að þegar margir senda inn sömu ábendingu þá sé hún tekin alvarlega og gerð sé gangskurk í að gera tilheyrandi breytingu á skipulaginu.  Langflestar athugasemdir snúa að fækkun bílastæða og óttast fólk bílastæðaskort.  Hér eru einnig ábendingar um að það vanti verslun og þjónustu. Við yfirferð eru margir að mótmæla stefnu meirihlutans að þétta byggð of mikið. Of mikil þétting leiðir til þrengsla og skuggavarps sem hefur neikvæð áhrif á líðan.

    Fylgigögn

  12. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: Kópavogsbær, dags. 21. nóvember 2023, Iðunn Svala Árnadóttir, dags. 10. janúar 2024, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson f.h. Borgarlínu, dags. 11. janúar 2024, Veðurstofa Íslands, dags. 15. janúar 2024, Sigrún Björk Jakobsdóttir f.h. Isavia Innanlandsflugvalla, dags. 15. janúar 2024, Umhverfisstofnun, dags. 16. janúar 2024, Strætó, dags. 23. janúar 2024, Harpa Stefánsdóttir, dags. 26. janúar 2024, Finnur Sigurðsson, dags. 29. janúar 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 30. janúar 2024, Vegagerðin, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, dags. 1. febrúar 2024 og Veitur, dags. 1. febrúar 2024.

    athugasemdir kynntar

    Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN150532

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi við samþykkt hverfisskipulags, en auglýstar voru hverfisskipulagsáætlanir fyrir borgarhluta 3 Hlíðar sem nær yfir þrjú hverfi Háteigshverfi (3.1), Hlíðar (3.2) og Öskjuhlíðarhverfi (3.3).  Fulltrúi Flokks fólksins vill benda sérstaklega á umsögn Umhverfisstofnunar því hér er um að ræða svæði á náttúruminjaskrá. Þetta svæði er fjölsóttur útsýnisstaður og útivistarsvæði. Auk þess er þar að finna minjar um hæstu sjávarstöðu frá ísaldarlokum.1,2 eins og fram kemur í umsögn Umhverfisstofnunar. Þetta þarf að koma fram í tillögunni. Auk þess þarf að huga að vernd og endurheimt minjanna sem farin er að raskast vegna uppbyggingar og trjáræktar svo þær fái að njóta sín. Skerpa þarf nánar og betur á því svæði sem er á náttúruminjaskrá, að það sé betur afmarkað t.d. á uppdrætti, stefnukorti eða  þemauppdráttum eins og Umhverfisstofnun bendir á. Þetta er ekki gert nægjanlega skýrt hjá skipulagsyfirvöldum.

    Fylgigögn

  13. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lagt fram málskot PK Arkitekta, dags. 8. maí 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. mars 2024 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða um tvær, úr tíu íbúðum í tólf íbúðir, samkvæmt uppdr. PKdM, dags. 30. ágúst 2019. Einnig er lagt fram yfirlit yfir breytingar og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024. Einnig er Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn, dags. 14. mars 2024, staðfest. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslumálsins. USK24050159

    Fylgigögn

  14. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. H301 ehf., dags. 29. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð minnkar og lóðarmörk dragast að húsvegg ásamt því að byggingarreitur stækkar og byggingarmagn eykst. Núverandi hús verður hækkað um eina hæð með efstu hæð inndregna og viðbygging sem verður á núverandi bílastæði verður jafn há framhúsi og einnig með inndregna efstu hæð. Sameiginlegt útisvæði íbúa hússins verður á þaksvölum og jarðhæð sunnan megin við hús, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024, br. 6. júní 2024. Einnig er lagt fram minnisblað Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Atli þorsteinn Stefánsson, dags. 21. maí 2024, og íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 23. maí 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Lagt er til tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2024

    Vísað til borgarráðs.

    Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 12:01 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi SN220763

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 6. júní 2024, vegna afgreiðslu borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. USK24050158

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 6. júní 2024, vegna afgreiðslu borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna Einarsness. USK24020304

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 6. júní 2024, vegna afgreiðslu borgarráðs s.d. á auglýsingu að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sætuns I á Kjalarnesi. USK23120004

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 12. júní 2024.

    Vísað til gerðar fjárfestingaráætlunar. USK24050371

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir umsögn vegna tillögu um lagningu göngu- og hjólaleiðar meðfram vestasta hluta Hallsvegar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tengja íbúabyggð í sunnanverðu Rimahverfi betur við útivistarsvæðið í Gufunesi, sem er fjölsótt af börnum og unglingum í hverfinu. Þess vegna er æskilegt að ráðast í umræddar framkvæmdir sem fyrst, bæði við göngu- og hjólaleið norðan megin Hallsvegar sem og örugga gönguleið yfir Strandveg. 

     

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 40 liður fundargerðar dags. 10. janúar 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 10. júní 2024.

    Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24010096

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til í janúar á þessu ári að hægt verði að greiða samhliða fyrir bílastæði í bílastæðahúsi og hleðslu rafbíls. Kostur væri  fyrir notendur ef hægt væri að gera þetta tvennt samtímis þegar bíll er sóttur í bílastæðahús. Það myndi spara umstang.  Nú liggur fyrir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar þar sem kemur fram að þetta sé eiginlega ekki góð hugmynd en þó ekki útilokað. Ef þetta er ekki útilokað þá er sjálfsagt að skoða þetta nánar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Fordæmi eru fyrir að hægt sé að borga samhliða fyrir borgun á bílahúsi og rafmagni. Bílastæðasjóður hefur mokað inn fjármagni í gegnum bílastæðagjöld og sjálfsagt er að nota hluta ágóðans til að útvíkka þjónustuna. Að selja raforku mun varla skaða ímynd Bílastæðasjóðs.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Vísað til meðferðar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24060158

  21. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Vísað til meðferðar Umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24060159

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Vísað til meðferðar Umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24060157

  23. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Tillögunni er vísað frá USK24060169

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem málið er í skýrum farvegi. Málið er í samráðsferli. Athugasemdir fólks eru ætíð teknar alvarlega og skoðaðar. Brugðist er við ef talin er málefnaleg ástæða til þess.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins óskaði eftir að farið verði  betur ofan í saumana á breytingum á deiliskipulagi við Arnarbakka og að athugasemdir sem berast í gáttina verði  skoðaðar. Flokkur fólksins hefur heyrt áhyggjuraddir fólks í Breiðholti sem lúta að þessum breytingum við Arnarbakka (Þar sem Breiðholtskjör var áður). Opið er fyrir athugasemdir i samráðsgátt til 19. júlí. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/711 Tillögunni er vísað frá. Áhyggjur lúta að því hvort þétting byggðar sé hér of mikil ef horft er til aðgengismála. Einnig að gengið sé of freklega á græn svæði. Kvíði er einnig meðal fólks um rask á framkvæmdartíma. Þær gagnrýnisraddir heyrast að Breiðholt þurfi ekki fleiri blokkir. Af hverju er ekki tækifærið nýtt hér sem dæmi til þess að byggja skemmtilegar íbúðir og verslun? Áhyggjur eru af skuggavarpi ef byggð er blokk austan við sparkvöll Breiðholtsskóla og þar verði gengið of mikið á grænt svæði. Fjarlægja á um það bil 75 bílastæði sem fólki finnst ekkert vit í þar sem almenningssamgöngur eru ekki að nýtast sem skyldi í úthverfum.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Vísað til meðferðar Strætó bs. USK24060170

  25. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.

    Vísað til meðferðar Umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24060165

  26. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024.
    Vísað til umsagnar Umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24060166

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í endurbætur við Rauðalæk. Víða við götuna eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Þá þarf að ljúka malbikun götunnar en nokkur ár eru síðan það verk hófst.

    Frestað USK24060263

  28. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Háaleitisbraut. Víða við brautina eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Brýnust er þörfin við vestanverða brautina, á kaflanum nr. 14 – 60, sem og við austanverða brautina á kafla milli Fellsmúla og Miklubrautar.

    frestað USK24060266

  29. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að umhirða og viðhald borgarstíga í Fossvogshverfi verði bætt. Þar þarf víða að hreinsa illgresi úr stígum og tröppum og lagfæra skemmdir sem á þeim hafa orðið.

    Frestað USK24060267

  30. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að merkingar Strætó bs. við Lækjartorg verði bættar. Um er að ræða þrjár biðstöðvar, sem aðgreindar eru með bókstöfunum A, B og C. Rúmlega hundrað metrar og fjórar akreinar skilja að biðstöðvar A og C við Lækjargötu en biðstöð B er við Hverfisgötu. Æskilegt er að hver biðstöð verði merkt viðeigandi bókstaf með áberandi hætti, strætisvagnafarþegum til glöggvunar.

    Frestað USK24060268

Fundi slitið kl. 12:40

Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Kjartan Magnússon Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Hildur Björnsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. júní 2024